21.4.2011 | 03:40
Efnahagsstaðan á þessu ári er mjög viðkvæm! Það jákvæðasta sem ég get sagt um gang mála skv. spá Seðlabanka!
Þetta er eins og ég skil spá Seðlabanka Íslands, sem fram kemur í nýjustu Peningamálum. En, Seðlabankinn spáir því áfram að vöxtur neyslu haldi mikið til uppi hagvexti hér á næstu misserum, sem mér finnst ekki sérlega trúverðug framvinda. En vegna skulda, þarf landið á því að halda, að gefið sé í hvað útflutning varðar - þ.e. aukning útflutningstekna verði að hafa forgang.
Að auki, sem þeir viðurkenna, er að spá um aukna neyslu á þessu ári byggir ekki á neinni rauntekjuaukningu heldur því að heimili eru að taka út séreignasparnað nú og í síðasta sinn annars vegar og hins vegar að þau fá endurgreiðslur frá bönkum og fjármálafyrirtækjum vegna þess að ofgreitt var inn á lán sem voru gengistryggð; því er skilað til baka af fjármálafyrirtækjum. Þær endurgreiðslur eiga sér að sjálfssögðu einungis stað í eitt skipti. Mér sýnist því, að mjög mikil óvissa rýki um þá neyslu - lengra fram litið, sem á að drífa hagvöxt.
Síðan kemur einnig fram, að í reynd er samdráttur á þessu ári í fjárfestingum í atvinnulífinu, en að erlend fjárfesting vegi upp á móti. Þannig, að ísl. fyrirtæki eru þetta ár í mjög miklum vandræðum - ennþá.
Að auki, að nettó viðskipta-afgangur landsmanna var einungis 1,7% eða 26ma.kr. 2010.
Ekki síst, að bankakerfið virðist sem lamandi hönd á öllu!
.................................Tekið úr töflu sjá bl. 47
..............................................................2010............2011
Einkaneysla.............................................-0,2..............2,7
Samneysla..............................................-3,2.............-4,1
Fjármunamyndun....................................-4,9............15,8
Atvinnuvegafjárfesting..............................6,5............24,4
Fjárfesting í íbúðahúsnæði......................-17,0............18,6
Fjárfesting hins opinbera.........................-22,4...........-14,7
Þjóðarútgjöld...........................................-2,1..............2,9
Útflutningur vöru og þjónustu....................1,1..............2,5
Innflutningur vöru og þjónustu...................3,9..............3,7
Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar......-1,2............-0,3
Verg landsframleiðsla................................-3,1..............2,3
Jákvæður viðskiptajöfnuður í reynd ekki mikill!
- "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu. - bls. 38.
- "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu." - bls. 38.
Þegar gert er ráð fyrir vaxtagjöldum Íslands, en sleppt reiknuðum kostnaði sem ekki eru raunverulega vaxtaberandi skuldir tengdar þrotabúum bankanna; þá kemur í ljós að raun-afgangur er einungis 1,7% af landsframleiðslu árið 2010 og Seðlabankinn telur hann verða 2,4% af landsframleiðslu árið 2011.
Þannig, að staða landsins er í járnum - og borð fyrir báru til launahækkana sýnist alls ekki mikið.
En mjög varasamt getur reynst að hækka laun umfram hagvöxt þann er verður í ár - hver sem sá reynist vera þegar árið verður skoðað þegar árslok nálgast.
En, rauntekjuhækkun landsmanna umfram hagvöxt, sögulega séð skilar sér ætíð í minnkuðum afgangi af utanríkisviðskiptum.
Ekki væri snjallt að fara að eyða upp lánsgjaldeyrissjóðnum, til að borga fyrir neyslu.
Vegna þess, hve afgangurinn í reynd er lítill; má ekki mikið út af bregða svo landið geti staðið í skilum með erlendar skuldbindingar - lengra fram litið.
En endurgreiða þarf lánsgjaldeyrissjóðinn eftir allt saman. Ísland er ekkert enn úr greiðsluþrots hættu lengra fram litið, sem er ekki síst ástæða þess að Moodies hefur okkur enn á neikvæðum horfum.
Leiðin til að ráða við þetta, er að eiga nægan tekjuafgang - þess vegna þarf að halda launahækkunum í skefjum næstu misserin, helst ekki heimila hækkanir launa umfram hagvöxt, og reyndar nánar tiltekið væri best, að þær hækkanir væru ekki umfram árlega aukningu gjaldeyristekna.
Ytri skilyrði talin verða hagstæð
- "Verð sjávarafurða hefur haldið áfram að hækka og er nú svipað og það var áður en það lækkaði ásamt almennri hrávöru veturinn 2008....Nú er gert ráð fyrir 8% hækkun milli ára á þessu ári og
um 4% á næsta ári, en í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir 5% verðhækkun árið 2011 og 3% hækkun á árinu 2012." - bls. 16. - "Álverð heldur einnig áfram að hækka og er nú útlit fyrir að hækkunin í ár verði meiri en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Gert er ráð fyrir að álverð verði um 17% hærra í ár en í fyrra og hækki um 3% að jafnaði á ári á næstu þremur árum." - bls. 16.
- "Þrátt fyrir töluverða hækkun útflutningsverðs á þessu ári nær hún ekki að vega upp mikla hækkun olíu- og hrávöruverðs. Viðskiptakjarabatinn á þessu ári er því ½%." - bls. 16.
Verð fyrir fiskafurðir og ál hafa hækkað, en á móti kemur að verðlag á olíu hefur hækkað. Þetta skili 0,5% bætingu viðskiptakjara - heilt yfir litið að mati Seðlabankans, árið 2011.
Klárt er af þessu, að ekki meiga eiga sér stað frekari ófyrirséðar olíuverðs hækkanir, til þess að heildarstaða viðskiptakjara landsmanna, verði neikvæð þetta ár.
Þessi staða verður því að teljast viðkvæm!
Gengi krónunnar virðist of hátt skráð! Því miður!
- "Samkvæmt spánni verður hagvöxtur á þessu ári um 2,3%. Á árunum 2012 og 2013 er búist við að áframhaldandi bati innlendrar eftirspurnar verði megindrifkraftur tæplega 3% hagvaxtar hvort árið. " - bls. 31.
- "Fleiri fyrirtæki vilja fækka starfsmönnum en fjölga - ...5 prósent fleiri fyrirtæki vilja fækka starfsfólki en fjölga þeim næstu sex mánuði. Enn vilja rúmlega 40% fyrirtækja í byggingariðnaði fækka starfsmönnum. Fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu til útlanda eru hins vegar líklegri til að vilja fjölga starfsmönnum." - bls. 35.
- "Raungengi er enn rúmlega 22% lægra en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára. Gert er ráð fyrir að raungengið verði svipað í ár og í fyrra en hækki lítillega á næstu tveimur árum." - bls. 16.
Lágt raungengi, tel ég eðlilegt í ljósi þess efnahagsáfalls er landið varð fyrir sem skilaði auknum skuldum: ríkisins, almennings, sveitarfélaga, auk þess að bankakerfið er enn veikburða og veitir enn mjög skerta þjónustu við hagkerfið. Í ljósi þeirra atriða - sem öll skerða möguleika til hagvaxtar, er raungengi vart of lágt.
Við bætist svo, að krónubréf hanga enn yfir sem fallöxi. Það gera aflandskrónur einnig. Að auki, er bankakerfið stærra en góðu hófi gegnir, þrátt fyrir hrunið og krónueignir innan hagkerfisins í heild nálgast að vera 2. landsframleiðslur - sem virðist vel yfir þeim mörkum sem hagkerfið geti með góðu móti ávaxtað, miðað við skerta hagvaxtargetu. Þessi atriði auka einnig óvissuna um krónuna, íta niður genginu.
Hafandi í huga að viðskiptajöfnuður er einungis lítillega jákvæður; virðast ástæður til frekari lækkunar gengis okkar gjaldmiðils mun fleiri, en ástæður til hækkunar.
Hagvöxtur virðist hvergi nærri nægilegur til að breyta þessu í nokkru sem máli skipti.
Krónan þarf sennilega að lækka umtalsvert frekar, til að nálgast jafnvægi milli hækkunar vs. lækkunarþátta.
Lamað bankakerfið er sem lamandi hönd á atvinnulífið!
- "Þrátt fyrir að umsvif á fasteignamarkaði séu enn sögulega lítil má greina aukna veltu undanfarna mánuði...Meginskýringin virðist vera sú að fjárfestar komi nú með aukið fé inn á fasteignamarkaðinn sökum fárra fjárfestingarkosta vegna gjaldeyrishafta og vegna ástands á mörkuðum með hlutabréf og fyrirtækjaskuldabréf í kjölfar bankahrunsins." - bls. 20.
- "Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja eru einnig erfið og lítið um útlán í bankakerfinu til nýrra verkefna. Töf hefur orðið á endurskipulagningu fyrirtækja í skuldavanda. Beina brautin svonefnda, sem er samkomulag sem undirritað var um miðjan desember sl. varðandi samræmdar aðgerðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja, gengur hægar en gert var ráð fyrir."
- "Stærri fyrirtækjum hefur reynst erfitt að sækja nýtt fjármagn með skuldabréfaútgáfu og er lítil sem engin virkni á markaði með fyrirtækjaskuldabréf." - bls. 21.
Aukin neysla heimila byggist ekki á auknum tekjum!
- "Áætlað er að heimili sem tóku lán sem tengd voru gengi erlendra gjaldmiðla fái um 8,5 ma.kr. endurgreidda frá lánafyrirtækjum sem að stærstum hluta komu til greiðslu í lok síðasta árs."
- "Einnig verður sérstök vaxtaniðurgreiðsla greidd á árunum 2011 og 2012...Gert er ráð fyrir að heildargreiðslan nemi um 12 ma.kr." - bls. 21.
- "Til viðbótar hefur fjöldi heimila nýtt sér heimild til úttektar séreignarsparnaðar...og hefur verið samþykkt að greiða út rúmlega 10 ma.kr. til viðbótar fram til febrúar 2013." - bls. 21.
- Aðgengi heimila að lánsfé er enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir...Líklegt er að óvissa um
gæði útlánasafns bankanna og almennar efnahagshorfur geri fjármálafyrirtæki treg til að hefja útlánastarfsemi að einhverju marki og hamli hraðari lækkun útlánsvaxta." - bls. 21.
- "Meiri samdráttur landsframleiðslu, 2010...helgast af...mun meiri aukningu innflutnings en bankinn spáði í febrúar...Innlend eftirspurn hefur því í meiri mæli beinst út úr þjóðarbúskapnum en gert var ráð fyrir í febrúarspánni." - bls. 26.
- "Eftir langt samdráttartímabil jókst einkaneysla á ný á þriðja fjórðungi síðasta árs. Hún jókst enn frekar á síðasta fjórðungi ársins ef miðað er við árstíðarleiðréttan vöxt milli fjórðunga. Á seinni hluta ársins mældist einnig vöxtur milli ára í einkaneyslu í fyrsta sinn frá fyrsta fjórðungi
ársins 2008." - bls. 26. - "Drifkraftar aukinnar einkaneyslu verða ekki skýrðir með hefðbundnum þáttum á borð við kaupmáttaraukningu eða hækkun eignaverðs." - bls. 26.
- "Líklegast er að aukna eftirspurn heimila megi rekja til þess að óvissa varðandi fjárhagsstöðu þeirra hefur minnkað auk útgreiðslna vegna endurútreiknings gengistryggðra lána eins og áður hefur verið rakið. Reiknað er með að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist lítillega á þessu ári..." - bls. 27.
- "Að þessu leyti er sá einkaneyslubati sem spáð er talsvert brothættari en vöxtur sem ætti sér traustari forsendur í tekjuþróun." - bls. 27.
Þetta er merkileg útkoma. En, svo virðist sem heimili sem nutu tekjuaukningar tímabundið vegna endurgreiðslu frá fjármálastofnunum sl. haust, vegna oftgreiðsla í tengslum við ólögleg gengistryggð lán; hafi kosið að verja því fé að einhverju leiti í innfluttar vörur.
En óvissa með stöðu fjármálastofnana ásamt lágum vöxtum á innlánsreikningum, auk þess að margir átta sig á því að þ.e. mjög veruleg óvissa uppi um framtíðargengi krónunnar; getur hafa knúið fólk til að verja peningum frekar í það að kaupa sér innflutt tæki eða neysluvarning af öðru tagi.
Þetta er því líklega eitt dæmið enn um það, að ástandið sé sjúkt!
En, ath. ber að fólkið velur þarna ekki að fjárfesta hér innanlands, t.d. í viðgerðum á húseignum eða að kaupa innlent framleiddar neysluvörur. Það getur bent til að gengisóvissa vegi þungt í þessu vali, þ.e. sú hugsun að koma krónum í verð, meðan gengið er tiltölulega hagstætt.
En, það má vera að gengi síðasta árs hafi einmitt náð hápunkti sbr. 12% gengishækkun á sl. ári. Við upphaf árs hefur síðan víst á átt sér stað um 6% lækkun.
Miðað við yfirgnæfandi lækkunarforsendur, getur verið til staðar sterkur hvati til að kaupa fyrir krónur áður en þær lækka.
Spurning hve sterk áhrif þess verða! Bendi á grein Andra Geirs Arinbjarnarsonar. Hans grein er dálítið "alarmist" en sá möguleiki þróun í átt að innflutningshöftum, er alls ekki út í bláinn, ef við missum stjórn á atburðarásinni.
En, þá á ég við, að ef við förum að ganga á lánsgjaldeyrissjóðinn til að greiða fyrir neyslu, en slík öfugþróun getur valdið okkur miklum vandræðum þegar þarf að greiða það fé til baka.
Þetta þarf ekki að gerast! En kringumstæðurnar eru mjög viðkvæmar!
Fjárfesting hjá innlendum fyrirtækjum dregst samann 2011!
- Samanborið við febrúarspá bankans er búist við umtalsvert meiri fjárfestingu í stóriðju í þessari spá. - bls. 28.
- Í fyrsta lagi vegna nýrrar kísilverksmiðju Icelandic Silicon Corporation sem áformað er að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári og standi fram til ársins 2013, en áætlað er að framleiðsluvirði verksmiðjunnar á ársgrundvelli nemi um 10 ma.kr.
- Í öðru lagi bætist við stækkun Alcoa-verksmiðjunnar á Reyðarfirði sem mun skila aukinni framleiðslugetu til útflutnings á árunum 2013-2014.
- Á heildina litið er áætlað að fjárfesting vegna orkufreks iðnaðar ásamt grunnfjárfestingu í þeim greinum muni aukast um 68% að magni og nema um 74 ma.kr. á þessu ári. Á næsta ári er áætlað að þessi fjárfesting nemi tæpum 97 ma.kr. sem svarar til um 30% magnaukningar. - bls. 28.
- "Samkvæmt könnun bankans um fjárfestingaráform stærri fyrirtækja, er reiknað með því að atvinnuvegafjárfesting utan stóriðju, skipa og flugvéla muni dragast saman á þessu ári." - bls. 28.
......................Sjá bls. 29.
*43. fyrirtæki með meira en 4ma.kr. veltu
Fjárfesting skv. atvinnuvegakönnun........................2011
Sjávarútvegur.......................................................-43,3
Upplýsingatækni og samskipti.................................-17,7
Verslun....................................................................9,8
Framleiðsla...............................................................6,6
Flutningar, þjónusta og annað..................................38,5
Alls (43)..................................................................-0,8
Þetta er gríðarlega alvarlegt ástand, að fjárfesting hjá ísl. fyrirtækjum skuli enn dragast saman!
2. erlend fjárfestingarverkefni eru á bakvið heildartöluna um 24,4% aukningu atvinnuvega fjárfestingar!
Mig grunar að megnið af því sem er aukning í sbr. töfluna að ofan, felist í aukningu innan ferðamanna geirans!
En, mjög alvarleg ástand virðist innan sjávarútvegs geirans, þ.s. algert frost virðist í fjárfestingum!
Niðurstaða
Skv. minni lesningu, þá er mjög alvarlegt ástand í efnahagsmálum - sem auðvitað allir vita.
- En, þegar ljóst er að enn eitt árið dregur úr fjárfestingum innlendra fyrirtækja.
- Þegar, fjármagn leitar frekar í steynsteypu en í aðra hluti þ.e. ekki í fjárfestingar í atvinnulífinu, skuldabréf fyrirtækja eru ekki keypt heldur einungis ríkisbréf.
- Þegar, almenningur fær einhvern smá pening, þá kýs hann frekar að kaupa frá útlöndum en að fjárfesta hér heima eða setja inn á bók.
Þá er ljóst að mjög sjúkt ástand ríkir!
Ljóst að einhver veruleikafyrring ríkir hjá þeim, sem tala um það að ástandið fari batnandi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög góð grein hjá þér.
Sumarliði Einar Daðason, 21.4.2011 kl. 05:09
Takk, þ.s. alls ekki má gerast, er að við förum að nota lánsgjaldeyrissjóðinn til að borga fyrir neyslu. En, það getur gerst ef ríkisstjórnin heimilar of miklar launahækkanir.
Á sama tíma, vegna þess að þetta er félagshyggjustjórn - getur verið mikil tregða innan raða stjórnarflokkanna til að taka þá rökréttu útleiðina að fella gengið á móti, til að viðhalda nægilega miklum viðskiptaafgangi.
Ef sú öfugþróun á sér stað, getur sú leið að skella á innflutningshöftum virst þeim skárri útleiðin alveg eins og var með ríkisstj. þá er hér rýkti 1947.
En, leiðin út úr höftunum á sínum tíma, var sú að fella gengið. Þ.e. að sjálfsögðu óyndisúrræði.
En, innflutningshöft er verra ástand, en pólitík áranna upp úr 1950 getur alveg endurtekið sig, þegar neikvæð umræða gagnvart gengisfellingum gerði þær um tíma, pólitískt óhugsandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.4.2011 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning