Af hverju er ekki Evran framtíðarlausn fyrir Ísland?

Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing núna um helgina. Flokksþingið á að snúast um atvinnumál, og mótun framtíðar stefnu fyrir Ísland út frá sjónarhóli Framsóknarmanna. Síðan síðasta flokksþing var aldið, hefur áhugi á ESB aðild dalað innan flokksins, enda blasir fyrir allra augum að þ.e. mjög vel einnig hægt að klúðra efnahagsmálum sem aðildarríki bæði að ESB og Evru.

Áhersla þess á að vera á sköpun atvinnu og lausn efnahagsástandsins!

Síðan Evrukrýsan hófst, hef ég orðið algerlega afhuga öllum humyndum, um að byggja framtíðarlausn fyrir Ísland á upptöku annars gjaldmiðils:

  • Þú býrð ekki til stöðugleika með slíku sbr. alvarlega kreppu í tilteknum aðildarríkjum.
  • Þú forðar landinu ekki heldur frá verðbólgu, enda var verðbólga innan Evrusvæðis mjög mismunandi á sl. áratug, sem mælist af því að verð hækkuðu mis mikið.
  • Né, forðar þú landinu frá lífskjaraskerðingu, þegar kreppa á sér stað.
  • Þar að auki, tel ég, að upptaka Evru muni ekki leiða til lækkunar vaxta hérlendis - en um kenni ég ávöxtunarkröfu lífeyriseigna 3,5% er myndar vaxtagólf á Íslandi, og það gólf hverfur ekkert við gjaldmiðilsbreytingu. Sjá umfjöllun Ólafs Margeirssonar hagfræðings!

Á Íslandi, búum við að dálítið sérstöku vandamáli, sem er okkar lífeyriskerfi. En, sem afleiðing þeirra loforða um kjör sem því ber að standa undir, þá byrtist óhjákvæmileg reiknuð þörf fyrir 3,5% raunávöxtun eigna innan lífeyrissjóðs kerfisins.

Þessi ávöxtunarkrafa, myndar í reynd vaxtagólf innan ísl. hagkerfisins, vegna þess að lífeyrissjóðirnir verða að ávaxta sínar eignir skv. 3,5% raunávöxtun krefjast þeir alltaf, að aðilar bjóði þeim þá raunvexti að lágmarki - og þ.s. þeir eru meginkaupendur skuldabréfa hérlendis, hvort sem um er að ræða frá ríki eða bönkum eða öðrum fyrirtækjum - þá leiðir þetta til þess að aðrir verða einnig að búa við þá raunávöxtun.

Sjóðirnir og bankarnir, síðan geta ekki boðið lán á lægri vöxtum en 3,5% + kostnaður, sem leiðir til 5-6% raunvaxta að meðaltali í innanlands hagkerfinu.

Þetta skapar stórfelldan vanda, því 6% raunvextir eru alltof háir svo að raunhæft sé að fjárfesta fyrir lánsfé - því mjög fátt í veröldinni getur boðið 6% raunávöxtun, og þannig staðið undir fjármagnskostnaði.

  • Þetta er þ.s. hrekur fyrirtæki og aðila í það, að taka erlend gjaldeyrislán - sem einnig er hættuspil.
  • Þetta er ástæða þess, hve atvinnulífið kvartar sáran yfir gjaldeyrishöftunum - því þá geta þau ekki komist í ódýrari erlend gjaldeyrislán. 
  • Ég er ekki á því, að upptaka annars gjaldmiðils sé hin einfalda lausn. En, ísl. bankar vegna slæmrar stöðu sinnar og vegna þess að örsmátt hagkerfi okkar verður samt eftir sem áður sveiflukennt og því tiltölulega áhættusamt, munu eiga erfitt með að selja skuldabréf til nokkurs annars en sjóðanna, þannig að þeir munu áfram eiga erfitt með að bjóða lán ódýrar en 6%. 
  • Það helsta sem myndi lagast væri fyrir stærri fyrirtæki, sem myndu geta tekið lán í þýskum banka án hættu á gengissveiflu. En, þau yrðu vart fyrir aðra. Þetta myndi því minnka gengisáhættu af nýjum erlendum lánum. En, fyrir aðra Íslendinga myndi lánsfé haldast áfram dýrt - þ.e. almenning sem og smærri fyrirtæki, nema og aðeins nema að gerðar séu breytingar á lífeyriskerfinu sem lækki ávöxtunarþörf sjóðanna niður í e-h sem væri skynsamlegra t.d 1,5%.
  • Punkturinn, er að þetta er allt eins hægt að gera án þess að skipta um gjaldmiðil, því þetta er hinn eiginlegi vandi sem veldur hinum viðvarandi óskaplega háu vöxtum!

    Click to enlarge - Taylor rule vs leverage - CreditSights

En öðrum gjaldmiðli fylgja einnig veruleg vandamál, þó svo að talsmenn stórra fyrirtækja séu áhugasamir, þá þarf almenningur og smærri aðilar að súpa seyðið af göllunum.

Málið er, að ef þú ekki lengur ræður yfir vöxtum og ekki lengur ræður yfir peningaprentun og ekki lengur yfir genginu á gjaldmiðlinum; þá skapast mjög krefjandi efnahagslegt verkefni sem er það að tryggja að hagkerfið sé þá aðlagað að þeirri vaxta og peningastjórnun sem ríkir.

Ef sú aðlögun bregst er voðinn vís!

  • Á myndinni sem ég setti inn, sést úreikningur skv. svokallaðri Taylor reglu, á því að hvaða marki stýrivextir á Evrusvæðinu á sl. áratug voru of lágir fyrir tiltekin ríki.
  • Þarna sést einnig, hve mikið skuldir íbúðaeigenda hækkuðu mikið, í samanburði milli landa.

Það má segja, að þessi mynd sýni eina af megin ástæðum Evrukrýsunnar í hnotskurn!

Þau lönd sem eru efst í vinstra horninu á myndinni, þar má segja að aðlögun að Evrunni hafi brugðist á sl. áratug, enda sést að þar fer saman að skv. Taylor reglu eru stýrivextir innan Evrunnar alltof lágir fyrir þau ríki og á sama tíma sést að þetta fer saman við mjög mikla skuldaaukningu meðal húsnæðiseigenda.

  • Það áhugaverða er, að of lágir vextir eru ekki síður skaðlegir en of háir!

Of lágir vextir, hvetja til skuldsetningar því lánsfé verður mjög áhugaverður kostur í margra augum, til neyslu - til þess að kaupa stærra húsnæði, til þess að kaupa hlutafé, fyrir fyrirtæki til að kaupa önnur fyrirtæki o.s.frv. Afleiðing - fjárfesingar og neyslubólur, ásamt húsnæðisverðbólum. Síðan líkur því óhjákvæmilega með krassi og timburmönnum.

Afleiðingin er þekkt í dag, löndin efsti í vinsta horninu eru öll annaðhvort gjaldþrota eða í verulegum efnahags örðugleikum.

Menn hafa keppst um að tala upp meinta kosti Evrunnar - en það eru alltaf tvær hliðar á hverju máli, en einn alvarlegasti vandinn er þó eftir - sem er aðlögunarvandinn!

  • Sá vandi kemur vel fram á myndinni að ofan, en upptaka annars gjaldmiðils breitir því ekki, að þegar kreppa verður á annað borð þá er tjónið af kreppunni jafn mikið eftir sem áður!
  • Land sem hefur annan gjaldmiðil en eigin, getur ekki fellt gengi - sem þíðir að laun þurfa þá að lækka í staðinn, en eins og sést að ofan hefur einungis Írlandi af þeim löndum er lentu í alvarlegum vanda tekist, að ná fram því launalækkunarferli sem verður þá að koma í staðinn - en af þeim löndum hefur aðeins Írlandi tekist að snúa viðskiptahalla við í hagnað.
  • Eins og sést af samanburði við Grikkland og Portúgal, þá er langt í frá tryggt að sú aðlögun takist - sem sést af því að enn á nauðsynleg aðlögun launa í þeim löndum að mestu eftir að fara fram; en launþegar í þeim löndum munu ekki sleppa. En töfin á þeirri aðlögun, að hún hafi ekki enn átt sér stað 3. árum eftir að kreppa hófst, þíðir að kreppan í þeim löndum mun dragast mjög á langinn; en Írland mun klárt verða farið upp úr sinni kreppu vel á undan.

Upptaka annars gjaldmiðils er engin töfralausn, og áhættan ef ílla fer er veruleg; því vegna þess að gengisfelling er ekki möguleg, getur leiðin til baka reynst mjög torsótt og tafsöm, sem magnar upp kostnað af kreppunni umfram þ.s. annars hefði átt sér stað, ef skjót aðlögun með gengisfalli hefði staðið til boða!

Vegna verulegra galla, sem bersýnilegir hafa orðið, vegna þess að þegar hrunið átti sér stað á Íslandi þá er Ísland aftur orðið að hagkerfi á grundvelli mjög sveiflukenndra stoða - - þá er ég í dag þeirrar skoðunar, að við eigum að leitast við að bæta úr göllum okkar peningastjórnunar innan krónuhagkerfis!

Eitt mikilvægasta málið, er að lækka vexti hérlendis og það verður einungis gert, með grunn breytingu á lífeyriskerfinu - þetta verður mjög stórt og erfitt verkefni, því andstaðan við þær lagfæringar sem þarf að framkvæma verður mikil, því þ.s. þarf að gera er að minnka lífeyrisréttindi annars vegar og hins vegar að hækka iðgjöld! Þá, er hægt að minnka kröfu um ávöxtun eigna sjóðanna!

En, ef þetta er ekki gert, mun þetta ástand halda áfram, að vera mjög mikill hemill á getu ísl. hagkerfisins til hagvaxtar á komandi árum!

 

Niðurstaða

Þetta er stórt mál, sem ég hef tekið fyrir. Sennilega verður ekki hægt að ná fram samstöðu um svo róttæka stefnumörkun. En, ég mun nefna þetta mál við þau tækifæri sem ég mun fá til þess, nú um helgina. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 859314

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband