Hinn merkilegi 2-ja hraða vöxtur Evrópu skv. fréttum helgarinnar

Þessi mynd er tekin af vef Financal Times, sjá frétt "Solid finances help drive German economic revival" og aðra frétt "Germany powers eurozone growth", en myndin gefur mjög skýra mynd af stöðunni.

En rétt er að benda á, að verðbólga á Evrusvæðinu mælist í dag 2,6%.

Hagvöxtur undir 2,6% er því nettó samdráttur virði landsframleiðslu, þegar tekið er tillit til verðbólgu.

Miðað við þetta, sbr. bláu tölurnar er sýna spá AGS fyrir einstök lönd fyrir árið í heild, eru í reynd mjög fá lönd innan ESB og innan Evru, sem eru ekki í nettó lífskjarasamdrætti!

Nokkur aðildarlönd ESB eru ekki með í þessum tölum, vegna þess að þar er ekki enn búið að birta tölur fyrir 1. ársfjórðung 2011, svo þetta sýnir samanburð yfir þau lönd, þaðan sem tölur eru fram komnar.

http://im.media.ft.com/content/images/30eb3a9a-7d8c-11e0-b418-00144feabdc0.img

Ég bendi á töfluna "GDP compared with pre-crisis peak" en þar sést vel sá árangur sem Þjóðverjar eru sérstaklega ánægðir með, þ.e. sú staðreynd að skv. þessu eru þeir ásamt Bandaríkjunum búnir að vinna upp hagkerfistapið sem varð af kreppunni, þ.e. komnir upp fyrir þann stað þ.s. hagkerfi þeirra var fyrir kreppu.

Síðan þar fyrir neðan má sjá dæmi um hve nokkur lönd eiga langt í land með að ná aftur til sömu stöðu og fyrir kreppu!

Greina má 2 hópa ríkja:

  1. Þau sem hafa vöxt á 1. fjórðungi 2011 upp á 1% eða þaðan af meir.
  2. Þau lönd sem hafa vöxt á 1. fjórðungi 2011 innan við 1%, eða samdrátt.
  • Ein merkilegasta niðurstaðan er sennilega sú, að þó Þjóðverjar séu kallaðir vélin sem drífur Evrópu, þá er spá um vöxt þessa árs einungis cirka við spá um verðbólgu þessa árs á Evrusvæðinu, sem segir að lífskjör í Þýskalandi hvorki batna né versna.
  • Meirihluti Evrópu, verður þetta ár í nettó lífskjara skerðingu, þegar tekið er tillit til meðalverðbólgu Evrusvæðisins á bilinu 2,4% - 2,6%, en spá fyrir árið er lægri talan en þessa stundina mælist hún í hærri tölunni.
  • Atvinnuleysi í Þýskalandi, er þó skroppið saman niður fyrir atvinnuástandið fyrir kreppu, sem verður að teljast góður árangur, og vísbending um að laun í Þýskalandi muni sennilega hækka á næstu misserum, eftir því sem þrengist um aðgang eftir vinnuafli.
  • Hætta fyrir löndin með vöxt innan við 1% er, að Seðlabanki Evrópu muni ákveða að hækka vexti í annað sinn á þessu ári, við næstu mánaðamót. En vaxahækkun vegna útbreiddra skulda innan þeirra hagkerfa, myndi hafa öflug samdráttaráhrif - og jafnvel geta keyrt einhver þeirra yfir í samdrátt.
  • Sérstaklega sýnist manni Ítalía og Spánn í viðkvæmri stöðu, ef frekari vaxtahækkanir verða.
  • Þ.e. hugsanlegt áhættuatriði, meðan Grikkland - Írland og Portúgal, eru enn í skuldakrýsu og almennt talin af markaðinum, að vera ófær um að endurgreiða sínar skuldir.
  • En, kyrrstaða eða jafnvel samdráttur á Spáni og Ítalíu, gæti aukið hættuna á "contamination" þ.e. ekki síst þ.s. nú virðast standa yfir samningaviðræður um nýjan lánapakka til Grikkland upp á 60ma.€ - en ef staða Grikklands og hinna landanna heldur áfram að versna, getur ótti fjárfesta einnig beinst að Ítalíu og Spáni, sérstaklega ef vöxtur þar er enginn.

 

Niðurstaða

Jákvætt fyrir Evrópu auðvitað að hagvöxtur þar sé eitthvað að skána. En, best að gera ekki of mikið úr honum, en eftir allt saman er hagvöxtur þetta ár í Evrópu skv. spám einungis í örfáum löndum annaðhvort jafnt og verðbólga Evrusvæðis eða ofan við meðalverðbólgu svæðisins, sem skv. spám fyrir árið á að vera 2,4% en getur reynst eitthvað hærri skv. niðurstöðu sl. mánaðar er hún mældist 2,6%.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þú ert að misskilja þetta Einar. Verðbólga er alltaf tekinn með inn í reikninginn þegar tölur um hagvöxt eru gefnar út. Ef það væri ekki tilfellið þá hefði hagvöxtur verið neikvæður á Íslandi á hverju einasta ári frá árinu 2000.

Það kemur þó fyrir í einhverjum tilfellum sem menn taka verðbólguna út úr dæminu en það er mjög sjaldgæft og alltaf tekið sérstaklega fram ef það er tilfellið. 

Reyndar er ég ekki með aðgang at ft.com og get þvi ekki kíkt á þessar greinar en ég get fullyrt að verðbólga er tekinn með í reikninginn á þessum tölum.

Jón Gunnar Bjarkan, 15.5.2011 kl. 20:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. hugsanlega rétt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.5.2011 kl. 22:52

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Á hinn bóginn ekki endilega: Ef það væri nettó tala, væri það sennilega NDP.

GDP = private consumption + gross investment + government spending + (exports ? imports), or

\mathrm{GDP} =  C + I + G + \left ( \mathrm{eX} - i \right )

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.5.2011 kl. 22:57

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef aldrei vitað til að verðbólga hafi verið tekin inn í þjóðhagsreikninga og ég get ekki fundið neinn misskilning í þessari gein Einars...............

Jóhann Elíasson, 15.5.2011 kl. 23:25

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já Jóhann, ég man ekki heldur eftir slíku enda er þetta kallað GDP ekki NDP. Vanalega þegar G er sett fyrir framan, er það vísbending um að tala sé heildartala án tillits til einhvers takmarkandi þáttar.

-------------------Annar ég sá þessa áhugaverðu frétt, spurning hvað er að gerast:

Athens tested by IMF bail-out negotiations

By Kerin Hope in Athens

Published: May 15 2011 19:05 | Last updated: May 15 2011 19:05

The International Monetary Fund has dismissed fears that talks with Greek officials on a revamped bail-out package are close to collapse over the socialist government’s reluctance to push ahead with privatisation.

George Papaconstantinou, finance minister, has come under pressure to accept harsher terms for a planned €50bn ($70bn) of disposals – including an accelerated timetable and sales of 100 per cent of state-controlled enterprises – despite strong opposition within the cabinet and the governing Pasok socialist party.

Achieving agreement on a broad-ranging privatisation programme to reduce debt is critical to Greece’s chances of getting a fresh European Union-IMF bail-out loan in 2012 to avert a sovereign default.

The IMF said on Sunday: “The talks are continuing and making progress.”

The statement came after Greek officials voiced fears that the talks would fail because the terms demanded by the EU and IMF were politically unacceptable, said one person with knowledge of the discussions.

“One proposal, that the EU should take over the privatisation process from the Greeks, was seen as a red flag,” it said.

George Papandreou, Greek prime minister, said in a newspaper interview at the weekend that privatisation headed the reform agenda but warned that it “would be an insult” if an Aegean island or a cultural monument were put on the block.

It was unclear what effect the arrest of Dominique Strauss-Kahn, IMF managing director, who had been due to discuss the revamped Greek bail-out in Berlin on Sunday, would have on the talks.

Mr Strauss-Kahn had initially strongly supported Greece’s reform effort but distanced himself as the programme ground to a standstill this year.

A government spokesman asked about the arrest said: “Greece operates on institutional principles and is continuing to implement its programme.”

The so-called “troika” – experts from the Commission, IMF and European Central Bank – had been due to wrap up a deal by midweek covering privatisations; a four-year, €26bn fiscal and structural programme; and an extra €6bn of cuts to offset budget slippage this year.

The austerity package would include more cuts in state pensions and allowances for public sector workers, along with mergers and closures of hundreds of outdated state entities.

Several prominent socialists last week renewed their opposition to sales of state assets, including the electricity and gas utilities and leases on properties set for tourist development at a meeting with the troika.

Vasso Papandreou, a former development minister, attacked the package as too harsh. “There have to be changes and privatisations should take place but not in such a short space of time. We’re talking about people, not numbers,” said Ms Papandreou, chair of parliament’s economics committee and leader of a group of dissident socialist deputies.

The prospect of four more years of austerity has sent the socialists’ approval rating to its lowest level during 20 months in power, according to an opinion poll published on Sunday.

Yet they still held a narrow lead with a 32 per cent rating compared to 29 per cent for New Democracy, the main opposition conservative party

Copyright The Financial Times Limited 2011. You may share using our article tools. Please don't cut articles from FT.com and redistribute by email or post to the web.

 ------------------------------

Spurning hvort Grikkir eru að springa á limminu.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 00:13

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta er bara alveg grundvallaratriði að vera með þetta á hreinu þegar maður ætlar að rökræða efnahagsmál. Hagvaxtatölur er alltaf reiknaður með verðbólgu, nema í kannski þegar hagfræðingar þurfi að fara í einhvern hávísindalegar tölfræðirannskóknir og fara þá eitthvað að kukla í hagvaxtartölunum til að draga frá verðbólgu og svo framvegis.

Eru þið að reyna halda því fram að við höfum verið með samdrátt 2009 upp á hátt upp í, hvað 10% eitthvað svoleiðis, og svo 18% verðbólgu svo að við hefðum upplifað 28% samdrátt. Það á ekki einu sinni að þurfa ræða þetta. Samkvæmt svona útreikningum þá værum við eflaust 20% fátækari þjóð í dag en miðað við árið 1995 og allt útlit að við yrðum á pari við Kongó í þjóðarframleiðslu eftir 50 ár.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.5.2011 kl. 00:19

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_real_GDP_growth_rate_%28latest_year%29

Lesið skilgreininguna efst á síðunni, ef þið viljið þá getið þið líka flett upp gdp growth rate hvar sem er, kemur alltaf út á það sama, verðbólga er tekin með. Stundum er þó tekið sérstaklega fram um að sé að ræða gdp real growth rate en það eru sömu tölur og þú ert með.

Það er rétt að þjóðarframleiðsla sumra þessara þjóða voru að minnka í kreppunni en það var vegna þess að þa litu hagvaxtatölurnar út eitthvað svona Spánn -2.3%, sumsé, það var kannski 0,5% hagvöxtur en 1,8% verðbólga og því var hagvöxturinn að samdrætti upp á -2,3% 

Þar af leiðandi eru allar niðurstöður sem þú gafst þér eftir þessa fyrst forsendu þína rangar. Og gerðu það nú fyrir mig að viðurkenna bara að þú hafðir rangt fyrir þér, það er svo leiðinlegt að þurfa rífast út af svona borðleggjandi hlutum.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.5.2011 kl. 00:26

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Fyrirgefið, meinti að skrifa ef hagvaxtartölurnar hefðu verið eitthvað svona Spán -1,3%, umsé, það var kannski 0,5% hagvöxtur en 1,8% verðbólga og því var hagvöxturinn að samdrætti upp á -1,3%.

Tek á þessu með Grikkland á morgun, en eins og aðrar Evrópuþjóðir þá eru þeir vellauðugir af eignum, eignum sem er löngu búið að einkavæða í Bandaríkjunum og Íslandi(við höfum þó fengið einhverjar þessar eignir aftur til baka). Til dæmis á Gríska ríkið 280 milljarða evra í properties, það er mjög svipað og þeir skulda. En þeir skulda um 150% af þjóðarframleiðslu sem er eitthvað um 210 milljarðar Evra, og því skuldirnar eitthvað um 300 milljarðar evra. Þá er ekki einu sinni meðtalið gullforði og gjaldeyrisforði og miklar eignir í fyrirtækjum í öllum geirum. Íslendingar fóru í mikið einkavæðingarferli og notaði meðal annars peninga þaðan til að greiða niður skuldir. 

En vogunarsjóðir hafa auðvitað tekið stöðu gegn Grikklandi og vilja að þeir fari á hausinn en ég sé ekki afhverju þeir séu of góðir til að selja eignir til að greiða niður skuldir, gleymum því ekki að ríkið sjálft tók þessar skuldir og falsaði meðal annars efnahagsreikninga til að komast upp með að fela þessar skuldir.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.5.2011 kl. 00:41

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ákvað að senda Lex-team á FT.com þessa spurningu hvort þetta er GDP eða Real GDP. Þeir svara hugsanlega jafnvel í dag þ.s. þetta er svo einföld spurning.

 ---------------

Varðandi Grikkland, þá er rétt að muna að þ.e. verið að leggja til að selja þær mitt í dýpstu kreppu sem Grikkland hefur lent í síðan sennilega eftir 1950.

Það mun hafa neikvæð áhrif á verð sem líkleg eru að fáist fyrir þær eignir.

Orðið brunaútsala koma fram í analísu Lex-team nýverið.

Við getum auðveldlega verið að tala um hálfvirði eða jafnvel þaðan af minna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 11:15

10 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þú sérð það nú bara á grafinu, átt ekkert að þurfa senda fyrirspurn hvað það varðar, en flott, bíðum eftir svarinu, við vitum báðir hvað það verður.

Þeir "núllsetja" þjóðarframleiðsluna við 100 til að sjá breytinguna fyrir og eftir hrun. Þannig eru þjóðverjar rétt komnir yfir hátindinn fyrir hrun og búnir að ná til baka samdrættinum í hruninu en Evrusvæðið á enn nokkuð eftir í land og á enn eftir að sækja 2,1%, ef áætlanir ganga eftir um 2% hagvöxt á evrusvæðinu sem þykir mjög líklegt núna eftir svona sprækan árangur á fyrsta ársfjórðungi, minni á að bandaríkin voru aðeins með 0,4% á sama ársfjórðungi og bretar aðeins 0,5%, svo það er mjög líklegt að 2% markmiðið náist enda þótt hagvöxturinn hægji aðeins þegar líður á árið(kannski sérstaklega hjá frökkum en ég spái því að Þjóðverjar nái 3% hagvexti í ár). 

Ef íslendingum væri skellt þarna í grafið þá værum við á svipuðum stað og Grikkir, við erum ekki enn byrjuð að vinna upp samdráttinn í hruninu, en ég hef reyndar ekki séð hagvaxtartölur okkar fyrir 1. ársfjórðung, spái því þó að þær verða nokkuð öflugar enda hefur smásala, fasteignaviðskipti og bílasala aukist mjög síðan í hruninu. Ég væri undrandi ef við náum lélegri hagvexti en Grikkir sem komu óvænt með 0,8% hagvöxt fyrir þennan ársfjórðung.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.5.2011 kl. 15:00

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef við gefum okkur að þú hafir rétt fyrir þér um það, að tölur yfir hagvöxt séu "real GDP" þ.e. að frádreginni verðbólgu, þá auðvitað lítur þetta skár út en ég hugði.

Varðandi Þýskaland, þá læt ég vera að setja fram nokkrar spár, bendi einungis á að það fer mjög mikið eftir stöðu þeirra útflutningsmarkaða, því vöxtur hjá þeim virðist meir keyrður áfram af útflutningi en neyslu heima fyrir, þess vegna hinn drjúgi afgangur af útflutningi.


Mín skoðun er að þeir ættu að keyra upp nokkuð neyslu, enda þurfi land ekki strangt til tekið verulegann afgang, aðalmálið sé að vera ekki með halla. Með óþarflega miklum afgangi séu þeir að fórna velferð, sem hagkerfið hefur efni á. Að auki myndi, aukin neysla skapa meira svigrúm fyrir innflutning varnings til Þýskalands, þannig skapað meira svigrúm fyrir hin hagkerfin innan Evrunnar.

------------------------

Eerm, aukin neysla á Íslandi er ekki endilega svo mikið hagvaxtarhvetjandi, þ.s. svo mikið af henni fer í innflutning og þegar hagvöxtur er reiknaður er innflutningur alltaf dreginn frá.

Þetta er öðruvísi í stærri löndum þ.s. hærra hlutfall neysluvara er framleitt innanlands.

Í reynd að mínu mati, getur þetta verið vísbeninding um að við séum á leið í vanda, jafnvel nýtt hrun, því við verðum að eiga nægann afgang af gjaldeyri - mig grunar að þær tölur bendi til þess, að gengið verði látið síga til að slá á þessa neyslu aftur, svo innflutningur aukist ekki um of.

-------------------

Hér verður þetta að byggjast á útflutningi, það á eftir að vera langur og erfiður barningur.

Varðandi gamalt deilumál um hve mikið innflutningur minnkar við gengisfall hjá smáþjóðum, þ.s. ég vildi meina að á Íslandi væri gengisfall skilvirkara en hjá dvergþjóðum almennt, þá set ég inn tölur frá AGS:

2009.....2010....2011

-20.7.....-1.8......2.6

Þ.s. þetta sýnir er minnkun eynkaneyslu, sem er þá að stærstum hluta minnkun á innflutningi. Þarna vantar tölur fyrir 2008, en minnkun innflutnings er væntanlega á bilinu 15-20%. En sennilega er ekki unnt að ná umtalsverðu meira fram þó með frekari fellingum, þó vera geti að einhverja viðbótar minnkun sé enn unnt að ná.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 18:16

12 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Einar, horfðu bara á línuritið, það segir Real GDP. Real GDP fór niður í kreppunni, nú er það á leiðinni upp, þú ert að segja að real GDP sé að fara lækkandi hjá öllum evruríkjunum, vegna þess að þú reiknar verðbólguna tvisvar inn í vöxtinn. Þá væri grafið alltaf á leiðinni niður. Það stendur skýrt á línuritinu að Real GDP er núna búinn að sneiða hámarkið fyrir kreppu hjá þjóðverjum. Grikkir eru núna fyrst á fá hagvöxt og því sérðu að þeirra lína sýnir það með því að snúast upp á við í fyrsta skipti vegna þess að real gdp er að vaxa.

Undirstöður Þýsklands er mjög góðar í dag og hagtölur þeirra eru að sýna það. Atvinnuleysi hefur farið snarlækkandi í kreppunni, er nú komið niður fyrir 7% á meðan atvinnuleysi hefur farið mjög vaxandi í USA. Svo miklar fréttir þótti þetta minnkandi atvinnuleysi að ráðherrar létu sér ekki nægja að láta vinnumálastofnunina að birta þessar tölur heldur hlupu upp til hópa til að tilkynna þetta sjálfir á fundum fyrir photo op. Þjóðverjar tóku efnahaginn í gegn og tóku margar erfiðar ákvarðanir(meðal annars línuritið sem þú sýnir svo oft hér að starfsmannakostnaður í Þýskalandi hefur staðið í stað í 10 ár). Á meðan þessum og mörgum öðrum aðhaldsaðgerðum stóð var viðkvæðið í financial times og annarra að Þýskaland væri veiki maðurinn í Evrópu, með hátt atvinnuleysi og lítinn hagvöxt(þú manst kannski hvernig þetta var, atvinnuleysis grýlan hér á Íslandi var alltaf hvað Þjóðverjar væru með mikið atvinnuleysi og fussuðu og sveiuðu andstæðingar ESB yfir þessu atvinnuleysi, nú er meira atvinnuleysi hér en í Þýskalandi).

Mig minnir að Þýskaland hafi neglt inn 3,5% hagvöxt 2010 sem er langtum meira en aðrar Vesturlandaþjóðir og ég spái þeim allavega 3% hagvexti í ár. Það vantar mörg hundrúð þúsundir hámenntað starfsfólk í Þýskalandi, ef þeir flytja inn hámenntað fólk eins og Kanada, Noregur og fleiri eru duglegir við að gera, þá getur þessi vöxtur orðið enn stærri en það er mikil andstaða við að gera það í Þýskalandi en OECD hefur meðal annars mælt með að þeir fari að gera þetta núna.

Góður punktur varðandi hagvaxtarhvetjandi áhrif neyslu á íslandi miðað stórar þjóðir en aukin fasteignkaup eiga að keyra upp hagvöxt hér á landi en taka verður líka inn í spilin að aukin neysla á íslandi er ekki alltaf íslendingar, aukning ferðamanna til dæmis eykur neyslu og það er hagvaxtarhvetjandi og það er enginn að auka við sig jafnmikið af ferðamönnum og Ísland. Ég spái að fyrsti ársfjórðungur okkar verði nokkuð sprækur, það getur ekki annað verið, einhvern tímann hljótum við að fara heimta aftur til baka þennan samdrátt.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.5.2011 kl. 19:09

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, Jón Gunnar - ég gef þér það að hafa rétt fyrir þér með "real GDP". Mér sýnist þú hafa raðað upp sannfærandi röksemd.

-----------------

Það er samt ákveðinn veikleiki hjá þeim skortur á neyslu, en samdráttur í Kína ef hann verður, sem ekki er unnt að útiloka myndi hægja á þeim. 

Á hinn bóginn, hafa þeir svigrúm að heimila almennar launahækkanir, sem myndi hjá þeim vera hagvaxtarhvetjandi, og alveg geta vegið upp á móti einhverjum samdrætti í útflutningi.

---------------------

Vandi við húsbyggingar er einmitt að ef við undanskiljum grjótið þá er allt innflutt. Þannig, að aukning bygginga er enn eitt atriðið sem skapar innflutningshalla, og væri því ekki íkja hagvaxtarhvetjandi í reynd hérlendis.

Ég bendi á þetta einnig þ.s. stjv. hafa verið að íhuga stórfelldar byggingaframkv. sem eina mögulega leið, að slíkt er smá tvíbent. Vegagerð er minna vandamál hvað þetta varðar, en hún þarfnast ekki svo margra starfsmanna.

Staðreyndin er einfaldlega, að okkar örhagkerfi er í klemmu ef það skuldar umtalsvert, til aðila utan hagkerfisins. Ég nota þetta orðalag, því sama ætti við ef við myndum taka upp annan gjaldmiðil, að þá gilti sama regla að við yrðum að eiga fyrir skuldum við erlenda aðila akkúrat með sama hætti, þ.e. að eiga tekjuafgang af viðskiptum við útlönd.

-------------------

Neysla ferðamanna, ok þ.e. nánst eina neyslan sem mælist 100% sem aukning í veltu hagkerfisins.

Ferðamennskan er nánast eina greinin sem getur fjölgað starfsfólki hugsanlega umtalsvert, þ.s. störfin tengjast gjaldeyrisöflun.

En á næstu misserum verðum við að hafa allar klær úti, t.d. var um daginn frétt um mig rámar Vifilsstaði sem einhver er að íhuga að setja upp einhvers konar einkahjúkrunar aðstöðu. Í Þýskalandi eru fræg einkasjúkrahús, sem bjóða einmitt hjúkrun til vel stæðra útlendinga. Sannarlega keppir þetta við almennu sjúkrahúsin um starfsfólk, en mig grunar samt að heilt skoðað sé samt skárra fyrir okkur, að ef okkur tekst að nýta þá þekkingu sem skapast hefur hérlendis í heilbrigðisgeiranum til gjaldeyrisöflunar. Þetta getur verið önnur leið, sem tiltölulega fljótt er hægt að hrinda úr vör, þ.s. fólkið er til - þekkingin er til - þarf aðeins að skapa þau verðmætu störf sem það fólk vill vera í, svo það fari ekki annað.

Nánast allt annað, þarfnast einhverra ára undirbúnings. Ég ætla ekki að fara að taka undir þau sjónarmið að hér sé unnt að gefa veiðar frjálsar - sem sumir hafa haldið fram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 19:55

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bendi á þessa grein:

Euro Crisis Worsens as EU Leaders Play for Time - By SPIEGEL Staff

Klárt að erfiðar samningaviðræður munu eiga sér stað í sumar milli Grikklands og aðildarríkjanna/stofnana ESB, um hvernig á að leysa mál á næsta ári.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 20:14

15 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Af vefsíðu spiegel um að Þjóðverjar séu búnir að ná aftur samdrættinum að þá segir að þessi miklu hagvöxtur sé af tvennum ástæðum, mikilli aukningu í útflutning en líka vegna fjárfestinga í iðnaði og byggingarframkvæmdum:

"Even more promising, the growth was not fueled entirely by exports. The Federal Statistics Office pointed to investments in the industrial and construction sectors as propelling growth. "

Af tvennum kostum, að keyra hagvöxt á útflutningi annarsvegar eða einkaneyslu hinsvegar, þá myndi ég heldur kjósa útflutning en þetta er öfugt farið í USA, þar sem 70% af þjóðarframleiðslunni er einkaneysla.  Ef hægist á Kína þá geta þjóðverjar farið að skipta meira yfir í einkaneyslu eins og aðrar þjóðir.

Varðandi Grikkland. Ef Grikkir rétta ekki við hallann og neita að selja eignir, að þá leiðir það bara til eins, ríkisgjaldþrots, þetta segir sig sjálft ef að þeir halda áfram að reka halla á rekstri ríkisins. En það sem fréttaumfjöllunin í dag gengur út á er að ESB sé að neyða grikki til að gera eitt eða annað, þetta er bara ekki rétt. Það er fullkomlega skiljanlegt að Evrópuríki vilja ekki vera að kasta peningum í Grikki ef þeir ætla sér ekkert að greiða skuldir sínar til baka. Ég væri mjög undrandi ef eignir Grikklands séu minna en 300% af GDP. 

Sjá bara eignir fasteignafélags gríska ríkisins:

http://www.finfacts.ie/irishfinancenews/article_1022285.shtml

Evrópuríki er vellauðug á allan mælikvarða miðað við USA, eiga bæði meiri eignir, hlutabréf of forða en USA. Á Íslandi og USA er það kölluð góð stjórnsýsla að einkavæða eignir eins og Banka og Símafyrirtæki. Evrópufyrirtæki eiga enn gríðarlegt eignasafn á hlutbréfamarkaðnum, flugfélögum, bönkum, tryggingarfyrirtækjum, defense contractors, telecommunications, nefndu iðnaðinn og evrópsk fyrirtæki eiga hlut í þeim. Í flestum tilfellum þá eiga þau ekki meirihluta eign en þá eiga mjög stóra hluti. 

Það sem gerist ef Grikkir neita að selja eignir og rétta ekki við hallann að þá verður klippt af skuldum þeirra og þá verða þau væntanlega eitt af ríkustu þjóðum í Evrópu. Þú vitnar oft í Stiglitz, Stiglitz talar til dæmis um að það sé absurd rugl að Grikkir geti ekki greitt skuldir sínar en að allt tal um þjóðargjaldþrot Grikklands sé self fulfilling prophecy, ef markaðurinn, sem hefur nánast alltaf rangt fyrir sér eins og kreppan sýndi okkur, trúir að Grikkland verði gjaldþrota, að þá rætist sennilega þessi trú hans enda þótt það sé enginn ástæða til að Grikkir geti ekki greitt skuldir sínar. Íslendingar tala til dæmis núna um að Spánverjar séu alveg gjörsamlega gjaldþrota þegar staðreyndin er að Spánverjar skulda 60% af GDP, við skuldum eitthvað um 107% að mig minnir. 

Jón Gunnar Bjarkan, 16.5.2011 kl. 20:58

16 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Meinti að skrifa hér að ofan að EvrópuRÍKI eiga enn gríðarlegt eignasafn... ekki Evrópufyrirtæki.

Sama gildir um Ísland í þessu self fulfilling prophecy. Ef markaðurinn trúir ekki að við getum ekki borgað skuldir okkar, þá lánar okkur enginn á góðum vöxtum, það er að segja markaðir eru lokaðir. Það er ekki sjéns að Grikkir eða Írar fari að taka lán á markaðnum miðað við vextina sem þeim er að bjóðast. 

Það sem þarf á Evru markaðnum er sameignlegur ríkisskuldabréfamarkaður, þetta væri frábært fyrir jaðarríkin, þá eru öll ríkisskuldabréfin á sama vöxtum. ESB hefði svo einhvern stuðul sem gerir ríkjum sem skulda mest að borga aðeins meira vexti heldur en þær þjóðir sem skulda minnst. Þetta aukna vaxtaálag væri því ákveðið af ESB en ekki einhverjum spákaupmönnum sem taka stöðu gegn smáþjóðunum á jaðarnum og róa svo öllum árum að reyna láta það vandamál ganga eftir. 

Skuldakreppa Evrunnar er í raun smávægileg því það er bara verið að tala um litlu þjóðirnar á jaðarnum. California er miklu stærri hlutdeild af USA heldur en Grikkir, Írar og Portúgalar sem hlutdeild af ESB og í alveg jafnslæmum málum og þessi ríki, það sem kemur Californíu vel er að þeir geta sótt í fjármagn sem er fengið úr sameiginlegum ríkisskuldabréfamarkaði USA.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.5.2011 kl. 21:10

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko, lönd hafa orðið greiðsluþrota með erlendar skuldir ríkissjóðs ekki nema cirka 50%.

Þ.e. ekki hægt að nefna eitt viðmið sem mörk sem eru of mikil, heldur verður það að byggja á rannsókn / greiningu á hverju ríki fyrir sig, en það getur munað mjög miklu á getu mismunandi hagkerfa.

Í dæmi Spánar, þá dregur það mjög úr getu þeirra að hafa tiltölulega óskilvirkt hagkerfi, og þurfa að halda uppi svo mörgum vinnandi höndum, sem ekki hafa gagnlega vinnu. 

Að auki bætist við mjög umtalsverð skuldsetning einka-aðila og einstaklinga. En, vandinn á Spáni er meir skuldsetning annarra en ríkisins sjálfs.

----------------------

Vandi Grikklands er mjög erfiður vegna þess, að það þarf að breita svo miklu. Þeir væru mjög vel færir um að skera niður eigin halla, ef ekki væri fyrir allar þessar skuldir. En ríkið þarf einnig tekjur fyrir þeim.

Að auki, hefur Grikkland mjög hlutfallslega lítinn útflutning, óvenju lítið hlutfall landsframleiðslu. Þannig að Grikkland skortir í reynd tekjur, til að standa undir mjög umtalsverðum skuldum, við aðila utan Grikklands.

Ekki gleyma, að verðmatið á eigum gríska ríkisins, er sennilega of hátt - því þú verur að spyrja þig, hver vill fjárfesta á Grikklandi? 

Þessar eignir munu fara mjög líklega á mun lægri verðum er reiknað er nú með.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 21:36

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég ætla að vitna í Kane en hann sagði, að viðskipta-afgangur, væri það hættulegasta fyrir alþjóðahagkerfið, og vildi skattleggja viðskipta-afgang.

En hann er "disruptive" vegna þess að sá á hinum endanum þarf að hafa halla á móti, og það getur skapað vanda ef aðilinn á móti, kemst fyrir rest í skuldavandræði.

Þá skapst dæmigerð efnahagskreppa hjá báðum.

Best er að ríki séu sem næst núll.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 21:39

19 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já en hérna ertu að rugla saman að greiðsluþroti við þjóðar default með skulda hair cut. Ísland varð greiðsluþrota, sem og Írland, Grikkland og Portúgal, það að þjóð verði greiðsluþrota er langt í frá að þeir geti ekki borgað skuldir sínar, í okkar tilviki áttum við einfaldlega engann gjaldeyri til að greiða og allir markaðir lokaðir, það er talað um að það hafi þurft að skrapa seinasta gjaldeyirinn úr hirslum seðlabankans til að veita Árna Matthíssyni gjaldeyri fyrir ferðalag hans til New York.

Jafnvel þó þjóð væri með nettó 5% skuldir í erlendum gjaldeyri þá getur hún orðið gjaldþrota ef hún getur ekki sótt um lán á markaði til að "servica" skuldirnar. 

Nú er búið að veita þessum löndum lán til að velta áfram skuldununum, það er fyrsta skrefið. Næsta skrefið er svo auðvitað að rétta við hallann og snúa honum yfir í afgang. Þegar það er búið, þá geta menn farið að borga niður skuldir, þegar markaðurinn sér það þá lækkar vaxtarkrafan á ríkin. Að halda það að þjóð geti ekki borgað skuldir sem nemur 150% af þjóðarframleiðslu svo lengi sem þeir eru með ágætis vaxtarkjör er einfaldlega rangt og alveg sérstaklega ef þjóðin á meiri eignir heldur en hún skuldar. 

Ertu að segja að það sé gjörsamlega ómögulegt fyrir Ísland, Grikkland, Írland og Spán að skila 5% afgangi af fjárlögum? Þetta er að vísu svolítið annað mál fyrir íslendinga þar sem þessi 5% afgangur er ekki gjaldgengur upp í skuldir en það er vissulega afgangur evruríkjanna. Svo lengi sem þessar þjóðir geta skilið afgangi af fjárlögum og notið hagvaxtar að þá er ekkert mál fyrir þær að borga skuldirnar, en þá verða þær líka að vera með backer sem lánar þeim á meðan, sem ESB og IMF eru að gera. 

Jón Gunnar Bjarkan, 16.5.2011 kl. 23:11

20 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Varðandi þetta með Kane að þá er þetta ágætis kenning, en ég er viss um að hann meina að þjóðir eigi að vera nálægt núllinu í gjaldeyrisafgangi að meðaltali. Svo lengi sem það er ekki ALLTAF viðskiptahalli eins og hjá Bandaríkjunum, þjóðir þurfa einhvern tímann að gleypa meðalið og fara framleiða og spara í staðinn fyrir að neyta og eyða.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.5.2011 kl. 23:15

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Greece and Portugal should both go gracefully

By Simon Tilford

Published: May 12 2011 11:38 | Last updated: May 12 2011 11:38

Even as the ink is drying on Portugal’s European Union and International Monetary Fund bail-out agreement, evidence is mounting that last year’s bail-outs of Greece and Ireland have failed. Far from improving their access to the financial markets, Greece and Ireland face record borrowing costs. Notwithstanding the slightly less draconian terms of Portugal’s agreement, it will surely suffer a similar fate. The EU will try to get away with “soft” restructurings, involving a combination of longer maturities and lower interest rates. But this will not work and by 2013 there will be no viable alternative to “hard” restructurings (default), comprising debt write-downs of 50 per cent or more. Unfortunately, in the case of Greece and Portugal at least, even this will not guarantee continued membership of the euro.

After all, interest payments on the crisis-hit countries’ outstanding public debt account for a relatively small proportion of their budget deficits. Reducing the cost of servicing the outstanding stock of public debt by 50-60 per cent would make these countries’ fiscal positions more sustainable. But unless the defaulting countries can engineer a return to economic growth, they will continue to struggle to tap the capital markets on anything but prohibitively expensive terms. Of the three peripheral economies, only Ireland stands a good chance of convincing investors of its solvency.

Assuming creditors write off 50 per cent of Irish and Portuguese public debt and 60 per cent of Greece’s in 2013, all three countries will have public debt ratios of a manageable looking 60-65 per cent of gross domestic product. But they will still have huge budget deficits, demanding ongoing budget austerity. In Ireland’s case, investors will probably calculate that the Irish economy will be strong enough to weather continued austerity. Ireland is now running a current account surplus – so the foreign balance is not a drag on its economy and the government is able to finance its budget deficit domestically. Irish exports should perform relatively strongly, holding out the promise of decent economic growth. As a result, Ireland could regain access to financial markets relatively quickly.

The picture is bleaker in the case of Greece and Portugal. Investors will be rightly sceptical of their ability to absorb the cuts needed to bring down their still very large budget short-falls. Both countries’ current account deficits have narrowed somewhat, but will remain very large, depressing demand and leaving them dependent on foreign borrowing to bridge the gap between their spending and revenues. Unlike Ireland, Greece and Portugal will find it very hard to generate the stimulus from exports needed to offset the impact of continued austerity. Exports only account for around a quarter of Greek GDP and a third of Portugal’s – compared with around 100 per cent in the Irish case – and both do little trade with countries outside the slow-growing EU. Added to this, both countries’ businesses have experienced a huge loss of trade competitiveness within the eurozone. Investors will surely continue to deny Greece and Portugal market access, calculating (correctly) that they cannot rely on being bailed out a second time.

What will happen then? Further bail-outs of Greece and Portugal in the form of loans from the rest of the eurozone are unlikely. Everyone will by then recognise that piling more debt on top of already unsustainable levels makes little sense. This will leave two alternatives: fiscal transfers (the dreaded ‘fiscal union’) or the affected countries’ withdrawal from the currency union. Faced with this second possibility, it is impossible to rule out a shift to some kind of transfer union. But the politics look formidably difficult. Could there be a negotiated withdrawal from the currency union? It would require action on several fronts, including emergency support for the affected countries’ banks and temporary capital controls. The debts of countries leaving would have to be redenominated into their newly introduced (and massively devalued) currencies, imposing a further haircut on foreign holders of these countries’ debts. It is impossible to attach a probability to all this happening. But given the obstacles to fiscal transfers between eurozone economies it would be unwise to bet too much money against it.

Simon Tilford is chief economist at the Centre for European Reform

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 23:21

22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

By Charles Forelle

Get ready, sports fans. The next few weeks and months will be packed with Greek debt action. We present you, our Loyal Readers, with a handy scoresheet. Print it out and post it on your wall.

The Problem: The €110 billion EU-IMF bailout is not enough money for Greece. It never was. The original bailout math in May 2010 showed Greece would need €53.2 billion to cover deficits, €88.3 billion to repay existing long-term debt and €10 billion to prop up banks through mid-2013. That’s €151.5 billion. To plug the hole, the EU presumed Greece would borrow more than €40 billion from private markets.

The numbers have only gotten worse. In the most recent analysis, the EU added €4.9 billion to the deficits that will need to be financed. The current estimate is €44.1 billion in long-term borrowing to fill the gap, of which €26.7 billion should come in 2012. Almost no one believes Greece will be able to raise that much money; currently, markets want more than 15% to lend to Greece, and S&P rates its bonds deep in junk territory.

There’s not much time: The Day of Reckoning is likely March 20, 2012, when Greece must pay back a €14.4 billion bond.

The Solutions: There are at least four possible options.

1.) Modify, wait and hope. Make some tweaks to Greece’s bailout package and hope they are enough–or close enough–to give Greece more time to regain market confidence. What tweaks could be made?

  • Lowering the interest rate on Greece’s bailout loans. Greece, after a rate cut, will now pay around 4.5% for its euro-zone loans (the IMF rate can’t realistically be touched). At the beginning of 2012, Greece will have around €57 billion in euro-zone bailout loans outstanding. If the euro-zone countries were willing to make the loans completely interest-free, a huge step, Greece would save just €2.5 billion in 2012.
  • Giving Greece more time to pay back the bailout loans. This is already in the works. But it will have no effect on 2012, since no bailout loans come due in 2012. (Some €10 billion will be due in 2013.)
  • Plowing ahead with privatization. There are ambitious plans to realize €50 billion from privatization of state assets by 2015. But how much could be realized in the coming months? Hard to say, but likely not very much.

The figure of €26.7 billion in required new borrowing in 2012 could probably be fudged a bit by speeding up bailout-loan disbursements. But the total planned bailout disbursements in 2013 are €8 billion.

Eliminating interest entirely and pulling all the 2013 disbursements into 2012 would close the gap by €10.5 billion–not even halfway. Barring a massive amount of very fast privatization, this route looks impossibly difficult to achieve by March 20.

(A wild card: Short-term debt. We’ve excluded it from our calculations, on the theory that it is cashed out and reissued in a continuous flow mostly through local banks. The EU assumes that too. It’s not a terrible assumption, given that the Greek banks are relatively healthy–at least compared to their Irish counterparts. But Greece could close the gap a bit by issuing somewhat more short-term debt than it redeems each year. The EU’s revised bailout calculations actually do this; net short-term debt issuance over the period of the bailout in May 2010 was estimated at €1.1 billion; in the most recent update, it is €5.7 billion. Perhaps this could be stretched further? But there’s surely a limit.)

2.) Give Greece more money. The EU’s temporary bailout fund, the EFSF, could just write a check. That would plug the gap very quickly. Of course, voters in Germany, Finland, the Netherlands and elsewhere would not be happy. And it wouldn’t do anything to change the fundamental upward direction of Greece’s debt pile. Moreover, some €35 billion in long-term debt is due to be paid back in 2012. So the taxpayers of euro-zone countries would be borrowing money to lend to Greece, a very risky credit, so that it could pay back other borrowers (i.e., private banks) in full. Not likely to be politically popular.

3.) Demand that private creditors hold off on getting theirs. Greece could be told to offer a “voluntary exchange” to its private creditors, whereby they turn in their maturing bonds for new ones that are repaid later. There’s a risk: If not enough borrowers sign up for the deal, the voluntary exchange could quickly become involuntary, which is far messier. Plus, just putting off repayments doesn’t reduce Greece’s total debt burden–nor its mounting interest burden. Last year, interest payments ate up 14% of government revenue.

Some quick arithmetic suggests that the EU might be able to scrape by without giving Greece more money in 2012, if all or most of the long-term bondholders whose debt comes due that year (holding about €35 billion) agree to postpone repayment.

But it’s a tight squeeze: Telling existing bondholders that there won’t be any fresh financing makes them less likely to agree voluntarily to suspend repayment. If there isn’t enough interest, the EU will have to write another check.

4.) Take the “haircuts” now. Most economists believe Greece won’t be able to repay its €350 billion (and growing) debt. Getting it under control thus requires forcing private investors (and possibly the public lenders) to accept that they won’t get fully paid back–the dreaded “haircut.” If it is inevitable, doing it sooner rather than later limits the impact on public lenders, and thus taxpayers. But no one knows exactly what this step would do to the banks that lent to Greece, and by extension the broader European banking system.

But even this option will almost certainly mean Greece’s needing more bailout money. A haircut will bar it from private markets for a while. It’ll need public money as long as it’s still running deficits.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 23:32

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Ertu að segja að það sé gjörsamlega ómögulegt fyrir Ísland, Grikkland, Írland og Spán að skila 5% afgangi af fjárlögum? Þetta er að vísu svolítið annað mál fyrir íslendinga þar sem þessi 5% afgangur er ekki gjaldgengur upp í skuldir en það er vissulega afgangur evruríkjanna. Svo lengi sem þessar þjóðir geta skilið afgangi af fjárlögum og notið hagvaxtar að þá er ekkert mál fyrir þær að borga skuldirnar, en þá verða þær líka að vera með backer sem lánar þeim á meðan, sem ESB og IMF eru að gera. "

Ég setti tvær greinar inn á milli. En skv. því sem ég hef heyrt er 5% orðið úrelt, og í dag þurfa Grikkir 10% af fjárlögum afgang, en þá miðað við að borga einungis á 5% vöxtum eins og þeir gera í dag. Þeir geta ekki borgað markaðsvexti, en það myndi hækka kostnað mjög verulega - cirka þrefalt.

Þú hefur ákveðna ofurtrú á Evrunni, en þetta virkar ekki alveg svona. Til þess að gríska ríkið geti borgað, þarf hvort tveggja í senn að snúa við halla ríkissjóðs í mjög öflugann afgan - ath, halli stefnir í 9,8% í ár nema frekar verði skorið niður. Og, að snúa við viðksiptahalla Grikklands.

En Grikkir eins og við, þurfa að flytja út til að geta greitt af skuldum, að vera innan Evru breytir því ekki að þú þarf nettó útflutningstekjur fyrir skuldum, þ.e. afgang. Þú átt fyrir skuldum sem nemur cirka afgang.

Þ.e. mjög trikky að skapa umsnúning við aðstæður, þ.s. þú þarft að beita svo óskaplega öflugum samdráttar-aðgerðum, ofan í samdrátt. Það skapar þá hætti, að það verði ástand sem kallað er "debt depression" þ.e. niðurspírall.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 23:41

24 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Afgangur af fjárlögum er alltaf reiknaður með vaxtagreiðslum og öðrum fjármálakostnaði ríkis. Svo að 1% afgangur af fjárlögum er nóg til að greiða niður höfuðstólinn.

En þetta kemur inn á fyrstu greinina sem þú settir inn. Höfundurinn þar viðurkennir að vaxtagjöld ríkjanna sé lítill hluti af fjárlagahallanum. Ok, svo núna verða felldar niður skuldir Grikklands. Og hvað svo? Fjárlagahallinn verður þarna ennþá, á þá að fara fella niður skuldir Gríska ríkisins á hverju 10 árum? Launafólk getur kvartað eins mikið og þeir vilja yfir þessum aðhaldsaðgerðum en Grikkland hefur ekki efni á þeim lífstíl sem þeir eru að reka, það á allt að verða brjálað ef það á að hækka eftirlaunaaldurinn upp í 65 ár(67 á Íslandi). Auk þess eru konur mjög gjarnan ekki á vinnumarkaðnum í Suður Evrópu. 

Ef Grikkir geta ekki rétt við hallann að þá eiga þeir ekki að fá neinn pening frá öðrum Evruríkjum því Grikkir ætla sér ekki að greiða skuldirnar, mjög einfalt. EnAUÐVITAÐ geta Grikkir rétt við hallann, þú hefur efni á ákveðnum lífskjörum og ekki efni á öðrum lífskjörum og fjárlagahallinn á að endurspegla það. 

Þannig að þetta kemur ekki skuldunum neitt við þar sem eins og höfundurinn viðurkennir að vaxtagreiðslurnar eru lítill hluti af fjárlagahallanum, þetta gengur út á það að Grikkir eru að vinna minna og styttri tíma en aðrar Evrópuþjóðir og að leyfa sér eyðslu sem aðrir eru ekki að gera. Ef þeir snúa við hallanum, þá geta þeir farið að greiða niður skuldir, byrja smátt, skera hann niður í 1%

Jón Gunnar Bjarkan, 17.5.2011 kl. 00:20

25 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

"Afgangur af fjárlögum er alltaf reiknaður með vaxtagreiðslum og öðrum fjármálakostnaði ríkis. Svo að 1% afgangur af fjárlögum er nóg til að greiða niður höfuðstólinn."

Meinti auðvitað að segja :

Svo að 1% afgangur af fjárlögum er nóg til að BYRJA greiða niður höfuðstólinn.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.5.2011 kl. 00:22

26 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Smá misskilningur hjá þér, Grikkir eru ekki með mjög stórann halla áður en gert er grein fyrir vaxtagjöldum. Þeir hafa víst ennþá halla á fumjöfnuði milli 2-3%.

Þeir geta léttilega skorið hann niður. En málið er að skera nægilega niður til að eiga fyrir öllum vaxtagjöldum, þ.e. þ.s. menn eru að segja að verði nær ómögulegt.

Menn eru að meina að Grikkland þurfi 10% afgang af frumjöfnuði til að geta staðið undir vaxtagjöldum miðað við 5% vexti - miðað við núverandi skuldastöðu.

Þú hlítur að skilja að það skiptir máli hvort afborganir eru 10% af tekjum ríkisins eða t.d. 25%. 25% þíddi þörf fyrir 25% afgang af frumjöfnuði. Hér á Íslandi er bara verið að stefna að 5% afgangi af frumjöfnuði, og það talið duga.

Viðbótarlán þíðir auðvitað viðbótar vaxtagjöld, þ.e. að þá fari þörf fyrir afgang yfir 10%, og enn frekari þörf fyrir niðurskurð útgjalda, svo nokkur möguleiki sé til þess að ríkissjóður Grikklands geti greitt þær skuldir til baka. 

Kannski skilurðu þetta betur núna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.5.2011 kl. 12:04

27 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þegar sagt er að Grikkir þurfi 10% eða 15% afgang er verið að meina frumjöfnuð, þó það komi ekki beint fram.

En þegar menn segja að það stefni í 9,8% halla í ár, þá eru þeir að tala um heildartöluna með vaxtagjöldum.

Þ.e. oft smá hugtaka ruglingur í umræðunni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.5.2011 kl. 12:33

28 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já já, en það er alveg það sama hjá mörgum þjóðum. Það talar enginn á Íslandi um að það sé ómögulegt að skera niður hallann hjá okkur enda þótt við skuldum yfir 100% af þjóðarframleiðslu, og skiptir engu máli hvað vaxtagjöld ríkisins vega þar mikið, það er bara einfaldlega enginn valkostur og því er bara ráðist í vandamálið.

Þarf að hlaupa.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.5.2011 kl. 16:11

29 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Gunnar Bjarkan, 17.5.2011 kl. 16:11

Jón - þú lítur framhjá því, að þeir eru í verri stöðu en við að því leiti, ekki bara vegna meiri skulda, að þeir eru einnig með viðskiptahalla - nærri eins stórann og sá afgangur sem við höfum af útflutningi miðað við prósentu af þjóðarframleiðslu.

Tveir hallar sem þeir þurfa að rétta - það gerir þetta nærri því 2-falt erfiðara.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.5.2011 kl. 00:02

30 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sæll Einar.

Við skulum aðeins taka á viðskiptahallanum, hann hefur miklu minna vægi í þessu vandamáli fyrir Grikki, Portúgali, Spánverja og Íra heldur en hjá okkur þar sem við þurfum alltaf að hafa gjaldeyrisafgang en þeir þurfa bara að hafa afgang af fjárlögum til að geta greitt niður skuldir í hvaða gjaldeyri sem það er. 

En ég skil hvert þú ert að fara með viðskiptahallann og það er góður punktur sem er að til lengri tíma litið þá megi viðskiptahallinn ekki alltaf vera neikvæður hjá þessum þjóðum alveg eins og hjá okkur. En þetta er vandamál sem Evruríki hafa þó meira svigrúm til að rétta af heldur en smáþjóðir eins og við, held að við ættum að geta verið sammála um það.

Fyrsta spurning væri afhverju er svona mikil viðskiptahalli hjá Spánverjum, Grikkjum og Portúgölum. Það sem mér dettur fyrst í hug er að gríðarlegt fjármagn sem var að streyma inn í þessi lönd frá Bretum, Þjóðverjum, Skandinövum og svo framvegis til sumarhúsa er nú hætt að streyma inn, og þegar kreppan fór af stað í Evrópu þá fóru þessir fjárfestar ekki bara að halda að sér höndum heldur að draga fjármagnið til baka(selja eignirnar og taka þær heim, reyndar með miklu tapi vegna hrun á fasteignaverði).

Það var svipað hrun á fasteignamarkaði á Ísland og Írlandi en munurinn er að það kaupir engir útlendingar sumarhús á Íslandi eða Írlandi og því helst það fjármagn inn í landinu og var það fyrst of fremst innlendir aðilar sem tóku á sig skellinn á lækkandi fasteignaverði, en hefur þó góðu áhrif á móti að það snertir ekki viðskiptahallann. En ég held að mikið af þessum viðskiptahalla ríkjanna í suður Evrópu fari núna sjálfminnkandi þegar óþolinmæðir fjárfestar eru búnir að draga sig úr landi(sem kemur út sem innflutningur til Spánar, Grikklands og Portúgal enda þótt þetta sé ekki innflutningur í þeim skilningi).

Fyirr Spán er vandamálið fyrst og fremst atvinnuleysið og langstærsti hluti atvinnulausra eru útlendingar. Innflytjenda demography Spánar er reyndar mjög athyglisverð og algjörlega á skjön við aðrar Evrópuþjóðir, sjá demógrafíuna:

http://en.wikipedia.org/wiki/Immigration_to_Spain

Taktu eftir að stærsti hluti innflytjenda frá ESB markaðnum, kom frá ríkum þjóðum í norðri, Bretlandi og Þýskalandi. Það er nokkuð ljóst að þeir eru ekki að sækja sér betra lífernis heldur er frekar um að ræða vel stætt fólk sem sækist eftir að búa þar vegna veðurs. Ástæðan fyrir að Spánverjar eru að glíma við svo rosalega mikið atvinnuleysi er að þeirra ódýra vinnuafl kom fyrst og fremst frá Suður Ameríku og Marókkó(og líka frá Rúmeníu og Búlgaríu en þeir byrjuðu að streyma til Spánar áður en þau tvö lönd komust inn á frjálsa vinnumarkað Evrópu). Það er slæmt að þeir sýna ekki á töflunni hversu "liquid" þetta vinnuafl er frá kreppuárunum, þeir sýna 2007 og svo 2011 en ég þori að veðja að hlutdeild ESB þjóða fari mjög minnkandi á meðan vinnuaflið frá Marokkó og Suður Ameríku vill ekki fara heim því þeir komast sennilega ekki til Spánar aftur. Ég veit að Spánn hefur reynta að borga þessu fólki fyrir að fara heim í að minnsta kosti þrjú ár, minnir að þeir hafi boðist til að borga hverjum atvinnulausum Suður Ameríku búa 10.000 evrur til að snúa heim í að minnsta kosti 3 ár en ég heyrt að aðeins 1% af þessu fólki hafa þegið það boð.

Það sem ég myndi gera ef ég hefði eitthvað að segja, þá væri það að Spænska ríkið myndi bjóða fyrirtækjum sem stunda útflutning að ríkið borgi 1/3-1/4 af launum allra starfsmanna sem fyrirtækið ræður. Þá væri ég að tala um nettó starfsráðningar frá segjum árinu 2010. Þannig sker ríkið mjög mikið niður á fjárlagahallann og viðskiptahallann. Síðan myndi ég lengja starfsaldurinn bæði hjá ríkinu og á almennum markaði ef það hefur ekki þegar verið gert. Þetta eru aðgerðir sem myndu nýtast Grikklandi og Portúgal á sama hátt ef ráðist yrði í þær. 

Jón Gunnar Bjarkan, 18.5.2011 kl. 17:51

31 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur verið eitthvað til í því hjá þér með þær fjármagnshreyfingar, en ég bendi þé á grein prófessor Paul de Grauwe við háskólann í Leuven,  The Governance of a Fragile Eurozone .

En hans ábending er einmitt með það, að gríðarlegar fjármagnshreyfingar innan Evru svæðis frá einu landi ef þ.e. "loss of confidence" geti mjög hressilega ógnað stöðugleika lands innan Evrusvæðis, þess vegna sé svo nauðsynlegt að hafa neyðarsjóð starfandi innan svæðisins eins og til stendur að starfi frá 2013.

Að einhverju leiti er þetta svipað við það, sem hér gerðist þegar mikið fjármagn leitaði hingað þegar krónan reis, en nú er töluvert af því í fangelsi þannig séð hér, þ.e. af því fjármagni. 

Við þurftum að setja höft, en innan Evru myndi ríki þurfa að taka neyðarlán - ef fjármagnshreyfingar eru að stærð sem ógna efnahagsstöðugleika. Í báðum tilvikum er samt afleiðing kreppa fyrir efnahagslíf viðkomandi lands.

Við getum væntanlega fyrir rest losað okkur úr klemmunni, með því að láta fjármagn streyma úr landi, láta krónunan falla jafnhliða - tímabundið sé vísitalan aftengd, þegar varasjóður er orðinn nægur. Þannig séð erum við einnig að taka neyðarlán.

Spurning er um nettóáhrif, því innan "austerity package" Þurfa lönd innan Evru sem lenda í þessu, að framkvæma "internal devaluation" þ.e. "loss of confidence" hefur leitt til útstreymis fjármagns og mikils viðskiptahalla, sem þíðir að lífskjör þurfa að minnka niður þangað til að jafnvægi er náð á hallann. Á sama tíma, þarf landið að geta greitt til baka lánið því þetta er lán, þá þarf það að skera niður - þ.s. niðurskuðurinn sjálfur hefur samdráttaráhrif þarf hann að vera nokkru meiri - þangað til að kominn er nægur afgangur á frumjöfnuð. Það verður því verulegur samdráttur innan lands og lífskjaratjón.

Hjá okkur er einnig verulegt lífskjaratjón, að auki skuldsetning, bætum við verulegri verðbólgu sem aftur kemur cirka 2. ár, krónan fellur ef til vill í heild um önnur 50% - vísitala aftengd á meðan, þá falla allar eignir í virði í krónum þ.e. allar peningalegar eignir, skuldir einnig. Þannig næst jafnvægi á ný. Laun hækka kannski stórt í eitt skipti kannski 20% en hafa ber í huga að skuldir hafa raunverðfallið.

Krónan verður sannarlega á eftir umtalsvert minna virði en fyrir hrun, en á endanum næst með þessum hætti einnig í gegnum verulega lífskjaraskerðingu, jafnvægi á ný. Verðbólga deyr aftur á 2-3 árum, þ.e. verðbólgan sem varð til vegna gengisfallsins sjálfs.

Taktu eftir við erum að bera saman erfiða aðlögun vs. erfiða aðlögun.

Lífskjaratap vs. lífskjaratap. 

Hagkerfishrun vs. hagkerfishrun.

 "Við skulum aðeins taka á viðskiptahallanum, hann hefur miklu minna vægi í þessu vandamáli fyrir Grikki, Portúgali, Spánverja og Íra heldur en hjá okkur þar sem við þurfum alltaf að hafa gjaldeyrisafgang en þeir þurfa bara að hafa afgang af fjárlögum til að geta greitt niður skuldir í hvaða gjaldeyri sem það er. "

Ath. viðskiptahallinn grefur samt undan tiltrú fjárfesta á því, að þessi lönd þar með ríkissjóðir þeirra geti greitt. En, Portúgal er gjaldþrota meira vegna langvarandi viðskiptahalla en flests annars, en hjá þeim orsakaði hann mjög mikla skuldsetningu atvinnulífs og einstaklinga. Vaxandi skuldsetning kemur niður á hagkerfinu, einnig ríkinu - dregur úr hagvaxtarmöguleika, skapar samdráttaráhrif sem hefur neikvæð áhrif á þess tekjur og því greiðslugetu. Þannig að þetta skiptir einnig máli fyrir þá þó það geti einhver stigsmunur verið á milli þess hvaða máli það skiptir þá er það meira stigsmunur, en hitt sem sumir vilja meina að það sé aukaatriði.

Ég samþykki púnktinn hjá þér með innstreymi vs. útstreymi fjármagns. En, megin ástæða þess þá að það skilur eftir viðskiptahalla, er að þá hélt innstreymið alveg eins og hér á landi uppi lífskjörum, en neysla innanlands hefur þá hækkað jafnframt enda voru þessi lönd ekki með stórann afgang á árum áður sem segir þér að neysla í hagkerfunum þarna jókst jafnhliða þ.e. þá var meira peningum flæðandi innan þessara hagkerfa, sem skóp lífskjarahækkun - vegna þess að þetta fjármagn fer þá í eitthvað innan þeirra hagkerfa þ.e. þá verið að nota þá peninga þar. Síðan þegar það fer - bæ bæ - þá eins og hér sytur almenningur eftir, lífskjörin sem það hélt að hann hefði efni á standast ekki lengur, lífskjaraskerðing all hressilega þarf að eiga sér stað, ef löndin eiga ekki að sigla í algert efnahagslegt strand í kjölfarið.

Að auki er vandi, að fólk tók of neyslulán og húsnæðislán í samræmi við fyrri tekjur, svo það mun verða til skuldavandi þegar tekjur þeirra lækka 20-30% t.d. Þó það sé stærri vandi hér, þá er eðli vandans ekki endilega ólíkt. Aftur stigsmunur. 

Okkar sveiflur eru stærri, meira vegna þess að við erum smærri.

------------------------

Ágætis hugmynd um að greiða hluta launa. Kannski eitthvað sem við getum gert hérlendis. Ég hef einnig verið að velta fyrir mér, að veita fyrirtækjum afslátt á sköttum til ríkisins, t.d. 50% í 5 ár og 25% í önnur 5 gegn því að þau sem áður voru í rekstri hér innanlands, fari yfir í gjaldeyrisskapandi starfsemi. Að auki, að ef einhver X fjárfestir í nýrri starfsemi sem væri gjaldeyrisskapandi, geti viðkomandi notið sömu kjara.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.5.2011 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband