Gróðinn af því að stórauka innflutning á matvælum, í kjölfar inngöngu í ESB, verður til muna minni en margir halda. Jafnvel með tíð og tíma - enginn!

Það sem ég vísa til, er hækkun olíuverðs sem ég held að fáir deila um, að muni fara mjög umtalsvert hækkandi næstu árin og síðan næstu áratugina. Þar til, eitthvað annað en olía mun taka yfir.

Þetta víxlverkar við aðrar ástæður, eins og innlenda fákeppni á matvörumarkaði. En, sú mun að flestum líkindum áfram vera til staðar. En, ég bendi efasemdarfólki um það atriði á, að markaður hérlendis fyrir olíu- og bensínvörur hefur svipaða eiginleika þ.e. markaðinum skipt milli fárra stórra aðila sem viðhafa augljóslega þ.s. kallað er fákeppni, þ.s. aðilar snúast sameiginlega gegn nýjum ógnum og samtímis leitast ekki við að ógna stöðu hvers annars. Sá markaður hefur verið frjáls síðan EES samninguinn tók gildi á 10. áratugnum. Fullt verslunarfrelsi á þeim markaði hefur ekki framkallað aukna samkeppni. Heldur er ástand mála óbreytt að mestu samanborið við ástandið áður en fullt verslunarfrelsi komst á.

 

Hvaða áhrif mun hækkun olíuverðs hafa?

  • Kostnaður við alla flutninga á varningi mun aukast í takt við hækkandi verð.
  • Alveg sama hvort um flug - bíl eða skip er að ræða.
  • Þetta mun bitna sérdeilis á okkur þ.s. svo hátt hlutfall varnings hérlendis er innfluttur.
  • Hækkun flutningskostnaðar, mun þíða að verðin sem virðast hagstæð í dag - jafnvel á vöru hingað komin, verða það mun síður á morgun.
  • Sú þróun mun svo ágerast enn frekar, lengra fram í tímann.
  • Það fer auðvitað eftir því hve mikið olían hækkar - en ef þeir sem telja hana verulega af skornum skammti hafa rétt fyrir sér, verða þær hækkanir fyrir rest miklar.
  • Og þá, getur það alveg átt sér stað, að okkar eigin framleiðsla verði kostnaðarlega hagkvæmari.
  • Eitt er víst, að því dýrari sem olían verður, því stærri áhrif mun það hafa á heimsverslun!
  • En mikil hækkun, mun hafa mikil áhrif þar um, og jafnvel geta stórfellt dregið úr flutningum á varningi, yfir langan veg heimsálfa á milli.
  • Það myndi framkalla miklar breytingar á heimshagkerfinu!
  • Þá, græða hráefnarík lönd, með næga markaði tiltölulega skammt undan, eða sjálf með stórann innri markað.
  • Verst fara auðlyndasnauð lönd, með fáar útflutningsvörur.
  • Okkar ástand er dálítið óljóst. Þó við flytjum mikið inn, sem verður enn óhagstæðara í framtíðinni, höfum við nokkrar traustar auðlyndir. Það vegur nokkuð á móti. Þeirra verðmæti, mun fremur aukast en hitt. Svo kannski jafnast mál út.

 

Framleiðslukostnaður færist einnig í aukana!

Verskmiðjulandbúnaður notar mikið af tilbúnum áburði, þ.s. olía er hluti af framleiðsluferli. Slíkur væntanlega hækkar einnig í verði.

Landbúnaðartæki sem nota olíu, en hækkun olíuverð mun að sjálfsögðu auka kostnað af noktun þeirra tækja.

Verðlag á aðföngum eins og korni til þess að fóðra skepnur, mun hækka verðlag á mjólkurvörum sem dæmi, áður en kemur að kostnaði við flutning á hinni endanlegu framleiðslu.

Verðlag á matvælum, mun hækka og það mikið!

Mjög skoðunarvert, er hvort ekki verði mögulegt hérlendis, fyrir landbúnað að framleiða allt eldsneyti til eigin þarfa! Þá á ég við metan! Það myndi auka hagkvæmnina verulega!

 

En stóri punkturinn er!

Það verður hagstæðara í framtíðinni, að hvert land fyrir sig framleiði fyrir eigin þarfir og framast er unnt.

Þannig, að það getur falist í því ákveðin skammýni, að ef Íslendingar velja þá leið, sem leiðir til mikils samdráttar í framleiðslu á þáttum, sem hægt er að framleiða hér. Þá á ég við landbúnaðarvörur. Ekki síst, þegar þær breytingar sem ég er að tala um, þegar eru hafnar.

Að auki, má nefna að innlend framleiðsla sparar gjaldeyri. Gjaldeyri þarf til alls innflutnings. Ef innlend framleiðsla minnkar, og þ.s. áður var hér framleitt er þess í stað flutt inn. Þá minnkar á móti sá gjaldeyrir sem til staðar er, til að kaupa aðra hluti.

En, magn gjaldeyris er takmarkað. Þeirri köku þarf að skipta upp á milli þátta sem eru fluttir inn. Aukinn innflutningur þíðir þá einfaldlega að, minna er til staðar af gjaldeyri til þess að flytja inn eitthvað af öðru í staðinn - en enginn græðir á halla um okkar viðskiptajöfnuð.

Sögulega séð, er Ísland alltaf og stöðugt að berjast í bökkum við það verk, að hindra einmitt slíkann halla. En, halli á viðskiptajöfnuði framkallar skuldasöfnun, sem einungis verður borgaður til baka með því að skerða lífskjör, svo minna sé flutt inn en flutt út um tíma, og sá afgangur er þá verður notaður til að borga þær skuldir niður.

Þetta er galli við það að heimila frjálsan innflutning landbúnaðarvara, sem ekki hefur fengist almennilega ræddur hérlendis. 

En, ábendingar um þetta er yfirleitt svarað með skætingi, af fylgismönnum innflutnings.

En, þ.e. vitað að okkar landbúnaður mun þá skreppa mjög saman, framleiðsla hætta á ímsum hefðbundnum sviðum - en kostnaðarlega getur hann ekki mögulega keppt við núverandi aðstæður. 

Þó það geti breist síðar, eftir að verð á olíu hefur hækkað nægilega mikið, til að innflutningur matvæla sé við það að hætta að borga sig almennt séð, þá getur það verið að þegar að þeim tímapunkti kemur að innflutningur fer að verða mjög óþægilega dýr - að þá verði ekki auðvelt eða sérlega kostnaðarlítið að starta framleiðslu á ný!

En yfirleitt, tekur umtalsverðan tíma, að endurreisa heilar greinar. Ekki hrist úr ermi, nema yfir árabil - sennilega vart mikið skemmri tíma en áratug eða einn og hálfan. En, uppsöfnuð þekking glatast, og verður ekki fljótt endursköpuð. Stofna þar einnig, að byggja upp að nýju. Vörulínur o.s.frv.

 

Niðurstaða

Ódýru matvælin sem marga langar svo í frá Evrópu, verða ekki svo íkja ódýr - mikið lengur.

Hækkun olíuverðs mun valda þessu!

Hækkun olíuverðs mun minnka verslun í heiminum.

Hagkvæmara verður að framleiða frekar í eigin landi fremur en að flytja gæði heimsálfa á milli.

Þannig, að viss skammsýni getur verið að minnka framleiðslu hér á landbúnaðarvörum, einmitt þegar þessar breytingar eru ekki einungis framundan, heldur þegar hafnar.

Sjá hérna hvernig ég tel að bæta megi hagkvæmni ísl. landbúnaðar:

Landbúnaður á Íslandi, á alveg að geta verið þjóðhagslega hagkvæmur!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka mjög góða grein og varðandi Methan gas þá er ekkert mál að framleiða það og reyndar ódýrasta aðferðin er að grafa gryfjur sem eru fylltar með skít og breytt yfir með dúk. Það er hægt að nýta allan úrgand en best að blanda kjúklinga og svína skít en kúa skítur er fínn einn og sér í lagi. Það gegnir furðu að þetta sé ekki komið í gang fyrir löngu. Ég tel líka að matvælaverð hækki því hér munu laun hækka til muna svo veitingahús verða að hækka verð líka út af því.

Valdimar Samúelsson, 4.2.2011 kl. 19:30

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://www.matis.is/media/radstefnur-matis/Tvofoldum_Verdmaetin_Sveinn_Margeirsson_3.12.2009.pdf

Þetta er það skiptir Meðlima Ríki EU mestu máli: eiga sem stærst orku og hráefniskvóta fyrir sinn neytendamarkað til að byggja upp innr vsk.

Þess byggir þeirra samkeppni grunn frá 1957, að tryggja sem lægst verð á grunninum og skipta honum upp eftir fullframleiðsluhefðum og neytendafjölda.

Ríki sem eiga umfram það sem þeirra neytendur geta torgað af hráefnum í einum gera geta auðveldlega tryggt sér hráefni úr öðrum í skiptum.   Hráefni geta líka tryggt fé fyrir nauðsynlegri tækni og fullvinnslu: mobil og plástur, hins geta þau ekki fjármagnað séreignarframtak og aðrar afætur.

Flutning kostnaður ræðast af gengi krónu og mengunarsköttum og orkuverði, að lega.

Flug er um 5 sinnum dýrar en sjóflutningar.

Fersksvara með skipi, eftir leiðréttingu krónu að skapi Brussel sem sér um að stýra gengi evru, er um 70 kr. á kíló.  Innlands skatta og vaxta kostnaður  um 35 kr. minnst: Þetta er um 100 kr hækkun í hafi.  Flugið gæti þá valdi um 500 kr. á kr.

Fákeppni Birgja-smásalan hér gerir eina hæstu raunávöxtunar kröfu á kíló í heimi.

EU ferskvara [3 daga líf tími]  gengur aldrei upp hér gagnvart venjulegum launþegum, hollustu gæði EU lágvöru lengja ekki lífslíkur eða bæta heilsu.

Markaðurinn hér er það lítill að það mun aldrei vera hagstætt að skipta honum í stétt skiptan markað.  Íslenskt fyrir þá sem greiða auðlegðar skatta og drasl fyrir hina. 

Hér mun ekki til lengdar eftir aðildar umsókn í EU, vera hlutfallslega fleiri hér sem greiða auðlegaðarskatta  en í öðrum Meðlima Ríkjum, tekið tillit innri vsk á Íslandi. 

Aðildar umsókn og EES og Schengen eru formsatriði sem ekki er hægt að sleppa úr umræðu um framtíðar efnahagsmál hér. Staðreynda grunnforsendur sem ef sleppt er eyðileggja allar heildar myndina.  Laun hækka ekki hér með tilliti til verða á innfluttri fullvinnslu og tækni vöru frá EU.  Nema verð í EU grunninum hækki.  Sjónarmið sem gengur ekki upp í augum Brussel sem fær greitt fyrir að halda grunnverðum í lágmarki.

Júlíus Björnsson, 4.2.2011 kl. 22:41

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það verður mjög erfitt fyrir okkur sannarlega, að viðhalda samkeppnishæfni, ef möguleikinn á því að fella stöku sinnum gjaldmiðilinn, verður tekinn af. En, eðli opins markaðs umhverfis, er að framleiðsla flytjist nær markaði. En, kaupi hráefni að, sem ódýrast.

Þessi þróun átti sér stað á sl. áratug, þ.s. mikið af vinnslu fluttist héðan. Nú, er fiskur seldur héðan, megni til sem lítt eða óunnin ferkvara - en vinnsla fer fram í nálægð við markað, erlendis.

Þetta er hættan, að við verðum fyrst og fremst hráefnanýlenda. Þau verði, eins og þú íjaðir að, ódýr. Laun almennt, yrðu lág.

-----------------

Það getur verið að við verðum að hætta í EES, þ.s. sennilega er ekki hægt að setja kvöð um landanir á öllum fiski hér til fullvinnslu, nema utan við EES og ESB.

Ég held líka, að við þurfum áfram, að halda okkar sjálfstæða gjaldmiðli - ekki síst vegna þess, að ég veit ekki um þægilegri aðferð til að stýra viðskiptajöfnuði en gengisfelling, í tilvikum er hann vill verða um of neikvæður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.2.2011 kl. 23:12

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Meirihluti aðfanga til landbúnaðarframleiðslu er innfluttur. Fóður, vélbúnaður, varahlutir, timbur og annað byggingarefni. Já og líka allar olíur og bensínið sem bændurnir nota á Hiluxana sína, dráttarvélarnar og fjórhjólin.

Þannig að hækkun olíuverðs hækkar ekkert síður innlendar landbúnaðarvörur en innfluttar í verði.

Theódór Norðkvist, 4.2.2011 kl. 23:35

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Miðað við þessa upptalningu, heldur þú sjálfsagt næst því fram, að við ættum að flytja inna allan fisk - því öll aðföng fyrir sjávarútveg eru innflutt að sama skapi.

Þ.e. alveg klárt að það kostar meiri gjaldeyri að flytja inn þá sömu vöru, er við getum framleitt hér og þá um leið nýtt þ.s. landið gefur af sér.

Eins og útskýrt er, er unnt að minnka innflutning af slíku tagi, með því að landbúnaður nýti innlent eldsneyti er hann sjálfur framleiðir.

Innlent fóður er mikið notað, t.d. er megni til notað innlent fóður til loðdýraræktunar. Auðvitað, með hækkun olíuverðs, mun erlent fóður einnig verða dýrara - svo ef einhver er með preferens fyrir erlent þá mun sá eða þeir væntanlega skipta um skoðun, þegar allur innflutningur fer að hækka í verði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.2.2011 kl. 23:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er bún að vera mánuð í Austrríki og ég verð að segja að ég er farin að dauðsakna íslenskan kjötborðsins með öllum sínum fjölbreytileika, svo ekki sé minnst á heilbrigðið, flest sem okkur er boðið upp á heima er nánast villibráð, fyrir utan kjúklinga og svín.

Nei og aftur nei, má ég þá frekar biðja um íslenskt kjötborð með allskonar lambakjöti og ekki síst ferskum fiski.  Við gerum okkur ekki grein fyrir hvaða gullnámu við sitjum á, því fæðan sem við erum að borða er með því hreinna sem hægt er að ímynda sér, og ef maðúr hugsar um framtíðina þá er íslensk framleiðslar hrein og laus við allskonar lyf og heilsuspillandi efni. 

Það eru einhverjir draumar í gangi að allt sé miklu ódýrara úti, en ef þú ætlar að kaupa gæðavöru, þá er hún bara ekkert ódýrari en heima.  þú getur keypt hér líter af rauðvíni á eina evru, en ef þú ætlar að kaupa kjöt sem er í hæsta flokki þá er það bara ekki til, og ef þú vilt kaupa fisk.... Vá, ég fékk hér um daginn einhverjar djúpfrosnar fisklengjur, þær voru óætar að mínu mati.

Þannig að ef fók vill kaupa braðlaust óhollt kjöt fyrir lítinn pening, þá gjörið svo vel.  Ég set markið hærra, að borga meira fyrir villibráðina heima og jafnvel lifa lengur við góða heilsu. Hvað með þig?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2011 kl. 00:53

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er einmitt sem almenningur í EU er vanur. Íslenskir túristar koma á veitinga húsin sem er með það besta í boði. Ég hef reynt að kyngja bita af kjúklingabringu  sem var eins og maður væri með tusku upp í munninum sem hefði legið í einhverri fiskidrullu. Fiskur og kjöt er hlutfallslega fyrir almenna neytendur í EU miklu dýrar miðað við maís, og mjölvörur en á Íslandi. 

Hinsvegar samkvæmt menningar arfleið EU munar þá sem borga auðlegðar skatta ekkert um borga uppsprengt verð [versla ekki í lágvörubúðum eins og gervi liðið hér] heimilismatur þeirra er líka innan við 1% af mánaðartekjum.

Því miður hefur Íslenska framleiðsla litast af regluverki EES.  Réttlæting er að það lækki gæða prótínverð  að drýgja kjötið eða fiskinn og það endist lengur. Reynsla af þessu er ekki orðin 81 árs svo ekki er hægt að fullyrði um það lengi lífslíkur og sé heilsubætandi.  Hinsvegar finnst ráðstjórnarfræðingum  allur vöxtur hagstæður og það sjónarmið fellur í kramið hjá þeim sem borga mest af auðlegðarskatti.

3% til 5% rauðvín er ódýrara en hreinsað vatn víðast hvar í heiminum.

Júlíus Björnsson, 5.2.2011 kl. 01:44

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða innlenda eldsneyti áttu við? Metan? Þá þarf að skipta út öllum véla- og ökutækjaflota landbúnaðarins, ekki myndi það lækka verðið á íslenskum matvælum.

Það er ágætt að stefna að því að nota innlent eldsneyti, en við erum ekki að fara að leggja vinnuvélum og ökutækjum sem ganga fyrir olíu eða bensíni, á morgun.

Theódór Norðkvist, 5.2.2011 kl. 02:29

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ásthildur, það er ánægjulegt að heyra þig segja þetta um íslesnka kjötborðið, ég starfa einmitt í Nóatúni þar sem við reynum að vera  með góð kjöt og fiskborð, eru þau ekki sambærileg þarna úti?

Guðmundur Júlíusson, 5.2.2011 kl. 02:51

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svo eru verð og gæði í lágvöru búðum alltaf miðað við kaupmátt almennings á markaði. Meiri kaupmáttur meiri gæði og hærri verð, nema álagning hækki í prósentum vegna fákeppni.

Þetta er grunvallar alþjóðstaðreynd.  Alþjóða risaframleiðendur markaðskipta framleiðslu, þess vegna þarf ekki alltaf að vera sama í dollunni á Indlandi og í Þýskalandi.   

Svo er sum ríki með meiri ávöxtunarkröfu [prósentu álagningu] á nauðsynjavöru en önnur þá getur mindast allt að 5% verðmunur af þeim sökum.

Íslensk neytanda og markaðafræði er mjög sérstök. Eiginlega ekki samanburðarhæf því hér eru öllu snúið við.  Meiri kaupmáttur er sagður lækka vöruverð í fákeppni.

Júlíus Björnsson, 5.2.2011 kl. 03:17

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

G.uðmundur nei kjötborðin hér eru ekki fyrir minn smekk, það vantar alla fjölbreytni, það er hægt að kaupa kjúkling, svín, naut og hakk af þessu, allskonar pylsur bæðí venjulegar og niðurskornar.  En kjöt með beini tala nú ekki um súpukjöt, saltkjöt læri hrygg og slík, sérðu ekki hér allavega.  Þetta

er svo sem fínasta kjöt, en það verður svo leiðigjarnt, eins og Júlíus segir, bragðlítill matur.  Fyrir utan að fisk er ekki hægt að fá hér nema eitthverjar unnar fiskistangir með raspi sem smakka eins og .... nei best að segja ekki neitt, en ég er farin að þrá ýsu, lúðu eða kola, eða bara hvaða fisk sem er, heppin erum við að eiga allt þetta úrval af ferskum, bragðmiklum og hollum mat. 

Vil segja að ég var í Danmörku í þrjá mánuði fyrir nokkrum árum og segi sama þar, var orðin leið á kjötborðinu og kom alltaf heim með svona mikið unnið kjöt.

Ég sagði líka við kjötiðnaðarmanninn í Samkaupum heima, þegar ég kom héðan síðast, mikið er gaman að horfa á kjötborðið hér og sjá allt úrvalið, raunverulegt úrval þ.e.a.s.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2011 kl. 08:04

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrirgefðu Guðmundur með punktinn þarna í nafninu þínu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2011 kl. 08:04

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://ec.europa.eu/agriculture/publi/map/02_07.pdf

EU útflutningur til USA fer minnkandi, markaðurinn sem borgar hæst. EU útflutningur vex hlutfallslega í fullvinnslu umbúðum.  Spáin er áfram að fullframleiðsamdráttur haldi áfram í EU, minnkar minna í UK, þess vegna rýnar pund meira en evra miðað miðað við dollar að meðaltali yfir lengra tímabil en 5 á Hagvöxtur [tekjuaukning á ári í alþjóðlegum samanburði] þess vegna þegar búið að að taka tilliti til rýrnunar evru [verðbólgu] er hægt neikvæður.  Enda gerir EU ráð fyrir að taki langa tíma og mjög róllega að hækka lífskjör í þriðja heiminum en viðurkennir þörfina. þetta mun koma fram í Lissabon.

Þessi þróun jöfnun lífskjara launþega jarðarinnar í vaxandi mannfjölda er búinn að vera eitt helsta vandamál stóra alþjóðasamfélagins í hálf öld og vandmálið svo alvarlegt að hætt var að tala um það um 1980 í fjölmiðlum, enda hafa lífskjör vinnuaflsins á vesturlöndum  rýnað smátt og smátt síðan þá og stóra kreppan hefur alltaf legið í loftinu. Verð á bréfum í supermarket eins og Hagkaup voru í hámarki við opnun , Kringlunnar,  kominn langt niður í Danmörku og London þegar áhættu fjárfestar lögðu annarra fé í þessi rekstraform.  Verð í bréfum lávörubúða voru líka hætt að seljast þegar fjárfest var í USA.

Hér má segja að umhverfið á Íslandi og í alþjóðasamfélinu á vesturlöndum hafi verið eins og svart og hvítt síðustu 30 ár. Ísland alls ekki undirbúa samdrátt. Því fór sem fór. EU Brussell verður að lækka innflutnings verða á orku og hráefnum enn meira ef eitthvað er.  Til þess berst Brussell í gegnum fjármálageiranna. Vextir er líka tekjur.

Júlíus Björnsson, 5.2.2011 kl. 13:08

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Theódór Norðkvist, 5.2.2011 kl. 02:29

Þú fylgist greinilega lítt með. En ef þú átt fólksbíl, þarf enga breitingu á vélinni sjálfri til að hann geti brennt metani. Þ.e.a.s. að bílinn sé yngri en 10 ára.

Sama við vélar og tæki. Eina breitingin er sú, að gas tanki er bætt við og bætt við annarri eldsneytisdælu og hún tengd við þá sem sprautar eldsneyti inn á vél. En, ef þú lætur gamla tankinn vera og hinn eldsneytis dælu búnaðinn. Er hægt að brenna bensíni eða disil ef því er að skipta.

Skoðaðu bara vefsíðu er býður breytingar á bílum til að brenna metani. Sú breyting kostar ef ég man rétt kringum 300þ.

http://www.metan.is/

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 14:30

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásthildur, Júlíus og Guðmundur: einmitt einn af stóru kostunum við að búa hér, hve gæðin á matvælum eru rosalega há.

Þetta er örugglega þáttur í hlutfallslegu langlífi þjóðarinnar, borið saman við aðrar þjóðir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 14:32

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skal viðurkenna að ég er ekkert vel inni í þessum eldsneytismálum, enda ferðast ég um fótgangandi eða á reiðhjóli.

Finnst samt skrýtið að ef þetta er jafn auðvelt og þú heldur fram af hverju það er ekki búið að uppfæra ökutæki og vélar bænda til að ganga fyrir metani.

Allavega hef ég ekki séð neina frétt þess efnis.

Theódór Norðkvist, 5.2.2011 kl. 16:05

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Svarað að einhverju leyti hér:

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=10973

Theódór Norðkvist, 5.2.2011 kl. 16:09

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég kom til Portúgal í fyrst skipti sem túristi með leiguflugi til Algarve  um árið 2000 og áhrif regluverksins augljós. Ég var ekki lengi að vingast við innfædda og komast að því hvar hægt væri að fá ætt að borða. Það var í Hótel samstæðu sem fór lítið fyrir og innfæddir efnaðir gistu utan háanna tímans. Verð var í samræmi við gæði 100% dýrar en euro draslið. Úrvals franskur nautavöðvi og stóra úthafsrækjur úr Norður Atlandhafi.

Hinsvegar var verðið miklu dýrar á meintu lúxus veitingastöðum ætluðum fáfróðum uppa túristum.  Það er til góður matur um alla Evrópu fyrir yfirstéttina, sem alltaf hefur borðað svipað og almúginn hér fyrir um 30 árum.    Þar er matur lítið kryddaður og lítið af grænmeti og kartöflum miðað við kjöt og fisk.  Mest af þessu þjóðarréttum á sínum tíma var fundið upp til að lækka kostnað við launaflið í EU. 

Nú er búið að markaðasetja 5 flokkinn umbreytan í glanspappír í snakk formi og stórhækka sölu raunvirðið.   Allt til að auka auðlegðarskattanna.

Í EU í gamla daga voru mismundi lávörur eftir ríkjum EU og sum Ríki báru af í bragðgæðum og hollustugæðum.  Núna er nánast sömu lágvörur út um alla EU.

Markaðasetning er yfirleitt sjónhverfing.

Hversvegna ekki er búið að gera hitt og þetta er örugglega til að vöruviðskiptajöfnuður við EU verði ekki minna hagstæður fyir EU.  Ísland í krafti EES gengur fyrir lánafyrirgreiðslu, því ánægðari sem Brussel er því betri meðmæli gefur Seðlabankerfið undir Kommission, Íslandi. Schengen hefur örugglega skilað slatta af goodwill.  Fjármálgeirinn í EU lánar ekki nema vegna þess að Seðlabanki mælir með því. Seðlabankar verða að lána í gengum séreignarbanka og kauphallir eftir 1994.

Júlíus Björnsson, 5.2.2011 kl. 16:32

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skv. Metan - Breyting bíla - uppfærsla

Getur breittur bensínbíll brennt 100% metan. En, breittur dísil bifreið eða vél, brennt 50% á móti dísil í blöndu.

Það þíðir þá að dísilknúnar dráttarvélar geta brennt, með þeim hætti eins og strætisvagnar og vörubílar. Sem væri 50% gjaldeyrissparnaður.

En, 100% gjaldeyrissparnaður er mögulegur fyrir bensínvélar, sem hafa innsprautunarkerfi. Kannski, skipta þá bændur smám saman yfir í bensíntraktóra til að geta brennt 100%. En, þeir geta með smávegis breytingum, nýtt 50% metan á móti dísil.

---------------

Breytingin kostar nokkuð. 300þ. skilst mér á venjulegum bensínfólksbíl. 

Svo þetta er ekki gert, nema aðilum sé ítt út í þetta, með einhverri gulrót - t.d. afslætti af einhverjum skatti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 17:18

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það þíðir þá að dísilknúnar dráttarvélar geta brennt, með þeim hætti eins og strætisvagnar og vörubílar. Sem væri 50% gjaldeyrissparnaður.

En, 100% gjaldeyrissparnaður er mögulegur fyrir bensínvélar

50% eða 100% gjaldeyrissparnaður af eldsneytiskostnaði áttu væntanlega við.

Mér sýnist að gulrótin við að gera þessar breytingar sé að þessar 300 þúsund borga sig upp eftir ákveðinn tíma. Ef bú borgar 600 þúsund á ári í eldsneyti, þá myndi fjárfestingin borga sig upp á ári (300 þús. sparað, 300 þúsund í eldsneytiskostnað í stað 600 þúsund.) Svo koma einhverjir vextir auðvitað, þeir lengja eitthvað tímann.

Theódór Norðkvist, 5.2.2011 kl. 17:48

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Theodór - einn punktur enn. Þó svo það sé þjóðhagslega hagkvæmt, mjög líklega að sem flestir brenni metani. Þá, gerist ekki sú breyting, nema að almenningur og hver annar; fái einhverja umbun fyrir að standa í þeim kostnaði, að gera breytingu á sínu ökutæki eða tæki.

Síðan, þarf einnig, að ganga í það verk að framleiða sem allra mest af því gasi, - eins og Valdimar útskýrir er það mjög auðvelt reynd í framkv.

En, þá aftur þarf einhverja gulrót, svo þeir aðilar er geta framleitt það, sjái sér hag.

------------------

En, það er raunverulega hægt að minnka hér eldsneytis innflutning stórfellt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 17:54

22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Theódór Norðkvist, 5.2.2011 kl. 17:48

Stjv. þurfa að búa til einhverja skattalega gulrót, svo einstaklingar úti í þjóðfélaginu, sjái sér hag í því að þetta komist sem allra fyrst til framkv.

Enginn vafi, þetta er mögulegt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 17:56

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Niðurstaðan, að ef þessu er hrint í framkv., hafandi í huga að hækkun olíuverðs mun gera allt innflutt mun dýrara, gera alla landbúnaðarvöru úti dýrari einnig áður en tekið er tillit til flutningskostnaðar, ásamt þeim breytingum sem ég vil hrinda í framkv. sbr. - Landbúnaður á Íslandi, á alveg að geta verið þjóðhagslega hagkvæmur! - þá held ég raunverulega, að okkur sé meiri hagur af því að viðhalda framleiðslunni hér, þegar málið er skoðað í meira en 5-10 ára samhengi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 18:00

24 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það sem Einar Björn er í rauninni að segja, er að við eigum að framleiða allt sem landkostir leyfa til þess að spara gjaldeyrinn sem við þurfum að nota til þess að flytja inn allt það sem við getum ekki framleitt.

Ég er sammála þér, Einar Björn.

Kolbrún Hilmars, 5.2.2011 kl. 18:01

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat - Kolbrún.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 18:02

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef við framleiðum sem mest innanlands og tökum upp metan, ættu bændur ekki að þurfa að vera hræddir við samkeppni við framleiðslu sína erlendis frá.

Því innanlandsframleiðslan hlýtur þá að verða ódýrari en það sem er flutt inn með rándýru bensíni eða olíu.

Nema hið íslenska okur verði áfram við lýði og verslunin hagi álagningu sinni þannig að innlent verður bara agnarlítið ódýrara en hið innflutta.

Og það verði vel passað upp á að neytendur hagnist nú örugglega ekki af hagræðingunum, eins og verið hefur venjan.

Svo getum við gert þetta hvort sem Ísland verður í ESB eður ei.

Theódór Norðkvist, 5.2.2011 kl. 18:31

27 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki rétt fyrr en eftir 10-15 ár. Þá má spyrja sig á móti, til hvers? Ef við græðum ekki á því, eins og röksemdin er í dag fyrir því, er þá ekki ástæðan farin? Að auki, þá eru Íslandsmið þegar fullnýtt, svo ekki aukast veiðar þó útlendingum verði heimilt að veiða hér til jafns við okkur eða eiga kvóta til jafns við okkur eða eiga útvegs fyrirtækin til jafns við okkur - en eitthvað af þessu þarf að leyfa. Síðan, þá eykst þ.s. Ísland þarf að borga inn í sameiginlega sjóði.

Ég verð að segja þér satt, að ég kem ekki auga á hagnaðinn, af því að ganga inn.

Varðandi, lækkun á töllum vegna unnins fiks, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur tollfrýja kvóta skv. EES, sem ekki eru einu sinni fullnýttir. En, enginn tollur er borgaður ath, fyrr en kvótinn er kláraður. Svo, við erum ekki að borga neitt í toll.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 19:11

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað er ekki rétt fyrr en eftir 10-15 ár? Ertu að meina að það sé síður hægt að auka framleiðslu innlends eldsneytis ef landið verður brátt komið í ESB?

Ég get ekk séð hverju það breytir. Þó það sé frítollskvóti á fiskafurðum, er samt tollur á kjötútflutning, eða hvað?

Hann myndi falla niður við ESB-aðild, þannig að samkeppnisstaða Íslands á sameiginlegum markaði ætti að verða góð með ódýra eldsneytið.

Ég held að ESB-aðild myndi bæta landbúnaðinn, því þá myndu bændur neyðast til að standa sig í samkeppninni, en síður hlaupa í fangið á ríkinu og sníkja meiri niðurgreiðslur.

Síðan er reyndar ýmis annar hagnaður af ESB-aðild en lægra vöruverð, alvöru gjaldmiðill o.fl. Þar verður auðvitað að skoða heildarmyndina.

Theódór Norðkvist, 5.2.2011 kl. 20:03

29 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þessar eldsneytishækkanir sem eru framundan, eru að koma til á næstu árum, ekki næsta ári. Eftir 10-15 ár verður allt breitt.

En, í dag og kannski næstu 5-10 ár, er ekki innlend framleiðsla kostnaðarlega samkeppnisfær, þannig að þá þíðir aflagnin tollamúra að sú starfsemi leggst af. 

En, ef um er að ræða, sú aðgerð ætti sér stað 10-15 árum síðar, eftir að þær hækkanir á olíu og bensíni í heiminum hafa átt sér stað, þá verður niðurstaðan allt önnur. 

Comprendé!

------------------

Í alvöru. Í dag er fullkomlega ómögulegt, að okkar landbúnaður geti keppt á jafnréttisgrundvelli. Einfaldlega vegna þess, að þ.e. ekki mögulegt að ná fram sambærilegri kostnaðar hagkvæmni, vegna þess að Ísland er lítið - ekki nema 300þ.

En, eftir að hækkun olíuverð hefur eftir 10-15 ár búið í reynd til effektívan tollamúr, þá væri allt annað ástand.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 20:25

30 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, ég tel það stórfelldan ókost að taka upp Evru.

Skoðaðu: http://eyjan.is/2011/01/29/radgjafi-radherrarads-esb-sambandid-graedir-litid-a-islandi/

Þar á ég langt samtal við þann sem kallar sig Stórlax. Skrunaðu niður á neðstu færslur. Svo upp aftur smávegis.

En, þ.s. ég rökstyð að okkur sé mjög mikið í hag, að halda krónunni. Í reynd sé það efnahagsleg nauðsyn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 20:27

31 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú gerir þér grein fyrir að það sem þú ert að boða sem lausn þ.e. að geta fellt krónuna reglulega til að geta selt vörur erlendis er í raun leið til fátæktar. Minni þig á að þegar við feldum gengið reglulega með handafli vorum við með fátækustu þjóðum í Evrópu. Því að við byggjum allt okkar á innflutningi fyrir utan kjöt, mjólk og fisk. Og því lækkuðu lán við hverja gengisfellingu samsvarandi.  Síðan eru rök þín um hækkað vöruverð vegna olíu náttulega kjánaleg. Þú gerir þér grein fyrir að allar vörur okkar yrðu ósamkeppnisfærar því að t.d. útgerðiin er sá aðili hér á landi sem notar mest af olíu og því yrði fiskur ekki lengur samkeppnishæfur erlendis við aðrar vörur. Og eins myndu allar innlendar landbúnaðarvörur hækka gríðarlega því að bændur nota jú vélar við alla sína vinnslu sem og að að áburður er jú keyptur frá útlöndum og yrði gríðarlega dýr.

Því væri það áfram að matvörur erlendis frá yrðu mun hagstæðari fyrir okkur frá ESB löndum þar sem að búin eru stærri.  Alveg eins og í dag. Það breytir engu um þetta hvað olíuverð hækkar því nú í dag erum við að fljúga mikið af vörum hingað það er nú dýrt. Ef þær færu í skip myndu þær verða enn ódýrari. Og flutingur á okkar vörum erlendis verður þá líka dýrari og erfiðara að selja hann.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.2.2011 kl. 21:07

32 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er stórfurðulegur samtíningur hjá þér Magnús.

  • Nei, gengisfelling er ekki ávísun á fátækt - að lifa um efni fram, er! Þegar, tekjur hagkerfisins lækka, verða lífskjör að lækka líka - annars verður halli á viðskiptajöfnuði. En, þá safnar þjóðin skuldum sem vextir hlaðast ofan á. Slíkar skuldir er einungis hægt að greiða niður + vextir, með lækkun lífskjara að nægilegu marki, að afgangur skapist á útflutningsjöfnuði, sem dugar fyrir niðurgreiðslu þeirrar skulda. Þannig, að viðskiptahalli er í reynd lán okkar allra, sem borgað er niður með enn verri lískjörum síðar. Þannig, að í reynd er betra að fella gengið og taka lífskjaraskerðinguna þegar hún í reynd verður með lækkun tekna hagkerfisins, þá spörum við vextina sem annars þurfum við að borga einnig af lántöku. Þannig, að í reynd ver gengisfelling lífskjör.
  • Þú virðist ekki fatta, að gengisfelling "til þess að geta selt vörur í útlöndum" viðheldur okkar lískjörum, því við lifum á því að selja vörur í útlöndum. Ef, við hættum að geta selt þær, hrynja lífskjör hér fullkomlega óhjákvæmilega til grunna.
  • Hækkun lána er mjög ofsögum sögð. En, fyrir útflutningsaðila og aðra þá starfsemi er hefur gjaldeyristekjur, sem allt hér eftir allt saman stendur eða fellur með sbr. "að geta selt vörur erlendis" þá eru þeirra tekjur í erlendum gjaldmiðlum, og því hækka þeirra skuldir ekki sem hlutfall þeirra tekna. Sem er að sjálfsögðu megin atriðið. 
  • Varðandi kjánaleg rök eins og þú segir um olíuverðshækkun, þá er það rétt ábending, að fiskur mun þá einnig hækka þ.s. olíukostnaður verður þá alvarleg vandamál. Það verður greinilega mjög mikilvægt að skipta um það eldsneyti sem notað er á flotann. Vetni er hugsanleg leið. Metanól jafnvel. En hvort tveggja er mögulegt að framleiða hér, með rafgreiningu.
  • Ég reikna með, að bændur muni skipta yfir í innlendan áburð, þegar erlendur hækkar í verði. Vélar og tæki verða áfram innflutt. En, með innlendu eldsneyti og innlendum áburði - síðan innlendu fóðri. Ætti þetta að bjargast.
  • Þ.e. rétt að í dag, eru erlendar lanbúnaðarvörur ódýrari þ.s. hér er ekki mögulegt að ná fram sambærilegri stærðarhagkvæmni. Þess vegna, mun framleiðsla hér fullkomlega óhjákvæmilega leggjast af, ef frjáls innflutningur verður heimilaður við núverandi aðstæður. Þá, mun það vandamál skapast, þ.s. landbúnaður sparar gjaldeyri, að þ.s. þá þarf gjaldeyri til innflutnings þess sem í dag er framleitt hér fyrir minni gjaldeyrisskotnað. Þ.s. gjaldeyrir er takmörkuð auðlynd, þíðir það minni innflutning á einhverju öðru sem í dag er hægt að flytja inn. En, innflutningshalli er leið dauðans fyrir hagkerfið.
  • Á hinn bóginn, ef við lítum aðeins lengra fram í tímann, látum ekki stjórnast af skammsýni, verjum þá framleiðslu sem hér er, er með ímsum aðgerðum sem ég lýsi að ofan og lýsi hér - Landbúnaður á Íslandi, á alveg að geta verið þjóðhagslega hagkvæmur! - hægt að gera okkar landbúnað til muna hagkvæmari en hann er akkúrat núna. Síðan, þegar olía hefur hækkað verulega eins og hún væntanlega gerir á næstu 10-15 árum, þá hækka öll verð erlendis á lanbúnaðarvörum vegna notkunar olíu á tækjum, áburður framleiddur með olíuefnum hækkar, flutningskostnaður stóreykst; þá vænti ég þess, að fyrir rest verði framleiðla hér - ódýrari.
  • En, eins og ég sagði að ofan, þá megum við ekki í skammsýni fórna því sem við höfum, því dýrt verður mjög seinna að endurreisa þ.s. í dag við höfum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2011 kl. 21:38

33 Smámynd: Júlíus Björnsson

Minni þig á að þegar við feldum gengið reglulega með handafli vorum við með fátækustu þjóðum í Evrópu.

Ísland hefur aldrei verið fátækara í samanburði við aðrar þjóðir Evrópun en í dag. Þjóðartekjur á haus. 

Önnur raklaus lygi, ég hef aldrei sé sannað eins. 

Gengisfelling til að auka framleiðslu það er lækka verð útflutingi með að gefa afslátt af vinnuafli losar okkur okkur við birgðir sem liggja undir skemdum. 

Hér mætti lækka húsnæðiskostnað vinnuaflsins verulega mikið.

Svo mætti byrja hægt of hægt að hækka raunvirði útfluttnings, auka kostnaðvirði hans og leita nýrra markað og stefna á hávöru markaði og yfirstéttina eða þá sem eru efst í fæðjukerðjunni.

Frakkar með sín Borðvín eru lifandi dæmi um hvað er hægt ef þroskin er fyrir hendi.

Júlíus Björnsson, 6.2.2011 kl. 12:57

34 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég trúi því ekki, sagi austurrísk vinkona mín í gær þegar við röltum stræti Vínar að íslengingar ætli að ganga í samabandi, Af hverju, hér er allt á niðurleið?

Ég sagði bara eins og hugur minn stendur til, ég vona bara að þetta rúlli yfir áður en okkar vesælu stjórnvöldum tekst að troða okkur þarna inn. 

Já sagði vinkona mín, vegna þess að þegar þið eruð komin inn er enginn leið út.

Svo mörg voru þau orð, og þetta ekki í fyrsta sinn og ekki annað sem ég heyri svona viðbrögð frá vinum mínum í Evrópu.  Þau skilja þetta bara alls ekki, af hverju í ósköpunum við erum að hugsa um að fara þarna inn, sem höfum okkar allt á hreinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2011 kl. 23:35

35 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var með ungri Austurríkri dömu á námskeiði hér um daginn. Hér fannst henni bæði tekjur og tækfæri Háskólamenntaðar allt önnur en Í EU Austurríki. Hinsvegar er EU að verða einsleit með tillit til vinnuaflsins   [Það eru um 80% , yfirstétt 10 % og óvirkir 10%].  Hún hefði átt að flýta sér hægt, því yfirstéttin í Austurríki borðar líkið hér í morgunmat. yfirstéttarlíkið, auðlegðarskattsgrunninn.

Júlíus Björnsson, 7.2.2011 kl. 02:05

36 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru fleiri eldsneytiskostir til fyrir díselvélar en metanblöndun, Theódór. Biodísel er eitt þeirra. Nú þegar er hafin framleiðsla á slíku eldsneyti hérlendis. Það er notað beint á díselvélar, án nokkurra breytinga. Þetta er framleitt til dæmis úr repju, sem ræktuð er hérlendis. Snilldin er þó sú að hratið sem fellur til er hægt að nýta sem fóður fyrir okkar frábæra bústofn og minnkar því einnig innflutning á fóðri fyrir hann. Því er hagnaðurinn tvöfaldur!

Íslenskur landbúnaður á framtíð fyrir sér!!

Gunnar Heiðarsson, 7.2.2011 kl. 12:07

37 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar - þetta kemur að sjálfsögðu til greina.

Einn kostur þó við Metanólið er að þ.e. mögulegt að framleiða það, án þess að brjóta nýtt land undir ræktun eða þá að ræktun til eldsneytis keppi við aðra landnoktun.

En, innan einhvers temmilegs ramma, er þetta sennilega þó í fínu lagi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.2.2011 kl. 12:32

38 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá vísa ég til þess, að lanbúnaðurinn framleiði eldsneyti fyrir sjálfan sig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.2.2011 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband