Það á að láta þjóðina borga pólitíska gæðinga út úr krónunni, og síðan standi hún eftir með skuldina!

Ég hef áhyggjur að þeirri aðferð, sem stjórnarflokkarnir virðast ætla að beita til þess, að vinda ofan af gjaldeyrishöftunum, þ.e. smám saman. En, þá á að hleypa út völdum aðilum. En, einmitt sá hlutur skapar óskaplega mikla hættu á spillingu, vegna þess að það getur skipt miklu fjárhagslegu máli hve framarlega þú færð að vera í þeirri goggunarröð.

Lilja Mósesdóttir nefndi áhugaverða hugmynd í Silfri Egils sl. Sunnudag. En, Friðrik Jónsson bloggari og fyrrum starfsmáður Alþjóðabankans, hefur útskýrt þá hugmynd á sínu bloggi með ágætum. Sé ég þess kost vænstan, að vitna í hans útskýringar - sem mér sýnast góðar og gildar. Síðan er einnig áhugavert að lesa svör hans við gagnrýni er hann fær m.a. annars frá þekktum stjórnarsinnum.

Lilja segist hafa lausnina í gjaldmiðilsmálum: Vill breyta um nafn á íslensku krónunni :

Friðrik Jónsson:

  1. Plásturinn af... 
  2. Krónur og kennitölur...
  3. Krónur og Norður-Kórea

Þetta eru þær 3. bloggfærslur þ.s. hann ræðir þessa hugmynd.

---------------------------Útlistun Friðriks á eigin hugmynd:

Kjarninn í gjaldmiðilsbreytingunni 1948 var hins vegar sú að í fyrsta lagi var ákveðið að taka upp nýja mynt, Deutsche Mark í stað Reichsmark. Í öðru lagi, og öllu mikilvægara, var sú ákvörðum að mismunandi gengi yrði á yfirfærslum fjárskuldbindinga úr gamla gjaldmiðlinum yfir í þann nýja. Laun t.d. fóru á genginu einn á móti einum, smærri peningaeignir á genginu tíu á móti einum, en stærstu fjárskuldbingar á genginu tíu á móti 0,65 (0,65 Deutsche Mark fengust s.s. fyrir hver 10 Reichsmark).

Samhliða þessari breytingu var jafnframt aflétt flestum viðskiptahindrunum, gjaldeyrishöftum og vöruskömmtunum. Og já, einnig voru skattar lækkaðir og skattkerfið einfaldað.

Afleiðingin var sú að þýskt efnahagskerfi hrökk í gang og framhaldið var líkast kraftaverki, enda æ síðar kallað wirschaftswunder, eða efnahagsundur. (Lesa má eilítið um þetta hér og hér.)

Sama grundvallarregla var síðan höfð til viðmiðunar við sameiningu Þýskalands, laun fóru á einu gengi, innistæður á öðru og stærri fjárskuldbindingar á því þriðja.

Lærdómur fyrir Ísland?

Laun og innistæður að 20 þús evrum (lágmarkstrygging innistæða) er skipt á genginu 1:1.

Öðrum fjárskuldbindingum er skipt t.d. á genginu 1:4 til 10. Einnig má láta markaðinn ráða, eða setja mismunandi gengi eftir eðli fjárskuldbindinganna. T.d aðrar innistæður umfram lágmark, ríkisskuldabréf, hússnæðislán og lífeyrissjóðslán á 1:5, en allar aðrar fjárskuldbindingar á 1:10.

Þetta er allt útfærsluatriði, en meginmálið er þetta: Efnahagsaðgerð af þessu tagi er framkvæmanleg og reynsla þeirra sem hana hafa reynt hefur verið góð.

Já, í henni felst ákveðin eignaupptaka, en það er eignaupptaka á eign sem hefur ekkert raunverulegt virði nema platvirði gjaldeyrishafta.

Ein leið til þess að gera þetta væri að taka upp nýjan gjaldmiðil með sama skráningargengi og Evru. Jafnframt taka upp tímabundna fastgengisstefnu til ákveðins tíma, t.d. 5 ára. Að þeim tíma loknum væri án efa orðið ljóst hvort Ísland yrði aðili að ESB. Ef svo, þá yrðu skiptin yfir Evru án vandkvæða. Ef ekki, þá yrði gjalmiðlinum leyft að fljóta að nýju.

Að mínu mati yrði að fylgja aðgerð af þessu tagi ákveðin tiltekt í efnahagsmálum almennt, s.s. algert afnám verðtryggingar og helst tiltekt og einföldun í skatta- og gjaldaumhverfi landsins.

Er svo galið að fylgja fordæmi þjóðverja í efnahagsmálum og efnahagsaðgerðum?

----------------------------Útlistun Friðriks á eigin hugmynd

 

Besta hugmyndin að lausn sem fram að þessu hefur fram komið:

Fyrir utan þá hugmynd, að tengja krónuna við Evru þá líst mér mjög vel á þetta. En, vandinn við Evrutengingu er sá að tengingu þarf að vera hægt að verja með umtalsverðum gjaldeyrisforða og þá þarf einna helst að eiga magn af Evrum, þ.e. í þessu tilviki. En, vesenið er að vegna þess að Ísland getur ekki sjálft prentað Evrur þyrfi það að skuldsetja sig fyrir stórar upphæðir til þess að kaupa þær. Í því felst gallinn, sem að mínu viti lokar á þá leið - en slík skuldsetning ofan á núverandi myndi drekkja hagkerfinu í skuldum og framkalla tafarlaust gengisfall nýja gjaldmiðilsins.

(Þeir sem vilja skoða gögn seðlabankans geta gert það um stöðu bankakerfisins í bankatöflum Seðlabankans.) Sjá stöðu des. 2010.

  1. Innlendar eignir alls 3.000.379 þ.e. 200% þjóðarframleiðsla.
  2. Innlendar skuldir alls 3.434.835.
  3. Peningamagn og sparifé M3,  1.457.517.
  4. Peningamagn og almennt sparifé M2, 951.155.
  5. Peningamagn M1, 498.804.

Punkturinn er sá, að það er mjög erfitt að ávaxta svo mikið fjármagn hér innanlands, þ.e. hvort sem litið er á eignir eða skuldir, hvorttveggja 2 þjóðarframleiðslur eða rúmlega tvær.

Á sama tíma, er hagkerfið enn að skreppa saman - svo manni sýnist ljóst að það þurfi, verði að vinda ofan af þessum ósköpum.

En, með hagvexti væri þetta peningamagn mjög þungt í vöfum - en án hagvaxtar er þetta myllusteinn, sem erfitt er að sjá annað en muni dembast yfir hausinn á okkur á einhverjum tímapunkti, nema gripið sé inn með mjög ákveðnum hætti og undið ofan af þessu.

 

Ekki eignaupptaka!

Ég bendi á, að eignarréttarákvæði stjórnarskrár ver þig gegn eignaupptöku, en ekki gegn því að eign þín geti sveiflast í verðgildi. En, þ.e. klárt að ef höft væru afnumin, þannig að innlendar krónur og aflandskrónur mættu gera þ.s. þeim sýndist, að þá myndi fara fram óskaplegt lækkun á gengi krónunnar þegar allt myndi leggjast á eitt:

  1. Innkoma aflandskróna.
  2. Aukning peningamagns vegna sölu krónubréfa.
  3. Síðan fjármagnsflótti.

Þ.e. engin leið að áætla hve mikið krónan myndi falla við þetta, en ljóst er að það fall verður stórt.

Síðan kemur mjög stór verðbólgubylgja - sem sennilega mun rísa enn hærra en sú síðasta.

En, þ.s. ég er að benda á, er að verðin á eignum bundnum í krónum hér innanlands eru ekki meira "real" heldur en verðmæti hlutabréfa bankanna var árið 2007. 

Það sé óraunhæft að vænta þess, að þau verð sem nú gilda komi til að haldast.

 

Það skal velja sigurvegara!

Gylfi: "...þarf einfaldlega að leysa með því að afnema höftin í skrefum, hleypa eignum út í skynsamlegri röð og hafa gjaldeyrisforða sem stuðpúða. Það er í grundvallaratriðum ekkert sérstaklega flókið eða óviðráðanlegt. Hve hratt þetta getur gerst fer fyrst og fremst eftir því hve mikið streymi gjaldeyris verður í hina áttina, annars vegar vegna viðskiptajafnaðar og hins vegar vegna fjárfestinga."

Friðrik: "Afnám hafta í skrefum...Þá velur þú einhverja sigurvegara sem fá að fara út á hærra gengi. Þannig mun það ganga koll af kolli, þar til að eftir situr almenningur og fær loks að skipta, en á versta genginu, þar sem ekkert bendir jú til annars en að við afnám hafta muni gengið falla jafnt og þétt."

Takið eftir hvað Gylfi Magnússon segir, sú leið hefur stórfellda galla - ekki síst óskaplega spillingarhættu.

  1. En, þeir sem fara út fyrst græða meir sem fara út seinna, þannig að þ.e. mikið peningalega í húfi, að vera framar í röðinni en aftar.
  2. Þetta skapar þá hættu, að pólitískt tengdir en ríkir aðilar, komi sér í mjúkinn við áhrifamikla aðila innan stjórnarflokkanna, og einfalldega með einum eða öðrum hætti kaupi sig inn - sem fremst.
  3. Sætin gætu farið að ganga kaupum og sölum, þannig séð.
  1. En, gallarnir eru fleiri, ekki síst að með þessum hætti, væri verið að skuldsetja þjóðina til að borga hagstæð kjör fyrir pólitíska gæðinga, til að koma fjármagni sínu út úr krónunni á hagstæðu gengi.
  2. En, meðan gengið er varið, þá eyðist upp sá gjaldeyrissjóður sem þjóðin hefur tekið að láni, þannig að hann verður þá notaður að hluta til að niðurgreiða kostnað, ríkra gæðinga til að koma sér út á hagstæðu verði.
  • Ég óttast einmitt að ofangreint sé þ.s. raunverulega standi til - ég bendi fólki á að tékka á svörum Vilhjálms Þorsteinssonar, sem er akkúrat ríkur pólitískur gæðingur - og mér dettur í hug að heilög vandlæting hans og fyrirlitning sé a.m.k. að hluta til á grundvelli eigin hagsmuna, þ.e. þeirra að hann hafi áhuga sjálfur á goggunarröðinni.


Niðurstaða

Það verður að vinda ofan af peningakerfinu hérlendis. Hugmynd Friðriks og Lilju er ein af þeim mögulegu aðgerðum sem hægt er að grípa til.

En auk þeirrar leiðar, er unnt að losa einfaldlega um höftin og skeita að sköpuðu. Hið minnsta verður þá að frysta lánskjaravísitöluna. Að auki, væri í því tilviki betra að ná fyrst samkomulagi við krónubréfahafa t.d. um það að umbreyta skuldabréfum þeirra í lán með afborgunum. En, ef það myndi takast að losna við það útflæði er smá séns að það myndi rúmast innan ramma gjaldeyrishafta.

Alls ekki mætti verja gengi krónunnar - því gjaldeyrisvarasjóðurinn er lánssjóður eins og allir ættu að muna, svo þ.e. mikilvægt að eyða honum ekki upp. Auk þess, að ef vísitalan er fryst þá lækka verðtryggð lán í stað þess að hækka.

Síðan, er hugsanlega hægt að gera bankana gjaldþrota í annað sinn, en mig grunar að ef framkvæmd væri svokölluð "fair valuation" á þeirra eignum - en þá er slegið mati á þær skv. líklegu söluandvirði; þá myndi verðgildi eigna lækka mikið skv. því mati og bankarnir sennilega ekki lengur uppfilla skilyrði um eiginfé að lágmarki. Þá skv. lögum ber FME að taka þá yfir.

Eftir það, mætti endurtaka leikinn að búa til nýja. Færa innlán yfir en í þetta sinn á genginu 0,5 þ.e. hálfvirði. Síðan, taka aftur 50% afslátt á lánum. Þannig væri hægt að endurskapa bankakerfið, innan þeirra stærðarmarka sem hagkerfið þolir. Þá, væri síðan unnt að losa um höftin enda hætta af útflæði innan úr krónuhagkerfinu mestu þá farin. Ef samningar næðust í því tilviki einnig við krónubréfahafa - má vera að losun hafta skilaði mjög óverulegri gengissveiflu.

En, hin allra sísta af leiðum í boði sýnist mér vera sú leið er ríkisstjórnin vill endilega fara. En, mér sýnist þeirra leið einkum mótast af, hvað þ.e. sem fjármagnseigendur telja sér best vera í hag. Hún sé með öðrum orðum alls - alls ekki að verja hagsmuni almennings. Sem að sjálfsögðu kemur lang verst út úr þeirri aðferð sem stjv. planleggja.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar  tvö núll voru tekin af krónu hér komu í staðin nýjar krónur, þetta var um 1980 reynslan var sú að trúin á nýju krónunni erlendis breytist ekkert. Hinsvegar tryggði EES lánafyrirgreiðslur og með mæli Seðlabanka til samþættingar. Ríkisjóður tryggir sér gjaldeyri með útgáfu krónu bréfa og EU bankarnir kaup og Japanir. Íslensku bankarnir kaupa svo gjaldeyri af Seðlabanka Íslands til fjárfestinga í ríkum sem kaupa Krónubréf aðallega.  

Hér sést dæmi um sérfræðin hér: http://www.youtube.com/watch?v=JjglR2KYz5o&feature=feedlik

Júlíus Björnsson, 16.3.2011 kl. 21:13

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kjarninn í gjaldmiðilsbreytingunni 1948 var hins vegar sú að í fyrsta lagi var ákveðið að taka upp nýja mynt, Deutsche Mark í stað Reichsmark. Í öðru lagi, og öllu mikilvægara, var sú ákvörðum að mismunandi gengi yrði á yfirfærslum fjárskuldbindinga úr gamla gjaldmiðlinum yfir í þann nýja. Laun t.d. fóru á genginu einn á móti einum, smærri peningaeignir á genginu tíu á móti einum, en stærstu fjárskuldbingar á genginu tíu á móti 0,65 (0,65 Deutsche Mark fengust s.s. fyrir hver 10 Reichsmark).

Þetta er of einfalt fyrir Íslendinga. Þeir trúa best því sem þeir skilja ekki sérfræðinnar vegna.

Trú er andstæða skilnings sem er sundurgreingin í frum parta sína. Greina hismið frá kjarnanum.

Hér trúir Ríkistjórnin : believes. Moody's treystir ekki ríkstjórninni á meðan.

Júlíus Björnsson, 16.3.2011 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband