Vandi Evrusvæðis hefur aðeins farið í bakgrunninn, eftir að Japanir og Kínverjar, hófu fjáraustur til að verja stöðu Evrunnar - með kaupum á skuldabréfum Ítalíu, Spánar og Portúgals; til að halda niðri vaxtakröfu á skuldabréfum þeirra landa. En, þannig hefur þeim tekist að draga heldur úr því spennuástandi, sem hafði verið að byggjast upp á Evrusvæðinu, vegna skuldakreppu þeirrar sem geisar.
En, þó sá vandi sé ekki lengur forsíðuefni í augnablikinu, er krýsan langt - langt í frá á undanhaldi. En, spennufallið ríkir einungis eins lengi og Japanar og Kínverjar viðhalda stuðningi sínum. Það gera þeir ekki endalaust - heldur inniber hún kröfu til leiðtoga aðildarlanda Evrusvæðis, um að leita leiða til varanlegrar lausnar á krýsunni. Svo, það skiptir einnig miklu máli, að markaðurinn trúi því að leiðtogar Evrusvæðis ríkja, séu að hamast við að leita að lausn.
Þ.e. einmitt inn á þetta, sem hugmyndir Merkel koma. En, skv. frétt Der Spiegel þá er hún að leitast m.a. við það að endurnýja eigin ímynd innan Evrópu, sem hefur beðið nokkurn hnekki umliðið ár - svo ekki sé meira sagt!
Sjá frétt Der Spiegel: Merkel's Plan Could Transform the European Union
Efnislega er innihaldið sem fréttamennirnir hafa úr að moða ekki mikið - og í reynd dugar myndin til hægri fullkomlega sem lýsing. Restin af fréttinni, eru vangaveltur fréttamanns.
En, þessar hugmyndir eru í rétta átt. Þó upp á vanti að mínu viti, að þær dugi. Staðreyndin er sú, að Evrusvæðið er í vanda vegna þess, að uppskriftin að Evrusvæðinu var ekki nægilega góð.
En, inn í hana vantaði mikilvæga þætti! Það eru einmitt þeir þættir sem vantaði, sem eru meginorsakaþættir núverandi vanda!
Ég meina, það þarf heildræna sýn:
- En, það gengur ekki að öll löndin hafi sama skattþrep.
- En, löndin hafa misjafna aðstöðu. En, lönd fjarri miðju megnlands, búa við meiri flutningskostnað sem dæmi.
- Smærri lönd hafa einnig einhæfara atvinnulíf og óhagstæðara oft á tíðum samkeppnisumhverfi, ekki síst vegna ónógrar samkeppni innanlands.
- Ég meina, að það séu málefnaleg rök fyrir því, að jaðarlönd bæti sér upp samkeppnisóhagræði samanborið við löndin nær kjarna meginlands hagkerfisins, með e-h lægri sköttum.
- Hvað er þó sanngjarnt í þessu, er þó háð mati!
- Sjálfsagt er ágætt að samhæfa milli landa hvenær fólk hættir störfum vegna aldurs og fer á eftirlaun. En, ekki lykilatriði.
- Að ganga betur frá því, að aðildarríki viðurkenni prófgráður og starfsreynslu hjá hverju öðru. Eykur sjálfsagt e-h skilvirkni innri markaðar. En, ekki heldur lykilatriði.
- Að knýja á um að aðildarlöndin setji sambærilega reglu í lög og þjóðverjar hafa lögsett, þ.s. ríkinu er bannað að skulda umfram tiltekið hámark. Verði þá lögum skv. að bregðast við, með tilteknum hætti. OK, þetta skiptir máli - en er ekki heldur lykilatriðið.
Ég vill meina, að skuldsetningar vandinn sé meir einkenni undirliggjandi vanda, fremur en hinn eiginlegi vandi. Þó auðvitað sé skuldsetningin, stórfelldur vandi.
Vandinn sem er hinn stóri vandi, sem Merkel virðist ekki vilja tala um, vegna þess að viðkomandi þáttur er nánast heilagt vé innan Þýskalands er - - uppsafnað viðskiptaójafnvægi innan Evrusvæðisins.
Skoðum gamla frétt: Fixing Europe's single currency
Gömul þíðir ekki úrelt - en allt sem þar er rætt um, hefur enn fullt gildi!
En, myndin Euzozone Labor costs gefur vísbendingu um hvernig stærsti vandinn, hefur komið til - en það er ójafnvægi í viðskiptum milli aðildarlandanna.
Í upphafi þegar Evrunni var komið á fót, ríkti nokkurn veginn jafnvægi í viðskiptum milli landanna.
En, þ.s. Eurozone Labor Costs sýnir, er að laun í Þýskalandi og Austurríki, hækkuðu minnst.
Á meðan hækkuðu laun í öllum hinum löndunum meir.
Fyrir Austurríki en einkum Þýskaland, hafði þetta það í för með sér, að þeirra útflutningshagkerfi varð stöðugt meir kostnaðarlega samkeppnishæfara á kostnað útflutningshagkerfa þeirra landa, þeirra launakostnaður hækkaði meir.
Ef þróun sem þessi ágerist stöðugt í heilann áratug, þá hleðst smám saman upp mikið ójafnvægi í kerfinu.
Það ójafnvægi sem ég vísa til er að sum löndin hafa vaxandi viðskiptahagnað á móti því, að hin löndin hafa vaxandi viðskiptahalla.
Halli og hagnaður helst í hendur, en hagnað af þessu tagi er ekki hægt að hafa, nema einhver eða einhverjir aðrir hafi samsvarandi halla.
Vandinn, sem þetta ójafnvægi skapar, er stöðug upphleðsla skulda hjá löndunum með halla, meðan löndin með hagnað græða að sama skapi.
Löndin með hagnaðinn, fá heilmikið nettó innstreymi fjármagns frá löndunum með halla, og á síðasta áratug var sá reikningur jafnaður á þann hátt, að á móti lánuðu löndin með hagnaðinn löndunum með hallann fyrir eyðslu sinni.
Svo niðurstaðan var sú, að löndin með hallann keyptu vörur af löndunum með hagnað, fyrir fé sem löndin með hagnað lánuðu þeim - að hluta til a.m.k. var það söluhagnaðurinn endurlánaður.
Málið er, að skuldakreppan sem nú ríkir, er að mjög umtalsverðum hluta, tilkomin vegna stöðugrar upphleðslu skulda, fyrir tilverknað þessa ójafnvægis - hjá löndunum með með stöðugan og vaxandi viðskiptahalla allan umliðinn áratug.
En, löndin í vanda eru einmitt þau lönd þ.s. viðskiptahalli varð mestur. Uppsöfnun skulda af þess völdum því mest. Svo, þegar annar vandi bætist þar ofan á, þá skellur á óviðráðanleg krýsa.
Stærsti vandinn við hugmyndir Angelu Merkel eins og þær eru upp setta hjá Der Spiegel, er að í þær vantar algerlega, að tekið sé á þessum meginvanda!
En, svo virðist sem að veruleg tregða sé í þýskalandi til að horfast í augu við þátt landanna með hagnað í viðskiptum í vanda þeirra ríkja, sem söfnuðu skuldum í gegnum umliðinn áratug.
Tilvitnun úr the Economist:
"Adjustment by cutting wages is quite brutal, especially without the support of an expansionary fiscal policy."
"An alternative would be for competitive, trade-surplus countries, such as Germany and the Netherlands, to
spend more: the combined deficits of the euro zones periphery are more or less offset by surpluses at the zones core (see chart 4)."
"John Maynard Keynes believed that in a fixed exchange-rate system, the burden of adjustment to trade imbalances should fall equally on deficit and surplus countries. So he proposed that excess trade surpluses should be taxed (see article)."
The Economist bendir á, að verðhjöðnunarleið sé ákaflega erfið. Að auki, má segja - mín ábending - að ríkin sem voru með halla, eigi nokkurn syðferðislegann rétt gagnvart löndunum með gróðann, sem í reynd græddu á þeim allann umliðinn áratug.
Skv. ábendingu The Economis sjá mynd númeruð 4 að ofan, þá er samanlagður heildarhalli og samanlagður heildarhagnaður nokkurn veginn janfstór summa. Þetta hljómar mjög eðlilegt, eins og ég benti á að ofan, að halli og hagnaður haldast í hendur.
Þetta þíði, að fræðilega séð geti löndin sem hafa haft halla, einfaldlega farið að eyða meira - þannig að ójafnvægið sem felst í þeirra hagnaði hverfi. Þá á ég við, að neysla sé aukin í þeirra löndum, og hagnaði þannig eytt upp.
Það, myndi síðan skapa meira svigrúm fyrir útflutning ríkjanna sem fram að þessu, hafa haft halla. Þetta væri hin eðlilega lausn.
Að ríkin hjálpist að, við að viðhalda jafnvægi ekki einungis um þá þætti, sem Merkel leggur til - heldur þann þátt sem í reynd skiptir til mikilla muna meira máli, þ.e. í viðskiptum milli landanna.
Ef, nokkurs konar nýr jafnvægis sáttmáli, innibæri sátt milli ríkjanna, um að vinna með slíkum hætti gegn viðskiptaójafnvægi; þá væri undirliggjandi vandi Evrusvæðisins að mikli leiti leystur!
En fram að þessu hafa Þjóðverjar algerlega neitað að ræða þennan þátt, sem þó er algert lykilatriði - ef nokkur von á að vera um það, að samstarfið um Evru á að geta gengið upp til lengdar!
Mér sýnist, að þótt Merkel sé eitthvað að nálgast rétta hugsun í málinu, sé hún enn að fara í kringum meginatriði máls eins og köttur í kringum heitann graut!
Tíminn til að bjarga Evrusvæðinu frá hruni er ekki endalaus - þvert á móti ekki er einu sinni víst að leiðtogarnir hafi tíma til mars nk. - en í apríl nk. þ.e. örskömmu seinna er mjög stór gjalddagi fyrir Spán þá samtímis fyrir ríkið og bankana.
Það má búast við upphleðslu spennu á mörkuðum, alveg fram á þann tíma ekki síst frá mars þ.e. síðasta mánuðinn fram að þeim degi. Sjálfsagt að val leiðtoganna á mars því ekki tilviljun, þ.e. þeim er mjög vel kunnugt að lausn þarf að vera tilbúin fyrir apríl nk.
En, það þarf að vera nokkuð ljóst að leiðtogarnir séu að stefna í rétta átt, fyrir þann tíma - því annars er mjög raunveruleg hætta, að kaup Japana og Kínverja hætti að duga til að sefja markaðinn; og krýsan fari á fullt flug jafnvel áður en að lokafresti leiðtoganna sjálfra kemur í mars nk.
Leiðtogarnir og ríkisstjórnirnar þurfa að vinna að krafi að laustn. Tíminn er skammur.
Hrun Evrunnar væri mjög mikið áfall fyrir heimshagkerfið - og okkur auðvitað hér líka!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning