Siv Friðleifsdóttir vill ekki kosningar!

Þetta virðist mér vera rauði þráðurinn í hennar máli í kastljósviðtali kvöldsins. En, ég held ekki að stóra málið hvað þetta varðar í hennar huga, sé hugsanleg hræðsla um missi þingsætis. Nei, ég held frekar að þetta hafi með það að gera, að hún eins og Samfylkingin - vill að ESB umsóknarferlið verði klárað á þessu kjörtímabili.

En, hvað hún leggur mikla áherslu á, að alls ekki verði farið í kosningar, sést á þeim svörum er hún gaf er hún var spurð um hvað hún teldi að ríkisstjórnin ætti að gera. Þá talaði hún um þörf á því að styrkja ríkisstjórnina og lísti yfir stuðningi hennar við það að Framsóknarflokkurinn myndi þá koma til - en gegn nýjum stjórnarsáttmála. En, ef slíkt plan gengi ekki - ætti stjórnin að sytja út kjörtímabilið og semja um mál við þingmenn stjórnarandstöðu eftir þörfum.

En, ótti ESB sinna allra flokka við kosningar þessa stundina er augljós, því klárt er af öllum skoðanakönnunum síðustu mánuðina, að næsta þing er mun síður líklegt - eins og líkur á kosningaúrslitum benda til - að vera hlinnt því að leiða ESB aðildarferlið til þeirra lykta, sem ESB sinnar óska.

Á nýafstöðnum landsfundi Framsóknarflokksins, óskaði Siv og einnig Guðmundur Steingrímss. eftir stuðningi fulltrúa við þá afstöðu, að Framsókn myndi styðja áframhaldandi umsóknarferli heilum hug og að auki, að aðild að ESB myndi eiga sér stað - ef samningsskilyrði sem voru skilgreind í eldri landsfundarályktun myndu nást fram. Þessu var hafnað á fundinum með miklum meirihluta.

Þó svo að fundurinn einnig hefði hafnað tillögu um að binda þegar enda á umsóknarferlið, tók fundurinn sögulega nýja afstöðu sem er yfirlísing um andstöðu Framsóknarflokksins við ESB aðild.

Þetta var ekki Siv Friðleifs né Guðmundi Steingrímss. að skapi.

Ef til vill, má skoða tillögur þeirra beggja núna, um það að Framsóknarflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina, sem bakdyraleið þeirra að því að ná því fram sem þeim mistókst að ná fram á landsfundinum.

En, klárt er að nýr stjórnarsáttmáli með Samfylkingu innanborðs, myndi aldrei geta kveðið á um annað, en það að umsóknarferlið að ESB verði klárað eins og ESB sinnar allra flokka á Íslandi í dag óska sér.

Þannig, að ef Framsóknarflokkurinn myndi láta slag standa, þ.e. ef Sigmundur Davíð og aðrir forystumenn flokksins láta til leiðast; þá um leið væri búið að óvirkja í reynd þá stefnubreytingu sem ný landsfundarályktun flokksins kveður á um.

En, eðlilegri stefna í ljósi hennar er sú, að vilja kosningar - að stefna að kosningum, því líkleg kosningaúrslit benda til þess, að ESB aðildarsinnar muni missa fylgi og andstæðingar aðildar styrkjast í sessi.

Því er eðlilegt, að ef forystu Framsóknarflokksins er alvara með það, að fylgja eftir glænýrri ályktun landsfundar Framsóknarflokksins, og þar innan nánar tiltekið nýrri stefnumörkun í Evrópumálum; að hafna tillögu Sivjar og Guðmundar.

Ályktun Landsfundar Framsóknarflokksins 2011:


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún var virkilega ótrúverðug í kastljósinu í kvöld. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 21:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gegnsæ - er sennilega rétta orðið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.4.2011 kl. 22:16

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Siv er þrælflott og það eru Guðmundur líka. Vinstri Græn verður ákjósanlegri valkostur með hverjum deginum, einræðistaktarnir í þessum flökkuköttum sem eru farnir eru með ólíkindum, annaðhvort verður allt að gera eftir þeirra höfði annars fara þeir fara í fýlu. Þeir þykjast vera rödd hins almenna flokksmanns en samt virðist enginn stuðningur við þau, flokksmenn þarna fyrir Vestan eru orðnir alveg æfir út í Ásmund, hann lætur ekki einu sinni sjá sig á meðal fólks sem kom honum á þing. Menn voru svo þreyttir orðnir á Guðfríði Lilju að þeir vildu losna við hana sama dag og hún kom úr barneignarfríi. Ég held a stuðningur við Jón Bjarnason sé eitthvað í svipuðum kantinum, sumsé enginn.

Jón Gunnar Bjarkan, 14.4.2011 kl. 23:20

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Einar Björn.

Góð greining hjá þér sem ég er innilega sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.4.2011 kl. 01:07

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón - Ákveðin kurteisi í samráði við félaga sína í kjördæminu, sannarlega.

En, hann verður auðvitað að meta sjálfur, hvert pólitískt bakland hans er í eigin kjördæmi. En, munum að mjög miklar líkur eru til þess, að hans afstaða njóti skilnings kjósenda í því tiltekna kjördæmi.

Stjórn félags VG í kjördæminu, og þeir sem mættu á þennan tiltekna fund þess, eru til vill er ekki sammála, en þetta er eftir allt saman hans persónulega áhætta, að ef hann er að lesa vilja sinna kjósenda rangt.

En, benda má á nýleg kosningaúrslit úr Nei/Já kosningunni um daginn, þ.s. rúml. 60% atkvæða í hans kjördæmi féllu "Nei" í vil.

Það getur gefið vísbendingar þess, að svipað hlutfall kjósenda í því kjördæmi sé líklega sammála honum í ESB málinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.4.2011 kl. 08:36

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sif Friðleifsdóttur langar í Ráðherrastól, hún er ósköp óálitleg sem þingmaður hvað þá Ráðherra. Hún er ein af þeim sem vilja offra Lýðveldi okka til ESB.=sviksemi.   

Vilhjálmur Stefánsson, 15.4.2011 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband