Hvað gerist ef forsetinn segir "Nei".

Þetta er reyndar mjög góð spurning. Almannarómur úti í samfélaginu virðist mikið til þeirrar skoðunar að Ólafur Ragnar segi "Já" í þetta sinn. Síðan, var stór meirihluti fyrir Icesave á Alþingi í þetta sinn, vegna sinnaskipta Sjálfstæðisflokksins með Bjarna Ben í fararbroddi.

 

En ég var að velta fyrir mér hvað gerist ef hann segir "Nei"

Það er ljóst að Icesave málið fer fyrir dóm, ef þjóðin hafnar nýja Icesave samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá nánar tiltekið EFTA dómstólinn. Það er auðvitað engin leið að gefa sér fyrirfram niðurstöðu þess dómstóls.

Krafa Breta og Hollendinga, það hafa verið vangaveltur þess efnis, að þeirra krafa myndi verða ívið hærri en 20þ. Evru löggilda lágmarkið, sem gilti á sínum tíma er hrunið varð. Ég á hinn bóginn mjög erfitt með að sjá, á hvaða lagagrunni umframkrafa ætti að byggjast, þ.s. eina krafan sem einhverja hugsanlega lagastoð hefur er eftir allt saman um hið þá löggilta 20þ. Evru lágmark.

Reyndar greiddu Bretar út hærri tryggingu, vegna þess að í Bretlandi gilti hærri trygging en löggilta lágmarkið, - en slík umframtrygging er einungis heimildarákvæði. Ég sé því ekki á hvaða grunni, Bretar ættu að rukka okkur um þá viðbótar upphæð.

Directive 94/19/EC

Opinbert kvörtunarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA

Lárus L. Blöndal og Stefán Már Stefánsson - Lagarök um Icesave

Mishcon de Reya - Advice in relation to the Icesave Agreement(Bls. 57 - áfram)

Ég held að það sé alveg óhætt að vísa því frá, að nokkrar raunhæfar líkur séu á kröfu upp á 1.000 ma.kr. eins og sumir hafa lagt til.

  • Á hinn bóginn, þá verður a.m.k. krafist 20þ. Evru lágmarksins.
  • Síðan er spurning um skaðabótamál einka-aðila og einstaklinga.
  • Slík skaðabótamál, geta þó átt sér stað alveg burtséð frá Icesave samningnum.
  • Svo ég sé ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þeim!

 

Hver er séns okkar í dómsmáli?

Hef sannast sagna ekki hugmynd um það. Við höfum held ég meiri möguleika á að vinna málið en, kemur fram í mjög einörðu áliti Eftirlits-stofnunar EFTA.

Enda kemur hvergi beint fram í viðkomandi lögum, að ríki beri ábyrgð á bótasjóð - þ.e. hvergi fram að það verði skilyrðislaust að toppa hann upp með ríkisábyrð, ef allt fer á versta veg og fjármagn þ.s. hafði safnast upp í innistæðubótasjóðnum reynist ónógt.

Ég hvet fólk samt til að lesa álit Eftirlitsstofnunar EFTA. En, þar virðist höfuðáhersla lögð á að skilgreina meginmarkmið "Directive 94/19/EC" sem það, að sjá til að innistæðueigendur fái skilgreinda lágmarkstryggingu greidda. Mér finnst Eftirlitsstofnunin vægast sagt seilast langt í sinni túlkun - sérstaklega á eftirfarandi grein:

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;"

Mér sýnist að "ensured" vísi einfaldlega til þess, að tilvist Innistæðutryggingakerfis verði að vera tryggt. En, Eftirlitsstofnunin, virðist leitast við að taka merkingu þess orðs út fyrir ramma, og setja i allt annað samhengi - þ.e. vill meina að vísi til tryggingarinnar sjálfrar, að upphæðin eigi að vera tryggð.

Síðan er ég alls ekki svo viss, að þeir hafi rétt fyrir sér, þegar þeir skilgreina megintilgang laganna um innistæðutryggingar, að þeirra tilgangur hafi snúist fyrst og fremst um tryggingaupphæðina sjálfa:

"Whereas, in accordance with the objectives of the Treaty, the harmonious development of the activities of credit institutions throughout the Community should be promoted through the elimination of all restrictions on the right of establishment and the freedom to provide services, while increasing the stability of the banking system and protection for savers;"

  • Eðlilegt er að líta svo á, að meginmarkmið viðkomandi laga, sé skilgreint í fyrstu málsgrein!
  • Yfirtilgangurinn virðist vera, að hámarka skilvirkni fjármálakerfisins, innan sambandsins.
  • Directive 94/19/EC á þá að þjóna því meginmarkmiði með því að að - auka jafnvægi fjármálakerfisins - og - auka vernd fyrir sparifjáreigendur!
  • það má vera að það að tryggja tilvist innistæðutryggingasjóðs, fullnægi ofangreindu ákvæði, um að auka öryggi sparifjáreigenda. 

Þarna er sem sagt skilgreint meginmarkmið, - síðan 2. undirmarkmið sem er hlutverk 94/19 að styðja við!.

  • Ég treysti mér samt með engu móti að gíska um líklega dóms niðurstöðu!
  • Ég er einfaldlega að vísa til, að við höfum rök á takteinum, sem eru málefnaleg!
  1. Það er auðvitað hugsanlegt að við töpum málinu!
  2. Þá er það auðvitað möguleiki, að samningar sem við gerðum í kjölfarið á dómi yrðu verri en núverandi.
  3. Þó auðvitað sé einnig möguleiki, að fordæmi núverandi samninga væri fylgt!
  4. Því væri þó ekki hægt að treysta.


Græðum við á því að fresta málinu?

Það getur nefnilega verið! Sá gróði felst fyrst og fremst í eyddri óvissu.

Sjá: Viðtal við Lee Bucheit, 12.8.2009

  • Sala eigna fer einfaldlega fram, þegar hún fer fram - og þá eyðist óvissan um verðgildi eigna.
  • Söluferlið getur tekið einhver ár - og það getur í annað sinn tafist um ár eða jafnvel meir en ár.
  • Samtímis, smám saman hverfur óvissan um efnahagslega framvindu Íslands!

Segjum, að eftir 3-5 ár væri þessu lokið, þá væri kominn grundvöllur fyrir því að ganga frá endanlegu samkomulagi, um lokagreiðslu þess sem upp á vantar!

Vegna þess, að Ísland hefur ekki enn formlega gengist inn á þessa ábyrgð, þá ber Ísland enga formlega ábyrgð. Dráttur á greiðslu er því ekki greiðslufall.

Hérna er ég alveg að leggja til hliðar spurninguna um hvort við eigum að borga! En þ.e. alveg sjálfstætt íhugunar atriði.

En, ég vil meina að þessi aðferð myndi skila minnstri áhættu!

Auðvitað þurfa tveir til að spila tangó - svo ef Bretar og Hollendingar, eru ekki til í að setja málið í frest? Ekki Eftirlitsstofnun EFTA heldur, þá er sá möguleiki fyrir hendi, - segjum að dómsmál tapast!

En, á hinn bóginn, ef dómsmálið sjálft tekur 2-3 ár í vinnslu. Eða jafnvel lengur. Getur alveg verið að sá tími dugi til að vinna á ofangreindri óvissu.

Þannig, að það væri samt þess virði að taka áhættuna á dómsmáli - þó svo líkurnar á að tapa væru meiri!

Umsögn Gam Management (GAMMA) um Icesave!

....................................2% gengis-......1% gengis-..................-1% veiking...-2%

........................................hækkun........hækkun....Óbreytt........gengis..........gengis

........................................per ársfj.......per ársfj......gengi.........per ársfj........per ársfj.

Aukinn forgangur...................-26.............-30...........-35............-42...............-51

Endurheimtur standast...........-44.............-55...........-67............-83..............-155

Seinkun um 9 mán.................-56.............-65...........-80...........-102.............-212

10% lakari heimtur................ -93...........-115..........-145..........-182.............-233

  • Ég reikna með því að það verði mjög líklega 9. mánaða seinkun!
  • En eins og sjá má, er óvissan um upphæð þá sem afgangs verður umtalsverð!
  • Litlar sveiflur þarf til þess að framkalla mikla aukningu á upphæð til lokagreiðslu!
  • Það er einmitt út af því hvað þarf litla sveiflu, til þess að upphæðin sveiflist til - stórt!
  • Sem nýji Icesave samningurinn, er eins og að skrifa undir óinnfilltan víxil!

 

Hverju töpum við?

  1. Svo lengi sem Icesave deilan er ekki afgreidd, er borin von að klára samning um aðild að ESB!
  2. Hugsanlega einhverjum hagvexti af völdum framkvæmda sem Þróunarbanki Evrópu lánar fyrir!

Varðandi fyrri liðinn, sé ég það ekki sem neitt sérstakt tap! En, mér er algerlega ómögulegt að koma auga á hagkerfislegann hagnað fyrir Ísland af inngöngu í ESB. Mín skoðun er að aðild skili engri hagvaxtaraukningu! Hvorki til langs né skamms tíma!

En ekki má gleyma, að Ísland hefur haft frýverslun við ESB síðan á 8. áratugnum!

Eini sjáanlegi gróðinn, er ódýrari matvæli. En, á móti kemur að þá þarf að minnka einhvern annan innflutning í staðinn vegna þess, að gjaldeyrir er takmarkaður. Innlend fákeppni og verulegur flutningskostnaður, auk líklegt langs aðlögunartíma fyrir landbúnað - mun stórlega draga úr líklegum hagnaði. Á móti kemur síðan, aukinn kostnaður vegna greiðsla í sameiginlega sjóði ESB.

Varðandi seinna atriðið, þá hefur lán frá Þróunarbanka Evrópu dregist um ár augljóslega af pólitískum ástæðum. Mjög sennilega fæst það lán ekki. Þá verður líklega langur frestur á Búðarhálsvirkjun og stækkun Straumsvíkur.

Nema einhver önnur leið til fjármögnunar þeirrar framkvæmdar verði farin.

  • Reyndar er þetta svo örugg framkvæmd, að fjármagni lífeyrissjóða væri vel varið í að fjármagna þá framkvæmd.
  • Einfaldast væri að sjóðirnir myndu eiga þá - þá virkjun. Sægju sjálfir um að selja rafmagnið þaðan. 
  • Það má síðan semja um að ríkið eignis hana á 25 árum.

Svo heilt yfir litið sé ég mjög óverulegt tjón af frekari drætti lausnar á Icesave málinu!

Það versta mögulega, væri sennilega að EES samningnum væri sagt upp! Það er hægt að gera með 12. mánaða fyrirvara, eftir að hafa afhent formlega skriflega uppsögn.

Reyndar er þetta ekki sérlega líkleg útkoma. Til mikilla muna líklegra að svokölluðum gagnaðgerðum yrði beitt, ef Ísland myndi sem dæmi ekki telja sig í aðstöðu til að greiða skv. kröfu EFTA dómstólsins. En, þá væri -eftir að frestir eru útrunnir- sá hluti samnings sem deilumál telst innan - "4. kafli.Fjármagn ", numinn úr gildi - þangað til Ísland uppfyllti skilyrði.

Samningurinn yrði að öðru leiti ekki fyrir truflun!

Í versta fræðilega dæmi, eru deildar meiningar um hvað gerist. En sumir telja, þá gamla EFTA samninginn gilda, en Ísland er aðili að EFTA burtséð frá EES. Ef þ.e. ekki svo, þá lendum við aldrei í verri málum en þeim viðmiðum sem gilda skv. reglum Alþjóða Viðskiptastofnunarinnar. En, þá koma einhverjir tollar - en í dag eru alþjóðlegir tollar til mikilla muna lægri en fyrir nokkrum áratugum.

Reyndar ekki hærri en svo, að þetta er vert íhugunar - þ.e. fyrir okkur sjálf einfaldlega að segja upp EES samningnum. En, þá losnum við reglur EES sem banna okkur að mismuna innlendum aðilum á kostnað erlendra. Þá getum við t.d.:

  • Haft lægri skatta en almenna til útflutningsaðila, til að hvetja til útflutnings.
  • Skipað fyrir að allur fiskur sé landaður hér.
  • En, það má vera, að með því að takmarka siglingar með ferskfisk beint úr landi, þannig að hann sé þá þess í stað unninn hérlendis, að það myndi geta bætt okkur og gott betur, upp það tjón sem hækkun tolla myndi framkalla.

 

Niðurstaða

Ég er þeirrar skoðunar, að meiri áhætta sé að samþykkja núverandi samning, en að hafna honum. En, auk alls þess er ég nefndi að ofan þarf að nefna mjög erfiða greiðslustöðu landsins. En, skuldastaða ríkissjóðs er mjög slæm: Samþykki Icesave er gjaldþrot ríkissjóðs

Ólafur Margeirsson hefur sterkar skoðanir. Þær tölur um greiðslubyrði ríkissjóðs eru heldur hærri, en tölur AGS og Þær sem fram koma í fjárlögum, gefa til kynna. En, í báðum tilvikum er um mjög háa greiðslubyrði að ræða og gjaldþrot er langt í frá ólíkleg útkoma: Óháð greining á 4. áfangaskýrslu AGS um Ísland! Allt virðist hanga á hnífsegg! Hvað er ríkisstjórnin að gera við Íbúðalánasjóð?

En, þó ég taki ekki eins djúpt í árinni og Ólafur Margeirsson, þá tel ég samt sem áður að Icesave geti ítt ríkissjóði í gjaldþrot - þá meina ég ef kaupin á eyrinni ganga umtalsvert verr en samninganefnd okkar og ríkisstj. telja líklegt. Samningurinn a.m.k. tvímælalaust eykur gjaldþrotshættu ríkissjóðs.

Í því ljósi sé áhættuminna, að draga mál sem lengst á langinn - eða þangað til að óvissu um verð eigna annars vegar og hins vegar um framvindu efnahagsmála hefur verið eytt.

En, ég tel áhrif Icesave ekki neitt meginatriði, um framvindu efnahagsmála. Þvert á móti tel ég áhrif deilunnar óveruleg. Að auki, að þau neikvæðu áhrif sem við séum líkleg til að verða fyrir - að flestum líkindum, minna skaðleg en að taka áhættu af því að klára samninginn og þannig deiluna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má ekki gleyma því að tilskipunin á að koma á fót innistæðutryggingakerfi sem skekkir ekki samkeppnistöðu banka eftir lánshæfi heimalandsins.

Þetta atriði er ekki samrýmanlegt meintri ríkis-bakábyrgð á tryggingarsjóðnum.

Það verður líka að muna að tryggingakerfið á að vera samrýmanlegt almennri bankastarfsemi. Þetta atriði ónýtir þau rök sem menn hafa stundum sett fram þess efnis að það hefði átt að vera nóg í tryggingasjónum til að dekka Icesave upp að lágmarkstryggingu. Svo há gjöld í tryggingasjóð hefðu alls ekki samrýmst bankastarfsemi eins og hún er stunduð í Evrópu eða annarstaðar á vesturlöndum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 20:03

2 Smámynd: Elle_

Einar, dæmi og útreikningar um hvað muni gerast ef forsetinn synjar eða ekki eru kannski í lagi, en það er rangur póll.  Engin ríkisábyrgð er á ICESAVE og krafan er ólögleg: Fjárkúgun má ekki semja um undir neinum kringumstæðum. 

Líka skil ég þig ekki þegar þú segir að almannarómur segi að forsetinn muni segja já.  Hvar er sá almannarómur?  Sjálf held ég það sé öfugt og óttast það að vísu ekki vegna þess að ICESAVE samningurinn brýtur gegn lögum.  Hvort sem forsetinn segði já eða þjóðin.  

Elle_, 18.2.2011 kl. 22:07

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Elle E., 18.2.2011 kl. 22:07

Um almannaróm, þá fer það sjálfsagt eftir því, hverja þú umgengst.

Varðandi fjárkúgun, þá er það auðvitað svo. Á hinn bóginn, fer skynsemi þess hvort ber samt að semja, eftir því hvað fjárkúgarinn getur gert þér - annars vegar - og - hins vegar - eftir vilja viðkomandi til að beita þannig úrræðum; og að auki eftir því hvað er í húfi fyrir þig sjálfan.

Hvort maður lætur undan fjárkúgun eða ekki, er meira reikningsdæmi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.2.2011 kl. 22:23

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þú spyrð:

Hvað gerist ef forsetinn segir "Nei".

Nú, þá fær almenningur að kjósa um  málið og segja afdráttarlaust álit sitt, ég hef engar  áhyggjur um hvað síðan taki við, málaferli, nei, held  ekki, það setur marga bank í evrópu á hausinn!!!

Guðmundur Júlíusson, 18.2.2011 kl. 22:24

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Júlíusson, 18.2.2011 kl. 22:24

Auðvitað rétt að þá fær þjóðin að kjósa. Á hinn bóginn er eina útkoman af því sem felur í sér aðra útkomu en nú blasir við - "Nei".

Á hinn bóginn verður spennand að fylgjast með, hvort málaferli þá hefjast. Það auðvitað getur verið, að tregða sé til þess að rugga sýn almennings í Evrópu á innistæðu tryggingakerfið.

En, á hinn bóginn, er allherjar trygging ríkissjóða víða enn í gildi í Evrópu. Það ætti að draga úr ótta almennings. Hið minnsta eitthvað.

Svo ég myndi ekki alveg þora að taka svo sterkt til orða, að málaferli séu yfirmáta ólíkleg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.2.2011 kl. 22:35

6 Smámynd: Elle_

Einar, hvort maður lætur undan fjárkúgun eða ekki getur ekki verið reikningsdæmi undir neinum kringumstæðum.  Kúgun snýst ekki um reikningsdæmi, kúgun snýst um ofbeldi og það verður vissulega ekki liðið. 

Og ég segi eins og Guðmundur, óttast ekki að handrukkararnir sæki okkur fyrir dómi, óttast það ekki neitt.  Fyrir hvað?  Undir hvaða lögum?  Það hafa þeir ekki enn gert vegna þess að þeir hafa EKKERT. 

Elle_, 18.2.2011 kl. 22:37

7 Smámynd: Elle_

Og eitt enn: Hefur alþingi, forsetinn eða hluti þjóðarinnar leyfi til að pína lögleysu yfir hinn hlutann? 

Elle_, 18.2.2011 kl. 22:40

8 Smámynd: Magnús Ágústsson

Gereining thin 'a

Græðum við á því að fresta málinu?

 er i alla stadi mog god

takk 

Magnús Ágústsson, 19.2.2011 kl. 00:17

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Magnús, ertu til í að þýða þetta sem þú sagðir hér að ofan, yfir á íslensku ??

Guðmundur Júlíusson, 19.2.2011 kl. 02:42

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1007206/

æ) Tekin af allur vafi að bankageirinn er ekki forréttindageiri umfram aðra geira hvað varðar ríkisábyrgð: ábyrgð annarra geira eða almennings. 

íhuga að [þar eð] þessi tilskipun getur ekki haft þá afleiðingu að varpa[binda] ábyrgð  á Meðlima-Ríkin eða þeirra hæfu yfirvöld hvað varðar innlánaranna, frá þeirri stundu sem þau hafa passað upp á innleiðingu eða opinbera viðurkenningu eins eða nokkra kerfa sem tryggja innlánin eða lánastofnanirnar sjálfar og sem gera bótagreiðslu örugga eða vernd innlánaranna í aðstæðunum skilgreindum með þessari tilskipun;

Þetta er bein þýðing úr Frönsku setningafræðilega og málfræðilega og hvert orð samsvarar löggiltum skilgreiningum orða franskra tungu: þeir hafa löggilt sinn orðaforða í um 200 ár. Þess vegna er ekki hægt að rífast við franska dómara um skilning á tilskipun.

Þetta virðist ekki neitt og er ekkert efa mál. Hinsvegar neyðast Englendingar til að byggja upp texta með : Whereas......if..... til að mynda sama skilning.

Aðstæðurnar eru svo nauðsynlegt að kynna sér  og alla Tilskipunina til að skilja  forsenduna í samhengi og ákvæði sem fylgja svo í framhaldi.

Þessi forsenda er sett fram í ríki þar sem verið er að innleiða séreignarvæðingu.  Því einn banki getur ekki boðið upp á ríkis ábyrgð ef hinir gera það ekki, því gæti hinn sami boðið lægri raunvexti sem telst skekkja jafna möguleika í keppni  á sama séreignarmarkaði t.d. efnahagslögsögu UK.    [competion against not with] Þarna er verið tala um virkan markað þar sem keppst erum að aukaveltu með að bjóða fram lægri raunvexti. Engin samkeppni um að hámarka gróðann á neytendum eins og tíðkast hér og er verndað af Hæstarétti frumskógarins. 

Íslend á að hætta að semja við Breta. Bretar eiga þá næst leik , og geta þá sótt meinta kröfu á réttum forendum gegn almenningi Íslands fyrir Dómstól. EU dómstóll væri bestur, þar væri engin UK Dómari og hinir allir læsir.

Hér tala margir misvitrir alþingismenn um áhættu af lánum, góða vexti, og lánshæfi á alþjóðamörkuðum, mest af þessu er algjör steypa og þeim til mikillar háðungar. 

Besta dæmið er að enginn talar um 2.flokks veðlánasöfn. Það er subprime og lánshæfi og góð vexti í samhengi. Mest er af þessum fíflum í Samfó. Sumit eru það greindir þegja frekar.

Hér er sönnum fyrir því: allt um lánshæfi og áhættuna sem fylgir subprime  og vera að semja um falska Icesave kröfu í fölskum farvegi.

http://www.moodys.com/researchdocumentcontentpage.aspx?docid=PBC_79004

Þetta ættu nú Íslendingar með fjögur ár í betri Háskóla að geta skilið á 4 tímum.  Greindir útlendingar skilja þetta hinsvegar samtímis.

Árni Jonsen segir líka að hætta semja um aukaatriði fyrst þegar vitað að ekki verið samið um aðalatriðin. Valgerður Bjarndóttir sá ekki framtíðina 3 mánuðum fyrir samþykki Íra, hún hefur ekki bent á að orðið acricultur [landbúnaður] næri yfir orðið  [sjávarútveg] í öllum lögum EU, nema annað sé tekið fram.

Þá væri engin þarna í Brussel að eyða lífeyri launþega, og framtíðar tekjum unga fólksins.        

http://kjosum.is/   Kjósum gegn siðspillingu og sjálfteknu umboði 30 ár fram í tíman. Nóg er að greiða tossum oflífeyrir eftir að formlegri setu er hætt. 

Júlíus Björnsson, 19.2.2011 kl. 03:55

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

þegar vitað er að ekki verður samið um aðalatriðin.

Júlíus Björnsson, 19.2.2011 kl. 03:56

12 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Langar til að nefna atriði sem kann að hafa komið fram áður í þessu máli, en ég heyrði nefnt nýlega. Það er afstaða Breta og Hollendinga til þess að leggja ágreining þjóðanna fyrir dómstóla.

Í því dæmi væru tvær niðurstöður mögulegar fyrir þá og báðar vondar. Ef þeir tapa málinu, þá er það gott fyrir Ísland og hinar erlendu þjóðir missa spón úr aski sínum. 

Verði það hins vegar úrskurður dómstólsins að ríkissjóðir beri ábyrgð til þrautavara á skuldbindingum innlánsstofnana, t.d. Ísland beri ábyrgð á Icesave, þá eru miklu fleiri en fædd og ófædd íslensk börn í djúpum skít.

Það hafa nefnilega fleiri bankar farið á hliðina en hjá okkur, þó tekizt hafi að bjarga sumum í horn með því að stöðva áhlaup og setja hryðjuverkalög.

Flosi Kristjánsson, 19.2.2011 kl. 11:11

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Elle E., 18.2.2011 kl. 22:37,  Elle E., 18.2.2011 kl. 22:40

"Hefur alþingi, forsetinn eða hluti þjóðarinnar leyfi til að pína lögleysu yfir hinn hlutann?"

Skv. Ísl. stjórnskipan, hafa þeir aðilar rétt til að taka hvaða ákvörðun sem vera skal. En, raunverulega takmarkast þeirra réttur af vilja þjóðarinnar.

"Kúgun snýst ekki um reikningsdæmi, kúgun snýst um ofbeldi og það verður vissulega ekki liðið."

Í gamla daga hefðu Bretar einfaldlega sett lið á land hér.

Í dag - á hinn bóginn - þá höfum við margvíslega hagsmuni af góðum samskiptum við Bretland. Þ.e. eiginlega á þeim grundvelli sem má rökstyðja að okkar hagur geti verið að borga þeim eitthvað - þegar fyrir liggur hvaða upphæð er eftir miðað við þeirra kröfu eftir að sala eigna hefur farið fram.

Ég er einfaldlega að verðleggja góð samskipti við Breta í framtíðinni, sem einhverra tuga milljarða króna virði. 

Þ.e. ef útlit er fyrir er sá tímapunktur er kominn, að þær greiðslur íþyngja okkur ekki svo að gjaldþrotshætta skapast.

----------------

En Bretland, ásamt Noregi og jafnvel Svíþjóð og Danm. + Bandaríkin og Kanada. Eru mjög eðlileg bandalagsríki okkar.

Útlit er fyrir að Þýskaland og Frakkland, séu að neyða nokkurs konnar leppríkisfyrirkomulag upp á restina af aðildarríkjum Evrusvæðis. Þá á ég við, neyða þau til að skrifa upp á fyrirkomulag, sem minnkar verulega þeirra sjálfsforræði, fyrirkomulag sem yrði undir stjórn Frakka og Þjóðverja.

Klárt er að Bretar ætla sér að standa utan við þetta. Danir sennilega sáu þetta fyrir, og þess vegna gengu ekki í Evru. Svíar sennilega einnig.

Mér sýnist ljóst að spenna í heiminum muni óhjákvæmilega aukast.

Þess vegna sé nokkurs virði fyrir okkur, að viðhalda traustum samskiptum við þennan hóp ríkja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.2.2011 kl. 11:28

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Flosi Kristjánsson, 19.2.2011 kl. 11:11

Alveg hárrétt hjá þér. Það er einmitt vandi bankakerfa Evrópu, sem knýr kjarnaríki Evrusvæðis, til að neyða svokallaða björgunarpakka upp á lönd sem komast í vanda. En, ennþá hafa bankakerfin ekki verið endurfjármögnuð nema að litlu leiti. Ríkissjóðirnir ætlast til þess, að þau sjái um það sjálf. Það getur hugsanlega virkað, en tekur verulegann tíma.

Þá er mjög góð spurning, hvort þetta fyrirkomulag, að neyða upp á Írland o.flr. lönd lán sem þau aldrei munu geta borgað, kaupir nægann tíma fyrir bankakerfi kjarnaríkja Evrusvæðis, til þess að þeim takist sjálfum að endurfjármagna sig.

--------------

Hættan er einfaldlega að kjarnaríkin lendi í því, eins og Írland, að taka á sig mjög mikla skuldaaukningu - eða, að þau fari okkar leið.

En, í báðum tilvikum þá versna til muna horfur í efnahagsmálum kjarnaríkja Evrusvæðis.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.2.2011 kl. 11:34

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Júlíus Björnsson, 19.2.2011 kl. 03:55

Sjaldan eða aldrei hefur máltækið átt betur við "að sjá ekki skóginn fyrir trjánum".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.2.2011 kl. 11:36

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Flosi Kristjánsson, 19.2.2011 kl. 11:11

Hætta er sem sagt á mjög alvarlegri skulda- og efnahagskreppu í Evrópu, í kjölfar þess að ríkin neyðast til að endurfjármagna bankana.

En, dómur í þá átt, að ríkin beri ábyrgð á innistæðum, getur ekki annað en aukið líkur þess að þau telji sig knúin til að endurfjármagna þá í stað þess að fara okkar leið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.2.2011 kl. 11:40

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef þessi ágreiningur er skilningur á tilskipun 94, þá er málið fyrirfram tapað fyrir UK.

Ísland er nú þegar í miklum djúpum skít til langframa vegna óhagstæðs viðskiptajafnaðar við UK, sem jafngildir um 30% til 50% lækkun á útflutningsverðmætum Íslands.  Fall krónunnar hefur lækkað rauntekjur á hvern Íslending um 40%.  Það er 40% fleiri fiskar í hverju pundi.

Ef UK geti fundið upp á einhverju öðru ágreinings atriði þá tapa báðir aðilar á málinu til skamms tíma.

Allir eiga sér málsbætur. Rökin með og rökin á móti leiða til niðurtöðu Dómstóls í samræmi.

Klókast væri ef UK sækir einhverja kröfu, að  fara fram á vörn við fyrir EU dómstól undir opnum dyrum.

EU [ESB] breytir ekki lögum um allsherjar séreignarvæðingu á fjármálgeirum Meðlima-Ríkjanna. Þetta er hluti af nýjum  skattstofni Meðlima Ríkjanna. Grundvöllur Þjóðar Seðlabankakerfisins undir Evrópska Seðlabankanum. Aðal Miðstýringar efnahagsstjórnar tæki Kommissionarinnnar í Brussel.    

London Alþjóðleg fjármálmiðstöð sem tryggir tilvist UK, myndi síðust af öllum skerða keppnisfrelsið í EU. 

Þegar hrunið varð þá var Ísland heppið að hér voru engir erlendir bankar.

Vegna þess að það er í samræmi við lög og reglur að inn á sama keppnisvelli, megi ríkið gera nánast hvað sem er sem mismunar ekki keppendum eftir Meðlima-Ríki, það getur því borið á  byrgð á öllum bönkum í einu ef þeir hrynja allir, þetta getur varla gerst utan Íslands.

Tvíhliða bókhald er sjálfsagi og rökrétt hugsun.  

EU stofnakerfið og dómstólar þar með taldir er ekki alveg eins vanþroskað og Íslendingar eru vanir til dæmis í Þroskaðri ríkjum efnahagslega eru stundaðar rökræður hjá toppunum: yfirstéttin.

Það þetta er ekki gert hér segir allt um vanþroskann.

Eins Dauði er annars Brauð. Sókn var best besta vörnin gegn hryðjuverka árás.  

Núna þarf Ísland að minnka útflutning til EU til Ríkja sem get boðið mikið betur. Losna við EU og EFTA kostnað.  SamFo er alls hrifin af þessari staðreynd og er það skiljanlegt.

Júlíus Björnsson, 19.2.2011 kl. 12:23

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. auðvitað rétt, að dreifa meir okkar útflutningi.

Samfó, vildi helst að hann færi allur til ESB.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.2.2011 kl. 14:07

20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hólmsteinn - varðandi ábendingu þína. Þá er það þannig, að viðbögð hérlendis hafa vakið athygli. Marga langar til, að fylgja okkar fordæmi og setja mál í þjóðaratkvæði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.2.2011 kl. 14:09

21 Smámynd: Júlíus Björnsson

Marga langar til, að fylgja okkar fordæmi og setja mál í þjóðaratkvæði.

Þetta skiptir miklu máli fyrir vinnuafl alls mannkyns að mínu. Sérílagi að í framhaldi verði tekið verði á þessu af EU dómstólum, til að fyrirbyggja svona stjórnsýslu baktjaldamakk hagsmuna aðila í framtíðinni. Hér stefndi allt í hrun um 1998, vegna þess að subPrime grunnur 100% gengur ekki upp þótt hann sé ranglega metinn Prime, vegna græðgi og fávisku, skammsýni og þröngsýni.

http://www.moodys.com/researchdocumentcontentpage.aspx?docid=PBC_79004

Júlíus Björnsson, 19.2.2011 kl. 14:34

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Írar eru ágætir. Hinsvegar er Indland dæmi um skuldaþrælakerfi sem leið aldrei undir lok. Það er ekki langt síðan í sögunni að allir voru í reikning hjá einokunarkaup manni sem borgði það nægið til að skrimmta.

Málið er að því fleiri sem eru sjálfbærir og því smæri sem sjálfstjórnar einingar eru því meir lífshamingja og velferð. Í Risa samfélögum verður einstaklingurinn einskis virði.

Þetta eru staðreyndir sem sumir vilja aldrei viðurkenna, það er liðið með sníkjugenin.

Júlíus Björnsson, 19.2.2011 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband