Samkomulagið, sem átti að binda enda á Evrukrýsuna virðist hafa klúðrast - a.m.k. í bili. Á sama tíma, færist Portúal nær því að þurfa neyðarlán!

Eitt merkilegasta dramað, er að ríkisstjórn Þýskalands hefur skipt um skoðun, síðan fjármálaráðherra Þýskalands gaf loforð ekki lengra síðan en sl. mánudag. Sem sagt, það tók einungis 3. daga fyrir Merkel að kúvenda í málinu. Sem ég er alveg viss um, að muni valda verulega miklum pirringi.

----------------------------------------------------

Merkel unpicks bail-out deal before summit : "Angela Merkel will on Thursday seek to renegotiate a deal on the eurozone’s bail-out fund reached on Monday by European Union finance ministers..." - "Ms Merkel’s stance was greeted with dismay in Brussels because the financing package for the ESM had been negotiated over weeks, including careful soundings of the rating agencies to ensure that the fund would enjoy its triple A status. “It is going to be very hard for Merkel to reopen it,” said one EU official. “If they decide to do that, it would be a major problem,” according to another." - "A senior German government official said on Wednesday that the chancellor wanted “certain changes” in the ESM agreement to ease the pressure on the German budget in 2013. It is understood that she wants to pay €4.5bn a year over five years, instead of three annual payments of €3.3bn, following a lump sum of €11bn in 2013, which is election year in Germany." - "Ms Merkel faces strong political pressure in Berlin to lay down the strictest possible conditions for future use of the eurozone rescue mechanism. At a meeting of the parliamentary members of her Christian Democratic Union on Tuesday she faced criticism from backbenchers, who sought reassurance that Germany would have a veto on any future loans."

---------------------------------------------------- 

Sem sagt, Merkel ákveður 3. dögum síðar að einhliða henda í ruslið, samkomulagi undirritað af öllum 27 fjármálaráðherrum ESB, sem tók margar vikur að ná saman, eftir að hún hefur verið beitt þrýstingi af eigin flokksmeðlimum, að sýna fyllstu hörku.

Þetta er eitt af því sem farið er að einkenna Merkel, stórar óvæntar skyndiákvarðanir, þ.s. jafnvel er tekin 180° beygja frá fyrri stefnu - þegar eitthvað hefur gerst sem virðist benda til að stefnan sé líkleg að minnka fylgi hennar flokks.

Og hún virðist ekki, tala við nokkra aðra ríkisstjórn, þegar hún tekur slíkar óvæntar skyndiákvarðanir.

"“It is another example of an agreement struck by the 27 [member states] and denounced by one government without worrying about the position of others,” said Jean-Claude Juncker, Luxembourg prime minister."

Pirringurinn hjá Juncker er klár, ekki síst vegna þess að þetta er alls ekki fyrsta sinn, sem Merkel gerir slíkt, og alltaf virðist slík ákvörðun vera einungis háð einhverju pólitísku reikningsdæmi, á grundvelli innanlands pólitíkur í Þýskalandi.

Og skilaboðin eru skýr, að Merkel virðist ætíð til í að setja sameiginlega ákvörðun í hættu, ef pólitískur þrýstingur heima fyrir virðist henni líklegur að skaða hennar pólitísku stöðu heima fyrir að einhverju leiti.

---------------------------------------------------- 

Portugal woes complicate EU debt crisis summit :"Draft conclusions drawn up ahead of the meeting showed a decision on how to increase the effective lending capacity of the bloc's current bailout fund -- the European Financial Stability Facility -- would be delayed until mid-year, probably ahead of a summit in late June." - "...it centers on whether euro zone member states will provide capital or guarantees to raise the effective capacity of the EFSF from 250 billion euros to the full 440 billion -- it risks undermining market confidence in EU policymakers' ability to resolve the crisis." - "Finland is the main obstacle to a decision, since it has dissolved parliament ahead of elections on April 17 and cannot therefore sign off on a deal. Helsinki opposes using more guarantees to increase the effective size of the EFSF." - "A new Finnish government is only likely to be formed by May at the earliest, and that government may include the eurosceptic True Finns party, which wants to renegotiate the EU's proposed crisis steps, further complicating the outlook." - "Merkel is demanding changes to an ESM funding deal that her finance minister signed off on at the start of the week." - "That deal would have limited her ability to push through tax cuts before the next federal election in 2013 by obligating Berlin to pay 11 billion euros into the ESM that year." - "The German U-turn, Finnish EFSF roadblock and delays in providing debt relief to Ireland pending stress tests for its stricken banks have contributed to a sense in financial markets that EU member states are endlessly at odds over how best to handle the debt crisis."

----------------------------------------------------

Síðan eru það Finnarnir, en ríkisstj. Finnlands hefur víst leyst upp þingið, boðað til kosninga þann 17. apríl nk. Þar hefur farið hátt flokkur "Sannir Finnar" mætti kalla hann, sem hefur barist mjög ötullega gegn því að samþykkt sé að Finnar taki á sig kostnað vegna landa - sem álitin eru óreiðulönd. Merkilegt nokk, er þetta mjög líkt fjölmennum röddum í Þýskalandi og andstöðu innan eigin raða sem Merkel þarf að glíma við. En aukið fylgi Sannra Finna hefur þrengt að pólitískri stöðu annarra flokka, meira að segja finnskra krata - þannig að einnig þeir eru líklegir að taka harðlínuafstöðu hvað þetta varðar. Verulegar líkur virðast á því, að næsta ríkisstjórn Finnlands, fái mjög takmarkað umboð finnskra kjósenda til veitingu nokkurra tilslakana.

Niðurstaðan er sem sagt, að samkomulagið sem gert var þann 11. mars sl. sem virtist gefa góðar vonir um lausn, hefur meira eða minna verið holað að innan, og kjötið á þeim beinum hefur verulega minnkað.

Síðan, bætist við, að vegna Finnanna því þeir geta ekki lengur tekið bindandi ákvarðanir, hefur öllum frekari ákvörðunum verið frestað - sennilega fram í seinni hluta júní.

Markaðirnir hljóta eftir þetta, að missa mikið til tiltrú á loforðum pólitísku elítunnar á Evrusvæðinu. En, niðurstaðan eins og nú er útlit fyrir, er að ekki var staðið við þau loforð sem voru gefin um að kinna lausn á Evrukrýsunni á leiðtogafundinum í dag og í gær, þ.e. 24-25. mars. 

Þetta getur vart annað, en skapað aukið óöryggi og auknar líkur á frekari krýsum á Evrusvæðinu.

----------------------------------------------------

Euro Zone Letting Slip a Grand Chance :"The ability of peripheral states to implement further austerity is visibly weakening at the very moment that politics in countries such as Germany and Finland is constraining their governments from making any more concessions." - "Tax collection in Greece is falling far short of what the government promised the European Union and the International Monetary Fund. In the first two months of this year, it was down 9.2% from a year earlier. It was supposed to be up 8.5%." - "Portuguese Prime Minister José Sócrates, who resigned Wednesday night, failed to push through parliament additional budgetary cuts he promised the rest of the euro group only two weeks ago, and it turns out that the country's deficit may actually have been 8% of gross domestic product last year, instead of the 7.3% it initially reported." - "In short, instead of coming closer together, debtors and creditors are drifting apart." - "There is still time to rescue more of the Grand Bargain than has been done so far, but it is running perilously short."

----------------------------------------------------

Sem sagt - í stað þess að færast nær samkomulagi síðustu dagana, hafa aðilar verið að fjarlægjast það. Á sama tíma, gengur Grikkjum ílla að ná inn þeirri tekjuaukningu í formi hækkaðra skatta, sem reiknað var með - svo stefnir í meiri halla þar en reiknað var með. Síðan, hefur ríkisstjórn Portúgals sagt af sér eftir að hafa mistekist að koma stórum niðurskurðar pakka í gegnum þingið.

En, vaxandi andstaða í Finnlandi og Þýskalandi, við því að aðstoða óráðsýju lönd - grefur undan möguleikum til þess, að unnt verði að ganga að samkomulagi sem dregur úr þeirri mjög svo harkalegu aðlögun, sem þau lönd standa frammi fyrir.

En, pólitískt kaos í Portúgal kemur einmitt á versta tíma. En, á morgun hefur forseti landsins boðað leiðtoga stjórnmálaflokkanna á fund með sér, og líklega muna hann leita leiða til að fá nýja ríkisstjórn strax. En, ef það tekst ekki þá skv. lögum í Portúgal þá þarf að boða til þingkosninga með 2-ja mánaða fyrirvar, sem þíðir að þær fara ekki fram fyrr en nk. júní.

Sem væntanlega þíðir að Portúgal mun lenda í vandræðum með sölur á skuldabréfum á apríl nk. og þeirri sem á að fara fram í júní. Að auki, hafa portúgalskir bankar verið í frosti á lánamörkuðum í heilt ár. Síðan, að auki eru ríkisjárnbrautir Portúgals í fjárhagsvandræðum því skv. matsfyrrirtækjum eru ríkisfyrirtæki Portúgals kominn í ruslflokk og fá ekki lánsfjármögnun. Spurning hvort að Portúgal hreinlega klári jafnvel sína sjóði áður en ný ríkisstj. verður mynduð.

En það hefði mjög alvarlegar afleiðingar, en vegna þess að sem aðildarríki Evru þá getur Portúgal ekki prentað eigin peninga, þá er til staðar sú áhætta, að peningarnir geta hreinlega klárast - þannig að ekki sé peningur lengur hjá ríkinu á einhverjum tímapunkti til að greiða eigin starfsmönnum laun, fólki bætur o.s.frv.

Þá er hætta á kaosi og samfélagslegri upplausn, ásamt stórfelldu efnahagshruni.

Spain in line of fire amid Portugal troubles : “It is like in American football: the blocker protects the guy running behind him but when the blocker goes that guy is directly exposed,” says Marc Chandler, global head of currency strategy at Brown Brothers Harriman. “Portugal was the blocker for Spain.”

Þessi skoðun setur óttann í samhengi, þ.e. óttann við hvað gerist næst.

En, með krýsuna á Evrusvæðinu í reynd óleysta, lausn frestað fram á seinni hluta júní, með markaði mjög sennilega misst verulega þá tiltrú á getu pólitíkrar elítu Evrópu til að leysa málið sem þeir höfðu þar til fyrir skömmu síðan - þá er einmitt hættan sú að sú skynjun sem ríkti á síðustu mánuðum 2010 að nánast hvað sem er geti gerst, muni snúa aftur til baka.

En, fram að þessu, hafa sjónir manna alltaf beinst að næsta landi á eftir - þegar land hefur helst úr lestinni. En, sú staðreynd að björgunarsjóður ESB hefur ekki peninga til að redda nema einungis Portúgal til viðbótar, með öðrum orðum að án frekari fjárframlags getur hann ekki veitt frekari björgunarpakka; mun að sjálfsögðu ala enn frekar á ótta markaðarins.

Mjög raunveruleg ástæða er að ætla að næstu tveir mánuðir verði - spennandi!

 

Niðurstaða

Að leiðtogar ESB skuli ekki hafa staðið við loforð þ.s. þeir gáfu um miðjan janúar sl. að varanleg lausn á Evrukrýsunni myndi verða kynnt til sögunnar, dagana 24-25 mars - er ég hræddur um að geti leitt til mikilla vandræða á Evrusvæðinu á næstu vikum - næstu tveim mánuðum.

En, trúverðugleiki stjórnmálaelítunnar hlýtur að hafa beðið umtalsverðann hnekki í augum aðila á markaði, þannig að þeir verði seinna meir síður til í að taka mark á yfirlísingum eða loforðum, um nýjar lausnir. 

Loforð Angelu Merkel frá því í janúar, að allt verði lagt í sölurnar til að koma í veg fyrir hrun Evrunnar, hlýtur í dag að hljóma mjög innihaldslítið. 

Því miður, sýnist mér meiri líkur en minni á því, að Evrukrýsan muni takast á loft á ný. Hvað það mun hafa í för með sér veit enginn. En, þ.s. er í gangi má ekki gleyma, er mjög raunverulega krýsa sem getur liðið Evrunni að fullu.

Þ.e. eins og að þeir sem taka þátt í deilum um huganlegar lausnir, gerir sér ekki nærri því allir grein fyrir þessu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband