30.1.2011 | 19:39
Krónan er okkur sögð svo óhagstæð vegna þess, hve mikið hún hafi fallið í verðgildi síðan 1920!
Ég ætla aðeins að taka smávegis umfjöllun um gengissveiflur. Skamms og langtíma.
Hérna fyrir neðan má sjá gengissveiflur dollars vs. evru. Skv. útreikningum hafa þær verið 18% þegar hæsti vs. lægsti punktur er borinn saman. Nú nýlega, hækkaði Evran um 6% á móti dollar, þegar Kínv. og Japanar fóru að kaupa Evrur, til að styðja við gengi hennar.
Last 365 days - Evra vs. Dollar
Hámarkssveiflan virðist vera 18% milli þessara tveggja gjaldmiðla sl. 12 mánuði.
Current Value of Old Money :Áhugaverð síða er inniheldur hlekki á reiknivélar og aðra hlekki sem fjalla um þróun verðbólgu og gengis yfir tíma, fyrir hina ímsu gjaldmiðla.
US Inflation Calculator : Þetta er reiknivél sem sýnir gengisfall dollars yfir tíma!
- Samanburðarár 1920, þá verða 20 dollarar að $218.06, 2010.
- Sem gerir verðólgu upp á 990.3%, og gengisfall 90,8% yfir tímabilið.
National Archives Gov UK : Reiknivél sem sýnir gengisfall Punds yfir tíma!
- In 1920, £20 would have the same spending worth of today's £424.20
- Sem gerir gengishrun yfir tímabilið upp á 95,1%.
- 100 kr. in 1920 equalled 1672.73 kr. in 2010.
- This works out to a price increase from 1920 to 2010 of 1572.7 per cent.
- Það gerir verðhrun upp á 94% yfir tímabilið.
- 100 kr. 1920 verða 2041,90 kr 2010.
- Gerir gengisfall 95,1% yfir tímabilið.
Krónan hefur samt sem áður fallið enn meira: En fræga fullyrðingin er gengisfall vs. danska krónu, þannig að okkar króna hafi fallið gegn henni um 99,96%.
Þetta er í reynd gengisfall að hlutfalli rétt rúmlega 1/2 þ.e. rétt rúmlega 2 falt.
Eins og sést af samanburðinum að ofan, falla gjaldmiðlar stórt þegar tekið er nógu langt samhengi.
En alls staðar er að öllu jafnaði einhver verðbólga, og hún telur ár frá ári - þannig að ef mörg ár eru tekin saman, verður heildarsveiflan stór.
Ég fæ ekki betur séð, að miðað við nokkra þekkta gjaldmiðla, hafi gengisfall krónunnar heilt yfir verið u.þ.b. 2-falt þ.e. 1/2.
Sko - miðað við það að Ísland er dverg hagkerfi, þá held ég að sá mismunur sé algerlega eðlilegur!
Skoðið tölur frá DataMarket en þar kemur fram, að heilt yfir litið virðist hagvöxtur á Íslandi vera kringum 5% að meðaltali frá 1950 - 1980. En eftir 1980 lækkar hann í cirka 3%.
- Tölur yfir meðalhagvöxt á áratug á Íslandi: Datamarket
Þetta er hið minnsta ekki lakari árangur en meðaltal Evrópuríkja. En, okkar hagvöxtur virðist ívið betri til 1980, en þaðan í frá virðist hann sambærilegur við þ.s. gerist og gengur í Evrópu öllu að jafnaði.
- Tafla frá EUROSTAT yfir þróun hagvaxtar í Evrópu
Síðan í samanburði við Evrópu kemur Ísland hið minnsta ekki ílla út. En, atvinnuleysi virðist sambærilegt að jafnaði í gegnum árin við þau lönd þ.s. atvinnuleysi í Evrópu er einna lægst:
Vinnumálastofnun : atvinnuleysi yfir tímabil!
1992 | 1993 | 1994 | 1995 | 1996 | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 |
3,0% | 4,4% | 4,8% | 5,0% | 4,4% | 3,9% | 2,8% | 1,9% | 1,3% | 1,4% | 2,5% |
Til samanburðar tafla frá EUROSTAT: Table unemployment rates
Niðurstaða:
Krónan er sögð okkar akkílesarhæll. Ef það er rétt, þá myndi ég reikna með að samanburður myndi sína Ísland með áberandi lélegan hagvöxt. Áberandi mikið atvinnuleysi. Að auki, með léleg lífskjör miðað við helstu samanburðarlönd.
En, þvert á móti hefur atvinnuleysi verið með því lægsta sem þekkist. Hagvöxtur hið minnsta ekki lélegri en í svokölluðum ríkari löndum Evrópu. Lífskjör fullkomlega samanburðarhæf - þ.e. ofan við meðaltal Evrópu. En lengst af höfum við verið ívið ríkari en meðal Bretinn og Frakkinn, en ívið fátækari en meðal Svíinn, Daninn og Norðmaðurinn.
Sannarlega hefur verðbólga verið meiri síðustu 90 ár en í samanburðarlöndum. En, erfitt er að finna tjóninu af þeirri verðbólgu stað, þegar þróun lífskjara - atvinnustigs og hagvaxtar er skoðuð.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilega vel tölusett rök...hafðu þökk fyrir.
Haraldur Baldursson, 30.1.2011 kl. 20:45
Takk fyrir þetta Einar Björn
Má til með að bæta hér inn tveim myndum (vona að þú fyrirgefir mér frekjuna)
Mynd 1) 30 prósenta gengisfall evru gagnvart Bandaríkjadal frá 1. janúar 1999 til 1. júní 2001. (vísitala = indexed)
Mynd 2) Tæplega 100 prósenta gengishækkunar evru gagnvart Bandaríkjadal frá júní 2001 til í júní 2008. (vísitala = indexed)
Að búa við svona óstöðugleika hefur verið hryllilegt fyrir flest evrulönd.
Hagfræðingurinn Paul De Grauwe skrifaði grein um þetta í Financial Times í september 2008
The Bank [ECB] must act to end the euro’s wild rise
Og á meðan fór allt til fjandans á evrusvæðinu á vakt þessa ECB-seðlabanka.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.1.2011 kl. 20:51
Gunnar Rögnvaldsson, 30.1.2011 kl. 20:56
Allt í lagi Gunnar. Þetta er einmitt rétt að hækkun Evrunnar, sem fyllti Evrusinna stolti var bólueinkenni, - en lágu vextirnir stuðluðu að fjárfestingar- og eftirspurnar bólu er um tíma knúði bæði hagvöxt og ris Evrunnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.1.2011 kl. 22:47
Fínn pistill hjá þér Einar.
Í Danmörku þá hefur stjórnmálamönnum tekist að eiga við atvinnuleysistölur. Þannig er talað um að brúttó atvinnuleysi sem er 6.1% en síðan er minna talað um nettó atvinnuleysi sem er töluvert hærra. Þegar menn eru atvinnulausir í DK og hafa kanski verið í 6 mánuði eða meira þá eru þeir sendir í "aktiveringu" og þá teljast þeir ekki atvinnulausir. Menn eru ennþá jafn atvinnulausir þrátt fyrir að þurfa að mæta á skrifstofu a-kassans mun oftar til að fylla út atvinnu umsóknir. Í svíþjóð eru menn sendir á námskeið í sama tilgangi og Bretar hafa tekið út stórann samfélagshóp út úr statistíkinni sem þeir kalla unemployable. Þannig að atvinnuleysið er jafnvel enn hærra í ESB en opinberar tölur segja til um.
Andrés Kristjánsson, 31.1.2011 kl. 04:17
Góð greining Einar
Allur samanburður á atvinnuleysi í ESB virðist mér vera vera út í hött. Í þýskalandi er víst fólk talið vera á vinnumarkaði með 2 evrur í tímalaun ?
Mér sýnist að gæði hagstjórnar megi lesa út úr sigi gjaldmiðils, en bara ekki út frá hraða gengissigsins heldur miklu heldur stöðugleika þess. þannig var styrking evru og ISK í kjölfar veikingar í byrjun aldarinnar í raun merki um að eitthvað miður gott væri að gerast hagkerfunum.
Guðmundur Jónsson, 31.1.2011 kl. 08:56
Alveg rétt Guðmundur - þessi styrking var einmitt merki þess að bóla væri komin af stað, þ.e. fjárfestingar- og neyslubóla knúin af skuldasöfnun fyrirtækja og almennings. Þær bólur knúðu síðan aukna eftirspurn eftir gjaldmiðlinum, og sem hækkaði hann stig af stigi eftir því sem bólurnar mögnuðust.
Merkilegt hve þetta var líkt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.1.2011 kl. 13:16
Andrés - þó atvinnuleysi sé metið 13,5% á Írlandi þá mat AGS það 17% miðað við þeirra aðferðir.
Spurning, hvernig AGS myndi meta atvinnuleysi hinna ímsu ríkja, ef það tæki að sé endurskoðun þeirra "fudge" talna?
Hér eru þær sennilega verulega vanmetnar, vegna þess hve margir hurfu af vinnumarkaði. En, við erum sennilega ekki komin eins langt þó í því að svindla á atvinnuleysistölum og Evrópa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.1.2011 kl. 13:19
Sæll frændi. Íhugunarverður pistill hjá þér eins og svo oft áður.
1950 var mikið hagvaxtarskeið á Vesturlöndum sem byggðist að mestu á olíunni, sem knúði hagkerfin áfram, enda verði hennar haldið margfalt lægra en rétt hefði verið. Á Íslandi hjálpaði síldin til allt til 1967, en þaðan í frá og fram yfir 1980 þorskafli, sem komst upp undir 500 þúsund tonn þegar mest var, ef ég man rétt.
Eftir 1980 gerist tvennt. Olíuverðið snarhækkar og 1983 neyðast Íslendingar til að grípa í taumana vegna hinnar gríðarlegu þorskveiði.
Helsta vandamál íslenskra efnahagsmála frá 1930 til 1990 var kapphlaup kaupgjalds og verðlags þar sem of hátt skrá gengi krónunnar skóp lengst af falska mynd. Af þessu kapphlaupi leiddi að allt of mikill tími og fyrirhöfn fór í það hjá íslenskum ráðamönnum að fást við stanslausar skammtímareddingar og óróa með gengisfellingum, verkföllum og vinnudeilum auk þess sem reynt var löngum að rétta af með höftum og margföldu gengi upp úr 1950 og síðar með alls konar hliðstæðum ráðstöfunum sem tóku toll af þreki stjórnmálamanna.
Ótalið er risavaxið þjóðfélagslegt óréttlæti sem fólst í því að á mesta verðbólguskeiðinu var hundruðum milljarða króna á núgildandi verðlagi beinlínis stolið af eigendum sparifjár og þeim hyglað, sem áttu aðgang að lánsfé. Afleiðingin varð víðtæk spilling á þessu sviði.
Þjóðarsáttin 1990 var einhvert mesta stjórnmálalega afrek síðustu aldar hér á landi, að vísu knúin fram af því að í algert óefni var komið.
Erfitt er að segja til um hverju erlendur gjaldmiðill í stað krónu hefði breytt. Hugsanlega hefðu vanmegna stjórnmálamenn farið aðrar leiðir til þess að búa hér til hátimbrað kerfi hafta og styrkja til þess að halda í horfinu.
Það væri skemmtilegt viðfangsefni fyrir hóp snjallra hagfræðinga og stjórnmálafræðinga að rannsakað þá "alternate history."
Ómar Ragnarsson, 31.1.2011 kl. 14:41
Ómar - hætta við annan gjaldmiðil skapast, ef þitt hagkerfi hefur aðra sveiflu en viðmiðunarhagkerfi það sem stýringin á þeim gjaldmiðli miðar við.
Það er ekki af ástæðulausu, að þeir sem skópu Evruna töluðu um hagkerfis aðlögun eða "convergence". En, það er vegna þess, að ef stýring vaxta og gengis er tekin af, þarf að aðlaga hagkerfið að þeim vöxtum og gengi - ekki öfugt.
Þá er eins gott, að hagkerfið þitt sé ekki með einhverja öfluga undirliggjandi sveiflu, sem öðru hvoru keyri hluti í einhverja aðra átt.
Því ef það gerist, þá allt í einu eru stýrivextirnir rangir miðað við þínar aðstæður og jafnvel einnig gengisskránin. Ef við miðum við sl. áratug, þá voru vextir á Evrusvæðinu mjög lágir - sem hvetur til fjárfestinga í atvinnulífi, en einnig til lántöku almennings til neyslu og að auki stuðlar að hækkn húsnæðisverðs með öflugum hætti þ.s. fólk hefur efni á dýrara húsnæði tekur stærri lán og aukin eftirspurn keyrir upp verðlag - hættan ef þetta keyrir um þverbak eru: húsnæðisverðbóla, lántökubóla sem býr til neyslubólu, fjárfestingabóla í atvinnulífi. Ef gengið fer síðan einnig hækkandi á sama tíma sem það gerði, þá er það viðbótar kynding til.
Spurning er, hvernig heldur þú hlutum í skefjum, við slíkar aðstæður?
Þjóðverjar gerðu það með því, að hafa stál hönd á vinnumarkaðinum, þ.e. hækkun launa að meðaltali 1% á ári sl. áratug.
Í þeim löndum þ.s. aginn var minni, þá hækkaði allt verðlag meir en í Þýskalandi. Þ.e. ekkert annað en mismundandi verðbólga. Þá glötuðu hin hagkerfin smám saman samkeppnishæfni við Þýskaland. Enda, skapaðist hjá þjóðverjum smám saman mikill og vaxandi viðskiptahagnaður af verslun við hin aðildarlönd Evrunnar.
En viðskiptahagnað er ekki hægt að hafa nema hinir séu með halla. Þá er einn að græða meðan hinir eru að tapa. Einn safnar peningum meðan hinir safna skuldum. Slíkt fyrirkomulag er ósjálfbært. Hrynur óhjákvæmilega. Ástæða, enginn getur skuldað án takmarkana.
Þá verður kreppa hjá þeim sem skulda, hjá þeim sem voru lélegastir í því að halda aftur af innlendum kostnaðarhækkunum, þ.e. voru með mesta viðskiptahallann. Þannig er þetta einmitt akkúrat.
Kreppan, varð til vegna þessa misvægis milli landanna sem hlóðst upp á sl. áratug.
En, til þess að sameiginlegur gjaldmiðill gangi upp, án stórs millifærslukerfis á fjármagni, má ekki myndast misvægi af þessu tagi.
-------------------
Ísland held ég, að væri í sambærilegum vanda og Írland, þ.e. þar eins og hér varð til húsnæðisbóla, mjög stórt bankakerfi. Þ.s. okkar bankakerfi var stærra og hefði einnig verið það, þá hefðum við sennilega þurft á neyðaraðstoð á undan Grikkjum.
Þá er spurning um framhaldið þaðan í frá. Myndum við eins og Írar eru að gera, geta samið v. verkalýðshreyfinguna um launalækkanir en laun á Írlandi hafa verið að lækka síðan 2008 og AGS reiknar með því að þau lækki út 2012. Eða værum við eins og Grikki, Portúgalar og Spánv. - þ.s. engar eða mjög óverulegar launalækkanir hafa enn átt sér stað.
Í seinna dæminu, er erfitt að sjá að algeru hruni framleiðsluhagkerfis verði forðað. Í okkar samhengi, en dæmigerð kreppa hefst yfirleitt hér þegar hagkerfið toppar í viðskiptahalla í 2-3 ár, og dettur síðan niður þegar gjaldeyriskapandi greinar geta ekki meir. En, hvað myndi gerast að ef við akkúrat sambærilega aðstæður - ekki stæði til boða að taka eitt stikki gengisfall? Myndi þá einfaldlega allt hrynja?
Ég held að það geti hugsast - hið minnsta er það ekki órökrétt!
En, í míkróhagkerfinu Íslandi, þá stendur nánast öll restin af hagkerfinu á bakinu á þeim greinum sem afla gjaldeyris, svo að ef ástand skapast þ.s. ekki er unnt að redda þeim greinum þannig að stórfellt hrun hefst innan þeirra; þá er erfitt að sjá annað en að því myndi fylgja samsvarandi hrun annarra greina - síðan ríkisins.
Þ.e. þessi sýn, sem hefur valdið því, að ég hef snúist gegn humyndinni um upptöku Evru, því ég á erfitt með að sjá, að Ísland sé raunverulega fært um að höndla þetta dæmi, með svo sveiflukennt hagkerfi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.1.2011 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning