12.3.2011 | 03:46
Stýring vaxta á Evrusvæðinu, á eftir að reynast mjög krefjandi vandamál, næstu misserin!
Vandinn við það fyrir einstök aðildarríki myntbandalags eins og Evru, að hafa ekki eigin gjaldmiðil, heldur deila honum sameiginlega með fjölda annarra ríkja, er að seðlabanki svæðisins er tilneyddur til að miða peningastefnu við hagsmuni þeirra landa innan svæðisins, sem hafa mesta efnahagslega vikt.
Þetta getur skapað vandamál fyrir smærri ríki, sem þá þurfa að búa við það ástand að stýring vaxta og gengis tekur ekki tillit til hagsmuna þeirra hagkerfa.
Þau hafa þá ekki val um annað en að laga sín hagkerfi, að peningastefnu svæðisins - sem er þveröfug aðlögun miðað við það, að hafa umráð yfir eigin peningastefnu.
Þegar Evrunni var komið á fót, var þetta mjög rætt - að lokum varð sú hugmynd ríkjandi, að sameiginlegur gjaldmiðill myndi leiða til minnkunar á innbyrðis hagkerfissveiflum milli aðildarríkjanna.
Ég er viss um að þessi röksemd hefur hljómað mjög aðlaðandi - en þetta beinlínis segir að vandamálin muni hverfa - púff! Með öðrum orðum, þægileg röksemd! Einhver hefði ef til vill átt að velta fyrir sér - er þetta ekki of gott til að vera satt?
Sem sagt, hvert ríki fyrir sig, myndi leitast við að laga sitt hagkerfi, að þörfum peningastefnunnar, þannig að smám saman eftir því sem árin myndu líða myndi peningastefnan komast nær því í reynd, að endurspegla þarfir aðildarríkjanna.
Því miður, þá stóðst þessi kenning ekki veruleikann - heldur átti þveröfug þróun sér stað, að aðildarríkin þróuðust í sitthverja áttina, ójafnvægi safnaðist upp og magnaðist jafnt og stöðugt - og í dag hefur munirinn á milli þarfa ríkjanna aldrei nokkru sinni verið meiri síðan samstarfinu um Evruna var komið á fót.
Kenningin um það, að Evran myndi knýja aðildarríki Evrunnar til að laga sig að hverju öðru stóðst ekki - en þrátt fyrir að sú úkoma blasi við hverjum þeim er sjá vill; er það samt ríkjandi kenning ísl. aðildarsinna að innganga í ESB og upptaka Evru sé rétta leiðin til þess að kenna ísl. stjórnmálamönnum hagstjórn - þó það blasi við öllum að alvarleg hagstjórnarmistök áttu sér stað innan nokkurra aðildarríkja Evrusvæðis, sem hefðu ekki átt að eiga sér stað náttúruleg skv. kenningunni um að Evran framkalli betri hagstjórn.
Þetta skapar auðvitað vandamál fyrir vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrusvæðisins, að það sé mikill munur á milli þarfa einstakra aðildarríkja. Hættan hin augljósa er að vaxtaákvarðanir henti í reynd engu aðildarríkjanna. Skapi þeim óhagræði á móti meintu hagræði við það að hafa hinn sameiginlega gjaldmiðil.
Hér á Íslandi, er því gjarnan haldið fram, að slæm hagstjórn sé því m.a. að kenna, að of auðvelt sé að redda sér með gengisfellingu - þannig að með því að taka gengisfellingar af stjórnendum okkar hagkerfis, þá muni þeir þurfa að taka agaðri hagstjórnarákvarðanir. Þessu er m.a. haldið fram af Þorvaldi Gilfasyni.
Á sama tíma, virðist þetta góða fólk sammála um, að íslenskir stjórnmálamenn séu algerir aular í hagstjórn. En, einhvern veginn, þó þeir séu aular, eiga þeir allt í einu að hætta að vera aular innan Evru, vegna þess væntanlega að þá refsist þeim fyrir aulaskapinn.
En einhvern veginn, í þessari þokukenndri hugsun, þegar því er haldið fram að Evran sé einhvers konar refsivöndur í hinu orðinu, þá gleyma þeir á hverjum refsingin bitnar - en í dag sést refsivandarhluti Evrunnar mjög skýrt í stófelldu atvinnuleysi, og sem að sjálfsögðu bitnar á almenningi.
Lönd Evrusvæðis, áætlaður hagvöxtur - atvinnuleysi 2011 skv. Eurostat.
Holland.............1,5% - 4,3%
Austurríki..........1,7% - 4,3%
Lúxembúrg........2,8% - 4,7%
Malta................2,0% - 6,1%
Þýskaland.........2,2% - 6,5%
Kýpur...............1,5% - 7,4%
Slovenía............1,9% - 7,8%
Finnland............2,9% - 8,0%
Belgía...............1,8% - 8,0%
Ítalía................1,1% - 8,6%
Frakkland.........1,6% - 9,6%
Portúgal...........-1,0 - 11,7%
Grikkland........-3,0% - 12,9%
Írland...............0,9% - 13,5%
Eistland............4,4% - 14,3%
Slóvakía............3,0% - 14,5%
Spánn..............0,7% - 20,4%
Vextir Seðlabanka Evrópu í dag, eru enn 1%. En, líklega verða hækkaðir í 1,25% nk. apríl.
Verðbólga er áætluð þetta ár 2,2% að meðaltali. En vanalega er talið að stýrivextir eigi að vera yfir verðbólgu. Meðalhagvöxtur áætlaður 1,6%.
Þumalfingursregla: Löndin með mesta atvinnuleysið, eru með mesta hagkerfisslakann, og þurfa því mest á hagvexti að halda.
Ég raðaði löndunum upp eftir atvinnuleysi!
Takið eftir, að fá lönd ná að hífa hagvöxt yfir meðalverðbólguna 2,2% en ef hagvöxtur er undir verðbólgu, fer lífskjörum hrakandi. Nettó hagvöxtur víðast hvar ekki til staðar.
Hvernig hefur þetta gengið á Evrusvæðinu sl. áratug?
Myndin til hægri, sem ég fann á vef Financial Times, sýnir brotalína vaxtastefnu Seðlabanka Evrópu, og síðan umreikning skv. svokallaðri Taylor reglu.
Eins og sést, virðist vaxta- stefna Seðlabanka Evrópu, hafa fylgt nokkuð vel þörfum Þýskalands - vera reyndað ívið háir fyrir þjóðverja 2005 og 2006, en frá og með 2010 virðast þeir vera alltof lágir, frá sjónarhóli Þjóðverja.
Fyrir svokölluð PIGS ríki, aftur á móti, eru vextir of lágir samfellt fram til 2008 er kreppan hefst, að í dag mælast þeir allof háir. En skv. Taylor reglu virðast þau ríki að meðaltali mælast með þörf á -4% stýrivöxtum.
Samkvæmt gögnum úr skýrslu OECD sjá t.d. bls. 8 vinstra megin, þar sjást meðal-raunstýrivextir á Evrusvæðinu yfir tímabilið 2002 - 2007.
Raunstýrivextir á Evrusvæði 2002-2007:
- - 3,0% Írland
- - 1,6% Spánn
- - 1,5% Grikkland
- - 1,2% Portúgal
- - 1,2% Ítalía
Eins og myndirnar sýna, þá tókst ekki tilteknum ríkjum - akkúrat þeim í vanda og þeim sem talin eru í hættu, í reynd að aðlaga hagkerfi sín að peningastjórnun Seðlabanka Evrópu.
Það sem þetta segir í reynd, er að nokkrum löndum sé ofaukið innan Evru, að þau voru ekki tilbúin í reynd er þau tóku hana upp, og það sé enn þannig að Evran henti þeim ekki. Þetta þíðir ef til vill, að það besta væri að þau myndu vera aðstöðu af hinum ríkjunum, til þess að snúa til baka til síns eigin gjaldmiðils.
Eins og sést síðan á myndinni til hægri, þá er á Írland, Spáni og Portúgal mjög miklar skuldir innan einkahagkerfisins. Áhugavert að á Grikklandi og Ítalíu, eru skuldir einkahagkerfisins mikið minni. Þeirra skuldavandi er því ólík vanda hinna þriggja, felst fyrst og fremst í skuldum hins opinbera. En, skuldir Írlands - Spánar og Portúgals, eru að stærri hluta skuldir einkageirans og almennings.
Skuldir atvinnulífsins og almennings, toga mjög niður hagvaxtarmöguleika Spánar og Portúgals. Einnir Írlands. Þær skuldir gera líka þau lönd mjög viðkvæm fyrir vaxtahækkunum.
Hækkanir stýrivaxta eru því alveg sérdeilis slæm tíðindi fyrir ofangreind 3. lönd. Munu hafa mjög öflug samdráttaraukandi áhrif, á hagkerfi með svo miklar skuldir hvílandi á almenningi og atvinnulífi.
Hvernig Seðlabanki Evrópu ætlar að fara að, veit ég ekki - en hækkun stýrivaxta mun sökkva hagkerfum landanna í vanda, dýpra niður. Meðan, að vaxtahækkun er sennilega ólíkleg til að vera nægilega mikil, til að svara kalli þeirra landa sem gala eftir hærri vöxtum - sem sérstaklega Þýskaland gerir en einnig Holland.
Mér sýnist í reynd fullkomlega ómögulegt að finna vaxtastig sem ekki skapar verulegt óhagræði fyrir einhver aðildarríkja Evrusvæðis, eins og nú háttar. Þannig, að spurningin sé einfaldlega hverra hagsmunum verði fórnað? Ekki hvort! Að það stefni í vaxtahækkun, er vísbending að til standi að fórna hagsmunum, ríkjanna í mesta efnahagsvandanum og þau sem einnig eru enn í kreppu þó þau séu ekki á gjaldþrotsbrún.
Niðurstaða
Vísbendingar eru sterkar um það, að ef aðlögun hagkerfis að peningastefnu þeirri sem ríkir á Evrusvæðinu hverju sinni mistekst, eða að ef sú aðlögun bregst síðar eftir að innganga í Evru hefur farið fram; þá geti það skilað mjög miklum slæmum hagkerfisafleiðingum fyrir viðkomandi ríki.
En það er einmitt hin hliðin á þeirri kenningu, sem margir leiða hjá sér sem trúa á það að rétt sé að kenna íslenskum stjórnmálamönnum hagvísindi með því að taka leikföngin af þeim, að ef gambítturinn gengur ekki upp og í stað þess að gerast hagstjórnarsnillingar þeir halda einfaldlega áfram að vera miður góðir í hagstjórn - þá getur afleiðing þess að taka reddinguna af verið sú að þá reddist ekki úr.
Með öðrum orðum, enn eitt klúðrið muni samt eiga sér stað, en nú sé ekki skjóta reddingin til staðar þannig, að þá í stað skjótrar aðlögunar þá verði aðlögun af allt öðru og til mikilla muna tímafrekara tagi - sbr. að Írland er spáð 4. árum af verðhjöðnun af AGS, Grikklandi nokkrum árum í verðhjöðnun einnig og þar hafa laun þegar lækkað 20% sem svar við þeim sem enn halda sig við þá trú að Evran hafi varið löndin í vandræðum gegn raunlaunalækkunum, og reiknað er með að það sé einungis byrjunin. En, enn er viðskiptahalli Grikkland spáð um 8% á þessu ári, sem er lækkun úr 13% árið 2008 en hvergi nærri nóg, sem bendir til þess að lífskjör þurfi að lækka enn frekar sennilega í heildina a.m.k svipað og hér þegar miðað er við dollar þ.e. a.m.k. 40%.
Punkturinn er sá, að Evran verndar ekki gegn lífskjararýrnun, þegar hagstjórnarmistök eiga sér stað. Munurinn felst einungis í því, að rýrnun lífskjara dreifist yfir til mikilla muna lengri tíma. Þ.e. 4. ár fyrir Írland og 5 ár fyrir Grikkland. Eftir þann tíma verða þær þjóðir cirka búnar að taka út sambærilega rýrnun lífskjara og Íslendingar tóku út í einu stökki er krónan féll.
Af tvennu íllu, þá vill ég frekar snögga lækkun með gengisfellingu.
Skýrsla Directorate General of Economic Affairs um Grikkland, third review!
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning