Liggur að baki afstöðu Samtaka Atvinnulífsins til kjarasamninga, það veðmál forsvarsmanna þeirra, að ríkisstjórnin sjálf hafi ekki úthald í kostnaðarsöm verkföll?

Ég ætla að forðast það að taka afstöðu milli deiluaðila. En, krafa Samtaka Atvinnulífsins eins og flestir ættu að vita, er að ríkisstjórnin gefi yfirlísingu um stöðu sjávarútvegarins sem hald sé í. Að auki, hefur verið haldið stíft fram kröfu um 3. ára kjarasamninga. Þeir hafna boði um samning í 1. ár - með stöðu útvegarins í óvissu.

Samtök Atvinnulífsins tala fyrir því sem þeir kalla atvinnuleið, og segja að meðan sjávarútvegur hangi í óvissu um hver niðurstaða ríkisstjórnarinnar sé um stöðu kvótamála, verði fjárfestingar sérstaklega í sjávarútvegi í frosti.

Það má deila um hvað er hin ábyrgðafulla afstaða í þessu máli. En talsmenn SA benda á að sjávarútvegur sé enn, aðalgrundvöllur gjaldeyristekna þjóðarinnar - sem að sjálfsögðu er rétt.

Talsmenn SA, segja einnig að ábyrgðalaust væri, að ganga frá kjarasamningum, með hagsmuni meginstoðar gjaldeyristekna þjóðarinnar í háa-lofti. Um það má deila, hvort kjarasamningar sé rétti vettvangurinn, til þess að knýja þá deilu milli ríkisstjórnarinnar og SA til lykta.

En, SA virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að kjarasamningar á vinnumarkaði, sé ef til vill, einmitt þeirra besta tækifæri, til að ná fram þeirra markmiðum.

 

Þegar ég las nýverið skýrslu Seðlabanka Íslands Peningamál þá rakst ég á eftirfarna töflu:

......................Sjá bls. 29.

*43. fyrirtæki með meira en 4ma.kr. veltu

Fjárfesting skv. atvinnuvegakönnun........................2011
Sjávarútvegur.......................................................-43,3
Upplýsingatækni og samskipti.................................-17,7
Verslun....................................................................9,8
Framleiðsla...............................................................6,6
Flutningar, þjónusta og annað..................................38,5
Alls (43)..................................................................-0,8

 

  • Eins og sjá má, virðist raunverulega vera frost í fjárfestingum í sjávarútvegi, fyrst að fyrirtækin þar hyggjast minnka fjárfestingar um 43,3%. Ofan í 2 mögur samdráttar-ár.
  • Nú geta menn veifað samsæriskenningum um samantekin ráð eða eitthvað svoleiðis - en ef ég væri að stýra útvegsfyrirtæki, myndi ég taka tillit til óvissunnar sem það skapar að vita ekki fyrir víst hvort eða að hvaða marki ég held kvótanum sem fyrirtækið hefur haft til umráða og fresta öllum fjárfestingum.
  • En, ég myndi sennilega vera til í að íhuga skammtímasamning, 1 ár í senn, svo lengi sem óvissan viðhelst.
  • Það er krafa SA um 3. ára samning, hengd við kröfu um úrlausn til sjávarútverarins; sem vekur mikla athygli.
  • Hún er óneitanlega - djörf!
  • Ég er að velta fyrir mér hverskonar "calculation" eða veðmál, sé að baki þeirri kröfu?
  • En, þeir klárt setja hana fram, vegna þess að þeir telja einhverjar líkur að ná henni fram.
  • Þeir sem skipa SA eru ekki fífl eftir allt saman. Menn geta verið ósammála þeirra markmiðum, en þeir eru örugglega ekki fífl!

 

Ég bendi á að staða efnahagsmála er afskaplega veik?

Aftur sjá Peningamál bls. 38.

  • "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu
  • "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu.

Ég bendi á að afgangur af utanríkisverslun, þegar vaxtagjöld hafa verið dregin frá, var einungis 1,7% eða 26ma.kr. árið 2010. Seðlabanki áætlar sömu tölur 2011 vera 2,4% og 39ma.

Að auki verður að muna, að greiðslur af AGS pakka hefjast næsta ár, vaxtagjöld milli 50-60ma.kr. miðað við gengi krónunnar 2010, sem er hærri upphæð en nettó tekjuafgangur síðasta árs og áætlaður af Seðlabanka nettó afgangur 2011.

 

Pétur Sigurðsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða - „Árangursríkast væri ef félögin kæmu sér saman um að boða til vinnustöðvanna í atvinnugreinum sem hafa mikla þýðingu og trufla til dæmis samgöngur og birgðaflutninga. Þá kæmi sér verst fyrir LÍÚ ef fiskútflutningur yrði stöðvaður,“...Hann segist heyra á samningamönnum og forystu verkafólks að kröfur Samtaka atvinnulífsins um að kvótakerfinu verði ekki umturnað komi flatt á fólk. „Það er greinilegt á yfirlýsingum verkalýðsforingja að þeir standa á öndinni. Menn spyrja sig hvaða krafa komi næst. Getum við gert ráð fyrir að atvinnuveitendur geri kröfu um að velja þjóðhöfðingja,“ spyr Pétur.

  • Pétur nefnir einmitt til, að verkalýðshreyfingin ætti að einblína á þætti sem skaða gjaldeyristekjur þjóðarinnar. 
  • Ég trúi vel, að hreyfingar verkalýðs undrist kröfu SA sé haldð til streytu, að gera 3. ára samning og um að fá tryggingu fyrir því að kvóti sé ekki skertur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á meðan.
  • En 1. árs samningur ætti að vera ásættanleg lending, meðan deilan um kvótann geysar. Þannig að launamönnum sé þá ekki haldið í einhvers konar launagíslingu á meðan.
  • En, ég hef ekki trú á að SA setji fram kröfu, sem þeir telja sig ekki eiga nokkurn möguleika að ná fram.

 

Mig grunar eftirfarandi veðmál SA:

  1. Staða ríkisstjórnarinnar sjálfrar sé svo tæp, um það að ná fram efnahagslegum markmiðum sínum, að hún muni stöðva með lögum, öll verkföll sem ógna, gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
  2. Að aðildarfyrirtæki SA og félög, hafi meira úthald í verkfall, en ríkisstjórnin sé líkleg að hafa.
  • Mér sýnist nefnilega, að forsendur um hagvöxt, og afgang af gjaldeyrisverslun, séu það viðkvæmar - að ekki megi miklu út af bregða; svo að ílla horfi með næsta ár, þegar ríkið þarf að ná því að standa straum af fyrstu greiðslum af AGS lána pakkanum.
  • Mig grunar því að ef ég get mér rétt til um hugsunina á bakvið kröfu SA, þá séu góðar líkur á því að þeir meti stöðuna rétt.
  • Ríkið muni ekki treysta sér til annars en að stöðva með lögum, öll umsvifamikil verkföll sem ógna gjaldeyristekjustöðu þjóðarbúsins.
  • Þannig, að SA muni halda kröfu sinni til streytu, meðan ríkið vegna veikrar stöðu mála, treystir sér ekki til annars en að slá vopnin úr hendi launþega, sem vilja knýja SA til að sætta sig við kröfur samtaka launþega.
  • Ég veit ekki hve lengi það stapp getur staðið. En, sögulegt verður þetta. Og mörg hörð orð munu falla, á alla bóga.

 


Niðurstaða

Mig grunar að Samtök Atvinnulífsins telji ríkið sjálft þoli ekki víðtæk verkföll, og muni banna mjög fljótt verkföll af því taginu, sem bitna á gjaldeyristekjum landsins.

Þannig að eftir standi þá verkföll með lítið bit, og SA sjái ekki ástæðu að gefa eftir hænuskref.

Þetta geta orðið sögulegustu vinnudeilur Íslands um áratugaskeið.

Hver blikkar? SA grunar mér, að álíti að ríkisstjórnin muni það gera og það í hvert sinn, sem verkfall skellur á sem ógnar gjaldeyrissöflun hagkerfisins.

Þetta getur verið rétt metið! Ískalt mat, svo sannarlega þó.

En, hve langur tími skildi síðan líða þar til loks er skrifað undir? Dregst það kannski langt fram eftir sumri? Fram á haust? Eða lippast ríkisstj. alveg niður löngu fyrir þann tíma. Eða, jafnvel stendur deilan milliSA - ríkisstj. og samtaka launþegar - jafnvel fram á næsta vetur?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að þarna hafir þú AKKÚRAT HITT NAGLANN LÓÐRÉTT Á HÖFUÐIÐ.  Þannig að þessar "þvingunaraðgerðir" LÍÚ og SA eru bara rétt að byrja.  Takk fyrir góða grein.

Jóhann Elíasson, 28.4.2011 kl. 09:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það fer um mann ískaldur hrollur við tilhugsunina um að þeir geti þvingað yfirvöld til að láta undan kröfum þeirra og viðhalda ördauða sjávarplássa landsins fyrir vikið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2011 kl. 11:17

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mig grunar að þeir telji núverandi stöðu, einmitt vera rétta tímann til að láta sverfa til stáls.

Þetta er auðvitað hagsmunabarátta.

Sumarið og jafnvel haustið, ef til vill fram á vetur - en engin leið að vita hve lengi þessi þræta getur staðið, milli ríkisstjórnarinnar og SA.

Samtök vinnandi fólks verða þá á meðan með hagsmuni sína, í nokkurs konar gíslingu. Meðan hin stærri deila geisar yfir höfðunum á þeim.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.4.2011 kl. 12:00

4 Smámynd: Aðalbjörn Steingrímsson

Peningar virðast vera til í útgerðinni. Var GRANDI hf. ekki að greiða sínum eigendum um 400 millur.

Aðalbjörn Steingrímsson, 28.4.2011 kl. 16:33

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

En dugar að nefna eitt fyrirtæki til að koma með slíka alhæfingu?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.4.2011 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband