Bandaríkjastjórn virðist vera að plotta með egypska hernum, og stjv. í Berlín, að Mubarak fái að dvelja á lúxusheilsuhæli í Þýskalandi - restina af æfinni!

Þetta bendir til þess að það sé rétt, að Mubarak sé orðinn mjög nærri því valdalaus. En, hann kvá þjást af krappameini, og hefur víst verið að mæta reglulega í meðferð í Þýskalandi.

Í dag skv. fréttum dvelur hann hann í sumarbústað í bænum Sharm el-Sheikh við Rauðahaf. Önnur vísbending um að hann sé í reynd ekki lengur við stjórnvölinn. Þó enn gegni hann formlega embætti forseta Egyptalands.

"Mubarak, 82, is in poor health and suffering from cancer. His sickness serves as an ideal alibi to frame his exit from the political scene without the military appearing as though it had to resort to extraordinary measures to remove him or bend to the opposition’s demands....Meanwhile, negotiations are under way over how to handle the billions of dollars worth of assets that Mubarak’s family is attempting to retain."

Spurning hvað þýsk stjórnvöld ákveða? Einnig, hvort þ.e. rétt eða rangt, að taka við gamla harstjóranum, og heimila honum að dvelja þá fáu lífdaga sem hann á eftir, á lúxus heilsuhæli í Þýskalandi?

Clinic Near Baden-Baden Considered For Mubarak :"Currently, Mubarak is residing in the Egyptian Red Sea resort of Sharm el-Sheikh in a holiday villa." - "During the spring of 2010, Mubarak had his gallbladder and an intestinal polyp removed in the Heidelberg University Clinic." - "Talks are already being held with suitable hospitals, particularly with the Max-Grundig-Klinik Bühlerhöhe in the southwestern town of Bühl near Baden-Baden, SPIEGEL ONLINE has learned from sources close to the clinic." - "The luxury clinic has an excellent reputation, as well as a respected oncology department, and says on its website it offers "first-class medical care" and the "comfort and service of a top hotel." Patients are accommodated in suites up to 200 square meters (2,152 square feet) in size."

En rök fyrir því, að heimila honum að fara og fjölskyldu hans að taka með sér einhvern slurk uppsafnaðra auðæfa, er að betra sé að þau fari og þvælist ekki frekar fyrir málum innan Egyptalands. 

  • En ljóst virðist að stjórnarskipti eru að eiga sér stað!
  • Spurningin einungis um hvað akkúrat tekur við?
  • Vonandi verður það ekki einfaldlega ný einræðisstjórn.
  • Heldur einhvers konar bráðabyrgða stjórn - sennilega óhjákvæmilega undir handleiðslu hersins, en með þá stefnu að standa fyrir almennum kosningum eftir 1 eða ekki seinna en 2 ár.
  • Eitt virðist þó öruggt, að herinn heimilar ekki rótækum Íslamistum að taka völdin.
  • En, það má vera, að lýðræði fái samt tækifæri!


Við skulum vona, að í uppsiglingu sé betra stjórnarfar í Egyptalandi, og þróun í átt að raunverulegu lýðræði. En, slíkt getur þá leitt til sambærilegrar þróunar mun víðar um hinn svokallaða Arabaheim.

En, þessi þróun getur tekið einhvern tíma. En að algeru lágmarki, þarf að gefa stjórnmálaflokkum tíma til að verða til - en Mubarak almennt bannaði stjórnmálasarf fyrir utan hans eigin valdaflokk. Síðan þurfa þeir að fá einhvern lágmarks tíma, til að koma sér saman um stefnumál.

1 ár sýnist manni algert lágmark - svo kosningar geti farið fram í góðu skipulagi. En, í dag eru einu skipulögðu flokkarnir íslamistar og valdaflokkurinn. 

Þannig, að tíminn er til þess, að gefa einhverju öðru séns svo kosningar verði síður vatn á millu öfgaafla.

 


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband