21.2.2011 | 17:55
Ragnar Hall óttast dómsmál!
Mótbára hans er sú, að ef dómsmál fer með þeim hætti, að stjórnvöld Íslands hafi ekki staðið rétt að innistæðubjörgunarsjóði, eða með einhverjum öðrum hætti skapað sér skaðabótaábyrgð skv. úrskurði dóms, þá geti sú útkoma leitt til alvarlegra skaðabóta krafna einstaklinga gegn ríkissjóði, mál sem rekin yrðu fyrir íslenskum dómstólum.
Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli :"Ragnar segir - Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlagt að taka þá áhættu," segir Ragnar."
- Þetta er að sjálfsögðu rétt, hjá Ragnari Hall, að ef dómur fer með ofangreindum hætti - þá myndi það skapa grundvöll fyrir marga aðila til að hagnýta sér þann dóm sem fordæmi, til að reka skaðabótamál fyrir ísl. dómstólum.
- Á hinn bóginn, er það vel mögulegt, burtséð frá kæru Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir EFTA dómstólnum, þ.e. burtséð frá því hvort slíkt mál verður rekið gegn ísl. stjv. eða ekki; fyrir einstaklinga sem aðild hafa að máli, að fara sjálfir með mál gegn ísl.stjv. fyrir EFTA dómstólnum.
- Allt og sumt sem þarf, er að það fyrirfynnist einstaklingur, sem er ríkisborgari aðildarlands EES, sem til er að kæra - gegn því að málskostnaður viðkomandi sé borgaður.
- Einfalt er að auglýsa eftir viðkomandi í fjölmiðlum, lofa t.d. einhverri greiðslu fyrir ómakið, og síðan að greiða málskostnað viðkomandi.
Í reynd losar Icesave samningur ekki ísl. stjv. undan þeirri hættu, að einstaklingar sem telja sig harm hafa að hefna, kjósi að fara í mál.
Slíkt er þeirra réttur. Og samningur okkar við bresk og hollensk stjv. hefur engin áhrif á þann rétt, hvorki til minnkunar eða aukningar.
Þó, sannarlega geti það verið þægilegt fyrir þá, sem hyggja á slíka einkamálsókn, að fyrst sé komið dómafordæmi. Þá, ef viðkomandi eru nægilega ákveðnir, er skortur á því ekki hindrun - því svo lengi sem þeir eru sjálfir aðilar máls eða finna sér slíkann; þá geta þeir látið reyna á rétt sinn - fyrir EFTA dómstól og fyrir ísl. dómstól.
OK, svo það má vera að líkur á skaðabótamáli fyrir ísl. dómstól, aukist - ef það fræðilega dæmi sem Ragnar Hall óttast, verður að veruleika. En, við erum ekki endilega að tala um stórfelldan mun á þeim líkum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skyldurnar hafa ekki verið vanræktar við þennan sjóð. Hinsvegar tóku séreignabakarnir á fölskum veðum áhættu sem varð þeim um megn. UK ber ábyrgð á keppni á sínum velli og leifði opnu útibúa frá geira í greiðsluerfiðleikum sem átti þá að fara í sérstakameðferð til að gjaldrot yrði ekki að veruleika, hinsvegar má segja að UK hafi tekið málin í sínar hendur og flýtt fyrir hruni hér. Þetta er ekki sök almennings á Íslandi.
Svo er líka gaman að rifja upp Olíuskortin sem þú minntist hér á um daginn. Því í fréttunum áðan kemur fram að EU ætli að planta niður vindmillum um alla Sameininguna með fram hraðbrautum. Danir eru fyrirmyndin, þannig að líka má áætla fjöldann sem er í uppsiglingu.
Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 19:53
Já, ég er sterkt efins að hætta sé veruleg á þeirri útkomu, að Ísland hafi vanrækt lagalegar skildur. En, ef Ísland væri svo klárlega í órétti sem sumir vilja láta, held ég að einka-aðilar væri löngu búnir að láta til sín taka fyrir dómi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.2.2011 kl. 21:14
Hmm, ætli að þeim verði þá ekki einnig plantað meðram járnbrautalínum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.2.2011 kl. 21:15
Að forminu til gerði Íslandi það ekki. Tilskipun gerir ráð fyrir að regluverk séu góð en séu einkamál heimamarkaðar. Hinsvegar eru Þjóðverjar og Frakkar með mikið strangari bókhaldslög en USA og UK, og alveg örugglega starangri en Ísland sem er búið ábyggja á subPrime veðlángrunni meira og minna síðan um 1983 og alfarið að því er virðist frá um 1998. Ekker leyndar mál í augum Alþjóða fjármálsamfélagsins. Hinsvegar voru breytingar um 1998 sem gerðu gerð Ísland top áhættu og það er ekki hægt að álykta annað af skýrslu starfsmanna AGS 2005 að það hafi komist upp á yfirborðið vegna úttektar sem þurfti að gera 2004 þegar séreignabankarnir sóttu um að stofna útibú á mörkuðum EU. Í eðlilegu viðskiptum vita menn ýmislegt um aðra á markaði en hafa vit á að geyma það í sínum kolli meðan þeir telja sig græða á því. Hér var vegna insularity stundað veðfals og meðan úttekt hafði ekki farið fram gekk það upp.
UK lokuðu útibúum á sínum markaði af því þau voru frá Íslandi. Þetta finnst mér nóg brot á jafnræðisreglu.
Hvað gerist bak við tjöldin og stangast á við lög og reglur það verður að sanna til að vera dómstækt.
Svo er má sett í farveg í upphafi og lokaniðurstaða ákvörðuð sem markmið. Tímalengd sett min og max.
Á farveginum er áfangar og þarfa að gera ráð fyrir breyttum aðstæðum [if case] og þetta enda með leikfléttu sem á að enda þar sem markmiðið var sett í upphafi. Þess vegna þarf allan tíma að vera undirbúa væntanlegar breytingar á forsendum [if case].
Þetta er dæmi um strategiu og jafnvel tactics.
Það þarf alltaf að skoða heildarsamhengi fyrst og útloka svo þá möguleika sem koma ekki til greina til að eiga möguleika á því að sigra.
Hinsvegar er almennig haldið utan við svona og hann mataður á molum sem helga tilgagninn.
Sérhver Ríkis markaður uppfyllir tiltekin samræmd hámörk eða lámörk sett fram af Brussel og tryggir að regluverkið á þeim markaði mismuni ekki keppendum þótt uppruni þeirra sé úr öðru ríki. UK með útibúi hér á sem sagt að njóta sama frelsis að féletta almenning og önnur Íslensk.
Neytenda reglur í Hollandi er eitt og neytenda reglur í UK annað. Tilskipun 94 fjögur er ekki um neytendareglur.
Þetta er irrelevant og enginn samræming kominn á neytendarétt, því þá væri búið að rugla innbyrðis keppni meðlima ríkja mikið. Ríki með lægri launkostnað er keppnishæfara, Ríki með of gott velferðakerfi endar með hærra atvinnuleysi en hitt.
Ísland stofnaði nýja banka til vernda sína efnahagslög, sem yfirtóku innstæður meðal annars hér. Varla í lokuðum útbúum innan á öðrum mörkuðum
Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning