26.2.2011 | 23:24
Nýtum tíma Alþingis, frekar í það að koma á fót, þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulagi! Frestum endurskoðun stjórnarskrár að öðru leiti fram á næsta kjörtímabil!
Fyrir helgi, var tilkynnt ákvörðun ríkisstjórnar um skipun Stjórnlagaráðs, sem ráðgefandi nefndar þeirra einstaklinga sem náðu kjöri í skv. þeirri kosningu til Stjornlagaþings sem Hæstiréttur ógilti.
Ég held, að úr því sem komið er - sé betra að slá Stjórnlagaþingi á frest fram yfir Alþingiskosningar.
Þess í stað, nýta þann tíma sem eftir er, til að hrinda í framkvæmd tilteknum lykilbreytingum er að mínu mati, myndu skila miklu. Mjög miklu.
- En, út því sem komið er - er mikill tími farinn til spillis!
- En fyrirkomulag þessa ferlis, eins og lagt var upp með það skv. lögum um Stjórnlagaþing var að mínu mati stórfellt gallað, fyrir sbr. einungis 3. mánuðir ætlaðir til verksins, tími einnig ónógur þó mánuðirnir verði 6.
- Einkenni meðferðar ríkisstjórnarinnar á málinu, er flaustur og hvatvísi.
- Umboð 25 menninganna, ekki lengur hafið yfir vafa!
- Sem, auðveldar eftirleikinn - þegar Alþingi fær málið í hendur, að taka þær tillögur í sundur og umbreyta, teygja og toga o.s.frv.
- Ég held að skynsamlegra, sé að þrengja fókusinn við tilteknar lykilbreytingar. Frekar en í flausturlegri tilraun við að ná stærra markmiði, renna á rassinn með allt dæmið - ná engu fram.
- Stjórnlagaþingi, verði annars frestað og sú vinna hafin eftir Alþingiskosningar, eftir að þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulagi hefur verið komið á fót.
Hverjar eru þær lykilbreytingar? - Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Út því sem komið er, væri það besta sem Alþingi getur gert - að framkvæma litlar orðalagsbreytingar sem duga myndu til, svo Stjórnarskráin kveði á um þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag.
25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]1)
1)L. 56/1991, 22. gr.
Skv. þessum greinum, má forseti leggja fram frumvarp til afgreiðslu á Alþingi, svo fremi sem þingmaður tekur að sér að flytja málið fyrir hans hönd. Með smá orðalagsbreytingu, getur 25. grein kveðið á um að, forseti hafi heimild til að leggja frumvarp fyrir Alþingi, þegar hann hefur fengið áskorun tiltekins fjölda Íslendingar um að leggja það tiltekna mál fyrir.
Síðan má velta fyrir sér, hvort svo skuli að auki gilda eða ekki, að ef Alþingi fellir málið fari það fyrir þjóðina sjálfkrafa. Annars, hefði Alþingi vald til að hindra framgang þess. Þetta er valkostur.
26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
Með orðalagsbreytingu, getur 26. grein kveðið á um að forseti beiti neitunarvaldi sínu, er hann fær í hendur tiltekinn fj. undirskrifta.
Valkostur væri, að kveða á um lágmarksþátttöku til að kosning væri bindandi, t.d. með þátttöku 40% atkvæðisbærra.
- Með þessu væri komið á þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulagi.
- Ef Alþingi kemur þessum breytingum í verk, áður en kjörtímabilið er úti - þá væri þeim tíma vel varið.
- Aðrar stjórnarskrárbreytingar þola alveg bið fram yfir á næsta kjörtímabil.
- Þessi breyting er lykilbreyting.
Málið er, að Stjórnlagaþing verður til muna sterkara - ef þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulagi, hefur þegar verið komið á fót. Þá verður alltaf hægt að vísa afgreiðslu Alþingis á niðurstöðu þess, til þjóðarinnar. Þannig, að þá ætti að vera hægur vandi að beita Alþingi þrýstingi um að samþykkja útkomu þess óbrenglaða.
Síðan, tel ég rétt að gefa því mun meiri tíma en til stóð skv. núgildandi lögum um Stjórnlagaþing. 2 ár væri ekki of langur tími, fyrir vandaða vinnu þegar um er að ræða svo flókið mál.
Svona lagað á ekki að framkvæma á einhverju hundavaði!
Stjórnarskráin á að standa næstu áratugina. Við höfum alveg efni á því að sýna málinu þá virðingu, að gefa því nægan tíma - svo nokkur möguleiki sé til þess að niðurstaðan verði okkur öllum til sóma.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning