16.4.2011 | 22:12
Eru Bandaríkin á leiðinni í þrot?
Það er nýlega komin úr merkileg skýrsla á vegum AGS, nefnd Fiscal Monitor, þ.s. finna má stað heildaryfirlit yfir ríkisfjármál helstu ríkja og svæða heimsins, samanburð á milli svæða heimsins hvað þróun ríkisfjármála varðar - og spá um þróun til framtíðar!
Sjá US Debt Clock
Jeremy Warner -- Who will save America from drowning in debt?
Jeremy Warner -- What Europe's coming debt default will look like
Þessi mjög svo áhugaverða tafla, er í skýrslunni á bls. 140 í pdf. skjalinu, bls. 127 í skýrslunni.
- Takið eftir að skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna ná rúml. 100% af þjóðarframleiðslu 2012.
- Takið eftir Íslandi, sem virðist ekki í slæmri stöðu miðað við útreikning á skuldum sem hlutfall af landsframleiðslu.
- Í reynd er sú staða villandi, því vegna óhastæðrar samsetningar skulda - þ.e. flestar komnar til á panik tímabilinu þegar hrunið blasti við, þá eru vaxtagjöld mjög óhagstæð og því okkar skuldir í reynd dýrari en meira að segja skuldir Grikklands, ef miðað er við vaxtagjöld sem hlutfall af tekjum ríkisins.
- Á töflunni sést alvarleg og hröð aukning skulda ríkissjóðs Bandaríkjanna!
- Japan er í sérflokki út af fyrir sig - en kemst upp með dæmið vegna A)skuldirnar eru í eigin gjaldmiðli og B)sparnaður er nægur í Japan til að vega á móti.
Þessi mjög svo áhugaverða tafla, er í skýrslunni á bls. 16 í pdf. skjalinu, bls. 3 í skýrslunni.
Overall Balance (Percent of GDP)...........................2011
World.................................................................-4.7
Advanced Economies............................................-7.1
United States.....................................................-10.8
Euro Area...........................................................-4.4
France1..............................................................-5.8
Germany............................................................-2.3
Italy..................................................................-4.3
Spain.................................................................-6.2
Japan...............................................................-10.0
United Kingdom...................................................-8.6
Canada...............................................................-4.6
Others.................................................................0.9
Emerging Economies............................................-2.6
Asia...................................................................-3.4
China.................................................................-1.6
India..................................................................-8.3
ASEAN................................................................-2.7
Europe................................................................-2.3
Russia.................................................................-1.6
Latin America.......................................................-2.2
Brazil..................................................................-2.4
Mexico................................................................-1.8
Middle East and North Africa..................................-4.9
Low-Income Economies.........................................-2.6
Oil Producers.........................................................1.2
G-20 Economies....................................................-5.7
Advanced G-20 Economies......................................-8.0
Emerging G-20 Economies......................................-2.5
Áhugaverðar staðreyndir:
- Heimurinn í heild hefur fjárlagahalla.
- Bandaríkin hafa mestan fjárlagahalla þróaðra ríkja.
- Evusvæðið sem heild hefur mun minni fjárlagavanda.
- Japan getur þó eftir jarðskjálftann þurft að eyða meir sem hlutfall landsframleiðslu en Bandaríkin.
- Ekki síst, stefnir í að meðalskuld ríkissjóða þróaðra ríkja nái 100% af þjóðarframleiðslu - á næstu 2 árum.
- Þetta segir að við séum stödd í skuldakreppu þróaðra ríkja - í heiminum öllum!
- Sum lönd eru þó verr stödd en önnur - og að því virðist, stefna Bandaríkin í verstu skuldakreppu allra stórra þróaðra ríkja - fyrir utan Japan - þegar við munum að hallinn miðað við núverandi áætlanir, heldur áfram eftir 2016. Það sem skapar mikla hættu fyrir Bandaríkin, er hve skuldirnar hlaðast hratt upp á sama tíma og pólitíska kerfið virðist lamað af innbyrðis deilum, og mjög lítill vilji sjáanlegur enn til viðbragða, sem nokkrar líkur eru til að dugi.
- Verður Obama forseti í framtíðinni, Hoover þessara tíma? Þ.e. sá sem brást á örlagatímum. En, hann virðist ekki vera að leitast við að leiða landið, til sparnaðar - þvert á móti hafa tillögur hans virst mótast af þeirri sýn, að hlutirnir muni reddast því hagvöxtur muni skila nægri aukningu tekna, seinna meir. En í áherslu hans á uppbyggingu velferðarkerfis, hefur gætt þeirrar sýnar að það sé unnt án skattahækkana, sem klárt gengur ekki upp. En, benda má á, að skv. hans tillögum - þrátt fyrir ráðgerðan umtalsverðan niðurskurð - verða Bandaríkin enn með mikinn ríkishalla árið 2016, ekki eru enn komnar fram tillögur frá ríkisstjórn Bandaríkjanna, þ.s. nokkurs staðar inni í framtíðinni, má finna stað þ.s. fjárlagagatið lokast og ríkið fer að greiða skuldir niður.
- En, valið er ekki íkja flókið: A)Stórlega hækka skatta. B)Mjög stórfelldur niðurskurður skv. hugmyndum Rebúblikana. C)Bil beggja, þ.e. niðurskurður og umtalsverðar skattahækkanir. D)Það sem ekki getur gengið upp, er núverandi stefna, að auka stórfelld útgjöld ríkisins og ætlast til að mál reddist að sjálfur sér.
- Deilan um fjárlagahallann, og stöðuga - hættulega skuldasöfnun Bandaríkjanna, er nú orðin erfiðasta pólitíska deila, sem Bandaríkjamenn hafa staðið frammi fyrir, um áratugi.
- Þessi deila er nú að lama stjórnkerfið, því Repúblikanar heimta niðurskurð og það mjög drakonískan, nánast að leggja af allt velferðarkerfið í Bandaríkjunum. Á sama tíma, eru Demókratar, sem ætla sér að stórauka á velferð - færa þau mál nær því sem tíðkast í Evrópu; mjög ákveðnir á móti þeim sparnaðarhugmyndum; en í staðinn eru móttillögur þeirra um sparnað alltof - alltof litlar til að skila nokkru því sem skiptir máli. En, Demókratar þora ekki að leggja til hækkun skatta. Ekki vilja þeir heldur, hætta við hugmyndir um stórfellda uppbyggingu velferðarkerfis, sem hefur verið mjög lengi heitur draumur þeirra, að hrinda í framkvæmd.
- Þannig, að í Washington er pólitísk pattstaða. Á meðan, safnast skuldirnar upp með ógnarhraða, og stefnir í stóra hættu innan fárra ára. En hrun virðist algerlega öruggt! Því lengur sem pattstaðan viðhelst, og núverandi snjóboltaáhrif, því verra verður áfallið er það dynur yfir.
- Eitt sem er sérdeilis athyglisvert, er að Evrusvæðið í heild, er mun betur statt en Bandaríkin.
- Þessi staðreynd segir, að það sé unnt að leysa vanda Evrusvæðis, ef ríkin einfaldlega samþykkja tillögur sem fram hafa komið, um að gefa út sameiginleg skuldabréf skv. sameiginlegri ábyrgð, sem síðan aðildarríki í vanda geta fengið til að skipta út óhagstæðum lánum, og þannig komist á lappirnar á ný.
- Þetta segir í reynd, að vandi Evrusvæðis sé mjög - mjög leysanlegur, og alger óþarfi að láta það hrynja; sem er raunveruleg hætta á að það geri, ef ríku löndin aðstoða ekki þau fátækari.
- Eðlilegt er að gera aðhaldsskröfu - láta þau undirgangast strangt aðhald með eftirfylgni og tékkum; en nauðsynlegt er að veita þeim aðgang að mun kostnaðarminni lánum svo fjármagnskostnaður vaxi þeim ekki yfir höfuð þannig að aðlögun verði ómöguleg.
- En, ef lán ríkjanna í vanda eru ekki endurfjármögnuð og skipt fyrir til muna ódýrari, þá verða þau öll óhjákvæmilega gjaldþrota, og þá verða bankakerfi ríku landanna einnig fyrir stórtjóni, og ríku löndin lenda í þeim vanda, að þurfa að skuldasetja sig hvort sem er til að forða hruni bankanna heima fyrir - þannig að sameiginleg ábyrgð er alveg örugglega ódýrari leið, og skv. upplýsingum AGS að ofan er líklegt að sameiginlegur fjármagnskostnaður verði vel viðráðanlegur.
- Þetta er spurning um pólitískan vilja. En, slæm pólitík getur mjög sannanlega leitt til allsherjar hruns, algerlega að óþörfu.
- Tax base widening (Germany), - (tilvísun til hagvaxtar þar)
- wage bill freezes (Italy), - (mun leiða til raunlækkana launa)
- pension reform (France and Spain), - (lækkun eftirlauna og ferð á eftirlaun eldri en áður)
- and expenditure cuts and a value-added tax (VAT) rate hike (Spain) will also contribute.
- Greece, Ireland, and Portugal have adopted further consolidation measures to enhance the credibility of their front-loaded plans. - (Portúgal er nú á hausnum svo skýrslan er úrelt þarna)
- In the United Kingdom, cuts in real discretionary spending and a VAT rate increase will be the primary factors behind a projected decline in the cyclically adjusted deficit of 1¾ percent of GDP, the largest adjustment among major advanced economies." - bls. 18 í pfd. en 5 í skýrslu.
- Shortfalls reflect new stimulus measures (United States),
- more pessimistic macroeconomic projections in this Fiscal Monitor (Canada and Portugal),
- natural disasters (Japan),
- and a worsened outlook for subnational governments (Canada).
- In contrast, Germany is expected to overperform, owing to stronger growth.
- Projected adjustment is close to plans in many EU advanced economies.
- In some cases, revisions have affected the composition of adjustment (United Kingdom).
- Altogether, the average deficit for advanced economies is expected to fall by ¾ percent of GDP to 7 percent. In cyclically adjusted terms, the improvement amounts to ¼ percent of GDP, far less than projected in the November 2010 Fiscal Monitor. - bls. 19 í pfd. en 6 í skýrslu.
- "Deficits remain well above the levels that would stabilize debt ratios...
- While nearly all advanced economies will narrow their deficits in 2011 (with the largest reductions in the Slovak Republic and Spain),
- two-thirds will record further increases in debt (Figure 1.3),
- with the average breaching the 100-percent-of-GDP threshold." - bls. 19 í pfd. en 6 í skýrslu.
- In the United States, the FY2012 budget announced in mid-February maintains the presidents commitment to halve the federal deficit by the end of his first term and the authorities Toronto Group of Twenty (G-20) commitment to halve the 2010 deficit by 2013.
- The presidents draft budget implies a major cyclically adjusted withdrawal of about 4 percentage points of GDP in FY2012.
- While in the United Kingdom the deficit reduction will be in line with that of 2011, in the euro area the pace of deficit reduction is projected to slow, after implementation of heavily front-loaded plans in many countries in 200911.
- However, the recent agreement in the EU to set a numerical benchmark for debt reduction for countries whose debt ratios exceed 60 percenta reduction by one-twentieth in the gap between their level of debt and the thresholdcould imply a somewhat faster pace of
consolidation in several countries." - bls. 30 í pfd. en 17 í skýrslu.
- "On current plans, deficit reduction in advanced economies will slow in 2013 and largely cease in 2014, leaving deficits above precrisis levels in several of them (Table 1.4; Statistical Table 1).
- Japan and the United States, in particular, are projected to record 2016 deficits that exceed their 2007 levels by at least 3 percent of GDP.
- The 2016 deficit is also projected above its precrisis level in Italy, by a smaller amount.
- Deficits in 2016 are expected to be close to precrisis levels in Germany and substantially below precrisis levels in France and the United Kingdom.
- The gross general government debt ratio is projected to peak at 107 percent of GDP in 2016, some 34 percentage points above its precrisis level (Figure 1.11; Statistical Table 7)." - bls. 30 í pfd. en 17 í skýrslu.
- On average, the required improvement in the cyclically adjusted primary balance between 2010 and 2020 amounts to about 8 percent of GDP (Advanced economies).
- The necessary measures rise to about 12 percent of GDP when one takes into account the projected increase in age-related spending between 2010 and 2030 (Statistical Table 9) (Advanced economies)." - bls. 33 í pfd. en 20 í skýrslu.
- Japan, Ireland, the United States, and Greece all confront adjustment needs of 10 percent of GDP or more.
- For Japan and Ireland, the challenge stems from large current deficits combined with the need to run large future surpluses to service a sizable debt.
- For the United States, the pressure comes from the large deficit.
- For Greece, considerable progress has already been made in reducing the primary deficit, but significant further adjustment is needed to stabilize and then reduce the debt ratio.
- Compared with the November 2010 Fiscal Monitor, adjustment needs have been revised notably upward for Greece, New Zealand, and Portugal and downward for Austria, Belgium, Canada, Finland, and the Netherlands." - bls. 33 og 34 í pfd. en 20 og 21 í skýrslu.
- The average projected adjustment of 3½ percent of GDP between 2010 and 2016 amounts to less than half that needed through 2020.
- Post-2016 gaps are larger than 3 percent of GDP for several advanced economies, including Belgium, Ireland, Japan, Spain, and the United States.
- Thanks to stronger planned adjustment, Germany is projected to implement the required adjustment by 2014 (Figure 1.13).
- Koreas cyclically adjusted primary balance already exceeds that needed to achieve its illustrative debt target, while in a few advanced economies (including Australia, the Netherlands, New Zealand, and Sweden), planned adjustment exceeds calculated needs in this illustrative scenario.
- In emerging economies, adjustment needs are generally smaller than in advanced economies, but with some important exceptions. Adjustment needs in emerging economies average about 3 percent of GDP.
- However, illustrative adjustment needs exceed 6 percent of GDP in India, Malaysia, and Poland.
- In Latvia and South Africa, the illustrative required adjustment is projected to be implemented and exceeded by 2016. - bls. 34 og 38 í pfd. en 21 og 25 í skýrslu.
Þessi mjög svo áhugaverða tafla, er í skýrslunni á bls. 36 í pdf. skjalinu, bls. 23 í skýrslunni.
- Síðasta súlan, þá er fólksfjöldaþróun tekin með í myndina!
- Það er ljóst af þessu að Bandaríkin, Bretland og Írland; munu öll eiga erfiða tíma framundan.
- Fyrir Spán, Portúgal og Grikkland, verður aðlögunin mjög erfið einnig - því hún kemur ofan í ástand, þ.s. þegar ríkir mjög erfitt efnahags- og atvinnuástand.
Jeremy Warner: "America is bankrupting itself...So extreme is the countrys addiction to debt that if nothing is done, it will surely force the wholesale retreat from the New Worlds century-old dominance of international economic and geopolitical affairs. Worse, the medicine required to correct the problem threatens to be so strong that it may force that same retreat in any case...US public debt will still be rising five years from now, even assuming decent economic growth and taking account of known proposals for deficit reduction...By the end of the decade, the annual interest bill alone will have reached $1 trillion, or more than a quarter of all current US federal spending."
- Það er mjög einfalt - það er ekki hægt að verja 25% af útgjöldum ríkissjóðs í vaxtagjöld og sleppa við gjaldþrot.
- Bandaríkin munu því lenda í vandræðum, vel fyrir 2020 ef fram heldur sem horfir, en hversu löngu fyrr er þó ekki vitað. En, markaðir fara að hækka vaxtakröfu vel áður en þeim tímapunkti er náð að vaxtagjöld fari vel yfir 20% af tekjum ríkissjóðs.
- Enn er ekki of seint, að snúa þeirri öfugþróun við - en til þess þarf líklega mjög grimmar aðgerðir.
- Sennilega er ljóst, að við erum að sjá á næstu árum, endalok drottnunar Bandaríkjanna, meir vegna þessa skuldavesens Bandaríkjanna og hlutfallslega hnignun þeirra hagkerfis, en upprisu Kína.
- En, að vísu má vera, að Bandaríkin geti notið nokkuð lengi bandalaga við fjölmörg lönd í heiminum, sem mörg hver munu sjá sér hag af því, að halda í þau.
Spurning um Dollarinn
Eðlilegasti gjaldmiðillinn í stað Dollars, er ekki Evran heldur hið kínverska Renminbi, sem er nafnið á þeim gjaldmiðli sem prentaður er. Youanið, virðist meir notað sem reiknistærð innan seðlabanka Kina.
Það sem þvælist fyrir er að Kína:
- Tengir gengi Renminbi við Dollar annars vegar og hins vegar gengi Evru.
- Síðan, viðheldur ríkisstj. Kína mjög ströngum takmörkunum á notkun síns gjaldmiðils utan Kína.
- Renminbið væri annars löngu orðið eitt af mikilvægustu gjaldmiðlum heim!
En, ef gengið þess hefði verið fljótandi eins og gengi Evru og Dollars; hefði gengi þess hækkað smám saman og þannig alþjóðlega viðskiptakerfið sjálf leiðrétt sig.
Þá væri ekki þessi gríðarlegi viðskiptahalli milli Kína og Bandaríkjanna/Evrópu, því vaxandi kraftur hagkerfið Kína hefði framkallað vaxandi eftirspurn í alþjóðahakerfinu eftir Renminbi á kostnað eftirspurnar eftir Dollar og Evru, sem hefði framkallað hækkun gengis Renminbi gagnvart þeim gjaldmiðlum.
Þetta hefði þannig, smám saman bætt samkeppnisskilyrði atvinnuvega í Evrópu og Bandaríkjunum, gagnvart hinu kínverska útflutningshagerfi.
En ríkisstjórn Kína hefur viljandi viðhaldið:
- með gjaldeyrishöftum,
- með því að skilda útflytjendur til að skila gjaldeyri alltaf jafnóðum til seðlabanka Kína, sem hefur smám saman búið til hinn geysistóra sjóð sem seðlabanki Kína á af Evrum og Dollurum,
- mjög ströngum takmörkunum á noktun renminbi utan Kína af hálfu kínv. aðila til að takmarka magn renminbi í alþjóðakerfinu,
- vaxandi kolrangri gengisskráningu renminbi gagnvart Evru og Dollar.
Í reynd eru þessi höft, nánast alveg þau hin sömu og ríkisstjórn Íslands hefur á krónu!
Mín skoðun er, að þetta skapi stórfellda hættu fyrir alþjóða kerfið - því meiri sem vandinn sem þetta skapar verður alvarlegri fyrir þá aðila þ.e. Bandaríkin og Evrópu, sem líða fyrir afleiðingar þeirrar stýringar.
Hættan er sú, að Bandaríkin sérstaklega - sem virðast mest í hættu að lenda undir; brjóti blað í viðskiptasögu heimsins, og setji á sérstaka innflutningstolla gagnvart Kína.
En seðlabanki Bandaríkjanna, hefur verið að leitast við að verðfella dollarinn, með mikilli peningaprentun sbr. QE1 og QE2, sem eru skammstafanir fyrir peningaprentunar aðgerðirnar tvær sem framkvæmdar hafa verið.
Þetta hefur verið að skapa hækkunarþrýsting á ímsa aðra gjaldmiðla, sem hefur leitt sem dæmi til aðgerða seðlabanka og ríkisstjórnar Brasílíu, til að takmarka innstreymi fjármagns til að stemma stigu við hækkun gengis þeira gjaldmiðils.
Ef Bandaríkin framkvæma QE3, sem vel getur gerst, þá mun hætta á gjaldmiðlastrýði svokölluðu magnast, þ.e. fleiri seðlabankar fari að prenta á móti eða löndum með höft á innstreymi fjölgi.
En, meðan Kína heldur áfram að fastengja Renminbi við dollar, og þeir eiga yfrið nóg magn af gjaldeyri til að geta haft áhrif á alþjóðlegt verðlag milli gjaldmiðla. Þá er erfitt að sjá, að það sé nokkur möguleiki á því, að viðskiptahalli Kína gagnvart Bandaríkjunum minnki, sama hvað er prentað mikið af dollar.
Svo, mig grunar að þegar kemur á seinni helming þessa áratugar þá magnist sú freysting, þegar "desperat edge" ætti að vera farið að færast á aðgerðir Bandaríkjastjórnar, þegar gjaldþrot nálgast óðfluga - að skella á tollum þó svo þeir muni brjóta í bág við ákvæði Heimsviðskipta Stofnunarinnar.
Þá "ladies and gentlement" mun alþjóða viðskiptakerfið sigla sinn sjó, og viðskiptastríð taka við.
En ég held, að undirrót hallans í Bandaríkjunum sé ekki síður þetta óeðlilega viðskiptasamband, en stöðugur flutningur starfa til Kína dregur þrótt úr bandar. hagkerfinu og því einnig úr þeim tekjum sem það skilar til alríkisins.
------------------------------
Nema að Kína láti undan, og setji Renminbi á flot, sem þá mun um leið hækka mikið í virði gagnvart Dollar og Evru - sem verður slæmt efnahagsáfall fyrir Kína, en mun bæta til mikilla muna samkeppnishæfni bandar. og evrópsk iðnaðar gagnvart Kína -;erfitt að sjá að Renminbi geti tekið sinn sess sem einn af megingjaldmiðlum heimsins.
Hvað Evruna varðar, er enn mjög sterk óvissa um hana. Evrópa hefur fullt "potential" til að leysa þau vandamál sem að steðjar. En, umtalsverð hætta er að til þess skorti pólitískan vilja.
Ég bendi á andstöðu í Þýskalandi til að létta undir með ríkjum í vanda. Ég bendi á svipaða andstöðu t.d. í Finnlandi þ.s. andstöðuflokkurinn "Sannir Finnar" virðast ætla fá um 17% atkvæða.
En, misskilin andstaða fjölmennra hópa almennings innan tiltekinna tiltölulega vel stæðra landa innan Evrusvæðis, getur komið í veg fyrir að þær björgunaraðgerðir sem til þarf og líklegar eru til að raunverulega duga; komist nokkru sinni til framkvæmda.
Afleiðingar þess síðan, að löndin 3. í vanda mjög líklega lenda í greiðsluþroti innan 3. ára, mun svo skella á bankakerfum álfunnar af fullum þunga; og framkalla þörf fyrir kostnaðarsama endurfjármögnun banka, ekki síst í Þýskalandi sjálfu.
Sameiginleg ábyrgð og aðstoð með útgáfu sameiginlegra skuldabréfa, sem lönd í vanda gætu notað til að endurfjármagna sig - myndi vera mun ódýrari leið; en að láta þau tilteknu lönd krassa og svo láta vanda þeirra hrísla í gegnum bankakerfin.
Meðan þessi vandi er ekki leystur, mun viðhaldast efi um framtíð Evrunnar.
Niðurstaðan er að þrátt fyrir vanda Dollars, lítur ekki svo út að Evra eða Renminbi sé alvarleg ógn við hans stöðu í bráð.
En, ef Evrusvæðis vandinn leysist farsællega, getur staða Evrunnar batnað mjög mikið og möguleikar hennar á því að veðra drottnandi heimsgjaldmiðill; geta hætt að virðast fjarstæðukenndir.
En ef viðskiptastríð skellur á, þá skiptist heimurinn í viðskiptablokkir - og þá snýr heimurinn aftur til ástandsins eftir 1930 en fyrir seinni styrrjöld. Þá verður enginn drottnandi gjaldmiðill, frekar 3-5 gjaldmiðlar er verða drottnandi hver á sínu svæði.
Heimsverslun mun krassa, og langvarandi kreppuástand eins og á kreppuárunum ríkja.
Niðurstaða
Mér sýnist það ástand, sem það niðurnjörvað viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kína hefur framkallað, vera orðin mjög alvarleg ógn við heimsviðskipta-kerfið. En, gríðarlegur viðskiptahalli Bandaríkjanna og hnignun framleiðsluiðnaðar þarlendis er að stærstum hluta að kenna því, að stjv. í Kína hafa viljandi verið að mjólka Bandaríkin og þau hafa lofað Kína að komast upp með þá mjólkun.
En, þetta getur einfaldlega ekki gengið lengur. Ekki nema í örfá ár til viðbótar. En, mér sýnist afskaplega ólíklegt að 2020 nái að renna upp þannig, að sú atburðarás sem ég óttast að verði; verði ekki búin að eiga sér stað.
En, ástandið sem verið hefur smám saman að ágerast er að iðnaður hefur verið að færast til Kína. Framleiðsla hefur í reynd minnkað ár frá ári í Bandaríkjunum. Hagkerfið holast upp að innan.
Við þessu brást hagkerfið með því að búa til allskonar loftbóludæmi, sem nú eru hrunin eða við það að hrynja. Hnignandi hagkerfi, skilar ekki lengur eins miklum skatttekjum til alríkisins.
Hnignun hagkerfisins, sé í reynd grunnorsök hallareksturs hins opinbera í Bandaríkjunum. En, hafa ber í huga að á gullaldarárum hagkerfis Bandaríkjanna fyrir 1970 voru útgjöld þau er Bandaríkin stóðu undir til hermála meira en 2-falt meiri en þau eru í dag. Að, þrátt fyrir mikinn samdrátt þeirra útgjalda eftir að kalda stríðinu lauk, hefur staðan versnað svo mjög hjá ríkissjóði Bandaríkjanna að stefnir hraðbyri í þrot.
Útgjöld til velferðarmála hafa að vísu aukist mjög umtalsvert, en punkturinn er að á velmektar árunum hefðu Bandaríkin ráðið við málið.
Síðan, vegna þess að Kínva virðist sína lítinn áhuga til að laga þetta ástand, þá dregur þessi stöðuga mjólkun og áframhaldandi streymi starfa til Kína; úr getu bandar. hagkerfisins, til að vaxa út úr núverandi kreppuástandi.
Í dag standa Bandaríkin einungis frammi fyrir slæmum kostum, því ef Kína gefur ekki eftir og sleppir gjaldmiðli sínum lausum, sem myndi bæta samkeppnisstöðu bandaríks iðnaðar og leiða til betri möguleika bandar. hagkerfisins til að snúa við af meiri krafti úr kreppu; þá eru valkostirnir einungis grimmir.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar Björn, ég lýsti í pistlinum Láglaunalandið Bandaríkin á blogginu mínu í águst 2007 svipaðir sýn á framtíðina og þú lýsir í niðurlagsorðum þínum. Í þau rú 20 ár sem ég hef fylgst náið með þróun mála í Bandaríkjunum, þá hef ég ekki séð neitt annað en veikleikamerki. Rótin er að reynt hefur verið að halda lægstu launum niðri eins og kostur er. Það hefur leitt til þess að skatttekjur hafa ekki fylgt hækkandi kostnaði og til að varna því að kaupmáttur lægstu launa dragist of mikið saman, hefur þurft að halda verið á nauðsynjum niðri. Ef halda á verði á nauðsynjum niðri, þá verður að framleiða þær þar sem framleiðslukostnaður er lægri en í Bandaríkjunum, þ.e. í Kína, Indlandi eða Afríku sunnan Sahara. Samhliða þessu dregst atvinna saman í landinu. Þessi þróun hefur átt sér stað á mjög löngum tíma og hefur leitt til mikillar hnignunar á stórum svæðu innan Bandaríkjanna.
Marinó G. Njálsson, 16.4.2011 kl. 23:35
Hmm, hænan eða eggið. Er ekki líklegra að þetta sé sambærilegt við svipaðar aðgerðir í Þýskalandi þ.s. 5 milljón manns starfa á cirka 400€ á mánuði, þ.s. laun voru fryst eða hækkuðu mjög lítið allan sl. áratug; að þetta sé tilraun til að halda störfunum í landinu þ.e. launum haldið niðri svo framleiðslan geti staðist verðsamkeppni við innflutt frá Kína?
Grunnvandinn sé, að þegar þú ert í samkeppni við láglaunaland, sem að auki viðheldur óeðlilega lágri gengisskráningu; þá flæða störfin jafnt og þétt úr landinu, þ.e. framleiðslustörf, frysting launa - lækkun þeirra, er þá varnaraðgerð launagreiðenda, sennilega dæmd til að misheppnast.
Þjóðverjar, eru að svara þessari samkeppni með þeim hætti, að Þýsk fyrirtæki eru farin að starfa á innanlands markaði í Kína. Þó það haldi fyrirtækjunum gangandi, þá er það ekki endilega leið til að skapa svo mörg störf heima fyrir.
Annaðhvort lækka lífskjör í Bandaríkjunum fyrir rest, og þannig hverfur hallinn þegar kaupmátturinn þverr, eða Bandaríkin taka upp tolla til að verja störfin heima fyrir, til að endurreisa framleiðsluhagkerfið. Ef auðvitað Kína neitar að gefa eftir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.4.2011 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning