Kína á hraðri leið með að gera SA-Asíu að bakgarði sínum!

Ég fékk í dag mjög áhugaverð gögn í e-mail frá Stratfor, óháðri stofnun sem selur greiningar á heimsatburðum, til hver sem vill aðgang. En, miðað við þær upplýsingar er skammt þess að bíða að lönd SA-Asíu verði bakgarður Kína, með svipuðum hætti og um tíma Mið Ameríka var bakgarður Bandaríkja Norður Ameríku. En, með gögnunum fylgir mynd sem segir margt!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/china-asean_rail_linkages.jpg

Í grunninn er yfirlístur tilgangur sára einfaldur og saklaus. En hann er sá að tengja lönd SA-Asíu við Kína, með því að leggja háhraða lestarlínur sem sýndar eru á myndinni sem appelsínugular brotalínur.

Heilu línurnar eru háhraðalestir þegar í notkun, heilar appelsínugular lestalínur í byggingu.

En punkturinn sem ég vísa til er afleiðing þess, að ríkin verða með þeim hætti, tengd þráðbeint við hagkerfi Kína.

Við erum að tala um það, að hafnir þeirra landa, sérstaklega þær hafnir sem eru Vestan megin við Malakkaskaga, munu fúnkera sem inn-/útflutningshafnir fyrir Kína. 

Löndin verði smám saman eins þráðbeint tengd við hagkerfi Kína, eins og Kanada er við Bandaríkin; nema með þeim mun að Kína er enn og verður áfram, einsflokksríki með alræðisfyrirkomulagi.

Það er einmitt þ.s. ég meina, hvaða afleiðingar hefur það fyrir þessi tilteknu ríki, að verða svo þéttofin inn í hagkerfi Kína?

Takið eftir að þessi lönd eru, eins og löndin í Mið Ameríku, fyrir neðan Kína þ.e. Suður af Kína. Þó það sé fyrst og fremst skemmtileg tilviljun, þá grunar mig að samskipti þeirra muni smám saman þrósast inn, í nokkurs konar leppríkjafyrirkomulag.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/chinese_highspeet_train.jpg


Þau fá sennilega út úr þessu, vissa hagsæld - en kostnaðurinn verði að fórna sjálfstæðinu.

Sjálfsagt gerist þetta smám saman, eftir því sem þau renna þéttar inn í hagkerfi Kína, eftir því sem kínverskir aðilar eiga meir af rekstri þar, og eftir því sem þau verða meir háð kínverskum ferðamönnum; en klárt að eftir 2016 þegar þetta kerfi á að vera fullklárað að þá fer hraði þeirrar þróunar á fulla ferð.

Vart geta mörg fleiri ár liðið, áður en þessi lönd, verða orðin svo þétt riðin inn í kínv. áhrif, að neita að fara eftir vilja kínv. stjórnvalda, verði nánast óhugsandi hlutur.

-------------------------------Sjá póstinn frá Stratfor!

"On April 27, China and Myanmar signed a memorandum of understanding (MoU) for a joint railway construction project connecting the eastern Myanmar border town of Muse, the main gateway between Myanmar and China’s Yunnan province and the starting point of the Sino-Myanmar oil and gas pipeline, to the western port city of Kyaukphyu in Myanmar’s Rakhine state. The 61-kilometer Muse-to-Lashio line is the first scheduled phase of the project, all of which is slated for completion within three years. To be built parallel to the Sino-Myanmar pipeline, which began construction in June 2010, the railway will significantly enhance pipeline security and provide access to the sea from southwestern China."

"Beijing and Vientiane signed an MoU in April 2010 and the Laotian parliament approved the 420-kilometer project in December. Construction was scheduled to begin April 25 and take four years to complete, though groundbreaking has been delayed, probably due to domestic issues on the Laotian side. Chinese companies would finance 70 percent of the $7 billion project."

"According to the plan, this middle section will extend into Thailand. One line will connect Nong Khai to Bangkok and then continue eastward to Thailand’s eastern region. Another line will link Bangkok to the southern Thai-Malaysian border region near Padang Basar. Under a draft MoU, construction is slated to begin in 2011 and be completed in 2016. Meanwhile, Chinese companies are also bidding for an HSR project connecting the Malaysian capital Kuala Lumpur to Singapore. Once these missing links are in place, China’s existing railway network will extend south to Malaysia and Singapore."

"The Southeast Asian railway network will significantly enhance the degree of interconnection among ASEAN countries and boost China’s regional influence through greater trade and economic cooperation under the ASEAN-China free trade agreement. The Singapore link will give China more direct access to the Southeast Asian trade hub and a greater export market, bypassing the South China Sea and the Strait of Taiwan, while the Myanmar link, by creating an alternate access route for China to the Indian Ocean, will enable it to avoid heavy reliance on the Strait of Malacca. Strategically, the railway network could alleviate any strategic pressure on China from the United States’ re-engagement with Asia and, coupled with Beijing’s “charm offensive,” help contain India’s influence in the region."

-------------------------------Endir!

Kína er einnig að planlegga sambærilegar tengingar við Mið - Asíu. En, þar er á móti að glíma við Rússa, sem munu vita hvað plön Kína þíða, og gera sitt besta til að tefja fyrir þeirri þróun, að Mið - Asía færist frá rússnesku yfirráðasvæði yfir á kínv. En, þau plön kínv. eru styttra komin.

Varðandi SA-Asíu plön Kína, virðist ekkert geta stöðvað þá þróun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur alltaf verið markmiðið.  Eins og var hér áður, með fimm veldunum svokölluðu.  Kalda stríðið gerði það að verkum, að hin gömlu fimmveldi virkuðu ekki að öllu leiti, en Rússland (Soviet) er búið að tapa í þessum skilningi.  Kína, og áhrifasvæði þess, hefur stækkað af þessum sökum.

Menn hafa bara verið sofandi sauðir, og ekki gert sér grein fyrir því, sem Bandaríkjamenn höfðu í hyggju frá upphafi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 12:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Afsakaðu að myndirnar voru ekki inni fyrst. Beitti smá krókaleið, að vista þær inn í tölvuna, og svo setja þær inn aftur. Nú ættu þær að vera inni.

------------------------------

Alveg sammála þér, að þetta hefur verið markmið a.m.k. Kína.

Bandaríkjamenn hafa hið minnsta komið vel fram við okkur, þó okkar sjálfstæði sé að einhverju leiti raun-takmarkað, þá held ég að við séum í reynd í betri málum með kanana en SA-Asía er með að hafa Kínv. yfir sér.

Bandaríkjamenn, kusu að beita okkur ekki sömu meðölum og þeir beittu Mið Ameríku þá enn. Í seinni tíð, hafa þeir dregið mjög úr slíkum grófum inngripum á því svæði. 

En sennilega frekar vegna þess, að Mið Ameríka er ekki lengur ofarlega á radar bandar. hagsmuna. Í dag eru það miðausturlönd.

Þau því miður hafa ekkert val um að hafa ekki einhvern drottinn, einungis einhver áhrif hver sá verður. Mig grunar að þau muni frekar kjósa að halda í Kana en að fá Kínverja hugsanlega yfir sig.

Hversu slæmir sem sumir telja kana vera, er það mín skoðun að þeir hafi verið einna skársta heimsveldið hvað hegðun varðar gegn smærri þjóðum.

Hlutir geta nær alltaf verið verri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.4.2011 kl. 12:48

3 identicon

Sammála þér, en Bandaríkjamenn eru mun lævísari en Kínverjar.  Kínverjar byggja sitt á "fjölda" sínum, og ala börn sín á kynþáttafordómum (Kínverjar eru bestir), sem allir upplýstir menn kasta frá sér. Það væri efni til bókar að ransaka, hvor hafi orðið ofan á í báráttunni til lengdar, kommunistar eða þjóðernissinnar.

Kaninn, er aftur á móti slægur eins og refur, og lævís eins og köttur.  Ég treysti honum til að klæðast í indiánabúning og kasta teinu í sjóinn, og gera það í stórum skala.  Ég treysti honum til þess að heyja stríð gegn mið-austurlöndum, með allt annað í huga en að sigra þá.  Ég treysti þeim og gáfnafari þeirra, til þess að undirbúa stríð og árásir, með það fyrir augum að skapa samúð, fordóma og hvetja til samsæra og sambanda, til að tryggja sjálfan sig í framtíðinni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 13:05

4 identicon

Þá á ég við, að ég treysti þeim til að tryggja sjálfan sig ... á kostnað okkar hinna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 13:09

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held þú sért of neikvæður gagnvar Könum. Þeir þurftu ekkert að láta okkur njóta, Marshallaðstoðar eftir stríð. Þeir þurftu ekkert að láta okkur njóta síðan viðbótar efnahagsstuðnings í framhaldinu. Að auki, þurftu þeir ekkert að bakka með sína upphafskröfu 1946 að fá herstöðvar til 99 ára, mál enduðu með að þeir fóru með sitt hafurtask 1947, en komu síðan aftur síðar í kjölfar Úngverjalandsuppreisnarinnar, þegar Íslendingum sjálfum fannst að heimurinn væri farinn að vera hættulegur. Né þurftu þeir endilega að hafa það þannig, að semja við Keflavíkurverktaka sem í reynd var dúsa eða mútur til yfirstéttarinnar á Íslandi.

Að lokum beittur þeir Breta þrístingi í landhelgisstríðunum.

Hvernig sem á það er litið, hafa þeir vafið okkur í bómullarteppi. Einhverra hluta vegna var tekin sú afstaða að Bandaríkjunum væri það í hag, að styðja hagþróun Íslands.

-------------------------

Ég held að við eigum að veðja áfram á Bandaríkjamenn vegna varna, eins og ég hef útskýrt áður að einungis Bandaríkjamenn hafa líklega vilja til að hindra drottnun annarra velda en þeirra sjálfra yfir Íslandi.

Ég held að við eigum að byggja á þessari stöðu okkar, að vera þarna mitt á milli. Myndi helst kjósa að kannað yrði hvort ekki er unnt að ganga í NAFTA, þannig að við værum einnig aðilar að EES.

Síðan eru líkur á að Kínverjar eða Rússar, eða hvorir tveggja, sýni áhuga á uppbyggingu stórskipahafna á Norðurlandi. Að auki, eru olíulindir sennilega norður í hafi.

Þetta væri ídeal ástand mála í mínum augum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.4.2011 kl. 14:00

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég verð nú að viðurkenna að mér þykir þetta mjög skrítin úttekt á þessu efni hjá þér Einar, enda þótt ég undrist aldrei málflutning vesturlandabúa þegar kemur að málum er snertir Kína.

Mjög óskaplega hefur þá Icelandair grafið undan sjálfstæði Íslands, og sjálfstæðið hlýtur að vera algjörlega fyrir bí ef við byggjum sæstreng yfir til Evrópu til að flytja þangað orku. Það ríki í Evrópu sem ekki myndi vilja byggja upp auknar samgöngur og viðskipti við erlend ríki væri talið einræðisríki og byggt aðeins of hálfvitum og bjánum, en ef Kínverjar, Rússar og svo nú seinast Tyrkland gerir það að þá á sér eitthvað alveg sérstaklega ógeðfelldar heimsvalda hrókeringar.

Ég kalla þetta Kínversku Veikina, óstöðvandi móðursýki varðandi hvert einasta spor Kínverjara í business, hernaði og pólitík. Menn halda varla aftur af sér að froðufella þarna Í USA svo óstjórnlega mikið fer það í taugarnar á kananum, hversu fljótt Kínverjar og Rússar eru að ná vopnum sínum aftur. Á meðan það er skiljanlegt að almenningur í Bandaríkjunum sárni að nú losnar um kverkatak USA á heimnum þá þykir mér alltaf jafn undarlegt þegar Evrópumenn fara á þessa braut.

Nú síðast í fyrradag var ég að rökræða við Jón Baldur L'Orange um Rússa, og var hann nú bara á þeim buxunum að Danir ættu ekki einu sinni að taka á móti Putin í opinbera heimsókn. Evrópumenn eiga gríðarlega mikilla hagsmuna að gæta við Rússa, þetta er Evrópuþjóð sem á ríka menningu og tengingu við Evrópska sögu, mikið herveldi, á gríðarlegar auðliindir, er nágrannaríki, mikilvægur viðskiptafélagi auk þess að vera mikilvægur hlekkur í samstarfi gegn hryðjuverkum, mansali og þess háttar. Hvers vegna erum við að láta kanan etja okkur saman við Rússa? 

Ég fagna mikið uppgangi Kínverja, ef ég fengi einhverju ráðið þá væri fyrsta verk mitt að afnema vopnasölubann ESB til Kína. Kínverjar hafa reynt lengi að koma sér í mjúkinn við ESB og ESB er stærsti viðskiptakúnni Kína. Afhverju í ósköpunum ESB eigi að viðhalda vopnasölubanni til Kína er mér gjörsamlega hulin ráðgáta. Þetta vopnasölubann var sett á til þess að mótmæla framferði Kínverskra stjórnvalda vegna þess að þeir börðu niður mótmæli við Tianamen torgið. Samt selja ESB ríki Eurofighter þotur til Saudi Arabiu. 

Eina ástæðan fyrir því að ESB er ennþá með þetta vopnabann ennþá í gangi er vegna þrýstings frá Bandaríkjunum.

Jón Gunnar Bjarkan, 1.5.2011 kl. 00:45

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón - þetta kalla ég barnaleg viðhorf í meira lagi. Þú skautar alveg yfir að ég tek vandlega fram, að munurinn á Kína og t.d. Bandaríkjunum er, að Kína er ennþá eins flokks alræðisríki. Það skapar allt aðrar afleiðingar, að tengjast slíku ríki svo nánum böndum, en ef sambærileg djúp tenging er við lýðræðissamfélag. Ef lýðræði er allt í einu orðið algert aukaatriði, í þínum augum. Þá eru skoðanir eins einlægs ESB sinna og þú ert skv. þínum fyrri röksemdafærslum, allt í einu farnar að taka á sig sérkennilegann tangent.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2011 kl. 01:23

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég skautaði ekkert yfir það, sú speki meikar einfaldlega engann séns, þar af leiðandi færðirðu enginn rök fyrir því og því þótti manni hálf tómt mál að vera eitthvað að rökræða það, en ókei, gott og vel.

  1. Sko bara fyrir það fyrsta, að það er mikil kaldhæðni að þú skulir vera bera saman Bandaríkin og Kína í þessu máli, þegar þessar auknu samgöngur snerta meðal annars Víetnam og Kambódíu, þar sem Bandaríkin frömdu einhver mestu hryllingsverk sín á 20. öldinni í þeim tilgangi að hefta Kínverja í sínu eigin nágrenni. Það er vægast sagt hægt að fullyrða að það yrði hlegið upp á opið geðið á þér á fyrirlestri í þessum tveim löndum ef þú reyndir að halda þessari kenningu á lofti, það er að segja að meira sjálfstæði fáist með því að tengjast lýðræðisríkjum frekar en alræðisríkjum.

  2. Kínverjar eru að brjótast út úr kví Bandaríkjanna sem hafa umkringt þá með þvílíkri og annari eins frekju og fantaskap að annan eins yfirgang hafa Kínverja ekki þurft að þola síðan áras Japana(lýðræðisríki) og Ópíumstríðunum(af lýðræðisríkjum). USA hefur herstöðvar í Taiwan, Japan, Suður-Kóreu og vilja ólmir fá stórskotaliðsbyrgi í Tíbet en það er jú tilgangurinn með þessu Dalai Lama rugli öllu. Kínverjar eru engin fífl, þeir vita fullvel að áhyggjur USA stafi ekki af einhverri nýtilfundinni umhyggju fyrir lýðræði eða velferð Kínverja, enda setja þau á koppinn og viðhalda harðstjórum frá Suður Ameriku til Miðausturlanda, heldur stafa áhyggjurnar af því að Kínverjar er að takast að komast almennilega á lappirnar og brjótist út úr umsátri USA.

  3. Bandaríkin hafa nauðgað mið ameríku á alla mögulega vegu, en eins og þú segir að ofan þá hafa þeir dregið mjög úr grófum inngripum undanfarið(reyndar hafa þeir bara komið ár sinni þannig fyrir borð að fyrirtæki þeirra eiga alla mið ameríku og því hefur ekki þurft nein inngrip, hálfgerður þrældómur fyrir þessu lönd í reynd), og segir síðan að nú hafi þeir snúið sér að miðausturlönd. Allt satt og rétt. En með mótrökum væri þá hægt að segja, ef Mið-Ameríka væri enn ofarlega á radarnum, ætti kannski mikið af olíu eða eitthvað svoleiðis, nú þá væru náttúrulega USA enn að taka þá í rassgatið. Er þetta þá sumsé landið sem þú telur að sé svo miklu betri viðskiptapartner en Kína? Manni hálflangar til að spyrja sig, er okkur óhætt að finna olíu með svona góðan félaga?

  4. Að tengjast alræðisríki með meiri verslun og samgöngum er mjög jákvætt. Við Íslendingar þekkjum það af eigin raun. Þú nefndir þorskastríðin. Enginn reyndist okkur betur en Sovétríkin í Þorskastríðinu. Við áttum mikið og gott verslunarsamband við Sovétrikin sem komst á vegna þess að lýðræðisvinirnir létu eitthvað á sér standa.

  5. Enda þótt okkur vesturlandabúum þykir mjög gott að hafa vit fyrir öðrum þjóðum og hvernig þau eigi að haga sér og svona, þá nenna Asíubúar einfaldlega ekki að hlusta, þeir eru á að fullu við að að reyna ná okkur í lífsgæðum og græða pening og því meira sem þau græða, því meira sjálfstæðari verða þau ekki minna sjálfstæðari eins og þú heldur fram. Betri Samgöngur, meiri verslun, meiri peningar það er tilgangurinn með þessu verki. Þau leyfa okkur vesturlandabúum að velta okkur eins mikið og við viljum upp úr einhverri uppátektarspeki sem á að leiðbeina þeim til betri vegar, en þau gefa skít í slíka speki enda vita þau að ráðleggingar úr þeirri átt eru ekki heillvænlegar að fara eftir enda er þeirra eigin hagur ekki hafður að leiðarljósi eins og vanalega.

Jón Gunnar Bjarkan, 1.5.2011 kl. 04:11

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

  1. Jón, meira að segja ríkisstjórn Vietnam, er búin að normalísera samskipti við Bandaríkin. Fyrst að víetnam hefur ákveðið að láta "bygons" vera "bygons" þá sé ég ekki ástæðu, að velta því upp frekar. Þú hefur líklega mjög - mjög rangt fyrir þér, varðandi hugsanleg viðbrögð ef ég héldi slíkann fyrirlestur þar í landi. Þeir myndu sennilega koma til mín, eftir á og segja mér ok þú hefur rétt fyrir þér, en við viljum ekki stiggja Kínverja og biðjum þig að halda ekki frekari slíka. En, ég bendi þér á að eftir átök við Bandaríkin, þá hefur Víetnam verið í vissri samkeppni við Kína, um áhrif á svæðinu þó þeir hafi nú ekki möguleika í reynd að keppa við stórveldið, Kína. Það er t.d. rifrildi í gangi við Laos um virkjanir, sem eru "upstream" frá ám sem eru mikilvægar fyrir Víetnam, en kínv. fjárfesta í Laos, hafa þeir mótmælt við Laos þeim framkv. skv. nýlegum fréttum. Síðan, er Víetnam eitt þeirra ríkja, sem hafa verið að deila við Kína, um réttindi til olíuleitar og um lögsögu á svæðum á S-Kína hafi. Um þau mál, hafa Kínv. sýnt mikinn yfirgang. Á síðasta ári, fór utanríkisráðherra Bandaríkjanna um þetta svæði. Sennilega er Víetnam nákvæmlega landið, sem mestar líkur er á þessu svæði, að geti treyst sér til að halla sér að Bandaríkjunum. En, þvert ofan á þ.s. þú virðist halda, hugsa þjóðir meir um ótta þann sem stafar af framtíðinni, og Bandaríkin í augum ríkja á svæðinu, þau sem enn hafa einhverja smá sjálfstæðistilburði, eru mótvægi við vaxandi veldi Kínverja.
  2. Jæja einmitt, getur verið að þú sért kominn í viðskiptatengsl við kínv. aðila á Íslandi, hafir persónulega hagsmuni af því að planta jákvæðri sýn af Kína? Frekja Bandaríkjanna, eins og þú lýsir því var að verja S-Kóreu fyrir yfirgangi kommúnista, og viðhalda svo þar herstöð til að triggja að það land yrði ekki tekið af þeim seinna og gert álíka hamingjusamt og N-Kórea er í dag. Japan, hefur á seinni stríðs tímum verið mjög náinn bandamaður Bandaríkjanna. Öll þau lönd sem þú tiltókst, sem eru sjálfstæð sjá það sér í hag að viðhalda bandalagi við Bandaríkin. Þú væntanlega hefur ekki veitt því athygli fréttum af því að S-Kórea og Japan, séu farin að efla hernaðarlegt samstarf sín á milli, til að bregðast við þ.s. þau lönd sjálf upplifa sem vaxandi ógn frá Kína. Varðandi Taivan, þá vilja hið minnsta Taivan búar sjálfir, viðhalda hernaðarlegu samstarfi við Bandaríkin. Frekjan er ekki meiri en sú, að hagsmunir beggja fara saman þ.e. íbúa Taivan og Bandaríkjamanna. Þó svo þú sért ef til vill orðinn sérstakur vinur Kína, þá ert þú farinn fullmikill að mála hluti svart hvítum litum miðað við sín Kína á mál sýnist mér. Ég nenni ekki að bregðast sérstaklega við hvað þú segir um ruglið um Tíbet, en þar hafa undanfarin ár alltaf öðru hvoru skollið á mótmæli "nativ" Tíbeta gagnvart Kína, en þ.e. einfalt að sjá af hverju Kína tók Tíbet yfir einfaldlega vegna þess að Himalaja fjöll eru náttúruleg landamæri Kína í Norðri, þá þannig að þá hefur Kína mjög verjanleg landamæri. Að auki er það svæði mjög mikilvægt vatns forðabúr. Ákvörðun kínv. að taka yfir Tíbet snerist um hagsmuni Kínv. ekki hagsmuni fólksins í Tíbet. En svona er þetta vanalega þegar stórþjóðir í heimssögunni mæta smáþjóðum að stórþjóðin tekur smáþjóðina yfir.
  3. Þetta er alveg rétt hjá þér, að þrátt fyrir þessa sögu tel ég Bandaríkin betri kost fyrir okkur en Kína eða Rússland. Bandaríkin minna varasamt stórveldi heldur en Rússland eða Kína. En ég bendi þér á hvernig Rússar fóru með tétjéna sem dæmi, og hvernig þeir drottna yfir Mið Asíu með mjög líkum hætti og Bandaríkin áður drottnuðu yfir Mið Ameríku. Að auki tel ég að Kína muni með nákvæmlega sama hætti kjósa að drottna yfir SA-Asíu loks þegar Kína hefur náð því að gera það svæði að þeirra bakgarði. Þetta ætti aðeins að setja hlutina í samhengi fyrir þig. En mín skoðun er að alræðisríki sem drottnari sé "inherently" enn varasamari drottnari en þ.s. er líðræðisríki, sama eigi við um Rússland þ.s. líðræði er eiginlega plat og þ.s. í reynd stýrt af fámennri yfirstétt. Þannig að hversu slæmir sem Bandaríkin hafa verið tel ég Rússa og Kínverja enn varasamari. En ég bendi þér á, að - að flestum líkindum þá kjósa t.d. Saudar frekar að viðhalda samskiptum við Bandaríkin en að fá Kínv. sem drottnara. Það sama tel ég eiga við flestar þjóðir í heiminum sem hafa einhvern valkost að hafa áhrif á það hvor aðilinn drottnar yfir þeim, að þeir kjósi frekar kanana.
  4. Ég hef ekkert á móti samskiptum okkar við Kína eða Rússa. Sjálfsagt mál að efla þau. Ekki sammála því að Rússar hafi reynst okkur best í þorskastríðunum það voru Bandaríkin sem það átti við um. En Rússar og Kínverjar eru alveg eins að því leiti, að þær þjóðir eru í því að byggja upp yfirráðasvæði sbr. og líta á aðrar þjóðir sem réttmæta leiksoppa. Svo ef í framtíðinni Kína eða Rússar eða bæði, fara að byggja hér upp t.d. risa hafnir, þá vil ég sem mótvægi fá bandar. herstöð hingað aftur, til að triggja visst mótvægi við vaxandi áhrif hinna landanna. Þannig, verði Ísland ekki að leppríki annars hvort ríkisins. En, ekkert nema gott eitt fyrir okkur hefur komið út út samskiptum við Bandaríkin.
  5. Asíubúar - tja Indland er þar einnig, og sama á við Japan og S-Kóreu. En, sannarlega virðist sem ríkin Suður af Kína hafi ákveðið að tengjast Kína mjög nánum efnahagslegum böndum. Sennilega hlutfallslega mun Laos græða mest, en þegar er Laos að halla sér mjög ákveðið að Kína til að losna við drottnun Víetnama, en Laos mun allt í einu hætta að vera "backwater" þegar kínv. klára þessar lestarlínur. Laos sér sennilega ekkert neikvætt við þetta, og sér sennilega það að verða leppríki Kína sem einfaldlega nettó framför miðað við að fá efnahagslega framþróun í kaupbæti. Sennilega fyrir Kambúteu á það sama við. Hvað varðar Myanmar, þá verða hafnir í því landi í reynd að inn-/útflutningshöfnum fyrir Kína. Kínv. flostastöðvar þar eru í augum Indverja ógn. Ég reikna fastlega með því að Kína muni eiga það land, en fyrir íbúa þess lands er það ekki endilega slæmt, því hagþróun mun örugglega eiga sér stað. En, ég tók fram að ég reiknaði með hagþróun. Verðið verður endir á sjálfstæði. En fyrir þessi 3. lönd verður það sennilega ekki svo neikvætt í heild, að efnahagsþróun verði í þeirra augum nægileg framför á móti til að gera verðið ásættanlegt. Flóknara fyrir hin 3. löndin þ.e. Víetnam, Tæland og Malasíu. Í þeirra augum verða tilfinningar mun blendnari reikna ég með.
Kv. 

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2011 kl. 12:36

10 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

1. Víetnam vill byggja upp innviði sína og verslun við aðrar þjóðir, þess vegna eru þeir að eiga verslun við USA í dag og þess vegna vilja þeir byggja auknar samgöngur við Kína. Ekkert fólk nema Vesturlandabúar lifa í hugarheimi hollywood þar sem USA sé land sem sé umhugað um aukið lýðræði og velferð annarra í heiminum, svo að segja hver einasta þjóð, ekki bara í þessum heimshluta, heldur allstaðar í heiminum utan Vesturlanda hafa fengið að kenna á þessari umhyggju á eigin skinni. Víetnam deilir við Kínverja alveg eins og nánast öll lönd deila við nágranna sína. Íslendingar deila við Norðmenn, Færeyinga og ESB á hverjum degi vegna fiskveiða. Bandaríkjamenn deila á hverjum degi við Kanadamenn um verslun, siglingaleiðir og eignarhald á auðlindum. Nánast hvert einasta evrópuríki deilir við nágrannaríki sín um orkustefnur. Að taka slík dæmi til að réttlæta það að byggja ekki upp aukna verslun og samgöngur þykir mér í meira lagi skrítið.

2.  Nei, ég hef enginn viðskiptatengsl við Kína(en hvað það er undarlegt, að vesturlandabúi láti ekki beina hagnaðarvon eða græðgi stjórna pólitískum hugsjónum sínum). Eina manneskan í allri asíu sem ég hef átt í viðskiptum við er ágætis drengur frá Indlandi en ég kaupi reglulega vefhönnun af honum, en þetta er smápeningar, eitthvað um 50.000 á ári. Kúnnar mínir hafa allir verið frá USA og Evrópu(er reyndar nýbyrjaður að forrita sem freelancer og því aldrei að vita að ég fái einhvern tímann Kínverska kúnna enda þótt ég efast um það í bráð). Bandarískir kúnnar mínir hafa allir verið pottþétt fólk og ekkert út á þá að setja sem og þeir evrópsku. En það er athyglisvert hvað þú reynir að láta það líta út skítugt að eiga viðskipti við Kínverja þar sem þið ESB andstæðingar talið gjarnan um hvernig við eigum að hafa "heiminn undir, ekki bara evrópu". Varðandi Taiwan, Taiwan er ekki einu sinni viðurkennt ríki og það er réttara að segja að USA hafi hertekið hluta af Kína. Þetta er eins og Vestfirðir myndu finna allan andskotann af olíu og segja sig frá Íslandi og Rússar myndu "veita þeim vernd", það væri auðvitað enginn frekja af hendi Rússa enda færu þá hagsmunir Vestfjarða og Rússa saman. Við munum allir hvernig USA brugðust við þegar Sovét menn fóru að stockpila Kúbverja af vopnum, allt ætlaði vitlaust að verða, það sem kaninn er að gera í Taiwan er enn verra vegna þess að um Kínverskt landsvæði er að ræða. Einu ríkin sem hafa diplomatísk samband við Taiwan eru kunnuglegir stuðningsmenn Ísraels, það er að segja undirtyllur USA í Mið Ameríku og nokkrar Kyrrahafseyjar, EKKI EINU SINNI bandaríkjamenn sjálfir viðurkenna Taiwan. Ég bið þig bara að vera ekki að setja mig í gang varðandi Tíbet ég verð svo hryllilega pirraður á því máli, helst má ég ekki heyra minnst á Dalai Lama(sem samkvæmt hefð var ofdekraður krakkabjáni, stríðsherra og þrælahaldari en eftir misheppnaða valdatilraun CIA, þá var hann settur í "extreme make-over" og breytt yfir í einhvern sakleysislegan hippa og umhverfisvin sem eigi það markmið heitast að bjarga blómum í Tíbet). 

3. Tétenar eru hluti af Rússlandi, fyrst skulum við sjá kanan láta það yfir sig ganga að aðskilnaðurhópur í Alaska driti niður skólabörn í Washington áður en við förum að gera samanburð hérna. Bandaríkin drottna enn yfir Mið Ameríku. Saudar kjósa ekki að tengjast við Bandaríkjamenn, örfáir og spilltir einstaklingar í Konungshirðinni sem Bandaríkin halda við völd gera það. Saudar hatast við Bandaríkin og ef það væri eitthvað lýðræði þar þá yðri væntanlega öllum viðskiptum við USA hætt. 

4. Sovétmenn reyndust okkur best í Þorskastríðinu, USA var hlutlaust. Ég er svo sem ekkert á móti því að fá herstöðina aftur til Íslands, vandamálið er að bandaríkin vilja það ekki. Ísland hefði sennilega verið fyrsta kjarnorkuskotmark Sovétsins ef til styrjaldar kæmi, þannig var hentugt fyrir USA að sovétmenn þyrftu fyrst að þurrka ísland út, bandaríkjamenn gætu þá kannski brugðist við með því að þurrka Sovétríkin út áður en þeir gætu skotið á Bandaríkin.

Jón Gunnar Bjarkan, 1.5.2011 kl. 21:40

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér finnst áhugavert hvað þú hefur litla samúð eftir allt saman með undirokuðum smærri þjóðum. En ég bendi á að téténar voru mjög nærri sjálfstæði er Rússar ákváðu að fara þarna inn og murka lífð úr tugum þúsunda landsmanna, en téténar eru ekki mjög fjölmenn þjóð. Þetta lands, var hernumið af Rússum eftir 1850. Þeir reyndu síðast þar á undan að ná fram sjálfstæði, þegar Zarnum var steypt af stóli.

Hvernig var farið með þá er gott dæmi um, af hverju á að gjalda varhug við Rússum.

Mér finnst einnig áhugavert hvernig þú talar um Tíbeta, önnur þjóð undirokuð af fjölmennari herraþjóð.

Síðan er mjög sérstök svo meira sé ekki sagt túlkun þín á Taivan, ja hérna hér segi ég bara, en eins og þú veist var þetta flóttamannanýlenda þeirra sem töpuðu borgarastríðinu í Kína á sínum tíma. Bandaríkjamenn ákváðu að vopna þá, og verja sannarlega. En, þeir eru ekki í uppreisn gegn Kína nema ef menn kjósa að sjá mál í skilningi núverandi stjórnarflokks Kína. Þú getur allt eins litið á þá, sem hin réttmætu stjórnvöld Kína og núverandi stjv. sem uppreisnarmennina.

En, það væri tilgangslaust. Í dag er þetta sér land í reynd. Sjálfstæði þess er í mínum augum fullkomlega réttlætanlegt, en sennilega fyrir friðinn er skársta lendingin að Taivan búar og stjv. Kína nái einhverri eigin lendingu í málinu.

Á meðan, hafa þau tryggingu Bandaríkjanna, um það að þeir verði varðir svo núverandi stjv. Kína sjái það ekki sem leið, til að binda enda á þá deilu að gera snögga innrás.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2011 kl. 22:53

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, þ.e. vitað að Bandaríkin beittu sér, bakvið tjöldin, sögðu Bretum að halda aftur af sér, létu þá vita "in private" að þeir vildu ekki sjá neinn mannskaða í þeim deilum. Svo Bretar treystu sér aldrei að beita harðari aðgerðum en þeim sem þeir beittu, þ.e. ásiglingum.

Þessi þrýstingur kana og vera þeirra hér var lykilatriði.

Ég tel að afstaða Kana breytist, ef þeir sjá að áhugi Kínv. og Rússa fari vaxandi, en þeir hafa hagsmuni af því að Ísland tilheyri engum sem þeir sjá sem mögulegann andstæðing, - það á við Rússa og Kínv.

En málið er að héðan er hægt að stöðva allar skipasiglingar yfir N-Atlantshaf, ef einhver á hér flugvelli og rekur herflugvélar. Þetta var ástæða þess af hverju Bretar tóku Ísland. Einnig ástæða þess, að ef klárt er að Rússar eða Kínv. hafi hug á stórauknum umsvifum, þá séu líkur á því að Kanar skipti um skoðun, varðandi þörf á herstöð hér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2011 kl. 23:00

13 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Eg hef ekkert litla samúð með "undirokuðum smærri þjóðum". Tétenía, Taiwan og Tíbet eru héruð innan stórra þjóða og hafa verið það meira eða minna í mörg hundruð ár og meiri tíma en Bandaríkin hafa verið sem ríki, að þessar þjóðir láti taka sig í sundur vegna þess að einhverjum vesturlandabúar eru áhugasamir um að veikja þau í Geostragískum tilgangi lýsir auðvitað algerlegu þekkingarleysi á alþjóðamálum. Það ert þú sem hefur litla samúð með undirokuðum smærri þjóðum og lætur þér létt í rúmi liggja hvernig Bandaríkjamenn fara með Mið Ameríku ríkin og Miðausturlönd. Það er fullt af undirokuðum smáþjóðum í heiminum, ætlarðu að reyna segja mér að það er tilviljun að vesturlandabúar tönnlast alla daga á þessum þrem ríkjum?

Jón Gunnar Bjarkan, 2.5.2011 kl. 02:15

14 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Bandaríkin voru hlutlaus í Þorskastríðinu, allt annað er sjálfsblekking Íslendinga til að reyna sannfæra sig um hversu miklir vinir við og Bandaríkjamenn eru. Bandaríkjamenn beittu báðum þjóðum þrýstingi til að ljúka þessum deilum vegna þess að þeir vildu ekki að NATO sýndi veikleikamerki og sundrungu út á við í miðju Kalda Stríðinu. Að reyna sannfæra sig um að það hafi verið eitthvað sérstakt merki um vinabragð af hendi Bandaríkjanna fæ ég ekki skilið, vegna þess að þeir voru að vernda sína eigin hagsmuni. Auðvitað vildu þeir ekki sjá neinn mannskaða, EKKERT nato ríki vildi sjá neinn mannskaða í þorskastríðinu, ekki bretar heldur. Ég las alveg ágætis bók um þorskastríðin fyrir einhverjum 10 árum síðan, á bókina niðri í kjallara, man ekki hvað hún heitir, Ísland og Umheimurinn eða eitthvað svoleiðis og var farið ítarlega í öll skjöl sem til eru og ekki man ég eftir neinu sem benti til að BNA væri að beita Breta neinum sérstaki frekar en Íslendingum.

"Ég tel að afstaða Kana breytist, ef þeir sjá að áhugi Kínv. og Rússa fari vaxandi, en þeir hafa hagsmuni af því að Ísland tilheyri engum sem þeir sjá sem mögulegann andstæðing, - það á við Rússa og Kínv."

Hvenær ætla Íslendingar að sætta sig við að Bandaríkjamönnum er alveg nákvæmlega sama um Ísland og þeirra afstaða mun ekkert breytast. Rússar og Kínverjar hafa heldur engann áhuga á Íslandi. Við látum alltaf eins og Ísland sé kóngurinn í endataflinu og allt snúist um Ísland. Núna er það norðurskautið, ísland er ekki einu sinni viðurkennt sem strandríki að viðræðunum. Það sem íslendingar munu kannski taka þátt í er að semja einhverjar reglur um umhverfisbúnað skipa og þess háttar, sem er fínt í sjálfu sér en hefur nákvæmlega enga vigt í augum Bandaríkjanna, Kínverja eða Rússa. Ein mesta niðurlæging sem mér þykir Ísland hafa orðið fyrir á alþjóðavettvangi og eina skiptið sem ég hef fundið til með Ólafi Ragnari Grímssyni er þegar hann var að gera sig breiðan fyrir framan embættismönnum frá Evrópu og Rússum og hótaði að leyfa Rússum að fá afnot af Keflavikurherstöðinni og Rússneski embættismaðurinn svaraði um hæl að þeir hefðu engin not fyrir hana.

ESB sem eru snillingar í að brydda upp á nýjum leiðum til að vernda sína viðskiptahagsmuni þyrfti að gera eina reglugerðabreytingu til að gera úti um drauma íslendinga um skipahöfn. Þeir eru frægir fyrir þetta í landbúnaði þar sem auknir tollar en þegar þeir hafa þegar uppi myndu koma þeim í bobba í WTO, eitthvað sem smáþjóð eins og ísland kæmist kannski upp með því enginn nennir að sækja þau mál, svo þeir fara smíða einhverjar reglugerðarbreytingar um hversu bognir bananir eigi að vera og svo framvegis til vernda sína eigin bændur. Ein reglugerðar breyting gæti hljómað eitthvað eins og að allar vörur fluttar um norðurskautið frá Asíu verði að fara beinustu leið til Rotterdam til að minnka kolefnisblástur sem annars væri meiri ef gámunum yrði siglt vestur til Íslands fyrst, annars þýði það 15% meiri tolla. Kínverjar væru ekki lengi að ákveða hvar þeir ættu að fjárfesta í innviði til að afferma gámunum.

Ef íslendingar myndu hóta að ganga úr NATO, að þá efast ég meira segja um að Bandaríkjamenn myndu reyna að telja okkur hughvarf, íslendingar eru núna betlþjóð innan NATO. Við erum í varnarbandalagi sem hefur engan her og enga geostragíska staðsetningu að því er virðist í augum USA og ESB.

Í mestu vandræðum okkar síðan ég veit ekki hvenær, þá buðu USA enga hjálp, neituðu að gera gjaldeyrissamninga við okkur, vildu ekki veita okkur lán, enda þótt þessi sendiherra og ágætis kona hafi reynt að verða okkur út um það, hjálpuðu ekkert við að leysa út úr þeirri kví sem við vorum í þegar engir peningar komu til landsins og reyndu ekkert að miðla málum í Icesave deilunni.

Og ekki þótti manni heldur farið góðum orðum um okkur í þessum wikileaks skjölum, þar sem okkur var lýst, kannski sanngjarnt, sem einfeldningum, alveg sérstaklega í varnarmálum.

Bandaríkjamenn eru farnir og koma ekki aftur, því fyrr sem íslendingar átta sig á því, því betra. Bandaríkjamenn hafa komið því fullkomlega vel á framfæri sjálfir.

Jón Gunnar Bjarkan, 2.5.2011 kl. 02:49

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón - téténar lentu undir hælnum á Rússum eftir miðja 19. öld, og þeir reyndu sjálfstæði stuttan tíma sjálfstæð Tétnía var til um skamma hríð, þar til rauði herinn náði henn á sitt vald, þegar Lenín vann sigur. Þeir eru undirokuð þjóð í öllum skilningi.

Skv. þessu átti Angóla, Mósambík sem dæmi, engan rétt en þá höfðu þau lönd verið nýlendur Portúgals síðan 16. öld.

Það hefur enginn sérstakur verið að spila með téténa, þeir sjá um það sjálfir að gera uppreisn, í hvert sinn sem þeir halda að Moskva sé veik fyrir. Ég reikna fastlega með því, að við höfum ekki séð síðustu tilraunir þeirra til sjálfstæðis.

Mið Ameríku ríki eru full sjálfstæð í dag. Miðausturlönd, eru einfaldlega það mikilvæg fyrir aðra, þó svo Kanar færu. Myndi um leið hefjast kapphlaup um drottnun yfir því svæði. Styrrjöld mjög líkleg útkoma.

Tíbet var raunsjálfstætt um tíma, en það stafaði af því að miðstjórnarvald í Kína veikstir og hvarf síðan um hríð. Síðan tók Kín það svæði aftur, en hún velti því aldrei fyrir sér hvaða skoðun íbúar þess svæðis höfðu á því, heldur fóru þarna inn og tóku það með rétti þess sterka eins og þ.e. kallað, enda eins og ég lýsti hagsmunir Kína að stýra því svæði. Taivan er raunsjálfstætt í dag, þó Kínastjórn líki það ílla.

Mjög hátt hlutfall undirokaðra þjóða er innan Rússneksa sambandsins eins og þ.e. kallað. Helsta þjóðin utan þess, þ.e. í öðrum heimshluta er sennilega Kúrdar. En, löndin sem skipta þeirra svæðum milli sín, hafa staðið saman um að halda þeim niðri. En, þetta væri umtalsvert ríki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.5.2011 kl. 02:56

16 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það þýðir ekkert fyrir okkur að rökræða þetta, það er himminn og haf á milli okkar í þessu málum.

Ég er farinn að sofa, þakka fyrir skemmtilegan debat.

Jón Gunnar Bjarkan, 2.5.2011 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband