Af hverju er skuldatryggingaálag Íslands lægra en skuldatryggingaálag Evrulandsins Portúgals? Rúmur helmingur Íslendinga vill taka upp Evru innan 2-ja ára skv. könnun!

Miðað við áróðurinn uppi, myndi maður að halda að Portúgal ætti að hafa mun meira lánstraust en Ísland. Portúgal skuldar u.þ.b. sama sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og Ísland - bæði löndin með heildarskuld þjóðarbús metin 330% af þjóðarframleiðslu. En, Ísland er sagt vera með algerlega ónothæfan gjaldmiðil, meðan Portúgal er með draumagjaldmiðilinn - Evru.

  • Nú, löndin skulda sem sagt mjög nálægt því hið sama hlutfall af landsframleiðslu.
  • Er þá ekki skuldatryggingaálag Portúgals, lægra en Íslands - fyrst Portúgal er með svo mikið betri gjaldmiðil?

 

 

 

 

 

 

 

Portúgal er ekki enn komið í björgunaráætlun Evrópusambandsins, berið saman CDS (credit default swap) Portúgals skv. ritinu að ofan og CDS Íslands skv. ritinu að neðan.

Skv. Markit iTraxx, 11. febrúar 2011: Sovereigns – Greece 829 (+15), Spain 238 (+3), Portugal 440 (+11), Italy 173 (0), Ireland 565 (+5), Belgium 168 (+3), France 90 (+1)

 

 

 

 

 

 

 

  • Svo alþjóðlegi markaðurinn, metur áhættu á gjaldþroti Portúgals liðlega 100 punktum hærra, en áhættu á gjaldþroti Íslands. 
  • Það þíðir, að það kostar skv. því rúmlega 1% meira en að tryggja sambærilega skuld fyrir Ísland, gagnvart hættu á greiðsluþroti.
  • En, þetta byrtist þeim sem kaupa skuldabréf viðkomandi ríkis, er þeir versla sér tryggingu fyrir greiðsluþroti þess ríkis.
  • Því meiri sem áhættan er, því hærri vaxtakröfu krefst markaðurinn því á móti, svo aðilar sjái sér hag af því að kaupa skuldir þess lands, þrátt fyrir hækkandi áhættukostnað.

 

CDS (credit default swap) Spánn

One-Year Chart for SPAIN CDS USD SR 5Y (CSPA1U5:IND)

 

Takið eftir CDS dreifingu fyrir Spán, skv. myndinni að ofan, sem sýnir dreifingu heils árs.

  • Eins og sést, var áhættumat fyrir Spán hærra en áhættumat fyrir Ísland, í nóvember.
  • Áhættumat fyrir Ísland var nýverið á svipuðum slóðum, en hefur farið upp nokkuð á þessu ári.
  • Þ.s. merkilegt er, er að áhætta fyrir Ísland er einungis 1% hærri en meðaláhætta Evrópu.

Það er allt og sumt, við erum 100 punktum yfir meðaláhættu V-Evrópu.

Portúgal er 100 punktum yfir meðaláhættu okkar.

 

Af hverju hefur skuldatryggingaálag Íslands lækkað, meðan skuldatryggingaálag Portúgals hefur farið hækkandi yfir sama tímabil?

Þetta snýst um sjálfbærni - en staðreyndin er sú að Ísland er búið að vera með afgang af milliríkjaverslun samfellt síðan hrunið átti sér stað, samtímis því að Portúgal - Spánn - Grikkland eru enn með viðskiptahalla.

En, einmitt sú staðreynd að Ísland hefur haft drjúgann viðskiptaafgang síðan hrun, þíðir að Ísland hefur efni á því sem það flytur inn, sem þíðir að lískjör hér eru sjálfbær þ.e. innan þeirra marka sem við höfum efni á; og það einmitt róar erlenda aðila sem selja vörur hingað, versla með okkar skuldir.

"The IMF says Portugal’s current account deficit will still be 9.2pc of GDP this year (and 8.4pc in 2015, if it is possible to defy gravity for so long), Greece will be 7.7pc, and Spain 4.8pc." - (current account er heildarjöfnuður við útlönd, fjármagnshreyfingar innifaldar)

Viðskiptahalli Spánar er þó búinn að minnka um liðlega helming - var kringum 8% v. upphaf síðasta árs - sem væntanlega skýrir minnkaða áhættu Spánar yfir umliðið ár. Meðan, að alls ekki virðist ganga að minnka viðskiptahalla Grikklands eða Portúgals.

Margir héldu því fram að innan Evru myndi viðskiptahalli aðildarlanda ekki skipta máli, fremur en viðskiptahalli Kaliforníu við Wyoming eða Montana. En, þetta hefur ekki reynst vera rétt.

  • En, viðskiptahalli mælir einfaldlega hvort þjóðfélag hefur efni á þeim lífsstandard, sem það Þróun vaxtakostnaðar portúgalska ríkisins í evrulandi: 10 ára lán til ríkisins. þjóðfélag viðhefur.
  • Ef þ.e. viðskiptahalli, eru lífskjör umfram þ.s. er sjálfbært. Hagkerfið safnar skuldum ár frá ári. Slík uppsöfnun er ósjálfbær til lengri tíma litið. Mun óhjákvæmilega enda í hruni á einhverjum tímapunkti.
  • Það er því ekki furðulegt, að markaður með skuldabréf sé stöðugt að hækka áhættu fyrir land eins og Portúgal, sem eins og Ísland skuldar meir en 300% en er enn með stöðugann viðskiptahalla upp á rúm 9% af þjóðarframleiðslu.
  • Á einhverjum tímapunkti - fullkomlega óhjákvæmilega ef þessari stöðugu upphleðslu skulda er ekki snúið við - hættir markaðurinn að vera tilbúinn að kaupa skuldir Portúgals alveg óháð verði.
  • Kortið til hægri sýnir þróun vaxtakröfu fyrir 10. ára portúgölsk ríkisskuldabréf.


Hvað hefði gerst ef gengið hefði ekki fallið, og snúið viðskiptahalla Íslands við í hagnað?

Það er alveg augljóst, að þá hefði skuldatryggingaálag ekki farið lækkandi heldur þvert á móti hækkandi, eins og reyndin er með þróun skuldatryggingaálags Portúgals.

Munum, að Ísland skuldar í dag 330% - ef Ísland hefði haft 300 ma.kr. viðskiptahalla síðan hrun í stað 300 ma.kr. hagnaðar yfir sama tímabil, væru heildarskuldir Ísland um 370%, og stöðugt hækkandi.

Þetta er reyndar aðeins fræðilegt dæmi, því í reynd hefðu aðilar sem selja hingað vörur algerlega lokað á öll viðskipti - nema gegn staðgreiðslu.

Þannig, að Ísland hefði þurft að taka upp vöruskömmtun, ásamt skömmtun á gjaldeyri. Þannig hefði hringurinn verið kláraður, og Ísland komið í sama haftabúskapinn og milli 1947-1959.

Það er alls ekkert smá mál, hvort það er viðskiptahalli eða hagnaður.

 

Niðurstaða - Krónan reddaði Íslandi

Þegar bankarnir féllu, þá féll við það liðlega 80% af fjármálakerfi Íslands. Í dag, eru þjóðartekjur Íslands á haus skv. CIA Factbook 37.000 en voru 62.000 dollarar á haus fyrir hrun. Þetta er lækkun þjóðartekna á haus mælt í dollurum um 40%.

Þetta er að sjálfsögðu ekki krónunni að kenna, heldur falli bankanna. Ef við hefðum haft annan gjaldmiðil, þá hefðu þjóðartekjur samt minnkað um 40%.

  • En, ef við hefðum haft Evru, hefðu laun ekki lækkað?
  • Fall krónunnar sýnir að króna er stöðugt tilræði við hag almennings?

Þetta eru algengar fullyrðingar sem maður heyrir. En, einhvern veginn virðist þetta blessaða fólk halda, að Evra hefði varið kjör almennings, alveg burtséð frá raunminnkun þjóðarframleiðslu um 40%.

Það hefði einungis gengið upp, ef einhver góður þarna úti hefði verið til í að, gefa Íslendingum stórar fjárhæðir á hverju ári - fyrir mismuninum. Svona, eins og Danir héldu í reynd uppi almennu þjónustukerfi í Færeyjum þegar Færeyjar lentu í kreppu fyrir rúmum áratug.

Síðast er ég vissi, var Ísland ekki amt í Danmörku eða hérað í Noregi, eða Þýskalandi. En, fylkin í V-Þýskalandi borga enn með fylkjunum eða löndunum sem áður tilheyrðu A-Þýkalandi. Slíkar gjafir eru ekki stundaðar milli sjálfstæðra ríkja. Lífskjör hefðu skroppið hér saman alveg fullkomlega óhjákvæmilega í réttu hlutfalli við hrun þjóðarframleiðslunna sbr. Eystasaltslöndin.

  • Svo, Evran hefði ekki varið þjóðina gegn sambærilegu hruni lífskjara.
  • Að halda slíku fram, er sjálfsblekking. 

Tiltrú snýst ekki um gjaldmiðla, heldur um það hvort þín lískjör eru sjálfbær. Framtíðarforsendur hagvaxtar þannig tekjuaukningar.

Greiðinn sem krónan gerði okkur, var einmitt sá að fella lífskjör á einni nóttu niður í það far, sem rúmast innan þess tekjuramma sem hagkerfið okkar hefur til umráða. Það er einmitt málið, að það var greiði - ekki ógreiði.

Í því felst nefnilega enginn greiði, að lifa um efni fram. Málið er að skuldasöfnun þjóðarbús verður einungis greidd niður með lakari lífskjörum - ef þeim mun skjótari tekjuaukning er ekki möguleg. Sannarlega er fínt að fjölga hér verksmiðjum, auka hér útflutning - en slík uppbygging tekur tíma. Skjót rauntekjulækkun með gengisfellingu þíðir að þjóðin skuldar minna, hefur því minni vaxtabyrði, þegar efnahagslegur viðsnúningur hefst á ný. Þannig, getur rauntekjuhækkun átt sér hraðar stað en ella í því seinna, en ef þjóðin væri þá tilneydd til að standa straum af viðbótargreiðslubyrði sem framkallast hefði vegna, viðbótarskulda sem til urðu vegna viðbótar viðskiptahalla yfir tiltekið tímabil á undan viðsnúningi, sem varð til vegna þess að ekki var hægt að fella gengi. Það er þ.s. skiptin snúast um, að taka út lífskjaraskerðinguna strax með gengisfellingu til þess að taka hana ekki út seinna + vextir - - en þ.e. valkosturinn að búa við annan gjaldmiðil sem ekki fellur í kreppu. Það er ekki valkostur að sleppa raunlífskjaraskerðingu í hlutfalli við rauntekjufall hagkerfis alveg burtséð frá því hvort þú hefur eigin gjaldmiðil eða ekki. Því enginn þarna úti borgar þær viðbótarskuldir fyrir okkur sem til verða, þegar lifað er umfram þ.s. hagkerfið aflar. En, því má ekki gleyma að áhættan sem tekin er, með því að vera með annan gjaldmiðil þannig að gengið getur ekki fallið, er ekki einungis í formi skuldaaukningar af völdum viðskiptahalla ef og þegar hagkerfið lendir í áfalli en gengið fellur ekki og laun falla treglega, þannig í uppsöfnun skulda og vaxtakostnaðar á sér stað vegna viðskiptahalla, heldur einnig í því að þú veist aldrei fyrir 100% víst hversu vel endurreisnin mun ganga í því seinna. En, ef hún gengur ekki vel sbr. Portúgal - viðskiptahalli verður langvarandi í háum tölum vegna þess að laun lækka ekki samtímis því að ekki gengur að endurreisa raunhagvöxt; þá væri landið eins og Portúgal á leið í langvarandi skuldakviksyndi sem einungis með þjóðargjaldþroti sem endamarki. En, einhverntíma munu skuldunautar Portúgals segja - fullt stopp. Lífskjör þar munu þá hrynja mjög mikið - því meir sem skuldirnar verða orðnar hærri.

Pælið í þessu, viðskiptahöft ofan í gjaldeyrishöft - vöruskömmtun - hálftómar verslanir!

Þetta hefur gerst áður - var síðast afleiðing þess að Ísland sprengdi sig á limminu 1946.

Við tók mjög erfiður áratugur almennrar fátæktar frá 1947-1959.

Ég held að það sé ekki áhugavert að endurtaka það tímabil!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisverður pistill, en einn spurning? Verður ekki líka að hafa með í myndinni að ríkisfjármál portúgal hafa verið í ólagi síðan upp úr 2000 og 2007 var þegar mikill halli á ríkisfjármálum. Ég meina ísland hafði lækkað talsvert skuldastöðu ríkisins fyrir hrun þrátt sem síðan margfaldaðist reyndar við hrunið, hefði kannski farið allt öðruvísi ef skuldastaða hefði verið verri.

Árni Páll Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 17:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Árni - þess vegna ræði ég einungis um viðskipahalla. En, að sjálfögðu verður ástand Portúgals einungis sjálfbært ef báðum höllunum er útrýmt. Það verður mjög erfitt að framkvæma slíka lækkun, einungis með samdráttaraðgerðum innanlands.

En, Portúgal virðist ekki hafa valkost um skjóta aukningu framleiðslu, svo þá þarf að lækka laun. Það minnkar landsframleiðslu sem minnkar tekjur ríkisins.

Þannig, að ríkið þarf ekki einungis að skera af núverandi tekjuhalla heldur einnig þá aukningu tekjuhalla sem mun verða, þegar lífskjaraskerðing minnkar sjálft hagkerfið. Síðan að auki, þarf ríkið að reikna með samdráttaráhrifum vegna niðurskurðarins, sem bætir við þ.s. þarf að skera niður. 

Síðast en ekki síst, þ.s. landsframleiðsla minnkar vegna alls þessa samdráttar, þá hækka skuldir sem hlutfall tekna ríkisins og sem hlutfall landsframleiðslu; þá þarf ríkið að hækka skatta til að ráða við þær greiðslur þrátt fyrir viðbótartekjufall. Þá, þarf ríkið ofan í allt ofangreint að reikna með þeim samdrætti sem þær skattahækkanir munu framkalla, og reikna með því í niðurskurðaraðgerðum.

Sjálfsagt er hægt að ná fram sjálfbæru ástandi á einhverjum tímapunkti með aðlögun með þessum hætti. En, það verður vart mjög mikið eftir af velferðarkerfi eða öðrum þjónustukerfum fyrir almenning kostuð af ríkinu.

Þetta verður fyrir rest mjög djúp kreppa - en þeim mun dýpri því lengur sem skuldahalinn fær að hlaðast upp, áður en aðilar segja stopp.

----------------

Svarið er einfalt, því hærri skuldir áður en kreppa hefst, því verra verður hrunið fyrir rest.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.2.2011 kl. 18:09

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://coinmill.com/PTE_calculator.html

Hér á Íslandi virðast illa læsir menn ekki gera sér grein fyrir hvað upptaka evru þýðir meðal upplýstra erlendis.

Það þýðir að  [Brussel kommission] Seðlabanki EU heldur fram að reikna innra gengi Íslensku krónunnar með hjálp Seðlabanka Íslands. Innra gengi ræðst af innriþjóðar tekjum og vöru viðskiptajöfnuð m.a. 

Þessi mæling nær yfir síðustu 5 ár  og ákveður í samburðar hlutfalli við framlag Íslands í innri tekjur EU heildarinnar ársmagn af evrum sem Seðlabanki Ísland fær að að kaupa fyrir krónur og selja inn á innri markað Íslands á hverju ári.

Evru skömmtun  til notkunar innanlands. Minna svigrúm fyrir illa menntaða Íslendinga almennt í þessum málum að dæla of miklu magni af krónum inn í sparnaðinn,  umfram magnið er það sem ekki skilar sér sem vsk tekjur og kallast ávísana fals eða yfirdráttur sem ruglar heiðarlegu innri keppni Meðlima ríkjanna um sínar eigin innri Þjóðar[ráðstöfunar] tekjur.

Upptaka evru þýðir ekki að króna verður lögð niður hún verður gerð ósýnileg og evrur koma í staðinn, skammtaðar af Brussel á hverju ári. Landmæri vegna lálauna atvinnuleitenda voru líka gerð ósýnilega á sínum tíma.

Í EU samkvæmt menningararfleiðinni eru sumar þjóðir jafnari en aðrar.  Í dag er besta neytendakarfan að sjálfsögðu hjá greindustu þjóðunum. Grunnþjóðar tekjur eru nauðsynlegar [lágmarks lífskilyrði]. Ísland vegna veðurs til dæmis þar miklu hærri gruntekjur en Taíland. Það eru umfram tekjurnar sem ráða gæðum neytendakörfunnar. Þar veðja ég á greind ráðamanna frekar en fjölda íbúa efnahagslendunnar, öfugt við þorskhausanna hér, sem hafa enga grunnþekkingu á því sem þeir álykta frá.    

Upptak evru hefur góða kosti: minna afætu sjóðalíf hér, slæma kosti lítið sigrúm til raunhagvaxtar [hækkunar raunráðstöfunartekna í samanburði] umfram það sem gildir allmennt í EU næst 30 ár. 

Í lögum EU er líka ákvæði um hvernig skuli skipta hagnaði af evru sölunni.

Hér eru það yfirvöld sem eiga að upplýsa almennan mannauð um slíka einfaldar staðreyndir til vitrærnar umræðu en ekki leikmaður eins og ég.

Alt er best í hófi líka sjóðamyndun [seðla og bréfa]. Margur verður af aurum api.

Júlíus Björnsson, 28.2.2011 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband