Skýrsla Danske Bank ásamt spá fyrir Ísland, er stórfellt gölluð - alls ekki boðleg!

Maður les skýrslu Danske Bank og gapir af undrun. En, þeir gera ráð fyrir að krónan hækki aftur upp í svipað gengi gagnvart Evru og fyrir hrun þ.e. hækkun um 33% á næstu 3. árum annars vegar og hins vegar gera þeir ráð fyrir að, góður afgangur af viðskiptum haldist út spátímabilið þ.s. sá sem til varð er krónan féll. Þessar tvær breytur útiloka hverja aðra.

Mér sýnist þessi nýja skýrsla Danske Bank því miður vera mjög sennilega keypt áróðursplagg, sennilega pantað af ríkisstjórn Íslands!

Sjá skýrslu Danske Bank um Ísland

 

Sjá bls. 3-4 í skýrslu Danske Bank.

Á þeirri blaðsíðu sýna þeir að kaupmáttur í krónum hafi lækkað um 25% síðan fyrir hrun sbr. ppp eða "Purchasing power parity".

Því fylgir engin röksemdafærsla, að lækkun á kaupmætti í krónum þíði að krónan sé undirverðlögð - einfaldlega fullyrt að krónan sé undirverðlögð um 25% með því einu að benda á að kaupmáttar króna í Evru hafi lækkað um 25%.

Þetta eru hræðileg vinnubrögð - en ef stúdent í hagfræði skilaði ritgerð, með svo stórri fullyrðingu án nokkurs rökstuðnings, þá fengi hann mjög stórann mínus þ.e. frádrátt í einkunn frá mér.

Króna féll gegn dollar um cirka 40%.

Þetta er annar samanburður - alveg í samræmi við þá hundalógík sem beitt er af Danske Bank, er þá fullt eins hægt að segja að ísl. krónan sé undirverðlög um 40% gagnvart dollar.

Eða, eins og sumir hafa verið að benda á að krónan hafi fallið á sl. 67 árum um 99,9% gegn danskri krónu - þá má allt eins segja að ísl. króna sé undirverðlög um 99,9% gagnvart danskri krónu.

Þetta er tóm steypa!

 

Sjá bls. 6 í skýrslu Danske Bank

Sko, þarna tala þeir um viðskipti við útlönd og benda á að er krónan féll hafi innflutningur hrunið saman og umtalsverður afgangur af viðskiptum við útlönd skapast.

OK - en síðan segjast þeir gera ráð fyrir áframhaldandi góðum afgangi út spátímabilið.

En, á sama tíma, ráðgera þeir að gengi krónunnar hækki aftur upp í það sama jafnstöðu gengi við Evru er krónan hafði fyrir hrun - og þeir segja að hrunið á genginu hafi búið til þann afgang.

Hvernig, á það þá ekki að gerast, að þegar kaupmáttur Íslendinga eykst gagnvart Evru aftur um 33%, að þá aukist ekki innflutningur stórfellt á nýjan leik - þannig að afgangurinn minnki að sama skapi?

Síðan rétt fyrir neðan, á sömu blaðsíðu sína þeir, að með fjármagnshreyfinum sbr. current account, að þá má afgangur af viðskiptum alls ekki minnka!

Þetta er tóm steypa!

 

Hver á að borga?

Þetta er einfalt - eins og þeir réttilega sýna á bls. 6 sbr. Current Account, að þrátt fyrir mikinn afgang af vöruviðskiptum, þá vegna skuldastöðu landsins er greiðslustaðan í járnum.

  • Það þíðir að gengi krónunnar - má alls ekki hækka. Hreint ekki neitt.
  • En, hækkun þíðir aukinn kaupmátt í krónum sem þíðir aukinn innflutning - sem þíðir að Ísland á ekki fyrir afborgunum vaxta af skuldum þ.e. "current account" verður þá neikvæður.

Eina leiðin til að hækka gengi krónunnar með sjálfbærum hætti - er að gera það í takt við raun-aukningu gjaldeyristekna þjóðarbúsins.

  • Þannig, að á móti auknum innflutningi komi auknar gjaldeyristekjur! 

En, einhver þarf að borga fyrir þá raunaukningu kaupmáttar sem verður - ef krónan er hækkuð.

En, engar tekjur koma á móti - þá óhjákvæmilega skapast aftur sá viðskiptahalli sem var hér fyrir hrun á nýjan leik, og hagkerfið fer aftur að safna skuldum með hröðum hætti.

Slíkt er algerlega ósjálfbært - og vart getur þá annars verið að vænta en að skuldatryggingaálag Ísland myndi þá fara að vaxa hröðum skrefum í stað þess að hafa verið í lækkunarferli síðan hrun.

  • Ísland varð fyrir mjög raunverulegu hagkerfistjóni þegar bankarnir féllu!

Mælt í Dollurum þá féll landsframleiðsla á mann á Íslandi um 40%. Ef Ísland væri fyrirtæki hefðu hlutabréf þess verðfallið.

 

Hver er rétt gengisskráning krónu?

Krónan er ekki undirverðlögð - heldur er verðlag hennar síst of lágt þegar haft er í huga, að Ísland A)varð fyrir rauntekjufalli, B)skuldir hækkuðu - hvort tveggja veldur eðlilega lækkun gengis.

Frekar, er ástæða að ætla frekara gengisfalls, en - einfalt er að svara því hvort hún er undir- eða yfirverðlögð á markaði, með því einu að spyrja - hvað gerist ef höftin eru tekin af?

Ef krónan er undirverðlögð miðað við markaðslegar aðstæður, þá ætti slepping hafta að leiða til styrkingar hennar. Þessi spurning er "no brainer".

Síðan, er einnig þeirri spurningu fljótt svarað, hvert er hennar markaðsgengi, þ.e. hvort þ.e. nær aflandskrónu-gengi eða núverandi skráðu gengi? Einfaldlega, ef menn eru sammála mér að krónan myndi falla mjög verulega ef höftin væru aflögð t.d. á morgun, þá eru þeir væntanlega einnig sammála mér um það, að aflandsgengi er sennilega mun nær raunverulegu markaðsgengi en núverandi skráð gengi.

 

Niðurstaða

Þessi skýrsla er pantað áróðursplagg, og Danske Bank setur mikið niður með því að hafa sig í slíka augljósa vitleysu! En, sú kaupmáttaraukning krónu gagnvart Evru sem þyrfti til að vinna upp fall um 25% eða cirka 33% verður ekki framkvæmd með sjálfbærum hætti, án sambærilegrar aukningar gjaldeyristekna yfir sama tímabil, ef á sama tíma á að viðhalda sambærilegum afgangi af utanríkisverslun þrátt fyrir þann aukna kaupmátt.

Mér sýnist það vera krafa um cirka 11% aukningu per ár - áhugavert sbr. viðmið þeirra um rúml. 3% hagvöxt ár hvert frá 2011.

Spurning hvað ríkisstjórnin hefur borgað Danske Bank mikið fyrir þetta?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Einarsson

Hlusta frekar á þá sem vöruðu við bankabulli 2006 , heldur en slefið þitt.

Ragnar Einarsson, 12.4.2011 kl. 21:57

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hah, er ekki einmitt verið að leggja traust sitt við, að fyrri reynsla skapi gagnrýnislausa andakt af þessu tagi :)

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2011 kl. 23:28

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnst komið árið 2006 og sumir hafi ekkert lært.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.4.2011 kl. 09:49

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég tek því þannig að þú sért sammála mér, þar til annað kemur í ljós.

En, klárt að þ.e. óraunhæft að kaupmáttur hérlendis vaxi 11% á ári, næstu 3. ár.

Það gerðist kannski er bólan var í algeru hámarki.

En, vonandi eru menn ekki að stefna að því að taka bóluhagkerfið sem fyrirmynd.

Við þurfum að taka lærdóm af því sem gerðist á undan hruninu, og taka þau vaxtarskref sem raunverulega eru viðráðanleg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.4.2011 kl. 12:30

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þetta ekki bara gert með Excel línuriti og reglustiku? Það mælist auðveldlega mikil uppsveifla þegar hagkerfi er að ná sér eftir niðursveiflu. Það þýðir samt ekki að ástandið sé aftur orðið frábært. En það er örugglega hægt að velja eitthvað tímabil á x-ásnum sem lítur rosalega vel út og taka svo fram reglustikuna...

Gervihagfræði.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 13:34

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka góða grein Einar.

Sú staðreynd að þessi sami maður spáði rétt fyrir um hrunið gerir hann vissulega trúverðulegan í augum okkar almennings.

Það var þó tvennt sem sló mann í þessari skýrslu. Annars vegar spá um stór hækkað gengi og hins vegar mikið atvinnuleysi.

Hvenær er gengi rétt skráð? Þú spyrð þeirrar spurningar einnig og svar þitt nokkuð skilmerkilegt. Að minnsta kosti er vitað að gengi Seðlabankans er of hátt skráð og afnám gengishafta mun vissulega fella gengið eitthvað. Ekki er ég hagfræðingur en þó finnst mér að gengi tengjast inn og útfluttningi.

Þá komum við að seinna atriðinu, atvinnuleysi. Til að auka tekjur og útfluttning verður að fjölga störfum töluvert. Því fæ ég ekki annað séð en þarna stangist staðreyndir á.

Þar að auki mun þjóðin aldrei getað lifað til lengdar með 10% atvinnuleysi og ef það verður niðurstaðan, sem við svo sannarlega skulum vona að verði ekki, mun ekki verða hægt að vinna landið út úr þeim vanda sem við búum við.

Það hlýtur því að vera forsemda alls að auka framleiðslu og útflutning, einungis þannig getum við komist til álna á ný og einungis þannig mun vera hægt að styrkja Íslensku krónuna. Þó ber að varast að hún verði aldrei yfirverðsett, þá lendum við í sama vanda aftur.

Þessi skýrsla Danske Bank voru því vonbrigði.

Gunnar Heiðarsson, 13.4.2011 kl. 14:56

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar Heiðar: Gengið er nákvæmlega það sem Seðlabankinn ákveður að það sé. Hvort það sé eitthvað eitt "rétt" gengi er svo allt annað mál. Það hefur svosem komið fyrir áður að Seðlabankinn hafði ekki alveg rétt fyrir sér... En ég ætla ekki að þykjast hafa nógu mikið vit á gjaldeyrismörkuðum til að greina þetta nánar hér.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 15:11

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Grunnpunkturinn er að virði gjaldmiðla eðlilega lækkar af sömu ástæðu og virði hlutabréfa fyrirtækis lækkar, - ef skuldastaða og tekjustaða hvort tveggja lækkar samtímis verður sú lækkun mikil. Þ.e. ekki undarlegt að krónan lækkaði.

Hvort aftur á móti, að hún eigi að hækka eins og hlutir í fyrirtækjum myndu hækka, er ekki endilega eins augljóst. En fræðilega er það mögulegt. En, almennt séð tel ég heppilegra að láta virðið ná nýju jafnvægi og haldast þar.

En, ef gengið hækkar fást færri krónur fyrir útflutning, kaupmáttur launa hækkar - þannig að tekjur útflutningsaðila minnka samtímis sem kaupmáttur almennings eykst.

Þetta leiðir augljóslega til minnkaðs hagnaðar útflutningsgreina - jafnvel samdráttar þeirra. Samtímis eykst innflutningur - sennilega mikið.

Hætta er augljós á viðskiptahalla á ný, að störf fari á ný að færast úr útflutningsgreinum í innflutningsgreinar - beinlínis sýnist mér hætta á að slík breyting leiðin á skömmum tíma til nýs hruns.

Nema auðvitað, að sambærileg aukning gjaldeyristekna komi alveg fullkomlega á móti, þ.e. gjaldeyristekjur aukist einnig um 33%, þ.e. 11% á ári.

Þ.e. mun sennilegra að Danske Bank eigi við það, því hann talar um að viðskiptaafgangur haldist svipaður yfir spátímann.

-----------------

Það eina í boði, er eiginlega 2. risálver sem planlögð hafa verið en ekki enn byggð.

Að Samfóar séu að íhuga að hækka gengi krónunnar, þegar þau hefja framleiðslu.

En, vandi við slíka hugmynd er, að þá mun sverfa að öðrum gjaldeyrisskapandi greinum - þ.e. sjávarúvegi sem sér færri krónur per evru og meiri launakostnað og sama um ferðamennsku, en þá hverfur væntanlega sú hagstæða kostnaðarlækkun sem sú grein fékk með gengisfellingunni sem hefur skapað umtalverða aukningu viðskipta í þeirri grein því Ísland er í augnablikinu mun ódýrara ferðamannaland en fyrir kreppu, þá hættir það boom væntanlega.

Svo, í staðinn kemur samdráttur í röðrum gjaldeyrisskapandi greinum.

Þetta getur gengið kannski í smá tíma, en getur ekki verið sjálfbært ástand til langframa.

En, kannski halda Samfóar að þeir geti farið í kosningar, með platform sem lofar gengishækkun og því hærri launum fyrir þá sem hafa vinnu, en á móti mun þetta draga mjög úr hagvaxtargetu og mjög - mjög sennilega, skapa nýtt hrun innan fárra ára þaðan í frá.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.4.2011 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 859316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband