Hin óvænta frétt er sú, að Indland hefur ákveðið að kaupa annaðhvort Rafale herþotur eða Eurofighter Typhoon, en ekki F-16 eða F-18. Indverjar voru með tilboð um sænskar Gripen þotur og að auki höfðu Rússar sent þeim tilboð.
Ástæða þess, að margir svokallaðir sérfræðingar töldu líklegra að Indverjar myndu kaupa F-16 eða F-18, þó þær vélar séu eldri og minna fullkomnar en þær evrópsku; eru hagsmunir þeir sem Indland hefur af bandalagi við Bandaríkin. Eða þ.s. þeir sérfræðingar töldu vera þeirra hagsmuni.
En, ef við íhugum aðeins hagsmuni Indlands, þá er Indland sannarlega í samkeppni við Kína, um áhrif og völd yfir Indlandshafsvæðinu. En, Kína hefur í dag flotastöðvar sitt hvoru megin við Indland, þ.e. eina í Pakistan og eina í Myanmar, sem Indverjum alveg örugglega þykir óþægilegt í meira lagi. Að auki, er enn í gangi óleyst landamæradeila milli Indlands og Kína, en Kína gerir tilkall til austasta fylkis Indlands eins og það leggur sig, vegna þess að í fyrndinni var það leppríki Tíbets þegar Tíbet einu sinni var ríki með meiru. Þarna í fjöllunum við landamærin eru á hverju ári einhverjar skærur milli herja Indverja og Kínverja. Það skrítna ástand hefur skapast, að á seinni árum haga Kínverjar sér þannig, að í hvert skipti sem háttsettur fulltrúi alríkisstjórnar Indlands heimsækir það hérað, þá sendir Kína harðorð mótmæli til Indlands, um afskipti af innanlandsmálum Kína. Kína sem sagt lítur á héraðið sem kínv. land. Þetta ásamt ásamt hratt vaxandi veldi Kína og þeirri staðreynd að kínv. hagkerfið er 4-falt stærra; setur þrýsting á Indland um að efla sinn landher, flugher og flota.
Þannig að í dag, er Indland orðið stærsti vopnakaupandi í heimi!
Í þetta skipti var tekist á um stórann sölusamning á herþotum, þeim langstærsta í boði þetta árið í heiminum.
En varðandi herþotur, þá er það ekki einungis hagsmunir Indlands, að kaupa sem bestar vélar - til að svara stöðugt vaxandi tækniþróun flugvélaiðnaðar í Kína; heldur einnig mikilvægt fyrir Indland að efla eigin flugvélaiðnað á móti.
India surpasses China as worlds biggest arms buyer : "The country imports roughly 70 per cent of its arms, with Russian companies accounting for 82 per cent of the arms imports in the 2006 2010 period...New Delhi hopes that increased military spending and foreign direct investment in the defence sector will help to foster domestic industry." - "As an importer, India is demanding offsets and transfers of technology to boost its own arms industry, and, in order to secure orders, major suppliers are agreeing to such demands, said Siemon Wezeman, a researcher at SIPRI."
India shuns US in $11bn fighter deal : "After trials, India selected Frances Dassault Rafale and the multinational Eurofighter Typhoon ...to compete in the next stage of the competition, according to Indias defence ministry." - "At stake is a deal to equip India with 126 multi-role fighter jets in one of the worlds largest military contracts. The winning bid is expected to shape Indias air power for the next three decades and serve as the bedrock of a strategic partnership."
Minn grunur er að mestu hafi ráðið að sennilega gátu Evrópumenn boðið stærri yfirfærslu á tækni til Indlands - en Bandaríkjaþing takmarkar rétt bandar. framleiðenda að þessu leiti, en líklega inniheldur lokasamningur réttindi til Indlands að framleiða hluta af samningnum á Indlandi skv. "license."
En, hagsmunir Indlands af uppbyggingu eigin flugiðnaðar, eru væntanlega ekki síður að mikilvægir í augum Indverja, heldur en akkúrat hvaða vélar það eru.
Síðan er það væntanlega bónus, að þetta eru nýrri og fullkomnari vélar að auki.
"Timothy Roemer, US ambassador to Delhi, said the US was deeply disappointed by the decision not to select US defence companies. Earlier on Thursday, Mr Roemer, a personal friend of Barack Obama, US president, announced his resignation." - "While Mr Roemer said he was leaving India for personal reasons, as ambassador he had heavily promoted the US bids.""
Eins og sést að ofan, er sendiherra Bandaríkjanna á Indlandi að hætta, en það sýnir mikilvægi Indlands í augum Obama, að hann skuli hafa gert einn helsta vin sinn að sendiherra þar. Augljós grunur, að það sé tenging á milli þess að hann hætti og ákvörðunar indv. stjv.
En, vegna mikilvægis Indlands fyrir Bandaríkin, sem vegna hratt vaxandi skulda er fyrirséð að munu þurfa á næstu árum minnka verulega hernaðarumsvif; þá hafa Bandaríkin sennilega ekkert val um annað en að gera sér þetta að góðu.
Svo, að bakvið kaupin getur að auki legið, sú greining indverskra stjórnvalda, að Bandaríkin séu mjög ólíkleg til að fara í fílu þó þeirra þotur hafi ekki orðið fyrir valinu, og þannig tekið "strategic partnership" við Bandaríkin, sem sjálfsagðan hlut - sem mikið dýpri hagsmunir en þessir undirliggi.
Niðurstaða
Uppbygging flughers, er liður í aukinni hernaðaruppbyggingu Indverja. En, flugher Indlands er stór en úreltur tæknilega. Hratt vaxandi tæknileg fullkomnun eigin kínverksrar flugvélasmíði, setur mikinn og hratt vaxandi þrýsting á Indland, að efla á móti eigin flugvélaiðnað ásamt flugher.
Þessir þættir örugglega undirliggja ákvörðun indverskra stjórnvalda.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:33 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég myndi nú ekki taka þetta svona bókstaflega. Vissulega hafa Bandaríkjamenn gert ögurvitleysu, en sú vitleysa var einfaldlega að leifa GWB að verða forseti bandaríkjanna. Allt sem hann gerði, var fár sem kom Bandaríkjunum á kné.
Hvað varðar Kína, þá eru Indverjar illa komnir, því Rússar sjá Kínverjum fyrir sínum vopnum, og það sem verra er ... það gera bandaríkjamenn LÍKA!!! Jamm, þú lest rétt. Þetta er gömul ákvörðun þessara ríkja um deilingu yfirráða, allt frá því lok síðari heimstyrjaldarinnar. Þessi ákvörðun hefur, og kemur ILLA við okkur hér í Evrópu. Þessi samningur fimm veldana, er EKKI okkur í hag og verður aldrei. En þú skalt ekki gera ráð fyrir því að Indland muni knekkja á Kínverjum í neinu samhengi. Hvað varðar landamæra deilur, þá tilheira þessi lönd ekki Kína í sögulegum skilningi, þetta eru landsvæði sem Asíu fólk náði á vald sitt, af Evrópumönnum í gegnum aldirnar. Kínverjar fela ýmsar sögulegar staðreyndir, og uppgreftra til að fela þetta, á sama hátt og afhanir sprengdu andlitin á styttunum forðum. Sögulegt fyrir Kína, þá er Xijing, Nanjing, Dongjing och Bejing vestur, suður, austur og norður veldi þeirra til forna. Xijing heitir í dag, Xi'an, Dongjing, heitir Tokyo, en hinar tvær þekkirðu. Ég veit ekki betur en Dalai Lama hafi sjálfur beitt sumum af þessum rökum í fræðum sínum.
Það hefur aldrei verið stefna Bandaríkjanna, að standa ein að öllu. Stofnun fimm veldana, var gert í þeim skilningi að önnur ríki skildu hafa áhrifasvæði, sem bandaríkin þyrftu ekki að skipta sér af. Indland er ein viðbót við þessi fimmveldi, og eru samþykkt af Bandaríkjunum sjálfum. Í dag, eru bandaríkin að byrja að draga sig í hlé. En með þeim afleiðingum að Evrópu er, og verður, valdalaus. Við verðum á náðir Rússa komnir, eða Indverja ... eða Kínverja. Ekkert af þessum kostum, eru ákjósanlegir. Evrópu bandalagið er lamað, og verður lamað, því verður enginn talsmaður Evrópu í þessu sambandi. England skulum við ekki treysta svo mikið á heldur.
Það sem verra er, þessi vopn sem við erum að selja, erum við að selja til landa eins og Kína, sem vilja okkur ekki vel. Við höfum enga stjórn á notkun þeirra á þessum tæknibúnaði, né þeirri þróun þeirra um hvernig tæknibúnaðurinn verður knúin.
Bandaríkin, skalt þú ekki treysta á. Svíþjóð ekki heldur, né dani ... þeir munu sigla eftir vindi, eins og þeir gerðu og gera enn.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 16:18
Þú ert dálítið ósanngjarn gagnvart Bandar. en þ.e. "consistent" þema í þeirra hegðan, alveg síðan frá upphafi 20. aldar; en þ.e. að uppbygging strategískt staðsettra flotastöðva og áhrifa í löndum, sem skipta þeirra efnahag máli. Hve víðfemt það net hefur verið, hefur þróast í takt við stækkun efnahagslegra umsvifa Bandar. sjálfra.
Fyrst var það útþenslan til að filla út eigið landsvæði, síðan mið Ameríka og hrekja Spán frá síðustu eignunum í Ameríku tóku yfir Havai og Filipseyjar. Um tíma var þetta nóg, en yfirtakan á Persaflóasvæðinu eftir 1950 stafaði sennilega af því að eigin olíulindir heima fyrir voru þá að ganga til þurrðar, og þá þurftu Bandaríkin einnig flotastöðvar á Indlandshafi, hafa Indónesíu sem bandamann, Ástralíu, Japan - Evrópa var mótvægi við Rússland þar til það hætti að vera ógn.
En þann dag í dag, er aðalástandið óbreitt. Persaflói er lykilsvæði sem verður ekki yfirgefið. En vegna vaxandi veikleika um hríð, þarf Bandaríkin bandalag við Indland, Tyrkland á hinum endanum. Einnig sem möguleg tenging við Mið Asíu, og hugsanlegann aðgang að auðlindum þar. En, þá rekst á Rússland og hagsmuni þess.
---------------------
Ísland er land sem skiptir fyrst og fremst máli fyrir Bandaríkjamenn, út frá þeim sjónarhóli, að tryggja að ekkert annað stórt land, hafi hér bækistöðvar. En héðan væri hægt að ógna Bandaríkjunum sjálfum en mikilvægara siglingum yfir N-Atlantshaf. Svo, Bandaríkin munu vilja viðhalda varnarsamningnum, NATO aðild Íslands, en þessa stundina virðist sem ekki sé að þeirra mati nauðsynlegt að hafa hér herstöð. En, það getur breyst ef áhugi Kínverja á Íslandi heldur áfram að vaxa. En, ég spái því að ef Kínv. í framtíðinni ákveða að sigla hingað á stórskipum, ákveða að koma hér upp stórskipahöfn; þá muni Bandaríkin aftur koma sér hér upp herstöð. Þau munu ekki sleppa Íslandi af sínu yfirráðasvæði. Þetta yrði ekkert óhentugt fyrir okkur.
En, Evrópa að mínu mati, myndi ekki hafa áhuga á vörnum Íslands að sama skapi, þ.e. ekki nægilegann til að setja sig gegn hagsmunum Rússa eða Kínverja, ef á reyndi. En, Bandaríkin aftur á móti að mínu mati, hafa næga hagsmuni af Íslandi tel ég og á sama tíma eru ekki bundnir niður af öðrum hagsmunum, til þess að þeir munu standa gegn ásælni Rússa eða Kínverja, til að drottna hér.
En, ég tel það kórvillu Samfóa að halda að Evrópa geti tekið við vörnum Íslands, en vandinn sem þeir líta framhjá er að lönd fara ekki eftir hugmyndafræði heldur hagsmunum. Hagsmunir Evrópu eru þeir að vera góðir við Rússa en ekki of góðir. Á sama tíma, vilja Evrópumenn aðgang að mörkuðum í Kína, og þá þurfa þeir að halda Kína góðu, en ekki of góðu. En punkturinn er sá, að þ.e. ekki nægilega mikilvægt fyrir Evrópu að triggja að annaðhvort Kína eða Rússland drottni ekki yfir Íslandi, til að Evrópa myndi standa gegn ásælni annars hvors ef á reyndi.
En, þ.e. fyrir Bandaríkin þá horfa hlutir öðruvísi, þ.e. einungis Bandaríkin hafa nægilega hagsmuni vs. að vera ekki háð þeim ríkjum, til að triggja að Ísland lendi ekki inni á yfirráðasvæði annaðhvort Rússlands eða Kína.
Þannig, að við eigum að halda okkur við Bandaríkin áfram, eiginlega myndu Bandaríkin ekki heimila aðra útkomu. Þau eru ekkert andvíg ESB aðild okkar per se, svo lengi sem það ekki á nokkurn hátt, útilokar veru okkar áfram á þeirra yfirráðasvæði.
---------------------
Hvað Evrópu og Rússland varðar, tel ég að hagmuni þeirra liggja í bandalagi. En tel það verða bandalag jafningja ekki að Rússar muni þá drottna. En, þó þeir virðist öflugir hernaðarlega, hefur Rússland mörg alvarleg vandamál ekki síst mjög neikvæða fólksfjöldaþróun, sem veikir stöðu þeirra. Að auki, eru staða þeirra einnig viðkvæm því þau standa beint gegn ásælni Kínverja í Mið Asíu; sem ég sé Rússa ekki halda hjálparlaust.
Ég sé að þjóðverjar og rússar, leiða slíkt bandalag vegna sameiginlegra hagsmuna. Þeir eru sameiginlegir vegna þess að þeir hafa sameiginlegann óvin, Kína. Við erum ekki beint að tala um stríð, heldur samkeppni. Hjá Rússum beint um yfirráð yfir landsvæði og um yfirráðasvæði. Hjá þjóðverjum snýst þetta um aðgang að mörkuðum og samkeppni um markaði og auðlyndir. Rússar hafa auðlyndir og her, en vantar tækniþekkingu og peninga. Evrópumenn hafa veikann her, peninga og tækniþekkingu, en vilja tryggja sér auðlyndir og markaði. Í sameiningu er Evrópa + Rússland hugsanlega risaveldi.
Í þessu samhengi, væri Ísland skiptimynt sem, sem alls ekki er víst hvert lenti. Okkar skársta ástand tel ég koma út úr áframhaldandi bandalagi við Bandaríkin.
------------------
Varðandi Indland, þá ertu einnig aðeins of svartsýnn. En þó hlutir virki erfiðir. Er eiginlega nær útilokað að Kína viðhaldi núverandi hagvexti mikið lengur, það mun hægja á. Indland er statt aðeins aftar á þróunarkúrvunni, sem þíðir að það á eftir sín bestu hagvaxtarár og mun sennilega ná meiri hagvexti en Kína frá og með miðjum þessum áratug. Þá fer bilið að minnka.
Að auki verða Bandaríkin næglega sterk, og að auki það verður þeirra hagur, að triggja að Kína valti ekki yfir Indland.
----------------------
Stóru ríkin verða: Bandaríkin, Evrópa + Rússland, Kína, Indland.
Einnig mikilvæg ríki: Tyrkland, Brasilía, Japan, Indónesía, Evrópa - Rússland (ef ekki verður af bandalagi).
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.4.2011 kl. 17:55
Einu gleimdi ég, en það var að útskýra ásælni í landsvæði frá Indlandi. En því er auðvelt að svara með því að horfa á kortið. En þetta snýst klárt um aðgang að sjó við Bengalflóa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.4.2011 kl. 18:26
Heyrðu já, þetta blog þitt fór framhjá mér. Þakka fyrir þetta, ég er búinn að vera bíða eftir fréttum af þessum samningi lengi. Tveir stærstu samningarnir í boði í dag fyrir þotur er þessi og síðan sá Brazilíski. Ég var alveg handviss um að Indverjar myndu ekki velja Evrópsku þoturnar af pólitískum ástæðum en að Brazilíumenn myndu kaupa Rafale herþoturnar vegna þess að Frakkar basically gáfu þeim alveg fínasta Flugmóðurskip en brazilíumenn eru einmitt að versla þotur á þa skip.
Eurofighter verður fyrir valinu er ég nokkuð viss um. Allt sem ég hef verið að heyra er að Eurofighter sé langbesta þotan í vopnabúri NATO. Bandaríkin framleiða jafnan bestu vopnin í heimi og eru til dæmis örugglega 2 áratugum á undan Evrópumönnum í geimtækni. En þeir hafa alveg gjörsamlega klúðrað málunum í smíði á þotum. F-22 þarf að mig minnir 30 klukkutíma viðhald vs 1 klukkutíma í flugi. Stanslaust að bila, hún er víst viðkvæm fyrir regni og er auk þess að ég held 2 falt dýrari en Eurofighter. Bandaríkjamenn hafa loksins lokað á verkefnið. Allar fréttir, óstaðfestar að vísu, um æfingar á milli Eurofighter og F-22 segja að F-22 sé hvergi nálægt því að jafnast á við hana. JSF er víst enn verri og er sagt að til dæmis Ástralar sem eru viðriðnir prógrammið séu hundóánægðir og á einhver embættismaður að hafa látið hafa eftir sér, cant climb, cant fight, cant run, eftir að gamlar Rússneskar þotur voru pitchaðar gegn JSF og F-18 og tekið algera rasskellingu í þeirri æfingu.
Rafale þotan er ekki að gera sig enda hefur Dassault klikkað hvað eftir annað að sýna á borði það sem hún á að geta á pappír.
En djöfull er ég ánægður með Indverja.
Jón Gunnar Bjarkan, 2.5.2011 kl. 08:44
http://www.youtube.com/watch?v=KaoYz90giTk
F-22 getur síðan ekki átt samskipti við aðrar flugvélar og á hverjum 1,7 klukkutíma í flugi upplifir hún "critical failure". Tæknin mun þó eflaust nýtast bandaríkjunum í annarri vopnaframleiðslu.
Jón Gunnar Bjarkan, 2.5.2011 kl. 09:00
http://www.youtube.com/watch?v=27qdB1D0s9M
Það er síðan bara grátlegt að horfa upp á þessu áströlsku "first review" um JSF.
Jón Gunnar Bjarkan, 2.5.2011 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning