24.3.2011 | 01:39
Reuters - lausn Evrukrýsunnar frestað fram til júní nk!
Þetta er mjög alvarleg frétt, ekki síst vegna þess að nú þegar þetta virðist liggja fyrir, að leiðtogafundurinn mikli í dag fimmtudag og á föstudaginn, þ.e. 24-25, muni ekki skila þeim árangri sem stefnt var að í janúar sl. - þá virðist lokadramað fyrir Portúgal hafið, eftir fall ríkisstjórnar landsins á miðvikudag 23 sl. En, ríkissjórn Portúgals sagði af sér, eftir að hafa tapað atkvæðagreiðslu í þinginu um stórann niðurskurðarpakka, sem átti að skila verulegri lækkun halla ríkissjóðs Portúgals.
------------------------------------------
Reuters: EU leaders set to delay decision on bailout fund
"For months, EU leaders have talked about using a summit in Brussels this Thursday and Friday to reach a final agreement on a "comprehensive package" of measures that they hope will prevent the debt crisis from spreading further." - "Although the leaders have decided to raise the effective lending capacity of the European Financial Stability Facility from 250 billion euros to its full size of 440 billion euros, they have not yet been able to agree on how to do that." - "The EU's delay in reaching a deal to bolster the EFSF is partly due to politics and partly the result of a need to coordinate the legal and structural changes that being introduced and avoid national parliaments rejecting them." - "Finland has dissolved its parliament ahead of an election on April 17 and cannot take any formal decisions until it has a new government in place, something that is only likely by May at the earliest." - ""There is almost certainly not going to be a resolution of the Irish issues tomorrow or Friday," said an EU diplomat. "The feeling is that the outstanding issues for Ireland, which are not just the interest rate but the banking question, that they are better dealt with as a package," he added, referring to upcoming tests of the health of Irish banks."
------------------------------------------
Vonbrigði - hvað gera markaðir nú?
Það hljóta vera mikil vonbrigði fyrir markaðina, sem voru að vonast eftir lausn á Evrukrýsunni, að lausn hennar sé nú frestað sennilega fram til mánaðarmóta maí/júní nk.
Alveg síðan fundalotan mikla hófst milli ráðherra og leiðtoga Evrusvæðis um miðjan sl. janúar, hefur stefnan verið að henni myndi ljúka á leiðtogafundinum nú á föstudag og laugardag - með endanlegu samkomulagi.
Því miður hefur þetta mistekist, þó leiðtogarnir hafi á mánudag samþykkt í prinsippinu að tryggja að björgunarsjóðurinn, geti raunverulega lánað 440 ma. í stað 250 ma. sem hann í dag getur lánað í reynd; þá hafa leiðtogarnir ekki komið sér saman um hvernig.
En augljósu leiðinni, að auka veð frá ríkjum með AAA lánshæfi svo þau dygðu fyrir lántöku upp á 440 ma. var hafnað af fulltrúum þeirra ríkja m.a. Angelu Merkel.
Svo, eins og stendur - þá er yfirlísingin frá sl. mánudag dauður bókstafur. Það er þó til staðar nóg fjármagn, til að lána Portúgal - en ekki fleiri þjóðum.
Þ.e. einmitt sú staðreynd, að ekki er til staðar frekara fjármagn, sem getur alið á ótta aðila á markaði.
En, björgun Portúgals virðist ná á allra næsta leiti - og fram að þessu, hefur fókusinn alltaf færst á næsta "skotmark".
Spurningin er þá, hve mikið verður dramað á mörkuðum næstu mánuðina fram að mánaðarmótum mái/júní - en fj. gjalddaga lána er þarna á milli hjá hinum ímsu ríkjum Evrusvæðis. Nóg fóður fyrir drama, mikið drama - nú þegar markaðir eru líklegir til að bregðast við hreint herfilega.
Vandinn er sá, að þó svo að áhugavert upp á framtíðina sé að semja um nýjan sáttmála um Evruna, þá er lykilatriðið núna lausn á sjálfri skuldakrýsunni og samhliða bankakrýsunni sem hefur kraumað undirniðri.
Björgun Portúgals alveg á næsta leiti - eða hvað?
------------------------------------------
Sócrates quits as Portuguese PM : José Sócrates, Portugals prime minister, offered his resignation on Wednesday night after losing a crucial vote on austerity measures," -"The prime minister said he had submitted his resignation to Aníbal Cavaco Silva, Portugals conservative president, but the minority government would remain in office in a caretaker capacity"
Portugal on the brink : "Responsibility for addressing a political limbo would fall to Aníbal Cavaco Silva, Portugals conservative president..." - "But the ballot could not legally be held for a minimum of two months and would probably not take place until mid-June at the earliest..." - "Constitutional experts said caretaker government would not include powers to negotiate a fiscal consolidation plan with the EU much less a Greek- or Irish-style bail-out." - "Mr Cavaco Silva could call on political parties to form an interim coalition government or appoint a transitional non-party technical government."
Portugal Premier Quits After Austerity Plan Is Rejected :"Mr. Sócrates and Finance Minister Fernando Teixeira dos Santos had pledged to cut the budget deficit to 4.6% of gross domestic product this year, from around 7% last year and 9.3% in 2009." - "The opposition balked at the latest round of cost-cutting measures, which include an unpopular proposal to reduce social-security spending, cut unemployment benefits and increase public transport prices." - "Opposition parties, including the PSD, have said the new measures will push the country further into recession." - "The government expects the economy to contract 0.9% this year, after previously predicting it would grow 0.2%."
Brussels fears Lisbon left rudderless :
- "Portugal must refinance 4.5bn ($6.4bn) in debt in April and
- another 5bn in June,
- and analysts remain unsure whether Lisbon has the financial wherewithal to meet those obligations.
- Without a government, political uncertainty could make the markets even more wary to lend."
------------------------------------------
- Þetta rímar mjög ílla saman þ.e. pólitísk krýsa í ofan-á-lag, að Portúgal á að greiða af stóru láni í apríl.
- En skv. lögum í Portúgal, verður að boða til almennra þingkosninga með að lágmarki 2-ja mánaða fyrirvara - sem myndi þíða að ný ríkisstjórn myndi sennilega ekki vera tekin við, áður en júní gjalddaginn skellur á einnig.
- Portúgal er nú búið nær alveg samfellt frá desember sl. að stynja undir vaxtakröfu fyrir 10. ára skuldabréf, í grensunni milli 7-8%.
- Þannig, að vegna þess að hámarksvextir fyrir björgunarlán eru 6% hefur skv. því mánuðum saman, borgað sig fyrir Portúgal, að leita björgunar frekar en að taka enn dýrari lán á mörkuðum.
- En, stjv. Portúgals hafa litið á björgun sem slíkann ósigur, að þau hafa fram að þessu þverneitað að samþykkja að óska eftir björgunarpakka.
- En nú stendur Portúgal frammi fyrir pólitísku kaosi, og verið getur að björgun sé orðin of sein.
- En, það virðist næsta öruggt, að við ástand pólitísks glundroða, þ.s. forsetinn gerir sennilega tilraun til að fá flokkana að mynda þjóðstjórn, vegna neyðarástandsins - sem væri skárri valkostur en kosningar við þessar aðstæður; þá virðist næsta öruggt að skuldabréfa útgáfa Portúgals í apríl muni mistakast, nema Seðlabanki Evrópu kaupi hana alla.
- Þó Portúgal geti ef til vill, haft það af að eins útgáfa mistakist - þá mun stefna aftur í næsta örugga misheppnaða útgáfu í júní - ef kosningar verða um eða rétt fyrir miðan júní, þ.s. vart mun gefast nægur tími að mynda nýja stjórn í tæka tíð, til að takast á við vandann.
- Ofan í allt saman, eins og fram kemur að ofan, hafa portúgalskir bankar verið í algeru frosti frá lánamörkuðum í cirka ár - auk þess að ríkisrekna járnbrautafélagið er komið í fjárhagskröggur fær einnig hvergi lán eftir að Standard and Poors lækkaði lánshæfi allra portúgalskra ríkisfyrirtækja í rusl í sl. mánuði.
- Og ofan í allt þetta, eru leiðtogar Evrusvæðis ekki að standa sig, og ef Reuters hefur rétt fyrir sér, hafa frestað lausn á Evrukrýsunni sennilega fram í júní.
Allt tekið saman, þá óttast ég hreinlega mjög djúpstætt hagkerfishrun í Portúgal!
Sú ótékkaða krýsa, ásamt því að markaðir eru órólegir yfir töfum á afgreiðslu heildarvanda Evrusvæðis; getir framkallað á ný óróa gagnvart Spáni og jafnvel Ítalíu - þ.e. að dómínóið sem um tíma hefur virst hafa verið stöðvað, öðlist fullan kraft á ný - og jafnvel svo að víðtækt hrun eigi sér stað með ógnarlegum hagkerfis afleiðingum fyrir heiminn allann.
En, Evrópskir stjórnmálamenn, eru að leika sér að eldinum!
Niðurstaða
Evrukrýsan virðist nú líkleg til að fara á flug á ný, jafnvel sem aldrei fyrr. En, atburðarásin í Portúgal getur ekki verið verri, að fá pólitískan glundroða ofan í hagkerfisástand sem virðist á hrunmörkum.
Ef, ekki reynist hægt að mynda þjóðstjórn er fræðilega hægt að mynda utanþingsstjórn, en vafasamt að hún hefði pólitískt bakland til að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Myndi geta fengið þingið til að samþykkja þær. Þá er það kosningar, og þá fara þær ekki fram fyrr en um miðjan júní - sem er alltof seint.
Mér sýnist því, að Portúgal geti verið búið að missa af tækifærinu, að semja um björgun - ef þ.e. réttur skilningur að starfstjórn geti ekki tekið slíka ákvörðun.
Þá, lýst mér vart svo á að hagkerfið hafi það af, fram í lok júní. Líkur á alvarlegu efnahagshruni verði mjög miklar á milli nú og þá.
Þá verður áhugavert, að sjá hvað gerist þegar landið liggur þannig fyrir, að Portúgal sé jafnvel hrunið í greiðsluþrot eftir 2-misheppnaðar skuldabréfaútgáfur + en þá getur það orðið svo að stjv. hreinlega lendi í vandræðum með að fjármagna grunnþjónustu, greiða laun - bætur o.s.frv. En, eftir allt saman er gallin við að hafa Evru sem er hin hliðin á því að ekki geta prentað peninga, að þú getur mjög raunverulega klárað þann pening sem er til, ef þú lendir í óleysanlegum skuldavandræðum. Þá getur einfalega farið svo, að þú getir ekki greitt fólki laun þannig að grunnþjónusta fari að detta upp fyrir, sem síðan skili hruns snjóbolta áhrifum frekari innan hagkerfisins.
Spánn kvá eiga mikið af skuldum Portúgals svo að þá getur Spánn orðið fyrir umtalsverðum dómínó áhrifum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er fullviss um djúpsætt efnahagshrun í Portúgal. Búið er að spá mestum neikvæðum raunhagvexti í EU og mestum jákvæðum í Asíu um ókveðinn tíma. Stefna EU á uppgangstímum er að Meðlima-Ríkin vaxi hlutfallslega jafnt. Hinsvegar er ekki eðlilegt að þegar halla tekur undir fæti að að öllu ríki vilja draga saman hlutfallslega jafnt. Þá bitnar það á þeim náttúrulaga fátækustu mest.
Allir vilja jafna lífskjör allra jarðarbúa? Það kostar sitt þegar hráefni eru takmörkuð. Ég hef mestar áhyggjur af að almenna harðræðið sem fylgir endurreisn óeðlilega umfang mikils fjármágeira hér í samanburði við aðra geira t.d. vsk. hávirðisauka mun flæma flesta dugandi úr landi.
Júlíus Björnsson, 24.3.2011 kl. 03:53
Júlíus, eitthvað mun þurfa að undan láta. En, ef stöðugur nettóbrottflutningur mun halda áfram af landi brott, þá verður annað hrun innan fárra ára.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.3.2011 kl. 14:43
Vinir mínir í USA telja að III heimstyrjöldinn sé í uppsiglingu. Efnahagstríð byrja alltaf með banka stríðum. Íslendingar skilja ekki hvað overseas Banking gengur út á. Interior Bankar eru [voru] þjónustufyrirtæki sem eru milliliðakostnaður fyrir þátttakendur á markaði, ekki skattstofnar fyrir miðstýringuna.
Hrunið er að byrja. Nóg er eftir að afskrifa af fölskum CPI indexed veðsöfnum.
Júlíus Björnsson, 25.3.2011 kl. 02:50
Möguleiki, en ég held samt að kjarnorkuvopn haldi aftur af Indverjum og Kínverjum.
En, ég spái mjög mikilli og vaxandi spennu á Indlandshafi næstu árin. Hætta á stríði getur sannarlega orðið nokkur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.3.2011 kl. 11:29
Vopnað stríð er erfiðara í dag það er rétt, en rústa efnahag og svipta eiginfé [án þess að eyðileggja eignir] er hinsvegar inn. Í þessu stríði sýna allar neikvæða stöðu í efnahag. Vopnuð stríð hér áður hófust þegar tapið í fjámálstríðinu var óviðunnandi fyrir aðalskuldarann.
Júlíus Björnsson, 25.3.2011 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning