Miðað við þetta, þá fer heimsframleiðsla á olíu að dala eftir 2027-2030. En stóra fréttin er örugglega, að aðili með mikla þekkingu á olíugeiranum, áður einn af stjórnendum ríkisolíufélags Saudi Arabíu, skuli í trúnaðarsamtali við sendiherra Bandaríkjanna í Ryadt telja að heimsframleiðsla nái hámarki 2012-2017. Haldist síðan í því hámarki til 2027-2030. Þetta samtal á sér stað, 2007.
Mynd að neðan: "Sadad al Husseini, recently retired head of exploration and production for Saudi Aramco"
WikiLeaks skjal: Cable: Saudi oil company oversold ability to increase production, embassy told
Sadad al Husseini sees peak in 2015
Sadad al Husseini Energy website :Þetta vefsvæði inniheldur lýsingu á starfsferli hans, er virðist vera magnaður.
Interview with Sadad al Husseini
Interview with Sadad al Husseini: Part 2
En Dr. al Husseini er klárlega enginn smá karl. Dokstorsgráðu í jarðfræði, gengur til liðs við ríkisolíufélag Saudi Arabíu 1972. Tekur við stjórn olíuleitar á vegum þess. Undir hans stjórn hafi 20 olíulindir fundist. Frá 1984 - 2004 meðlimur í stjórnendateymi þess. Hættir 2004 hjá því.
Starfar í dag sjálfstætt!
Þetta virkar mjög trúverðugur maður!
Eins og hann segir frá, er það með hófsömum hætti, þó innihaldið sé explósívt. En, eins og hann segir frá þessu, er ástæða vandans sambland vandamála.
Vandræðum valdi, að þegar verðlag á olíu fór á sl. áratug um tíma langt niður, þá hafi hægt á byggingu nýrra eimingastöðva. Olíueymingastöðvar "oil refineries" séu risastór batterý, sem taki fleiri ár í byggingu, og þær séu mjög dýrar í uppsetningu. Hann segir að framleiðslugeta eymingarstöðvanna, sé hið raunverulega þak á framleiðslugetu um þessar mundir.
Varðandi olíulyndir, þurfi að taka til þess að framleiðsla er að þverra í eldri lindum, þannig að nýjar lindir þurfi að koma inn, til þess eins að viðhalda framleiðslu.
Að auki, taki mörg ár að koma nýjum lindum í fulla framleiðslu.
Samhliða öllu þessu, sé eftirspurn eftir olíu stöðugt í vexti, sérstaklega frá Kína og Indlandi.
Niðurstaða hans er þá samantekt á heildaráhrifum af rírnun olíulinda - þeim tíma sem þarf til að koma nýjum í gagnið - og þeirri þekkingu sem hann hefur á þeim nýju lindum sem hafa fundist og eru í þróun.
Þessi texti frá 2005 - "From here forward, satisfying oil demand will require 1.2 - 1.6 mmbd of new refinery capacity per year or 4 to 5 new world-scale refineries every year. These normally require 4 - 5 years to execute at a cost of no less than $ 2 B per 100,000 b/d of capacity" - "Given the current outlook in terms of global exploration and development, the rate of investments in the oil value chain, energy prices, and the prevailing legal and political investment climate, I believe oil production will level off at around the 90 - 95 mmbd by 2015. This plateau can be sustained beyond 2020 at continuously higher oil prices and with rapid improvements in overall energy efficiencies throughout the world."
Úr 2007 WikiLeaks skjali -"l Increasing output is not simply a function of adding new capacity to already existing operations.
- Instead, due to depletion rates, new reserves must be brought online to both replace depleted production and satisfy growth in consumption.
- The International Energy Agency (IEA) has estimated global depletion rates at 4 percent,
- while a 2006 Aramco statement has estimated Saudi Arabia's overall depletion rate at 2 percent.
- Al-Husseini estimates that moving forward, satisfying increases in global demand will require bringing online annually at least 6 million b/d of worldwide output,
- 2 million to satisfy increased demand and
- 4 million to compensate for declining production in existing fields."
- "Considering the rapidly growing global demand for energy - led by China, India and internal growth in oil-exporting countries - and in light of...constraints on expanding current capacity, al-Husseini believes that the recent oil price increases are not market distortions but instead reflect the underlying reality that demand has met supply..."
- "Due to the longer-term constraints on expanding global output, al-Husseini judges that demand will continue to outpace supply and that for every million b/d shortfall that exists between demand and supply, the floor price of oil will increase 12 USD."
- "Al-Husseini added that new oil discoveries are insufficient relative to the decline of the super-fields, such as Ghawar, that have long been the lynchpin of the global market."
- "While stating that he does not subscribe to the theory of "peak oil," the former Aramco board member does believe that a global output plateau will be reached in the next 5 to 10 years and will last some 15 years, until world oil production begins to decline."
- "In al-Husseini's view, once 50 percent depletion of original proven reserves has been reached and the 180 billion bbls threshold crossed, a slow but steady output decline will ensue and no amount of effort will be able to stop it.
- By al-Husseini's calculations, approximately 116 billion barrels of oil have been produced by Saudi Arabia, meaning only 64 billion barrels remain before reaching this crucial point of inflection.
- At 12 million b/d production, this inflection point will arrive in 14 years.
- Thus, while Aramco will likely be able to surpass 12 million b/d in the next decade, soon after reaching that threshold the company will have to expend maximum effort to simply fend off impending output declines.
- Al-Husseini believes that what will result is a plateau in total output that will last approximately 15 years, followed by decreasing output."
Olíuverðs hækkanir eru rétt að hefjast fyrir alvöru!
- Ef hann hefur rétt fyrir sér, að heimurinn sé við það að ná hámarks framleiðslu.
- Er klárt, að alger verðsprengja er framundan á olíumörkuðum á þessum áratug.
Þetta getur ekki hent á verri tíma fyrir Vesturlönd:
- En, kreppan núverandi hefur stóraukið skuldir þróaðra iðnríkja.
- Án undantekninga nærri því, eru ríkissjóðir þeirra reknir samtímis með halla.
- Almenningur, eftir að húsnæðisbólur sl. áratugar hafa hjaðnað, er skuldugur og lítt fær um að taka á sig stórfelldar álögur.
- Bankakerfi eru einnig veik fyrir, eftir stórfelld útlánatöp.
- Ekki bætir úr skák, víða skuldugt atvinnulíf.
En stórfelld hækkun olíuverðs ofan í þessi vandamál, er mjög slæmur kokteill.
- Kostnaður við alla flutninga á varningi mun aukast í takt við hækkandi verð.
- Alveg sama hvort um flug - bíl eða skip er að ræða.
- Stórfelld hækkun olíu mun hafa mikil áhrif á heimsverslun!
- En mikil hækkun getur stórfellt dregið úr flutningum á varningi, yfir langan veg heimsálfa á milli.
- Það myndi framkalla miklar breytingar á heimshagkerfinu!
- Þá, græða hráefnarík lönd, með næga markaði tiltölulega skammt undan, eða sjálf með stórann innri markað.
- Verst fara auðlyndasnauð lönd, með fáar útflutningsvörur.
- Okkar ástand er dálítið óljóst. Þó við flytjum mikið inn, sem verður enn óhagstæðara í framtíðinni, höfum við nokkrar traustar auðlyndir. Það vegur nokkuð á móti. Þeirra verðmæti, mun fremur aukast en hitt. Svo kannski jafnast mál út.
En, heildarniðurstaðan hlýtur að skila rýrnandi lífskjörum á Vesturlöndum almennt!
Hvað með okkur?
- Það þarf að setja mikinn kraft í eflingu innlendra orkugjafa!
- En, ekki síst þarf að huga að því, að skipta yfir í innlennt eldsneyti á togaraflotanum! En olíukostnaður getur annars farið að há mjög veiðum.
- Hentugt væri einnig, að bjóða upp á þann kost fyrir almenning.
- Landbúnaður, á að geta framleitt sitt eigið eldsneyti hér þ.e. metan, og nýtt að mestu í stað innflutt eldsneytis.
- Innflutningur á áburði ætti að minnka, og þ.s. hann verður mun dýrari í framtíðinni - bæði vegna flutningskostnaðar og vegna þess að hann verður dýrari þ.s. köfnunarefnisáburður er víðast hvar framleiddur með hjálp olíuefna.
- En, Ísland á að geta verið sjálfu sér nógt um áburð - með það í huga hvað hér er mikið framboð af lífrænum úrgangi.
Heildarafleiðingin sýnist mér vera, að í framtíðinni verði hagkvæmara að lönd framleiði sem mest sjálf.
Hráefnarík lönd með stórann innri markað eða stóra markaði nálægt, munu hafa það best.
Hráefnasnauð lönd, með lítinn innri markað og/eða langt frá öðrum löndum, munu hafa það verst.
Ísland, er langt frá öðrum löndum, en ekki auðlyndasnautt - sem betur fer!
Auðlyndir okkar verða vermætari til muna í framtíðinni.
En, á móti kemur að vegna þess að áfram verður hátt hlutfall innflutt - þá mun hækkun verðs á innfluttu hamla gegn lífskjaraaukningu.
Að einhverju leiti vega þessi áhrif hver önnur upp! Hvað okkur varðar.
Hvað með Evrópusambands aðild?
Mig grunar að hækkun flutningskostnaðar, muni eyða upp þeim hagnaði sem margir vonast eftir að auðnast í formi lækkaðs matarverðs - : Gróðinn af því að stórauka innflutning á matvælum, í kjölfar inngöngu í ESB, verður til muna minni en margir halda. Jafnvel með tíð og tíma - enginn!
Hækkun flutningskostnaðar, mun að auki minnka möguleika þess, að aukning verslunar skili okkur hagnaði, en sú hækkun mun óhjákvæmilega draga úr verslun milli landa - sérstaklega þegar fjarlægðir eru umtalsverðar.
Óhjákvæmilega, mun olíuverðshækkun bitna á möguleika Evrópu ásamt öðrum Vesturlöndum til hagvaxtar. Þetta kemur ofan í áhrif fólksfj. þróunar sem þegar skv. stofnunum ESB er farin að minnka hagvaxtargetur ESB aðildarríkjanna. Að auki, ofan á erfiða skuldastöðu - almennings sem ríkissjóða.
Munum, að Ísland mun einnig verða fyrir neikvæðum áhrifum. Útlit er fyrir erfiða skuldastöðu landsins, sem og almennings, til margra næstu ára - nema eitthvað róttækt verði gert!
Punkturinn er sá, að ég sé ekki neinn grundvöll fyrir auknum hagvexti af aðild - sé ekki á hvaða grundvelli hann ætti að vera!
Ísland verður enn minna áhugaverður staður fyrir starfsemi til útflutnings til annarra landa - útlendingar eru jafnvel enn líklegri en áður, að velja staðsetningu í landfræðilegri nálægt við markað, og því ekki Ísland.
Þetta ástand breytist í reynd ekki neitt við aðild! En, engir tollar eru í dag milli Íslands og ESB. Nema fyrir matvæli! En, þá erum við að tala um fisk. En, með fullnýtt mið, er ekki að sjá að utanaðkomandi fjárfesting myndi nokkru skila. Einungis hugsanlega fyrir eldisfisk.
En vegna þess að Evrópu skortir fisk, eru tollar ekki háir! Þó hærri á unnum en óunnum. Á móti koma frýtollkvótar á unnum fiski sem ekki eru fullnýttir seinni árin. Þannig að í reynd borgum við enga tolla af útfluttum fiski seinni árin.
Ekki má gleyma, að þegar útlendinga fá rétt til fjárfestinga og eignar á kvóta, þá flyst hagnaður þeirra eigenda úr landi þ.e. ekki skattlagður hér. Þ.e. hreint tap miðað við ástand mála í dag, um það að allur hagnaður skattlegst hér meðan kvóti telst í eigu aðila með Ísl. kennitölu.
Það tap kemur á móti einhverjum hugsanlegum hagnaði + auknar greiðslur í sameiginlega sjóði gera það að auki!
Fyrir þá sem dreymir um Evruaðild, þá er klárt að það tekur vart skemmri tíma en 15-20 ár. En, þar ræður mest um agaleg skuldastaða ríkissjóðs sem mjög vandséð er að muni nást niður á skemmri tíma, ásamt mjög slökum horfum um hagvöxt meðan hagkerfið er svo niðurnjörvað af skuldum almennings og fyrirtækja einnig.
Mín skoðun er, að þetta sé tilgangslítið streð að rembast við ESB aðild. Henni fylgi enginn umtalsverður arður fyrir okkur. Enn síður þegar haft er í huga áhrif olíuverðs hækkana.
Niðurstaða
Ljóst virðist að stórfelldar olíuverðs hækkanir eru framundan. Þær munu hafa mjög neikvæð áhrif á efnahagsframvindu í heiminum. Þetta áfall bætist ofan á fyrra áfall vegna kreppunnar er skall á 2007-2008. Sú erfiða og vaxandi skuldastaða sem mörg ríki vesturlanda glíma við - ásamt veikum bankakerfum, útbreiddum skuldum meðal almennings. Gerir síðan íllt mun verra.
Samanlögð áhrif, eru líkleg að skila mjög dapri efnahagsfamvindu á vesturlöndum. Meira að segja þróunarlönd þau er hafa verið í hröðum vexti undanfarin ár, munu ekki komast hjá því að sjá hagvaxtarforsendur dala, sennilega umtalsvert.
Lífskjör veðra því sennilega á niðurleið á vesturlöndum, meðan að hægir á því að þau batni í hagvaxtarsvæðum þróunarlandanna.
Í reynd er alls ekki loku fyrir skotið, að kreppa skelli þar á einnig.
Fyrir okkur, ítrekar þessi þróun, að við verðum að taka okkur á. Núverandi forsendur um hagvöxt miðað við núverandi ástand mála og framvindu reiknaða þaðan í frá. Virðist nú enn síður líklegar til að skila árangri.
Mér sýnist ljóst að enn brýnna en áður, sé að beita djarfari stefnumótun. Ekki síst, beita mun öflugari úrræðum en fram að þessu hefur verið beitt, til að lækka skuldir almennings og fyrirtækja. En, mjög varasamt mun reynast, að keyra mál áfram með ofurskuldsett þjóðfélag - þegar síðan olíuverðshækkanirnar dembast svo á í ofanálag og þau samdráttaráhrif er þær munu hafa hér og víðsvegar út um heim.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stóru kreppunni sem kemur á 30 ára fresti verð ekki frestað lengur enda búinn að vera í farveginum frá um 1980, nýfrjálshyggja að lána meðan veð er í byggingu í mest lagi 5 ár sneri að þróunarlöndum og hluti að skapa eitthvað gera í góðum tilgangi.
Lissabon setti striki í reikninginn og EU á í harðri keppni við USA og Kína að söng Angel Merkel. USA fjárfestar keyptu áhættu tryggingar eftir Lissabon og er allir að hverfa þaðan á jákvætt rauntekjusvæði.
Veikleikar EU eru hvað þeir eru háðir Rússum um Orku. Evran verður að styrkjast gagnvart þjónusturíkjum fullvinnslunnar sem EU stefnir alfarið á.
Styrkur USA er að hafa sparað sínar gnægtir og selt Kínverjum ógrynni dollara sem rýna um 3,0% á ári að raunvirði. Einmitt fyrir orku og hráefni á fullvinnslu formi.
Hvað ætil USA græði mikið á Dollara sölu? Einnig er mjög erfitt að rukka slíkt herveldi inn.
Lissabon segir EU stefna á hliðstæða hernaðaruppbyggingu og Atlandshafið sé þeirra samkvæmt fornum hefðum. Þetta á styrkja viðskiptahagsmuni þeirra.
Þess vegna minnka markaðir Þýskalands á hverjum degi í USA
Búum okkur hryllilega kreppu og stöndum saman með fyrrum Nýlendum.
Vesturlönd [EU] í kreppu þolir ekki hækkandi orkuverð allan þennan tíma án þess allt sjóði upp úr. Á kreppu tímun hugsar hver um sig og gildi þjóðremburnar vaxa sjálfkrafa af því það er arðbært.
EU sem heild er algjörlega það markmið að framleiða allt sjálft á verkskiptum lámarksverðagrunni orku og hráefna.
Sjálfstæði er sjálfbærni um orku og auðlindir. Reiðufé opnar allar dyr. Skuldugir einangrast.
Júlíus Björnsson, 10.2.2011 kl. 19:22
Við þurfum að hefja stórtæka ræktun á iðnaðarhampi og vinna úr olíu og margt annað sem nýta má þessa miklu nytjajurt í (frábært byggingarefni fyrir hús t.d), olían úr hampi stendur þar að auki hinni hefðbundnu frama á öllum sviðum (mun kuldaþolnarir t.d). Ef við ætlum að ná sjálfbærni á sem flestum sviðum er iðnaðarhampurinn lykilplanta. http://www.youtube.com/watch?v=_GZjwTnKSAg
Georg P Sveinbjörnsson, 10.2.2011 kl. 21:34
Sæll Georg. Hef ekkert beint á móti hampi - en mér finnst þó ólíklegt að ræktun á eldsneyti sé mjög praktísk í mjög miklum mæli, einfaldlega vegna þess hve mikið land þá þyrfti. Óhjákvæmilega myndi mjög stórfelld ræktun á iðnaðarskala keppa við aðra ræktun, og hækka verðlag á matvælum. Það skiptir engu hvort jurtin geti eins og sagt er um repju notað lélegt land, því þegar þú ert kominn út í iðnaðarskala ræktun, þá fylgir henni ákveðinn rökhyggja. Hún er sú, að þú vilt hámarka magn er þú ræktar - þú færð stærri uppskeru á betra landi - að auki, þú vilt vera sem næst samgöngum - síðan að landið þarf að vera gott yfirferðar fyrir uppskeruvélar o.s.frv.
Þú endar óhjákvæmilega á því, að vera keppa um besta landið, við aðra ræktun.
Þetta er megingalli þeirrar hugmyndar, að rækta eldsneyti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.2.2011 kl. 23:18
Júlíus - forgangsröðun okkar:
"Skuldugir einangrast."
Eyða skuldum. Því miður er ekkert sem við getum gert í því að láta gjaldeyrisskuldir okkar hverfa með hraði. Valkostir, að standa við erfiða skuldabyrði eða neita að borga. En, við getum gengist fyrir því, að eyða upp innlendum skuldum. Losa innanlandshagkerfið úr þeim viðjum.
"Sjálfstæði er sjálfbærni um orku og auðlindir."
Þetta er næsta forgangsatriði.
"Reiðufé opnar allar dyr."
Þetta kemur, síðast af atriðunum þrem. En, ég tel að viðsnúningur sé mögulegur, þó við myndum fara þá leið að borga ekki. Það mun krefjast varfærinnar peningastjórnar hér innanlands, því ríkið má þá ekki taka of mikið af virðisaukanum til sín. Heldur verður nægilegt af honum að verða eftir í hagkerfinu, svo viðsnúningur þess geti hafist. Eftir að innanlands skuldir hafa verið lækkaðar verulega.
Þá verður smám saman mögulegt, að fara að safna peningum á ný.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.2.2011 kl. 23:24
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_European_countries_by_GDP_(nominal)_per_capita
Hér má sjá hvernig falsar ráðstöfunartekjur Íslands hafa hrapað í augum Alþjóðsamfélagsins frá 2007. Skoða dálkanna fyrir neðan Kortið.
Íslensk sérfræði í langtíma fjármálum og efnahagstjórnum er í samræmi við þýðingar á alþjóðlegum fjármála hugtökum síðustu öld.
Ég lærði hinsvegar tungumál frá byrjun með því læra skilgreiningar tungumálsins sjálfs á því hvað orðin þýða.
Mannauður hér er því miður algjörlega vanhæfur að taka ákvarðanir fjármálum í Alþjóða samhengi sagt.
Hagvöxtur: verðbólga + fasteignbólga - viðskipta halli:
Verðbólga er hækkun á heildar reikingum vegna vöru og þjónustu fært til tekna.
Fasteignbólga er hækkun á reikningum vegna fasteignakaupa [mannvirki, skip, flugvélar] fært til tekna.
Sálfræðilega eða markaðslega er best hafa viðskiptajöfnuðinn 0 jafnvel neikvæðan til að forðast neikvæð viðbrögð frá keppinautum. Ég er ekki bara góður stærðfræðingur.
Ég þekki markaðinn. Fólk vill vinna hjá mér. Ég hef enga samúð með þeim sem reka fyrirtæki og geta ekki haldið starfsfólki, þetta fólk á ekki að vera inn á þingi. Rekstur sem er samkeppnifær heldur hæfu starfsfólki. Ríkið þegnum. Engin keðja er sterkar en veikast hlekkurinn.
Þegar ég var 6 ára smali var mér kennt að horfa ekki allta á rassinn á sömu rollunni.
Heldur alltaf þeirri öftustu. Þetta gerir kröfu um víðsýni og meiri hreyfingu.
Tekju og gjaldaliðir í rekstri eru oftast margir. Samt sem sem áður þarf að hámarka alla tekjuliði og lámarka alla kostnaðarlið til að ná fram hámarksávöxtun.
Þetta geta alls ekki meðalgreindir og reynslulausir sérfæðingar. Flest einbeita sér að einum tekjulið og einu kostnaðarlið.
2,0% raunávöxtum getur horfið gjöldin eru 2,0% of há eða 2,0% teknanna er of há.
Hreint bókhald tryggir nákvæmni og yfirsýn 100%. Hér hafa fáir reynslu af 100% hreinu bókhaldi. Ekki einu sinni endurskoðendur.
Gjaldeyrir eru ávísanir og í sjálfum sér jafngildi vara. Gjaldeyri þarf að afskrifa í samræmi við það sem hann vísar í.
Þess vegna reka menn hlutina á raun tekjum það er tekju fyrir afskriftir.
Verðbætur erlendis eru vextir umfram raunvexti og notaðir til að lækka vexti þegar ávísanir ríkisjóðs eru yfir eðlilegu umfram magni. Færðar á biðsjóðs. Mjög brýnt er að gera þetta reglulega í öllum fjármálgeirum, því styttri uppgjörstímabil því meiri ónákvæmi. Þess vegna er algengt að núll stilla þetta ávísanafals á fimm ára fresti. Málið er að stundum er sömu krónu velt nógu oft að það myndast innstæða eftir á.
Enn í dag í Arabaríkum er það glæpur ef almenningur gúmmar. Einmitt vegna þessa eru engar opinberar upplýsingur um þetta stjórnsýslu mál.
Það að koma þessu úr umferð of troða í balloon lífeyrisjóði með 6% prósent almennri raunávöxtunarkröfu hjá íbúðalánasjóði til eilífðar er komið sem hægt er reikna út tryggingarstærðfræðilega með til til iðgjalda og fólksfjölgunar. Hinsvegar virðist gleymast þetta eru verðbætur en ekki leigu tekjur. Almennir lífeyrisþegar eru heldur ekki forréttindastétt í neinu ríki utan Íslands. Neyslan er mest þegar líkamsbrennsla er mest. Þetta lið skapar mest af innri þjóðartekjum ef það fær til þess fjármagn.
Allar stjórnsýslur sem hafa áhrif keppast um að halda sínu sæti í virðingarstiga alþjóðasamfélagsins frá upphafi siðmenningarinnar. Annað væri þröngsýni og skammsýni sem er kallað insular af yfirstéttinni erlendis í 1000 ár.
Nýja Ísland hefur ekkert val í framtíðinni nema í samræmi við ráðstöfunartekjur, sem er næstum helmingurinn af þeim sem það hafði 2007. Brussell getur ekkert hyglað Íslandi á þeim forsendum að það fjárfesting eða potential Kandidat meira. Vafalaust þarf að skera niður í Brussel eins og annarstaðar í EU. EU sker öðruvísi niður en stjórnsýslan hér, þeir skera niður kostnað sem ekki ber vsk.
Fjármagns eða fjármálakostnað. UK er ekki restin af EU.
Safna peningum til að eiga á móti afföllum er ein skynsami sparnaðurinn. Geta gert ráð fyrir sem minnstum affölum er arðbærasti kosturinn.
ERGO sparnaður er ekki markmið.
Besta þekkt viðurkennda vörn í efnahagstríði er að afskrifa í varasjóði til lækkunar á eiginfé. Lát fara lítið fyrir sér í Alþjóðsamfélginu. Byggja um innviði síns samfélags.
Aldrei sína öll tromp á hendi. Aldrei tala með andliti og augum. Það túlkast hjá yfirstéttinni sem vanþroski í samskiptum. Tala um tölur.
Stærðfræði er nauðsynleg en ekki fullnægjandi í alvöru viðskiptum.
Hér þarf að uppfæra mannauðinn í sumum geirum.
Fjárfestingar banki Þjóðverja og Frakka og hans fylgi lið setur Lúxenborg í efsta sæti virðingarstigans m.t.t. Íbúafjölda.
https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/fields/2199.html?countryName=Iceland&countryCode=ic®ionCode=eu&#ic
Hér er list yfir sparnað utan ríkjananna. Upplýsingar frá Lúxemburg eru ekki fyrir hendi. Mér sýnist við fyrstu sýn að Ísland eigi lítið í samanburði.
Júlíus Björnsson, 11.2.2011 kl. 02:05
Áhugaverð þessi síða með samanburðinum um þjóðarframleiðslu per mann mælt í dollurum. Samfóar eru með þá æðislegu hugmynd, að hækka gengi krónunnar - þannig lagist staða þjóðarinnar og skuldir lækki. Magnað hvað sumt fólk getur verið veruleikafyrrt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.2.2011 kl. 22:23
Þetta eru alda gamlar hefðir. Forfaðir minn var hernaðarmálráðherra í ríki Dana í byrjun 18.aldar.
Sérstaða dollars er algjör því þeir halda umframmagni í skefjum heimamarkaði með leyniþjónustu og 3,0% bindisskyldu. Vegna þess að umfram magnið til afskriftar samsvarar verðrýrnun 3,2% á ári síðust 30 ár samkvæmt opinberum mælingu ferill er upp og niður nálgaður með línu með hallatölu 3,2% sem skilar um 96% rýrnun á 30 árum.
Hér er gert opinberlega í ræðu og riti fyrir veldisvísislegum vexti verðbólgu óháð tíma.
Þessi ferill getur myndast á medium term 5 ára tímabilum ef vextir hafa verið lágir í 3 ár þá búast menn við uppsveiflu til að 5 x 3,2% verðbólga markmiðið hafi nást.
USA: Þegar ný hverfi eru í byggingu á fimm árum má lána í dag byggingarvertaka í ljósi samþykki stjórnssýslu fyrir byggingar kostnaði meðan veð er að byggjast og væntanlegar fasteignir að seljast. Þar gildir alltaf að fyrstir koma og fyrstir fá, verð byrja lágt og rjúka upp. Svo er þetta ævintýri búið að verður sígur niður í sitt stöðuleika marksverð. Um þessi áhættulánaform heldur svo kallað Baalloon lán.
Hér voru þessi lánsform notuð til að skapa eftirspurn á markaði. Vafalaust um loforði um af skriftir ef ráðbruggið gengi ekki upp. Sennilega fyrirframgreiðslu til að starta nýrri kennitölu.
Almennir neytendur borga 80% með Primelánum fastra vaxta og jafnra greiðslna allan lántímann til 30 ára 4,99% til 7,99%. Hin 20 % með breytilegum vöxtum sem fylgja venjulega CPI geta því og verið með lægri afborganir til að byrja með ef verðbólga er lág á því sölu tímabili. Allir USA sérfræðingar segja að fyrir vinnuaflið gildi um Prime lán 2,0% max raunvextir + 3,2% CPI. Þessi subprime lán Ríkissjóðs USA voru gagnvart liði sem átti ekki fyrir útborgun til 5 ára með samning við Séreignabanka að taka við með eðlilegu lánsformi.
Íbúðarlán hér eru svona 25 ára í grunni [tryggir nýlán] subprimlán sem engin veit hvenær þroskast Heildarskuld á 1. veðrétti er kominn niður fyrirveðbönd, en allir vita að uppgefinn byrjunar raunvaxta krafa er 4,5%. + CPI + eiginfjárviðbót.
Þegar þetta fals komst upp hér sögðu erlendir lánadrottnar [höfðu ekki áhuga um vitneskju fyrr] um þess söfn 40% 50% aföll á þeirri mælikvarða. Hér eru tölur um þessi, annarstaðar 80% örugg langtímalán frá 1995 um greiðsluerfiðleika, vanskil, yfirdrætti og yfirtöku með nýjum samskonar lánum hrikalegar. Þetta má alls ekki einkenna Prime lán erlendis. Er til skammar í efnahagsreikning þjóðar að auglýsa 80% home loan morgtgage indexed [minmal 4,5% real intrest].
Þótt séreignarbankarnir með illa upplýstum stjórnendum um langtíma bankastarfsemi hafi upp úr aldamótum sótt um opnum útbúa til losna við milliliðakostnað vegna lána til bygginga húsnæðis yfir vinnuaflið þá hljóta menn að spyrja hvernig það geti verið í samræmi við góðærið hér. Geta ekki viðhaldið max 3,0% aukning á eftirspurn eftir nýju.
Þá 2004 þurfti að gera Bresk Alþjóðlega úttekt [endurskoðun] á veðsöfnum hér og strax í kjölfarið var AGS sett í málið og setti fram skýrslu sem byggir upp greiðslu þrot hér, innan nokkurra mánaða. UK leifðu útbúin til að þeirra vildarvinir kæmu sem best út.
Lesi maður tilskipun 94 frá A til Ö þá eru lýst sem gerist í kjölfar þess að byggt er upp greiðsluþrot eins útibús. Allir reyna að bjarga sér næstu 48 mánuði, gróft að halda því áfram eftir hrun.
Tilskipun 94 gerir líka ráð fyrir samstundis lokun og frystingu innstæða allra tengdra aðila og lykil viðskiptavina. Þetta kennir reynsla Evrópumanna okkur.
Hinsvegar geta Bretar ekki farið með bullið úr mér fyrir nein Dómstól. Fresta þess heimta að máli fari fyrir EU dómstól [því verður hafnað]og láta falskröfur í pundum og evrum rýrna á meðan. Til að hækka verð á útflutning [styrkja krónu] þarf að reyna selja til Asíu og USA með vöruviðskiptum [og dollurum]. Þá styrkist okkar staða gagnvart vöru viðskiptajöfnuði við EU. Við höfum Val sönnum um sjálfstæði sem borinn er virðing fyrir.
Hver kaupir krónur á hærra verði en UK og EU ef við höfum engar ráðstöfunartekjur til greiða afföll og ekkert til að selja?
Mikil samþættingar viðskipti í kjölfar EES styrktu krónu þá koma hákarlar til að kaupa krónubréf til að flýta sér burt þegar samþættingu lokið.
Í Fjármálheiminum gildir ekkert réttlæti og hefur aldrei gert, þar gildir hernaðarmáttur og greind útsjónarsemi og allt sem sannast ekki ólöglegt. Ísland getur ekki haft svona barnalega aðila í lykilstöðum stjórnsýlunnar.
Herir hennar Hátignar og útrása riddara hafa alltaf verð bankarnir og svo þeir sem rukka inn ef í hraðbakka slær. Hvernig geta Íslendingar orðið svo insular að ímynda sér að competition geti ekki þýtt keppni.
Oxford
the activity or condition of competing against others. ▶Ecologyinteraction between species or organisms which share a limited environmental resource.
an event or contest in which people compete. ▶those with whom one is competing: you have to innovate to stay ahead of the competition.
á móti ekki sam : þetta skiptir öllu máli. against not with.
Erlendis á heimamarkaði gengur þetta út á að sýna lægstu raunvexti. Hér að sýna mestu greiðsluerfiðleika; raunvextir eru verðtryggðir með eiginfjár uppbót. Eigna verðbætur eru skuldir til að byrja með til lækkunar eiginfjár. Sem bíða þar til greiðsla er kominn.
Milli Ríkja gengur þetta út á að græða á hinu út í rauðan dauðan. UK myndi aldrei líða að breskur banki tapið pundum í útlendinga. Enda er eftirlit með þessu líka undir leyniþjónustu hennar Hátignar: sem á að kæfa eldinn í fæðingu.
Seðlabanki EU gefur út verðskrá á krónu gagnvart evru til leiðbeingar og Englandsbanki gagnvart pundi. Ísland geti keypt krónur af sjálfum sér?
Hinsvegar hækkar krónan ef einhver telur útflutnings verðmætari en UK og EU.
Júlíus Björnsson, 12.2.2011 kl. 00:24
Auðvitað hækkar raunverðmæti gjaldmiðilsins okkar einungis með auknum útflutningsverðmætum, þannig að hugmyndir Samfóa að hífa gengið og lækka þannig skuldir, er sambærilegar við hugmyndir útrásarkóna í viðskiptalífinu þ.s. þeir bjuggu til loftbóluverðmæti.
En, skv. áætlun ríkisstj. verður gengið krónu hækkað á þessu ári upp í cirka 150 á móti Evru. Þetta hefur verið draumagengi þeirra lengi. Draumur um að tengja krónuna við Evru á þessu gengi.
En, innan hafta er þetta einungis loftbóla.
Nema ef búinn er raunverulega til umtalsverð aukning verðmætasköðunar þannig að raunhagvöxtur skapast, þá má það hugsast að raunveruleikinn mæti þessu skráða gengi, sem þeir planleggja.
Ég hugsa, að hugmyndir um 2. risaálver, sé upphugsaður grundvöllur þess, að það gengi standist.
------------
Hættan er sú, að þær áætlanir eru þegar ár eftir áætlun. Þær ástæður er hafa tafið þetta um ár, eru enn til staðar.
Í dag byggist afgangur af útflutningi einungis á hruni lífskjara því er varð við hrunið.
Það verður að vera mikill afgangur, svo landið fari ekki í greiðsluþrot.
Gengið má ekki hækka svo mikið, að aukning innflutnings landsmanna, eyði upp þeim afgangi er þarf til.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.2.2011 kl. 02:22
EU er í keppni gegn USA og Kína, staðreynd. mest recession í EU staðreynd, orkukreppa verst fyrir EU staðreynd. Recession minni í UK en EU staðreynd. Á að flytja ál til Asíu? Þar sem eftirspurnin er mest.?
Íslaendingar hafa ekiki vit fyrir markaðinum utan Íslands sem betur fer.
Þetta er all spurningu hvort líkur gangi ekki eftir og Samfo sýnin verði að veruleika.
60% af tekjum Íslendinga er í evrum styrkist gengið gangvart evru miðað við að bæði gengin rýrni jafn hratt. Þá eru það hagstæðari vöruviðskipti fyrir Íslendinga.
Hagvöxtur= verðbólga + fasteignabólga - viðskipta halli.
Raun Hagvöxtur =
Hagvöxtur - verðbólgu afskriftir - fasteigna afskriftir - viðskipta halli.
Depreciation
Álver flokkast undir samkeppni grunn EU ef súrálið á að fara sem ál í fullvinnslur og á neytendmarkaði EU. Þá sér Kommission í Brussel að planta þeim niður samkvæmt millríkja samingum.
EU byggir ekki upp Kína eða USA. Það eru engin þörf fyrir álver í EU til 2041
Lettar og Íslendingar vega ekki þungt í menningarsögu EU.
CIA
Icelandic kronur (ISK) per US dollar - 139.319 (2010), 123.638 (2009), 85.619 (2008), 63.391 (2007), 70.195 (2006)
Júlíus Björnsson, 12.2.2011 kl. 04:21
Allar viðskipta nótur sem fara í neyslu almennings auka hagvöxt. Íslensk fullvinnsla sem skilar mestum hagstæðum tekjum til að lyfta Íslandi upp. Prim veðlána grunnur eykur lánshæfi og lánstraust og lækkar vexti inn í landið. Þetta gildir bæði í Þýskalandi og USA. Þess vegna á ekki geyma peninga í sjóðum sem krefjast 3,2% vaxta á ári í USA til að rýna ekki. Setja á þá eins og hér 8% raunvaxti í gegnum íbúðalánasjóð til að eiga fyrir endalausri fólksfjölgun.
Ég lít svo á að ef okkur fjölgar um 30 % án innflutnings á tímabili þá fjölgi vinnandi um sama á tímabili. Þetta réttléttir ekki hækkum raunvaxtakröfu vegna eðlilegar fólks fjölgunar.
Þess á ekki að vera að gambla með neyslutekjur almennra borgara heldur hafa hann í beinflæði kerfi: fastaupphæð á öll laun til skiptingar þeir sem þiggja fái allir sömu grunnbætur, öryrkjar eftir þörfum. Svo geta verið frjálskerfi til hliðar: sub. Þetta lækkar íbúðalán og skapar tækifæri til almenns sparnaðar að eigin vali. Brjóta upp fyrirtæki til að fá fleiri í samkeppni til að auka val og aðgengi og skapa meir af jákvæðum viðskiptatekjum. Því fyrr sem fólk lýkur námi því fyrr getur það farið að skapa viðskipatekjur velja dýrt og gott.
Svo er hægt að færa fullt af menntun í frjálsa skóla án ríkistyrkja. Það skapar enþá meiri viðskipta nótur t.d kvöld námsskeið.
Júlíus Björnsson, 12.2.2011 kl. 04:59
Mér lýst reyndar ágætlega á að heimila einhvers konar strandveiðar smábáta segjum 9,9m eða tonna viðmið, sem hafi heimild til að veiða með línu jafnvel reknetum innan tiltekinna stærðamarka. Þetta gildi á tilteknum svæðum innan lögsögu, ef til vill 5 mílur. Innan þess svæðis sé togurum óheimill aðgangur. Veiðum bátanna stýrt með veiðidögum.
Þetta getur eins og þú bendir á, verið ferðamannavænt.
En, ég sé enga skjóta leið til að auka útflutningsverðmæti um 80%.
Þetta verður að vera sitt lítið af hverju:
*Tækifæri í loðdýrarækt.
*Tækifæri ef til vill í ræktun erfðabreytts byggs, sem inniheldur erfðaþætti sem leiða til myndunar virkra efna, sem nýtanleg væru t.d. við lyfjagerð. Hugsanleg sóknarfæri samvinnu landbúnaðar og lyfjaiðnaðar.
*Gera e-h við allt þetta ál, sem flutt er héðan. Byrja á einhverjum tiltölulega einföldum málmsteypum. En, þarna geta verið miklir möguleikar - en þetta er í reynd þekkingariðnaður, og það mun taka tíma að læra þá tækni sem aðrir eru orðnir góðir í - í dag.
*Spurning um olíuna fyrir norðan.
*Spurning um, að framleiða metan, svo landbúnaður kafnvel geti hætt innflutningi eldsneytis.
*Spurning um að framleiða metanól, til íblöndunar í eldsneyti.
**Auðvitað ekki síst, að krefjast þess að öllum fiski sé landað hér, svo hærra hlutfall virðisauka eigi sér stað hér. Þetta getur þó krafist þess, að við hættum í EES.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.2.2011 kl. 22:31
Ég sé nú að gjaldeyrishöftin, eru til að halda um tímabundið AGS viðskiptjöfnuar gengi. Gjalddeyri er seldur í tapi [AGS gengið], sem er takmarkað. Innstreymið safnast upp og er notað til að greiða niður dýrustu okurlán stjórnsýslunar, sem eignfærir og ávaxtar eðlilega verðrýninu á gjaldeyri og veðbréfum: skuldfæri svo á vinnuaflið. Fer í fjármálkeppni án varsjóða til tryggja samkeppni færni. Litlir lándrottnar þegar skammtímavextir hækka á þeirra ytri mörkuðum grípa til að greiða niður vexti sinni skuldunauta til að halda skilum og veltu stöðugri á langtímalánum og byrja svo að greiða skuldir niður við sína lándrottna ÞANGAÐ TIL UM HÆGIR OG VEXTIR NÁGAST langtíma VERÐBÓLGU MARKMIÐ.
VIÐ GETUM EKKI LAGT ÁHERSLU Á AÐ FJÖLGA AUÐLEGAR SKATTAGREIÐENDUM heldur fjölga þeim sem þurfa ekki að nýta persónu afslátt.
Hér þarf áherslubreytingar og grunnbreytingar. Þá gerast hlutirnir nánast sjálfkrafa í þá veru sem þú lýsir. Upp úr frjóum grunni kemur raunverulega uppskera sem getur skilað meiri uppskeru.
Uppskera kemur ekki að ofan nema í ævintýrum.
Júlíus Björnsson, 12.2.2011 kl. 22:53
Já, þetta virðist allt miðast við að bjarga ríkinu - en menn virðast ekki skilja að ríkið kemst ekki af án þjóðfélags, en þjóðfélag getur lifað án ríkis. Öllu er mokað á þjóðfélagið, gert allt til að ríkið líti tiltölulega vel út - reikningslega séð. En, áætlanir um mjög stóran áframhaldandi hagnað á viðskiptajöfnuði, getur vart þítt annað en að reiknað er með lágum lífskjörum til margra ára, þannig að almenningur eins og þú segir borgi. Meðan lækki ríkið skuldir sínar jafnt og þétt.
Draumurinn um Evruna og 60% viðmiðið er þ.s. Samfóar stara á. Þá á allt að verða gott. En, í efnahagslegri lágdeyðu stöðnunar, getur alveg verðbólga og vextir haldist lágir.
En erfitt er að sjá samhengi síðar við aukinn hagvöxt - eins og Samfóar virðast halda. En, þeir nefna að Evrunni hafi fylgt aukin viðskipti og verlsun yfir landamæri, en á sl. áratug var í reynd fjárfestingar- og neyslubóla í Evruhagkerfinu búin til af mjög lágum vöxtum. Síðan, mun olíuverðssprengingin dynja yfir, og fara draga úr heimsverlsun, og minnka flutninga um langar vegalengdir.
Vandinn er þegar draumur verður þráhyggja.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 00:41
Vörviðskipt er 80% til 100% grunnu viðskipta milli efnahagslögsaga Competition:Ecologyinteraction between species or organisms which share a limited environmental resource: þetta er grunn mynd af EU.
Vöruviðskipti til að báðir geti grætt heima fyrir ekki annar á hinum. Ef Ísland græðir á EU er gróðinn borgaður í cash: þetta er val sem gefur af sér vald. Þessvegna er fylgst með flæðinu í báðar áttir af hagsmuna aðilum.
USA og UK hafa 80% Prime markað og 20% subrime markað heimi fyrir. subprime er óreglan sem öllu skammtíma sérfræðin snúast um.
Þessi ríki eiga gífurlega hlutdeild í gegnum fjárfestingar út um alla heim: Um það fjalla þeirra alþjóðlegu markaðsfræði. Alþjóðlegu Matsfyrirtækin þeirra eru þess vegna alþjóðleg til að þjóna hagsmunum sinna ríkja.
International merkir ekki á ensku: eigna allra þjóða: heldur það sem snýr að alþjóða samfélaginu gagnvart þeim enskumælandi í USA og UK: mælt á þeirra mælikvarða.
Allur vitræn rekstur byggir á því aðgreina það sem er Prime frá [stöðugt og öruggt og einfalt] 100% til 80% og því sem sett er til hliðar fyrir sérfræðin.
Alþjóðleg greining í USA er líka því samræmi að utan USA séu markaðir Prime og subPrime. Á subPrime grundvelli leika hinir greindu sér að þeim minna greindu.
Í efnahagslegum rekstri er greinartæknin að raða saman brotum til að skilja samhengið í samræmi: ágæt á það sem er brotið eða suBprime. Þegar menn hafa vald á því sem er Prime þekkt og einfalt.
Í mínu námi [minni reynslu] tryggir fullkomið vald á grunni einkunn 8,0. Alræðisvaldið er vart mannlegt en stefnir á 10.
Síðast liðin ára tug hafa Frakkar og Þjóðverjar verið í keppni við Kína og USA [+UK] um að auka sínar innri tekjur. Þeir svar við mannfjölgun er að svara hærri vöxtum á Alþjóða mörkuðum sem myndast vegna þess að rúmtak veltu minnkar eðagreiðslu skulda minnkar þá er reynt að auka hana með hærri vöxtum. Vörn andstæðings í keppninn er að að ganga á varasjóði til að hald vöxtum niðri á sínum mörkuðm. Til að tefja veltu samdrátt hjá sér.
Milliríkja samningar EU hingað til hafa verið vaxandi ógnun við alþjóðahagsmuni USA og UK, þess er einfalt að álykta að þeir séu pína EU til tæma sína varsjóði til að vekja hana efnahagslega. Varsjóðum má líkja við brynjur í í fjármálviðskiptum hjá þroskuðum hernaðlega hugsandi þjóðum. Ekki er allt gull sem glóir. Mót keppandi sem annar hugsunarlaust út í keppni og hermir allt eftir hinum aðilum [án gagnrýni] á engan séns því hans næst leikur er alltaf vitaður fyrirfram. Þetta vitum við höfum greindina og reynsluna. Þetta er mjögt þekkt í alvöru fjámálkeppni. Til dæmis að kaup bréf í vonlausri fjárfestingu til að 10 sinnum fleiri geri það sama og selja síðan hægt og rólega.
Ég skammast gífurlega fyrir fjármálamannauðinn hér.
Sjóvá er gott dæmi um þá grunnbreytingu sem hefur orðið hér hvað varðar gæði grunnmenntunar allra Íslendskra einstaklinga, ekki bara bara hinna fjölmörgu grunnlausu eða grunnlitlu sérfræðinga, [sem hafa ekki 10 í tvíhliðabókahaldi og grunnstærðfræði eftir loka útskrift eðaverklega reynslu með tillit til ábyrgðar fyrir 33 ára aldur]. Ólafur B. Thors gefur mér tilefni til að álykta að ef einn stjórnandi eða meiriháttar hlutahhafi eftir hans dag sem tengist Sjóva hefi haft dómgeindina í lagi þá væru hlutir öðruvísi í dag.
Þess er mér spurn hvers ekki er búið af afskrifa sömu aðila úr allri ráðgjöf og stefnu mótun í dag. Þess þekkja ekki mun á Prime og sub-Prime.
■ prefix
at, to, or from a lower level or position: subalpine. ▶lower in rank or importance: subdeacon.
somewhat; nearly; more or less: subantarctic.
denoting subsequent or secondary action of the same kind: subdivision.
denoting support: subvention.
Chemistry in names of compounds containing a relatively small proportion of a component: suboxide.
from L. sub 'under, close to'.
Þessi merking er almenning í dag sem áður venjulega hulinn. Kannski er það ástæðan fyrir því að supPrime var sett undir hér: sem grunnur.
Allir voru undir nafna mínum Júlíusi Ga-ísar á sínum og því allt til hliðar við hann.
Hér gildir hærri vextir krefjast minna veðhlufallas. Hér með verðtrygginu 1983 átta að lækka veðmörk íbúðarfasteign ekki hækka miðað við 66% heldur færa þau niður í 20% til 40%.
Júlíus Björnsson, 13.2.2011 kl. 02:44
allt kom til greina bara geng því að endurreisa fjármálagrunninn. Það sagði AGS að myndi verða almenning dýrt til langframa. Skömmu eftir hrun við lándrottna á heimsíðu sinni.
Júlíus Björnsson, 13.2.2011 kl. 03:41
Það getur verið rétt hjá þér, að últralágir vextir sl. áratugar, hafi verið úrræði Frakka og Þjóðverja, til að verjast samkeppni frá Kína.
Vandi er að þ.e. mjög erfitt að búa við últra lága vexti. Ódýr lán valda alveg þráðbeint hækkunum á húsnæði - vegna ukinnar eftirspurnar.
Að lán verða ódýr, framkallar mikla eftirspurn eftir lánsfé og bankakerfi þrífast sem aldrei fyrr, blása út.
Menn fara að slá lán fyrir öllum fjandanum - þetta skapar eftirspurnarbólur.
Eftir húsnæði, eftir hlutabréfum, á mörkuðum þ.s. gæði ganga kaupum og sölum, eftir fyrirtækjum, og auðvitað almennum neysluvarningi.
Þ.e. alveg þráðbein tenging milli allra þeirra eftirspurnar- og fjárfestingarbóla sem voru á sl. áratug, og þeirra últra lágu vaxta sem til staðar voru.
Þ.e. ekki auðvelt að halda aftur af hagkerfi, þegar slík ofurkynding er til staðar.
Svo ég lít á fj. þeirra bóluhagkerfa er átti sér stað innan Evruhagkerfisins, sem beina afleiðingu þeirrar peningastjórnunar. Ég er einnig viss um, að Ísland hefði ratað í mjög svipuð vandræði og t.d. Írar.
Valið um krónu vs. evru í þessu samhengi, snýst eiginlega eins og ég lít á þetta, um það hvor gjaldmiðillinn býður upp á þægilegri leið til hagkerfislegs viðsnúnings þegar kreppa skellur á. Þá er áhugavert að skoða þá staðreynd að Grikkland, Spánn og Portúgal - Ítalía að auki, enn eru með viðskiptahalla, þarf af Grikkl. og Portúgal mjög mikinn halla, eða milli 8-10% af vergri þjóðarframleiðslu á hverju ári.
Þetta sýnist mér vera stóri vandinn, þ.e. aðlögunarvandinn.
Ég get ekki séð hvernig Ísland hefði komist hjá greiðsluþroti - við sambærilegar aðstæður. Hefði sennilega farið í björgunarpakka á undan Grikklandi.
En, ef laun hér væru eins og í Grikklandi og Portúgal enn lítt lækkuð, þá sé ég ekki annað en að mjög alvarlegt hrun hagkerfis væri á leiðinni. En, ég einfaldlega trúi því ekki, að lánadrottnar myndu halda áfram að selja vörur hingað til lands gegn kredit, ef heildarskuld hagkerfis væri að stefna hraðbyri á 400% og áfram væri ekkert útlit fyrir viðsnúning á viðskiptahalla - en sem dæmi er enn spáð um 8% viðskiptahalla í Portúgal af AGS 2015.
Þannig, að þá sé ég fyrir mér vöruskort. Versnandi, þ.s. útflutningur og tekjur út á við væru í stöðugri hnignun. Eina stöðuga væri álið.
Auðvitað atvinnuleysi í tugum prósenta og mikinn brottflutning.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.2.2011 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning