Mun þróun Evrusvæðis í átt til sameiginlegrar hagstjórnar, leiða innan nokkurra ára til eiginlegs klofnings ESB?

Þetta er áhugaverð spurning. En dagana 24-25 apríl á að fara fram mjög mikilvægur fundur leiðtoga 17 aðildarríkja Evrusvæðis. En, síðan í janúar hafa ráðherrar og leiðtogar þessa hóps ríkja hist á reglulegum fundum, með það að markmiði að móta framtíðar fyrirkomulag Evrusvæðis.

En, þessir fundir setja alveg nýjan tón á samstarfið innan ESB, því þarna er 17. ríkja hópurinn að skera sig með mjög ákveðnum hætti, frá hinum 10. Þau fá ekki að mæta á þá fundi. Þeirra raddir heyrast ekki. Þeirra sjónarmið komast ekki þar að.

Sjá áhugaverða grein: Prepare for a European Union Divided in Two

 

Spurningin er hvað gerist síðar meir?

Evrusvæði - - utan evru

Austria............Bretland
Belgium..........Danmörk
Cyprus............Svíþjóð
Estonia...........Pólland
Finland...........Tékkland
France............Úngverjaland
Germany.........Rúmenía
Greece............Búlgaría
Ireland...........Lettland
Italy...............Litháen
Luxembourg....
Malta..............
Netherlands.....
Portugal..........
Slovakia..........
Spain..............

 

Auðvitað er hópurinn sem er utan Evru ekki einsleitur. Danmörk og Bretland eru með sér undanþágu og þurfa aldrei að taka upp Evru. Löndin á græna svæðinu, eru einu löndin sem eru aðilar að ERM II, og stefna að taka upp Evru sem fyrst - fyrir utan Danmörku.

Lettland og Litháen, stefna enn að upptöku hennar sem fyrst en hyldjúp kreppa í þeim löndum er talin, fresta upptöku til 2015 a.m.k. 

Svíþjóð, hefur beitt skemmtilegu lagaformlegu trikki, því að Svíþjóð hefur formlega tekið þá ákvörðun að ganga ekki í ERM II þ.e. gjaldmiðlasamstarf Evrópu. En, lagalega er aðild að því ekki skilda sem svíar nofæra sér og í reynd þannig því að þú kemst ekki inn í Evruna nema að vera í algeru lágmarki meðlimir ERM II í 2. ár - svo með lagaflækju hafa Svíar í reynd aflað sér raunundanþágu frá Evruaðild.

Kreppan hefur slæft áhuga Pólverja, Tékka og Úngverja, um að gerast aðilar að samstarfinu um Evruna.

Varðandi Rúmeníu og Búlgaríu, þá eru þetta mjög fátæk lönd. Akademísk spurning hvenær ef nokkru sinni.

Eitt virðist ljóst að það stefnir í að 2 lönd, Frakkland og Þýskaland í sameiningu, verði mjög drottnandi innan Evrusvæðis.

Spurningin er því, hvaða lönd geta alls ekki hugsað sér, að vera í reynd stjórnað að stórum parti af samstarfi Þjóðverja og Frakka?

  • "The 17 euro-zone countries have made the direction in which they are heading very clear. The felt need to prevent defaults by its overly indebted members is leading to a more pervasive system of central economic management.
  • The 17 are to have access to Germany's balance sheet, in return for which Germany is quite properly demanding a say in how they manage their economic affairs.
  • Not only their budgets, but all the factors that affect their international competitiveness: methods of wage bargaining; the generosity of their welfare states, including the timing and terms of retirement; regulations concerning access to various occupations; and, most of all, tax rates."

Það er reyndar ekki alveg öruggt, hve sterkt bindandi hinn nýi sáttmáli um Evruna mun verða - sá sem til stendur að kinna til sögunnar, að afloknum leiðtogafundinum dagana 24-25 apríl nk.

  • En, segjum að niðurstaðan verði sú, að Þjóðverjar fái sitt fram - en líkur virðast ansi miklar að svo verði!
  • En, sá sáttmáli mun fela í sér heilmikla tilfærslu á fullveldi, til viðbótar því sem aðildarþjóðir Evrusvæðis áður höfðu samþykkt.

Spurningin er hversu vel hin ríkin, sætta sig við það, að ákvarðanataka sennilega flyst yfir á vettvang Evrusvæðisríkja, þ.s. Frakkar og Þjóðverjar fyrst knýja fram sameiginlega stefnu þeirra ríkja; síðan í krafti þess að Evrusvæðis-ríkin hafi hreinan meirihluta atkvæða innan ESB 27 séu þau 10 sem utan við Evrusvæðið standa knúin til að sætta sig við að missa að stórum hluta valdið yfir lagasetningu innan ESB.

Þannig knúin til að taka upp lög, sem þeim líkar ef til vill ekki - sem hafa verið sett án þess að þau hafi mikið að segja um það ferli, sem hentar ekki þeirra hagsmunum!

The American colonies went to war to break away from Britain, and fought under the banner, "Taxation without representation is tyranny." The excluded 10 will have to decide just how long they want to tolerate marginalization before deciding that regulation without representation is equally tyrannical."

  • Irwin Stelzer setur fram dálítið dramatískan samanburð við þá kröfu sem sögð er hafa knúið fram uppreisn Ameríkana gegn Bretum á sínum tíma.

Þó þetta sé aðeins yfirdramatískt - þá sýnist mér ljóst að ef þróunin verður á þá lund, að Frakkar og Þjóðverjar fara að drottna yfir ESB í krafti þess að öðlast drottnunarvald innan Evrusvæðis, þá hið minnsta fari sumum ríkjum að verða órótt innan ESB.

Þá er spurningin - hvaða ríkjum?

Bretland er náttúrulega augljósa dæmið - þ.e. að ef þróunin verður að einhverju verulegu leiti á þessa leið, þá muni Bretar sennilega yfirgefa ESB.

Spurningin er líka um Svíþjóð - sem er mjög stolt af sinni sögu og hefur alltaf litið nokkuð stórt á sig - og jafnvel Danmörk. Þá er áhugavert að bæta Noregi þar við.

Ég á erfitt að sjá fyrir mér, að fleiri lönd en þetta segi "Bæ - Bæ" þ.e. restin muni sætta sig sennilega við orðinn hlut.

Fyrir utan Írland, sem mun alls ekki sætta sig við að samræma skattastefnu sína við skattastefnu meginlandsþjóða, en skv. skoðanakönnun á Írlandi er um 70% íra fylgjandi stefnu núverandi forsætisráðherra Kenny að hafna því alfarið að gefa eftir lágskattastefnuna.

  • Þarna getur skapast hörð deila milli Íra og Frakka/Þjóðverja á fundinum þann 24/25 mars nk. 
  • En Frakkar/Þjóðverjar hafa sagt Írum að gefa eftir skattastefnu sína - sem má skoða sem fremur ruddaleg fyrirmæli. 
  • En, Írar vilja fá lækkaða vexti af sínu björgunarláni, sem ber cirka 5,8% og hafa fengið tilboð um 1% lækkun gegn því að gefa eftir skattastefnu sína.
  • Það augljóslega væri slæmur díll fyrir Íra, þ.s. þeir græða meir á lágskattastefnu sinni en sem nemur þeirri 1% lækkun.
  • En, Írar vilja þessa lækkun en Þjóðverjar/Frakkar haga ruddalega sagt þeim, að tilboð þeirra jaðri við úrslitakosti þ.e. lækkun gegn sköttum.
  • Hættan er klár, að þessi ruddalega framkoma æsi Íra upp í að taka einhverja drastíska ákvörðun. Eins og þá, að taka bankana sína einfaldlega til gjaldþrotsskipta, og gefa Frökkum og Þjóðverjum þannig fingurinn.

En skv. nýlegum gögnum hafa vandræði þeirra banka alls ekki minnkað, eftir að björgunarpakkinn var samþykktur, heldur þvert á móti eiga sér stað virkilega magnaðir hlutir.

Irish secret liquidity, forever, Irish banking assistance rises to record €187bn

 

Það sem þetta sýnir, er yfirlit yfir neyðarlán til írsku bankanna frá Seðlabanka Írlands, í formi prentaðra Evra sem Seðlabanki Írlands fær frá Seðlabanka Evrópu.

Eins og sést, eftir veitingu neyðarláns hefur fjárþörf írsku bankanna síst minnkað - athygli vekur óskapleg þörf í febrúar sl. Alls komið í 70ma.€. Aðstoð alls yfir sama tímabil meðtalinni beinni aðstoð Seðlabanka Evrópu, 187ma.€.

Þetta er alveg hreint ótrúleg fjárþörf, og segir einfaldlega að írsku bankarnir séu orðnir að fjárhagslegu svartholi.

Þannig, að ef ég væri að stýra Írlandi - sjá að staða bankanna hefur versnað hratt síðan björgunarpakkinn var samþykktur, vegna þess að flótti innistæðueigenda hefur aukist - þá fyndist mér mjög freystandi að fara íslensku leiðina, sérstaklega vegna þess að ef írar hætta við að ábyrgjast allar skuldbindingar bankanna þá kannski er ekki Írland gjaldþrota eftir allt saman og getur einfaldlega sagt "Bæ - Bæ" við mikið af því sem nú er útlit fyrir að Írland muni skulda. 

Þeir sem sitja þá uppi með sárt ennið væri þá alveg eins og í tilviki okkar banka, þ.e. erlendir kröfuhafar sem Írar annars bjarga, ef þeir halda sig við það samkomulag sem tengist viðtöku svokallaðs björgunarpakka.

Sérstaklega er þetta freystandi mótleikur, ef þ.e. svo að það á að setja Írum stólinn fyrir dyrnar, í skattamálum - sem nánast allir Írar eru sammála um, að sé grundvöllur þess að Írland sé samkeppnisfært og því geti öðlast þann framtíðarhagvöxt að geta vaxið úr kreppunni og skuldunum.

 

Írar eiga að tilheyra Atlants-hópnum

  • Mér finnst Írland vera eðlilegur meðlimur Atlantshafs hópsins, eins og við getum kallað hann. En, þá mun Írland fyrst þurfa að losa sig undan Evrunni.
  • Mér sýnist að einfaldast væri að Bretar og Írar gerðu með sér "grand bargain" eða stórt samkomulag, sem myndi felast í því að Bretar aðstoðuðu Íra við það að yfirgefa Evruna.
  • En, Seðlabanki Breta getur mjög vel prentað nægilegt magn af pundum, svo Írar geti skipt þeim út fyrir Evru.
  • Að auki, ætti aðilum ekki að finnast það slæm skipti, ef skv. lögum á Írlandi allar skuldbindingar á Írlandi í Evrum væri skipt yfir í Pund. 
  • Síðan, að þessu afloknu getur írska stjórnin smám saman innleitt eigin gjaldmiðil þ.e. Puntið, og þá haft það þannig að það sé tengt Pundi og báðir jafngildir á Írlandi.
  • Bretar eru þeir sem eiga stærsta hlunk erlendra skulda Írlands, sem þíðir einnig að Bretar eiga mikið undir að Írland gangi upp.
  • Með þessu, gæti Írland komist hjá því að þurfa að taka upp einhvers konar samræmda skattastefnu.
  • Þetta ætti alveg að vera gerlegt, án þess að Írlandi sé sökkt í einhverja mjög langvarandi efnahagskrýsu.
  • Mér sýnist einnig Ísland vera eðlilegur meðlimur þessa hópst ríkja.
  • En, sá hópur á svo eðlilega að hafa mikið samband og samvinnu við Bandaríkin ásamt Kanada, ásamt því að djúp tengsl við ESB munu viðhaldast, þó svo þessi ríki myndi sérhóp utan við sambandið.

 

Hvað gerir síðan restin af Evrópu?

  • Ég held að þ.s. þá verður ESB og það nærri því að vera ríki, með sameiginlegann gjaldmiðil - muni taka smám saman upp náið samstarf við Rússa.
  • En, Evrópa er í dag í vaxandi mæli háð Rússum í orkumálum, sem gerir auðvitað báða aðila hvorum öðrum háða.
  • Rússland, er að auki viðbótar markaður fyrir Evrópsk fyrirtæki. 
  • En, samstarf Rússa og Þjóðverja fer hratt vaxandi. Að auki, eru fjölmörg fyrirtæki frá Evrópu með vaxandi umsvif í Rússlandi, þ.e. ekki bara að um vaxandi umsvif Rússa sé að ræða í Evrópu.
  • Báðir aðilar einfaldlega hafa mikið að græða á því, að viðhafa slík vaxandi samstarf á efnahagssviðinu.
  • Meginland Evrópu muni sem sagt í vaxandi mæli horfa Austur.


Niðurstaða

Ég held að það sé alls ekki loku fyrir það skotið, að sú hraða þróun sem knúin hefur verið af krýsunni á Evrusvæðinu, sem beinlínis krefst þess að tekin sé upp stórfellt aukin sameignleg viðmið í átt að eiginlegri sameiginlegri hagstjórn á Evrusvæðinu; geti knúið fram klofning þeirra sem ég vil kalla Atlantshafsríki ESB frá restinni af ESB ríkjum.

Þau sem eftir verða, muni smám saman öll taka upp Evruna, og þannig stefna hraðbyri í þá átt að verða hluti af hinu Evrópska ríki - sem væntanlega verða stór skref tekin í átt að jafnvel í þessari viku.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í átt að ennþá meiri sameiginlegri yfirhagstjórn, ríkja skiptingin er grunnur keppni um innri þjóðartekjur. Þær ákveða innra gengið og magn á evrum til þjóðarselabankans á hverju 5 árum [medium term]. Seðlabanki Írlands kaupir umfram magn af evrum örugglega á markaðsverð miðað við sitt innra gengi og veð.  Vegna þess að hagnaður af evrusölu er líka skipt upp í samræmi við hlutfallslegt framlag evruríkjanna til heilar innri hækkun tekna EU heildarinnar.  Það er truflandi fyrir alla keppni ef einn þátttakandi fær evrur til að styrkja sig á kostnað hinna þátttakanda. EU er engin góðgerðar samtök. Heldur gefa Ríkjum jöfn tækifæri á að auka sínar innri vsk tekjur.

Júlíus Björnsson, 23.3.2011 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband