12.2.2011 | 02:06
Hver er hinn raunverulegi kostnaður við Icesave?
Þetta er álitið umhugsunarefni vegna þess, að nú stendur til að knýja í gegn á næstunni, lög frá Alþingi þ.s. fjármálaráðherra væri veitt heimild Alþingis til að staðfesta þá samninga sem gerðir voru við Breta og Hollendinga, 8. des sl.
- Raunkostnaður er auðvitað lykilatriði, en muna verður að skuldastaða Íslands er alvarleg.
- Ísland má því ílla við því að taka á sig frekari skuldbindingar.
- Einfaldlega vegna þess, að viðbótargreiðslu-geta, ef þá einhver, er þá mjög takmörkuð.
Umsögn InDefence um Icesave
Nefndarálit - meirihluti
Nefndarálit - 1. minnihluti
Skoðun Ólafs Margeirssonar hagfræðings, hvað gerist ef Icesave er samþykkt!
Umsögn Gam Management (GAMMA) um Icesave!
Skuldabréf Nýja Landsb. til gamla, skili 266 ma.kr. endurheimtum í þrotabú 2014. Upphaflegt virði 260 ma.kr. - afborganalaust fyrsu 5 árin.
Nýi Landsbankinn hefur skuldbundið sig, að gefa út skuldabréf eigi síðar en 15. apríl nk., upphæð 92ma.kr. - áætlaðar endurheimtur skv. skilanefnd 17 ma.kr. 2016.
Við lok 2010 var skilanefnd með 346 ma.kr. í reiðufé, og ráðgerir að 94 ma.kr. bætist við þetta ár. Við skipti kemur 51% í hlut TIF eða 176 ma.kr 1. júlí nk. og 48 ma.kr. 30. des nk. Höfuðstóll skuldar um 400 ma.kr. við árslok 2011 skv. áætlun skilanefndar.
Ef tafir verða á greiðslum úr þrotabúi, þarf ríkið að greiða vexti af öllum höfuðstólnum eða 20ma.kr. á ári miða við 650 ma.kr eða 12 ma.kr. miðað við 400 ma.kr.
Takið eftir að ríkisstj. og Seðlabanki Ísl. miða upphæð sem eftir standi 44ma.kr. við það að gengi krónu hækki umtalsvert á þessu ári eins og því síðasta.
GAMMA miðar allar upphæðir við að það lausafé lækki skuld, svo upphæðir eru þá kostnaður sá er þá eftir stendur, miðað við breytingar á forsendum!
....................................2% gengis-......1% gengis-..................-1% veiking...-2%
........................................hækkun........hækkun....Óbreytt........gengis..........gengis
........................................per ársfj.......per ársfj......gengi.........per ársfj........per ársfj.
Aukinn forgangur...................-26.............-30...........-35............-42...............-51
Endurheimtur standast...........-44.............-55...........-67............-83..............-155
Seinkun um 9 mán.................-56.............-65...........-80...........-102.............-212
10% lakari heimtur................ -93...........-115..........-145..........-182.............-233
- Ég nota umsögn GAMMA því hún virðist feykilega vandað og vel unnið plagg!
- Umsögn InDefence er einnig góð!
- Ég er þeirrar skoðunar að fjarskalega ólíklegt sé að vafamálum, um það hverjum bera að fá aðgang að þrotabúinu, verði lokið á þessu ári.
- Svo ég geri ráð fyrir frestun sölu eigna um 9 mánuði.
- En, lausafé Skilanefndar getur samt gengið upp í skuld!
Eins og sést, miðað við þá forsendu, þá hækkar skuld mjög hratt ef gengi krónu sveiflast í hina áttina - einnig.
Það er klárt af því, að alls ekki má afnema gjaldeyrishöftin - því fullkomlega er öruggt að krónan mun þá falla til mikilla muna meir, en einungis 2%.
Ég hvet ykkur til að lesa umsögn Seðlabanka, en hún er hluti af nefndaráliti meirihluta. En sú umsögn er ein af verri steypum sem ég hef lesið. Ég virkilega meina, hvað gekk mönnunum til að rita þann þvætting?
Skoðið sérstaklega hvað þeir skrifa um losun gjaldeyrishafta og umræðu þeirra um líkur á frekari lækkun krónu. En, þar er hvergi minnst einu orði á skuldastöðu landsins, almennings eða fyrirtækja. Þó, er það allt lykilbreytur - í því samhengi hvaða hegðun gengi krónu er líklegt til að auðsýna.
Ef mennirnir virkilega trúa því sem þeir skrifuðu, þá þarf að reka þá á stundinni.
Er þetta heildarkostnaður? Hvað um skuldabréf Landsbanka?
- 260 ma.kr. skuld NBI við þrotabú Landsbanka Ísl. hf. sem áætlað er að skili 266ma.kr. í þrotabúið. Væntanlega fær TIF 51% af því eða 136ma.kr.
- Skuld NBI við þrotabú Landsbanka Ísl. hf, 92 ma.kr. - skilar 17 ma.kr. 2016 skv. Skilanefnd. 51% af því er 8,67 ma.kr.
Uppfært: Flæði gjaldeyris ekki nægt til að Landsbanki geti staðið við skuldbindingar :"Að sögn Morgunblaðsins er greiðsluflæði gjaldeyris inn í Landsbanka hinn nýja ekki nægilegt til að greiða af skuldabréfinu en það bréf gaf Landsbankinn út í tengslum við uppgjör bankanna á milli." - "Landsbanki Íslands hefur sent frá sér tilkynningu...Lausafjárstaða Landsbankans er einnig mjög sterk, hlutfall hennar er um 46% af innlánum sem er mjög hátt og því ætti Landsbankinn að geta keypt erlendan gjaldeyri á næstu árum til að mæta skuldbindingum sínum, gerist þess þörf."
- Frétt MBL í gær þess efnis, að gjaldeyrisflæði inn á reikninga NBI væri ekki nóg fyrir greiðslum af 260 ma.kr. skuldabréfinu, vakti athygli.
- Ég lít á svar NBI sem staðfestingu þess að þetta sé rétt ábending.
- NBI ætli sér með öðrum orðum, að kaupa gjaldeyri fyrir mismuninum!
Það sem þetta þíðir, hafandi í huga að tekjur NBI í krónum eru greiðslur af lánum frá fyrirtækjum og almenningi, þá er ljóst að greiðslubyrðin af láninu liggur í reynd á hagkerfinu okkar.
Þannig, hafandi í huga að ríkið á NBI og að það ber endanlega ábyrð á skuldum NBI fyrir bragðið, þá hefur ríkið mjög mikla hagsmuni af því að tryggja aðgang NBI að gjaldeyri úr hyrslum Seðlabanka.
Að auki bætist við skuld NBI sem hann verður að undirgangast við þrotabúið á þessu ári upp á 91 ma.kr. eða samtals með hinu láninu upp á 352 ma.kr.
- Landsframleiðsla 2010 skv. AGS var um 1.550 ma.kr.
- 352 ma.kr. / 1.550 ma.kr. = 22,7%
- Ef ríkið skuldar 90% í dag, þá myndi skuld þess hækka í 112% ef þessi lán féllu á ríkið.
- Þetta tekur ekki tillit til hækkunar skuldar ríkisins af þjóðarframleiðslu vegna Icesave.
- Punkturinn er, að þ.s. þessi lán eiga að verða hluti af eign Landsbanka Íslands hf sem kemur til skipta -
- þá sé rétt að hækka skuld landsmanna vegna Icesave upp um 352 ma.kr. Og það í hverju tilviki að ofan, þegar verið er að meta kostnað við mismunandi aðstæður!
- En rökin eru þau, að þjóðin er að borga þá heildarupphæð, þ.s. tekjur NBI sem standa undir hans skuldum við þrotabú Landsb. Ísl. hf eru tekjur vegna greiðsla almennings og fyrirtækja af skuldum við NBI.
Niðurstaða
Ég geri mér grein fyrir að fjölmargir munu verða ósáttir við það, að ég vil telja skuldir NBI við þrotabú Landsbanka Ísl. hf með skuldum þjóðarinnar, vegna Icesave. Hækka því skuld alltaf upp um litlar 352 ma.kr. - miðað við hvert frávik.
En, miðað við þær upplýsingar sem fram komu í gær, hefur NBI ekki gjaldeyristekjur fyrir skuldum við þrotabúið. Þetta þýðir að NBI þarf að borga með krónutekjum, sem einfaldlega er það sama og að þjóðin borgi þær skuldir NBI.
Svo, fyrir þjóðina kemur þetta algerlega eins út, og að ríkið hefði samþykkt sjálft að standa undir greiðslum við þessi skuldabréf, sem hefði skilað betri stöðu NBI en verri stöðu ríkisins. En einungis bókhaldslega. En fyrir þjóðina munar í reynd engu, hvort verið er að borga þetta í gegnum skatta eða í gegnum greiðslur lána til NBI.
Alveg sama hvað gerist erum við skuldbundin um að borga skuldbindingar NBI við þrotabúið.
En, við höfum val um hvort við bætum restinni einnig við, skv. skokölluðum Icesave samningi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úr nýlegri skýrslu Greiningardeildar MP Banka segir á bls. 6:
"Nokkuð hefur verið gert úr tengingu gjaldeyrishafta og Iceasave samningsins. Þar er einkum á það bent að veiking krónunnar þýði mikla hækkun á væntum endurgreiðslum í krónum. Þar sem afnám gjaldeyrishafta feli í sér hættu á veikingu krónunnar sé því ekki mögulegt að aflétta höftum á meðan verið er að greiða samkvæmt samningnum. Þótt hér hafi verið á það bent að töluverðar líkur séu á veikingu krónunnar, einkum í aðdraganda afnáms hafta meðan safnað er í eignarforða, og síðar þegar höftum er aflétt, þá er ekki mikil hætta á verulegri veikingu krónunnar. Umræðan um þessa hættu byggist á afar svartsýnu dæmi þar sem krónan veikist um tvö prósent á ársfjórðungi. Í fyrsta lagi er krónan þrátt fyrir allt veik um þessar mundir. Raungengið er um 15% til 20% undir langtíma meðaltali og þótt nafngengið kunni að veikjast á ný verður slík veiking tæpast mikil eða langvinn. En auðvitað geta ólíklegustu atburðir átt sér stað. Og ef þetta mikla veikingardæmi gengur eftir þá er einsýnt að raungengið mun styrkjast á ný gegnum verðhækkanir. Krónan mun þannig falla í verði og þótt krónutalan sem greidd verður til baka eftir einhver ár hljómi há í dag þá er hún ekki nærri jafnhá sett í samhengi við verðlag og launastig þess tíma. Með því að bera saman hugsanlegar endurgreiðslur eftir veikingu krónunnar við ráðstöfunartekjur á verðlagi dagsins í dag er klárlega verið að bera saman ólíka hluti. Hugsanleg veiking krónunnar hefur jafnframt hliðstæð áhrif á útflutningstekjur þannig að ef krónan veikist þá hækka endurgreiðslur vegna Icesave í krónum talið en útflutningstekjur aukast þá að sama skapi í krónum. Samanburður greiðslna til útlanda í hlutfalli við útflutningstekjur er ganglegri en samanburður greiðslna til útlanda við ráðstöfunartekjur á núverandi verðlagi þegar gert er ráð fyrir því að greiðslurnar hækki stöðugt vegna veikingar krónunnar."
Það er ekki nóg að taka skuldir eins og GAMMA og InDefence gera. Það verður að horfa á heildarmyndina eins og greiningardeildin bendir á.
Lúðvík Júlíusson, 12.2.2011 kl. 11:15
Ég er nú ekkert sammála því, að dæmið um 2% veikingu krónunnar sé eitthvað sérstaklega svartsýnt. Ábendingin, að raungengi sé sögulega lágt, kemur málinu ekkert við.
En, hvort það er sögulega lágt, segir ekkert um líkurnar um það hvort það lækki eða lækki ekki í náinni framtíð. Eins og þú bendir á, þarf að skoða heildardæmið.
Og, þ.s. Seðlabankinn segir er steypa, og þ.s. greiningardeildin segir sem þú vitnar í, vegna þess að hættan af hugsanlegri lækkun krónunnar, er algerlega því óviðkomandi að raungengi sé sögulega lágt.
Þar kemur til:
*Óskaplegar skuldir almennings.
*Óskaplegar skuldir fyrirtækja + mjög útbreidd vanskil.
Sem gera framtíðarhagvaxtarlíkur mjög daprar. Og, þ.e. einmitt líkur á framtíðarvexti, sem hafa mikið meir um málið að segja. En, skuldastaðan er eins og röð þungra blýlóða sem íþyngja hlaupara sem er að reyna að hlaupa.
Ísland hefur aldrei áður verð með neitt í líkingu við þá skuldastöðu sem ríkir, hvert sem litið er - 330% fyrir hagkerfið um 90% fyrir ríkið og stefnir hærra.
Eins og þú sagðir, þarf að skoða samhengið, og þ.e. einmitt með skoðun af því sem, maður sér hver dellan er í því, að halda því fram að gengislækkanir séu ólíklegar.
Aftur á móti, má vera að gengið hækku eins og stjv. spá um, en þ.e. vegna þess að Seðlabankinn og stjv. hafa ákveðið að það hækki, enda hefur gengi þessa stundina ekkert með markaðsvirði að gera.
En, um leið og höftum verður slepp eða losuð, verður allt - allt annað uppi á teningnum, því þá má reikna með tuga prósenta gengisfalli. Fer þó eftir hve mikil losunin er. En, ef losað er nær alveg - þá fellur krónan eins og steinn, meða fé er að streyma úr landi, ekki einungis krónubréf - heldur einnig innlánsfé úr bönkunum sem mun flýja í stríðum straumum.
En, fall bankakerfisins er algerlega öruggt, ef höftin eru losuð - ásamt meðfylgjandi hruni efnahagsáætlunar stjv. Seðlabankamenn, virðast vera að leitast við að sannfæra sjálfa sig, að ekker slæmt muni gerast.
En, ef þeir sleppa höftum lausum, við núverandi aðstæður - með sáralitla möguleika til hagvaxtar; mjög slakar framtíðar hagvaxtar horfur - en spá um 3% vöxt á næsta ári er eins og hver önnur fantasía nema bæði risaálverin fari af stað á sama árinu, þá eru þeir erkifífl.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.2.2011 kl. 15:21
Punkturinn er, að þ.e. algerlega óhjákvæmilegt, að viðhalda höftunum 100% svo lengi sem verið er að greiða af þessu. Að halda öðru fram, er að mínu mati mjög alvarleg veruleikafyrring.
Ég er að tala um tuga prósenta gengisfall, ef höftum er sleppt. Sem myndi algerlega kasta öllu dæminu að ofan út á haugasjó!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.2.2011 kl. 15:27
Einar, þú segir ekkert um þá gagnrýni sem kemur fram um að samanburður á framtíðarskuldbindingum á verðlagi í framtíðinni sem borinn saman við verðlag í dag, þrátt fyrir að spáð er bæði verðbólgu og gengissigi.
Það er einnig bent á að meiri afgangur verður af viðskiptum við útlönd ef gengið sígur og þar af leiðandi meiri gjaldeyrir til að standa við erlendar skuldbindingar.
Einar, hvers vegna bendir þú aldrei á þá staðreynd að reglur Seðlabankans um gjaldeyrishöft sleppa þeim sem hafa miklar erlendar fjármagnstekjur við að skila þeim til landsins. Heldur þú ekki að þær skipti máli?
Lúðvík Júlíusson, 12.2.2011 kl. 16:06
Sko, málið með gengishættuna er að upphæðin er föst í krónutölunni 675 ma.kr. sem TIF á rétt á. En, henni var lýst lögum skv. á kröfulýsingardegi.
Ef það væri þannig, að sú upphæð hækkaði líka þ.e. væri verðtryggð, þá væri það rétt að - það að fleiri krónur fást fyrir útflutning vegi á móti.
Sem dæmi, ef krónan fellur um 50% 2-faldast upphæð skuldar, og þá verður um 50% eftir.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.2.2011 kl. 18:45
Varðandi þann punkt, verður ríkisstj. að taka það mál upp við Seðlab.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.2.2011 kl. 18:46
Einar,
þar sem þú ert stuðningsmaður haftanna þá hlýtur þú að hafa skoðun á því hvers vegna aðilar með háar erlendar fjármagnstekjur komast hjá skilaskyldu. Myndir þú ekki gera kröfu um að þeir skiluðu gjaldeyristekjum sínum til Íslands til að koma í veg fyrir meira fall krónunnar?
Lúðvík Júlíusson, 12.2.2011 kl. 21:00
Þ.e. misskilningur hjá þér. Ég er eingöngu að segja, að samþykki Icesave útiloki afnám haftanna. Tek fram að ég er andvígur samþykki Icesave.
En ég tel að höftin verði ekki afnumin, nema jafnharðan sé verðvísitalan fryst annaðhvort tímabundið eða varanlega.
Þannig, sé ef til vill hægt að komast hjá hruni bankakerfisins - gjaldþroti stórs hluta almennings; og síðan beinu framhaldi gjaldþroti hagkerfisins.
----------------
Menn verða að muna, að höftin voru sett fyrir ástæðu. Sú er ekki farin. Ef þau eru fjarlægð, þá verður dálítil rússibanareið. Það þarf þá að undirbúa hana, áður en af stað er haldið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.2.2011 kl. 22:15
þú segir að höftin verði ekki afnumin án þess að það valdi gríðarlegum skaða í landinu, jafnvel án þess að Icesave verði samþykkt.
Heldur þú ekki að það myndi hjálpa hagkerfinu að byggja sig hraðar upp ef meiri gjaldeyrir skilaði sér til landsins?
Lúðvík Júlíusson, 12.2.2011 kl. 22:30
Menn verða að skilja, að höftin voru sett ekki af ástæðulausu, að sú ástæða er enn til staðar. Þ.e. algert ábyrgðaleysi, að gera lítið úr þeim vanda, sem þarf að kljást við - þegar þau eru losuð.
Þ.s. ég er að segja er að höftin eru stífla. Ef stíflan er rofin, kemur flóðbylgjan sem þau halda aftur af.
Þetta er einfaldlega valkostur - að láta flóðið ganga yfir eða halda áfram aftur af því.
Þ.e. ekkert augljóst rétt eða rangt svar við þessu. Þetta er einfaldlega valkostur A eða B, báðir slæmir.
Það má vera, að betra sé að láta skógareldinn ganga yfir, og brenna feysknu trén. En, þ.e. þ.s. mun gerast, að feysknu viðirnir hverfa - atvinnuleysi eykst umtalsvert þegar fyrirtæki sem skulda í gjaldeyri rúlla hægri/vinstri - ríkið sennilega verður greiðsluþrota.
Afnám hafta er - hrun 2. En, kannski er betra að taka það heldur en að lifa við stöðnun, sem er þ.s. við stefnum á.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 00:21
Ég á þá við fyrirtæki og aðila, sem ekki hafa gjaldeyristekjur, sem þá munu rúlla. Sá hluti atvinnulífsins er hefur gjaldeyristekjur, mun væntanlega að mestu standa eftir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 00:23
Ef höftin eru nauðsynleg eins og þú segir, ertu þá ekki sammála því að þau þurfi að laga þannig að þeir aðilar sem hafa háar erlendar fjármagnstekjur skili þeim til landsins? Alveg eins og þeir sem hafa meðal- eða lágar erlendar fjármagnstekjur?
Seðlabankinn hefur sagt mér að það hafi verið ákveðið að auðvelda aðilum með háar erlendar fjármagnstekjur að komast hjá skilaskyldu. Ertu sammála því að sleppa þessum aðilum eitthvað betur frá skilaskyldu en þeim sem hafa meðal eða lágar erlendar fjármagnstekjur?
Það er ekki bara valkostur A eða B. Höft eða frelsi er ekki A eða B, það eru til útfærslur á þessu hvoru tveggja. Núverandi útfærsla haftanna er skaðlegri en hún þyrfti að vera og verri kostur ef greiða á Icesave eða byggja landið hratt upp. Frelsið eins og útrásarvíkingarnir túlkuðu það var einnig slæmt.
Afnám haftanna þarf ekki að gerast á einum degi. Ég held að það séu fáir sem séu á þeirri skoðun að það eigi að gerast á þann hátt. Þess vegna er ekki hægt að taka allar þær mögulega hugsanlega slæmu afleiðingar sem afnám haftanna getur haft og sagt að þau eigi ekki að afnema.
Það er eins og að banna frelsi því fólk geti hugsanlega mögulega gert mistök.
Þú veist að það bíða einnig peningar erlendis að koma til landsins þegar höftin verða afnumin, auk þess mun minna fjármagn fara úr landi(sönnun á því er að erlendir krónueigendur eru ekki að fara með vexti úr landi eins og þeir mega) og fólk mun auðvitað draga úr innkaupum ef krónan lækkar tímabundið. Þetta mun allt koma í veg fyrir mikið fall krónunnar, síðan munu auknar tekjur þjóðarinnar í kjölfar þess krafts sem losnar við afnám haftanna lyfta landinu hratt upp.
Þó ég hafi ekki getað sannfært þig um skaðsemi haftanna þá er ég samt ánægður með að þú hafir ekki getað svarað gagnrýni MP banka á umsögn Indefence.
Spáðu í samanburðinum á milli Íslands og Póllands. Þú hefur sjálfur hrósað Póllandi.
Svo þarf að spá í skýrslu BIS sem þú skrifaðir um í júní á síðasta ári. Skýrslan segir hvernig gengisfall hjálpi endurreisn landa og útskýrir einnig hvernig inngrip stjórnvalda til að koma í veg fyrir gengissig(eða fall) lengir kreppuna og eykur þjóðhagslegt tap kreppunnar.
Lúðvík Júlíusson, 13.2.2011 kl. 02:11
Hér fjallarðu um hinn einstaka árangur Póllands.
Lúðvík Júlíusson, 13.2.2011 kl. 02:13
Samanburður þinn milli Ísl. og Póllands er smá villandi. Því, þú getur þess ekki, að það var ekkert raunverulegt val hér að setja ekki höft.
Ísland stóð einfaldlega frammi fyrir tafarlausu greiðsluþroti. Án gríns. Landið átti ekki nægan gjaldeyri til að borga krónuhöfum út. Að skella höftunum á, var neyðaraðgerð - svo gjaldeyrishyrslur tæmdust ekki svo að vandræði sköpuðus um innflutning nauðsynlegra vara.
Þetta tal þitt muninn á Íslandi og Póllandi, verður síðan villandi að auki vegna þess, að Pólland lenti langt - langt í frá í eins alvarlegu hagkerfisáfalli og Ísland.
Þannig, að framvinda okkar jafnvel við bestu mögulegu úrvinnslu okkar aðstæðna, hefði aldrei getað verið eins góð og framvinda Pólverja.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 14:51
Samanburðurinn er marktækur sé miðað við skýrslu BIS sem vitnar sjálfur í.
Ísland hefði aðeins orðið fyrir greiðsluþroti ef tekin hefði verið ákvörðun um að festa gengið og borga kröfuhöfum út. Seðlabankinn reyndi að festa gengið í 131 króna á móti evru sem mistókst hrapalega. Ríkjandi hugmyndafræði(sem er röng) er að það þurfi að borga kröfuhöfum út á gengi dagsins, en það er auðvitað rangt. Það á að borga þeim út á markaðsgengi. Ef krónan fellur við það þá veistu það jafn vel og ég að þá lækka jafnt erlendar skuldir og erlendar vaxtagreiðslur og við það lagast viðskiptajöfnuður við útlönd og krónan verður sterkari en áður.
Auðvitað var efnahagslegt áfall Íslands meira en efnahagslegt áfall Póllands, en það eru ákvarðanir sem eru teknir á meðan áfallir dynur yfir og þar á eftir sem skipta máli.
Lúðvík Júlíusson, 13.2.2011 kl. 14:57
Þú virðist mjög tregur til að íhuga hinar raunverulegu ástæður þess að höftin voru sett upp, og hættuna við afnám þeirra.
Í dag, gilda þau ekki lengur fyrir nýtt fjármagn. Þ.e. þú mátt koma með nýja peninga í landið og fara út með þá aftur. En, fé hefur ekkert verið að streyma hingað.
Svo ég veit ekki alveg, hvaða fjármagn þú ert að tala um, enda var losað um höftin til að hjálpa fyrir nýfjárfestingum um mitt síðasta ár. Nema þú sért að tala um aflandskrónur, sem bannað hefur verið að flytja hingað. En, það væri tvíeggjað að auka hér peningamagn - sem þegar er mikið fyrir - eða heimila að það komi hingað á öðru gengi og hafa þá allt í einu 3 gengi á krónum hér.
Varðandi rétt krónubréfahafa, að flytja vaxtatekjur úr landi, þá sannar það ekki nokkurn skapaðann hlut að þeir hafi ekki kosið að færa það fé úr landi, enda hefur verið hærra vaxtastig hérlendis þannig að hagstætt hefur verið að geyma það fé hér.
Á hinn bóginn, að ef höftin eru losuð með þeim hætti, að þeir hafi allt í einu þann valkost að fara með allt sitt fé úr landi; þá breytist þessi reikningur hjá þeim og flóðbylgja fjármagns úr landi myndi eiga sér stað.
Varðandi stóra aðila - þá þurfa þeir að geta staðið við eigin skuldir. En flestir þeirra skulda mikið fé erlendis og þurfa að standa skil á því. Þetta eru einnig aðilar sem eru í grunnatvinnuvegum okkar, og landið má alls ekki við hruni útflutningsverslunrar sem dæmi. Þó það sé ef til vill eitthvert réttlæti að sama regla gangi yfir alla. En, slíka breitingu má ekki framkv. vanhugsað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 15:06
Þú ert enn að væflast með þ.s. Greiningardeild MP sagði. Auðvitað hækka skuldir Íslands, þegar gengið fellur.
Sú ábending að útflutningstekjur aukist einnig á móti í krónum talið, á einungis við skuldir þeirra aðila sem hafa aðaltekjur sínar í gjaldeyri.
Í okkar hagkerfi er aftur á móti fullt af aðilum, sem hafa megintekjur sínar í krónum, og fyrir þá mun stórt gengishrap segjum á bilinu 30-40% við afnám hafta eða jafnvel enn stærra nær 50%, alveg umbylta þeirra efnahagsreikningi.
Þess vegna verður óskaplegt gjaldþrots hrina vítt og breitt um hagkerfið. Atvinnuleysi a.m.k. þrefaldast. Tekjur ríkisins skreppa mjög mikið saman, um tíma a.m.k.
Ríkið fær sennilega bankana í fangið í annað sinn, þ.s. aðilum sem ekki standa í skilum fjölgar mikið.
Eignaverð einnig hrynur, vegna mikils fj. gjaldþrota aðila og almenning einnig - þegar skuldir hækka um tugi prósenta en laun þeirra ekki.
Stór hluti almennings mun þurfa að fara á matargjafir þ.s. tekjur munu ekki duga fyrir mat.
Það mun ekki eiga sér stað, að krónan skjótist eins og gorkúla upp í svipað gengi, heldur mun verða mun meir langvarandi gengisfall - sem mun markast af því að ofangreint hagkerfistjón mun taka einhver árafjöld að vinna úr.
Útflutningur eykst ekki neitt, því hann er þegar maxaður og getur ekki aukist að ráði.
Hagkerfið súnkar dágóðann slatta. Það mun upp rísa aftur, en við erum að tala um svo djúpa kreppu, að það tekur sennilega 10 ár að ná einhverri nálægt við stöðuna fyrir hrun.
Kv
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 15:20
Ef við ætlum okkur að afnema höftin, þarf tiltekinn undirbúning.
Sá mikilvægasti er að afnema um tíma þ.e. frysta verðvísitöluna.
Svo lán almennings í stað þess að hækka, raunverðfalli.
Þá raunverðfalla einnig innlán og hugsanlega bjargast bankakerfið frá hruni.
Við getum þá sloppið við gjaldþrot almennings, í stórum hópum.
En, við sleppum ekki við fjöldagjaldþrot fyrirtækja sem skulda í erlendum gjaldeyri og ekki hafa eigin gjaldeyristekjur. Svo við sleppum ekki við nýja efnahagslega dýfu um einhvern slatta prósenta.
En, frysting verðvísitölu þó mildar til muna áfallið.
Ég á ekki von á að krónan leiti upp í fyrra gengi með neinu hraði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 15:25
Einar,
ég held að þú sjáir heiminn of mikið í svörtu og hvítu.
Þegar geðþótti einn virðist ráða reglum og útfærslu gjaldeyrishafta þá geturðu sagt þér sjálfur að erlendir fjárfestar hafa lítinn áhuga á að taka þá áhættu að festast með fjármagn sitt hér á landi. Þess vegna er svona lítið um nýfjárfestingar. Það hefur einnig verið mikið í umræðunni að heimila fjárfestingar með aflandskrónum. Það þýðir að þeir aðilar fái afslátt af fjárfestingum hér á landi. Á meðan fjárfestar geta mögulega fengið afslátt með aflandskrónum á næstu mánuðum þá borgar enginn heilbrigður fjárfestir fullt verð.
Það eru til Íslendingar sem eiga fjármagn erlendis, meira að segja Lífeyrissjóðir. Ef krónan tekur dýfu þá sjá margir sér hag í því að innleysa gengishagnað með því að flytja gjaldeyri til landsins. Þetta á auðvitað við um erlenda aðila líka.
Erlendir krónueigendur eru ekki að safna vöxtunum svo þeir geti farið með þá út á lægra gengi, þeas. með tapi. Þeir reikna með að gengið verði sterkara eða óbreytt til lengri tíma. Er það ekki jákvætt?
Samkvæmt skýrslu BIS þá er það niðurstaða þeirra að þrátt fyrir að fyrirtæki séu með skuldbindingar í erlendri mynt og tekjur í innlendri mynt þá er það niðurstaða þeirra að það hafi minni áhrif en talið sé. Verra telja þeir tilraunir til að stöðva eða hindra gengissigið og þá aðlögun sem er óumflýjanleg.
Þetta er ekkert sem ég er að finna upp eða tregast með. Er BIS treg stofnun að þínu mati? Þú virtist taka nokkuð mark á skýrslunni í upphafi, hvað breyttist?
Lúðvík Júlíusson, 13.2.2011 kl. 15:28
Það er lítið um nýfjárfestingar vegna þess að fyrirtæki eru mjög skuldug hérlendis, og almenningur er það einnig. Þetta mun taka mörg ár að vinda ofan af.
Bankakerfið er að auki mjög fallvalt, sem sést á þriðju skýrslu AGS þ.s. fram kemur að 45% skulda í eigu fjármálakerfisins séu í vanskilum, miðað þá við bókfært virði.
Á þessum grunni fullyrði ég, að höftin séu forsenda þess að bankakerfið standi.
Veikleiki bankakerfisins, er ástæða þess að fé mun flýja þaðan - mjög skiljanlega.
OK, lækkun gengis krónu getur verið tækifæri fyrir aðila eins og þú segir, að koma hingað með peninga til að fjárfesta. Því, þannig skapi aðilar spá sem standist af völdum þeirra eigin hegðunar.
Má vera, að hrun þess fj. fyrirtækja sem hrynja munu, sé þá tækifæri til að endurreisa sambærilegann rekstur. Má vera að lífeyrissjóðir, hafi þar fjárfestingartækifæri. Að endurreisa rekstur, sem hrundi vegna skulda, sem án þeirra hafi rekstrargrundvöll.
Þ.e. alltaf þannig að í kreppu græða þeir sem eiga enn peninga. Væntanlega er þetta skýring þeirrar niðurstöðu BIS. Að þá komi aðrir til og kaupi upp eignir og rekstur hruninna fyrirtækja.
Þá getur hugsast að gengi leiti hraðar upp aftur, en ég sagði að það myndi gera áðan.
En það þarf að frysta samt um tíma verðvísitöluna, því almenningur ber ekki frekari skuldahækkun. Og, skuldalækkun myndi losa um hagkerfið. Ef verðvísitalan er fryst tímabundið þegar krónan tekur dýfu, og síðan skellt inn á ný - þá á sér stað sú raunlækkun skulda yfir línuna sem aðilar voru að biðja um.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 15:48
Stóri vandinn, er hvernig á að eiga við bankana. Ég er veikur fyrir því, að endurskipuleggja þá í annað sinn.
Annars þarf ríkisstj. væntanlega að leggja þeim til fé aftur - sem mun hækka skuldir þess.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 15:49
Síðan í sambandi við Icesave, þá svaraðir þú ekki beint ábendingunni um það að réttur TIF er bundinn við 675 ma.kr. - tala sem þeir eiga rétt á sem er óumbreytanleg.
Vegna þess að sú tala er ekki verðtryggð, þá veldur gengishrap því að skuld vegna Icesave hækkar ekki einungis í krónutölu heldur einnig í hlutfalli ath. Þannig að hærri prósenta verður eftir.
Þú ert aðeins að gera of lítið úr gengisáhættunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 15:52
Varðandi BIS skýrsluna, þá er hún almennur samanburður. Okkar aðstæður eru ekki endilega nákvæmlega týpískar.
Gott að hafa þá skýrslu til hliðsjónar. En, einnig þarf að byggja á greiningu á okkar aðstæðum, sérstaklega að hvaða leiti þær eru ekki típískar.
Okkar áfall, er sem dæmi stærra en týpískt er. Skuldir einnig meiri og útbreiddari.
Sem þíðir væntanlega, að okkar framvinda verður að þessu leiti erfiðari og tafsamari, en meðaltalið sem fram kom í þeirri skýrslu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 16:00
Að lokum - varðandi líkur á hækkun gengis umfram núverandi. Þá er atriði sem vinnur gegn gengishækkun, skuldastaða landsins - um 330%.
Þetta þíðir að lífskjör verða vera hér til muna lægri en ella þau geta verið, um mörg ár.
Þetta stöðuga fjármagnsstreymi, ásamt því að neysla verður minni til marga ára - mun halda genginu tiltölulega lágu í mörg ár.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 16:18
Úps - gleimdi lykilatriði.
En, mjög stór hætta er að gjaldeyrissjóður landsmanna tæmist. Ég meina - tæmist alveg.
En þegar Argentína kringum 2000 var í AGS prógrammi var þar fylgt svipaðri strategíu. Höft sett. Gjaldeyrissjóður tekinn að láni. Síðan átti að losa höftin. Sá sjóður kláraðist á nokkrum klukkutímum.
Úps.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 18:56
Einar, varðandi Argentínu þá var stefnan tekin á að verja gengið, þeas. að verja fjármagnseigendur. Er það nauðsynlegt? Er ekki mikilvægara að verja almenning og hagsmuni ríkisins og verja ekki gengið heldur láta fjármagnseigendur "flýja" landið á óhagstæðu gengi þannig að þær skuldbindingar sem verða eftir séu lægri?
Þau fyrirtæki sem skulda í erlendri mynt en hafa tekjur í krónum fara ekki rakleitt á höfuðið ef gengið lækkar. Rök BIS eru þau að fyrirtækin munu tímabundið vera með neikvætt eigið fé en að gengisfallið muni auka tekjur fyrirtækjanna. Þegar gengisfallið er búið að leysa úr þeim togstreytum sem orsökuðu það þá styrkist gengið og eftir það munu bæði tekjur og skuldir fyrirtækjanna verða viðráðanlegri en fyrir gengisfall.
Þú veist það líka að ef gengið lækkar þá mun verða meiri afgangur af viðskiptajöfnuði. Ertu svo viss um að hann verði ekki notaður til að greiða niður skuldir og fjárfesta sem muni síðan stuðla að því að gengið verði sterkara en áður og leiða til betri lífskjara?
Greiningadeild MP er búin að útskýra gengisáhættuna, ég geri það ekki aftur. Ef gengið fellur þá verður skuldbindingin sem hlutfall af tekjum lægri. Er það ekki gott? Þá verður meira eftir í annað, td. atvinnusköpun og endurreisn.
Þú býst við því versta af öllum öðrum leiðum en þú villt fara. Meira að segja ég er tilbúinn að samþykkja höft svo lengi sem jafnræðis sé gætt og svigrúm Seðlabanka og ríkisstjórnar til að heimila útvöldum að komast hjá höftunum verði takmarkað. En það vilt þú ekki einu sinni. Þú vilt hvorki jafnræði né takmörkun á svigrúmi Seðlabanka og ríkistjórnar að heimila útvöldum að komast hjá gjaldeyrishöftunum. Hvers vegna ekki?
Lúðvík Júlíusson, 13.2.2011 kl. 21:25
Þessi umræða spannst upp vegna Icesave, þú mótmælir því að landið tapi þegar Icesave lán hækkar. Því fleiri krónur fáist á móti.
En, það gengur ekki upp, vegna þess að Icesave upphæð er bundin í krónutölunni 675 ma.kr. Þannig, að því meir sem skuldin hækkar í krónutölu umfram 675 ma.kr. því hærri prósenta skuldar verður eftir.
----------------
"Rök BIS eru þau að fyrirtækin munu tímabundið vera með neikvætt eigið fé en að gengisfallið muni auka tekjur fyrirtækjanna."
Sko, þetta þarf að meta útfrá okkar aðstæðum. Fyrir útflutningsfyrirtæki, þá græða þau á gengisfalli vegna þess, að innlendur kostnaður lækkar.
En, fyrirtæki með tekjur í krónum, þau fá ekki gróða úr dæminu, nema að þau geti hækkað verð og þannig náð inn kostnaðarhækkuninni er þau verða fyrir vegna hækkunar aðfanga samtímis því að þau halda áfram að selja svipað magn og áður. Að auki, þarf það að gerast, að laun hækki minna en nemur gengisfellingu.
Ég sé ekki hvernig þetta á að ganga upp. En, ef laun hækka minna. Þá dregur úr sölu. Ef fyrirtækið hækkar verð meir en nemur kostnaðarhækkun, þá minnkar salan enn meir.
Ég sé ekki neinn möguleika á nettó gróða, í þessu dæmi. En, ef allt hækkar laun einnig, þá fáum við verðbólgu í staðinn - og ef allt hækkar jafnharðan þ.e. verð og laun. Þá fáum við verðbólguskrúfu.
Líklegasta útkoman, er að þ.s. gerist vanalega eigi sér stað, að laun raunverðlækka um hríð. Innflutningur skreppur saman, eins og þú sjálfur segir að muni gerast. En, þá minnka óhjákvæmilega tekjur fyrirtækja í innlendum viðskiptum sem ekki hafa útflutningstekjur.
Ekki minnka greiðslur af láni í erlendum gjaldeyri. Svo, þessi þróun þíðir fullkomlega óhjákvæmilega að aðilar semhafa einungis krónutekjur en skulda í erlendum gjaldeyri, fara að lenda í vandræðum með greiðslur af lánum.
Þ.s. við erum að tala um stóra gengislækkun, sem hugsanlega gengur til baka einhverntíma - þá myndast stórt gat á tekjum innflutningsfyrirtækja.
Þannig að rökrétt er, að mörg þeirra þá fari á hausinn.
Því fleiri sem gengislækkun er stærri.
---------------------
Ég bendi á, að ég er ekki almennt séð á móti gengislækkun. En, núverandi aðstæður eru dálítið sérstakar skv. framkomnum upplýsingum að allt að 50% lána að verðmæti til fyrirtækja séu í vanskilum.
Mörg fyrirtæki, eru í neikvæðri eiginfjárstöðu af völdum fyrra gengisfalls.
Hafandi þá stöðu í huga, virðist ljóst að mjög mörg fyrirtæki myndu lenda í neikvæðri eiginfjárstöðu. Það virðist rökrétt að mörg fyrirtæki myndu af þessa sökum hætta starfsemi.
En, bankar skv. annarri skýrslu AGS eru þegar með 45% lána "non performing" þ.e. í vanskilum. Það þarf ekki mikið viðbótar lánatap til að þetta hlutfall fari yfir 50% að andvirði útlána.
Þannig, að þá er rökrétt að bankakerfið lendi í fanginu á ríkinu. Eins og ég hef verið að segja.
------------------
Ég er ekki endilega á móti því að afnema höftin. Þ.s. ég er að segja, er að vegna mjög erfiðrar skuldastöðu fyrirtækja - almennings + tæprar stöðu banka.
Þurfi, að bregðast við með einhverjum mjög ákveðnum hætti.
Ég nefndi að frysta lánskjaravísitölu, svo lán í krónum raunverðlækki í stað þess að hækka, svo færri fjölskyldur fari á hausinn.
Síðan þarf sennilega ríkið, að veita fjármagni inn í bankana - þegar hrina útlánatapa gengur yfir.
Síðan, þegar þessu er lokið. Mun atvinnuleysi aukast verulega um tíma a.m.k.
En, síðan fer skútan smám saman að rétta úr kútnum. Fyrirtæki eru endurreist er hafa rekstrargrundvöll.
------------------
Ég held að við séum ekki svo óskaplega ósammála, nema að þú gerir of lítið úr afleiðingum afnáms hafta.
Mér sýnist þú ekki taka nægilegt tillit til þess, að bankakerfið stendur tæpt. Að mjög mörg fyrirtæki eru þegar í slæmri stöðu.
Þannig að viðbótarhögg, getur fellt samtímis mikinn fj. fyrirtækja og bankakerfið.
Þetta er mjög raunveruleg hætta, sem ekki má gera lítið úr eða skauta yfir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 22:49
svona á vinalegum lokanótum þá las ég þessa grein um Argentínu sem ég mæli með að fólk kynni sér.
Lúðvík Júlíusson, 14.2.2011 kl. 11:10
Já - já, við getum margt lært af því sem Argentína gekk í gegnum. Bæði þá og í dag. Argentína sýnir einnig, að ef allt fer á versta veg þá er gjaldþrot enginn endir allt - þá vísa ég til greiðsluþrots út á við. En, á hinn bóginn, fylgja því einnig margir gallar sbr. að Argentína á enn eftir að leysa úr öllum deilumálum við kröfuhafa, frá því fyrir síðasta hrun þar.
Þannig, að ef allt fer á versta veg - er það enginn allsherjar endir. En, á móti má vera að umtalsverðan tíma taki, að greiða úr þeirri flækju sem þá skapast - við kröfuhafa og banka. Þannig, að við yrðum þá að lifa um nokkurn árafjöld án þess að ríkið hefði aðgang að erlendri lántöku.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.2.2011 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning