Nú reynir á Íslendinga, en Ísland er í sömu aðstöðu og einstaklingur sem lent hefur í skuldavanda. Flestir skilja persónuleg fjármál nægilega, til að vita að persónulegar skuldir minnka þær tekjur sem viðkomandi hefur til ráðstöfunar, því gera þarf ráð fyrir afborgunum af skuldum og öðrum vaxtagjöldum.
Þetta er einnig í hnotskurn vandi Íslands í heild, okkar hagkerfis, okkar allra:
- Íslendingar standa nú frammi fyrir kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Sú krafa er í sjálfu sér sanngjörn að lægstu laun fylgi viðmiði stjv. um lágmarks framfærslu.
Hvað er ASÍ að semja um? 200 þúsund duga ekki til lágmarksframfærslu
- Á hinn bóginn munar svo miklu milli núverandi lágmarkslauna og þeirra framfærsluviðmiða, að ljóst er að launahækkanir upp á prósentu tugi þyrfti til.
- Ég sé ekki að hagkerfið hafi efni á almennum launahækkunum, umfram það borð fyrir báru sem er á viðskiptum við útlönd + sá hagvöxtur sem verður!
- Það þarf einnig að muna, að á næsta ári hefjast greiðslur af AGS lánapakkanum, vaxtagjöld milli 50-60ma. þegar á næsta ári.
- Eins og sést að neðan, er sú upphæð hvort tveggja í senn umfram rauntekjuafgang hagkerfisins árið 2010 og áætlað af Seðlabanka rauntekjuafgang hagkerfisins 2011.
Heimildir mínar eru eftirfarandi, sem fram kemur í Peningamálum.
- "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu. - bls. 38.
- "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu." - bls. 38.
Tekjuborð landsins er á bilinu 1,7% - 2,4%!
Már Guðmundsson áætlar hagvöxt á þessu ári upp á 2,3% og skv. því er hámarks launahækkun:
- 2,4% + 2,3% = 4,7%.
- Á hinn bóginn stórlega efast ég að, hagvöxtur verði þetta mikill.
Sá hagvöxtur sem Már talar um í ár á að vera knúinn af neyslu, þ.s. aukin neysla skilar ekki auknum gjaldeyristekjum þá helst sennilega tekjuborð hagkerfisins óbreytt - þannig að þ.e. allt í lagi að leyfa sér að líta svo á að tekjuborð af hagkerfinu sé áfram það sama. Segjum að hagvöxtur sé 1%.
- Þá verður útreikningur: 2,4% + 1% = 3,4%.
Nú, í ljósi þess að Ísland þarf að borga af AGS lánapakkankum á næsta ári, er sennilega óvarlegt svo meira sé ekki sagt, að þurrka alveg út tekjuborð þessa árs. Segjum að við tökum helming þess út.
- Þá verður útreikningur: 1,2% + 2,3% = 3,5% eða 1,2% + 1% = 2,2%.
Sennilega er óvarlegt af okkur, að þurrka út allt borð fyrir báru á þessu ári, eiga svo ef til vill ekkert viðbótarborð, þegar næsta ár fer í hönd.
En, eins og ég sagði, á næsta ári hefjast greiðslur af AGS lánapakka!
Þetta er reyndar ágætis prófraun um það, hvort Ísland getur búið við Evru! En ef Íslendingar geta ekki haldið aftur af sér, þegar þeir standa frammi fyrir öruggu greiðsluþroti; þá er tómt mál að tala um að það skapi slíkann aga að orsaki breytta hegðun hér, að taka möguleikann á gengisfellingum út!
Það er einmitt málið, að ef almenn laun hækka umfram þ.s. borð er fyrir tekjulega gagnvart útlöndum, þá eins og án undantekninga hefur áður gerst, hverfur afgangurinn af utanríkisviðskiptum og viðskiptahalli skapast; hagkerfið fer að safna skuldum á ný.
- Nú, vegna þess að í dag skuldar Ísland svo mikið - mikið meira, en það hefur nokkru sinni áður gert; þá er einungis möguleiki á einni útkomu ef þetta gerist, þ.e. greiðsluþrot eftir 2013.
- Vitneskjan um öruggt greiðsluþrot, ef við höldum okkur ekki innan tekjuramma, ætti að teljast öflug agaforsenda - hlýtur að vera a.m.k. eins öflug agaforsenda og það fræðilega væri, að taka möguleikann af gengisfellingum út.
- Þess vegna er ég að meina, að framvinda þessa og næsta árs, gefi okkur vísbendingu um það, hvort Ísland og íslendingum, sé mögulegt að tileinka sér þann haga, sem til þarf svo unnt sé að búa við annan gjaldmiðil, en okkar eigin!
Það hefur verið merkilegt að fylgjast með Írlandi - Portúgal og Grikklandi. En, síðan um mitt ár 2008 hafa verið stöðugar lækkanir launa á Írlandi. Í hinum löndunum tveim, voru launalækkanir 2009 en síðan hækkanir 2010. Öll löndin 3. standa frammi fyrir greiðsluþroti nær öruggu, en vegna þess að Írland er komið með afgang af utanríkisviðskiptum er það líklegra til að rétta fyrr við sér.
Gengisfelling krónunnar, skapaði afgang af viðskiptum eins og á Írlandi, hér þurfa ekki að fara fram beinar launalækkanir - einungis nægilegt aðhald að hækkunum launa héðan í frá, til að afgangi af viðskiptum með tilliti til vaxtagjalda sé ekki upp eytt. Þannig að aga krafan er ekki eins stíf og sú er Írar hafa verið að undirgangast.
Ef við Íslendingar getum ekki haldið aftur af launahækkunum, að því marki sem þarf svo landið í heild haldist innan tekjuramma þess sem við okkur blasir, þannig að það stefni aftur í viðskiptahalla ofan í mjög tæpa skuldastöðu, þá erum við að hegða okkur með þeim sama skorti á skynsemi, og Grikkir og Portúgalar - en ekki nándar nærri skv. hinum írska aga.
Þetta segir alveg til um líklega hegðun okkar innan Evru. Er ein þeim stóru ástæðum sem ég tek til, sem ástæðu þess að ég hef komist að þeirri meginniðurstöðu, að Ísland geti ekki búið við Evru.
- Þjóðfélagið einfaldlega skorti þann aga er til þarf.
- Ath. þetta er ekki eina ástæðan, er stór ástæða þó!
Innflutningshöft eða gengisfelling?
Möguleikarnir sem stjórnvöld standa frammi fyrir eru tveir, báðir slæmir, ef launahækkanir verða umfram raungetu hagkerfisins:
- Gengisfelling.
- Innflutningshöft.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með, hvora leiðina núverandi stjv. kjósa að fara. En, á 5. og 6. áratugnum, var pólitískt óhugsandi hérlendis að fella gengi. Þ.e. ástæða þess að haftastjórnun stóð yfir samfellt frá 1947-1959. En, leið sú sem farin var 1959 af ríkisstj. Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, hófst með um 30% gengisfellingu, samhliða var dregið mjög úr höftum - ástand þ.s. mörg gengi viðgengust var afnumið.
En, ef upplifun vinstristjórnarinnar verður sú, að gengisfellingar séu ósanngjarnar - tilræði við almenning - tilræði við launamenn; hugsun sem var ríkjandi á haftaárunum?
Þá getur verið, að það verði valið að feta landið dýpra inn í fjötra hafta - og því miður þeirrar óskaplegu spillingar, sem ætíð fylgir haftakerfum, því verri sem þau kerfi ná yfir fleiri svið.
En mun einfaldari leið væri ný gengisfelling t.d. 10% - 15%. Auðvitað þá verður enginn hagvöxtur á grundvelli aukinnar neyslu. En, sú spá er ef til vill vísir um hvert stjv. stefna - þ.e. höft.
En, slíkur hagvöxtur verður ekki alvöru hagvöxtur - en ég lít svo á að einungis með því að skapa tekjuaukningu sjálfs hagkerfisins, sé um svokallaðann raunhagvöxt að ræða!
Niðurstaða
Sannleikurinn er sá, að borð til launahækkana er sára lítið. Nánast ekki neitt!
Skulda vs. tekjustaða Íslands, er mjög - mjög tæp. Hún var ofan við núllið á sl. ári sem samvaraði einungis 1,7% af þjóðarframleiðslu. Á þessu ári er áætlað að hún verði 2,4% af landsframleiðslu umfram 0. Þetta er allt og sumt.
Á næsta ári hefst greiðsla af AGS lánapakka. Sú upphæð sem AGS rukkar okkur um, er umfram þetta 2,4% tekjuborð. Það má þó vera, að greiðslur af öðrum skuldum verði minni á næsta ári en mun verða á þessu, en sum lán ríkisins eru með afborganir annað hvert ár.
En ljóst er þó að mjög brýnt er að auka útflutningstekjur/gjaldeyristekjur landsmanna og það með hraði. Það verður að vera hin raunverulega forsenda aukningar lífskjara hérlendis á næstu árum, þ.e. að lífskjör séu einungis hækkuð í takt við auknar rauntekjur okkar allra.
Annars verður ómögulegt að komast út úr skuldakreppunni sem við erum stödd í. Greiðsluþrot mun blasa við okkur. Landið mun feta þann farveg sem Argentína fór eftir 2000 "for better or for worse".
Það verður enginn endir alls. En, ástand greiðsluþrots verður spennitreyja, því þá raunverulega getum við einungis flutt það inn það sem gjaldeyrir er til fyrir - þ.e. erlendir aðilar munu krefjast staðgreiðslu.
Kannski er það sá lærdómur sem landinn þarf á að halda, til að læra að lifa við þ.s. landið í reynd skaffar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært, eins og venjulega hjá þér, Einar.
"En ljóst er þó að mjög brýnt er að auka útflutningstekjur/gjaldeyristekjur landsmanna og það með hraði."
Væntanlega vinnur ríkisstjórn Íslands að því hörðum höndum að auka þessar tekjur og lætur önnur verk sem skipta minna máli bíða.... Annað væri jú fullkomlega ábyrgðarlaust.
Hörður Þórðarson, 23.4.2011 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning