23.2.2011 | 03:03
Hvað gerist ef uppreisnin í Arabalöndum, berst til Saudi Arabíu?
Nú í fyrsta sinn, er krýsan búin að ná til lands þ.e. Líbíu, sem er eitt af meginframleiðslulöndum olíu í heiminum. Svo, ekki er undarlegt að menn velti fyrir sér - hvað næst? En, Saudi Arabía og Líbía eiga ímislegt sameiginlegt. Þó svo, einnig sé margvíslegur munur!
Líbía virðist vera að klofna í A- vs. V-hluta. En, í A-hluta virðast uppreisnaröfl nú víðast hvað ráða lögum og lofum. En, í V-hluta virðist Ghaddafi enn hafa traust völd.
Það áhugaverða við þetta ástand sést á korti af Líbíu sem sýnir olíulindir landsins og leiðslur.
- En, þ.s. kortið sýnir er að báðir landshlutar eru með olíulyndir og lagnir til að flytja olíu til sjávar og út í skip.
- Þetta þíðir, að möguleikinn er að landið klofni í A- vs. V-hluta, ef Ghaddafi tekst að halda völdum V-meginn og samtímis uppreisnarmönnum tekst að halda velli í A-hlutanum.
- Síðan bætist eitt enn, að þ.e. munur á íbúum þarna milli svæða, en Cirenaica skaginn í A-hluta á sér árþúsunda sögu sem sérstakt svæði, menningarsögu á mjög gömlum merg.
- Á meðan að Ghaddafi ættaður úr V-hluta, viljandi kom höfuborg landsins fyrir þar á sínum tíma, og hefur eflt áhrif síns ættbálsk á kostnað hinna.
- Þarna er sem sagt, nóg af eldsneyti til að viðhalda styrrjöld á milli svæða um mörg ókomin ár.
- Þ.s. verra er, að hættan er ekki einungis vegna flóttamannastraums, heldur sú að hvor aðilinn um sig mun leitast við að skemma olíulyndir hins aðilans, til að draga úr aðgangi hins að tekjum til vopnakaupa.
- Slíkt stríð getur því minnkað framleiðslu Líbíu og haldið henni minnkaðri um mörg ókomin ár.
Revolutions could rob Opec of its ability to manipulate supply: "The news for Opec in the short term is bad, with Libya currently accounting for 1.6m barrels a day of oil production. In the long term, it could be even worse, however, especially if trouble spreads to Kuwait, with 2.3m b/d, Iran, with 3.7m, or even the big one Saudi Arabia, with 8.3m."
John Roberts, energy security specialist at Platts: If Libya revolts, Saudi Arabia could be next
"The key assumption...with high oil revenues and a small population, Gaddafi was safe. If trouble started, he could always bribe people into remaining quiet as he appears to have done recently, reportedly increasing wages and loans on offer to Libyans."
"If you look at Libya right now, something like 56 per cent of per capita income is directly attributable to oil. The government directly controls most household budgets."
"It should be able to buy people off in the way that the Kuwaitis have done and the Bahrainis are now seeking to do, by raising incomes and increasing subsidies."
"Whatever the Libyans are doing on this front is not working the people want more. Simply having availability to cash doesnt bail you out."
"If that is the case with Libya, with GDP-per-capita of around $12.000, one might worry more about the stability of Saudi Arabia with GDP-per-capita of around $14.000, which is of course the big one."
Enn er allt með kyrrum kjörum í Saudi Arabíu:
En óeyrðir ríkja í Bahrain sem er skammt undan. Einnig í Yemen land sem einnig er næst við Saudi Arabíu. Stjórnarfar í Bahrain er ekki ólíkt stjórnarfari í Saudi Arabíu þ.e. einveldi aðalsfjölskyldu. Kuwait, hefur einnig sína aðalsfjölskyldu, sem drottnar yfir lýðnum og viðhefur takmarkar frelsi.
Sannarlega þó, hefur harðstjórn Ghaddafis verð mun meiri, harðneskja til muna verri. Spilling mjög áberandi ekki síst hegðan sona hans, sem kvá vaða í peningum - lifa hátt og þ.s. enn verra er, hver um sig ræður yfir eigin herstyrk. En, Ghaddafi virðist hafa beitt sonum sínum, til að tryggja að mikilvægar öryggissveitir og hersveitir væru undir stjórn eigin ættmenna.
En, síðan á móti, þá skapar sú skipan mála einnig tortryggni og úlfúð.
Í Saudi Arabíu, gegna einnig prinsar og önnur ættmenni konungs mjög mörgum mikilvægum embættum í her, í öryggissveitum og helstu stofnunum landsins. Með sama hætti er það einnig tvíeggjað, þ.e. á annan veg að hafa aðila sem hafa hag af því að varðveita stjórnarformið við stjórn mikilvægra öryggisþátta en á móti að sú spilling sem því fylgir getur vart annað en verið veruleg sjálfstæð ástæða óánægju í þjóðfélaginu.
Manni virðist að Saudi Arabía geti verið, sem gjörspillt erfðaeinveldis samfélag - með ættmenni konungsættarinnar í öllum helstu mikilvægum embættum, með miklar hömlur á valfrelsi almennings ásamt hömlum á tjáningafrelsi; verið í hættu á að lenda í sambærilegu uppreisnarástandi.
Ef það gerist, þá geta orðið svo skelfilegar olíuverðs hækkanir í heiminum; að endurkoma heimskreppunnar verður næsta örugg!
Þetta getur verið að gerast jafnvel á næstu vikum. Ef ekki næstu dögum!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurng um að fara að panta tíma fyrir trukkinn í metanuppfærslu...
Haraldur Rafn Ingvason, 23.2.2011 kl. 16:57
Heimskreppan er að byrja og hlutfallslega mest á meginlandi Evrópu.
Júlíus Björnsson, 23.2.2011 kl. 21:32
Á eftir að breiðast út um allan heim, enda engu minni ástæða til að koma spillingarhyski frá á vesturlöndum en annar staðar í heiminum....hvert sem litið er raunar, þetta verður örugglea spennandi ár og frelsisbylgjan rétt að rísa. Ég er meira segja svo svakalega bjartsýnn að vona að skilið verði fyrir alvöru á milli bols og höfuðs á Seðlabankasvikamyllu heimsins og alþjóðlega bankamafían svari til saka fyrir glæpi sína gegn mannkyni, skuldadagar nálgast hratt og réttlætið mun sigra að lokum
Georg P Sveinbjörnsson, 23.2.2011 kl. 22:45
Sælir vinir, ég skal virðurkenna að ég sá ekki þessa tilteknu krýsu fyrir er ég skrifaði þetta: Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir gamla!
En, þá var mér ljóst - að þetta yrði ákaflega spennandi ár.
Ég er mjög ánægður með "Nei" forseta um helgina, ekki síst vegna þess að ég er svo handviss að mjög margt á eftir að gerast dagana frá því nú og fram í apríl.
Nefni, að leiðtogar Evrusvæðis eru að ráða ráðum sínum, og ætla að komast að niðurstöðu í mars.
Ástæða, stórir gjalddagar í apríl hjá nokkrum Evrópulöndum, t.d. sá langstærsti á árinu fyrir Spán.
Á hinn bóginn, hefur mér ekki virst á því sem fram hefur komið af deilum leiðtoganna á milli, að lýkleg lausn á vanda Evrusvæðis sé í sjónmæli.
En, ef lausn kveður ekki á um niðurgreiðslur á vaxtabyrði - Grikklands, Portúgals, Írlands - jafnvel niðurfærslu höfuðstóls fyrir Grikkland. Þá verður það ekki nein lausn, enda þessar 3. þjóðir í reynd greiðsluþrota.
Á sama tíma hanga bankakerfi Evrópu í fallöxinni - en ríku löndin þurfa að koma eigin bönkum til aðstoðar, ef ríkin 3. neita að greiða. Þannig, að þ.e. í reynd ríku löndunum í hag, að létta byrðina.
En, í Þýskalandi er búið að sannfæra almenning, að slíkt megi aldrei gera. Ríkisstj. þýskalands er bundin í báða skó, af almenningsáliti, sem raunverulega er algerlega á móti því, að Þjóðverjar rétti fram litla fingur.
--------------
Þetta er fyrir utan hætti, á nýrri olíukrýsu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.2.2011 kl. 23:08
Mínir menn í Arabaheiminu telja að Gaddafí og fjölskyldu verði komið fyrir Kattarnef, ný ríkistjórn taki við.
Júlíus Björnsson, 24.2.2011 kl. 00:01
Mögulegt að hann fái "the Ceauşescu treatment". En, það má segja að Ceauşescu hafi sett tóninn fyrir eigin meðferð er hann skipaði fyrir að Securitate skyldi skjóta á mannfjöldann.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.2.2011 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning