5.4.2011 | 00:24
Mun "Nei" hafa alvarlegar afleiðingar? Það held ég ekki!
Ég held að einfaldast sé að skoða fyrirliggjandi gögn, um svokallað skuldatrygginga-álag sbr. "Credit Default Swap (CDS) spreads". En, ég tek mark á CDS ekki síst vegna þess, að markaðurinn með skuldatryggingar, stóð sig til mikilla muna betur, í því að spá fyrir um áhættuna af bönkunum síðasta árið fyrir hrun. En, ef einver enn man eftir því, þá kvörtuðu stjórnendur bankanna sáran undan háu skuldatryggingaálagi síðan litla kreppan um mitt ár 2006, og þó það væru sveiflur í því þá hélst það samfellt hátt fram að hruni. Berum þetta saman við svokölluð matsfyrirtæki sem gáfu hvorttveggja ríkissjóð Íslands og bönkunum, "triple AAA" fram á 11. stundu.
Skuldatryggingaálag Íslands hefur verið á samfelldu lækkunarferli!
Hlekkir: Iceland vs Greece - - Icelandic Market Daily 23. Nov. - - Icelandic Market Daily 15. March
"At the end of trading yesterday, 5-year CDS spreads were at 243 basis points (2.43%), according to Bloomberg, which is also where they were at the end of last week. CDS spreads on Iceland are similar to those of Spain which were at 241 bps. at the end of trading yesterday."
Ég segi það, að mér finnst mjög áhugavert, að
markaðurinn með CDS meti Ísland og Spán álíka áhættusöm, cirka bout!
Ef myndirnar 2. efstu eru skoðaðar sést áhugaverð saga, sú sem sýnir Grikkland með Íslandi, er áhugaverð vegna þess, að hún sýnir samfelldan feril frá því fyrir hrun og til dagsins cirka í dag.
Sú efsta, tekur tímabilið frá seinni toppnum fram á daginn í dag. Sá toppur var þegar Ólafur Ragnar Grímsson, sagði "Nei" í fyrra sinn!
Þeir sem, eru að hræða okkur Íslendinga, og segja
lánamarkaði lokast, eru að vísa til þessara óneitanlega fremur ofsafengnu viðbragða markaðarins.
En, takið eftir hve viðbrögðin eru til mikilla muna vægari núna.
"Nei" Ólafs Ragnars í janúar sl., mælist sem örlítil útbungun á báðum línuritum, jafnvel áhugaverðara að sjá það í stóra samhenginu, hve viðbrögðin eru í reynd lítilfjörleg.
Það sem mig grunar, er að í fyrra skiptið hafi aðilar á markaði margir hverjir tekið trúanlegann áróðurinn sem ekki einungis var hérlendis heldur mjög fast fram haldið af fulltrúum Breta og Hollendinga á erlendri grundu, um meintar alvarlega afleiðingar "Nei" - og þær áhyggjur hafi byrst í þessari miklu hækkun um yfir 200 punkta.
En, síðan eftir á að hyggja, hafa aðilar séð þ.s. er sannleikurinn, að tjónið af "Nei" var í reynd ekki neitt eða nærri því ekki neitt, aðilar á markaði sem kaupa og selja ísl. CDS og fylgjast því með Íslandi sérstaklega, hafi lært sína lexíu og það sjáist í þessum til mikilla muna smærri viðbrögðum, í janúar 2011.
Eftir því sem best verður séð, voru áhrifin þegar farin af í næsta mánuði á eftir þ.e. febrúar; og um miðjan mars sýnist mér, að CDS Íslands sé búið að ná nýjum lágpunkti síðan fyrir hrun!
Niðurstaða
Mér sýnist líklegast að áhrifin á markaði með skuldatryggingar séu þegar komin fram, þegar "Nei" forseta varð að veruleika í annað sinn. Markaðurinn hafi lært sína lexíu frá því er ÓRG síðast sagði "Nei" og átti sig á því í dag; að neikvæð áhrif á stöðu Íslands eru í reynd, nær engin!
Lækkunartrend CDS Íslands er aftur hafið. Icesave deilan muni lítil áhrif á þann markað hafa úr þessu.
Þ.s. skipti máli í þeirra augum sé tvennt: A)Ísland skv. AGS prógrammi er fullfjármagnað út 2013. B)Ísland er með afgang af milliríkjaverslun.
Hætta af greiðslufalli landsins, sé því í reynd "0" þangað til, alveg burtséð frá því hvernig Icesave deilan kemur til með að þróast.
CDS snýst eftir allt saman um mælingu á líkum á greiðslufalli!
Þ.e. því ekki furðulegt, að með fjármögnun til svo langs tíma og afgang af viðskiptum, fari áhyggjur markaða af stöðu Íslands minnkandi.
Það öfuga á við Portúgal, Írland og Grikkland, eins og sést á neðsta línuritinu.
Nú þurfum við að fara að starta raunverulegum hagvexti, svo markaðir róist enn frekar. En, við höfum þessi 2. ár til þess.
Og á sama tíma, höfum við einnig efni á að bíða með lausn deilunnar við Breta og Hollendinga, meðan A)verið er að selja eignir þrotabús Landsbanka Íslands hf., B)verið er að skapa hagvöxt hér en ekki ímyndaðann skv. spám sem fram að þessu hafa ekki ræst, C)meðan það ræðst hvort Evran lifir eða deyr, og, D)fá úr því skorið fyrir dómi hvort við eigum yfirleitt að greiða!
Það eina í reynd, sem er í húfi, eru ESB draumar Samfóara - sem vilja klára aðildarferli fyrir lok núverandi kjörtímabils. En, ég sé enga ástæðu til að flýta okkur með úrlausn Icesave, vegna ESB drauma Samfó.
En, ekkert mál er að starta stórframkvæmdum, þó Icesave deilan standi enn yfir - þíðir einfaldlega að virkjanir þurfa að vera í einkaframkvæmd! Svo, bið eftir lausn Icesave er engin afsökun, í því samhengi heldur!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:35 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning