Bíll framtíðarinnar?

Mjög margir spá því að rafmagnsbílar séu framtíðin, en jafnvel þeir allra - allra bestu, enn hafa nokkra galla sbr. sennilega sá besti Nissan Leaf , en í þessari video prófun á þeim bíl, er honum ekið þangað til hann deyr af rafmagnsleysi. Niðurstaða 74 enskar mílur eða rúml. 120km. Sjá einnig Nissan Leaf 80kW UK spec

Nissan Leaf 80kW UK spec:LED cluster is shaped to direct airflow away from the door morrors, reducing drag Niðurstaðan er, að þetta er prýðilegur annar bíll - en eiginlega ekki alveg nægilega praktískur sem eini bíll.

Í Bretlandi kostar hann svipað og ódýr útgáfa af BMW 300 línu, svo menn geta skoðað hvað ódýrasta útgáfa af BMW 300 dísil kostar hér, til að áætla líklegann prís á þennan Golf stærðar bíl.

Þetta er samt, velheppnað ökutæki - veitir akstursánægju, og er þá valkostur fyrir þá sem eiga peninga fyrir BMW 300, en vilja eiga bíl sem ekki hefur nokkra loftmengun, og þurfa ekki drægi að ráði umfram 100km. 

  • Í video prófuninni, er leitast við að nálgast það hvernig venjulegur ökumaður ekur bíl.
  • Þ.e. vifta er notuð á miðstöð, sem minnkar drægi. En ekki rafmagnsrúðuhitari eða útvarp.
  • Svokallað "eco mode" var ekki notað, sem minnkar hröðun umtalsvert og gerir hann minna skemmtilegann í akstri, á móti sparar rafmagn - en þeir álykta að þannig muni flestir aka.
  • Þetta skilar umtalsvert minna drægi, en þ.s. framleiðandi gefur upp sem mögulegt.
  • En, er alveg í anda við það, að framleiðendur venjulegra bensín- eða dísilfólksbíla, vanalega gefa upp eyðslutölur sem enginn venjulegur maður nær nokkru sinni.
  • Svo ég hallast að því, að þetta sé raunhæft!

 

Aðrir valkostir?

Margir myndu nefna blendingsbíla eða "hybrid". En, ég ætla að nefna bíl með fyrirkomulag sem gengur skrefinu lengra, þ.e. Chevrolet Volt. Sjá: 2011 Chevrolet Volt Road Test eða 2011 Chevrolet Volt Full Test - Road Test .

2011 Chevrolet Volt Hatchback

En, eins og t.d. Toyota Prius, þá getur hann ekið á rafmagni eingöngu. En, viðbótarskrefið sem stigið er, er að bensínvélin - þegar þú ert í rólegum akstri - fer í gang þegar rafgeymarnir tæmast, en starfar þá sem rafall þ.e. er ekki kúpluð inn í drifrásina. Á hinn bóginn, þá getur bíllinn kúplað hana inn, þannig að bæði bensínvél og rafmótor drífi bílinn í sameiningu eins og í Prius; en það gerist ef þú ert að flíta þér og gefur fulla eða nær fulla inngjöf.

Volt vísar þarna á næsta skref, þó hann klári það ekki alveg, þ.e. að vélin - bensín/dísil - sé ekki kúpluð inn í drifrás þ.e. starfi eingöngu sem rafall. En, þannig ætti að nást nær-hámarks skilvirkni út úr blendings eða "hybrid" kerfi.

 

En, er hægt að taka blendingsbíla enn eitt skref?

Já, þ.e. áhugaverð hugmynd frá Audi, sem þeir kalla "range extender" þ.e. að rafmagnsbíll sé með rafal í farteskinu sem geti verið lítil hefðbundin bensín- eða dísilvél, eða eins og í prufu eintaki Audi, eins rótor vankelvél sem vegur einungis 60 kg. og kemst fyrir undir gólfinu á skottinu, í staðinn fyrir varadekk.

Audi A1 12 kWh e-tron:The e-tron best lives up to the company's 'Vorsprung Durch Technik' mission statement

"The combination of a (three-hour) full battery charge from the household mains, and the petrol in the car’s three-gallon tank, gives a claimed 148mpg (1.9l/100km) on the upcoming EU electric vehicle test cycle."

Í staðinn, getur hann nýtt rafhlöðupakka sem sé helmingi minni og því helmingi ódýrari, en ef bíllinn gengi fyrir rafmagni eingöngu.

Vélin sé vísvitandi höfð of lítil til að geta haldið fullu í við það orkutap sem bíllinn verður fyrir, en fyrir bragðið fæst enn minni eyðsla en í blendingskerfi með stærri vél.

Að sögn Audi er um heildarsparnað að ræða, þ.e. litla vélin kosti minna en því sem nemur sparnaðinum af því, að hafa minni rafgeyma-pakka.

Mér sýnist þetta vera áhugaverð hugmynd - sennilega sé þetta eins langt og mögulegt sé að fara í því að minnka bensín- eða dísilnotkun, en vera enn að brenna bensíni eða dísil.

Ekki kom fram hvert drægið á að vera, en það fer klárlega eftir stærð rafgeyma-pakka vs. stærð vélar, en væntanlega stillanlegt á frekar víðu bili með því að hagræða þeim breitum.

 

Enn fleiri möguleikar!

Honda FCX Clarity - er orkuhlöðu (fuel cell) knúinn bíll, sem Honda hefur heimilað völdum hóp einstaklinga að nota sem einkabíl, í tilraunaskini. Þessi tilraun hefur staðið yfir í nokkur ár, en bíllinn hefur ekki verið settur í fjöldaframleiðslu. En, ennþá er tæknin nokkuð dýr. Hvert af 200 stikkjum raunkostaði um milljón dollara. 

2009 Honda FCX Clarity

En þessi bíll hefur samskonar drægi og fólk er vant í hefðbundnum bílum, og er algerlega eins þægilegur og hentugur. Verðið er þó enn, út úr kortinu. Enn vantar lausn til að framleiða vetni, með hagkvæmum hætti.

Ekki víst að sú lausn sé væntanlega alveg á næstunni.


Aðrar hugmyndir:

  •  Ræktað eldsneyti, en sú hugmynd er í reynd ekki sérlega sniðug ef hún felur í sér rækun æðri-plantna, vegna ótrúlegrar aukningar landnotkunar sem hún myndi hafa í för með sér, en því myndi fylgja fjölmörg umhverfisvandamál af öðru tagi, auk þess að matarverð myndi hækka mikið vegna hækkaðs verðlags á ræktarlandi. En, framtíð þessarar hugmyndar, liggur sennilega einkum í að nota smásægja þörunga, til að framleiða þann "bio"-massa sem til þarf. Þá má vera, að hægt sé að sameina eldsneytisframleiðslu skólphreinsun, þannig að skólphreinsunarkerfi stórborga samtímis framleiði umhverfisvænt eldsneyti. Þetta myndi draga mjög mikið úr slæmum umhverfisáhrifum, sem stafar af borgarmenningu mannkins.
  • Landbúnaður, getur framleitt metan sem bílvélar og landbúnaðartæki geta brennt.
  • Sólarorkuknúnir bílar. Þ.e. einungis fræðilega unnt, en ekki í reynd praktískt, nema hugsanlega til að auka e-h drægi rafmagnsbíla, að hafa sólarhlöður á ytra byrði, felldar inn í ytri byrðing. Fræðilega væri unnt, að hafa allan ytri byrðing bíls þannig, að efnið sjálft framleiddi rafmagn með sólarorku. En, fræðilega væri alveg hægt að setja slíka virkni í trefjaefni.


Niðurstaða

Á næstu árum munu sennilega bensín- og dísilbílar flestir þróast yfir í blendingsformið. Eins og kom fram að ofan, er nokkur sveigjanleiki mögulegur innan heildar klassa blendingsbíla. En sjálfsagt með þessum hætti, munum við hafa bensín- og dísilbíla a.m.k. næstu 20-30 árin. 

En, ef til vill lengur, sérstaklega ef umfangsmikil bio-eldsneytis framleiðsla hefst á því tímabili, með framþróun aðferða við það, að nýta smásægja þörunga til þess, sem krefst mjög mikið minna landrýmis en sú aðferðin að nýta æðri plöntur til slíkra hluta.

Það er ekki víst að vetnis-orkuhlöðu bíllinn komi nokkru sinni, þó tæknilega sé hann algerlega mögulegur, vegna vandræða við að gera framleiðslu á vetni skilvirka.

Metan verður sennilega alltaf hliðargrein, en meðfram öðru getur metanframleiðsla nýst vel einkum í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá nútíma landbúnaði.

Hreinir rafbílar, verða sennilega einnig ætíð hliðargrein. En sl. 100 ár hefur ekki tekist að auka drægi þeirra að nokkru umtalsverðu marki. Eins og að rafhlöðu tækni sé á vegg, sem hún komist ekki yfir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í Oslo er töluvert um það að heimili séu með rafmagnsbíl sem annan  bíl þ.e að sá bíll sé notaður til að fara í búðir og annað "snatt" en svo sé annar bensín- eða dísil- bíll sem er hafður í ferðalög og fleira þess háttar.  Enn eru rafmagnsbílar ekki búnir að ná nógu og langt í tækni til að þeir séu  raunhæfur kostur sem fyrsti bíll, því miður.

Jóhann Elíasson, 14.5.2011 kl. 06:52

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Kostnaðarverð á olíu er tuttugu dollara fatið þar sem það er hæðst,  eins og í noðursjónum. Verðið sem við erum að borga núna er með um 400% álgningu.

Núna um daginn þegar verðið fór í 110 dollara, (550% álagning) féll eftirspurnin og kom svo aftur í kring um 80 dollara. þeta hefur í reynd gerst nokkrum sinnum síðastliðim 50 ár

þegar eftirspurn eftir olíu minkar þá lækkar verðið og vegna þess að það er svo mikið svigrúm til lækkunnar eru allir aðrir orkugjafar í reyndi í vonlausri samkeppnistöðu

Tvinnbílarnir sem eyða orðið 2 lítrum á hundraði eru mun dýrari í framleiðslu en hefðbundin bíll sem eyðir 5 lítrum. Ef svona tvinnbílar hafa áhryf á eftirspurn eftir olíu þá lækkar bara verið á henni þangað til að þeir fara út af markaðnum.

 Það sem aðllega hefst upp úr þessu sprikli með að keyra á öður en olíu er að það heldur okrinu sem er á henni í skefjum. og vissulega eru tækniframfarir sem þessu fylgja til góða þó þær nýtist kannski ekki mikið í bílum.   

Guðmundur Jónsson, 14.5.2011 kl. 09:07

3 Smámynd: Jónas S Ástráðsson

Þakka ágæta grein, fróðlega og þarfa. Þróunin er hafin og hugmyndin með rafal í farteskinu á örugglega framtíðina fyrir sér.

Jónas S Ástráðsson, 14.5.2011 kl. 10:02

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vonandi munu rafbílar einhverntímann verða raunhæfur kostur sem eini eða aðal bíll fjölskyldunnar, en það er langt í það enn.

Orkuskipti eru okkur Íslendingum bráð nauðsynleg, við eyðum allt of miklum gjaldeyri til kaupa á erlendri orku.

Slík orkuskipti geta farið fram með tvennum hætti. Annars vegar með því að skipta út bílaflotanum og hins vegar með því að breyta þeim flota sem þegar er í landinu.

Að skipta yfir í raf eða tvinnbíla kostar endurnýjun bílaflotans. Það er aðgerð sem mun taka allt of langann tíma auk þess sem það er mjög dýrt. Því hlýtur sú leið að verða langtímamarkmið.

Að breyta þeim bílum sem fyrir eru kostar hins vegar lítið. Það á við um bíla sem aka á metan/bensín, lífdísel og etanol/bensín.

Þegar er framleitt metan hér á landi og hægt að auka það mikið.

Lífdíselframleiðsla er þekkt erlendis og hafin tilraun með það hér. Hægt er að framleiða mikið magn af því ef vilji er fyrir hendi.

Etanól blanda bensíni er mjög þekkt í USA, þar er yfirleitt hægt að kaupa slíkar blöndur, með mis miklu ethanóli í. Bensín/ethanól allt að 70/30 er hægt að setja á bíla án nokkurar breytingar, ef menn vilja hafa meira ethanól í blöndunni verður að stilla vélina fyrir það. Það væri leikur einn að framleiða mikið magn af ethanóli hér.

Auðvitað er rafmagnið lang ódýrast, um það verður ekki deilt. Metan, lífdísel og ethanól kostar nokkuð í framleiðslu, en það sparar innfluttning og gjaldeyri. Um það snýst mesti gróði okkar!

Það hlýtur að verða lögð áhersla á þá tækni sem til er svo nota megi þann bílaflota sem fyrir er í landinu og telur yfir 200.000 stk.

Allar aðrar hugmyndir eru framtíðarsýn, að vísu góð sýn en engu að síður eingöngu sýn ennþá. Við verðum að bregðast við strax og það verður einungis gert með því að horfa svolítið raunsætt á hlutina.

Gunnar Heiðarsson, 14.5.2011 kl. 12:57

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þakka ykkur fyrir. Guðmundur, þú hefðir rétt fyrir þér, ef það væri ekki fyrir hagvöxt og fjölgun bifreiðaeigenda á Indlandi og í Kína. En bifreiðaeigendum í heiminum sennilega fjölgar næstu árin um 50%. Með öðrum orðum, eftirspurn aukist hraðar en aukning framboðs.

Að skipta yfir í tvinnbíla eða eins og ég kalla það blendingsbíla, er þá varnaraðgerð fyrir vesturlönd, til að hægja á væntanlegri hækkun verðlags á eldsneyti, en því má ekki gleyma að þau eru háð olíu einnig um rafmagnsframleiðslu og þ.e. því ákveðin heildaráhrif hækkana sem hríslast í gegnum þeirra kerfi, sem þau m.a. leitast þá við að verjast.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.5.2011 kl. 12:59

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar - ég vil hefja verkið á því, að umbreyta landbúnaðinum þannig að landbúnaðartæki brenni einungis metani, sem landbúnaðurinn sjálfur framleiðir.

Ágætt framtak annars sem virðist í gangi, milli fyrirtækis sem vill framleiða metan og rámar kjúklingabús, um að framleiða metan úr skít sem fellur til frá búinu.

En, sannarlega væri einnig áhugavert, að stóru búin nýti þessa leið - einnig.

Metan hefur þann kost að unnt er að nýta núverandi bílaflota. Einnig, hefur það sama kost, ef það er praktístk að framleiða metanól skv. tilraunum í þá átt. 

Þessi mál þarf að skoða af krafti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.5.2011 kl. 13:09

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það á að auðvelda fólki að eig fleiri en einn bíl.  Þar sem sumir þurfa af mörgum ástæðum að eiga bíl sem ræður við ófærð og getur dregið.  við eigum einfaldlega heima á Íslandi.

Svona bílar eru á stundum hreint og klárt öryggis atriði.   Bílar sem allt geta eru samt ekki endilega hagkvæmir til matarkaupaleiðangra í bæjum og borgum. 

Við hér á íslandi erum svo heppinn að hafa rafmagn sem framleitt er á vistvænan hátt hér innanlands og þess vegna er það áhugaverður kostur, sérlega þegar litið er til, að nota þá bíla í bæjum og borgum og hlaða þá heima á nóttunni.  

Hugsanlega er þó hagkvæmara að nota gas á þessa snatt bíla, enda held ég að það sé nokkuð langt í að ég treysti rafmagnsbíl til að flytja mitt fólk um tvísýnar heiðar.  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 14.5.2011 kl. 13:25

8 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Einar og takk fyrir áhugaverða samantekt. Tvinnbílarnir eru trúlega líklegasti kosturinn á næstu áratugum, hugsanlega um langa framtíð.

Guðmundur er heldur svartsýnn og telur að olía muni lækka aftur í verði ef olíunotkun minnkar í bifreiðum. Þetta þykir mér heldur ólíklegt, eftirspurn eftir olíu eykst mun hraðar en aukning á þekktum birgðum af olíu (þ.e. menn finna á hverju ári olíulindir sem samanlagt eru mun minni en árleg olíunotkun) sem þýðir einfaldlega að framboðið mun óhjákvæmilega minnka. Þessi þróun er trúlega þegar hafin eins og margir spekingar hafa bent á, þ.e.a.s. að framboð er nánast staðnað og heldur ekki í við eftirspurn.

Tvinnbílarnir hafa mjög stóra kosti umfram hefðbundna bíla fyrir utan miklu lægra bensínverð. Rafmótorar eru mun einfaldari í uppbyggingu, minni og léttari til muna, en hefðbundnar bílvelar og hafa nánast ótakmarkaðan líftíma. Ekkert gírkerfi er í bílnum og hægt er að færa rafmótorana alveg að hjólabúnaðinum eða jafnvel inn í hann (eins og í Mini rafbílunum t.d.). Framleiðslu- og viðhaldskostnaður er því mun minni en á hefðbundnum bílum og ef ekki væri fyrir verðið á rafhlöðunum myndu rafbílar vera mun ódýrari en bensín- eða dísilbílar.

Tvinnbílar hafa að vísu sprengihreyfil sem rafal en einnig hann er mjög lítill og einfaldur í uppbyggingu, án gírkassa og með mjög góða endingu vegna stöðugs vinnsluhraða. Hann er auðvitað mjög ódýr í framleiðslu og sparar dýru rafhlöðurnar. Loks má vel hugsa sér að verð á rafhlöðum eigi eftir að lækka verulega.

Hrólfur bendir á að það ætti að auðvelda fólki að eiga fleiri en einn bíl. Ekki er ég viss um hvort stjórnvöld ættu að blanda sér í þetta en ég held að það gerist af sjálfu sér vegna lækkandi kostnaðar (tvinnbílar framtíðarinnar verða fáanlegir mun ódýrari en núverandi bílar af sömu stærð), hækkandi kaupmáttar (sem að jafnaði tvöfaldast á nokkurra áratuga fresti) og loks aukinnar eftirspurnar eftir litlum eins- og tveggja manna bæjarbílum.

Þetta síðastnefnda kemur væntanlega til af aukinni sjálfvirkni. Þegar bílar verða að fullu sjálfkeyrandi mun ökuskírteini verða óþarft og börn framtíðarinnar munu mörg hver hafa eigin "bíl" til að snattast í, löngu áður en bílprófsaldri er náð.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.5.2011 kl. 16:36

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einmitt Brynjólfur, skv. spá manns sem mig grunar að hafi rétt fyrir sér, mun framboð af olíu cirka haldast konstant næstu 10-15 árin, þ.e. nýjar lindir nokkurn veginn hafi við minnkun framleiðslu eldri linda.

Samhliða knýi hagvöxtur risaþjóðanna á Indlandi og Kína, aukningu heildareftirspurnar, þannig að klárt sé að verðlag á olíu sé á uppleið.

Nema auðvitað, önnur og enn verri heimskreppa skelli á, og fresti því hækkunarferli t.d. um áratug.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.5.2011 kl. 18:34

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sæll Einar þú sagði hér ofar að ég hefði rétt fyrir mér en svo segirðu þetta núna.

 ""

Samhliða knýi hagvöxtur risaþjóðanna á Indlandi og Kína, aukningu heildareftirspurnar, þannig að klárt sé að verðlag á olíu sé á uppleið

""

Verð á olíu er fyrir löngu síðan hætt að fara eftir framboði og eftirspurn.   Verðið fer eingöngu eftir því hvað tæknin sem er í samkeppni við olíuna kostar. 

Þannig mun framþróun í rafbílum og öðru sambærilegu hafa áhrif til lækkunar á verði olíu en ekki hækkunar. 

Verð á olíu fer eftir því hvað önnur orka kostar nú er olía aðeins ódírari en vindorka. Finnst þér líklegt að verð á olíu geti verið mikið hærra en vindorka ? Eða heldurðu að  Kínvejar og Indverjar kunni ekki að búa til vindmillur ?

Guðmundur Jónsson, 15.5.2011 kl. 09:55

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - Kína og Indland eru svo gríðarlega stór samfélög, og þau eru enn með svo mikið færri bíla per haus en á vesturlöndum.

Hvernig sem þú veltir málum upp, virðist óhjákvæmilegt að eftirspurn eftir olíu vaxi hraðar en framboð geti aukist.

Ég reikna fastlega með að þeir byggi vindymllur þ.s. þær eru hagkvæmar, en það komi ekki í veg fyrir að þau hagkerfi knýi heildaraukningu eftirspurnar eftir olíu.

En það þarf að muna, að við erum ekki einungis að tala um fjölgun bíla heldur einnig, gríðarlega og stöðuga aukningu eftirspurnar eftir orku eftir því sem þessi hagkerfi vaxa.

Þessi lönd munu reisa vindmyllir, kolaorkuver, gasorkuver, vatnsorkuver, kjarnorkuver - þau munu þurfa á öllu þessu að halda.

Ég sé ekki að þessi hugsun sem þú setur upp gangi upp, en varðandi kostnaðarlega hagkvæmni vindorkuvera þá í reynd þarf olíuverð að hækka nokkuð eða um einhver prósentu tugi, til að þau reynd beri sig kostnaðarlega. Í dag í Evrópu eru þau fyrst og fremst reist af strategískum ástæðum, fremur en hagnaðarlegum, þ.e. að draga úr þörf fyrir innflutning á orku, draga úr mengun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.5.2011 kl. 13:53

12 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Miðað við þekkta tækni  er virkjanleg vindorka jarðar um 1 til 2 MW á ferkílómetra lands.

þetta er um 5 föld heildarorkunotkun jarðarbúa.

The most comprehensive study as of 2005[12] found the potential of wind power on land and near-shore to be 72 TW, equivalent to 54,000 MToE (million tons of oil equivalent) per year, or over five times the world's current energy use in all forms. The potential takes into account only locations with mean annual wind speeds ? 6.9 m/s at 80 m. The study assumes six 1.5 megawatt, 77 m diameter turbines per square kilometer on roughly 13% of the total global land area (though that land would also be available for other compatible uses such as farming). 

Þegar olían fór í 130 $ 2007 varað sprenging í vindorkuverum. Síðan þá hefur uppsett afl vindorkuvera meira en tvöfaldast í heiminum en er samt ekki nema  1,5% af heildinni. þá viturm við hvar þakið er fyrir vindorku.

þakið á verð olíu er samt ekki bara kostnaður við vindorku heldur alla aðra orku, kjarnork vatnsafl og fl eftir því sem við á.  

Minna en 20% af olíunni sem notuð er í dag fer á farartæki, hitt fer í annað eins og framleiðslu og húshitun þar sem auðvldlega má notast við vind eða kjarnorku til dæmis

Þetta þýðir að til að rafbílar verði raunverulaga hagkvæmur kostur með tilliti til heildarinnar þá þarf notkun olíu á frartækjum eiginleg að fimmfaldast miðað við núverandi framleiðslugetu olíubransans

það er bara þannig að olía er ódýrasta og hagkvæmasta orkuformið á farartæki og hún mun verða það áfram næstu ártugi nema eitthvað stórkostlegt gerist í tækninni.

þjóð eins og Ísland sem á mikið að mjög  ódýru vatnsafli gæti hinsvegar hagnast á því að nota meira rafbíla en það verður þá bara hér en ekki í almennt í heiminum. 

Guðmundur Jónsson, 16.5.2011 kl. 11:32

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - ég er ekki að tala um meiri hækkun en hugsanlega 2-földun, hið minnsta ekki fyrr en framleiðsla fer raunverulega að skreppa saman. Það kannski gerist eftur 25-30 ár.

Þ.s. þessi gríðarlega stóru lönd með samanlagt um 2,5ma. íbúa. Mig grunar að þetta sé meiri mannfjöldi en í öðrum þróuðum löndum samanlagt. Svo við getum verið að tala um 2-földun orkunotkunar.

Ég hef einnig heyrt að það þurfi kannski 15% af yfirborði jarðar til að knýja hana með sólarorku. 

Svo þ.e. næg orka, svo við erum sennilega ekki að tala um að orka verði svo dýr sem 5 falt dýrari en í dag.

Það má reyndar vera, að eitt af því sem drífi Evrópu t.d. til að auka notkun tvinnbíla og annarra blendingsbíla, ásamt rafbílum, sé einfaldlega að spara gjaldeyri - þ.e. minnka innflutning á svo stórum þætti annars staðar frá.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 18:24

14 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Verð á olíu mun aldrei fara yfir 150 $ fatið og sennileg ekki yfir 100 nema í mjög stuttan tíma á næstu áratugum. það kostar rúma 100 $ að framleiða olíuúr korni svo það er útilokað að selja jarðolíu mikið hærra en það nema í stuttan tíma. 

Guðmundur Jónsson, 16.5.2011 kl. 19:37

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef olía væri venjuleg vara, sem einfalt væri að auka framboð á, þá væri það svo. En vanalega gildir, að þegar verð fer yfir ákveðið mark koma framleiðendur og auka framleiðslu. En, það er það vandamál til staðar, að þ.e. ekki unnt að auka framboð að ráði, svo að verðið verður að stjórna eftirspurn. Verðið eingöngu.

Korn olía getur ekki komið í staðinn. Það fullyrði ég að sé fullkomlega útilokað, vegna þess að það myndi hafa í för með sér svo brjálæðislega hækkun matarverðs, vegna þeirra hækkana á verði á landi og á korni. En þ.e. einnig supply vandi á landi.

Svo ég reikna með hærra verði, hugsanlega allt að 2-falt hærra. Verð fari sennilega í 200$ nema kreppa komi til og tefji hækkanir lækki jafnvel verð tímabundið, við lok áratugarins. Haldist á því bili einhver ár, kannski áratug eða tvo.

Síðan fari það aftur að stíga, fari í 300 - jafnvel hærra. Nema, til komi að tíminn á undan, hafi skapað hvatning næga til að þróa aðferðir til að rækta olíu með smásægjum þörungum. 

En þ.e. ég nokk viss um að sé framtíðin. Að rækta korn eða aðrar æðri plöntur, sé alveg ófær leið, vegna mjög alvarlegra hliðaráhrifa.

Þá getur verið, að tímabilið meðan verð helst í 200$ dugi til að, nægur peningur hafi verið lagður í aðrar aðferðir einkum þ.s. ég nefni sem framtíðarleið, og má vera að verðlag lækki jafnvel aftur í 150$ t.d. ef framleiðslukostnaður gefur svigrúm til þess, með hinum nýju aðferðum framtíðarinnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 20:27

16 Smámynd: Guðmundur Jónsson

2008 skrifaði ég þetta

núna 3 árum síðar er verðið hrunið víð 110 $ 

Guðmundur Jónsson, 16.5.2011 kl. 21:21

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vittu til nokkur ár til viðbótar. Þ.s. leiddi til lækkunar núna, var að lélegur vöxtur í Bandar. skv. nýlegum tölum annars vegar og hins vegar að Federal Reserve hefur sagt að þeir muni líklega ekki hafa CE3, hefur skapað væntingar um slaka í eftirspurn í Bandar. á næstunni.

Þetta er bara smádalur, og mig grunar að muni staldra stutt við, nema auðvitað að Bandar. elni sóttin og fari yfir í "double dip" þá geta verð hrunið um áratug, og þróunin frestast um rúman áratug - en mig grunar að þá geti heimurinn farið í hálfu verri kreppu en áður fram að þessu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2011 kl. 21:45

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Vantar að taka fram hjá mér að ég núvirði að sjálfsögðu dollar í síðustu færslu.

Fatið fór í 130 nú um daginn en það eru um 110 miðað við verðalag ársins 2008. 

Guðmundur Jónsson, 18.5.2011 kl. 08:31

19 Smámynd: Morfeus

Það má kannski skjóta því inn í þessa umræðu að á  meðal bandarískra Venture Capitalista hefur verið nokkur umræða um tækninýjung í rafgeymagerð sem sögð er sýna verulega aukningu á geymslugetu og minnkun á þyngd.

Vandamálið er að tækninýjungin er hjá kíverskum vísindamönnum ..

Morfeus, 17.11.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband