En hve maður er orðinn þreyttur á lýginni í umræðunni. Lágmarkslaun hér, eru ekki með því lægsta sem gerist. Og, Ísland er enn ríkt samanborið við Erópu.

Landsframleiðsla Íslands lækkaði við hrunið úr tæplega 62.000 dollurum, og 2010 var hún skv. CIA World Factbook 36.700 dollarar. Þetta gerir hrun um 40%.

Eins og sést neðst, er meðaltal ESB 32.900 dollarar á haus. Þannig, að þrátt fyrir hrunið er Ísland enn ríkt, í Evrópskum samanburði. Heimssamanburði að sjálfsögðu einnig. 

Það sem ýtir lífskjörum samt nokkuð niður, eru skuldirnar. En, á síðasta ári var afgangur af utanríkisverslun um 11% af þjóðarframleiðslu, en skv. Seðlabanka Ísl. þegar tekið er tillit til afborgana af skuldum þá var afgangurinn einungis nettó um 4% (þá er sleppt reiknuðum vaxtakostnaði vegna þrotabúa gömlu bankanna, sem eru í reynd ekki vaxtaborgandi skuldir fyrir landið).

Þarna er almenningur, að tapa um 11% af þjóðarframleiðslunni, sem hann gæti haft hærri lífskjör - en hámarks lífskjör sem sjálfbær eru - er þegar inn-/útflutningur er í járnum þ.e. hvorki plús né mínus.

Að auki, bætast við að margir eru með háar krónuskuldir, sem minnka ráðstöfunartekjur. Sérstaklega er staða barnafjölskylda, erfið hvað það varðar.

Þannig, að þegar mál eru skoðuð er vandinn ekki tekjuvandi per se heldur skuldavandi!

Magnað hvað það eru enn til mikið fátækir staðir í Evrópu - ríku álfunni!

CIA World Factbook:

  1. Liechtenstein:  141.100$
  2. Luxembourgh: 81.800$
  3. Noregur: 56.000$
  4. Bandaríkin: 47.400$
  5. Andorra: 44.900$
  6. Sviss: 42.900$
  7. Austuríki: 40.300$
  8. Holland:  40.500$
  9. Kanada: 39.600$
  10. Svíþjóð: 39.000$
  11. Belgía: 37.900$
  12. Írland: 37.600$
  13. Danmörk: 36.700$
  14. Ísland: 36.700$
  15. San Marino: 36.200$
  16. Þýskaland: 35.900$
  17. Grænland: 35.900$
  18. Finnland: 35.300$
  19. Bretland: 35.100$
  20. Frakkland: 33.300$
  21. Færeyjar 32.800$
  22. Ítalía: 30.700$
  23. Grikkland: 30.200$
  24. Mónakó: 30.000$
  25. Spánn: 29.500$
  26. Slóvenía: 28.400$
  27. Tékkland: 25.600$
  28. Malta: 25.100$
  29. Portugal: 23.000$
  30. Slóvakía: 22.200$
  31. Kýpur: 21.000$
  32. Eistland: 19.000$
  33. Úngverjaland: 19.000$
  34. Pólland: 18.800$
  35. Króatía: 17.500$
  36. Litáen: 15.900$
  37. Rússland: 15.900$
  38. Lettand: 14.300$ 
  39. Hvíta Rússlan: 14.300$
  40. Búlgaría: 12.800$
  41. Tyrkland: 12.300$
  42. Rúmenía: 11.500$
  43. Serbía: 11.000$
  44. Svartfjalla-land: 9.900$
  45. Makedónía: 9.400$
  46. Albanía: 7.400$
  47. Úkraína: 6.700$
  48. Bosnía: 6.600$
  49. Kosovo: 2.500$
  50. Moldavía: 2.500$
  51. ESB 32.900$

 

Maður er orðinn þreyttur á lýginni

  • Eitt sem maður hefur heyrt fullyrt ítrekað er, hve laun eru mikið - mikið betri á norðurlöndum.
  • M.a. annars að, lágmarkslaun séu mikið hærri en hér.
  • En, hvað kemur í ljós?
ASÍ - Lögbundin lágmarkslaun í Evrópu 2011
  1. Í janúar 2011 voru 20 of 27 aðildarríkjum ESB (Belgía, Búlgaría, Tékkland, Eistland, Írland, Grikkland, Spánn, Frakkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Ungverjaland, Malta, Holland, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvenía, Slóvakía og Bretland) og þrjú umsóknarríki (Ísland, Króatía og Tyrkland) með lög eða almennt gildandi samninga sem kveða á um skuldbindandi lágmarkslaun.
  2. "Þau lönd sem ekki hafa slík ákvæði eru sleppt, en slíkt á við um Þýskaland, Kýpur, Makedóníu, Danmörk, Ítalíu, Austurríki, Finnland, Svíþjóð, Noregur og Sviss."
  • Einmitt, engin gildandi lágmarkslaun á Norðurlöndum. Dásamlegt - sýnir hve lígin í umræðunni, er svakaleg!

Röðum síðan löndunum upp:

  1. Lúxembúrg.
  2. Ísland fyrir hrun.
  3. Írland.
  4. Holland.
  5. Belgía.
  6. Frakkland.
  7. Bretland.
  8. Ísland.
  9. Grikkland.
  10. Spánn.
  11. Slóvenía.
  12. Malta.
  13. Portúgal.
  14. Pólland.
  15. Tékkland.
  • Ísland í könnuninni, telst meðal landa fyrsta hóps með lágmarkslaun yfir 1.000 Evrum.
  • Hópur 2, er með lágmarkslaun 550-950 Evrur.
  • Neðsti hópurinn, er með lágmarkslaun milli 100 og 400 Evrur.

Frakkland, virðist hafa 1200 Evrur í lágmarkslaun =193.116

Lúxembúrg, virðist hafa 1420 Evrur í lágmarkslaun = 228.520

Þetta setur kröfu verkalýðshreyfingarinnar um 200þ.króna lágmarkslaun í samhengi. Ef hún næst fram, eru lágmarkslaun hér 1242 Evrur, og þau orðin 3. hæst í Evrópu.

Innan hæsta hópsins, munar einungis 60þ.kr. eða um 400 Evrum á lægstu lágmarkslaununum og þeim hæstu. Þó þetta sé nokkur munur, þá er hann engan veginn sá sem hefur verið gefinn í skin.


Hættum þessum barlómi

Framtíðin er einföld - við eigum, að auka útflutning.

Passa okkur, á að það sé hvorki mjög mikill innflutningshalli - því þá söfnum við skuldum sem kemur niður á okkur síðar í versnandi lífskjörum, né of mikill afgangur af útflutningi - því hámarks lífskjör þau sem eru sjálfbær, er þegar útflutningur og innflutningur er akkúrat í járnum hvorki plús né mínus en þó með teknu tilliti til nauðsynlegs afgangs vegna afborgana af skuldum.

Ef við pössum upp á, að viðhalda þessu jafnvægi. Þá eru okkur allir vegir færir.

Því, einfaldur samanburður á löndum, sýnir að löndin með eigin gjaldmiðil vegnar hið minnsta síst verr.

Að vera með eigin, framkallar meiri sveigjanleika um hagstjórnina og skjótari aðlögunarhæfni, og í okkar tilviki gerir það betra að vera með eigin gjaldmiðil því okkar framleiðsluþættir eru í eðli sínu mjög sveiflugjarnir.

Við getum þó þurft, að aðstoða barnafjölskyldur í mesta vandanum meir - en fram að þessu hefur verið gert. En, það myndi bæta aðstöðu ríkisins til að standa í slíku, ef fyrst er komið af stað hagvexti.

Spurning hver er besta aðferðin til slíks. En, mögulegar aðferðir eru allt frá því, að frysta vísitöluna og búa til verðbólgu - láta skuldir brenna í verðbólgu. Yfir í, að ríkið aðstoði beint með fjárframlögum, en þá þarf helst fyrst að hafa átt sér stað nokkur tekjuaukning þess. Fyrri leiðin, er möguleg án slíkrar - en getur haft óheppileg hliðaráhrif.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Danish tax examples as of 2010:

If you have what is considered a very low income (DKK 150,000, USD 26,550) you pay approx. DKK 44,500 in income tax (including gross tax), i.e. approx. 29.7% of the full amount.

http://en.wikipedia.org/wiki/Taxation_in_Denmark

Þarna má álykta að skattleysis mörk séu 105,500 DDK eða 8.792 DDK/mán. 189.931 kr.

Það er líka eðlilegt að lágmarks Húsnæðskostnað [viðhald, vextir eða leiga, rafmagn , vatn , hiti,.. skattar] sé 95.000 [til 60.000].  Þannig að einstakling sé ætlað að fæða,klæða,snyrta, sig og skemmta sér, ferðast, hafa samskipti,  fyrir 95.000 kr á mánuði eða 3.200 kr. á dag. 147 DDK á dag. Þetta er kannski fimm bjórar á krá.

Júlíus Björnsson, 6.3.2011 kl. 02:22

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

UK 2011 mun hafa skattleysismörk 116.000 kr. Frakkar eru senn lega með um 25 tekjuskatt eða skattleysismörk 144.000 kr.

Persónuafsláttur á tekjuskatt  þekkist vart utan Íslands. Hæfir fræðingar AGS kalla þetta niðurgreiðslur á launkostnaði Íslenskra fyrirtækja.  Hér í samræmi við óreiðuna og leyndina, þá er þetta gert til að torvelda samanburði við önnur lönd á lámarkstekjum hér, sem eru þær  minnstu hér miðað við grunnkostnað einstaklings til að lifa með reisn í samanburði við aðra í sama þjóðfélagi.

Lönd eins og Frakkland 33.300$, er með örugglega með 30%- 50% max af látekju húsnæðis kostnaði á Íslandi.  Ef heildar húsnæðiskostnaður er um 17.000  í Frakklandi þá er um 56.000 á Íslandi til 34.000 dollarar. Frakkar bjóða líka öllum þegnum sínum upp á mikið hagstæðri látekju neyslukaupmátt, stutt aðgengi í alla þjónustu, ódýrt grænmeti, og kornvöru, bjór og rauðvín og allskonar innmat, pate og osta, egg. Í heitari löndum allt annað og ódýrara mataræði grunnur í neyslukostnaði en á Íslandi. Einnig er fisk og kjötneysla í gegnum aldirnar miklu hlutfalllega minn hjá almenningi meginlandsins. Þetta og margt annað lækkar forsendur fyrir lámarkstekjur í öðrum þessum ríkjum.

Farand atvinnleytendur  í EU regluverkinu er ungt fólk á besta aldri sem er að koma hingað í uppgripa vinnu, ekki rtil að lifa við lákúran hér. Heldur lætur bjóða að vera mörg í samherbergi í einskonar útlegð til til að safna gjaldeyri vegna lákúrunnar sem það lætur bjóða sér. Gjaldeyri fyrir útborgun í fastegin heima eða flottum bíl. Engin þjóð  lætur fólk fá eina ölkrús til að nærast á daglega.   

Júlíus Björnsson, 6.3.2011 kl. 03:41

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Taxation_in_France

Tekjuskattleysis mörk í Frakklandi:Below €5,875

946.425 kr. eða 78.868 kr.

11.720 -5.875=  5.845 skattur 5,5% 332 evrur, 949 evrur á máuði eftir skatt eða um 152.000 kr.

26.030-11.720 = 14.310  skattur 14,0% 2003 evrur.

26.030 bera 2.335  í skatt eða 9% tekjuskattur.

26.395 eru  2200 evrur á mánuði. eða 354.000 kr

þetta er líka vísbending um að margar konur eru heimavinnandi í Frakklandi og neyslutekjur eftir látekjuhúsnæðis heildarkostanað um 72.000 á mánuð.

Hér þarf lámarksframfærsla að vera svipuð og í Danmörku, Lámarkslaun um  10% hærri.Skattinn ofná til að taka af aftur.

Hætta niðurgreiðslum í formi persónuafsláttar.

Íslensk fyrirtæki sem þurfa, velta þessu þá bara einu sinni út í verðlagið. 

Júlíus Björnsson, 6.3.2011 kl. 04:24

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll vertu Einar Björn ! "þreytuna" þína á "barlómnum" ætlaði ég eiginlega ekki að ræða við þig, hana getur enginn gert neitt með nema þú sjálfur, en mæli samt með að þú blandir henni ekki í samfélagsumræðuna, skemmir bara gott innlegg með þessu.

Ég heyri nú aldrei fólk vera benda á lágmarkslaunin sérstaklega, heldur bara launin almennt, þegar verið er að tala um hin norðurlöndin í “hillingum”, en það er auðvitað bara hártogun, eða ...?

Því innleggið er gott og ekki síst góð og tímabær bjartsýni í þessu hjá þér, þær fórnir sem fólk er búið að færa sl. rúm 2 ár eru svo sannarlega að skila árangri, Ísland stendur nú best að vígi af þeim evrópsku löndum sem harðast urðu úti í kreppunni, vonum bara að því striti verðu ekki glutrað niður með röngum ákvörðunum á næstu vikum og mánuðum.

En þessi samanburður frá CIA factbook, er og verður alltaf vafasamur, það eru svo ótal margir aðrir þættir sem spila inn í velferð og afkomu fólks, en tekjur í dollurum einar saman, en er ekki að segja að þar með að ekki megi nota slíkann fróðleik, ef aðalástæðan er að "stinga" upp í "barlómana", sem einblína á launin eingöngu.

Svo varðandi “fakta”hjá þér, þar sem þú stendur fram sem maður "sannleikans" þá er þessi tilvísun frá ASÍ nánast bein þýðing á álitsgerð/rannsókn sem ESB gerði á því hvaða ríki hefðu LÖGFEST, ath. ríki ekki stéttarfélög, lágmarkslaun og svo langt er þá rétt að undanskilja þau 3 norðurlönd sem þú gerir, en svo lætur þú undir höfuð leggjast (viljandi ??) að taka fram að öll stéttarfélög í þessum sömu löndum eru með föst og samningsbundin lágmarkslaun, þetta svo þíðir í raun að það er hvetjandi fyrir fólk að vera með í stéttarfélagi og ekki síður fyrir stéttarfélögin að vera “aktívari” í að heimsækja vinnustaði og upplýsa fólk um réttindi sín, sem og er gert.

Það liggur einnig, óréttmætt; í þessu hjá þér að Norska (Sænska og Danska einnig) vinnueftirlitið sé þá án verkfæra til að takast á við svokallaða “Sosial Dumping” sem er einfaldlega það að vinnuveitandi reynir að hafa (oftast erlenda) starfsmenn á “lúsarlaunum”, en svo er ekki, það er umfangsmikið regluverk í gangi og í sífelldri þróun hjá bæði ESB og í samvinnu við EES löndin, sem gefur Vinnueftirlitinu í t.d. Noregi sem ég þekki best til, góð verkfæri til að fást við slíkt, þetta snýst þar með meira um hvernig er staðið að málum, en ekki hvort, eins og innleggið gefur í skyn.

Svo fyrir alla muni Einar Björn ! Ekki skemma góð innlegg um mikilvæg mál, með svona “fakta” trixum.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 6.3.2011 kl. 12:17

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristján, skoðaði aðeins bloggið þitt til að átta mig aðeins betur á þér, samanburðurinn á þjóðarframleiðslu þ.s. hann segir okkur er að verðmætaframleiðsla hér á Íslandi og (þ.s. Írland virðist þér hugleikið) Írlandi.

Vandinn hjá báðum þjóðum, er skuldavandi - ekki beint tekjuvandi, enda sýnir samanburðurinn að báðar þjóðir hafa miklar þjóðartekjur.

Ég sé, að þú ert sammála því, að það skili okkur betri niðurstöðu, að við höfum okkar eigin gjaldmiðil - Árni Páll: Erfitt að halda í krónuna nema með gjaldeyrishöftum - (hef skrifað nokkrar athugasemdir við þessa grein um einmitt gjaldmiðils mál), að það sé bagalegt fyrir Írland að vera tilneytt til að taka svipaða aðlögun út, dreifð yfir nokkurra ára verðhjöðnunar tímabil.

Þ.e. nefnilega málið, að það er þvættingur sem Evrusinnar margir hverjir halda, að það að hafa Evru verji almenning gegn lífkjaraskerðingu ef hagkerfið verður fyrir tjóni. Hið rétta að sjálfsögðu er, að það tjón kemur samt til þeirra fyrir rest - meginmunurinn að það tekur lengri tíma og það ferli veldur hagkerfinu stærra tjóni, en ef aðlögunin hefði verið tekin á einum degi.

Þ.e. einmitt þ.s. ég bendi á, með því að benda á að Ísland er enn ríkt, að við getum, ef haldið er rétt á spilunum komið okkur hratt úr vandanum. En, vegna þess að vandinn er skuldavandi, þá er einmitt lykilatriði:

  1. Auka ekki skuldirnar frekar.
  2. Minnka þær eins hratt og hægt er, þær sem fyrir eru.
  3. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að við eigum að kanna, hvort ekki sé hægt að endursemja við þá sem eiga okkar skuldir, um lengri greiðsludreifingu og lægri vexti. Til, að létta undir því óskaplega vaxtakostnaði sem ríkið okkar mun þurfa að glíma við, hér á næstu árum.

Hér innanlands, er í reynd sami vandinn. Tekjur hagkerfisins, eru góðar í alþjóðlegum samanburði - þ.e. klárt af samanburðinum. En, fjöldi almennings skuldar alltof - alltof mikið. Það, auðvitað skerðir lífskjör mjög mikið, hjá þeim hópum sem skulda mikið.

Á þessu þarf að vinna, og ég er þeirrar skoðunar, að það þurfi að finna til, einhver skuldalækkunar úrræði. Þau eru til. Ef, skuldir eru lækkaðar, þá mun það bæta lífskjör fjölda fólks.

Varðandi spurninguna um lágmarkslaun. Þá er áhugavert, að þjóðarframleiðsla hér er há, og ekki neitt mikið lægri en meðaltal norðurlanda. Það segir mér, að ef við vinnum á þessum útbreidda skuldavanda, hjá almenningi annars vegar og hins vegar, á skuldavanda þjóðarinnar út á við; þá getum verið rétt af skútuna og það hratt, og haft það barasta fínt.

Ég sé ekki þörf á ESB aðild. Ég sé ekki að Evruaðild, sé sniðug heldur. 

Varðandi lögbundin lágmarkslaun, þá hefur því haldið fram í umræðunni hér að lágmarkslaun á norðulöndum séu mikið hærri en hér. En, þá kemur í ljós að það eru engin lágmarkslaun í gildi.

Að sjálfsögðu veit ég, að verkalýðsfélög eins og hér, hafa sína launataxta og þau passa upp á, að þeim sé fylgt eftir - þegar kemur að fólki sem eru félagar og starfandi innan greina sem þeirra taxtar gilda um. Þ.e. sama fyrirkomulag og hér.

En, þetta er ekki lögbundin lágmarkslaun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.3.2011 kl. 15:02

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Júlíus - ertu að segja að persónuafsláttur sé að þínu mati skaðlegt fyrirbæri?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.3.2011 kl. 15:08

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Einmitt Einar Björn ! það sem ég er að meina, en er annars ekkert mjög "upptekinn" af Írlandi sem slíku, nema sem afburða góðu dæmi til að bera saman 2 lönd sem lent hafa í svipuðum hremmimgum, en hafa svo ólíka möguleika til að fást við þær, með áþreifanlegum mismun í árangri Íslandi í vil, þessvegna sérðu á minnst á Írland nokkuð í síðustu bloggum mínum.

Þetta með að taka upp evru og/eða ganga í ESB er nefnilega nokkuð mikið notað núna í áróðrinum fyrir ð samþykkja Icesave og ganga í ESB (sem virðist fylgjast að hjá þeim sem styðja annað og bæði) svo Írland er eitt besta dæmið til reka svoleiðis bull til föðurhúsanna, en af nógu er að taka.

Þetta með lágmarkslaunin og landslög í sumum ríkjum til að fastsetja þau og/eða ekki í öðrum, skiftir, eins og ég reyndi benda þér á, litlu sem engu máli, þar sem EES og ESB svæðið er með eigin slík lög í gangi og/eða mótun, það er tæki sem gefur vinnueftirliti og stéttarfélögum, allavega hér í Noregi góð tæki til að spyrna fótum við þessu svokallaða "Sosial Dumping" (vantar íslenska ef til er, orðið fyrir þetta í minn orðaforða).

Og Einar !! þessi 3 atriði hjá þér eru eins og úr mínum munni, svo við erum nokkuð sammála í meginatriðum og meira til, set þau hér með leyfi:

  1. Auka ekki skuldirnar frekar.

  2. Minnka þær eins hratt og hægt er, þær sem fyrir eru.

  3. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að við eigum að kanna, hvort ekki sé hægt að endursemja við þá sem eiga okkar skuldir, um lengri greiðsludreifingu og lægri vexti. Til, að létta undir því óskaplega vaxtakostnaði sem ríkið okkar mun þurfa að glíma við, hér á næstu árum

Takk annars fyrir góð innlegg og spjall, heyrumst !

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 6.3.2011 kl. 22:23

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er að segja að allt sem torveldar samanburð í efnahagslegu samhengi innan efnahagslögsaga og milli þeirra  geti ekki talist kostur til rökrétt ályktanna í framhaldi. 

Hjá hinu opinbera hafa niðurgreiðslur á tekjuskatta starfsmanna enga arðbærða merkingu í mínum heila.

Niðurgreiðslur á launkostnað EU fyrirtækja sem stunda útflutning er sagðar skaða keppni í tækni og fullvinnslu.

Í vel reknum og því markaðasettum Íslensku fyrirtækjum valda þessar niðurgreiðslu niðurgreiðslur óþarfa bókhaldskostnaði.

Lögbundin lágmarkslaun mun sett til höfuðs lögbundnum lágmarks framfærslutekjum í mörgum ríkjum til að virka afkasta og mætinga hvetjandi inna max 40  stunda vinnuviku ramma.

Almenn reglan [prinsippið] hjá stjórnsýslum erlendis gagnvart lámarksframfærslu = L mun ennþá vera : Lámarks Híbýli kostnaður fasti = H. Þannig að L =2H  í hverri efnahagslögsögu. 

Flest er í grunni "common sense" hinsvegar mun Rethoric og ýmis fræðilegi framsetning vera tilgangur sem helga meðalið til að níðast á þeim sem ekki mastera fræðunum. 

Þrepa tekjuskattur 5%, 10% og 20% án persónuafláttar er til fyrirmyndar. Almenn innlandseyðsla lækkar vsk %  þörf frekar en hitt.  Með vsk. er hægt að stýra eða hjálpa fyrirtækjum sem eru í keppni á sama innlandsmarkaði. 

Nú er þitt Einar að verja Íslenska persónu afsláttinn í samanburði við þau ríki sem hafa ekkert álit á honum hingað til opinberlega.

Júlíus Björnsson, 6.3.2011 kl. 22:25

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK júlíus, persónuafsláttur er sennilega óþarfur. Það mætti allt eins, afnema hann og lækka í staðinn tekjuskatts prósentuna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.3.2011 kl. 23:03

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Farand atvinnuleitendur  í EU regluverkinu er ungt fólk á besta aldri sem er að koma hingað í uppgripa vinnu, ekki til að lifa við lágkúran hér. Heldur lætur bjóða að vera mörg í sama herbergi í einskonar útlegð til til að safna gjaldeyri en ekki vegna lákúrunnar sem það lætur bjóða sér. Gjaldeyri fyrir útborgun í fasteign heima eða flottum bíl. Engin þjóð  lætur fólk fá eina ölkrús til að nærast á daglega.  

Júlíus Björnsson, 7.3.2011 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband