Hvernig endurreisum við Ísland? Við nýtum þ.s. við höfum!

Ég átti í gær, laugardaginn 26. febrúar, viðskipti við hann Gilbert úrsmið. Einn af okkar bestu litlu bissnessmönnum. En, hann og sonur hans, og ónefndur 3. og 4. maður - hafa verið nokkur undanfarin ár verið að framleiða úr kennd við Gilbert. Sjá vefsíðu: JS Watch co. Reykjavik

Hann sagði mér, að nýlega hefði svissnesk úrabúð keypt af honum 5 úr, til að hafa til sýnis í eigin verslun. Að auki sagði hann mér, að á næstunni muni erlent tímarit - sértímarit um úragerð og gæðaúr - fjalla sérstaklega um hans litla verkstæði og úrin sem þeir smíða og selja.

En, hugmyndin þeirra er að bjóða einungis upp á úr, í Rolls Royce gæðaklassa. Þau kosta mikið. En, þú færð líka sérsmíðað algerlega eftir eigin óskum.

Það er alltaf gaman að ræða við hann Gilbert úrsmið. Einhvernveginn svo alúðlegur og einlægur. Ég sagði honum, að reikna með verulegri aukningu áhuga erlendra ferðamanna á úrunum hans, í kjölfar byrtingar greinarinnar einhverntíma á næstu vikum. Vera tilbúinn að stækka verkstæðið. Fjölga þeim sem framleiða fyrir hann. 

Hann sagðist hafa nokkra úrsmiði sem hefðu boðið sig fram af fyrra bragði, sem hann gæti hringt í eftir þörfum. Þannig er það, lítill bissness sem getur orðið stærri. 

----------------------

En, verkstæðið hans Gilberts er lítil dæmisaga um hvað hér er hægt að gera, en einnig hvað hér er ekki hægt!

Ísland er of lítið of fjarlægt, til að geta almennt séð tekið þátt í fjöldaframleiðslu kapphlaupi í beinni samkeppni við stóra aðila erlendis. Þess í stað, verður að einblína á svokallaða jaðarmarkaði þ.e. framleiða vöru sem með einhverjum hætti er sérstæð eða sérstök, keppir ekki beint við þ.s. fjöldaframleitt er annars staðar.

En, smæðin - fjarlægð frá mörkuðum - gerir það mjög erfitt að keppa við ódýra massaframleiðslu. Í reynd ómögulegt, nema í sérstökum undantekningum, sem markast af því að nýta þ.s. hér er til.

  • Ein leiðin, er sem sagt dýr hönnunarvara -:
  1. Föt hönnuð hér, framleidd úr efnum fáanleg innanlands þ.e. leðri og ull.
  2. Eða, hönnunin fer fram hér en framleiðsla annars staðar, þannig að hugmyndavinnan sé fyrst og fremst okkar framlag.
  3. Skartgripir hannaðir hér og smíðaðir úr náttúrulegum efnum fáanlegum hér eða innfluttum.
  4. Úrin hans Gilberts, standa mjög nærri skartgripasmíð.
  • Önnur leið, er að nýta náttúrulegar aðstæður, sem heimila tiltekna framleiðslu.
  1. Ein leiðin tengist landbúnaði, en hér er hægt að viðhafa allnokkuð umfangsmikla minka- og refarækt, sem nýta myndi tilfallandi lýfrænan úrgang sem fóður t.d. fiskslóg er nýtilegt til framleiðslu fóðurmjöls. Í dag er minka- og refarækt orðinn þroskaður iðnaður hérlendis. Bændur eru að ná góðum árangri í ræktun. Eru að fá góð verð. Það er því kominn grundvöllur fyrir að auka þá starfsemi þ.s. reynslan og þekkingin er kominn - fóðrið er til staðar.
  2. Laxa og silungseldi. En, það sama á við ræktun á mink og ref að í dag, er eldið búið að ná þroska hér. Aðilar enn starfandi í greininni, hafa gott vald á sinni ræktun. Hafa góða stofna. Sama fóðurmjölið nýtis þarna einnig. Þessa ræktun má sannarlega einnig auka, þ.s. aðstæður í fjörðum og flóum heimila það.
  3. Erfðabreytt korn, en sú ræktun sem til stendur er ekki til manneldis, sem kemst þannig framhjá deilum um erfðabreytt matvæli, heldur er kornið nýtt til að framleiða tiltekin virk efni með hagkvæmum hætti sem nýtast til snyrtivörugerðar. En, innlend snyrtivöruframleiðsla fer vaxandi og er ein greinin enn. En, erfðabreytt korn getur einnig, framleitt virk efni til lyfjagerðar og þá verið í samvinnu við innlendan lifjaiðnað. Þannig getur landbúnaður í samvinnu við aðrar greinar, skapað aukin verðmæti. Nýtt þannig sérstakar aðstæður hérlendis.
  • Þriðja leiðin, er að nýta efnivið sem er tilfallandi hér, frá álverum starfandi hérna og annarri orkufrekri framleiðslu.
  1. Nýlega var samið um byggingu kísilflöguversmiðju hérlendis. Framleiðsla hennar er þegar seld, til framleiðenda á sólarorkuhlöðum í Þýskalandi. Þarna skapast hugsanlegt færi, á framleiðslu sólarhlaða hérlendis, en reisa mætti slíks verksmiðju á lóð kísilflöguverksmiðjunnar. Þannig að í stað þess, að flytja út kísiflögur verði fluttar út mun verðmætari sólarhlöður.
  2. Svipað dæmi, tengis því að hér er flutt út mikið magn af áli á hverju ári. En, það skapar augljós tækifæri að koma hér upp álsteypum til framleiðslu - t.d. íhluta í bifreiðar. Einnig, mætti hugsa sér framleiðslu steyptra eininga til húsagerðar, en álbitar eru víða notaðir í strúktúr bygginga sem byggðar eru utan um ál/stálgrindur.
  3. En, slíka framleiðslu er síðan hægt að auka og bæta, framleiða stöðugt dýrari og flóknari hluti.
  • Svo er það auðvitað okkar grunnatvinnuvegur, fiskurinn.
  1. Spurning um að, skilyrða það að allur fiskur verði seldur á markaði hér innanlands. En, þ.e. sannarlega rétt að útgerðin fær meir fyrir fiskinn ef hann er seldur ferskur úr landi.
  2. En, á hinn bóginn þíðir það að megnið af virðisaukningu fisks, þ.e. ferlið að pakka honum í neytendapakkningar, framleiðsla tilbúinna rétta o.s.frv. - fer megni til fram erlendis. Þannig verður þjóðarbúið af miklum tekjum, því útgerðin drottnar og þannig hennar sjónarmið.
  3. Við búum við það skrítna ástand, að vera með tollfrjálsa kvóta fyrir fullunna vöru sem eru vannnýttir, vegna þess að fullframleiðslan er megni til farin úr úr landinu.
  4. Þessu þarf að snúa við sem allra fyrst. Þ.e. klárt að útgerðin mun þá kvarta og kveina, þ.s. innlend vinnsla mun ekki borga þeim eins há verð.
  5. En, í heildina græðir þjóðarbúið á því að stærri hluta virðisauka eigi sér stað hérlendis og verði hluti af tekjum þjóðarbúsins.
  • Að lokum, ferðamennska.
  1. Ríkið þarf lítið að skipta sér að þessari grein, hún sér um sig sjálf. Fyrir utan eitt, þ.e. að takmarka aðgang að vinsælustu stöðunum.
  2. En, einfaldast er að girða af vinsælustu staðina og selja aðgang. Nýta aðgangseyrinn til að standa undir þjónustu - gerð göngustíga o.s.frv. Heppilegra til muna að láta þá staði standa undir sér sjálfa, en að skattfé ríkisins sé að kosta þetta. Með þessum hætti, borga ferðamenn þennan kostnað.
  3. Það er til muna sanngjarnara að girða af vinsælustu staðina en að setja eitthvert komugjald til landins. En, ferðamenn hingað komnir, geta þá valið aðra staði hérlendis, sem einnig eru fallegir.
  4. Þannig, stýrir gjaldtaka einnig umferðinni og dreifir henni jafnar umlandið, sem er hluti af tilganginum. Svo, þá græða einnig smærri staðir sem einnig hafa sína fegurð.


Niðurstaða

Það er mjög vel hægt að hafa það ágætt hérlendis. Sjálfsagt tók einhver eftir því, að ég nefndi ekki nýt álver. Heldur talaði einungis um þ.s. fyrir er. 

En, ég er þeirrar skoðunar að aukin nýting þess sem fyrir er, dugi okkur til vel bærilegs viðurværis.

Með viðbót, getum við auðvitað haft það enn betra. Segjum að olía finnist. Fleiri álver, þíða auðvita enn stærri möguleikar á framleiðslu úr því áli, sem þá er til staðar.

Einnig mætti hugsa sér, fleiri kísilflöguverkmsiðjur en þá sem til stendur að reisa hér.

Ég nefndi ekki, að bændur geta framleitt sitt eigið eldsneyti þ.e. metan - úr tilfallandi lífrænum úrgangi.

Einnig, er hér hægt að nýta svokallaða djúpborun, til að ná meiri hitaorku sem m.a. mætti nýta til að framleiða innlennt eldsneyti með rafgreiningu eða til uppsetningar enn frekari verksmiðja.

-------------------

Ég nefndi ekki heldur aðild að Evru eða aðild að ESB. Í mínum huga er hvorugt nauðynleg forsenda slíkrar uppbyggingar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sérhæfing á elítu markaði í öllum ríkjum heims, hentar okkur best. Til dæmis  eru 100.000.000 kr útflutningur 640.000 evrur Upphæð sem vekur enga athygli í heildar innflutningi nokkurs lands. Tollar 5 % til 10% skipta elítuna engu máli og sér í lagi siðspiltar stjórnsýslur hafa engar áhyggjur  meðan almenningur í þeirra löndum hefur ekki aðgang að vörunni. EU er ekki nema 8% af heiminum.    

30.000 Gilbert er það sem við þurfum. Harðari námskröfur.   Nýbakað brauð sem kostar 200 kr skilar 200 kr í þjóðartekjur.  100 kr. fyrir lávörubrauð skilar 100 kr. 100 kr sparnaður á reikning eða í veðbréf eða hlutabréf skilar engum þjóðartekjum. 100 kr sem teknar eru úr umferð strax hafa því aldrei orðið að raunvirði eða vsk tekjur.Erlend ríki passa upp á að reiðufé sé meira inn til þeirra ríkja en út úr þeim [vöruviðskiptajöfnur á medium term].  Ísland fékk þá flugu í höfuðið að hægt væri að ávaxta spari fé á erlendum meiriháttar efnahagslögsögum á svipað hátt og tíðkast hefur hér á almenningi. 

Hér má flytja út allt lífvænt matarkyns, og auka útflutning á niðursuðu vörum og frysti vörum,  Lækka raforku verð til allar innlandsframleiðu, taka upp járnbrautir, og auka peninga magn í umferð hjá almenning til að auka þjóðartekjur með því að stuðla að almennum kröfum  um meiri gæði og betri almenna þjónustu.

Það er líka staðreynd að efnahagskenningar í milljóna stórborgum Vesturlanda, byggja á:

1. Ekki fólksfjölgun.

2. Minnkandi framboði af orku og hráefnum.

Hinsvegar byggðu kenningar fyrir 1920 á Fólksfjölgun og endalausu auknu framboði að af hráefnum og orku, vaxandi hópi virkra neytenda innan sinna borgarmarka.

Ef við eru duglegum  og greind, í ljósi nútíma tækni netsins og fleira: Segjum við upp EFTA, EES og Schengen. Losum okkur við á Íslenskan mælikvarði fræðinga sem eru forritaðir á nútíma Vesturlanda Stórborgar kenningum.  Þeir hljóta að geta fengið vinnu erlendis.  Þetta drasl sem eru flutt hér inn til neyslu almennings kostar skít á priki erlendis þar sem það er upprunnið.

Lágvöru keðjurnar hækka bæði vsk. prósentu og tekjuskatts prósentu. Nýtast ekki til lækka framleiðslukostnað tækni og fullvinnslu til innanlands eða utanlandsneyslu.

Utanlands kemur líka til fjarlægð frá helstu stórborgum og þar sem keppni er í aurum  frekar en krónum í lágvörugeirunum.

Ákveðin hluti Íslendinga er í raun ekkert annað en milliliðir með góða þóknun persónulega í þjónustu erlendra stórborga að færa reiðufé [tækifæri til raunhagvaxtar] frá Íslandi til húsbændanna.

Svo vil ég benda á að helstu Bankar á Vesturlöndum mátu raun virði fölsuð vertryggingar lánanna til íbúðarkaupa 50 % of há að raunvirði.

Þegar veðlánsöfnin hér breytuast þannig að fyrstu fimm árin er greiðslu léttust svo  eiga greiðslu að hækka að raunvirði út fyrir endimörk skammtíma lánstíma 5 ár, þá meta þjónustu fyrirtæki erlendra skammtíma reiðufjárfesta greiðsluhæfið í samræmi AAAA plús fyrstu fimm árin.   Þau er að meta útstreymi reiðufjár í augnablikinu. Ekki fermetrafjölda bakveða í fasteigunum. Mannvirki er ekki hægt að flytja heim til sinna efnahagslögsaga. USA fjárfestar vita að óþjóðhollusta borgar sig ekki. Það gera þýskir líka. Þar eru líka lánið út á greiðsluhæfi allan lánstímann frekar en getu á útgáfudegi.

Í þjónustu hins opinbera eru launhækkanir táknrænar. Menn ráðast full mótaðir til að gegna sínum skyldum.

Þar er ekki eðlilegt að ungir starfsmenni séu í basli fyrstu árinn vegna þess að þeir fái almennt sjálfkrafa umtalsverða launhækkanir síðar sem réttlæti það.

Raunvextir á íbúðalánum fara líka sjaldan yfir 2,0% eru ekki eins og hér 8% til 11% þegar upp er staðið.

Niðurgreiðslur á vaxtaokri eru því ónauðsynlegar almennt erlendis í þeim ríkjum sem hafa áhrif til fyrirmyndar.

Dæmi um margan offræðingin hér.

Júlíus Björnsson, 28.2.2011 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband