Framkvæmdastjórn Evrópu, hefur hækkað örlítið hagvaxtarspá sína fyrir árið innan Evrusvæðisins. En, á móti hefur spá um verðbólgu hækkað einnig. Sá hagvöxtur er einkum knúinn af hagvexti í Þýskalandi
Ef mönnum finnst mikið um hagvöxt í Þýskalandi, skv. spá 2,4% í ár, hvað þá um í Svíþjóð - sem stefnir í að hafa langmesta hagvöxtinn í Evrópu í ár þ.e. yfir 7%. Svíþjóð er ekki í Evrunni.
Rehn sees eurozone recovery gaining ground :"Olli Rehn, the commissioner for economic and monetary affairs, said he expected real gross domestic product in the eurozone, the 17 countries that use the euro currency, to increase 1.6 per cent in 2011 slightly above the 1.5 per cent predicted in November." - "The Commission revised upward its inflation estimate for the eurozone from 1.8 per cent to 2.2 per cent, but emphasised that it believed core inflation was still low." - "Mr Rehn said he expected that oil prices would average more than $100 a barrel in 2011, well above the Commissions $80 estimate for 2010."
Miðað við ofangreindar tölur, ef þær standast, þá er í reynd nettó samdráttur lífskjara um 0,6%. En, verðbólgan er 0,6% umfram þessa hagvaxtarspá.
"Some outside analysts such as Marie Diron, senior economic adviser to Ernst & Young took a more negative view, however." - "Overall, while the [Commission] sees risks to the outlook for growth as fairly balanced, we think that risks are heavily skewed to the downside. Policymakers should prepare for much less favourable developments than currently envisaged, Ms Diron wrote.""
Ég er sammála því, að líklegasta sveiflan er niður-á-við. En, enn hefur ekki verið gengið frá lausn vanda Evrusvæðisins. Miklar líkur eru að Portúgal fari inn í björgunaráætlun ESB miðað við, að vaxtakrafa fyrir 10. ára ríkisskuldabréf Portúgals er komin yfir 7,5%.
Bjartsýni fer minnkandi um þá lausn, sem verið er að berja saman af leiðtogum Evrusvæðisins. En, fylkiskosningar í umliðinni viku í Þýskalandi, minnkuðu þingstyrk ríkisstj. Merkel þannig að ekki er lengur meirihluti að ræða í efri deil þingsins. Andstæðingar þess, að Þjóðverjar taki á sig hluta aðlögunarkostnaðar landa í vandræðum, hefur magnast.
Þannig, hafa minnkað líkur á því, að stuðningsaðgerðir ESB við lönd í vanda verði efldar. Niðurstaðan liggur þó ekki enn fyrir. En, það verður fundur á nk. mánudag meðal leiðtoga Evrusvæðisins. Það verður áhugavert að vera fluga á vegg, þegar hann mun standa yfir.
Inflation pushes ECB closer to rate rise :"The European Central Banks 23-strong governing council, on thirsday, is expected to warn that risks have risen of inflation breaching its medium-term target of an annual rate below but close to 2 per cent." - "Eurozone inflation hit 2.4 per cent in February, the highest since October 2008, according to data from the European Unions statistical office on Tuesday." - "Separately, the European Commission forecast eurozone inflation would average 2.2 per cent this year the ECB is also expected to forecast that its target will be breached this year. Middle East unrest was tilting inflation risks upwards, the Commission warned."
Ef, Seðlabanki Evrópu hækkar vexti - sem mjög hratt vaxandi líkur eru á að hann geri, en Dragi líklegasti næsti Seðlabankastjóri er harðlínumaður varðandi baráttu gegn verðbólgu og síðan, þarf hann væntanlega að taka tillit til ótta Þjóðverja um verðbólgu - sérstaklega, jafnvel hugsanlegt að það verði hluti af samkomulagi þ.e. hluti smáa leturs gegn því að Þjóðverjar samþykki að hann taki við; þá mun það gera löndunum í Evrópu í mestu skuldavandanum erfiðara fyrir.
En, Evrusvæðið skiptist í tvennt alveg, lönd sem vegnar vel eða bærilega; og lönd sem vegnar ílla. Vaxtahækkun mun auka þann mun, og um leið auka líkur þess að löndin í vanda, muni ekki geta leyst úr sínum vanda.
Þannig að vaxtahækkun verður mjög tíveggjuð, ekki síst ofan í samdráttaráhrif sem bætast þarf á ofan vegna olíuverðs hækkana. Þannig, að minnkun hagvaxtar er mjög líkleg - myndi ég segja.
The Swedish tiger!
Sweden records fastest quarterly growth :"Sweden registered its fastest quarterly economic growth on record in the last three months of last year, burnishing its status as Europes best-performing economy." - "The forecast-beating 7.3 per cent year-on-year expansion looked sure to increase pressure on the countrys central bank to raise interest rates further amid concern over possible overheating." - "The Riksbank has already increased rates five times since last July,..." - "Domestic consumption has also recovered strongly..." - "The buoyant economy coupled with low interest rates has spurred a sharp increase in household borrowing..." - "Stefan Ingves, Riksbank governor,...warned it remains to be seen whether authorities had done enough to prevent a (housing) bubble." - "Sweden has introduced a cap of 85 per cent on the loan-to-value ratio of mortgages in another attempt to slow borrowing." - "Anders Borg, finance minister, on Wednesday told lenders they should not wait for the introduction of new international banking regulations to start increasing core capital levels." - "Finland, said on Tuesday that its economy grew by 5.2 per cent in the fourth quarter."
Það er ekkert annað. Svíþjóð er orðin tígur hagkerfi Evrópu. Næst eftir í hagvaxtar-röðinni kemur Pólland. Bæði löndin eru með eigin gjaldmiðil. Það þriðja í röðinni, er síðan Evrulandið Finnland.
Öll 3. löndin, á sl. áratug, viðhöfðu varfærna fjármála og efnahagsstjórnun. Í dag, uppskera þau varfærnina, í mun betri hagvexti en þekkist annars staðar í Evrópu. Kreppan er í reynd búin í þessum 3. löndum.
Málið snýst ekki um Evru eða ekki Evru. Heldur um góða hagstjórn. Þ.e. þ.s. skilur á milli landa sem vegnar vel, og landa sem vegnar ílla.
Ég sé ekki, að lönd innan Evru standi áberandi betur, en lönd utan Evru. Hið minnsta það. Einföld skoðun á staðreyndum, ætti að lækna þá sem halda að Evruaðild sé einhver formúla að velgengni. Alls ekki, hún er hvorki formúla að velgengni, né endilega leið til helvítis heldur.
Ísland og Evran
Fyrir okkur reyndar, á hið almenna samhengi ekki við, þ.s. okkar hagkerfi hefur ákveðna sérstaka eiginleika, sem gera Evruaðild óhentuga, sérdeilis. En, ég vísa til þess sem oft hefur verið nefnt áður, að grunnþættir okkar hagkerfis, séu of sveiflugjarnir annars vegar og hins vegar sé of miklar líkur þess að sveifla þeirra verði önnur, en sú sveifla sem hagstj. Evrusvæðis miðast út frá. En, erfitt er að búa við vaxta- og gengisþróun, sem er mjög á skjön við hagkerfisþarfir okkar.
En, það er lykilatriði að aðlögun hagkerfis að peningastjórnun Evrusvæðis - takist. Þetta sést mjög vel á gögnum úr skýrslu OECD sjá t.d. bls. 8 vinstra megin, þá sést meðal raunstýrivextir á Evrusvæðinu yfir tímabilið 2002 - 2007.
Raunstýrivextir á Evrusvæði 2002-2007:
- - 3,0% Írlands
- - 1,6% Spánar
- - 1,5% Grikklands
- - 1,2% Portúgals
- - 1,2% Ítalíu
Það er gríðarlega erfitt að búa við neikvæða raunstýrivexti. Þetta segir einfaldlega, að stýrivaxtastefna hafi alls - alls ekki hentað þessum ríkjum á umliðnum áratug. En, ef lágir vextir eru þensluaukandi eru neikvæðir það, sannarlega enn meir. Sérstaklega vegna þess, hve þeir magna óskaplega eftirspurn eftir lánsfé. Af ofangreindu, verður því ekki furðulegt að bæði á Írlandi og Spáni, gekk yfir á sl. áratug óskaplega stórar fasteigna-verðs bólur. Öll þessi lönd búa við skuldavanda í dag.
Ofangreindar tölur, eru sterk vísbending þess að ofangreind lönd, hefðu ekki átt að ganga inn í Evruna. En, það skiptir virkilega máli, að hagkerfi þitt nái því, að aðlaga sig að gjaldmiðlinum. Ofangreint sýnir, að þessum löndum tókst það ekki.
Miðað við hvernig þessum löndum hefur farnast, þá sýnir það að ef ekki tekst að aðlaga hagkerfið að Evunni, þá séu verulegar líkur á því að ílla fari. Ég tel, klárt að okkar hagkerfi, sé mjög langt frá því að vera fært um að búa við þá vaxtastefnu- og gengisstefnu, sem viðgengst á Evrusvæðinu, vegna þess einmitt hve mikil hætta sé á sterkum hagveiflum hér í aðrar áttir. Ég lít svo á að ofangreindar tölur sanni, að slíkt sé mjög raunveruleg hætta.
Að auki bendi ég á bls. 4 í skýrslu OECD. Þar sést sá hluti hagvaxtar sem var ósjálfbær á Evrusvæðnu á umliðnum áratug. En, þar sést dekkti hlutinn hlutfall viðskiptahalla innan Evrusvæðis í heildarhagvexti Evrusvæðis, síðan ljósi hlutinn hlutfall viðskiptahagnaðar í þeim heildarviðskiptahagnaði.
Þ.s. halli og hagnaður helst í hendur, þá þarf til að sjá raunhagvöxtinn að þurrka út hallann en einnig samsvarandi að þykkt af ljósa svæðinu. Því, án hallans þá hverfur sjálfkrafa sá hluti einnig, því hann var búinn til af hallanum.
Þá kemur í ljós, þ.s. ég hef ítrekað sagt að svokölluð aukning hagvaxtar af völdum Evrunnar, var í reynd nær alveg þetta ósjálfbæra boom. Þ.e. samt einhver hagvöxtur til staðar kringum 2006 þó svo þetta væri gert, en sá er eðlilegur miðað við áratuginn á undan þegar engin var Evran.
Þannig, að þ.e. mjög orðum auknar þær fullyrðingar að upptöku Evrunnar, hafi fylgt mikil hagvaxtaraukning. Heldur, virðist hún vera afleiðing ákvörðunar sem sennilega var tekin á pólitíska sviðinu, að kynda undir hagkerfum Evrusvæðisins, með lágum vöxtum - með því að slaka á reglum um banka svo það verði aukning útlána og að auki með því að sem dæmi bæði Þýskaland og Frakkland voru með ríkissjóðs halla hvert ár, samtímis öllu þessu.
Svo mikilli kyndingu fylgir einnig áhætta, sem akkúrat er - stjórnlaus útlánasprenging - skuldaaukning og verðbólur, ekki bara bóla heldur bólur í fleirtölu. Þannig, að á móti þarf að beita samdráttaraðgerðum annars staðar, svo það fari ekki ílla. En, leiðin niður-á-við er hröð, ef menn missa stjórn á svo öflugri kyndingu.
Niðurstaða
Lífskjör eru enn á niðurleið að meðaltali á Evrusvæðinu, þ.s. hagvöxtur er innan við verðbólgu. Meira að segja í Þýskalandi er lífkjaraaukning sáralítil eða um 0,2%. Samtímis, er blússandi hagvöxtur í Svíjþóð - sem er utan Evrusvæðis.
Þ.s. samanburður á milli landa segir, er að Evra er ekki lykill að velgengni, þó hún sé ekki endilega heldur leið til efnahagslegs helvítis. Löndum vegnar bæði vel og ílla innan Evrusvæðis. Sama á við lönd sem hafa eigin gjaldmiðil, að þeim vegar misvel.
Því fylgir samt veruleg áhætta að taka upp Evru, ef aðlögun að peningastjórn Evru mistekst. Það sýnir útkoma sl. áratugar einnig.
Að auki, er stórlega ofmetið að Evra hafi stuðlað að auknum hagvexti.
Ég tel Evru ekki henta Íslandi, vegna þess að hagsveiflur Íslands séu of líklegar til að sveiflast skarplega í rangar áttir.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/fields/2003.html?countryName=Iceland&countryCode=ic®ionCode=eu&#ic'
Mat á raunhagvexti eða áreiðanleik eykst því lengra tímabil sem er haft til viðmiðunnar.
Staðreyndin er að EU, í samburði við USA og Kína, er minnst líklegust til að auka framleiðslu tækni og fullvinnslu í framtíðinni.
Alheimsjöfnun lífskjara mun koma mest niður á fyrrverandi Nýlenduherrum. 8% í EU geta hafa aðrar skoðanir en þau 92% sem eru sammála mér. Sameiginlegir hagsmunir þjóða sem keppa um ráðstöfunar tekjur gegn EU 8% eru gífurlegir.
Júlíus Björnsson, 2.3.2011 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning