Nú ein stærsta spurningin uppi, hvað akkúrat á portúgalska ríkisstjórnin mikið af lausafé? En, vísbendingar eru uppi um að það sé einungis 4 ma..
- Þetta er slæmt því í apríl þarf portúgalska ríkið að greiða 1 ma. hærri upphæð í heildina litið.
Stóra spurningin er hvort þeir slefa upp í að eiga fyrir þessu í apríl, og standa síðan frammi fyrir greiðsluþroti í júní, eða hvort þeir verða greiðsluþrota nú á allra næstu vikum?
- Ekki hægt að hugsa sér hrikalegri tímasetningu, á pólitísku kaosi.
En, vísbending er um að, greiðsluþrot - þá meina ég messy greiðsluþrot, þ.s. portúgalska ríkið klárar sitt lausafé í Evrum talið; geti verið einungis 2-3 vikur framundan!
Portugal May Have 4 Billion Cash :
"Portugal had about 2 billion ($2.77 billion) in cash at the end of 2010, an official of the country's debt-management office said." - "the official said in an email that the figure had risen but didn't elaborate." - "Fresh borrowing and other public transactions suggest Portugal has this year likely increased that number to around 4 billion."
Will Portugal be the straw that breaks the euro camel's back? :
- "The Portugese government faces coupon payments on existing debt of 0.7bn in April and 2bn in June, as well as redemptions of 4.3bn in April and 4.9bn in June.
- On top of that, there is the little matter of having to finance a continued deficit.
- Whats more, post the resignation of Jose Socrates, the Prime Minister, there is no Government to speak of to request a European bailout even if the finances call for it. "
Portugal urged to pass austerity plan :"European leaders warned that Lisbon must pass the recently rejected austerity package before they would consider providing rescue loans." - "For them to ask the stability fund to intervene, they need to have the willingness and preparedness to bring a new austerity package to parliament, said Mark Rutte, the Dutch prime minister. That will always be a prerequisite for European help."
--------------------------------------
Skemmtilegt eða þannig "catch 22" dæmi sem Evrópa stendur frammi fyrir, en þ.e. eins og þeir sem eru við stjórn átti sig hreinlega ekki á því, hve alvarleg staðan er - "Ísland rétt fyrir hrun?".
En, portúgalska stjórnarandstaðan þarf sem sagt skv. boðskap þeim sem fram kom á leiðtogafundinum í Brussel, að fyrst að samþykkja þann niðurskurðar pakka á ríkisútgjöldum sem þeir eru nýbúnir að hafna þ.e. á sl. miðvikudag; áður en til greina kemur að bjóða Portúgal upp á slíkt neyðarlán.
En hvað segja fíflin, stjórnmálamennirnir frá Portúgal? Sumir segja að ísl. stjórnmálamenn séu verstir allra fífla, en mig er farið að gruna að þeirra portúgölsku kollegar standi þeim síst að baki :)
"...both José Sócrates, the prime minister who resigned on Wednesday, and Pedro Passos Coelho, opposition leader, travelled to meet their EU counterparts, attempted to present a confident front, with the prime minister and his likely election opponent insisting they both would be able to guide the country through the current crisis without resorting to a bail-out."
Þetta segja þeir, þegar Portúgal er á gjábrúninni og við það að falla framaf. Þetta er eins og þegar ríkisstj. Geira og Sollu, neitaði að nokkuð væri að í bankakerfinu, viku áður en bankakerfið hrundi.
Á sama tíma, er bankakerfið í Portúgal í alvarlegum vandræðum!
Investors fear fate of Portugals banks :"Luis Luna Vaz, co-head of investment banking at Banco Espirito Santo, Portugals biggest bank by market capitalisation." - "The Portuguese financial sector has no real estate bubble to deal with, no toxic assets, he says. But he is realistic, too. There is a sovereign crisis. And that means theres a liquidity scarcity." - "It is the banks access to funding that is the biggest problem. With next to no finance available in bond or interbank markets for the past year or more, Portugal has become the fourth biggest user of emergency liquidity from the European Central Bank, taking 41.1bn ($58bn) in February, behind Ireland, Greece and Spain." - "The banks sector is valued on average at about 0.7 times their net assets low by global standards. The banks resilience is also low compared with other countries, with core tier-one capital ratios the key measure of financial strength among the lowest in Europe."
-----------------------------------
Eins og hátt settur starfsmaður stærsta banka Portúgals bendir á, þá voru engar bólur í Portúgal, en á hinn bóginn sé ríkissjóður kominn í skuldakrýsu.
Hversu sanngjarnt sem það er, þá hafa portúgölsku bankarnir verið lokaðir af, eins og þeir ísl. voru síðan mitt ár 2006, frá alþjóðlegum lánamörkuðum.
Lausafjárkrýsa er einmitt hin dæmigerða hrunástæða fyrir banka, þ.e. að eiga ekki pening þegar fólk óskar eftir að taka út.
Þannig, að bankakerfinu í landinu er að blæða út, sem þíðir að það stefnir einnig í hrun - þannig að bankakerfishrun er líklegt að fylgja í kjölfarið á hruni ríkissjóðs í greiðsluþrot.
Hættan við það að vera innan Evru!
Sko, Ísland vegna þess að þ.e. með eigin gjaldmiðil getur takmarkað greiðsluþrot við útlönd aðeins, þ.e. Ísland getur orðið greiðsluþrota gagnvart skuldbindingum í öðrum gjaldmiðlum, en samt haldið áfram að borga af krónuskuldbindingum og því haldið innlendu þjónustukerfi í gangi.
En, innan Evru er þetta ekki mögulegt, en þá þíðir greiðsluþrot - bæði greiðsluþrotin samtímis!
Vegna þess að land innan Evrusvæðis, er með innlendar og erlendar skuldbindingar í sama gjaldmiðlinum - verður greiðslþrot mun alvarlegra fyrirbæri, en fyrir Ísland - vegna þess einmitt að Ísland er með skuldbindingar innanlandskerfisins aðskildar í öðrum gjaldmiðli sem ríkið sjálft hefur umráð yfir.
Vegna þess, að greiðsluþrot portúgals þíðir samtímis greiðsluþrot gagnvart erlendum og innlendum skuldbindingum, þá hættir ríkið ekki einungis að geta greitt af erlendum skuldbindingum eins og lánum o.s.frv. heldur einnig innlendar eins og laun, bætur, viðhald o.s.frv.
- Í reynd þíðir greiðsluþrot innan Evru, samfélagslegt hrun - þegar í stað!
- Þess vegna, einmitt þess vegna, er björgunarsjóður alveg bráðnauðsynlegur í Evrunni!
En, þarna skapast hætta, því vísbendingar eru í viðbrögðum aðila, að hættan sé stórfellt vanmetin sbr. þau viðbrögð hinna landanna á fundinum í Brussel í gær að fyrst verði Portúgal að samþykkja að innleiða sparnaðarpakka þann sem portúgalska þingið hafði þegar hafnað að samþykkja - samtímis voru pólitíkusarnir frá Portúgal enn að tala á þeim nótum að þeir vonuðust eftir að björgun væri ekki nauðsynleg; hafandi í huga að verið geti að Portúgalska ríkið eigi ekki fyrir apríl gjalddaganum, engin ríkisstjórn með rétt til að taka skuldbindandi ákvarðanir er til staðar í Portúgal, þá virðist mér mjög alvarleg hætta á því að atburðarásin verði stjórnlaus - að hrun innviða samfélagsins fari af stað í Portúgal í kjölfarið á greiðsluþroti ríkisins, opinberir starfsmenn hætti að fá launin sín þannig að þeir hætti að mæta, bætur verði ekki greiddar fyrir apríl þannig að ellilauna-/örorkuþegar fái nákvæmlega ekki neitt, lögreglan/herinn fái ekki launin sín o.s.frv.
Ég er að tala um sviðna jörð - að samfélagið verði þurrausið af fjármagni - jafnvel barter!
Auðvitað þá hrynja öll verð á eignum, spænskir bankar standa þá frammi fyrir einnig, að sennilega tapa megnið af þeim lánum er þeir eiga innan Portúgals.
Það veikir þá bankakerfið á Spáni, sem einnig leitar drjúgt í neyðarfjármögnun ECB. Spánn lendir þá óvænt, í mun stærri endurfjármögnunarþörf á eigin bankakerfi, en stjv. á Spáni reikna með.
Þetta, ætti að keyra upp hræðslu markaðarins gagnvart Spáni, en í dag er markaðurinn enn rólegur gagnvart Spáni þrátt fyrir allt - en greiðslurþrot Portúgals mun setja þá reikninga fjárfesta í uppnám.
Munum, að í Bandaríkjunum voru "Sub-Prime" lán sem voru trigger fyrir upphaf heimskreppunnar, vel innan við 10% af heildarskuldbindingum bandar. bankakerfisins, þannig að ef kerfið er nægilega þanið þá getur tiltölulega smávægileg krýsa dugað til að starta víðtækum dómínó áhrifum!
Niðurstaða
Verið getur að Portúgal rétt takist að eiga fyrir gjalddeginum í apríl, en þá er landið alveg öruggt í vandræðum með gjalddagann um miðjan júní. Og þ.s. verra er, að vegna þess að ríkissjóður er í hallarekstri og ekki litlum, þá er það möguleiki að peningurinn klárist jafnvel þarna á milli þ.e. áður en maí er búinn.
Portúgal verður að fá björgunarpakka með hraði. Málið er ekki flóknara. Það má engann tíma missa.
En, því miður geta fíflin - stjórnmálamennirnir í Portúgal, sem virðast haldnir hreint epískri afneitun, en vegna aðgerða þeirra í vikunni féll stjórnin því vilji var ekki til staðar til að samþykkja niðurskurð útgjalda; tafið það að gripið verði til nauðsynlegra bráðaaðgerða þangað til að um seinan sé að koma í veg fyrir greiðsluþrot.
En, ef þeir koma sér ekki saman um myndin nýrrar ríkisstj. á næstu dögum þá stendur landið frammi fyrir kosningum, sem skv. lögum í Portúgal verður að boða til með 2-ja mánaða fyrirvara! Jæks! Þá verður landið stjórnlaust, ófært um að taka bindandi ákvarðanir - þangað til að seinni gjalddaginn er einnig liðinn!
Þá á þ.s. oft var sagt í Simpsons við "Epic fail!"
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning