Samkvæmt niðurstöðu Hagstofu Íslands, var hagvöxtur/samdráttur eftir ársfjórðungum:
- -0,1
- -0,4
- +2,2
- -1,5
Það þarf varla að taka fram, að þessi niðurstaða setur síðustu spá Seðlabanka Íslands í uppnám, þá sem kom fram í nóvember sl.
Sjá umfjöllun: Skoðum aðeins hagspá Seðlabanka Íslands! Er þessi spá Seðlabanka pöntuð niðurstaða?
En Seðlabankinn taldi þá að hagvöxtur hefði hafist á 3. fjórðungi 2010 og sannarlega skv. niðurstöðu Hagstofu Íslands virðist hafa mælst vöxtur um 2,2% á 3. ársfjórðungi 2010.
En, miðað við þá niðurstöðu að síðan, hafi samdráttur átt sér stað á 4. ársfjórðungi, þá er ekki lengur hægt að halda því fram, að viðsnúningur sé klárt hafinn.
Héðan í frá, verður spennandi að sjá, hvað tölur fyrir 1. ársfjórðung 2011 munu bera með sér.
Frétt Bloomberg: Iceland Economy Contracts on Imports, Government Spending
Eins og kemur fram í tilvitnun að neðan, þá virkilega töldu Seðlabankamenn að viðsnúningur væri hafinn, og spá þeirra var um samfelldan viðsnúning frá 3. fjórðungi 2010 og síðan áfram. Þetta hefur klárt ekki gengið eftir, og það geta ekki annað en verið mikil vonbrigði fyrir stjórnvöld.
Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010
"Samkvæmt spá bankans tók árstíðarleiðrétt landsframleiðsla að vaxa á ný á þriðja ársfjórðungi eða um 3,1% milli ársfjórðunga og áætlað er að hún vaxi um 1,2% á síðasta fjórðungi ársins. Samkvæmt spánni lauk því tveggja og hálfs árs samdráttarskeiði um mitt þetta ár." - "Svipaða sögu er að segja um landsframleiðsluna en nú er gert ráð fyrir 2½% samdrætti í ár í stað tæplega 2% samdráttar í síðustu spá. Til þess að sú spá gangi eftir þarf hagvöxtur á síðari hluta ársins að vera rúmlega 2%."
Sjá Hagstofa Íslands: Landsframleiðslan á 4. ársfjórðungi 2010 - - Landsframleiðsla 2010
Tölur 3/4. ársfjórðungs 2010
Einkaneysla,....+ 3,3%..........+ 1,6% Samneysla, .....- 0,2%...........- 0,5% Fjárfesting,......- 3,3%.........+ 14,9% Útflutningur,....+ 1,4%..........+ 3,0% Innflutningur,..+ 4,6% ........+ 10,0%
Þjóðarútgj.,.....+ 3,9%..........+ 1,6% Hagvöxtur,......+ 2,2%...........- 1,5%
Árið í heild: tölur sýna magnbreytingar í prósentum
...................................................................2008.......2009.....2010 Einkaneysla...................................................-7,9.......-15,6.......-0,2
Samneysla......................................................4,6........-1,7........-3,2
Fjárfesting...................................................-19,7.......-50,9.......-8,1
Þjóðarútgjöld.................................................-8,5.......-20,7.......-2,5
Útflutningur alls...............................................7,0.........7,0.........1,1
Vörur............................................................11,4.........2,4.......-2,0
Þjónusta........................................................-2,2.......18,3........6,5
Innflutningur alls...........................................-18,4......-24,0.......3,9
Vörur............................................................-18,2.....-27,2.......2,2
Þjónusta Services...........................................-18,8......-17,0.......6,7
Verg landsframleiðsla (Gross Domestic Product).....1,4.......-6,9......-3,5
Vergar þjóðartekjur (Gross National Income)......-17,6.......-8,1.......0,3
Seðlabankamenn voru of bjartsýnir!
Seðlabankamenn vanmátu samdrátt 2010 um heilt prósent, þ.e. í stað -2,5% varð hann -3,5%. Stór hluti af skekkjunni getur auðvitað verið skortur á hagvexti síðasta árshluta 2010, miðað við þ.s þeir reiknuðu með.
En, þ.s. verður spennandi að sjá, er hver framvinda 1. fjórðungs 2011 verður. Því miður koma þær tölur ekki alveg á næstunni.
En miðað við skekkjuna í væntingum Seðlabanka og þeirrar útkomu sem varð, verður líklega að líta á spá Seðlabanka um framvindu þessa árs þ.e. hagvöxt upp á 2,1% sem ólíklega. En, í umfjöllun minni um þá spá, ákvað ég að spá hagvexti upp á 1%.
Kannski rætist það - en eins og sjá má að ofan, þá virðist hagkerfið raunverulega vera að ná botni. Aukning hefur orðið á innflutningi á ný og það var mjög lítill samdráttur í neyslu. Fjárfesting mun vart halda áfram að minnka, enda þegar kominn í sögulegt lágmark miðað við fjárfestingu síðasta árs.
En hagkerfið, getur einnig botnað án þess að það verði umtalsverður mældur hagvöxtur. En, sem dæmi spáði Greiningardeild Arion Banka einungis 0,5% hagvexti. Það er auðvitað möguleg útkoma einnig, að ástand stöðnunar eða nær stöðnunar taki við og ríki þetta ár.
Kv.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta getur nú ekki verið. Jóhanna hefur sagt okkur að við séum á bullandi uppleið. Ekki lýgur Jóhanna, eða...
Sigurður Þorsteinsson, 9.3.2011 kl. 10:11
Steingrímur og Jóhanna lifa í útópíu. Það versta sem hægt er að hugsa sér í kreppu er að hækka skatta og draga úr samneyslu. Þetta kallast að pissa í skó sinn.
Ég óttast að það verði kerfisbundinn samdráttur næstu árin - bara út af skaðlegri háttsemi ríkisstjórnarinnar. En á móti getur það verið að staða Íslands er mun verri en almennt er viðurkennt opinberlega.
Sumarliði Einar Daðason, 9.3.2011 kl. 10:44
Já vinir, næg virkilega næg er drlýldni hans Gríms búin að vera á fundum, undanfarna mánuði, þ.s. hann hefur mætt á fund eftir fund og haldið því fram, veifandi spám Seðlabanka og fullyrðingum þeirra um viðsnúning; að það væri einfaldega ekki rétt að skattastefna hans væri að hindra hagvöxt.
VG-ar með Grím ásant vini hans Stefáni Ólafs. fræðimanni, hafa verið að halda því fram veifandi tölum að skattbyrði hefði þvert á móti minnkað.
Sjaldan hef ég séð eins klárt dæmi um að ljúga með tölum, en þ.e. einfalt að samdráttur hefur haldið áfram að minnka skatttekjur þrátt fyrir hækkanir skatta.
Ég man enn eftir því, að Stefán Ólafssin hélt því einnig fram í tíð ríkisstj. HÁ og DO að sú ríkisstj. væri með skattpíningu veifaði svipaðri talnaleikfimi sem sýndi hækkandi skatttekjur, en þetta var í kjölfarið á skattalækkunum þeirrar ríkisstj. Þá auðvitað gilti það öfuga, að ríkið var að fá stöðugt meiri tekjur af aukinni veltu hagkerfisins, árin þegar bólan var að byrja.
Ég er löngu hættur að hafa fulla virðingu fyrir Stefáni vini Steingríms. Tek lítið mark í dag á honum Grími.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.3.2011 kl. 11:53
56.000 x 3,0% = 1.680
34.000 x 3,0% = 1.020
Það er auðvelara fyrir fátæk ríki að sýna bullandi uppleið. Jóhann og Steingrímur eru trivil. Skilja ekki að prósentur taka mið af grunni.
Júlíus Björnsson, 10.3.2011 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning