16.3.2011 | 22:36
Kjarnorkuslysið í Japan, er farið að hafa áhrif á kjarnorkuáætlanir annarra landa. Spurningin er, mun þetta flýta fyrir hækkun olíuverðs í heiminum á áratugnum!
Ákvörðun Angelu Merkel að loka tímbundið 7 kjarnorkuverum í Þýskalandi, þ.e. öllum þeim sem reist voru fyrir 1980, er þegar farin að áhrif á orkuverð í Evrópu. En, til stendur að taka þau til mjög nákvæmrar skoðunar - ákvörðun um framhaldið svo tekin síðar.
Í dag tilkynnti ríkisstj. Kína um það, að áætlanir um stórfellda uppbyggingu kjarnorkuvera þar í landi, hefði verið slegið á frest. En, Kína hefur ástæðu til að skoða atburðarás þá er hratt af stað kjarnorkuvandræðunum í Japan af sérstakri nákvæmni, enda einnig land þ.s. öðru hvoru verða stórir jarðskjálftar.
Daiichi verið í borginni Fukushima, er gamalt vatnskælt kjarnorkuver - sem er auðvitað ástæða vandræðanna, því í Japan er einungis þægilegur aðgangur að miklu magni af vatni við ströndina. Í dag eru einnig til tegundir kjarnaofna sem nota fljótandi salt, köfnunarefni, helíum, fljótandi blý o.s.frv.
Megnið af kjarnaofnum í heiminum, er þó vatnskældir að mörgu leiti sambærilegir þeim japönsku, en þá gjarnan hafðir nærri stórum stöðuvötnum eða ám - til að þægilegt sé að endurnýja kælivatn. En engar stórar ár eru í Japan.
----------------------------Fréttir
China suspends approval of nuclear plants : "Until the nuclear safety plan is approved, we will suspend approvals of new plants including those in the pre-development phase, said the State Council, the Chinese cabinet, after a meeting on Japan's nuclear situation." - "China plans to build 40GW of new nuclear capacity in the next five years and has 27 reactors under construction." - "According to the World Nuclear Association, 160 nuclear projects have been proposed in China." - "The announcement comes amid mounting popular concern and panic in China..."
Electricity prices jump in Europe :"The cost of baseload power the kind of electricity supplied permanently to the grid for delivery in April in Germany jumped as much as 17.9 per cent to a session high of 64.25 per megawatt hour." - "The jump on Tuesday was the biggest one-day move since 2003. One-month ahead prices have risen 27.9 per cent since the earthquake and tsunami struck Japan on Friday." - "These day-on-day gains are huge, and will impact markets all over Europe, said Zoe Double, at ICIS Heren, the energy markets data provider, in London." - "Prices across other markets, including France, and Spain, also surged."
Europe Split on Nuclear Power Debate :"France, Russia, Turkey, the Czech Republic, Italy and Poland have chosen not to follow the lead of Germany and Switzerland...have instead criticized calls for immediate shutdowns as rash." - "In Moscow Wednesday, Russian President Dmitry Medvedev and Turkish Prime Minister Recep Tayyip Erdogan said the two countries won't change their plans for Russia to build Turkey's first nuclear power." - "French Prime Minister Francois Fillon said the country, which gets more than 75% of its power from nuclear energy, would inspect all its nuclear reactors for safety..." - "Polish authorities said they remain committed to building two nuclear power plants, each with a 3,000 megawatt capacity." - "Czech prime minister Peter Necas staunchly defended the country's $25 billion nuclear expansion. Mr. Necas Tuesday called Germany's decision to shut reactors a "cheap trick to make the public nervous.""
Fresh nuclear concerns hit Japan :"Tepco...said an estimated 70 per cent of the nuclear fuel rods had been damaged in the No 1 reactor and 33 per cent in the No 2 reactor." - "There were increased reports of injuries among the 50 or so workers remaining at the plant. Tepco evacuated 740 non-essential personnel on Tuesday. Those 50 will be seriously damaged (by radiation), a government official said. Japanese people have to thank them a lot. Its a kind of sacrifice." - "Meanwhile the official death toll from Fridays tsunami continues to rise. On Wednesday afternoon more than 4,340 people had been confirmed dead, with more than 9,000 still missing. Millions of people remain without power and at least 344,000 are being housed in 2,400 emergency shelters."
Reactor Type, Weather Affect Radiation Risk :"Typically, the reactor's fuel rods are plated with zirconium. When the core temperature rises to about 1,500 degrees Fahrenheit in the initial stages of a meltdown, this cladding begins to buckle and blister. That causes cracks in the shielding around the rods that allow radioactivity to escape into the vessel, where it could be released in vented steam." - "If core temperatures soar to about 2,600 degrees Fahrenheit, the fuel rods would liquefy and slump to the floor in a full-scale meltdown. Depending on the building's design and the extent of other damage, the molten core material could simply puddle on the containment lining of the floor. If it does melt through the containment vessel, it would hit the underlying concrete and react violently with it, releasing more radioactive materials." - "In the worst case, the melting fissionable material could concentrate to create a critical mass, with the risk of an explosion. That material could then escape to the outside via any cracks or fissures in the containment vessel. ruptures that could have been caused by exploding hydrogen or other means."
----------------------------Innskoti lokið!
Spurning um áhrif á orkuverð í heiminum!
Vandinn er sá, að víðast hvar er engin skammtímalausn í boði nema að auka brennslu á kolum eða olíu eða gasi; ef ákvörðun er tekin um að fresta eða hætta við að reisa frekari kjarnorkuver.
Ef, áhrif kjarnorkukrýsunnar í Japan verða mikil, þá getur þetta flýtt fyrir þeirri hækkun orkuverðs í heiminum sem fyrirsjáanleg er á þessum áratug. Því, þá eykst eftirspurn eftir olíu enn hraðar án þess að nokkurt útlit sé fyrir að hraðinn á innkomu nýrra olíulinda til framleiðslu geti aukist.
Þetta leggst saman við krýsuna í Arabaheiminum, sem enn getur blossað harkalegar upp en fram að þessu, ef vandræði hefjast í Saudi Arabíu - sem er sérkennileg leyf af miðaldarstjórnarfari á 21. öld.
En, hækkanir á orkuverði í Evrópu bætast við þær sem þegar eru orðnar á árinu, og auka verðbólgu - og að auki slá á hagvöxt.
Hve alvarleg verður kjarnorkukrýsan í Japan?
Það virðist ljóst að þegar er orðinn óbætanlegur skaði í Daiichi verinu, þannig að vinnsla þar mun aldrei hefjast á ný. En, ljóst virðist að hluta bráðnun eldsneytisstanga hefur átt sér stað, hlífðarkápa um úranstengurnar því orðin ónýt og geislavirkar sameindir farnar að leka út ofninum sjálfum vegna þess, að hlífðarkápa um hann virðist hafa skemmst í einni sprengingunni sem varð um daginn.
Ef ég ætti að koma með ráðleggingu, þá væri hún sú að Japanar grípi til sama ráðs og Rússar gripu til í Chernobyl þ.e. að steypa utan um leka ofninn kápu af nægilegri þykkt. Betra að framkvæma það verk, áður en bráðnun heldur áfram á næsta stig - og úranið ef til vill bræðir sig í gegnum málmgólf ofnsins og niður í steynsteypulag þar fyrir neðan. En, ef helvíti nógu mikið af steypu er hellt yfir, af þeirri gerð er harðnar hratt - þá ætti að vera hægt að loka hann einfaldega þar inni og málið úr sögunni a.m.k. í bili. Þá kannski tekst að forða því, að sambærileg sprenging eigi sér stað og varð í sjálfum ofninum á Chernobyl verinu sem dreifði geilsun yfir hundruð ferkílómetra svæði í Evrópu.
Ef þarf að steypa alla ofna versins inni, þá "so be it."
Þetta er sennilega það skársta sem hægt er að gera úr þessu.
Kostir og gallar kjarnorku!
Klárt af þessu, að hættan við kjarnorkuver er "non trivial". Þetta þarf þó að hugsa í samhengi við hvað annað er í boði. En, sem dæmi ef Japanar myndu loka öllum kjarnorkuverum sínum, sem framleiða e-h um 25% raforku í Japan, þá myndu þeir þurfa að brenna meiri olíu í staðinn til raforkuframleiðslu - sem öll væri innflutt.
Punkturinn sem ég kem með er sá, að aukin brennsla óhjákvæmilega eykur loftmengun þá í borgum í Japan, og þar með fjölda þeirra á ári sem deyja af völdum lungna sjúkdóma t.d. lungnakrabba orsakaða af loftmengun.
Rétt er að benda á, að fram að þessu hefur enginn dáið vegna vandræða Fukushima Daiichi kjarnorkuversins. Á sama tíma og 4.340 lík hafa fundist og 9.000 er enn saknað af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar. Þeir sem fram að þessu geta orðið fyrir alvarlegri geislun, eru aðeins þeir 50 tæknimenn sem enn starfa að neyðaraðgerðum í verinu.
Skaðinn þarf ekkert að verða neitt umtalsvert meiri en þetta, þó svo hann geti sannarlega orðið það - ef allt fer á versta veg og t.d. Japanar bíða of lengi með að grípa til þeirrar sömu lokaneyðaraðgerðar er Rússar gripu til í Chernobyl, þ.e. grípa ekki til þess fyrr en um seinan er að koma í veg fyrir spreningu í sjálfum ofninum.
Eina sem við getum gert, er að bíða með öndina í hálsinum eftir því hvað gerist í Japan.
Perfect Storm!
Versta atburðarás, þannig að sprenging verði í a.m.k. öðrum af vandræða ofnum Daiichi versins í Fukushima , vindátt snúist frá því að blása af landi og út á haf og blási í staðinn geislavirkum gufum yfir Fukushima og nágrenni. Milljónir íbúa Fukushima og nágrennis fluttir á brott. Fukushima leggist að hluta varanlega í auðn vegna geislavirkni, en stærri hluti tímabundið.
Afleiðing, 3. stærsta hagkerfi heimsins, verður fyrir óskaplegu efnahagstjóni - Japan lendi í greiðsluvandræðum með næst stærstu ríkisskuldir heimsins.
Afleiðing - "trigger event" fyrir heimskreppu.
Þetta þarf alls ekki að fara nándar nærri þetta ílla. Í besta falli, þá er steypt hratt yfir biluðu ofnana, og frekari geislun út í umhverfið stöðvuð a.m.k. næstu áratugina.
Niðurstaða
Japan allt í einu orðið mesta hættan fyrir heimshagkerfið. Í besta falli, getur Japan enn sloppið við það að kjarnorkuslys verði nándar nærri eins slæmt og í tengslum við Chernobyl verið. Þá, sennilega ræður Japan við það áfall sem jarðskjálftinn hefur framkallað og heimshagkerfið verður ekki fyrir nokkru tiltakanlegu tjóni.
En möguleikinn er sannarlega fyrir hendi á mun verri útkomu.
Fyrir utan þetta, getur kjarnorkukrýsan í Japan seinkað eða komið í veg fyrir plön úti um heim um frekari nýbyggingu kjarnorkuvera. Ef mikið verður um slíkt, þá mun olíuverð hækka enn hraðar á næstu árum en ég fram að þessu hef reiknað með.
Fyrir okkur, þá þíðir hækkað olíuverð að við verðum að hraða sem mest við megum, framleiðslu á innlendu eldsneyti. Einfaldast er að láta landbúnaðinn okkar framleiða metan, sem hann getur a.m.k. gert fyrir hluta bílaflotans. Auk þessa, er mögulegt að rækta repju og framleiða repjuolíu. Það er önnur möguleg hlutalausn. Síðan, er það framleiðsla á metanóli - sem einnig er hægt að brenna á sprengihreyflum.
En, ef landbúnaðurinn fer að gera þetta, þá mun þjóðhagleg hagkvæmni hans aukast mikið, eins og ég hef áður bent á. Ég vil frekar fókusa á þá leið, en eins og vinir okkar í Samfó vilja þ.e. að leggja sem mest af innlendri framleiðslu niður og þess í stað flytja sem mest inn, sem þeir halda fram að muni spara almenningi peninga. En, ég tel það vera skammsýni, ekki síst ef olíuverð mun hækka enn - enn hraðar, en ég hef áður talið. En, þá hverfur sá kostnaðarmunur sem nú er á innfluttum matvælum og innlennt framleiddum vegna aukins flutningskostnaðar af völdum olíuverðshækkana, sem okkar landbúnaður getur varist með því að skipta yfir í eigin framleitt eldsneyti; og það enn hraðar en ég hef fram að þessu álitið. Þá eru ekki mörg ár í það, að sá meinti hagur af innflutningi hverfi.
En, ef við ætlum að láta landbúnaðinn okkar framleiða sem mest eldsneyti, þá er rangt að kasta honum út í hagsauga fyrst.
En, ég tel að olíuverðshækkanirnar þegar þær ganga í garð fyrir alvöru, muni breyta heimshagkerfinu þannig, að draga mun úr verslun sem inniber flutninga á varningi langar leiðir, og að hagkvæmara verði að framleiða eins mikið á hverjum stað og framast unnt er. Aðkeypt verði einungis þ.s. ekki er hægt að framleiða í hverju landi fyrir sig. Nema, þegar lönd liggja hlið við hlið - landamæri við landamæri, og samgöngur eru greiðar á milli t.d. eins og á meginlandi Evrópu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2011 kl. 12:14 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekki spurning um að halda, við erum í upphafi heimskeppu sem leggst þyngst á EU og þeirra skuldunauta.
Nú slæmt fyrir EU alþjóða langtíma markmið að byggja upp hávirðisauka í löndum sem kölluðust þriðju heimurinn. Hávirðisauki kostar hráefni og orku og vinnuafl. Veikileiki EU er að hana skorti hráefni meir en flesta aðra Risa. Fréttflutningur þaðan er eins og frá USSR í gamla daga.
Júlíus Björnsson, 16.3.2011 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning