Hvernig getum við innleitt þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag með einföldum hætti?

Eitt helsta vandamálið í stjórnskipun Íslands, að mínu mati er að hérlendis hefur framkvæmdavaldið lengst af drottnað yfir Alþingi, í krafti þess að meirihluti Alþingis með ráðherra framkvæmdavaldsins í fylkingarbrjósti, hefur lengst af nýtt Alþingi sem stimpilpúða.

Þetta hefur í reynd þítt, að Alþingi hefur lengst af ekki getað komið fram sem sjálfsætt vald - þannig að í reynd hefur lengst af skort á virka 3. skiptingu valds hérlendis.

Þessu er nauðsynlegt að breita!

Við heyrum nú í fjölmiðlum, hvern verjanda ofurvalds framkvæmdavaldsins á fætur öðrum, koma fram og álasa forseta okkar, Ólafi Ragnar - fyrir að grípa fram í hendurnar á Alþingismönnum.

  • Þeir koma fram með frasa - eins og að Ólafur vilji taka upp forsetaræði!
  • Hann brjóti þá meginreglu um þingræði! Sem gilt hafi hér sl. 100 ár. 

Það ber að taka fram, að reglan um þingræði er eingöngu sú - að ríkisstjórn sytur í umboði meirihluta þings eða að er umborin af þeim.

Reglan um þingræði, snýst sem sagt ekki um að - þingið ráði öllu í landinu - eða nánar tiltekið að það ríki einræði ríkjandi meirihluta sem drottni bæði yfir þingi og ríkisstj án takmarkana annarra en þeirra sem Hæstiréttur setur!

Þ.e. einmitt slíkt einræði ríkjandi meirihluta, sem skapað hefur stórfelld vandamál hér!

Hlutverk þings er að setja lög - staðfesta tiltekna milliríkjasamninga - veita ríkisstjórn / framkvæmdavaldi aðhald.

Og ef það getur ekki veitt það aðhald - er í stjórnarskrá vorri öryggisventill - í formi 26. gr. Stjórnarskrár okkar - þannig að forsetinn getur gripið inn ef einræðistilburðir framkvæmdavalds eru gersamlega að ganga fram af þjóðinni.

Við heyrum nú sem sagt þetta klassíska væl, sambærilegt því sem DO og HÁ komu fram með, þegar fjölmyðlalögum var synjað og nú ítrekað frá núverandi meirihluta - vegna þess að þeir geta ekki farið sínu fram eins og þeim sýnist. Völd þeirra eru sem sagt takmörkuð! Húrra fyrir því!

Ég held þó að rétt sé að formbinda þá takmörkun nánar - en ljóst er að framkvæmdavaldið mun leitast við, í tengslum við endurskoðun stjórnarskrár að draga úr vægi - 26. gr. Stjórnarskrárinnar.

Við því þarf að bregðast, með því að formbinda þá breytingu sem átt hefur sér stað - með virkjun Ólafs Ragnars á forsetaembættinu - með þeim hætti að innleiða hér formlegt þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomula!

  • En, það kemur ekki til greina - að heimila framkvæmdavaldinu að hafa þau ofurvöld, sem það hefur lengst af haft!
  • Það verður að spyrna við - þegar framkvæmdavaldið mun leitast við að færa hlutina til baka aftur! Um það þarf alls ekki að efast, miðað við tal þess vörslumanna.
  • Alls ekki kemur til greina - að undanskilja sum mál - eins og þeir tala um!
  • Það má ef til vill krefjast aukins fj. undirskrifta - þegar tiltekin mál eiga í hlut!
  1. 25.000 undirskriftir fyrir flest mál.
  2. 40.000 eða jafnvel 50.000 þegar mál eiga í hlut er varða milliríkjasamninga, skattamál o.s.frv.

 

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]1)
   1)L. 56/1991, 22. gr. 

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

 

Þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag þarf að virka í báðar áttir:

  1. Hægt þarf að vera að stöðva mál - þ.e. krefjast þess að þau fari fyrir þjóðina.
  2. En einnig, þarf að vera hægt að safna undirskriftum, og knýja fram það að Alþingi taki tiltekið mál fyrir!

Mér sýnist, að auðvelt sé að umorða ofangreindar greinar Stjórnarskrár með þeim hætti:

  1. að forseti beiti neitunarvaldi þegar honum berst tiltekinn fj. undirskrifta, eftir því sem við á.
  2. að forseti, leggi fyrir Alþingi frumvarp sem þingmaður flytur fyrir hann, í kjölfar þess að forseta berst tiltekinn fj. undirskrifta undir áskorun þess efnis, að hann sjái til þess að tiltekið mál komist til kasta Alþingis.

Auðvitað er með þessu valdið ekki tekið af Alþingi:

  1. Það getur látið málið daga uppi.
  2. Það getur hafnað því. 

Spurning er þó í tilviki því, að Alþingi hafnar eða vill ekki afgreiða mál, sem fer fyrir það í kjölfar söfnunar undirskrifta - hvort þá skuli málið vera einfaldlega dautt / eða hvort þá fari það í þjóðaratkvæðagreiðslu?

En, það væri þá valkostur að þjóðin geti þá afgreitt málið sem gild lög!

En, eðlilegt getur þó verið, að krefjast tiltekinnar lágmarks þátttöku - t.d. 40% kosningabærra.

 

Niðurstaða

Það er allt ekki víst, að nauðsynlegt sé að skrifa nýja stjórnarskrá.

Með mjög litlum breytingum, má innleiða fyrirkomulag, sem væri mjög mikil betrumbót miðað við þ.s. hefur tíðkast fram að þessu.

Hægt væri að tryggja, að þ.s. hefur nánast verið alræði framkvæmdavaldsins, taki enda!

Þjóðin sjálf verði mótvægið - veiti framkvæmdavaldinu stöðugt aðhald - í stað þess að það sé veitt einungis á 4. ára fresti!

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Tímabær og þörf umræða.

Þjóðin þarf að koma meira að stjórn landsins það er ekki nokkur vafi. Þarf að þróa þjóðaratkvæðis framkvæmdina svo hún verði fljótvirk og skilvirk leið fyrir þjóðina að skila sínu atkvæði. Finna leið sem nýtir tölvu / net tæknina svo menn geti á öruggan hátt skilað atkvæði sínu gegnum netið ef svo ber undir. 

Verðum að komast inní nútímann með þetta svo óprúttnir aðilar haldi ekki öllum völdum í þjóðfélaginu. 

Ólafur Örn Jónsson, 22.2.2011 kl. 08:26

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjármál og stjórnsýslusamskipti við aðrar efnahagslögsögur er það sem Steingrímur vill hylja leyndar hjúpi í samræmi við EU Miðstýringarkerfið. Þennan málflokk á að undaskilja frá þjóðar atkvæða greiðslum.

Fjármál er einmitt það sem kallast vald sem skiptir máli. Leynd á að lámark, mörg ríki láta birta leyniskýrslur eftir til tekin árafjölda.  Fjárlagarammar til samþykktar EU þingsins er líka fjölærir.  

Stjórnskipunarlög EU skilgreina Kommission sérstakra persónuleika, sem æðsta vald framkvæmda meðal annars. Hennar megin hlutverk eru miðstýring efnahagsmála til að viðhalda og tryggja hlutfallslegu þjóðartekju samburðarstöðuleikann.  

Helstu efnahagstjórnarstýringartæki tilgreind:  EU  [áhættu] Fjárfestingarbanki [í Luxemburg] og EU Seðlabanki ásamt undir honum þjóðar Seðlabankakerfi. 

Engin meiriháttar efnahagsleg fjárfesting innan EU er fjámögnuð nema fyrir meðmæli þessara ofangreindu.   

Fjárfestingar eru fjámagnaðar í gegnum Bankanna, þannig að stjórsýslueiningar og einkaframtakið gefur út skuldabréf sem fer svo í kauphallar netkerfi með meðmælum Seðlabanka, til að allir gömlu ríkisbankarnir í EU geti boðið í.  Þetta þarf að fara leynilega: fjárfestarnir dularfullu.  Þetta er ekki frjáls markaður. 

Seljast bréf án Meðmæla Seðlabanka?

 Neí.

Eftrir aðild 2009 er samþættingar lánafyrirgreiðslulokið hér eins og í öðrum núverandi Meðlima Ríkjum, sem nú geta bara beðið Guð að hjálpa sér, öll einangruð innan EU í keppni um innri þjóðartekjur, við Þjóðverja, Frakka og Breta.

Þjóðrembur telja Íslendinga eiga séns í þessari innri keppni um tækni og fullframleiðslu á samvinnugrunni um hráefni, orku og vinnuafls m.a. 

Fátækustu ríki EU er ætlaðar um 11.000 dollar á haus til ráðstöfnunar, meðatalið er um 34.000 dollar á haus, Danir eru með 56.000 dollar á samtíma og Íslendingur hefur hrapað úr 62.000 dollurum niður í 37.000 dollara.

Össur ber sig saman við Ríki 11.000 þúsund dollara að mínu mati.    

Ég vil ekki taka meiri þátt í EU keppni um innri þjóðartekjur. Ég vil hinsvegar stórfjölga Íslenskum skuldlausum  eignaraðilum og draga úr sköttum á óþarfa framkvæmdum stjórnsýslunnar. Breyta Íslandi í glæpalaust úthverfi í Alþjóðsamburði. Allir ríkir geta heimsótt alþjóða borgir og það er alltaf gott að koma heim aftur í öryggið.

Júlíus Björnsson, 22.2.2011 kl. 16:18

3 Smámynd: Helgi Hauksson

"Afturköllun Umboðs"

Sum lönd hafa í stjórnarskrá möguleika á "Afturköllun Umboðs". Þar sem undirskriftir 20% kjósenda framkalla kosningu um þá afturköllun umboðs sem farið er fram á.

Þannig er hægt að afturkalla umboð þings, sveitar og bæjarstjórna í heild eða hluta eða þess vegna hverrar einstakrar persónu sem hefur verið kosin í opinberi kosningu.

Viðbót á slíku ákvæði í stjórnarskrá væri góð viðbót við hina mjög svo mikilvægu 26 grein Íslensku stjórnarskránnar. Til að tryggja enn frekar að Alþingi geti ekki í framtíðinni gert nýja tilraun til einræðis, eins og núverandi flokksformenn nú virðast allir sammála um. Það þarf að tryggja að 26 greininn sé annað hvort óbreytt eða gerð ennþá sterkari, svo bæði forseti og þjóðin í sitt hvoru lagi eða saman geti komið í veg fyrir allar einræðistilhneigingar í stjórnsýlsu landsins, sama hvaða nafni þær nefnast.

Helgi Hauksson, 22.2.2011 kl. 17:51

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Góður - Júlíus - þ.e. einmitt málið að þeir eru þjóðrembur. Ég hef ítrekað reynt að benda Samfóum á að skoða reynslu Íra - Spánv. - Portúgala og Grikkja. Og sjá hve margt er líkt með þeirra reynslu og okkur á umliðnum áratug. En, þ.e. eins notadrjúgt að hafa samræður við sjálfan sig framan við spegil. Þeir eru alveg búnir að afgreiða þessi lönd - sem sagt að þeirra vandi sé þeim að kenna, sem sagt ekkert að kerfinu.

Bendi á:

Hard-working Germans are about to discover what it feels like to be mugged by the EMU project

Is the Bundesbank spoiling for a fight over the destiny of EMU?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.2.2011 kl. 23:03

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Evrubandalags aðhaldið fyrir skuldafíklanna í Samfo: Þetta er brandari.  

Júlíus Björnsson, 23.2.2011 kl. 00:39

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"...German economists looking one step ahead have good reason to be alarmed. As Jörg Kramer from Commerzbank said this morning, the ECB’s 1pc rate (and limitless support for EU banks) is “much too expansionary for a fast-growing Germany”."

Það er mjög sterk kaldhæðni í þessu! 

Allt í einu stendur Þýskaland frammi fyrir sama vanda, og Írland á sl. áratug. 

Þ.e. peningastefna Evru of laus - meina, of lágir vextir + samtímis að peningaprentun gerir íllt verra. 2-föld kynding.

Írar voru einnig að glíma við 2 falda kyndingu, þ.e. of lágir vextir fyrir þeirra hagkerfi + hækkandi gengi (en gengishækkun hefur kyndandi áhrif í gegnum aukningu kaupmáttar).

Þetta eykur hættuna á því, að Þýskaland slíti sig frá Evrunni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.2.2011 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband