7.5.2011 | 00:40
Er Grikkland við það að yfirgefa Evruna?
Aðalfréttin á De Spiegel þegar ég leit á þann vef, er sú að Grikkland sé að íhuga að yfirgefa Evruna. Sjá frétt: Greece Considers Exit from Euro Zone . Þetta væri óneitanlega drastísk ákvörðun. Jean-Claude Juncker sá ástæðu til að bera til baka, að krýsufundur væri fyrirhugaður: No Greece crisis meeting on Friday -- Eurogroup spokesman . Markaðir brugðist við þessum fréttum og Evran lækkaði nokkuð síðustu klukkutímana fyrir lokun markaða á föstudag: Euro Slides After German Magazine Says Greece Mulling Euro Exit . Hér er ný frétt Reuters - svo það var fundur: Greece denies may quit euro .
Hver er sannleikurinn á bakvið þetta?
Negotiation ploy: einn möguleikinn er að grísk stjórnvöld séu að halda orðróm um væntanlegt gjaldþrot Grikklands lifandi, og þetta sé einfaldlega ný stigmögnun - tilgangurinn sé að beita Evrópusambandið þrýstingi, fyrir væntanlegar viðræður milli Grikklands og embættismanna ESB um endurskoðun skuldapakka Grikklands.
Panick for real: Hinn möguleikinn er að ríkisstjórn Grikklands sé raunverulega á böggum hildar yfir þeim kröfum sem hún stendur frammi, sérstaklega gagnvart loforðum sem hún var knúin að veita um að selja nokkur stór ríkissfyrirtæki t.d. rafmagnsveitur gríska ríkisins, ríkisflugfélagið, ríkisjárnbrautirnar. En, mikil andstaða er líkleg innan Grikklands og einnig stjórnkerfis Grikklands, um að raunverulega hrinda þeim söluáformum í verk. Á sama tíma, er kreppan á Grikklandi í algleymingi knúin af samdráttaraðgerðum sem grísk stjv. hafa verið neydd í að framkvæma. Grískum stjv. er ekki að ganga að ná endum saman, skv. endurskoðuðum tölum þrátt fyrir allan niðurskurðinn er hallinn samt 10% á ríkissjóði af völdum tekjufalls sem samdráttur hagkerfisins er að orsaka.
Báðir möguleikarnir geta verið réttir: Gríska ríkisstjórnin getur raunverulega verið að íhuga að taka aftur upp Drögmuna, eða hún getur verið að beita ESB þrýstingi.
Að auki: Enn einn möguleikinn er, að innan gríska stjórnkerfisins, sé hópur sem sé á móti aðgerðum grísku ríkisstjórnarinnar, og sé að standa fyrir því að dreifa stöðugt orðrómi af því tagi, að Grikkland sé við það að gefast upp.
Hvað ef Grikkland yfirgefur Evruna?
Í sjálfu sér ekkert ómögulegt við þá aðgerð. En aðgerðin krefst nokkurs undirbúnings, en það þarf einhvers staðar að prenta Drögmur, skipuleggja dreifingu nægs magns þeirra til banka og fjármálastofnana og ath. með ítrustu leynd svo allsherjar fjármagnsflótti brjótist ekki út; áður en hægt er að framkvæma þetta.
- Best að framkvæma þetta yfir helgi, fræðilega þessa helgi eða einhverja helgi síðar, en þetta þarf að gera þegar bankastofnanir og aðrar fjármálastofnnir eru lokaðar.
- Þegar undirbúningi er lokið, hefst aðgerðin með því að lokað er á alla fjármagnsflutninga, þ.e. þeir eru bannaðir - síðan á einni nóttu er öllum peningainnistæðum innan Grikklands breytt úr Evrum í Drögmur.
- Eftir helgi, er hægt að heimila opnun banka, en í öryggisskyni er líklega best að heimila einungs úttektir upp að vissri upphæð, sama daginn.
- Í sjálfu sér er unnt að heimila fjármagnsflutninga á ný eftir helgi, enda hinar nýju Drögmur sennilega hvort sem er, hvergi skiptanlegar utan Grikklands - fyrsta kastið a.m.k.
- Talið er hæsta máta líklegt, að fljótlega yrði um 50% gengisfall Drögmu gagnvart Evru.
- Verðbólgu-gusa ætti sér þá stað, en grískur ferðamanna iðnaður myndi sennilega blómstra í kjölfarið eftir svo mikla innlenda raunlaunalækkun og að auki útflutningur grískra vína myndi aukast á ný.
- Skuldir gríska ríkisins myndu 2-faldast miðað við virði Drögmu - ljóst að aðgerðin felur í sér greiðsluþrot þess gagnvart erlendum skuldbindingum, en deila má um hve alvarleg þau áhrif í reynd yrðu, því í dag er Grikkland hvort sem er almennt talið gjaldþrota nú þegar sbr. mat markaða að líkur á gjaldþroti Grikklands séu um 67%, greiðsluþrot gríska ríkisins líklega einungis spurning um tíma.
- Grikkland myndi mjög líklega lenda í útlegð frá lánsfjármörkuðum í eitthvert árabil a.m.k. En, í reynd eru markaðir nú þegar lokaðir og óvíst hvenær það lagast sbr. vaxtakröfu Grikklands í dag yfir 24%, sem gerir það praktístk séð of dýrt fyrir grísk stjv. að selja skuldabréf.
- Reikna má með því, að reiðir fjármagnseigendur muni þegar í kjölfarið fara í mál við grísk stjv. og heimta bætur fyrir það rauntap sem þeir munu verða fyrir - en nákvæmlega slík réttarhöld urðu í Argentínu á sínum tíma er Argentína framkv. slíka aðgerð sem líst er hér að ofan. Gríska ríkið myndi auðvitað neita að greiða bætur nema í Drögmum.
- Reikna má með reiði innan stofnana ESB, sem grísk stjv. munu klárlega hafa logið fulla eina ferðina enn, og að auki meðal annarra aðildarríkja ESB, en Þjóðverjar munu verða fyrir miklu fjárhagstjóni óhjákvæmilega - Merkel yrði foxvond. Þýskir bankar sennilega yrðu að vera lokaðir þann mánudag eftir helgi, sem grísk stjv. gripu til ofangreinds úrræðis. Meðan þýsk stjv. myndu þurfa að grípa til neyðarráðstafana til að verja nokkra banka falli. Sambærileg vandræði gætu átt sér stað á fleiri stöðum.
- Sú umræða að reka Grikkland úr ESB gæti skapast. En Grikkland myndi tel ég alls ekki segja sig úr sambandinu, en brottrekstur væri mjög sennilega ákaflega erfið aðgerð í framkv. og ég reikna fremur með því, að ekki yrði af því. En ílla þokkað yrði Grikkland í kjölfarið innan ESB.
- Á móti kemur, að aukinn útflutningur grískra vína og aukinn straumur ferðamanna, myndi auka skatttekjur gríska ríkisins. Störfum gæti farið að fjölga á Grikklandi í stað þess sem nú er að fara stöðugt fækkandi. Spurning um heildar áhrif neikvæð vs. jákvæð vs. líklega þróun annars.
Niðurstaða
Engin leið að vita sannleikann á bakvið þetta. Eitt er ljóst að hagsmunir grískra stjórnvalda eru að neita að nokkuð slíkt standi til allt þar til að aðgerðin er framkvæmd, enda er alger leynd nauðsynlegur hluti þess að lágmarka líkur á fjármagnsflótta. Á sama tíma, eru það einnig hagsmunir starfsmanna ESB einnig að neita að nokkuð slíkt sé í undirbúningi, enda vilja þeir ekki heldur valda slíkum fjármagnsflótta og hins vegar munu grísk stjv. óhjákvæmilega ljúga þá fulla eins og allra aðra um raunverulega plön þeirra.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég heyri hérna í Þýskalandi að ávöxtunarkrafa á grísk skuldabréf eru svona há því nýjir kaupendur og selejndur gera ráð fyrir því að huti þeirra verði afskrifaður. Þá lækkar auðvitað ávöxtunin.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 07:20
Einmitt þær vísbendingar að Grikkland sé ekki að ráða við dæmið, sem hefur verið að keyra upp vaxtakröfu. Sjálfur sér ekkert undarlegt við þau viðbrögð markaða.
En reyndar ætti krafan að vera hærri, því margir sérfræðingar telja að 50% afskrift sé nauðsynleg. En kannski er markaðurinn að veðja um að, þeir samningar sem fara sennilega nú fram á næstunni milli Grikklands og stofnana ESB, muni fara vægar í sakirnar svo 24% krafa á 2-ja ára bréf, skili eðlilegum arði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.5.2011 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning