Það er óeðlilegt að ríkið sé að gefa Jóni Ásgeiri, og öðrum framagosum í vandræðum, skattpeninga almennings!

Um daginn vakti Páll Magnússon athygli á því, að ríkið væri í reynd í gegnum Landsbanka, að gefa Jóni Ásgeiri stórfé, svo hann geti haldið Stöðvar 2 veldi sínu gangandi.

Páll Magnússon: Landsbankinn er skálkaskjól ríkisins "Það gengur eiginlega út yfir mörk allrar venjulegrar kaldhæðni að skattgreiðendum, sem þurftu að punga út um 280 milljörðum króna, ef ég man rétt, til að endurreisa Landsbankann, skuli gert með afskriftum og endurfjármögnunum að tryggja áframhaldandi eign og yfirráð Jóns Ásgeirs á 365."

Páll er auðvitað ekki hlutlaus aðili, í þessu tiltekna máli - hafandi verið áður á Stöð 2. En, þetta er þó algerlega rétt ábending.

  • Það sem mér finnst óeðlilegt, er að ríkisbanki sé að gefa framagosa í vandræðum, afskriftir af skuldum hans fyrirtækis.
  • Punkturinn er sá, að mér finnst óeðlilegt að afskriftir séu veittar án þess, að hlutafé viðkomandi eiganda eða eigenda, sé fært niður.
  • En, ef félag stendur ekki undir skuldum, sé rétt að færa niður hlutafé þ.s. þá sé fyrirtækið við gjaldþrotsbrún, virði hluta því lítið.
  • Ef, hlutir eru ekki færðir niður, jafnvel núllaðir, þá sé verið að gefa eigendum fyrirtækisins fé skattborgara, þegar skuldir eru gefnar eftir.
  • Því, þá eykst raunverðmæti hluta, úr sennilega mjög litlu eða engu, yfir í nokkuð. 
  • Mér finnst líka rétt, að krefjast nýs hlutafjár á móti.
  • Vel íhugandi, að ríkið taki tímabundinn eignahlut í staðinn - en umbreyta má láni, sem fellt er niður, í hlutafé.
  • Með öðrum orðum, að passað sé upp á hagsmuni skattgreiðenda!
  1. Tek fram fyrst, að ég er ekki að leggja til, að stjórnvöld taki upp beina stjórnun bankanna, eða ákveði hverjir mega fá afskrift lána og/eða hverjum þeir mega lána.
  2. Á hinn bóginn, vitum við öll að margt er að innan bankanna, sem sýnir sig í áframhaldandi fjármálasukki.
  3. Og, ríkisstjórnin sagðist ætla að hreinsa til, en virðist ekki vera að því:

Þegar ég hef talað um þetta á netinu, hafa Samfóar talað í þeim dúr, að ríkisstjórnin hafi ekki rétt til þess, að hlutast til um málefni Landsbanka þ.s. hann sé sjálfstæð stofnun, að óeðlilegt sé að pólitíkusar skipti sér af rekstri sjálfstæðra stofnana.

Sko, þetta er bull og vitleysa: Ég ítreka, að það stóð til að útríma slæmum siðum. Þ.e. ekkert að því, að ríkið setji starfsreglur sem hafa þann tilgang, að breita starfsháttum eða viðskiptaháttum, sem taldir eru óhepplegir. Ég minni á að eftir hrunið var sama fólkið endurráðið í bankana. Það er klárt að þörf er á aðhaldi af því tagi sem ég er að tala um. Ljóst að einungis ef ríkið setur þeim lífsreglurnar sé nokkur von um það, að hegðun breitist.

En, ef ríkið eins og virðist reyndin, dæmir sig úr leik með þeirri heimskulegu hugmyndafræði, að hverskonar afskipti af því hvernig banki í eigu þess hagar sér - starfsháttum hans, séu óeðlileg - þá er í reynd verið að heimila slæmri hegðun að grassera óáreittri.

Ríkið hefur alla burði, allan rétt, til að grípa inn í - setja starfsreglur, ekki bara eigin banka, heldur einnig þeim sem teljast vera einkabankar.

Og, ef hún hlutast ekki til um starfsemina, að því leiti sem þarf, til að nokkur von sé um breitta hegðun. Þegar ríkið það getur, vegna þess eins að viljann skorti.

Þá verður maður að telja ráðherra ríkisstjórnarinnar samseka með því sukki sem viðgengst!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband