Enn einu sinni, eys Þorsteinn Pálsson, úr sínum brunni um meint eða raunverulegt gæfuleysi krónunnar, en í þetta sinn er Steingrímur J. ekki síður skotmark hans!

Þorsteinn Pálsson er þarna að svara fyrir sitt leiti ummælum Steingríms J. á Alþingi í sl. viku:

"Í fyrsta lagi fullyrti hann að krónan hefði verið til mikillar gæfu fyrir útflutningsgreinarnar og skaðlegt væri að tala hana niður. Í annan stað upplýsti hann að engin framtíðarstefna yrði mótuð af hálfu ríkisstjórnarinnar nema krónan yrði þar jafn kostur á við aðra."

  • Fyrri fullyrðingunni svarar hann með þeim hætti, að flest stærstu útflutningsfyrirtæki landsins ásamt landsvirkjun landsins, geri upp í erlendum gjaldmiðlum ekki krónum - sem hann afgreiðir sem þeirra atkvæði gegn krónunni. Hann íjar að því að ef krónan væri þeirra hagur, eða e-h í þá áttina, myndu þau fyrirtæki gera upp í krónum.

Fyrirtæki gera upp í þeim gjaldmiðlum sem þau hafa megnið af tekjum sínum í

Ég ætla að svara þessu í stuttu máli. En, í þessum tilvikum erum við að tala um aðila sem hafa tekjur sínar að megni til í erlendum gjaldmiðlum. Landsvirkjun selur langtum megnið af rafmagni sínu í dollurum og fékk heimild því til að gera upp í dollurum. Aðilar geta fengið að gera upp í erlendum gjaldmiðli, einmitt ef meir en 50% tekna þeirra er í þeim erlenda gjaldmiðli. Þessi röksemd að þetta sé einhvert atkvæði þess aðila gegn krónunni, eiginlega gengur ekki upp - því þ.e. klárt að hagstæðast er alltaf að hafa uppgjör í þeim gjaldmiðli sem þú hefur aðaltekjur þinar í. Landsvirkjun að sjálfsögðu er ekki að lísa yfir frati á Evru með því að gera upp í Dollar, fremur en að LV er að lísa yfir frati á krónu.

Þetta er einfaldlega dæmi um nútímaviðskiptahætti. Það sama á við útflutningsfyrirtæki, að ef megintekjur þeirra eru í Evrum hentar þeim að hafa uppgjör einnig í Evrum. Þetta snýst ekkert um atkvæði með eða móti einhverjum tilteknum gjaldmiðli. Heldur það, að með því að hafa uppgjör í sama gjaldmiðli og þú hefur megintekjur í, þá er áhætta vegna gengissveiflu lágmörkuð. Ég bendi fólki á, að Dollar vs. Evra á sl. ári sveiflaðist a.m.k. 20% innbyrðis ef sveiflutopparnir eru teknir. 

Gjaldmiðlar sveiflast, bæði stórir og smáir. Smáir vanalega e-h meir, en þ.e. enginn gjaldmiðill til sem sveiflast ekki. Evran féll e-h um 20% þegar sem dæmi krísan á Grikklandi hófst. Þannig, að fyrirtæki sem alltaf eru að leita leiða til að lágmarka sinn kostnað, eðlilega kjósa að gera upp í þeim gjaldmiðli sem þeirra megintekjur eru bundnar í.

Þarna er Þorsteinn og aðrir skoðanabræður í reynd - strámenn.

 

  • Síðan fordæmir hann seinni hluta ummæla Steingríms J. og segir skýra stefnu um gjaldmiðilinn meginatriði í mótun efnahagsstefnu til framtíðar. Stefnan verði án innihalds, ef hún eigi að snúast um að bjóða upp á tvo jafna valkosti. Hann segir ráðherra tala hver í sína áttina, fyrirtækin og almenningur viti ekki hvert ber að halda. Ummæli Steingríms J. veiki samningsstöðu Íslands gagnvart ESB, með sama hætti og fíflaleg að hans mati ummæli Ólafs Ragnars um að krónan hafi tryggt Íslandi betri útkomu úr kreppunni um hjá ímsum öðrum þjóðum, skaði.


Athygli vekur tónninn í greininni! -

Gæfukenningin um hrun krónunnar

  • Þorsteinn - fæ ég ekki betur séð - er bitur.

Mér finnst sérstaklega merkileg kenningin, að það veiki samningsstöðu Íslands gagnvart ESB að halda fram krónunni sem valkosti. 

En, vanalega þegar samið er við aðila, þá er það talið styrkja samningsaðstöðu að sína fram á, að þú hafi valkosti í stöðunni. Þannig, að þú sért ekki með allt þitt undir, að ná samningi við mótaðilann.

Að þvert á móti, það að sannfæra sjálfan þig um að, þinn eini möguleiki á góðri framtíð, sé að ná samningum - veiki þína stöðu.

Þá, sjái mótaðilinn að þú eigir allt undir að ná samningum við sig, og sér síður ástæðu til að gefa eftir.

Þetta er klassíska dæmið um að semja á markaði - menn geta ímyndað sér sem dæmi, að einstaklingur myndi mæta á bílasölu þ.s. notaður bíll er til sölu, og sannfærir sjálfan sig um - talar einnig um það opinberlega þannig að mótaðilinn heyrir - - að eini möguleiki hans á góðri framtíð sé að kaupa þennan tiltekna bíl.

Er það þá ekki klárt, að þá hefur mótaðilinn öll spil í hendi - vegna þess að þú sjálfur hefur gefið alla samningsstöðuna frá þér, og þú hlýtur að enda með samning sem sé algerlega mótaðilanum í hag?

Sko, það sem er hættulegt í samningum, er einmitt afstaða eins og afstaða Þorsteins Pálssonar, að eini möguleikinn í stöðunni sé að ná samningum - annars sé allt í eilífum vandræðum.

Þessi harðlínustefna - ég verð að segja það - öfakenndra krónuandstæðinga; er einmitt þ.s. er stórkaðlegt fyrir íslenska hagsmuni í dag.

En, til að setja hegðun þeirra í samhengi; ímyndum okkur að forstjóri fyrirtækis myndi koma fram ítrekað - - í kjölfar þess að fyrirtækið missti stórann sölusamning og bréf þess hrundu verulega í verði, þrátt fyrir að fyrirtækið hefði síðan snúið rekstri sínum í hagnað og skilað 2. ár í röð uppgjöri í plús en ekki mínus, bréfin væru fyrir bragðið farin að hækka á ný - - og segja að bréfin okkar eru ónýtur pappír og eina von okkar er að sú yfirtaka stærra fyrirtækis sem við erum að semja við nái fram að ganga.

Ég myndi búast við því að hluthafarnir myndu bregðast reiðir við, því jafnvel þó þeir væru sammála yfirtökunni, þá er skaðlegt að tala niður bréfin því þá fá hluthafarnir væntanlega minna fyrir þau. Að auki, því sterkari stöðu sem fyrirtækið virðist hafa, því hagstæðari díll ætti að koma úr yfirtökunni.

Þorsteinn virðist meina, að það þveröfuga eigi við - að það sé rétt af forstjóranum að tala niður virði fyrirtækisins, að forstjóri í þessu tilviki eigi einungis að skoða yfirtökuna sem hin eina mögulega framtíðarmöguleika fyrir reksturinn - alls ekki hinn möguleikann sem jafnan að það fari engin yfirtaka fram; jafnvel þó það væri einungis liður í að sýna fram á við samningsborðið að þú hafi aðra möguleika en að ljúka samningum.

Það er einmitt það sem er hættulegt - að láta fólk semja fyrir okkar hönd - sem er haldið þeirri meinloku - að samningar séu okkar eina von!

Þorsteinn virðist líta svo á að heimskir stjórnmálamenn séu að skemma fyrir samningsferlinu - með því að tala í hina áttina við áróður hans skoðunarvina - og leitast við að sína fram á að Ísland hafi alveg hreint ágæta möguleika aðra en þá sem felast í núverandi samningsferli.

Það er magnað hvernig heittrúar afstaða getur verpt huga fólks - Þorsteins Pálssonar í þessu tilviki.

Síðan, vegna þess að menn eins og Þorsteinn - okkar efnahagsráðherra, trúa því að eina von okkar sé bundin í upptöku Evru.

Þó svo allir viti að það muni taka fjöldamörg ár - sbr. 2020 áætlun ríkisstj. um það að Ísland verði búið að ná markmiðum um Evru árið 2020 þ.e. eftir 9 ár. Ef þá er lokaskilyrðið um það að halda gjaldmiðlinum stöðugum í 2. ár, þá bætast þau við og árin verða 11.

Þá stefnir í, að nánast ekkert verði gert til þess að losa um hömlurnar á atvinnulífinu yfir þetta tímabil. En, efnahagsmálaráðherra hefur gefið sterklega í skin að höft verði að vera svo lengi Ísland býr við krónu.

 

Að sjálfsögðu eru vandamál í krónu hagkerfinu okkar, en þá á að ganga í það verk skref fyrir skref og leisa þau!

Stærsta er sennilega hve óskaplega útbólgið okkar fjármálakerfi er:

(Þeir sem vilja skoða gögn seðlabankans geta gert það um stöðu bankakerfisins í bankatöflum Seðlabankans.) Sjá stöðu des. 2010.

  1. Innlendar eignir alls 3.000.379 þ.e. 200% þjóðarframleiðsla.
  2. Innlendar skuldir alls 3.434.835.
  3. Peningamagn og sparifé M3,  1.457.517.
  4. Peningamagn og almennt sparifé M2, 951.155.
  5. Peningamagn M1, 498.804.

Til samanburðar er landsframleiðsla sl. árs skv. AGS um 1.500ma.kr.

Það sem ég fæ ekki til að ganga upp, er ofangreint umfang skuldbindinga og eigna í krónum, sem allt þarf að ávaxta innan okkar hagkerfis - sem eftir allt saman er helmingi minna en heildarumfang ofangreindra skuldbindinga og að auki er enn í samdrætti.

En þetta er vandi sem við munum ekki komast hjá að leisa sjálf.

  • Ég verð að segja, að heildarumfang skuldbindinganna að ofan er einfaldlega 2-falt of mikið.
  • Sem segir, að þær eignir/skuldir verði að verðfalla 50% eða með öðrum hætti skera niður um 50%. 
  • Þetta sannarlega hangir yfir okkur sem myllusteinn - og ég skil alveg örvæntingu þeirra sem eiga miklar fjárhæðir bundnar innan peningakerfisins hér - en mjög klárt er að þetta ástand er algerlega ósjálfbært.
  • Í örvæntingu leita menn gjarnan að einhverju strái til að toga í. Lausnarorðið virðist vera upptaka Evru og draumurinn að Evrópa/Seðlabanki Evrópu fáist til að losa okkar fjármálamenn úr snörunni, sem þeir sjálfir hafa komið sér í.
  • Þaðan kemur draumurinn um tengingu við Evru þegar eftir samþykki Aðildarsamnings. Sem virðist innibera þann draum, að samþykkt verði þá tenging skv. cirka núverandi gengi krónu við Evru.
  • Síðan virðist vera draumurinn, að aðilarnir geti þá skipt krónum í Evrur og á meðan verji Seðlabanki Evrópu krónuna falli - sem er það sama að þeir ímyndi sér að Seðlabanki Evrópu sé til í að dæla hingað stórfelldum peningaupphæðum til okkar - þráðbeinn fjárhagslegur styrkur, sem auðvitað er sama og segja að skattborgarar Evrópuríkja eigi að borga þetta; og þannig standa strauminn af kostnaðinum við það að vinda kúfinn af ísl. fjármálakerfinu.
  • Í þessu samhengi, má finna reiðinni hans Þorsteins stað, því þ.e. virkilega svo að miðað við ofangreinda stöðu, þá sjá aðilar með miklar eingir á pappírnum, þ.s. einu von sína skjóta upptöku Evru.

Vandinn er sá, að Seðlabanki Evrópu er ekki góðgerðarstofnun - ekki einu sinni fyrir ríka á pappírnum Íslendinga.

Sannleikurinn er sá, að þunginn í umræðunni - reiðin sem má finna stað í ummælum Þorsteins Pálssonar; er vegna örvæntingar innlendra fjármálamanna yfir stöðu, sem fullkomlega er öruggt að getur ekki gengið til lengdar. Þetta á eftir að hrynja og þá tapa þeir mjög miklum upphæðum. Þegar örvænting knýr þína hugsun, ertu til í að rökstyðja þína eiginhagsmuna knúðu skoðun, á hvaða rökum sem er - að örvænting býr undir sést ekki síst á hörkunni í ummælum þeirra aðila sem fara fyrir þeirri skoðun, að það verði að taka Evru upp sem fyrst.

Þeir verða því mjög reiðir þeim sem dyrfast að höggva holur í þá línu sem þeir hafa sett fram!

En það er ekki af ástæðulausu að ERM II kerfið eða hliðið að Evrunni, var sett á fót.

En, prinsippið er að þegar Seðlabanki Evrópu skiptir á gjaldmiðli ríkis og Evru, þá sé um að ræða því sem næst jöfn skipti.

  1. Með liðlega 2 þjóðarframleiðslur af eignum vs. skuldum innan krónuhagkerfisins.
  2. Bætum við krónubréfum - sem munu auka hér peningamagn, þegar losað er um þau.
  3. Síðan aflandskrónur, sem einnig þarf að veita aðgengi - en þetta einnig eykur peningamagn.
  4. Munum, að hagkerfið var í samdrætti um 1,5% á 4. ársfjórðungi 2010, ekkert bendir til hagvaxtar nú. Samdráttur sl. árs var 3,5% yfir árið í heild.
  • Tekið saman, alltof miklar skuldbindingar innan kerfisins - 2. þættir sem munu auka peningamagn; og síðan að landsframleiðsla er enn að skreppa saman.
  • Þá er klárt, að mjög mikil lækkun á gengi krónunnar mun verða ef höftin eru losuð - að þau eru stífla. 

Þetta þíðir að sjálfsögðu - að það er mjög lang frá því að um jöfn skipti væri að ræða á krónu vs. Evru á genginu 1/150 eða því sem næst, sem er draumagengið Evrusinna.

Miðað við aðstæður, sýnist mér aflandsgengi krónu um 1/270 í reynd vera nærri réttu! En, þá myndu skuldbindingar í krónu vera tæplega helmingi verðmynni sem miðað við alltof mikið umfang skuldbindinga innan fjármálakerfisins miðað við núverandi krónugengi, væri til muna sjálfbærari staða.

Það er að sjálfsögðu fullkomlega útilokað að stofnanir ESB samþykki, að tengja krónu við Evru á svo yfirmáta ósjálfbæru gengi.

Stofnanir ESB hafa færa sérfræðinga, sem kunna að lesa í tölur, og það skiptir í reynd engu máli, hvað einhverjir pólitíkusar hér segja - að einföld skoðun á raunveruleikanum er sú, að krónan á genginu 1/150-160 vs. Evru er alltof hátt skráð.

Tenging á því gengi er í reynd ekki raunverulegur möguleiki - en kostnaður við tenginu á því gengi er sá sami og tjón þeirra aðila sem eiga eignir í krónu sem í dag eru metnar á liðlega 2. þjóðarframleiðslur verður ef gengið fellur í cirka 1/260-280 - þ.e. til þess að það geti staðist þyrfti Seðlabanki Evrópu að verja cirka einni þjóðarframleiðslu Íslands í frýjar peningagjafir til þeirra íslensku aðila, sem þá munu snarlega skipta sínu fé í Evrur.

Þessi gerningur myndi fela í sér, stórfelldan gjafagerning til okkar íslensku fjármálamanna - og allur málflutningur heitra Evrusinna felur einmitt í sér að okkar eina von sé að skipta yfir í Evru hið snarasta; sem einfaldlega þíðir að íslenskir fjármálamenn sjá það sem sína einu von að evrópskir skattgreiðendur, sjái aumur á þeim og gefi þeim í reynd fullt af peningum.

Svo, dirfast þeir hinir sömu að halda því fram, aðilar sem ætla að senda evrópskum skattgreiðendum reikninginn fyrir sínar vitlausar ákvarðanir í fjármálum á sl. áratug, að þeir sem ekki vilja greiða Icesave rukkun Hollendinga og Breta séu vondir við þeirra skattgreiðendur. Getur skynhelgin mögulega verið meiri en þetta?

 

Niðurstaða

Evran er eina vonin, er söngurinn sem sunginn er í fjölmiðlum - af þingmönnum Samfó og öðrum aðildarsinnum. En, hatrammasti hópurinn, sá sem lætur verst - þeir sem ganga harðast fram um það að Ísland gefi allt eftir í Icesave hið fyrsta - láta mest með hið meinta tjón sem töfin að ganga frá Iceave á að hafa valdið, og þeir sem hvað mest taka upp í sig um það hve krónan á að vera ónýt - að eina von þjóðarinnar til framtíðar sé að taka upp Evru hið allra fyrsta.

Það eru einmitt fjársterkir aðilar sem raunverulega sjá sæng sína uppbreidda - þeir eru drukknandi menn - sem skýrir hvers vegna þeir eins yfirmáta hatrammir og þeir eru í sinni afstöðu.

Þess vegna, eru þeir til í að verja til þess miklum peningum, sem munu hvort eð er tapast, til að kosta mjög dýrar áróðursherferðir fyrir að samþykkja Iceave - því að Icesave er hindrun í átt að vegferð í til aðildar að ESB þ.e. í átt til Evru.

Þó þeir neiti því, hefur ofsinn í ESB málinu af hendi ESB sinna og heitra Evrusinna, alltaf snúist um að þeir eru til í að samþykkja nánast hvað sem er svo þeirri hindrun sem Icesave málið er hugsanlega og líklega í samningum við ESB um aðild, verði rutt úr vegi.

En, fyrir þá aðila sem geta séð fram á að tapa nærri því heilli þjóðarframleiðslu af peningum, þá eru Icesave milljarðarnir ekki það mikið. Þeim vex það alls ekki í augum.

En, málið er - þetta snýst um mjög hatramma hagsmunabaráttu mjög fjársterkra aðila, sem eru örvæntingafullir vegna stöðu peningahagkerfisins okkar, sem vita að sú staða er ósjálfbær - og eru til í að ljúga hverju sem er, virkilega hverju sem er; til að vinna draumi sínum brautargengi sem virkilega í þeirra augum er síðasta hálmstráið.

Kaldhæðnin er síðan, að sá draumur er vonlaus - því Seðlabanki Evrópu er ekki á leiðinni, að samþykkja eitthvað eins fáránlegt og það, að hann taki tapið sem annars verður af öxlum ísl. fjármálamanna.

Ísland og ísl. fjármálamenn, munu þurfa að taka þetta tap á sig - það virkilega er engin undankoma!

Stofnanir ESB munu segja okkar samningamönnum, að gengið 1/150-160 sé alveg út í bláinn, sbr. nýleg ummæli Olli Rehn að hans stofnun sé til í að veita Íslandi sérfræðiaðstoð um það að afnema höftin. En, það þíðir einfaldlega að Olli Rehn sagði efnahagsmálaráðherra Íslands, röðin er að þið losið höftin og síðan getum við komið til skjalanna.

Þannig, að þegar búið er að láta krónuna falla um cirka 50% - taka kúfinn af þ.e. krónubréf og aflandskrónur; þá muni ESB vera til viðræðu um tengingu.

Þetta er mjög eðlilegt, því tenging er aldrei sjálfbær nema skiptigengið sé sjálbært þ.e. það sé nokkurn veginn við eðlilegt markaðsgengi beggja gjaldmiðla hvor gegn öðrum.

Ef ójafnvægi skapast á milli, er eingöngu hægt að verja gengi með stórum gjaldeyrisvarasjóð. Og, ef það vex umfram getu slíks sjóðs fellur tengingin.

Þannig, að það er alltaf grundvallar atriði að festa gengi við skráningu sem sé því sem næst við markaðsgengi. Og eina leiðin til að fá það fram, er með því að afnema höftin. Þannig, að Ísland mun ekki fá tengingu nema að fyrst sjálft að Ísland afnemi núverandi höft og taki á sig það tjón sem annars verður.

Stofnanir ESB ætla ekki að taka það tjón af okkur - um það mun aldrei semjast! Slíkar hugmyndir eru draumórar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Mikið óskaplega var þetta langt  mál um mikilvæg mál,sem greinarhöfundi verða lítið efni.

Eiður Svanberg Guðnason, 19.3.2011 kl. 21:34

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Upptaka evru þýðir að hætt veður gefa út krónur og í stað keyptar evrur frá Seðlabanka Evrópu, sem er ákveðin árlegur skammtur miðað við raun hagvöxt á 5 ára tímbilum. Þannig að svigrúm til að auka hagvöxt mun minnka í samræmi.  Við lærum að lifa af 50% lægri þjóðarekjum í samburði eins og um 1912.

Júlíus Björnsson, 20.3.2011 kl. 02:46

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takk fyrir góða og gagnmerka grein.

Gunnlaugur I., 20.3.2011 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband