15.2.2011 | 00:29
Hver er staða Landsbanka? Hver borgar þá 53 ma. sem sagt er að vanti?
Þetta er farið að líkjast spennuleikriti. En, skv. fréttum MBL t.d þessari (Landsbankinn sendir skilanefndinni svar í dag eða á morgun).
Í dag var fundað um stöðu NBI í Viðskiptanefnd Alþingis, og í frétt Rúv var eftirfarandi haft eftir Eygló Harðardóttur:
Staða nýja Landsbankans er tvísýn :Eygló Harðardóttir...segir að...ekki sé vitað um verðmæti eignasafnsins. Talið hafi verið að stór hluti þess hefði verið í erlendri mynt og því hafi endurfjármögnun Landsbankans meðal annars verið í formi erlends skuldabréfs milli Nýja og Gamla Landsbankans. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir óvissu um lögmæti gengistryggðra lána. Eygló segir fulltrúa nýja og gamla Landsbankans hafa staðfest að sá nýi þurfi endurfjármögnun til að geta staðið skil á skuldabréfinu. Þetta gæti haft áhrif á endurheimtur vegna Icesave. Hún segir að það þurfi viðbótarfé sem verði að koma frá ríkinu því ríkið sé aðaleigandi Landsbankans."
Svar NBI við þeirri frétt er síðan eftirfarandi:
Fullyrðingar Eyglóar rangar : "Í yfirlýsingunni segir að samkvæmt nýjasta uppgjöri bankans hafi eiginfjárstaða hans verið 17,3% í lok september á síðasta ári og að hún hafi styrkst frá þeim tíma.Lausafjárhlutfall bankans sé gríðarlega hátt og gjaldeyristengdar eignir og skuldir í góðu jafnvægi. Ekkert bendi því til þess að Landsbankinn muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum við gamla bankann. Verði niðurstaðan sú að bankinn geti ekki sjálfur fjármagnað allar greiðslur í gjaldeyri, muni hann einfaldlega kaupa gjaldeyri á markaði smátt og smátt."
Vandinn er tengdur gengistryggðum lánum:
Mistökin liggja í því, að svokölluð gengistryggð lán voru áfram skilgreind sem erlend gjaldeyrislán, við stofnun NBI í kjölfar yfirfærslu lánapakka þangað úr þrotabúi Landsbanka Íslands hf.
En sem hluti samkomulags tengt yfirfærslunni, var að NBI myndi stofna til skuldabréfs í erlendum gjaldmiðli að verðmæti 260ma.kr. miðað við gengi krónu þess tíma, og sjá um að greiða af því til þrotabús Landsbanka Íslands hf.
Eins og allir vita í dag, þá voru gengistryggð lán einfaldlega krónulán sem verðtryggð voru með mynnkörfu. Þetta bannaði Hæstiréttur í frægum dómi.
Þá breyttist ofangreint reikningsdæmi á einni nóttu. Því, miðað við það að gengistryggð lán væru gjaldeyrislán, þá var dæmið reiknað þannig að NBI hefði nægar gjaldeyristekjur, til að greiða af 260 ma.kr. gjaldeyrisláninu.
En, þegar þau lán voru dæmd innlend krónulán, af Hæstarétti. Þá raskaðist það reikningsdæmi all hressilega. Vitað er, hvað sem líður neitunum bankastj. NBI, að síðan þá hefur hallað á bankann varðandi gjaldeyriseign.
- Ríkisstj. var á sínum tíma, margvöruð við gengistryggðu lánunum.
- En, enginn virtist hlusta á það innan Iðnaðar og Viðskiptaráðuneytis né innan Fjármálaráðuneytis.
- Framsóknarflokkurinn, sem dæmi, í yfirlísingu fyrir síðustu Alþingiskosningar, óskaði eftir því að bankarnir yrðu endurreistir án gengistryggðra lána.
- Betur hefði farið ef þannig hefðu þeir verið endurreistir.
- Frægt er frá því umræðunni í sumar, að fyrir Gylfa Magnússyni þáverandi ráðuneyti viðskipta og efnahagsráðherra, lágu a.m.k. 3. lögfræðiálit þ.s. löggildi gengistryggðra lána var dregið í efa.
- Það áður en samningar um um yfirfærslu lána í NBI voru kláraðir.
Ef farin verður leið sú sem bankastj. NBI talar um?:
Sú lausn er í reynd með þeim hætti, að skuldarar NBI borgi þ.s. upp á vantar - ef þ.e. rétt að upp á vanti 53 ma.
En, þ.e. þá gert þannig, að NBI kaupir af Seðlabanka gjaldeyri fyrir krónutekjur.
Það vill þá svo skemmtilega til, að þá er búið í reynd pent hækka kostnaðinn við Icesave um þessa litlu 53 ma.
En, þeir peningar eiga að renna inn í þrotabú Landsbanka Íslands hf, og koma þar til skipta. Ef þeir peningar berast ekki þangað inn, þá minnkar þ.s. verður til skipanna um akkúrat þessa 53 ma.
Nú, ég sé ekki mun á að almenningur borgi brúsann í gegnum það að borga af lánum til NBI og að ríkið myndi taka þennan halla af NBI og við værum að borga akkúrat sömu upphæð í gegnum skatta.
Hægri vs. vinstri vasinn. Upphæðin sem almenningur borgi, verði þá ekki 44 ma.kr. - ef við segjum að það sé hin rétta upphæð - heldur hækki hún í 97 ma.kr.
Þá er eftir að taka tillit til annarrar óvissu vegna Icesave - sbr. umsögn GAMMA:
Umsögn Gam Management (GAMMA) um Icesave!
....................................2% gengis-......1% gengis-..................-1% veiking...-2%
........................................hækkun........hækkun....Óbreytt........gengis..........gengis
........................................per ársfj.......per ársfj......gengi.........per ársfj........per ársfj.
Aukinn forgangur...................-26.............-30...........-35............-42...............-51
Endurheimtur standast...........-44.............-55...........-67............-83..............-155
Seinkun um 9 mán.................-56.............-65...........-80...........-102.............-212
10% lakari heimtur................ -93...........-115..........-145..........-182.............-233
- Þá bætum við þessum litlu 53 ma. við allar upphæðir!
Niðurstaða
Nú þegar ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum, virðist liggja mikið niðri fyrir, að koma Icesave í gegnum Alþingi með hraði. Virðist liggja þegar fyrir allnokkur kostnaðarhækkun almennings.
Hvað fleira kemur í ljós seinna - ef ofangreindum aðilum tekst ætlunarverk sitt, að koma Icesave í gegn og þessum kostnaði á þjóðina?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef áhættan á þessum lánum tengist vaxandi samdrætti í EU fram til 2041 þá geymtum við gleymt þessu strax. Þá vax áhættan sennilega veldisvíslega þannig að heimtur eru bestar fyrst.
Maður á aldrei að skrifa undir óútfylltan víxill. Skiptir engu máli ef UK mettur áhættuna of mikla.
Júlíus Björnsson, 15.2.2011 kl. 11:22
Hmm, þrotabúið mun selja sínar eignir hvað sem gerist í Icesave deilunni.
Mér fannst allltaf besta tillagan þessi: Lee Bucheit, 12.8.2009
Eignirnar seldar en úrlausn deilunnar söltur þangað til, allt hefur verið selt og fyrir liggur hvað fékkst fyrir eignirnar.
Þá má einnig vera, að óvissu um okkar efnahagsframvindu sé einnig lokið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.2.2011 kl. 15:21
Á þeim forsendum að UK hafi ekki verið ljóst til hvers útibúin voru stofnuð 2005. Hér heima fyrir stofnun voru bankarnir í greiðslu erfiðleikum við erlenda lánadrottna sér í lagi Breska og Hollenska. Þá þurfa menn í UK að taka upp tilskipun EU 94.
Júlíus Björnsson, 15.2.2011 kl. 15:33
Sástu annars þessa könnun. Frétt um hana var á Eyjunni í morgun. En einhverra hluta vegna, er hún þar uppi ekki lengur. En, niðurstöðurnar eru sannarlega áhugaverðar:
http://landinn.is/ts_hi_is/ts/skrar/0Þjóðmálastofnun%20Fréttabréf%20nr.2%202011%20-%20Fjárhagsþrengingar-endanlegt.pdf
-------------
Mér sýnist ljóst, að auka þarf kröfur innan Evrusvæðis. En, það var sennilega of langt gengið, að láta einfaldlega heimild hvers ríkis fyrir sig heima fyrir um starfsemi, gilda alls staðar.
Hið minnsta kosti, þarf stofnun útibús að vera tikinningaskildur, og frestur gefinn svo að ríki hafi val til að banna stofnun útibús eða setja sérstök skilyrði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.2.2011 kl. 15:46
http://www.thjodmalastofnun.hi.is/
Fjárhagsþrengingar heimilanna í kreppunni - Ísland og Evrópuríkin samanborin, eftir Stefán Ólafsson
Virðist sem að virkja þurfi hlekk á plaggið á aðalsíðu Þjóðmálastofnunar!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.2.2011 kl. 18:14
Ég vil gera athugasemd, þessi 22 lönd til samburðar búa við allt önnur grunn skilyrði en Íslendingar. Þau staðgreiða alla neyslu á viðmiðunartímanum flest þeirra. Hér munum við sjá þegar 40% skerðing á rástöfunartekjum fer að segja til sína að hlutfallslegir erfiðleikar Íslenskra heimila verð miklu meiri.
Ó kosturinn við allra þessar Niðurgreiðslur hér [kallað félagslegur stuðningur: má líka segja styrkur við illarekin rekstrafyrirtæki ] er að samanburður er all mikið verri. Einnig var annar forsendu grunn hér fyrir hundrað árum en en í Dag. Þá var almennur sjálfþurftar búskapur og vöruviðskipti og greiðar mikið algengari. Þá var sagt að örfáir Íslenskir embættismenn hefðu haft 40 sinnum fleiri krónur á mánuði en almúginn. Þetta þótt hryllingur þegar ég var í menntó þverpólitískt. Hinsvegar voru þessir embættismenn flestir í byggðum húsum að öðrum sem þeir þurft að greiða, Venjulegir Íslendinga byggð sína og blæi sjálfir með berum höndum.
Raunhæfar að bera saman tekjur sem fólk getur sparað í dag. Þá er örugglega mikið meiri hryllingur á sparnaðar mun en fyrir 100 árum.
EU leysti upp sjálfþurftar kerfið í Portúgal, og nú er þeir í djúpum skít.
Sumar þjóðir kvartar alltaf af því að þykir eðlilegt og ýkja frekar en hitt að láta vorkenna sér. Hinsvegar er það talið til skammar í hjá öðrum þjóðum.
Þess er best að bera saman breytingar á ráðstöfunartekjum á þegn í dollurum milli ríka.
Og hlutfall 10% tekjuhæstu fyrir ofan meðaltal og hlutfalla 10% tekjulægstu fyrir neðan meðaltal. Tekjur eftir vexti af langtíma lánum og skatta og heildar húsnæðiskostnaðar: hinar raunverulegu neyslutekjur.
Þetta er vandalega falið hér.
Júlíus Björnsson, 15.2.2011 kl. 19:10
Hmm, já það getur verið rétt að tölurnar séu villandi. Reyndar sýnist mér áhugaverðast ef til vill síðasta taflan, er sýnir að 60% barnaheimila telja sig eiga erfitt með að ná endum saman.
Síðan má ekki gleyma að 50þ. manns hafa tekið út einkalífeyrisparnað. Sem býr til viðbótar skekkju, ofan á frystingar lána, tímabundna lækkun greiðslubyrði o.s.frv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.2.2011 kl. 19:44
Vandamála skýrsla starfsmanna AGS 2005: eru rökin Íslendinga og upplýsingar frá þeim og rökin á móti aðlaga gefin með samburði við lönd sem eðlilegt er að bera saman. Norðurlönd hliðstæði, meiri háttar Þýskaland og Frakkland. Svo líka USA þegar vísað eru í subprime lánakerfið, með athugasemd sem fer litið fyrir neðan-máls. Ég skildi nú hvað þeir voru að tala um fyrst.
þetta var undirbúningur fyrir leynilegar viðræður Borðs AGS og Íslands.
Hinsvegar er alveg ljóst að hér hefur Seðlabakinn alltaf haft upplýsingar um greiðsluerfiðleika, fyrirtöku eldri vanskila lána, yfirdráttartekjur og vanskila tekur.
Það kemur greinlega fram að í veð-bólgu Góðæri Bónusa og vildarvinna arðgreiðslna, vaxtaskatt uppgripa í Ríkisjóðs og ofurlífeyrisjóðabindinga var 60 % Íslenskra almennra neytenda óvirkur til að halda upp eðli keppni og velferðakerfi til langframa í takt við samburðalöndin ef þessi subprime lánagrunn yrði ekki fjarlægður. Okur vextir langtíma veðskulda. Gróði erlendis kemur af skammtíma skuldum, sem byggja á langtímagrunni prime veðskulda.
Nú var ekkert gert og AGS var sannspár og varlega átætlað má hækka þessi 60% í 80% til 90% í dag.
Tíma Samþættingar meðmæla Seðlabankakerfis EU er lokið. Stór EU bankarnir hafa tryggt sín um ríkjum allar áhættu fjárfestingarnar sem reynast arðbærar til lengdar. Flest Alvöru ríki get reitt sig hollustu sinna fjármálgeira sem í raun fjármálaher og vinnur saman erlendis undir eftirlit leyniþjónustu og fjármálayfirlits: til að tryggja hollustuna.
Þegar Íslendingar kvarta þá er útlitið mjög slæmt.
Lífeyrissjóðirnir hér geta ekki tekið 40% minni tekjur á hverju ári í framtíðinni.
Júlíus Björnsson, 15.2.2011 kl. 20:16
Samt gengur ekki að raunávöxtun sjóðanna verið yfir langtíma meðal hagvexti. Ég hef heyrt röksemdafærslu þess efnis, að rétt sé að lækka ávöxtun þeirra úr 3,5 í 1,5 eða 2% - raunávöxtun. Þannig sé unnt að lækka vexti hérlendis. Þá geti sjóðirnir einnig fjárfest í öruggari pappírum t.d. þýskum ríkisskuldabréfum. Minnkað áhættu af fjárfestingum. En, stærð lífeyrissjóða kerfisins, getur ekki verið meiri en stærð hagkerfisins, nema að ávöxtun fari að verulegu leiti fram erlendis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.2.2011 kl. 23:05
Hvert er raunvirði þýskra ríkiskuldabréfa?
Þega ég var að skoða raunvextir af fasteignlánum í Danmörku, þá var lífeyrissjóður Danskra lækna lægstur með 1,0%. búinn að tryggja gagnvart EU, 18 búseta og missir réttinda ef farið er úr Danmörku. Danski Læknirinn á skuldlaus fasteign og heldur sömu ráðstöfunartekjum [það gæti þýtt 30 % lægri launtekjur við töku lífeyris]. 100 % öryggi.
Þannig var þetta hér líka Lífeyrisjóðtekjur lægri en föst laun hjá ríkinu.
Ávöxtun er í ASÍU. Samvæmt CÍA. Örugg raunvaxta krafa í hundrað ár er að max 1,0%. Er haft eftir Friedmann.
Ég tel að Íslenska kenning um almenna raunvaxtaávöxtun hafi afsannast í hruninu, hér eru lækkuð iðgjöld á hverju ári. Gaman væri að vita hver raunávöxtun verður frá 1990 til 2020. Lengri tímabil gefa betra mat á greind þeirra sem ætla græða formúgur á braski. Almanna sjóðir geta það ekki. Sérstakir sjóðir sem geta valið sjóðfélaga geta a sýnt mest. Þeir velja heilsulausa og efnaða.
Júlíus Björnsson, 16.2.2011 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning