Ég ætla að nefna önnur rök, en þau sem almennt eru í umræðunni. En, atkvæðagreiðslan fer fram þann 9. apríl nk.
Hvers vegna er gagnlegt, að fresta þeirri ákvörðun fram í apríl?
Þetta er einungis augljóst, ef viðkomandi hefur verið að fylgjast með atburðum á Evrusvæðinu þeim er viðkoma krýsunni þar, af þeirri nákvæmni sem ég hef verið að gera.
- Stóri punkturinn er, að leiðtogar og ráðherrar Evrusvæðis, hittast þessa mánuðina á reglulegum fundum, þ.s. tekist er á um hugmyndir um endanlega lausn krýsunnar.
- Það er t.d. fundur í næstu viku.
- Þeir stefna að því, að fundaferlinu ljúki með samkomulagi í mars eða í síðasta lagi áður en apríl hefst.
- Af hverju liggur á fyrir apríl?
- Málið er, að hjá nokkrum aðildarríkjum Evrusvæðis, eru stórir skuldagjalddagar í apríl.
- Í langflestum tilvikum, stendur til að taka nýtt lán í staðinn.
- Svo það væri mjög óheppilegt að ef krýsan er þá enn óleyst. En, sem dæmi í dag þá náði vaxtakrafa fyrir Portúgal 7,5% fyrir 10. ára bréf.
"Government borroving as a share of GDP, it is largest in Greece (25%), Italy (23%), Portugal (23%) Belgium (21%), France (18%) and Ireland (17%)."
"Portugal must come up with cash equivalent to 1.9, 2.7 and 2.9 percent of gross domestic product (GDP) on March 18, April 15 and June 15, respectively."
"Belgium faces similar crunches. Between March 17 and April 14, a series of maturity dates will force it to pay out the equivalent of 5.3 percent of GDP. It also faces a 3.1-percent-of-GDP payment on Sept. 28."
Fyrir Spán er hæsti toppurinn á árinu, í apríl - bæði fyrir banka og ríkissjóða Spánar.
Sko, ef leiðtogar Evrusvæðis klikka í því, að koma fram með lausn á krýsunni, sem markaðurinn er til í að viðurkenna sem nothæfa!
Þá getur atburðarásin frá og með apríl nk. orðið mjög svo eftirmynnileg í Evrópu. Nægilega svo, til þess að það reiknidæmi sem liggur að baki þeim forsendum, sem menn gefa sér um líkleg verð fyrir eignir þrotabús Landsbanka Íslands hf - geti úrelst allt í einu.
En, mjög raunveruleg hætta er enn til staðar - í bankakerfum Evrópu. Þannig, að ef stórt land lendir í greiðsluerfiðleikum vegna þess, að markaðurinn vill ekki lengur kaupa skuldabréf þess á viðráðanlegum kjörum; þá geta enn skapast dómínó áhrif sem hríslast geta í gegnum nær allt fjármálakerfi álfunnar.
Stór neikvæð tíðindi, eru svo sannarlega ekki enn orðin ólíkleg útkoma.
Niðurstaða
Ég hvet alla til að fylgjast mjög náið með fréttum af Evrusvæðinu, en fram að þessu hefur mér ekki virst hugmyndir leiðtoga Evrusvæðis líklegar til að duga. En, ekki er öll von úti enn. Og, vel hægt enn að framkalla nothæfa lausn sem markaðurinn er til í að bekenna.
Það sem ég er að segja, er að þetta mál sé það stórt - hvað varðar möguleg og hugsanleg áhrif á okkar stöðu, og stöðu þeirra eigna sem eru í húfi fyrir okkur; að rökrétt sé að láta það hafa áhrif á hvort metið sé að rétt sé að segja "Já" vs. "Nei" við Icesave.
Niðurstaðan ætti að liggja fyrir - þegar kemur að þeim degi er þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave verður haldin!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2011 kl. 12:14 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kröfuhafar í þrotabú gömlu bankana sem eru öll helstu fjármálafyrirtæki heims eru nú með í gangi málaferli sem ætlað er að hnekkja neyðarlögunum.
Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt þá eignast þessir kröfuhafar þrotabúið. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.
Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana.
Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave.
Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave og neyðarlögunum verður hnekkt og við fáum ekki krónu úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesasve þá þarf ríkissjóður samt að borga þessar 1.200 ma.
Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt og ef það gerist þá verður að vera ríkisábyrgð á Icesave þannig að við neyðumst til að taka fé úr ríkissjóði til að borga Icesave.
Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 1.200 milljarðar á ríkisjóð.
Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.
Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 14:32
Já, ég hef heyrt af því að leitast sé við að hnekkja neyðarlögunum. Algerlega rétt að slík útkoma myndi kollvarpa allri greiðsluáætluninni.
Rámar í einhverja gamla tölu um virði búsins 1177ma.kr. Held hún sé frá mati v. árslok 2009.
--------------
Þ.s. ég vil reynd gera, er að fylgja upphaflegri hugmynd: Lee Bucheit, viðtal 12.8.2009.
Það væri mun betra held ég að bíða - láta þetta allt ráðast þ.e. hver raunvirði eigna er, láta öll réttarhöld og lagaflækjur klárast fyrir dómi.
Síðan, eftir 3-5 ár, taka ákvörðun.
En, þá ætti að liggja fyrir hver skaðinn er annars vegar og hins vegar hvort við höfum greiðslugetu til að ráða við hann.
En, óvissa um framvindu efnahagsmála ætti einnig að ráðast á næstu 3-5 árum.
------------
Alveg síðan Lee Bucheit kom fyrst fram með þessa hugmynd, talið hana vera þá bestu í boði.
Ekki heyrt neina betri eða skynsamari síðan.
---------------------
Með grein minni að ofan, er ég að höfða til fólks sem líklegt er að segja Já, benda því að þ.e. einnig óvissa í Evrópu. Sú óvissa skiptir einnig máli - ofan í öll hin óvissuatriðin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.2.2011 kl. 14:54
Þakka ykkur báðum, Einar Björn og Friðrik Þór fyrir fróðleg og málefnaleg blogg um Icesave samninginn.
Ég dreg þá ályktun af umfjöllun ykkar, að þegar Icesave III fer í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl n.k. þá sé réttast að gefa þjóðinni kost á þremur svarmöguleikum:
1)Já. 2)Nei. 3)Fresta málinu
Kolbrún Hilmars, 25.2.2011 kl. 17:39
Ef Erlendu stjórnsýslunnar líta Ísland sem eina heild oft talað um þjóðafjölskyldur hér áður fyrr. Þá er UK ogHolland ekki einu ríkin sem keppast um að græða á Íslandi, Þjóðverjar og jafnvel Frakkar hafa enga áhuga að UK hafi meiri foréttindi en þeir. Öll Ríki heims vilja sínar ráðstöfunar tekjur sem mestar í heildina litið. Ísland hinsvegar er allvega sama að hafa hrapað úr á núvirði 62.000 dollurum við hryðjuverkaárás á haus niður í 37.000 dollara. Jafngildir um 40% lækkun á heilartekjum Jóhönnu og Steingríms. Danmörk er með 56.000 dollara og heldur sínu sæti í samanburði þjóðanna.
Aldrei að láta undan kúgun. Neí við höfnum áhættu einkafyrirtækis innan eða utanlands.
Júlíus Björnsson, 25.2.2011 kl. 21:32
Nýjustu tölur CIA fyrir 2010 ráðstöfunartekjur á haus í dollurum:
Grikkland: 30.200
Ítalía: 30.700
Portugal: 23.000
Belgía: 37.900
Frakkland: 33.300
Írland: 37.600
Danmörk: 36.700
Ísland 36.700
Noregur 56.000
Sviss: 42.900
Portugali finnur meira ftrir þessu en Spánverji.
Sviss og Noregur græða á því að vera sem minnst inn í EU.
Svíþjóð mun græða á veðbréfum í í Eystrasaltsríkjum, Þjóðverjar hafa fjárfest út um allt vegna uppbygginar á sínum tíma..
https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/rankorder/2004rank.html?countryName=Iceland&countryCode=ic®ionCode=eu&rank=26#ic
EU býr við orkuskort og er spáð áframhaldi fullvinnslu samdrætti. Asíu skilar fjárfestum cash best.
Júlíus Björnsson, 25.2.2011 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning