Áður en lengra er haldið. Finnst mér rétt að taka fram, að ég er mikill lýðræðissinni. Mikill talsmaður lýðræðislegra lausna, sem hugsanlegrar leiðar úr þeim ógöngum sem landsmenn eru komnir í.
Mér sýnist að röksemdir Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrir því að vísa núverandi Icesave samningi til þjóðarinnar, og reyndar meðferð hans öll á því deilumáli - marki mikil tímamót.
- En, með því að virkja synjunarvald forseta, hefur Ólafur Ragnar markað embætti forseta sterkari bás, sem virkt mótvægi við vald Alþingis og framkvæmdavaldsins.
- En, hérlendis hefur framkvæmdavaldið lengst af drottnað yfir Alþingi, í krafti þess að meirihluti Alþingis með ráðherra framkvæmdavaldsins í fylkingarbrjósti, hefur lengst af nýtt Alþingi sem stimpilpúða.
- Þetta hefur í reynd þítt, að Alþingi hefur lengst af ekki getað komið fram sem sjálfsætt vald - þannig að í reynd hefur lengst af skort á virka 3. skiptingu valds hérlendis.
- En í forsetatíð sinni, hefur Ólafur Ragnar í reynd gert embætti forseta, að því virka mótvægi gegn ofurvaldi hins sameiginlega valds framkv. valds og Alþingis - sem skort hefur hérlendis.
- Með þessu:
- Er ekki þingræði afnumið.
- Né er, sett á fót hér forsetaræði.
- Þ.s. hefur gerst, er að framkvæmdavaldið getur ekki lengur litið á Alþingi sem stimpilpúða.
- Þó svo að framkvæmdavaldið hafi sterkan meirihluta á Alþingi, þarf Framkvæmdavaldið í krafti meirihluta síns, að skapa sátt með þjóðinni um helstu mál.
- Það getur ekki lengur, vaðið yfir og virt að vettugi sjónarmið stórs einarðs minnihluta meðal þjóðarinnar.
- Ef deilur milli Alþingis - ríkisstjórnar og fjölmenns hluta þjóðar verða ekki leistar, þá er hefur forseti nú sett það fordæmi; að þá beiti hann neitunarvaldi sínu og feli meirihluta þjóðarinnar að afgreiða viðkomandi deilumál, í almennri atkvæðagreiðslu.
Þetta eru allt jákvæðar breytingar!
Ég er einmitt stuðningsmaður þess, að leisa erfið deilumál með þjóðaratkvæðagreiðslum!
Auðvitað er umdeilanlegt, hvor akkúrat á að hafa þetta með þeim hætti að forseti einn meti hvort máli beri að vísa til þjóðar - en, Ólafur Ragnar hefur sett tiltekin viðmið skv. yfirlísingum sínum; svo að slík ákvörðun sé ekki alveg tilviljanakennd, heldur byggi á tilteknum viðmiðum um það að harðar deilur séu milli Þings og þjóðar - eða verulegs hluta þjóðar.
Ef, á að breyta þessu - þá þarf það að vera ljóst að sú breyting sé ekki gerð þannig, að lýðræði sé minnkað á nýjan leik!
Yfirlýsing Forseta Íslands vegna nýrra IceSave samninga
- "Í stjórnskipun Íslands fer Alþingi með löggjafarvaldið nema þjóðin hafi fyrir tilstuðlan forseta fengið mál í sínar hendur.
- Þá fara Alþingi og þjóðin saman með löggjafarvaldið og er ákvörðun þjóðarinnar endanleg.
- Í þessum efnum er stjórnarskrá lýðveldisins skýr."
- "Með ákvörðun forseta 5. janúar 2010 og þjóðaratkvæðagreiðslunni sama ár varð þjóðin löggjafi í Icesave málinu eins og það lá þá fyrir. Niðurstaðan var afdráttarlaus."
- "Í kjölfar löggjafarvaldsákvörðunar þjóðarinnar 6. mars 2010 var á ný samið um málið."
- "Þegar meta skal hvort forseti staðfesti sem lög hið nýja frumvarp um Icesave er grundvallaratriði að horfa til þess að Alþingi og þjóðin hafa saman farið með löggjafarvaldið í þessu máli."
- "Það Alþingi sem 16. febrúar afgreiddi málið er eins skipað og áður;
- þjóðin hefur ekki endurnýjað umboð þess í almennum kosningum."
Þetta er áhugavert. En, hann vill meina að fyrri neitun og afgreiðsla þjóðar, hafi skapað í reynd fordæmi fyrir því, að afgreiða mál með sama hætti í annað sinn; og ber þá það til að í millitíðinni hafi umboð Alþingis ekki verið endurnýjað.
Þessi röksemd myndi þá ekki gilda - væntanlega - ef umboð Alþingis hefði verið endurnýjað.
Þarna virðist Ólafur Ragnar, vera að setja viðmiðunarreglu með fordæmi til framtíðar.
- "Annar löggjafi málsins, Alþingi, er hinn sami og spurningin er því hvort sá löggjafi eigi einn að ljúka málinu án aðkomu hins löggjafans, þjóðarinnar, sem áður réði lokaniðurstöðu."
- "Hinn lýðræðislegi aðdragandi, hlutdeild þjóðarinnar í löggjafarvaldinu, felur ótvírætt í sér að eigi afgreiðsla Alþingis á hinum nýju samningum að vera lok málsins þarf víðtæk samstaða að vera um að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á Alþingi."
- "Það er nú hins vegar ljóst að slík samstaða er ekki fyrir hendi; stuðningur er við að þjóðin verði eins og áður ásamt Alþingi löggjafinn í málinu."
- "Í fyrsta lagi hlutu tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu verulegt fylgi á Alþingi, tæplega helmingur þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum greiddi þeim atkvæði."
- "Í öðru lagi hafa rúmlega 40.000 kjósendur formlega óskað eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hið nýja frumvarp eða um fimmtungur kosningabærra manna."
- "Í þriðja lagi benda skoðanakannanir til að meirihluti þjóðarinnar vilji að hún komi að endanlegri afgreiðslu málsins."
- "Grundvallaratriðið sem hlýtur að ráða niðurstöðu forseta, hvað sem líður kostum hinna nýju samninga, er að þjóðin fór með löggjafarvald í Icesave málinu og ekki hefur tekist að skapa víðtæka sátt um að Alþingi ráði nú eitt niðurstöðu málsins."
- "Ég hef því ákveðið í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar að vísa hinu nýja frumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu."
- "Það er einlæg von mín að sem flestir landsmenn, bæði stuðningsmenn frumvarpsins og aðrir, nýti lýðræðislegan rétt sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fara mun fram svo fljótt sem auðið er."
- Ólafur Ragnar vísar IceSave aftur í þjóðaratkvæði. Tveir löggjafar í landinu "Auk þess sagði hann í fyrirspurnum að fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka hefðu greitt atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu, eða alls 30 þingmenn gegn 33."
- "Einnig skipti máli að engar þingkosningar hefðu verið frá síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu og því hafi þjóðin ekki veitt þinginu umboð í málinu."
Vegna þess að málið er enn mjög umdeilt meðal þjóðarinnar - vegna þess að þjóðin hefur áður fjallað um sama mál - vegna þess að umboð Alþingis hefur ekki verið endurnýjað í millitíðinni; vísar hann málinu aftur til þjóðarinnar.
Ég er sáttur, því ég er þeirrar skoðunar, að einmitt með virku beinu lýðræði - sé hægt að skapa það stöðuga aðhald sem mér sýnist að hrunið hérlendis hafi sýnt fram á að sé nauðsynlegt.
- En, ef ekki er hægt að þvinga fram mál, sem fjölmennir hópar þjóðar eru ósáttir við.
- Þá verða þau í staðinn einungis leist með því, að framkvæmdavaldið leiti sátta við þá hópa sem andvígir eru eða leiti þess að sannfæra stórann meirihluta þjóðar um tiltekið mál.
- Annars, farið mál fyrir þjóðina í almennri atkvæðagreiðslu.
- Ég held að þetta muni minnka deilur í framtíðinni - því samráð verður nauðsynlegt.
- Ég held einnig að þetta muni minnka spillingu - því ekki verður lengur eins auðvelt fyrir fámennan hóp ofsaríkra athafnamanna að spilla fámennum hópi ráðherra, þannig að þeir hagi lagasetningu með hætti sem kemur þeim fámenna ofsaríka hópi vel á kostnað almennings.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Ég hvet alla sem ekki hafa lesið hana, að virkja hlekkinn að ofan, og taka sér þann tíma sem þarf, til að lesa hana í gegn.
- Stjórnarskráin er að mjög mörgu leiti - stórmerkilegt plagg. Mun merkilegra en margir vilja láta!
- Eitt það áhugaverðasta er, að hún veitir forseta í reynd mjög mikil völd!
- Það verður ekki betur séð, en forsetinn hafi mikla möguleika - ef honum sýnist svo - að taka sér fullkomlega einhliða, mun meiri völd, en embætti forseta hingað til hefur tileinkað sér!
- Ég hvet alla til að lesa sérstaklega fyrstu 30. greinarnar.
11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Þessar tvær greinar þekkja flestir. Lengst af hefur þetta verið túlkað með þeim hætti, að forseti væri í reynd valdalaus nær með öllu.
En, klárt er af nánari lestri Stjórnarskrárinnar, að svo þarf alls ekki að vera!
15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
Stjórnarskráin er alveg kýrskýr. Forsetinn skipar ráðherra. Fram að þessu, hefur venjan verið sú að ráðherrar eru skipaðir af forseta, skv. lista yfir ráðherra sem nýr pólitískur meirihluti Alþingis, kemur sér saman um.
En, ég sé ekki betur, en að það væri algerlega - fullkomlega í samræmi við Stjórnarskrána, að forsetinn myndi taka sér meira vald um val ráðherra - fjölda þeirra o.s.frv.
Það væri ekkert því til fyrirstöðu, að forseti taki sér það vald, að hafna einstökum ráðherrum - á lista er hann fær í hendur frá nýjum meirihluta.
Embætti forseta, geti einfaldlega beitt sér til þess, að stjórnmálaflokkarnir séu ekki að velja einstaklinga sem ráðherra, sem hafi engan þekkingargrunn um þau málefni, ráðuneyti þeirra hafa til umsjónar.
Þannig, geti embætti forseta knúið á um, að ríkisstjórnir í framtíðinni, verði skipaðar fólki sem sé ekki fullkomnir leiksoppar - þekkingarleysis vegna - þeirra embættismanna sem störfum gegna í þeirra ráðuneytum.
21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.
Takið eftir, skv. Stjórnarskránni er það ekki ráðuneytin eða ráðherra, heldur er það forsetinn sem gerir samninga við erlend ríki. En, vit vitum að hlutverk embættismanna ráðuneyta er að semja fyrir okkar hönd, og það er ráðherra viðkomandi ráðuneytis sem yfirumsjón hefur með þeirri samningsgerð. En, þeir samningar öðlast ekki gildi skv. ofangreindu ákvæði, nema fyrir undirritun forseta.
þarna getur forsetinn í reynd beitt sér, ef honum sýnist svo - og hafnað undirritun. Þó almennt séð myndi slík höfnun vera stór undantekning, jafnvel þó forsetinn færi að beita sér með slíkum hætti.
En, ef svo væri að forsetinn færi að nýta sér þetta ákvæði. Þá munu ráðherrar þurfa að hafa reglulega fundi með forseta, svo hann sé málum kunnugur - með fulla vitneskju um þá samninga sem stendur til að leggja fyrir hann.
25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]1)
1)L. 56/1991, 22. gr.
25. greinin er í reynd mjög áhugaverð. Sú 55. frá endurskoðun Stjórnarskrár er fram fór 1991, veikir þetta ákvæði þó nokkuð. En, lesið samann virðist sem að Forseti geti fengið einhvern þingmann til að flytja fyrir sína hönd, frumvarp til laga eða til samþykkta.
- Mér sýnist liggja í augum uppi, að þetta megi nýta.
- Sem dæmi með þeim hætti, að forseta sé send áskorun frá þjóðinni, ásamt fjölda undirskrifta, um að taka upp tiltekið málefni og vísa til þinglegrar meðferðar.
- Það er auðvitað möguleiki að Alþingi svæfi málið svo að þinglegri meðferð ljúki aldrei.
- Alþingi getur einnig hafnað málinu, og þá nær það ekki lengra heldur.
- En, ef Alþingi samþykkir einhverja lagabreytingu á þeim grunni, er þá getur forseti beitt valdi sínu skv. 26. gr.
26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
Þetta er sú grein Stjórnarskrárinnar, sem nú ítrekað hefur reynt á. Ólafur Ragnar hefur rækilega fest þessa grein í sessi, sem hluta af valdi forseta.
Er það vel!
28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum].1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný].1)
Mér sýnist af 28. gr. að forseta sé í lófa lagið, að neita af samþykkja bráðabirgðalög. En, þau eru undirrituð af forseta skv. tillögu ráðherra.
Forseti á ef til vill í framtíðinni, að láta vita af því að hann sé ekki stimpilpúði. Hann, muni óska eftir góðri röksemdafærslu fyrir nauðsyn slíkrar undantekningar. Taki sér rétt til að hafna slíkum í einstökum tilvikum ef honum sýnist svo.
Dæmi um bráðabirgðalög hafa sem dæmi verið lög, sem banna einstök verkföll. Forseti sýnist mér hefur fullt frelsi, til að beita sér.
Þetta snýst þá einfaldlega um þann aga að ríkisvaldinu, að það sé ekki að nýta þessa valdheimild, nema í raunverulegri neyð.
29. gr. Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.
Þetta er mjög merkilegt. Forseti getur ekki einungis náðað - heldur stöðvað sakamál áður en dómur hefur fallið. Frægt er þegar Árni Jónsen fékk forsetanáðun - en þegar forseti var staddur erlendis þannig að svokallaðir handhafar valds forseta tóku að sér framkvæmd þeirrar náðunar.
Hinu valdinu hefur aldrei verið beitt, að Forseti eða handhafar grípi inn í dómsmál, meðan það er enn í meðferð fyrir dómi eða einhver sætir ákæru en mál hefur ekki enn verið tekið fyrir.
Fræðilega hefði forseti sem dæmi, getað stöðvað með þessum hætti málsmeðferð gegn tilteknum frægum 9.-menningum!
30. gr. Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.
75. gr. [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Þó þetta komi ekki umfjöllun minni um forseta og lýðræði beint við, þá er þetta vinnuverndaákvæði Stjórnarskrárinnar. Þ.e. þetta ákvæði, sem sumir telja vera brotið með kvótakerfinu. Á hinn bóginn þá er heimilt að takmarka rétt til vinnu skv. almannaheill. Mér sýnist að það dugi til að heimila stýringu veiða og takmörkun réttinda til að veiða, ef það þjónar markmiði að verja fiskistofna ofveiði. En, vernd fiskistofna er sennilega óumdeilt að sé almannahagsmunir. Þá er spurning hvort, gengið sé lengra en þörf krefur - þá er ég að vísa til meðalhófs reglunnar! En, skv. henni þá bera að miða aðgerðir við, að þær gangi ekki lengra en raunveruleg þörf sé fyrir.
Svo að röksemd fyrir stjórnarskrárbroti þarf þá skv. því, að liggja í því að vægari leiðir séu til, sem takmarka minna vinnurétt almennings, en samt þjóni fullkomlega því markmiði að vernda með nægilegum hætti, vora fiskistofna.
Niðurstaða
Ég fagna ákvörðun forseta vor, Ólafs Ragnars Grímssonar.
Mér sýnist ljóst að hann sé að marka mjög merkileg spor, fyrir vægi embætti forseta í ísl. stjórnskipan.
En, skv. Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, þá er klárt að embætti forseta hefur mun meiri rétt til áhrifa, en fram að þessu embætti forseta hefur verið beitt af þeim sem setið hafa í því embætti.
En, skv. Stjórnarskrá hefur embætti forseta mikil völd og mikil áhrif.
En grunnreglan er samt sú, að Alþingi fari með löggjafarvald. Að ríkisstjórn þurfi að hafa umboð Alþingis til setu á valdastóli.
Þetta aukna vald forseta miðað við hefð fram að þessu við beitingu embættis forseta Íslands, sem stjórnarskráin felur í sér - felur því ekki í sér svokallað forsetaræði.
En skv. henni, virðist embætti forseta fullkomlega jafnrétthátt öðrum valdastofnunum, þ.e. ríkisstjórn og Alþingi.
Stjórnskipan okkar, er því nokkurs konar millistig þarna á milli. Með umtalsverðu valdi forseta ásamt þingbundinni ríkisstjórn.
Þetta getur einfaldlega verið stjórnskipan, sem hentar okkur betur en nákvæm kópía af þeim stjórnarformum er tíðkast annars staðar. En, með því að viðafa meiri aðgang almennings að gangi mála í gegnum embætti forseta, þá er að einhverju leiti hægt að draga úr göllum smæðar okkar þjóðfélags, en einmitt smæðin skapar aukna hættu á því að fámennir hagsmunahópar nái of miklum áhrifum innan stjórnsýslu og á ríkisstjórn.
En, það má því líta á vald forseta, ekki síður sem mótvægi við ofurvald tiltekinna hagsmunaaðila á stjórnvaldið, í gegnum mikil áhrif slíkra afla innan stjórnmálaflokka.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í dag sigraði lýðræðið alræði.
Forseti vor er sverð okkar og skjöldur.
Til Hamingju Íslendingar.
Rauða Ljónið, 20.2.2011 kl. 21:50
Já mikið helvíti! Loksins einn sem kann að lesa.........og skilja.
Má ég bæta því við að það þarf 48 þingmenn til að brjóta vald Forseta Íslanda á bak aftur. Samkvæmt Sts. Íslands, já og hana nú.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.2.2011 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning