Spurning hvort að Seðlabankstjóri Þýskalands, vill í raun og veru Evruna feiga!

Axel Weber æðstráðandi "Der Bundesbank" eða seðlabankastjóri Þýskalands skrifaði á mánudag sl. lesendagrein í Financial Times.

Axel Weber, February 21 2011: Europe’s reforms may come at a high price

Málið er, að þau viðhorf sem hann kemur fram með, lýsa þvílíkri harðlínustefnu að manni bregður!

  1. "First and foremost, it is up to the member countries themselves to consolidate their public budgets and to initiate comprehensive economic reforms.
  2. Financial assistance is a supplement to buy some time and to smooth this process.
  3. Against this backdrop the existing instruments for short-term crisis resolution are adequate and, despite repeated demands to the contrary, should not undergo significant adjustment."

Það sem hann segir í reynd, er að það sé í verkahring einstakra aðildarríkja að leysa úr sínum vandamálum.

Hann segir beinlínis, að núverandi aðferðir að veita svokölluð neyðarlán séu fullnægjandi, og þarfnist ekki neinnar umtalsverðrar endurskoðunar.

Þetta kemur þvert á aðvaranir fjölmargra hagfræðinga þess efnis, að Grikkland - Írland og Portúgal; séu komin í óleysanleg skuldavandamál. Að lánin, sem veitt hafi verið, muni aldrei verða greidd til baka að fullu - þ.s. slíkt sé ekki mögulegt.

En, þ.s. Weber lýsir svo kuldalega er þ.s. kallað er "internal devaluation":

  1. Launalækkanir.
  2. Niðurskurður ríkisútgjalda.
  3. Skattahækkanir.

Vandinn er, að þetta þarf allt að gera í senn. Hver þessara þátta skapar viðbótar samdrátt í hagkerfi, og veldur því að enn meir þarf að skera niður og hækka skatta, atvinnuleysi eykst enn meir o.s.frv.

Þetta er kallað "dept depression". Vandinn er, að skuldirnar hækka þá stöðugt sem hlutfall af landsframleiðslu eftir því sem hagkerfið minnkar meir.

Tekið saman með því, að enn eru Grikkland og Portúgal að auki með viðskiptahalla - er talið af fjölmörgum hagfræðingum að þau lönd séu "insolvent" þ.e. raungreiðsluþrota. Sama eigi við Írland.

 

Axel Weber: "Against this background I am rather sceptical about some proposals to broaden the scope or to soften the conditions of the agreed framework. If implemented, these would result in a weakening of the responsibility of financial market participants and member states, diminished incentives for sound fiscal policies, and again a shifting of risks to the taxpayers of other member states. I therefore perceive a danger in reducing the interest rates of ESM borrowing significantly below the conditions of the EFSF, thereby introducing eurobonds more or less through the back door."

Þarna lýsir hann yfir andstöðu við allar tillögur sem fram hafa komið um að milda álagið, á þau ríki sem eru í verstu vandræðunum.

  • En, tillögur hafa komið fram um að lækka vexti á neyðarlánum - til að gera greiðslubyrði af þeim lánum, viðráðanlegri og þannig milda þá skuldaaðlögun er þau ríki þurfa að fara í gegnum.
  • Að auki, að neyðarsjóðurinn hafi heimild til að kaupa skuldabréf útgefin af ríkjum í vanda, til þess að halda niðri markaðsverði þeirra - í reynd niðurgreiðsla lántökukostnaðar þeirra.
  • Hann sem sagt segir, að ef reynt er að milda álagið sem þessi ríki standa frammi fyrir - þá sé það slæmt því þá þurfi þau ríki minna að skera niður og önnur aðildarríki deili þeim kostnaði með ríkjunum í vanda. Hann sem sagt, vil meina að það sé slæmt að deila þessum kostnaði að hluta, svo ríkin í vanda þurfi að framkalla smærri lífskjara niðurskurð.
  • En, takið eftir að hann vill meina, að það sé alveg háheilagt prinsipp, að aðildarþjóðir megi ekki deila þessum kostnaði á milli sín. 

 

Axel Weber: "As I see it, bond purchases on secondary markets should not be incorporated into the ESM."

  1. First, the conduct of such purchases would run into significant operational governance problems regarding their volume, timing and conditions.
  2. Second, given the direct support of the ESM, member states in distress would already be protected from high market interest rates."
  3. Third, secondary market purchases with the aim of a debt buy-back would not only be a very inefficient way of reducing the debt burden, requiring very large volumes to achieve a sizeable effect, but they would also constitute a transfer from other member states − a transfer that would be all the higher, the lower the interest rate charged for ESM buyback loans.
  4. Fourth, proponents of secondary market purchases argue that these would stabilise bond prices and, as a result, financial markets, too. While that may be true, I doubt whether purchases would be an efficient way of achieving that goal. We should not forget our experience of setting up banking stabilisation tools in several member states at the height of the financial crisis.
  5. Finally, secondary market purchases combined with the well-justified and necessary preferred-creditor status of ESM loans might even jeopardise financial market stability as the risks of the remaining private bondholders would increase sharply, thereby significantly heightening the pressure to sell."

Lið fyrir lið lýsir Weber yfir andstöðu við hugmynd sem er til umræðu, en sú er að björgunarsjóðurinn aðstoði ríki í vanda, við það að kaupa aftur eigin skuldir - en á afföllum.

Sem dæmi hef ég heyrt að grískar skuldir fari í dag gjarnan á 30% afföllum í viðskiptum, sem sagt að markaðurinn gerir ráð fyrir að Grikkland geti einungis borgað til baka 70% af hverju láni.

Fræðilega, ef björgunarsjóðurinn veitir bakábyrðgir þá getur Grikkland boðið að kaupa til baka eigin skuldabréf áður útgefin á 20% afföllum, sem getur verið hagstæður díll fyrir þá sem hafa nýlega fjárfest í slíkum á 30% afföllum.

Auðvitað, eins og Weber segir réttilega, skilar slík aðferð ekki miklum heildaráhrifum til lækkunar skuldastöðu t.d. Grikklands, nema að slík kaup séu mjög mikil að umfangi.

Eina fræðilega hættan fyrir þýska skattgreiðendur er að bakábyrgðir falli á þá ef Grikkland verður gjaldþrota - en, einmitt þá minnkar þessi leið þá hættu.

Axel Weber: The current crisis has challenged the founding principles of EMU. Still, EMU can emerge stronger and more resilient than before. To that end, the decisions on EMU governance have to reinvigorate rather than circumvent the basic principles of subsidiarity, responsibility of individual member countries, and no-bail-out as laid down at the launch of monetary union. This is an opportunity that must not be lost."

Getur raunverulega verið, að Weber haldi að með því að hafna öllum leiðum til að milda álagið á verst settu ríkin, að þá sé það líklegt til að gera samstarfið um Evruna sterkara?

Eða, vill hann kannski Evruna í reynd feiga?

En skv. þessum teksta er það háheilagt prinsipp, að hvert ríki á að eiga sín vandamál sjálft - eitt og hjálparlaust og skattgreiðendur hinna landanna hafa ekkert erindi, að taka þátt í vanda skattgreiðenda landa sem komast í vanda.

  • Sko, þarna setur hann sjálfan sig á stall sem dómara?
  • En, málið er að Þjóðverjar kasta steinum úr glerhúsi.
  • En, þ.e. staðreynd sem Þjóðverjar neita - þverneita, að bekenna.


Málið er að Þjóðverjar eiga hlut í sök á vandanum!

Þjóðverjar skilgreina krýsuna að mig grunar viljandi með þeim hætti, að þeirra sök er skilgreind í burtu.

  • En, þeir lýta einungis á hana sem rekstrarvanda ríkissjóða.
  • Löndin eigi að skera hallann af - vandinn leystur!

Með þessu leiða þeir algerlega hjá sér að, útgjaldavandinn sem þeir leggja til að sé skorinn af, er einfaldlega einkenni hins raunverulega vanda - en ekki vandinn sjálfur.

Stóri vandinn, er að löndin í vanda urðu í reynd undir í samkeppni á viðskiptagrunni við Þýska hagkerfið, innan sama gjaldmiðils.

Hagkerfi landanna í vanda, smám saman töpuðu samkeppnishæfni samanborið við Þýskaland, sem orsakaði vaxandi viðskiptahalla milli Þýskalands og akkúrat þeirra landa. Ég á við, Þýskaland hafði hagnað af viðskiptum við þau sem fór vaxandi ár frá ári á sl. áratug samtímis því sem þau ríki höfðu yfir sama tímabil halla sem fullkomlega að sjálfsögðu var spegilmynd hagnaðar Þjóðverja á þeim viðskiptum.

Stór hluti þess skuldavanda, sem þau ríki eru að glíma við í dag, er vegna viðskiptaskulda við einmitt Þýskaland meðan góðærið rýkti. Á þeim árum græddu Þjóðverjar milljarða Evra á viðskiptum við þau lönd á hverju ári.

Nú, þegar að skuldadögum er komið fyrir þau lönd - segir Weber, við viljum ekki taka þátt í ykkar kostnaði við það, að snúa til baka úr kreppu! Umræðan í Þýskalandi tekur undir þennan tón! Er einhver furða að Þjóðverjar séu ekki lengur vinsælir víða hvar í Evrópu? Slík sjálfselska!

 

Ef Evran á að geta gengið upp, þurfa öll löndin að vinna saman að því, að hún það geri.

Annars - getur Evrusamstarfið mjög raunverulega tekið enda í einu risastóru krassi!

Viðhorf Þjóðverja gera mig ekki bjartsýnan um að því krassi verði forðað!

En það er ekki hægt að hafa hagnað af viðskiptum nema einhver annar hafi halla!

Viðskiptahalli og skuldasöfnun ríkja með halla, er því hin hliðin á hagnaði þeirra ríkja sem fá það fé til sín í gegnum gróða af viðskiptum við þau sömu lönd.

Hagnaðurinn - gróðinn af þeim, og hallinn - tapið af honum; er einn og sami vandinn!

Í augum Þjóðverja, er þeirra hagnaður - dæmi um stjórnvisku og stjórnkænsku. En, það geta ekki allir farið að þeirra dæmi. Það er fyrirfram dauðadæmt, að reyna að láta öll lönd apa eftir þýska hagkerfinu! Eða, hvert ætti að flytja út? Til Alpha Centauri?

 

Ég legg til að fólk fylgist mjög vel með fréttum í mars og apríl nk. En, leiðtogar Evrusvæðisins stefna að því að hafa einhverja nothæfa niðurstöðu tilbúna í mars þannig að hún geti tekið gildi, fyrir upphaf apríl nk. Þ.e. ástæða til þessa - því í apríl er fj. stórra gjalddaga hjá nokkrum aðildarríkjum Evrunnar.

Þannig séð er ég feginn, að forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson sagði "Nei" sl. sunnudag, því í apríl nk. þegar til stendur að verði kosið, getur ofangreind niðurstaða legið fyrir. Hún mun skipta máli!

Sjá harðorða grein - Ambrose Evans-Pritchard:

Is the Bundesbank spoiling for a fight over the destiny of EMU?

Sjá mjög áhugaverða skýrslu OECD:

OECD Economic Surveys: Euro Area, December 2010

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fín úttekt hjá þér. Axel Weber er ekki Þjóðverjar. Það eru mjög margir Þjóðverjar sammála Weber. En af hverju setur þú samansem merki við fjárlagahalla ríkissjóða og viðskiptahalla? Er það altaf svo að ríkissjóður er rekinn með halla ef það er viðskipta halla? Hvernig er þetta á Íslandi?

Í áratug var talað um að Þýskaland væri að draga önnur ríki ESB niður með sér í svaðið. Þjóðverjar fórnuðu mjög miklu til þess að vera í þeim sporum sem þjóðin er í í dag.

Þú hefur nú sjálfur oft á tíð sýnt okkur línurit yfir launakostnað eftir ríkjum. Þá sérðu að laun hafa ekki hækkað mikið í Þýskalandi. Af hverju hafa laun ekki hækka mikið í Þýskalandi.

Það sem Axel Weber er að benda á að með áframhaldandi skuldabréfakaupum í gegnum Seðlabanka Evrópu eða sérstakann sjóð, þá er ekki verið að leysa vandann heldur að gera hann meiri og stærri.

Við getum líkt því við skuldabréfakaup Seðlabankans frá íslensku bönkunum fyrir hrun. Þá fór Seðlabankinn á hausinn, var það ekki?

Evran er ekki orsök vandræðanna í sumum evruríkjum. Hún gerir okkur kleift að bera evruríkin saman á betri hátt en nokkurn tíma áður. Hvernig væru hagtölur á Íslandi ef Ísland væri með evrur? Væru þær hagtölur evrunni að kenna eða vegna þess hvernig bankarnir og fleiri unnu á Íslandi?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 07:13

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stán þ.s. gerðist á Evrusvæðinu er "classic unsustainable boom" knúið einmitt af lágum vöxtum, sem framkallar mjög svo klassíska fjárfestingar og neyslubólu.

Þú getur séð þetta af gögnum úr skýrslu OECD sjá t.d. bls. 4. Þar sérðu í reynd ef þú skoðar myndina, þann hagvöxt sem var ósjálfbær í kerfinu. En, þar sést dekkti hlutinn hlutfall viðskiptahalla innan Evrusvæðis í heildarhagvexti Evrusvæðis, síðan ljósi hlutinn hlutfall viðskiptahagnaðar í þeim heildarviðskiptahagnaði.

Þ.s. halli og hagnaður helst í hendur, þá þarftu til að sjá raunhagvöxtinn að þurrka út hallann en einnig samsvarandi að þykkt af ljósa svæðinu. Því, án hallans þá hverfur sjálfkrafa sá hluti einnig, því hann var búinn til af hallanum.

Þá kemur í ljós, þ.s. ég hef ítrekað sagt að svokölluð aukning hagvaxtar af völdum Evrunnar, var í reynd nær alveg þetta ósjálfbær boom. Þ.e. samt einhver hagvöxtur til staðar kringum 2006 þó svo þetta væri gert, en sá er eðlilegur miðað við áratuginn á undan þegar engin var Evran.

Síðan bendi ég þér á bls. 8 vinstra megin, þá sérðu meðal raunstýrivexti á Evrusvæðinu yfir tímabilið 2002 - 2007. Þetta er í reynd mæling á verðbólgu. En, þ.s. þeir eru neikvæðir var verðbólga yfir stýrivöxtum. Taktu eftir, að sömu löndin og höfðu neikvæða raunstýrivexti eru einnig lönd, þ.s. viðskiptahallinn var mestur annars vegar og hins vegar einnig sömu löndin sem í dag eru í mestu skuldavandanum.

Þetta er ekki tilviljun. Jú víst, þetta er Evrunni að kenna. Þetta segir þér akkúrat þ.s. skeptíkerar bentu á fyrir upptöku Evru, að Evrópa væri ekki sjálfbært gjaldmiðilssvæði.

Vandi þeirra landa er mjög erfiður úrlausnar einmitt vegna þess að ekki er hægt að fella gengi. 

------------------

En áframhaldandi viðskiptahalli ofan í þegar erfiða skuldastöðu, er ósjálfbær. Auðvitað er fjárlagahalli það einnig.

En, þú verður að fatta að ástandið verður ekki sjálfbært nema hvort tveggja fjárlaga- og viðskiptahalla sé útrýmt samtímis.

Það verður þrautin þyngri. Því viðskiptahalla er einungis hægt að útrýma með sjálfbærum hagvexti þ.e. aukningu útflutning eða lækkun lífskjara, eða hvorttveggja í bland. Hérlendis, var honum útrýmt með gengisfalli krónunnar á einni nóttu og síðan höfum við Íslendingar a.m.k. haft efni á okkar innflutningi. Okkar vandi er þess vegna, mun auðveldari viðfangs því ekki þarf að útrýma tveim höllum samtímis.

En, gengisfall er einmitt fljótlegasta leiðin til að útrýma viðskiptahalla, en þ.e. þrautin þyngri í flestum löndum að auka innflutning með hraði. Og þar koma Þjóðverjar inn, því ef þeir myndu auka neislu heima fyrir - en með því að hafa hagnað af viðskiptum eru Þjóðverjar í reynd að fórna lífskjörum sem þeir hafa efni á því lískjör eru sjáfbær alveg upp í það að inn- og útflutningur er í járnum, þannig útrýma viðskiptahagnaðinum gagnvart hinum löndunum; þá myndu þeir skapa aukin tækifæri fyrir hagkerfi hinna landanna innan Evrusamstarfsins. Þetta á eftir allt saman, að vera svæði þ.s. allir hjálpast að ekki satt. Störfum myndi fjölga í Þýskalandi, vegna þess að störfum myndi fjölga í verslunargeiranum.

En, ef Þjóðverjar eru ekki til í þetta, er eina leið landanna í vanda, að gera eins og þeir að auka útflutning út fyrir svæðið. Þá kemur upp spurning um samkeppnishæfni við þriðju svæði. En, þetta er í besta falli langtímaverkefni.

Punkturinn er, að mér virðist að viðskiptahallanum verði því miður helst eytt, eins og hérlendis, með lífskjaralækkun.

Þú spurðir um samhengið við hallann á ríkissjóði. Hann er sá, að þegar boomið gekk yfir, þá fór ríkið - hérlendis einnig - að eyða meir en meðan boomið stóð yfir, þá voru ríkissjóðir landanna í vanda fyrir utan Grikkland reknir með afgangi. Fyrir utan Grikkland, voru ríkissjóðir landanna í vanda ekki sérlega skuldugir fyrir hrun. En, tekjuhrunið þegar bólan fór hefur valdið miklum rekstrarhalla ríkissjóða landanna sem einnig eru enn með viðskiptahalla.

Vandinn er sá, að þegar þau skera viðskiptahallann af með lífskjaralækkun, þá einnig minnka tekjur ríkisins í þeim löndum. Þannig, að þá þarf viðbótar útgjalda niðurskurð til að mæta því. 

Þ.s. hvort tveggja, minnkar hagkerfið þ.e. launalækkun og útgjaldaniðurskurður. Þá hækka skuldir sem hlutfall landsframleiðslu. Þá þarf ríkið, að hækka skatta til að eiga fyrir afborgunum af lánum. En þ.e. einnig samdráttaraukandi, svo þá þarf einnig viðbótar niðurskurð til að mæta þeim áhrifum einnig auk þess viðbótar lífskjaraniðurskurð svo viðskiptahalli myndist ekki þá á ný. 

Sjálfsagt er fræðilega einhverntíma hægt, að ná endapunkti sem er sjálfbær með þessum hætti.

En, punkturinn er - að ef Þjóðverjar aðstoða ekki, með einhverjum hætti besta aðferðin væri að auka neyslu heima fyrir; þá mun endamarkið skila mjög - mjög miklum heildar samdrætti hagkerfa þeirra ríkja.

Vegna skulda, þá getur það endamark falið í sér nær algert niðurbrot velferðarkerfa í þeim löndum, svo ríkið geti haft tekjuborð fyrir þeim afborgunum.

Þetta verður mjög - mjög erfið aðlögun. Þetta er ástæða þess, að margir hagfræðingar reikna með einhverskonar uppreisn almennings í þeim löndum, áður en því endamarki er náð og að þau fari þá leið sem Argentína fór kringum 2000.

Þau myndu yfirgefa Evruna, lísa sig greiðsluþrota, skella á höftum og taka upp eigin gjaldmiðil á ný. Ég er að tala um, að mál heima fyrir í þeim löndum, yrðu orðin svo dökk þá að þeim myndi ekki virðast að þau væru með slíkri aðferð að kaupa verra ástand.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.2.2011 kl. 12:10

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Varðandi endurkaup skulda sem björgunarsjóðurinn myndi veita ábyrgð fyrir. Þá er það ekki sérlega varasöm aðferð, vegna þess eftir allt saman er sameiginleg bakábyrgð annars vegar og hins vegar að þá raunlækka skuldir landsins sem framkvæmir þessa leið; og það ætti að minnka líkur á greiðslufalli þess og þar með að nokkru sinni komi til þess að reyni á ofangreindar ábyrgðir.

Ég hugsa samt, að mun skilvirkari leið væri sú er ég nefndi í athugasemd að ofan, að Þjóðverjar myndu auka eigin neyslu, þannig stækka sitt eigið hagkerfi - fjölga störfum heima fyrir; og bæta tækifæri hinna landanna til útflutnings.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.2.2011 kl. 12:19

4 identicon

Thetta er ekki slaemt hja ther. En eg verd ad redda tövlunni. Hun er med ESB virusinn;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 13:04

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þessi setning var smá vitlaus "En, gengisfall er einmitt fljótlegasta leiðin til að útrýma viðskiptahalla, en þ.e. þrautin þyngri í flestum löndum að auka innflutning með hraði." og á að umorðast svona "En, gengisfall er einmitt fljótlegasta leiðin til að útrýma viðskiptahalla, en þ.e. þrautin þyngri í flestum löndum að auka útflutning með hraði. "

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.2.2011 kl. 14:52

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. eins og er Evrunni var komið á fót - að ákvörðun hafi verið tekin af frökkum og þjóðverjum, að kynda vel og rækilega undir:

*Lágir vextir.

*Halli á ríkisútgjöldum.

*Slaka á bankareglum, til að auka útlán.

------------------

Í í reynd kenni þessari stefnu um, að búa til þetta "unsustainable boom".

Ef til vill er ég að segja, að íhaldsamari peningastefna + sleppa að slaka á bankareglum + að ríkissjóðir hefðu raunverulega sinnt aðhaldi; og hlutir hefðu gengið betur.

En, lágu - lágu vextirnir, voru stór hluti vandans. Einmitt þ.s. fólk hér dreymir um að komast í. Þeir búa einmitt til gullæðisástand, þ.s. fólk tekur lán hægri vinstri fyrir neyslu, valda sprengingum á húsnæðisverði, sprengingum á verði hlutabréfa, sprengingum á útlánum, ofurútenslu bankakerfa, ofurskuldsetningu almenningas og fyrirtækja o.s.frv.

Lágir vextir eru þvert á móti hagkerfislega séð mjög hættulegt fyrirbæri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.2.2011 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband