16.5.2011 | 19:28
Hvað þarf til svo Ísland geti tekið upp Evru?
Eins og þeir sem hafa lesið þetta blogg vita, þá er ég fremur skeptískur á að okkar hagkerfi eigi auðvelt með að þrífast innan annars gjaldmiðils en okkar eigin. En á hinn bóginn má snúa vandanum á hvolf.
Velta því upp hvað þarf til, að unnt sé að taka upp Evru eða einhvern annan gjaldmiðil, og láta það virka!
- Mín greining á grunnvandanum er sára einföld, Ísland er sveiflukennt hagkerfi.
- Evra í reynd myndi ekki skapa stöðugleika, því hún afnemur ekki hina undirliggjandi hagkerfissveiflu - þ.e. hið dæmigerða að verð geta hækkað eða lækkað, náttúran getur einnig spilað inn í og gerir.
- Eins og Stiglitz sagði er hann var hér síðast, sem nú er orðið nokkuð síðan, þá á það við að í sveiflukenndu hagkerfi þarf einhver þáttur að taka sveifluna.
- Valkostirnir eru ekki fjölmargir:
- Gengi.
- Laun.
- Hægt að setja innflutningshöft.
- Fjöldagjaldþrot og kreppa.
Valkostirnir eru í reynd 1 eða 2
Ef 1 er tekinn út, þarf að útfæra 2 þannig, að skapist sá sveigjanleiki er hagkerfið þarf.
- Laun þurfa einfaldlega að lækka alveg sjálfvirkt skv. einhverri reikniformúlu, sem aðilar hafa fyrirfram komið sér saman um.
- Þetta þarf að binda inn í lög, jafnvel stjórnarskrá, svo hámarks trúverðuleiki sé skapaður.
- Væntanlega má formúlan gera ráð fyrir hækkun á móti, þegar sambærilegar hreyfingar eru í hina áttina.
Formúlan myndi hafa þjóðartekjur sem viðmið - þ.e. tekjur af öllu því sem selt er úr landi eða útlendingar kaupa hér, sem hér eru staddir.
Lækkun tekna, myndi sjálfvirkt leiða til lækkunar launa - á móti mættu laun hækka sjálfvirkt þegar þær hækka.
Það má vera, að þetta myndi þíða endalok eiginlegra kjarasamninga, þ.s. formúlan væri bundin í lög eða jafnvel stjórnarskrá, væri þannig nokkuð sambærilegt við það fyrirkomulag sem ríkir um lánskjaravísitölu sem einnig er lögbundin.
Ef við viljum - getum við kallað þetta vísitölu: Kjaravísitalan!
Niðurstaða
Ég er þeirrar skoðunar að ofangreind leið, sé eina mögulega aðferðin til að unnt sé að láta upptöku annars gjaldmiðils en okkar eigin ganga upp, meðan hagkerfið er eins óstöðugt og það er.
En, ef þ.e. okkar niðurstaða að við viljum samt fara þessa leið, þá þarf slík upptaka ekki endilega vera í gegnum þá aðferð að ganga fyrst í ESB.
Þá má vera að t.d. dollar væri betri kostur. En, faðir Evrunnar, Robert Mundell kom fram með þá ráðleggingu að taka einhliða upp dollar, sjá: Robert Mundell, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, oft kallaður faðir Evrunnar - ráðleggur Íslendingum að tengja gengi krónunnar við gengi bandar. dollars!
Ég ætla ekki að tjá mig neitt sérstaklega um hans ráðleggingu, bendi einfaldlega um á mína umfjöllun með beinni tilvitnun í Mundell, en þær ástæður sem Mundell nefnir fyrir dollar frekar en evru koma þar fram.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
verð er eintöluorð!
Jón Jónsson, 17.5.2011 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning