22.3.2011 | 00:22
Evrópusambandið mun aldrei fást til þess, að borga fyrir okkur Íslendinga kostnaðinn við það að losa um höftin!
Ég við að við göngum beint í það skipulega, að losa um gjaldeyrishöftin.
Stjórnvöld vilja fara skref fyrir skref aðferð í því að losa um höftin, þ.s. eins og þeirra stuðningsmenn segja, eignum væri hleypt út í skynsamlegri röð samtímis því að gjaldeyrisvarasjóð væri beitt jafnframt til að styðja á móti við gengi krónunnar.
Þetta selja margir á þeirri forsendu, að með því að verja gengið sé verið að verja lífskjör launamanna - en þá er ekki sagt frá galla þeirrar aðferðar, að ef varasjóðurinn er notaður með þessum hætti þá verður hann að skuld skattborgara þ.e. launamanna. Það mun sannarlega bitna á þeirra lískjörum seinna, að greiða það til baka.
Síðan hefur hópur einlægra ESB sinna talað fyrir því, að losa um höftin eftir að Ísland er komið inn í ESB, þ.e. að fá þegar eftir aðild tengingu við Evru.
Ég tel hugmynd þeirra hreina og klára draumóra!
Tengja krónu við Evru, og losa höftin
Af stjórnmálamönnum einkum úr Samfylkingu má helst ráða að eina leiðin til að losa um höftin, sé með einhverskonar samkomulagi við Evrópusambandið um stuðning við krónuna.
Mér hefur alveg frá því ég fyrst heyrði þá hugmynd, fundist hún vera skemmtileg fantasía.
En, líklega myndum við geta komist inn í ERM II, fordyri Evrunnar cirka 2. árum eftir - gefum okkur að þjóðin segði "JÁ" - þannig að staðfestingarferli allra 27 aðildarríkja ESB sé þá lokið. En, 2. ár er ekki ósanngjarn tími fyrir það staðfestingarferli.
ERM II kveður á um, +/- 15% vikmörk, þ.e. seðlabanki Evrópu samþykkir að styðja gjaldmiðil, ef hann ætlar að sveiflast umfram þau mörk. En, aðildarþjóð verður síðan sjálf ef hún stefnir á Evruaðild, að vinna að því að venja hagkerfi sitt við þrengri vikmörk en þetta. En, Seðlabanki Evrópu aðstoðar ekki við það verkefni.
En spurningin er líka um, hvaða gengi yrði væntanlega miðað við? Það er einmitt stórt atriði.
En, eðlilega vilja menn helst tengja gjaldmiðla saman við gengi, sem er sem næst eðlilegu markaðsgengi milli viðkomandi gjaldmiðla.
En, draumurinn virðist vera, að tengja krónuna við gengi cirka 1/150 sem er nokkru hærra gengi en í dag.
En, þ.e. einmitt þess vegna, sem ESB sinnar þessa dagana, keppast hver um annan þverann, um að spá hækkun gengis krónunnar næstu mánuðina að, draumagengið er þessi tiltekna viðmiðun.
Af hverju 1/150? Ástæðan er einföld, draumurinn er að stofnanir ESB í reynd borgi fyrir að losa höftin af krónunni - en, því mun fylgja mikið útstreymi peninga úr hagkerfinu okkar.
----------------------------------------Af hverju útstreymi?
(Þeir sem vilja skoða gögn seðlabankans geta gert það um stöðu bankakerfisins í bankatöflum Seðlabankans.) Sjá stöðu des. 2010.
- Innlendar eignir alls 3.000.379 þ.e. 200% þjóðarframleiðsla.
- Innlendar skuldir alls 3.434.835.
- Peningamagn og sparifé M3, 1.457.517.
- Peningamagn og almennt sparifé M2, 951.155.
- Peningamagn M1, 498.804.
Til samanburðar er landsframleiðsla sl. árs skv. AGS um 1.500ma.kr.
----------------------------------------Af hverju útstreymi
Prinsippið er að þegar Seðlabanki Evrópu skiptir á gjaldmiðli ríkis og Evru, þá sé um að ræða því sem næst jöfn skipti í raunverðmætum.
- Ég fæ það ekki til að ganga upp, að 2-þjóðarframleiðslur af eignum geti raunávaxtast innan hagkerfis, sem þar að auki er í neikvæði ávöxtun þ.e. samdrætti.
- Bætum við krónubréfum - sem munu auka hér peningamagn, þegar losað er um þau.
- Síðan aflandskrónur, sem einnig þarf að veita aðgengi - en þetta einnig eykur peningamagn.
- Tekið saman, er ég að segja að krónan sé nærri því 40-50% of hátt verðlögð.
- Ég er að segja, að þegar höftin séu losuð muni það fé sem er umfram 100% af milklu leyti streyma úr landi, vegna þess að mjög klárt er að hagkerfið getur ekki ávaxtað það.
- Yfir 1.000 ma.kr. muni fara beint út! Kúfurinn sé milli 1.000 og 1.500 ma.kr.
- Ef ESB samþykkti að tengja krónuna á genginu 1/150 myndi allur þessi kostnaður lenda á Seðlabanka Evrópu, sem að sjálfsögðu þíðir að ESB mun aldrei samþykkja tengingu nokkurs staðar nærri þessu gengi, heldur miklu frekar nærri genginu 1/260 - 1/280 sem er kaup og sölu gengi aflandskróna í dag.
Vegna þess, að ESB mun ekki borga þennan kostnað fyrir okkur, er engin ástæða að bíða þetta lengi með það, að taka höftin af!
Spurningin er hvernig? En vandinn er kúfurinn á peningakerfinu okkar þ.e. hvernig tökum við hann niður?
- Losa um höftin: Ein leiðin er einfaldlega að losa um höftin og láta allt út flæða sem út flæða vill. Hið minnsta verður þá að frysta lánskjaravísitöluna. Að auki, væri í því tilviki betra að ná fyrst samkomulagi við krónubréfahafa t.d. um það að umbreyta skuldabréfum þeirra í lán með afborgunum. En, ef það myndi takast að losna við það útflæði er smá séns að það myndi rúmast innan ramma gjaldeyrvarabyrgða.
- Gera bankana gjaldþrota: Önnur leið væri hugsanlega sú að gera bankana gjaldþrota í annað sinn, en mig grunar að ef framkvæmd væri svokölluð "fair valuation" á þeirra eignum - en þá er slegið mati á þær skv. líklegu söluandvirði; þá myndi verðgildi eigna lækka mikið skv. því mati og bankarnir sennilega ekki lengur uppfilla skilyrði um eiginfé að lágmarki. Þá skv. lögum ber FME að taka þá yfir. Eftir það, mætti endurtaka leikinn að búa til nýja banka. Færa innlán yfir en í þetta sinn á genginu 0,5 þ.e. hálfvirði. Síðan, taka aftur 50% afslátt á lánum. Þannig væri hægt að endurskapa bankakerfið, innan þeirra stærðarmarka sem hagkerfið þolir. Þá, væri síðan unnt að losa um höftin enda hætta af útflæði innan úr krónuhagkerfinu mestu þá farin. Ef samningar næðust í því tilviki einnig við krónubréfahafa - má vera að losun hafta skilaði mjög óverulegri gengissveiflu.
- Gjaldmiðilssbreyting skv. þýskri fyrirmynd: Sjá útlistun þeirrar hugmyndar hjá Lilju Mósesdóttur (Lilja segist hafa lausnina í gjaldmiðilsmálum: Vill breyta um nafn á íslensku krónunni : ) og bloggi Friðriki Jónssonar. Plásturinn af... - Krónur og kennitölur... - Krónur og Norður-Kórea . Sjá einnig eigin bloggfærslu: Það á að láta þjóðina borga pólitíska gæðinga út úr krónunni, og síðan standi hún eftir með skuldina!
- Gylfi Magnússon "...þarf einfaldlega að leysa með því að afnema höftin í skrefum, hleypa eignum út í skynsamlegri röð og hafa gjaldeyrisforða sem stuðpúða."
- Taka höftin af, þegar komið er inn í ESB.
Mér finnst hugmyndir sú sem Gylfi Magnússon og Már Seðlabankastjóri halda á lofti, þ.e. að losa smám saman um höftin, mjög slæm - ekki síst vegna þess hve slíkri leið fylgir óskapleg spillingarhætta.
- En muna þarf að, varasjóðurinn er tekinn að láni - og sú aðferð að hleypa út eignum samtímis því að gengi krónunnar er varið; felur það í sér að þjóðin er látin gefa þeim tilteknu aðilum stórfé, sem síðan lendir á almenningi að greiða fyrir rest.
- En, það mun einmitt skipta þá aðila mjög miklu máli fjárhagslega séð, að komast inn í hóp þeirra, sem munu þá fá þá sérmeðferð.
- Í seinna atriðinu liggur einmitt spillingarhættan - því að ríkir aðilar pólitískt tengdir, borgi svimandi háar mútur, til aðila innan stjórnarflokkanna, til að fá að komast í þann hóp - sem fær þá meðfert að skattgreiðendur gefa þeim stórfé.
- Innanbúðarmenn, sem hafi ákvörðunarvald og þeir sem vilja koma peningunum sínum undan, splitta með sér hagnaðinum.
Niðurstaða
Valkostirnir eru því - Losa um höftin og láta út flæða - Gera bankana gjaldþrota aftur og endurreisa í annað sinn - Gjaldmiðilsbreyting skv. þýskri fyrirmynd.
Milli þeirra 3-ja meginvalkosta þurfi að velja. Valkostir stjv. eða einlægra ESB sinna, séu síður vænlegir.
Það mikilvæga er að vinna að þessu sem allra - allra fyrst. Við komumst ekki hjá því að taka þetta viðbótar áfall á okkur. Ég skil alveg að þeir sem telja sig eiga miklar peningalegar eignir innan bankanna, séu tregir til að sjá þær verðlækka að því marki, sem ég tel nauðsynlegt.
En, ég er í reynd að segja, að sú eign sem nemur mismuninum milli gengisins í dag og líklegs gengis eftir að höftin væru afnumin -ef við létum allt einfaldlega flæða út sem út mun þá flæða- sé í reynd þegar tapað fé, ekki raunveruleg eign.
Með öðrum orðum, að fjárhagslega bólan í hagkerfinu okkar sé því miður ekki enn að fullu koðnuð. Þetta sé restin af bólunni, og þegar búið sé að sprengja það kíli - sé því ekkert til fyrirstöðu að okkar gjaldmiðill verði gjaldgengur eins og hver annar þarna úti.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gjaldeyrisvarasjóður er það ekki bakveð fyrir erlendar lántökur til að greiða fyrir vöruviðskiptum?
EU fjármagnar ekki Ísland til flytja inn vörur utan EU eða hefur hag af því að Ísland flytji út til ríkja utan EU, hávirisauka tækifæri EU ríkjanna.
Hlutfallslega stór vaxtageiri kostar sitt. Eina sem réttlættir hann er hlutfallslega stór veltu viðskipti. Of stór fyrir innlands vsk framleiðsluna.
Júlíus Björnsson, 22.3.2011 kl. 02:04
Fyrir Ísland er sennilega mest skynsemi í slíkri notkun. En mjög varasamt er að nota slíkann sjóð til sveiflujöfnunar vegna hættu að hann geti allur tapast.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.3.2011 kl. 02:49
http://en.wikipedia.org/wiki/Special_Drawing_Rights
demands
Hér er ekkert sennilegt þetta er skilgreiningin. Hlutverk AGS er að koma á vöruviðskipta jöfnuði, aðilinn sem falsar gengið sitt [sá sem kann ekki bókhaldslegt jafnvægi] , hann er sá sem fer fram á afskipti AGS, vegna þess að kemur betur út gagnvart almenningi. Ísland eða fjármálgeirinn fær erlendar lánafyrirgreiðslur þá og því að eins að bakaveð séu til staðar. Hér voru veð um 2005: 50% of hátt metinn, þetta er búið að leiðrétta með stillingu krónunnar, og lækkun þjóðartekna í framlandi gagnvart umheiminum.
Júlíus Björnsson, 22.3.2011 kl. 04:40
Jú, rétt að skv. fyrirmælum AGS er Seðlabankinn farinn að nýta ástand viðskiptaafgangs til kaupa á gjaldeyri. Þ.e. hið besta mál.
Sannarlega eru AGS lánin hagstæðara lánsfé en þ.s. okkur hefur staðið til boða síðustu misseri. Það þíðir þó ekki að endurgreiðsla þeirra muni ekki reynast mjög þung.
Mér skilst að nettó viðskiptaafgangur hafi einungis verið um 4% af landsframleiðslu samanborið við að hann náði víst 11% brúttó. Greiðslur af AGS lánum hefjast á næsta ári.
Rétt að halda til haga, að greiðslubyrði gríska ríkisins í ár er víst rúmlega. 14,5% af tekjum þess, sem er ein af þeim tölum sem nefnd eru af ímsum erlendum hagfræðingum, til að sína fram á hve óskaplega erfið þeirra staða er.
Sömu tölur fyrir Ísland, ríkissjóðs Íslands vs. tekjur, er liðlega 16,5%. Það var á síðasta ári. Með AGS pakkann inni, verður hún enn hærri en það á næsta ári - og þá var miðað við spá ríkisstj. um tekjur er byggði á því að það yrði raunverulega hagvöxtur.
Því miður er ekki útlit fyrir hann, svo að sennilega rætist spá mín um að greiðslubyrðin verði í kringum 20% og síðan 22-23% með Icesave að auki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.3.2011 kl. 10:32
AGS byggir sitt mat líka á væntingu fræðinga hér, og gætir heildar hagsmuna ekki bara Íslands. Það hefur komið fram hjá þeim að endurreisin munu kosta almenna neytendur hér mikið til langframa. Fyrir utan þá er kannski hægt að segja að áherslu atriði gangi uppi.
Júlíus Björnsson, 22.3.2011 kl. 11:51
"AGS byggir sitt mat líka á væntingum fræðinga hér..."
Þ.e. einmitt veikleiki þeirra mats. Þeir fræðingar sem AGS byggir mat sitt á, hafa verið að ofmeta líkur á hagvexti sbr. spá Seðlabanka sem AGS hefur notað sem viðmið.
Þetta þíðir að þú þarft aðeins að niðurreikna væntingar, og samtímis auka væntingar um líkur um að áætlun gangi ekki upp.
AGS hefur eðlilega þá takmörkun, sem heimsstofnun geta þeir ekki verið sérfræðingar í öllum löndum, svo þeir treysta á "local" sérfræðiþekkingu - sem í okkar tilviki þíðir að þeir inbyrrða gallana í þeirri þekkingu sem þeir fá frá Seðlabankamönnum. Að auki grunar mig að AGS sé ekki vant míkróhagkerfum sem haga sér ekki algerlega eins og hagkerfi í milljónaþjóðfélögum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.3.2011 kl. 12:43
Endurreisn hlutfallslegasti stærsti vaxtageiri, var alfarið þverpólitísk ákvörðunarkrafa, í upphafi og við það breytti AGS áherslum sínum til að leiðrétta viðskiptamuninn við Alþjóðasamfélagið. Ég er alfarið á móti því að reyna að lifa á því að græða fé í útlendum til raka hallanna af Íslandi. Ég vil halda fjármagnskostnaði [Geira] í lámarki og auka innri virðisauka til styrkingar útflutnings hávirðisauka.
Þess vegna túlka ég allar status tölur á öðrum forsendum en stjórnsýslan hér. Ég segi ekki að hún sé að túlka hluti rangt, hún telur sig vera að túlka þá sér í hag, á sínum forsendum.
AGS vinur með gefnar forsendur að uppfylla markmið sinna hagsmuna aðila í heildina litið. Hann pínir ekki stjórnsýsluna til skera ekki niður vsk tækifæri. Hún vill borga fyrir endurreisn fjármálageirans.
Júlíus Björnsson, 22.3.2011 kl. 14:32
Punkturinn með míkróhagkerfi er sá, að samanborið við milljónahagkerfi hafa þau mjög óverulega framlegð á grundvelli heimamarkaðar og framleiðslu fyrir heimamarkað. Í milljónaþjóðfélögum stendur innra hagkerfið undir verulegum hluta þeirrar framlegðar er heldur uppi lífskjörum. Þannig, að þ.e. ekki eins "acute" áhrifin á lífskjör sem framkallast í slíkum löndum eins og hér, þegar hagkerfinu er snúið frá viðskiptahalla yfir í verulegann afgang.
Þ.e. alltaf möguleiki "popular revolt" gegn slíkri stefnu, meir hér, vegna þess að þörfin sem skuldirnar framkalla fyrir afgang næstu árin; þíðir í reynd alveg þráðbeint að lífskjör verða í mörg ár vel undir því sem hagkerfið gæti skaffað án skuldanna.
Freystingin er sterk, að framkvæma þ.s. Argentínumenn framkvæmdu, þegar þeir spörkuðu AGS á sínum tíma, kríngum 2000.
Fyrir okkur er A) að fylgja "austerity program" eða B)yfirgefa "austerity" valkostur.
B er fær leið vegna þess, að við erum með nægann útflutning. Þetta er ekkert endilega betra - en mörgum getur virst sú leið verðug íhugunar ef eins og mér sýnist, að greiðslubyrðin verði skv. minni allra svartsýnustu spá þ.e. á bilinu 20-23% af útgjöldum ríkisins.
Þ.e. gríðarlega erfitt að taka 1/4 ríkisútgjalda út fyrir sviga, þannig að allt það fé nýtist ekki hérlendis.
Auðvitað, ef sú leið væri farin að hætta að greiða, þá verðum við sennilega í ástandi að hafa ekkert lánstraust í mörg ár.
En, uppbygging er samt möguleg við slíkar aðstæður. Myndi krefjast mikils stjórnunaraga þó, því að þá mætti ríkið ekki taka of mikið af virðisaukanum til sín þannig að það geti farið af stað upphleðsla á virðisauka í einkahagkerfinu.
Þetta væri seinfær útleið úr kreppu þó.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.3.2011 kl. 14:51
Írar hugleiða gjaldþrot fjármálgeira, benda á að einmitt Argentína vegna auðlinda hafi þetta marg borgað sig. 92% markaðar eru utan EU og nóg eftir spurn eftir öllu sem er raunverulegt í framtíðinni. Litlar fullvinstur geta selt hávirðisauka inn á litla hjá tekju markaði. Því fleiri því minna velta og minni áhætta. Fjarlægðir og tungumála örðugleikar er hindranir fortíðarinnar.
Júlíus Björnsson, 22.3.2011 kl. 15:01
Ég mæli með að Írar geri fjármálakerfið sitt gjaldþrota. Mér finnst neðangreint magnað. Skil vel miðað við þær fréttir, að þeim sé gersamlega að fallast hendur:
Irish banking assistance rises to record €187bn
The ECB is succeeding in its mission to wean Irish banks off emergency eurozone support – but at a cost. Data from the Irish central bank suggest that support for Ireland’s banking sector rose €18.9bn in the month to February 25 to stand at €70.1bn (red on the chart). ECB support fell €9bn to stand at €116.9bn (blue on the chart). This means that combined assistance rose €10bn to €187bn, a new record. As you can see on the chart, combined assistance (the total height of the bar) dipped in the month to January, but has now risen again, suggesting banks’ needs are growing.
For the Irish central bank, assistance to the banking sector (under “Other assets”) now constitutes more than a third of total assets. Indeed, assistance for banks is approaching half of the country’s GDP. As David Owen, chief European economist at Jeffries points out: “There is a school of thought that this €70bn or so of emergency liquidity is a contingent liability of the Irish state and so should be treated as such. If so, then outstanding Irish government debt-GDP could soon be heading towards 175 per cent. It will be interesting to see what the IMF says on the subject, when it publishes its assessment of the economy and debt dynamics 15 March.” Indeed it will.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.3.2011 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning