31.3.2011 | 20:14
Flest bendir til vaxtahækkunar Seðlabanka Evrópu 7. apríl nk. - mun vaxtahækkunarferli leiða til þess að Spánn kemst í vandræði í sumar?
Skv. nýjustu verðbólgumælingum evrópska seðlabankans, var verðbólga á Evrusvæðinu í mars 2011 2,6% sbr. 2,4% í janúar sl. Viðmið Seðlabanka Evrópu er að hún sé undir eða við 2%. Mikill þrýstingur er frá Þýskalandi og örfáum öðrum ríkjum, um vaxtahækkun. Samtímis óttast margir hagfræðingar, að vaxtahækkunarferli magni upp vandamál tiltekinna landa, þ.s. saman fer útbreiddar miklar skuldir og mikið atvinnuleysi, ásamt lélegum hagvaxtarhorfum.
Lönd Evrusvæðis, áætlaður hagvöxtur - atvinnuleysi 2011 skv. Eurostat.
Holland.............1,5% - 4,3%
Austurríki..........1,7% - 4,3%
Lúxembúrg........2,8% - 4,7%
Malta................2,0% - 6,1%
Þýskaland.........2,2% - 6,5%
Kýpur...............1,5% - 7,4%
Slovenía............1,9% - 7,8%
Finnland............2,9% - 8,0%
Belgía...............1,8% - 8,0%
Ítalía................1,1% - 8,6%
Frakkland.........1,6% - 9,6%
Portúgal...........-1,0 - 11,7% (-1,5 eða -2%)
Grikkland........-3,0% - 12,9%
Írland...............0,9% - 13,5%
Eistland............4,4% - 14,3%
Slóvakía............3,0% - 14,5%
Spánn..............0,7% - 20,4%
Vextir Seðlabanka Evrópu í dag, eru enn 1%. En, líklega verða hækkaðir í 1,25% nk. 7. apríl.
2,6% verðbólga þíðir náttúrulega að langflest aðildarlönd Evrusvæðis eru með neikvæðann raunhagvöxt, þ.e. minni en verðbólgan.
Efsta myndin er alveg sérdeilis áhugaverð!
Sýnir misvægið á Evrusvæðinu á sl. áratug vel!
En, ein helsta afleiðing vaxtalækkunar á íbúðalánum er aukin eftirspurn eftir húsnæði, sem leiðir til hækkunar húsnæðisverðs og auk þess, til aukinnar skuldsetningar húsnæðiseigenda. Þetta sést vel á myndinni.
En, ódýrari lán - þíðir að þú hefur efni á stærra láni. Það hefur síðan þá afleiðingu að þú hefur efni á stærra húsnæði. Að auki hafa fleiri efni á húsnæði. Þannig, að skuldsetning - eftirspurn eftir húsnæði og verðlag á húsnæði; allt fer upp í einu.
Að auki sýnir myndin í hvaða löndum Evrusvæðis, vextir Seðlabanka Evrópu voru of lágir skv. svokallaðri Taylor reglu, og einnig að hvaða marki.
Taylor-fied of eurozone interest rate policy : "In
Portugal and Greece, household expenditure contributed roughly 80% of total GDP growth between 2000 and the second quarter of 2008. In Spain and Ireland it was lower, respectively 45% and 60%." - " For example, between the start of 2000 and 2008, the ECBs main rate was on average 2.7 percentage points lower in Ireland than the Taylor Rule would have suggested. Over the same period, Irish households increased their debt by nearly 50 percentage points."
Að auki, virðist sem almenningur í þessum löndum, hafi stundað að taka neyslulán með veðum í eigin húseign, en í Portúgal og Grikklandi, virðist megin drifkraftur hagvaxtar hafa verið tekin af láni, og sjást stað í hratt vaxandi skuldsetningu húsnæðiseigenda.
Það sem efsta myndin segir, gefur sterka vísbendingu um, er að vaxtastefna Seðlabanka Evrópu hafi alls ekki hentað - Spáni, Portúgal, Írlandi og Grikklandi.
Að þau lentu öll í vandræðum, þar af 2. gjaldþrota og eitt að auki á gjaldþrotsbrún; sýnir að ef aðlögun lands að peningastefnu þeirri sem er ríkjandi innan Evrusvæðis á hverjum tíma mistekst, þá skapist umtalsverð hætta á vandræðum. Þetta er atriði sem áhugamenn um upptöku Evru leiða almennt hjá sér eða vanmeta stórfellt!
Mynd 2 - er einnig mjög áhugaverð!
En þar má sjá heildarskuldsetningu hagkerfa. Athygli vekur hve 3. lönd; Írland, Portúgal og Spánn, eru áberandi skuldseig. Grikkland, þar virðist skuldsetning hagkerfisins ekki vera íkja mikil - svo vandi Grikklands er sennilega nær einungis vandi ríkisins sjálfs.
En, hættan í sambandi við mikla útbreidda skuldsetningu er sú, að þá verður ríkjandi ástand í þeim löndum mjög viðkvæmt gagnvart hækkun á vaxtastigi. En, því meiri sem útbreidd skuldsetning er, því stærri verða samdráttaráhrif af vaxtahækkun.
Mynd 3 - vekur síðan einnig athygli!
Sú mynd sýnir samanburð á milli landa á hlutfalli íbúðahúsnæðislána, sem hafa breytilega vexti. En, breytilegir vextir þíða að sjálfsögðu, að vaxtahækkun líklega skilar sér beint í hækkun greiðslubyrði lána.
Áhugavert er að Írland, Portúgal og Spánn hafa ekki einungis hátt skuldahlutfall meðal almennings, heldur þar ofan í á sama tíma á það við, að hátt hlutfall þeirra lána er á breytilegum vöxtum.
Þannig, að vaxtahækkun skilar sér væntanlega í miklum mæli þráðbeint til almennings, í hækkun greiðslubyrði.
Mynd 4 - síðasta myndin!
Síðasta myndin er alls ekki síst áhugaverð, en þar sést að eftir að bólurnar sprungu á Írlandi, Spáni og Portúgal, og Grikkland lenti einnig í vandræðum - þá hefur dæmið snúist við. Í stað þess að vextir Seðlabanka Evrópu voru að meðaltali heilum prósentum of lágir fyrir þau lönd; eru þeir í dag fleiri prósentum í reynd of háir skv. Taylor Reglu.
Öfugt á við Þýskaland, þ.s. vextir skv. sömu reglu eru fleiri prósentum of lágir. Enda eru Þjóðverjar að þrýsta af krafti á um vaxtahækkun.
Niðurstaða
Eins og fram kemur í færslunni, þá er mjög útbreidd skuldsetning meðal þjóðfélagsþegna á Írlandi, Portúgal og þ.s. mestu máli skiptir, á Spáni. Að auki, eru þær skuldir mikið til á breytilegum vöxtum þannig, að vaxtahækkun skilar sér fljótt til skuldara.
Óttinn er sá, að þetta geri íllt verra í þeim löndum - þ.e. minnki neyslu, skaði hagvöxt, auki verðhjöðnunar áhrif innan þeirra hagkerfa, geri ríkissjóðum þeirra landa enn erfiðara fyrir að ná endum saman, og ekki síst - auki vanskil þ.e. veiki bankakerfin.
Síðasta atriðið er einkum áhættuatriði fyrir Spán, sem eins og Írland gekk í gegnum risastóra húsnæðisbólu, en þar hefur samt þrátt fyrir allt tekist að halda bönkum gangandi fram að þessu, án mikilla vandræða.
The ECB says dont tread on me! : "Mr Trichet tried to soften the message a little by saying that the likely rate rise would be only 0.25 per cent, rather than 0.50 per cent, and that it would not necessarily prove to be the start of a programme of continuous tightening. But he said the same thing when raising rates for the first time in the last cycle, in December 2005. This was followed by a series of quarter point increases in the policy rate at 3 month intervals during the following year. When the central banks start to shift their juggernauts, this often signals a gradual but lengthy process of change in the same broad direction. With European rates starting from levels which are well below normal, this seems to be the likely outcome over the next year or two."
Síðan, eins og fram kemur í erlenda innskotinu, þá óttast menn þó að hækkunin þann 7. apríl verði lítil þá sé hún upphafið á hækkunarferli - mánuði til mánaðar, hjá Seðlabanka Evrópu. Sem sagt, Seðlabanki Evrópu - hefur í reynd enga færa bil beggja leið í vaxtastjórnun, því munurinn milli þarfa mismunandi landa sé einfaldlega of mikill í dag. Hann, virðist vera að ákveða að mæta þörfum, hinna ríkari og betur stæðu hagkerfa og þannig, fórna hagsmunum verr settra hagkerfa.
Spurning, hve mikið Evrusvæðinu hefnist fyrir þetta val?
En ef þetta er svo, að Seðlabanki Evrópu kemur síðan með aðra hækkun í maí og síðan enn aðra í júní. Þá er óhætt að segja að hættan á því að Spánn lendi í vandræðum magnist og það svo um munar.
En, munum að Portúgal er nú klárlega í óleysanlegum vandræðum, og búast má við því að markaðir fari nú að beina sjónum sínum meir að Spáni - næst.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning