Leiðtogar Evrulanda, ná saman um óvænta tilslökun gagnvart löndum á Evrusvæðinu í versta vandanum!

Leiðtogar Evrusvæðis, buðu Írlandi og Grikklandi lækkun vaxta á björgunarpakka um 1% gegn skilyrðum. Að auki, var Grikkland boðið lenging á láninu þannig, að greiðslur hefjast ekki 2015 heldur 2018. Grikkland samþykkti skilyrði leiðtoganna meðan Írland neitaði að ganga að þeim. En, Írlandi stendur þó til boða að ganga að þeim, á næsta fundi leiðtoganna 24-25 mars nk.

Eurozone strikes debt deal :"EU officials said Greece was granted the 1 per cent reprieve after conceding to raise €50bn by privatising state-owned assets...Greece also got its repayment schedule extended from 4.5 years to 7.5 years, a delay that was widely expected."

Þessi breyting auðvitað, mun bæta ástand Grikklands. En, markaðurinn hefur undanfarna mánuði verið að verðleggja grískar skuldir með þeim hætti, að ljóst er að markaðurinn hefur ekki talið prógrammið sem Grikkland er undir sjálfbært. Þannig, að það má reikna fastlega með því að á mánudaginn, muni þessi tíðindi leiða til hækkunar á verði fyrir grískar skuldir. 

En, hvort markaðurinn telur þetta duga til þess að gera prógrammið sjálfbært, verður að koma í ljós. En, þessi planlagða sala eigna í eigur gríska ríkisins, á að lækka skuldir þess um cirka 20% af þjóðarframleiðslu. Það ásamt lækkun vaxta og lengingu lánstíma - ætti að skila töluvert bættu viðhorfi markaða gagnvart Grikklandi.

 

"Like Greece, Ireland was offered a full percentage point cut in its borrowing costs, from about 6 per cent to 5 per cent. But Enda Kenny, the new Irish prime minister, refused to cede ground to a Franco-German demand that he, in return, raise Ireland’s ultra-low corporate tax rate."

Nicolas Sarkozy: “Obviously, this is a very touchy subject for our Irish friends,”...“It’s hard to have other countries help or bail out Ireland when Ireland has the lowest corporate tax rates in Europe.”

Angela Merkel: “I think it is fair to say he [Kenny] can only get a reduction if he makes a corresponding commitment,”...“We have made that general principle clear.”

Enda Kenny: "Mr Kenny described the exchange with Mr Sarkozy as “a good, vigorous and vibrant discussion”, but conceded the issue had prevented an agreement. “In respect to harmonising tax rates, I said this is an issue that I could not contemplate,” he said. “The French president has very clear views on corporate tax rates; so have I.”

Það er ljóst að mjög erfitt verður fyrir Íra að verja 12% skatt á atvinnurekstur, en sá lági skattur er litinn miklu hornauga af Frökkum, ekki síst. En, á Írlandi er litið á þennan lága skatt, sem helstu leið þeirra út úr kreppunni. En, benda má á að ólíkt Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu - þá er Írland ekki lengur með halla á viðskiptum við önnur lönd. En, síðan kreppan hófst hefur orðið umtalsverð aukning á útflutningi - en laun hafa farið lækkandi á Írlandi nú samfellt síðan 2008. Þær launalækkanir ásamt hinum lága skatti, virðast vera að skila því að fyrirtæki velji að koma sér fyrir á Írlandi.

Ein af þeim meginhugmyndum sem uppi eru, varðandi gerð nýs sáttmála um Evruna, er að samræma fyrirtækja skatta aðildarlandanna. En, þær reglur munu einungis gilda innan Evrusvæðis, þannig fylgja því að taka upp Evru.

Ég sé ekki marga kosti fyrir Íra. Einn, getur verið að einfaldlega yfirgefa Evruna, en þetta fer eftir því hve mikla áherslu þeir leggja á það að halda lága skattinum. Þeir myndu fræðilega geta samið við Breta um skammtím gjaldmiðilsbandalag - en Bretar ættu að geta prentað nægilegt magn af pundum, ef því er að skipta. Punt-ið írska væri síðan smám smaman endurinnleitt, fengi að gilda jafnhliða pundi. Reikningum væri breytt yfir í pund úr evrum, sem Írar ættu ekki endilega vera ósáttir við.

Þetta gæti verið eina leiðin til að verja skattastefnu sína. En, þora þeir þessu?

Það kemur sjálfsagt í ljós á næsta fundi leiðtoga Evrusvæðis dagana 24-25 mars nk. hvort Enda Kenny, nær fram niðurstöðu sem Írar geta sætt sig við, eða, hvort niðurstaðan verður að Írar lippast niður, eða, að niðurstaðan verður að deilur Íra og Þjóðverja/Frakka harðna. 

Í síðasta tilvikinu, fer maður að velta fyrir sér, hvað Írara gera þá svo!

 

EU leaders reach deal on debt crisis :"Together with her eurozone counterparts, Chancellor Merkel agreed to boost the region's bailout fund, the European Financial Stability Facility (EFSF), so it can lend the full €440bn (£380bn) that it initially promised." - "Up to now, the EFSF was only able to lend about €250bn because of several buffers required to get a good credit rating - fanning fears that it would not be big enough to save a large country like Spain." - "The fund will also be allowed to buy the bonds of governments in financial difficulties on the open market, but only if the respective country is locked into a national bailout program based on strict conditions."

Ákvörðunin, að styrkja neyðarsjóðinn svo hann geti lánað 440ma.€ en samt haldið AAA veðhæfi sem matsfyrirtæki hafa gefið, með því skilyrði að einungis væri lánað út á ábyrgðir frá ríkjum sem sjálf hafa AAA lánshæfismat; er mikilvæg. Þetta þíðir, að ríkin með AAA lánshæfismat, hafa samþykkt að veita viðbótar ábyrgðir - ekki síst Þýskaland.

Síðan gegn ströngum skilyrðum um stranga aðhaldsstefnu er neyðarsjóðnum gefin heimild til að kaupa skuldabréf ríkja í miklum fjárhagsvandræðum. Þetta er líka mikilvægt, en með þessu getur sjóðurinn í reynd niðurgreitt vexti til landa í vandræðum, sem þó hafa ekki enn óskað eftir neyðarláni. 

Líklega mun Portúgal fá slíka aðstoð mjög fljótlega, en á föstudag var ávöxtunarkrafa á markaði fyrir 10. ára skuldabréf Portúgals, kominn upp í 7,99%. Þetta form aðstoða, getur einnig staðið Spáni og Jafnvel Ítalíu til boða - ef vaxtakrafa þeirra landa heldur áfram að hækka þannig að í vandræði horfi.

Þessar aðgerðir leysa þó ekki vanda þeirra ríkja, en þó geta þær gefið þeim meiri tíma til að leysa sjálf sín mál. En, þ.e. væntanlega fókus þessara aðgerða, að vinna tíma.

En, þetta veitir örlitla mildun þess vanda, sem ríki í vanda þurfa að undirgangast, þ.e. aðlaga eigin hagkerfi með mjög umfangsmiklum samdráttaraðgerðum.

 

"the focus of Friday's meeting was to make member states enshrine EU curbs on deficits and debt in national law – effectively making it illegal for any member to exceed fixed deficit and debt limits in the future. The EU's Stability and Growth Pact sets a government deficit limit of 3pc of GDP and debt of 60pc of GDP."

Þetta er áhugavert. En, ef aðildarlöndin hafa undirgengist það að lögleiða "the convergence criteria" þ.e hin klassísku skilyrði um Evruna, þá er það í reynd stórfelld herðing á þeim skilyrðum. En, fram að þessu, hefur það verið heimilað að ef lönd lenda í skammtímavanda að þá geti þau farið yfir mörkin en síðan gefur Framkvæmdastjórnin þeim frest til að vinna sig aftur til baka.

En, ef skilyrðin verða lögleidd, þá er ekki hægt að sjá annað en að ef land innan Evrunnar lendir í erfiðu efnahagsáfalli, að þá verði það að skera samstundis niður fyrir þeirri tekjurýrnun er kann að verða - maður getur rétt ímyndað sér t.d. Ísland ef sambærileg regla hefði gild og síðan fellur bankakerfið og landsframleiðsla minnkar á einu augnabliki um 40%. Menn hafa verið að kvarta yfir því að AGS prógrammið sé harkalegt sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að skera sig niður á 3. árum. En reynið þá að ímynda ykkur að ef allur niðurskurðurinn yrði að koma þegar fyrsta ár kreppu?

Við erum að tala um til mikilla muna harðara umhverfi en að búa við krónu, sem fellur!

En mönnum finnst lífskjara skerðing erfið sem krónar framkallar við og við, þegar hún fellur í takt við minnkun landsframleiðslu - ef krafan hefði verið að framkvæma 40% launalækkun sem er í reynd sama raunlækkun á einun ári ekki seinna en strax? OK, þá væru menn á sama stað hvað það varðar! En, að auki, að ríkið skeri allann hallann af, ekki seinna en strax? Þ.e. allverulega harðara dæmi, en við erum að ganga í gegnum, lagt samann við launalækkun þegar í stað fyrir rauntekjulækkun hagkerfisins. 

 

"If Germany and France can get members to sign up to the competitiveness pact, which also includes moves to gradually raise retirement ages and work towards a common corporate tax base, it is thought they will agree to strengthen the bail-out fund to ensure stability in the Portuguese economy."

Það er verið að tala um það, að gefa aðildarríkjunum nokkurra ára aðlögunartíma, en eftir að honum er lokið verði: sá aldur er menn fara á eftirlaun samræmdur og fyrirtækjaskattar verði þeir sömu alls staðar. 

Á hinn bóginn er ástand mála misjafnt eftir löndum, en benda má á að málefnaleg rök eru fyrir lægri sköttum til atvinnulífs í löndum, sem eru á jaðri Evrópu því fjær mörköðum. Þetta er þó ekki orðinn hlutur, og mörg tækifæri til þess að semja um einhverskonar millileið.

Hver veit, kannski ná Írar því fram, að samþykkt sé að fyrirtækjaskattar þar séu nokkuð lægri en á meginlandi Evrópu, en þannig þó að þeir hækki frá því að vera 12,5% eins og þeir eru nú. 

 

Niðurstaða

Leiðtogar Evrusvæðis ákváðu að veita Írum og Grikkjum smávegis afslátt á vöxtum, sem þannig er viðurkenning á því, að vextir á neyðarlánum hafi verið of háir. Þeir mættu lækka frekar - t.d. í 3,5%.

Á sama tíma, er verið að vinna í því, að skapa trúverðugari umgjörð um Evruna, en þá sem fram að þessu hefur verið til staðar. Það að aðildarríki leiði hin klassísku skilyrði um Evruna í lög, er auðvitað leið til þess, að auka trúverðugleika Evrunnar. 

Það verður þó mjög grimmt fyrir lönd í framtíðinni, að búa við þá reglu - þegar næst kemur að því að óvæntur efnahagsvandi steðjar að.

Síðan, er það samkeppnishæfnis sáttmálinn, sem er í býgerð. En, hann á að vera kynntur eftir næsta stóra leiðtogafund aðildarríkja Evrusvæðis þann 24-25. mars nk. 

En samanlagt á þetta að endurreisa trúverðugleika þann sem Evran hefur tapað. Það verður að koma í ljós hvort svo verður reyndin.

En, ég bendi á að áherslan er enn á það að lönd í vanda taki á sig skellinn - neyðarlán verði einungis veitt, ef krýsa telst skapa hættu fyrir svæðið allt. Þ.e. hugmyndin að baki, nýja sjóðnum sem á að taka við 2013. Þ.e. því enn mjög vel hugsanlegt, að aðlögunin muni reynast einstökum löndum of erfið.

Það verður að koma í ljós, hvort markaðir kaupa þetta sem lausn.

En, sem dæmi skilst mér að enn vanti 1,3 þ.ma.€ inn í bankakerfi meginlandsins heilt yfir litið, til að eðlilegt jafnvægi sé milli innlána og útlána. Bankakrýsa liggur því enn rétt undir yfirborðinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er ekki spurning um hugrekki Íra. Heldur set ég ?merki um hugrekki Breta.  Í Bretlandi er vaxandi vilji í að slíta sig frá EU.  Mögulega (ég vona það) að þeir taki á móti Írum og hugmyndum þeirra um gjaldeyrisskipti.

Þær fréttir yrðu til þess að allur alemnningur í Þýskalandi mun rísa upp og krefjast þess að Evran hyrfi og Þyska Marki yrði teki upp að nýju. 

Eggert Guðmundsson, 14.3.2011 kl. 16:41

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

"the convergence criteria"

Er það ekki langtímamarkmið, og hluti að eðlilegri  finaliseringu eftir Lissabon?

Kosturinn við að leggja hærri vexti á væntanlegan eilífðar skuldari  er það þá er svigrúm til lækka þá síðar.

Ég tel líka að UK gefi Írlandi ekki til Þjóðverja og Frakka og ef og þá ef England tekur ekki evru og kauðir ekki hlut í EU Fjárfestingar bankanum og gerist ekki aðili að Schengen, og núvernadi sambúð við EU verður óþolandi mun þeir slíta sig út og Írland með og snúa sér að USA og hinum enskumælandi heimi alfarið.  

Júlíus Björnsson, 15.3.2011 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband