8.5.2011 | 19:18
Á Íslandi gildir, lífskjör eru = gjaldeyristekjur - kostnaður af gjaldeyrisskuldum!
Þetta er ekki flóknara. Þess vegna þíðir aukning gjaldeyrisskulda, ef þær eru ekki vegna fjárfestinga sem eiga eftir að borga sig og gott betur, óhjákvæmilega skerðingu lífskjara. Ástandið á Íslandi er þannig að skv. Seðlabanka Íslands var nettó afgangur gjaldeyristekna sl. ár einungis 1,7% og skv. spá fyrir 2011 2,4%, í báðum tilvikum miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Staðan er í járnum.
Dálítil ritdeila hefur farið af stað milli Marínós G. Njálssonar og Andra Geirs Arinbjarnasonar.
Varamaður í bankaráði Landsbankans hf. sendir launþegum tóninn
Sko, í þetta sinn er ég reynd sammála Andra. En, eins og útskýrt er að ofan, þá eru gjaldeyristekjur landsmanna tæpar. Marínó kemur þarna fram, sem reiður fulltrúi alþýðu, segir launahækkanir ekki miklar - sem út af fyrir sig er rétt - og að auki að ósanngjarnt sé að láta tapið bitna á launþegum en það hafi verið bankarnir sem settu hér allt á hausinn - þetta er út af fyrir sig rétt einnig.
- En, það breitir því ekki að staðan er eins og staðan er, burtséð frá sanngyrnissjónarmiðum.
- Segjum að heimurinn sé ekki sanngjarn - bankamenn brugðust, stórfé var stolið af almenningi, ræningjarnir ganga enn lausir, hafa stungið af með peningana og skilið okkur eftir með tapið.
- En, það þarf alltaf einhver að borga tap, og vegna þess að við getum ekki stungið af öll, farið eitthvert annað, eða einfaldlega skipt um kennitölu; þá losnum við ekki undan því að taka upp reikninginn.
- Nema auðvitað að við ákveðum að borga ekki - þ.e. fara leið Argentínu!
- Þetta er hin eiginlega spurning -
- borgum við /
- borgum við ekki.
Ef við ætlum að borga, þarf að taka tillit til erlendra gjaldeyrisskulda.
- Þá eru lífskjör hér = gjaldeyristekjur - erlendar gjaldeyrisskuldir.
- Ef við borgum ekki, þá verður þetta lífskjör = gjaldeyristekjur.
- Greiðsluþrot þíðir þó að erlendir aðilar munu líklega krefjast af okkur staðgreiðslu á öllum innflutningi, a.m.k. þangað til að okkur hefur tekist að safna upp í Seðlabanka nægum eignarsjóði sem dugar fyrir innflutningi a.m.k. 6 mánuði.
- En, eftir að nægur sjóður hefur upp safnast, má vera að erlendir aðilar myndu vera til í að eiga við okkur kredit viðskipti á nýjan leik.
Þetta er eina spurningin sem skiptir máli - borga / borga ekki!
Sjá Peningamál 2/2011 :
- "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu. - bls. 38.
- "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu." - bls. 38.
Til gamans sveifla Evru vs. Dollar sl. 365 daga = 19,75%!
- Þegar tekinn er hæsta vs. lægsta staðan, fæst 19,75% heildarsveifla.
Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, ef á að triggja nægan gjaldeyrisafgang - sem sagt við ætlum að borga gjaldeyrisskuldir, eru: Nægilega lág laun eða innflutningshöft.
- Við erum rétt í þessu að ganga frá samningi til launþega um hækkun launa um 4%, síðan rúml. 3% hækkun hvert ár næstu 2. ár.
- Eins og Íllugi Gunnarrsson sagði í Silfrinu í dag, þá þarf 4% hagvöxt til að standa undir þessu.
- Lilja Mósesdóttir, benti auk þess réttilega á þ.s. ég segi þarna í upphafi, að meðan skuldir eru þetta háar, þarf gengi krónunnar að vera nægilega lágt til að nægur afgangur skapist. Það sé því ekki raunhæft að hækka gengi krónunnar, meðan svo háttar með skuldastöðu landsins.
- Af máli Marínós G. að skilja, er að hann sé hlynntur höftum á innflutning - en hann mynnti á fyrri skoðun sína að þau myndu vera nauðsynleg, í athugasemd á blogginu hans Andra.
- Auðvitað er það möguleiki, að taka tiltekna þætti sérstaklega innflutning eldsneytis út fyrir sviga, setja í haftakerfi, taka upp skömmtun til einstaklinga t.d. 30l. á mánuði.
- Þannig næst ef til vill, breytt skipting innflutnings milli neysluvara og eldsneytis. Ég held samt ekki, að það feli í sér nettó ávinning.
- Hættan er auðvitað, að þáttum sem þarf að setja inn í höft fjölgi, ef laun halda áfram að hækka umfram raunverulega aukningu útflutningstekna. Þannig smám saman, snýr landið til baka inn í kerfið sem ríkti milli 1947-1959.
- Bendi á að það reyndist spillingarhít, því aðilar með sambönd við nefndina fengu frekar innflutnigsheimild, sem þeir gátu selt dýrum dómum.
- Reyndar var grunað, að slíkum gróða væri skipt upp milli aðila innan nefndar og kunningjans utan nefndar.
- Mér líst reyndar bölvanlega á slíka þróun, er á því að af tvennu íllu sé samt skárra, að halda launum niðri þannig að höft á innflutning ásamt meðfylgjandi spillingu séu óþörf.
- Þá þarf hinn valkostinn - nýja gengisfellingu. Seðlabankinn sýnist mér, getur einfaldlega látið gengi krónu síga án þess að tala nokkuð um gengisfellingu. Ríkisstjórnin og fylgismenn, nefna það ekki þá heldur. Þannig, að felling gengis fer þá fram þeigjandi og hljóðalaust. Þetta er til mikilla muna líkegri útkoma.
Enahagslögmálin breytast ekkert innan Evru
Marínó G. virðist telja að Ísland verði að taka upp annan gjaldmiðil, nefnir hann ekki á nafn sbr.
"Staðreyndir málsins eru að meðan við höfum ekki alþjóðlega viðurkenndan gjaldmiðli, þá erum við í djúpum skít og þurfum að búa bæði við gjaldeyrishöft og innflutningshöft."
- Bendi á, að innan Evru hafa Grikkland, Portúgal og Írland, tapað tiltrú og öllu lánstrausti.
- Ísland er einnig með miklar skuldir, en samt - samt mun lægra skuldatriggingaálag en ríkin 3. Þ.e. álag Grikklands er um 4-falt, meðan hinna er rúml. 2-falt.
- Sömu efnahagslögmál gilda innan Evru, að tekjur okkar eru jafnt og útflutningstekjur + tekjur af ferðamennsku, og við þurfum að passa upp á að lenda ekki í halla, vegna of mikils innflutnings og vegna of mikilla skuldasöfnunar, en of mikill innflutningur er eitt þeirra atriða sem leiðir til skuldasöfnunar.
- Bendi á, vandræði Portúgals eru ekki vegna efnahagsbólu heldur samfellds viðskiptahalla í um rúman áratug samfellt.
- Það sama gildir því, að ef innflutningur er of mikill of lengi, verðum við gjaldþrota. Þá glatast tilrú. Lánstraust glatast. Lífskjör falla - eins og mun gerast í Portúgal.
- Það er því ekkert "free ride" að hafa innan Evru, eins og alltof margir virðast halda.
- Þ.s. getur gerst innan hagkerfis í Evru, er peningaþurrð. En hagkerfi fær úthlutað peningum, getur ekki búið þá til. Ef notkun á peningum er umfram rauntekjur, þ.s. sami gjaldmiðillinn er á öllu svæðinu, er engin hindrun fyrir peninga að fara á brott.
- Þegar tiltrú glatast allt í einu, þá er ekkert sem hindrar fólk í því að flytja peninga sína þangað sem betri ávöxtun er að fá. Og peningaþurrð tekur við - og óskaplegur samdráttur í hagkerfinu.
- Þ.s. innra hagkerfi á Íslandi er svo agnarlítið, þá er mjög fáum störfum haldið uppi sem ekki standa og falla með heilsu núverandi gjaldeyrisskapandi greina.
- Ég bendi á, að einungis Írlandi hefur tekist að framkvæma kostnaðar aðlögun með launalækkunum samfellt í 3. ár. Hinum tveim löndunum hefur ekki tekist slík aðlögun. Þetta bendir til þess, að ekki sé unnt að treysta á slíka aðlögun.
- En ef aðlögun tekst ekki, sé ég ekki annað, en að þá myndi taka við óskaplega djúp kreppa, dýpri til mikilla muna en sú sem við erum í nú. Henni fylgdi líklega greiðsluþrot ríkis og sveitarfélaga, fall banka þegar of mörg heimili og fyrirtæki lenda í vandræðum með lán o.s.frv. Að auki, streymir allt fé úr landi vegna þess að allt er í Evrum. Við tekur fjárhagsleg eyðimörk.
- Fólk gerir alltof lítið úr áhættunni, sem fylgir því fyrir okkur með okkar mjög svo sveiflukennda hagkerfi - og með okkur svo óskaplega háð heilsu gjaldeyrisskapandi greina; sem myndi fylgja því að taka út þá aðlögunarkosti að geta fellt gengi - eða sett innflutningshöft í staðinn, því alls óvíst er að takist að framkvæma aðlögun með öðrum hætti.
Niðurstaða
Aðalspurningin sem svara þarf er: borgum við / borgum við ekki? En, ef til stendur að borga, þá virðist ljóst að núverandi kjarasamningar sennilega eru of dýrir. En ljóst er að við getum ekki hækkað lífskjör nema í takt við aukningu gjaldeyristeknar annars vegar og hins vegar í takt við lækkun skulda.
Líklega mun ríkisstjórnin láta gengið síga þeigjandi og hljóðalaust þannig að triggt sé að lífskjör í reynd raunhækki ekki, og ríkið þannig triggi að það eigi gjaldeyri næsta ár þegar það þarf að borga af AGS.
Yfirlísingar ríkisstjórnar um helgina, að nú skuli stefna á bætingu lífskjara, hafi fyrst og fremst verið fjölmiðlafóður - sem lítil ástæða sé til að taka nokkurt mark á.
------------------------
Hinn valkosturinn, að borga ekki; getur a.m.k. skilað skárri niðurstöðu - til skamms tíma, lengra fram litið verður málið óljóst. En þ.e. að ríkið hættir að greiða af erlendum skuldum. Það á þá a.m.k. eitthvað meiri peninga.
Ólíklegt er að útlendingar hætti að kaupa af okkur fisk, að erlendir ferðamenn hætti að koma hingað o.s.frv. Þannig að ríkið hefur áfram öruggar skatttekjur.
Á móti koma óþægindi vegna sennilegrar kröfu útlendinga um staðgreiðsluviðskipti. En, ekki verður unnt að flytja inn fyrir meir en þ.s. við höfum gjaldeyristekjur fyrir. Kannski er það þá einfaldlega sá skóli sem við þurfum á að halda, til að læra að lifa skv. því sem við raunverulega eigum fyrir.
Valkosturinn innflutningshöft eða ekki innflutningshöft verður þá einn eftir, en ég mæli frekar með því að laun verði höfð lág þ.e. passlega lág svo innflutningur haldist innan ramma án tilstillis hafta. En, galli við haftakerfi er óskapleg spilling sem þeim fylgir. Niðurstaðan yrði ekki meiri lífskjör.
Þ.s. þarf að passa er að ríkið eiði ekki of miklu - en halli er einfaldlega ávísun á verðbólgu.
Að auki, ef ríkið sogar til sín of hátt hlutfall innlends fjármagns, dregur úr getu hagkerfisins til vaxtar.
Það verður því að viðhafa mjög strangt fjárhagslegt aðhald að ríkinu, þannig að verðbólga haldist lág - og fyrirtæki haldi sjálfsaflafé, þannig að þau geti nýtt það til að auka við rekstur, fjárfesta í nýjum hlutum eða með öðrum orðum, skapa hagvöxt.
Sama tíma, leiða hækkanir launa umfram þ.s. raunverulega er til fyrir einungis til verðbólgu og innflutningshafta. Launþegar þurfa því að sýna aðhald að kröfum og skilja, að rauntekjur geta einungis hækkað í takt við tekjuaukningu hagkerfisins.
Reyndar á það sama við í dag - en, þetta ástand verður enn skýrara í ástandi greiðsluþrots, þegar ekki verður raunverulega unnt að fá erlend lán til að lána fyrir halla.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar.
Tékkaðu á þessu:........Of course, when crises occur they occur quickly, but there are some perplexing questions regarding the hectic two-month period leading up the IMF package. One, as noted earlier, is why the Government acceded to the package when it had sufficient reserves to fund it into mid 2011? In this context, a second question is why the package was assembled in such haste? The story has all the hallmarks of a financial crisis, rather than a debt crisis (that would have allowed more time), and this prompts four questions: a) was there a run on banks; if so, b) was it caused by a lack of confidence in the monetary or the fiscal authority; c) what were the proximate causes of the loss in credibility; and d) what were the underlying causes of the loss in credibility?
http://dl.dropbox.com/u/6326317/Did%20the%20ECB%20Cause%20a%20Run%20on%20Irish%20Banks.pdf
Hólmsteinn Jónasson, 8.5.2011 kl. 21:45
Rétt, ECB var þarna rétt á undan að væla yfir peningaflóðinu til banka innan Evrópu, og þörfina fyrir að venja þá af spenanum. Slík umræða getur hafa haft einhver áhrif, ítt undir óróa hjá þeim, sem voru með eignir innan írsku bankanna.
Bendi þér á sjá, prófessor Paul de Grauwe við háskólann í Leuven, og greinin heitir The Governance of a Fragile Eurozone .
En, hann bendir m.a. á að, innan sameiginlegs gjaldmiðils, sé veruleg hætta á mjög snöggum umfangsmiklum fjárhagsflótta.
Sjá mína grein: Evruaðild, framkallar þann raunverulega möguleika, að markaðir geti keyrt þig í greiðsluþrot - skv. prófessor Paul de Grauwe við háskólann í Leuven
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.5.2011 kl. 22:10
Sæll Einar,
Takk fyrir þessa samantekt.
Það er hinn mesti misskilningur að ég hafi verið að senda launþegum tóninn. Ég var einfaldlega að benda á ákveðna veikleika í gjaldeyrisforsendum nýrra kjarasamninga. Þetta eru áhættuþættir sem menn verða að gera sér grein fyrir og ræða á rólegan, kurteisan og yfirvegaðan hátt.
Menn geta ekki horft framhjá lögmáli hagfræðinnar um framboð og eftirspurn svo lengi sem menn vilja búa í kapítalísku hagkerfi. Menn geta svo sem sagt bless við kapítalíska hagkerfinu en hvað á þá að taka við? Hvaða lönd verða þá fyrirmynd Íslands?
Ég gef mér að við ætlum ekki að fara leið Argentínu eins og þú talar um enda væri það óðs manns æði fyrir litla eyþjóð sem ekki hefur auðæfi, stærð og fjölbreytileika lands eins og Argentínu. Það fyrsta sem myndi hrynja á þeirri leið er líklega heilbrigðiskerfið.
Öll aukning á eftirspurn eftir gjaldeyri hvor sem hún er í gegnum aukinn kaupmátt, hækkað gengi eða á annan hátt þarf að mæta með auknu framboði. Hvar á það framboð að koma? Lánaleiðin er að mestu lokuð og mun endanlega lokast ef við förum leið Argentínu.
Að auka afskriftir bankanna til þeirra sem tóku lán fyrir hrun mun í sjálfu sér ekki auka framboð á gjaldeyri. Hún gæti þvert á móti leitt til aukningar á eftirspurn.
Þegar kemur að auknu framboði af gjaldeyri erum við háðari útlendingum en margir vilja viðurkenna. Innlendar tilfærslur úr einum vasa í annan geta leyst tímabundinn vanda en er engin lagtímalausn. Stöðugur og hár hagvöxtur er besta leiðin en þar verðum við að fara að hugsa hlutina upp á nýtt.
Við verðum að fara að ræða beinar fjárfestingar erlendra aðila inn í hagkerfið og opna fyrir betri óbeinar leiðir sérstaklega í orkugeiranum. Þar liggur auðvita beint við að setja Landsvirkjun á alþjóðlegan hlutabréfamarkað og lækka hlut ríkisins niður fyrir 50%. Þar með myndu fjármögnunarleiðir Landsvirkjunar aukast til muna sem gæti ýtt undir aukinn hagvöxt.
Við verðum að fara að geta rætt svona hugmyndir á faglegan og yfirvegaðan hátt án þess að allt fari í einhvern hugmyndalegan baklás.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.5.2011 kl. 23:28
Andri - ég held að afleiðingarnar séu ekki alveg þetta dramatískar. Sannarlega eru auðæfi okkar ekki sambærileg við auðæfi Argentínu, sem hefur eitt gjöfulasta landbúnaðarland í heimi, krisskrossað að auki af ám sem veita ódýra flutninga. Á hinn bóginn erum við töluvert færri en Argentínumenn, svo okkar auðlind þarf ekki að vera alveg eins mögnuð.
Ég gef mér að við getum selt okkar framleiðslu í báðum tilvikum, tekjur af auðlindunum myndu vera þær sömu - gjaldeyristekjur náttúrulega sbr, framboð af gjaldeyri. Held þetta sé alveg sanngjarnt. Ríkið spari sér að greiða af skuldum, sem það í dag greiðir af - hafi því meira fé milli handa hér innanlands.
En vegna þess, að ferðamenn koma hingað eftir sem áður, fiskur selst eftir sem áður, álið verði ekki fyrir truflun enda á reikningi risafyrirtækja sem hafa sinn eiginn reikning óháð alveg Íslandi; þá reikna ég ekki með því að ríkið verði fyrir tekjufalli, sem er eingilega forsenda þess að þú hafir rétt fyrir þér með hrun heilbrigðis kerfisins.
Spurningin er því fyrst og fremst um það, hvort við erum að missa af einhverjum tækifærum fyrir að halda okkur við leið A sem við missum af ef við förum leið B. Þannig, að þó svo dýrt sé að borga af skuldum, þá séum við að missa af nettó hagnaði, með því að fara leið B. Þannig, að það sé form af skammsýni. Ég bendi á þó, að þau tækifæri þurfa að vera umtalsverð, til að borgi sig að taka þann kostnað.
Sannarlega væru lánamarkaðir lokaðir um langan tíma, þeir eru lokaðir í dag hvort sem er svo a.m.k. til skamms tíma er enginn sjáanlegur munur. Enginn leið á þessum tíma að vita hvenær þeir myndu opnast. En, eins og þú réttilega bendir á þarf fjárfestingu, til að gera efnahagsplanið "viable" svo þá er spurning hvort aðgangur að þeim fjárfestingum yrði augljóslega lakari. Við þurfum þá, að læra að lifa innan viðskiptaumhverfis, þ.s. aðgangur að erlendum lánum er lokaður.
Þ.e. ekki endilega klárt að svo sé. En, virði orku-auðlindarinnar er náttúrulega hið sama. En, það getur verið, að fjárfestar myndu vilja strangari tryggingar, gegn því að fjárfesta. En, í dag vilja þeir þær sennilega hvort sem er, vegna þess hve ríkið í dag er klárlega á tæpri tröppu, svo spurningin aftur - hve mikill væri munurinn í reynd?
Mig grunar að unnt sé að fara leið elrendra fjárfestinga í báðum tilvikum þ.e. A eða B. En, til að unnt sé að fara A, leiða hana til jákvæðra lykta, verði að fá fjárfestingar og það stórar - þær séu skilyrði algert, sbr. upphaflegt plan AGS er gerðir ráð fyrir 2stk. risaálverum. Einfaldlega vegna þess, að án þeirra sé ólíklegt að landið ráði við núverandi skuldastöðu, og áframhaldandi skortur á þeim fjárfestingum muni leiða fram leið B, í fullnustu tímans.
Ég hugsa að það sé nauðsynlegt að fjá erlenda fjárfesta til að fjárfesta í virkjunum. Eignarhald virkjana - ekki endilega sjálfri LV. Síðan sé spurning hvernig þær síðan smám saman komast í eigu LV fyrir rest þ.e. eins og í Noregi eftir tiltekinn árafjöld eða hvort gerður sé kaupleigusamningur. Það þarf auðvitað að hugsa þetta vel.
-------------------
Leið B mun auðvitað setja mikinn þrýsting á að laga tiltekna galla innan okkar peningahagkerfis sbr. að raunávöxtun lífeyriskerfisins er of mikil til að ganga í reynd upp til lengdar. En, þetta er að mínu mati þ.s. framkallar alltof hátt raunvaxtastig hér og þ.s. verra er skipti á gjaldmiðli myndi ekki laga þetta, einfaldlega gera erlend lán vakost fyrir stærri fyrirtæki sem ekki eru með gjaldeyristekjur það væri allt og sumt sem gjaldmiðilsbreiting hefði í för með sér. Lántökukostnaður almennt séð væri lítt breittur, nema erlendur banki myndi fara að bjóða húsnæðislán - koma inn á markaðinn og taka hann yfir. Sé ekki endilega þá þróun sem sérlega líklega, enda hafa engin erlend félög tekið yfir innlenda olíumarkaðinn, þó þau hafi haft fullt tækifæri til þess síðan EES tók gildi hér. Nema auðvitað að nær allar eignir lífeyrissjóðanna séu færðar úr landi.
En, án lagfæringar þeirra galla, mun nánast það eina sem þrífst hér vera starfsemi til útflutnings. Þ.s. þarf að laga, er að lækka ávöxtunarkröfu þá sem sjóðirnir þurfa, þ.e. lækka loforðið - þegar búið að hækka iðgjöld. Lækkun loforðs er þá næsta aðgerð. En, um leið og sjóðirnir geta þrifist t.d. með 2% ávöxtun, þá þurfa bankar ekki lengur að bjóða þeim hærri ávöxtun á þeirra skuldabréf, fjármögnunar kostnaður banka lækkar, sem skilda því að þeir geta boðið ódýrari lán, þannig að þá verður fjárfesting fyrir lánsfé mun minna póblematísk, eftirspurn eftir erlendu lánsfé minnkar sem einmitt er svo próblematístk hér. Að auki, ætti kennitöluflakk að minnka.
Þetta hangir allt saman.
--------------------------
Fyrir mér, er ídeal ástand mála að Ísland sé innan EES áfram, og að við öflum okkur jafnframt aðildar að NAFTA. Það væri hin algera ídeal staða. Síðan þegar siglingar aukast yfir N-Íshafið, geti það reynst okkur til hagsbóta að hafa tekist að ná slíku fram. Ég held þetta sé til muna gagnlegra, en ESB aðild. Sem ég sé ekki, að nái fram nokkrum viðbótar hagvexti, hér. Innan sjóndeildarhrings Evrópu séum við útnári, en ekki endilega í t.d. sjóndeildarhing Kínv. Þá getum við verið hagkvæmur skiptipunktur.
Formlega er ekkert því til fyrirstöðu að ganga í NAFTA. Spurning um vilja aðildarþjóðanna. En NAFTA og EES aðild, mindi magna upp þá ídeal stöðu, að Ísland sé landið á milli. Þetta sé okkar stærsta hugsanlega sóknarfæri. Auðvitað veit enginn fyrirfram hvort þetta getur hepnast. Að sjálfsögðu er enginn sérstakur áhugi frá hinum löndunum. Við verðum sjálf að hafa fyrir því, að kvabba í þeim.
Síðan er það spurning um hugsnlegar olíu. En, þá þarf að passa sig á að vera með græðgi eins og ríkisstj. var með. En við gætum ef til vill boðið skattleysi fyrstu 10 vinnsluárin. En kostnaður verður hvort sem er alltaf mjög mikill, og fyrsti áratugurinn sennilega ekki tími verulegs hagnaðar fjárfestis.
---------------------
Alveg sammála að þessi mál eigi að ræða af yfirvegun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2011 kl. 01:06
Að lífskjör séu gjaldeyristekjur - kostnaður við gjaldeyrisskuldir, hlítur að vera hrein fyrra. Ef þetta stenst,finnst mér að Íslenskir ráðamenn hafi brugðist skyldum sínum á öllum vígstöðvum.
Ekki bara að þetta sé fyrra, heldur hlítur að vera fjarstæða. Ef þetta er rétt, þá þýðir það að ísland sé ekki fært um að standa á eigin fótum, og að hallur hagur og lífskjör á Íslandi er undirorpið viðskiptum við erlend lönd. Þetta dregur þann á dilk á eftir sér, að Ísland er ekki fært um að standa utan ESB. Að stunda utan ESB er einungis val um að segja sjálfan sig í lið með andstæðingum ESB, í þessu tilviki þá bandaríkjamönnu, rússum eða Kína. Sjálfstæði þjóðarinnar, er ekki til staðar, ef þessi staðhæfing þín stenst.
Þetta er náttúrulega algjörlega langt frá því að hægt sé að samþykkja, að þjóðinn Ísland, sé gengilbeina erlendra aðila og pólitísk hóra. Tilgangurinn með öllum lánum erlendis frá, hlítur að vera sá að gera landið og lífskjör þess, sem óháðust gjaldeyrisviðskiptum. Lífskjör landsmanna, hlýtur að vera terta ... hvort það sé rjómaterta, súkkulaði terta, eða hvort á hana vanti frómasinn er ekki það sama og að enginn sé kakan, nema erlend viðskipti séu til staðar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 11:38
Andri OG Einar
Hagvöxtur er ekki mögulegur nema með vinnu.
Til að fólk leggi það á sig á vinna verður að boraga því kaup, svo einfalt er það.
Að reikna þetta dæmi eins og að kjarbætur á vinnumarkaði séu bara kostnaður en eingin ávinningur er alveg út á trúni.
Guðmundur Jónsson, 9.5.2011 kl. 12:49
Guðmundur Jónsson, 9.5.2011 kl. 12:49
Andri, slík stefna virkar ekki hérlendis. Kannski í milljónaþjóðfélagi þ.s. innlend eftirspurn getur búið til störf í framleiðslu fyrir innanlands markað, vegna þess að þar ber sig slík framleiðsla í mikið meira mæli.
Hér aftur á móti, eru lífskjör cirka 95% haldið uppi af útflutningstekjum. Þess vegna, er svo hættulegt fyrir okkur að skulda verulegar upphæðir í gjaldeyri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2011 kl. 14:48
Bjarne Örn Hansen, 9.5.2011 kl. 11:38
Teldu upp í huganum, hvað heldur uppi hagkerfinu okkar:
A)Fiskur.
B)Stóryðja.
C)Ferðamennska.
Önnur starfsemi vegur samanlagt minna en 10% af gjaldeyristekjum. Megnið af innlendri starfsemi, byggist á innflutningi nær allra aðfanga, sem þíðir að hún einnig stendur og fellur með gjaldeyristekjum. Mjög fátt hér, getur viðhaldist án gjaldeyristekna.
Varðandi hvor þetta þíði að við verðum að ganga í ESB, þá er það ekki sá skilningur sem ég samt legg í það, því þar er minna veitt af fiski en er eftirspurn eftir. Svo þ.e. þeim í hag, að hindra ekki innflutning af fiski.
Fiskveiðar okkar þrifust í gegnum báðar heimsstyrrjaldirnar. Ég hef ekki neinar áhyggjur af því, að fiskmarkaðir lokis fyrir okkur í Evrópu.
Þ.s. þetta þíðir er að gjaldeyrisskuldir eru óskaplega varasamar fyrir okkur, því þær lækka um leið lífskjör - nema þær séu til að borga fyrir fjárfestingar sem koma til að bera sig.
Á hinn bóginn, var alltof margt sem ekki bar sig á sl. áratug, og við sytjum eftir með gjaldeyrisskuldir, sem að öllu óbreyttu jafngilda mjög lágum lífskjörum hér til margra næstu ára.
Að ganga í ESB breytir þessu í engu, skuldirnar og lífskjörin verða jafn léleg eftir sem áður. Reyndar, væri mjög varasamt fyrir okkur, að taka upp Evruna - með hagkerfi af þessu tagi. En, vegna samsetningar hagkerfisins, er mjög hættulegt fyrir okkur að hafa viðskiptahalla - við verðum að geta fellt gengið við og við, svo viðskiptahalli keyri okkur ekki í þrot.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2011 kl. 14:58
Guðmundur Jónsson, 9.5.2011 kl. 12:49
Ekki sama hvaða störf. Þau verða að vera arðbær, þá í þeim skilningi að skila okkur gjaldeyristekjum.
Störf í verlun og þjónustu, fólk í þeim greinum, þarf að færa sig í arðbærari greinar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2011 kl. 15:00
Bjarne Örn Hansen, 9.5.2011 kl. 11:38
En auðvitað er okkar sjálfstæði mjög takmarkað. En, til þess að minnka veikleika okkar hagkerfis, þá er tvennt sem er mikilvægast:
A)Fjölga útflutningsgreinum.
B)Fjölga þeim mörkuðum, sem við höfum aðgang að.
Þess vegna, vil ég komast í NAFTA. Þegar Jón Baldvin gerði EES samninginn, var það skv. hans strategísku sín, að Ísland eigi að tilheyra Evrópu. Sá samningur hefur valdið því, að viðskipti okkar við Ameríku hafa dregist mikið saman.
Til að snúa því við þurfum við frýverslun við N-Ameríku sbr. NAFTA. Síðan, þarf að auka verslun við Asíu og Kína, sem viðbótar mótvægi.
Að skjóta fleiri rótum undir okkar útflutning, myndi minnka þær stöðugu sveiflur sem verða hér, sí og æ einfaldlega þannig að með fleiri greinum þá minnka líkur þess að þeir sveiflist allar í einu í sama farveg.
---------------
En ef þú enn hefur efasemdir um að lýsing mín að ofan sé rétt, mundu hvað er hin típíska krísu ástæða hér - vandræði í útflutningsgreinum.
En, vandræði í útflutningi verðu alveg á svipstundu að efnahagsvandræðum allra sem búa hér, vegna þess að gjaldeyristekjur standa undir um 90% af hagkerfinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2011 kl. 15:48
Alveg 100% sammála Andra Geir. Þetta er einföld hagfræði. Neysla okkar Íslendinga er það mikið háð innflutningi að aukinn kaupmáttur kallar á aukinn innflutning.
Auðvitað á að greiða mannsæmandi laun en það breytir ekki því að innflutningur muni aukast.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 16:44
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2011 kl. 15:0
“”Ekki sama hvaða störf. Þau verða að vera arðbær, þá í þeim skilningi að skila okkur gjaldeyristekjum.””
Þetta er einfaldlega rangt Einar
Störfin mega vera með halla sem nemur þeim bótum sem annars þarf að greiða vegna atvinnuleysis.
Atvinna þarf ekki að skila gjaldeyri til að vera arðbær fyrir samfélagið. Til dæmis þá eru engar gjaldeyristekjur af barnskólakennurum. En getur þú ímynda þér hvað gerðist ef við mundum bara leggja þá stétt niður.
Laun sem greidd eru í samfélaginu eru ekki bara kostnaður. Menn verða að skilja að þetta eru ekki viðskipti þar sem launin eru bara fastur kostnaður vinnumarkaðarin heldur eru laun á vinnumarkaði í raun stærsti tekjuliður hans líka.
Við getum ímyndað okkur starfsmann í byko sem fær 200þ útborgað á mánuði hann hefur ekki efni á neinu. Ef framkvæmdastjóri byko mundi nú ákveða að tvöfalda hjá hönum launin þannig að hann hefði efni á að byggja sér hús. þá mundi þessi starfsmaður vitanlega eyða viðbótarlaunum í byggingavörur í byko. Og ef gengið er ekki of hátt skráð þá verður hann að notast við innlendar byggingavörur. Þannig eru laun starfsmannsins í raun líka tekjur fyrirtækisins sem hann vinnur hjá.
Laun á vinnumarkaði verða vera þannig stillt að hagkerfið velti og þá skiptir tæknilega ekki öllu máli hvað verið er að gera en vissulega eru sum störf arðærari en önnur.
Og ef launahækkun veldur því að vöruskiptajöfnuður verður óhagstæður þá er það ekki vegna þess að launin hækka of mikið heldur vegna þess að gengið er of hátt skráð.
Guðmundur Jónsson, 9.5.2011 kl. 18:14
Guðmundur Jónsson, 9.5.2011 kl. 18:14
Við erum sammála um að störf eru misarðbær. Það á ekki að þurfa að deila um slíkt.
Kennsla er arðbært starf, a.m.k. kennsla til greina sem eru arðbærar.
Aftur á móti, má sem dæmi alveg fækka í greinum þeim, sem snúast fyrst og fremst um að selja almenningi innfluttann varning. Það eru ekki sérlega arðbær störf.
Á sama tíma, er greinilegt offramboð af bankamönnum í störf, sem ekki er lengur sambærileg eftirspurn eftir.
-------------------
Ég ítreka að við verðum að beina fólki meir inn í framleiðslugreinar því það er gjaldeyrir sem við lifum á, og meiri gjaldeyrissköpun verður að vera forgangs atriði.
----------------
Ég sé ekki tilgang að beina fólki á bótum í að gera eitthvað, annað en þ.s. framtíð er í - en ítreka við þurfum útflutning. Þurfum að beina fólki í þannig störf. Eða, aðra gjaldeyrisskapandi starfsemi -alveg sama hvaða.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2011 kl. 18:47
Stefán Júlíusson, 9.5.2011 kl. 16:44
Þ.e. þannig.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2011 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning