29.1.2011 | 17:13
Lýðræði er áhættunar virði!! Eru síðustu dagar einræðisstjórnar Hosni Mubaraks upp runnir, eða mun hann kveða mótmæli niður með hervaldi og blóði?
Eins og sést hefur í fréttum undanfarinna daga, hafa staðið yfir mjög víðtækar mótmælaaðgerðir á götum helstu borga Egyptalands. Milljónir mótmæla á götum úti. Mótmæli sem eru orðin fullt eins víðfeðm og þau sem dæmi felldur harðstjórn kommúnista í því landi er þá hét Tékkóslóvakía 1989. Spurning sem margir velta fyrir sér, hvort mótmælalda sambærileg þeirri, er felldi eins og spilaborg allar harðstjórnir kommúnista haustið 1989, sé nú í gangi í löndum arabaheims.
En, fram að þessu, hefur arabaheimurinn verið þekktur fyrir spilltar harðstjórnir, þ.s. fámenn elíta ræður öllu, og skiptir gæðum landanna milli sín. Meðan almenningur lifir í fátækt. Atvinnuleysi mælist víðast hvar í prósentutugum.
Sumir á vesturlöndum þó hafa brugðist öndverðir við, óttast hverjir komast til valda, ef ríkisstjórn Mubaraks fellur eins og harðstjórnin í Túnis fyrr í mánuðinum.
Engin menning fyrir lýðræði?
Ég spyr þá á móti, fyrir 1989 hver var saga lýðræðis í Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverjalandi og Póllandi?
Ég hvet fólk til að leita hennar í sögubókum, ef það fundið hana getur!
Þegar kommúnisminn hrundi, var almenningur í þessum löndum búinn að mæna á það árum saman, hve mikið skárra almenningur í V-Evrópu hafði það. Þó ofangreind lönd hafi aldrei áður fyrir 1989 búið við lýðræði, valdi samt sem áður almenningur í þeim löndum það fyrirkomulag án undanfarinnar eigin reynslu.
Almenningur í Egyptalandi veit vel af lýðræðinu í Evrópu. Veit vel að þar hefur fólk það betra, en þeir eiga að venjast. Þ.e. ekkert sérstakt er bendir til þess, að almenningur í Egyptalandi sé að biðja um annað en það nákvæmlega sama, og almenningur í A-Evrópu - þ.e. valfrelsi.
Menn nefna að meginstjórnarandstaðan sé Íslamistar, en - múslimar eru ekki almennt séð öfgafólk, fremur en kristnir. Á hinn bóginn, þá hefur öfgafólk lag á að vera hávaðasamt. Láta á sér bera.
Vandinn er sá, að þ.s. Mubarak hefur ekki heimilað frjálsar kosningar, takmarkað umræðu - þá hefur íslamistahreyfingin Bræðralag Íslam, verið mest áberandi stjórnarandstaðan. En, þ.e. einmitt Mubarak sjálfur, sem hefur framkallað það ástand.
Mótmæli í táragasskýi
Með því að takmarka lýðræðislega umræðu, hefur hann í reynd magnað fylgi róttækra íslamista þ.s. nánast eina stjórnarandstaðan í boði hafa verið þeir.
Þvert á móti, virðist róttækur íslamismi á undanhaldi. En, til muna líklegra er að almenningur í Egyptalandi horfi til Tyrklands, þ.s. hófsöm íslamisma hreyfin er aðhyllist lýðræði hefur stýrt síðustu ár, og skapað sér mikið fjöldafylgi í Tyrklandi fyrir að stýra landinu vel.
Herinn á götum Cairo!
En staðreyndin er, að á þessu ári stefnir í nálægt 10% hagvöxt í Tyrklandi. Velmegun vex þar hröðum skrefum. Anatólía sem áður var fátækt er að verða svæði á svipuðu ríkidæmi og svæði innan Evrópu.
Þetta er örugglega dæmið sem almenningur er að horfa upp á - fordæmið sem fólkið í Egyptalandi vill.
Auðvitað er ekkert öruggt - almenningur á þá það val. Það er hin lýðræðislega leið!
Samkvæmt fréttum!
Eins og sést á mynd að ofan tekin í dag, þá hefur ríkisherinn verið kvaddur til, og gætir nú helstu stræta og torga.
Protesters keep the pressure on Mubarak :"An uneasy calm reigned on the streets of Cairo on Saturday, after troops moved into the city overnight." - "Analysts in Cairo said that the army was now effectively in control of the country..."
Það virðist einn möguleikinn að forsetinn stýgi til hliðar, en að í staðinn taki við harðstjórn á vegum hersins. Mótmæli verði barin niður með byssukúlum og blóðsúthellingum, við taki ógnarstjórn.
"Theres a power vacuum now, the only institution is the army which can fill the void, Osama el-Ghazali Harb, on opposition leader, told the Financial Times...Opposition parties and civil society groups, however, were trying to organise themselves around a unified agenda in the hope that they can negotiate with the army a period of transition, he added."
Það væri til muna skárri niðurstaða, að við myndi taka bráðabyrgðastjórn lýðræðissinna, sem myndi stefna á að beina landinu í lýðfrelsisátt.
"On Saturday the army said it was careful not to use force against the people." - "Some of the tanks bore anti-Mubarak graffiti, and despite a sense of tension people were claiming on to the tanks and dancing." - "The police, who on Friday fought running battles with protesters withdrew from Cairo overnight and were nowhere to be seen on Saturday..."
Í augnablikinu virðist ríkja óvissa. Herforingjar hafa gripið inn. En, herinn hefur ekki beitt vopnum sínum. Lögreglan á sama tíma, stigið til hliðar. Fólkið á meðan fylgist með milli vonar og ótta, en hefur ekki verið hrakið af götunum. Á bakvið tjöldin, mjög sennilega standa yfir samningaviðræður milli aðila.
Egypt approaches an endgame: "Hosni Mubarak did not appear before Egyptians until late on Friday, a day of escalating chaos and massive protests across the country calling on him to step down...His main, in fact only, concession was to dismiss his government, led by a technocrat charged with economic management who has little to do with politics." - "With the police retreating from the streets, and the army deployed everywhere but not hindering protesters, tens of thousands were rallying in Cairo and similar crowds protested in Alexandria." - "Rumours of rifts between Mr Mubarak and the military were circulating in Cairo, and of the president scrambling to find anyone to fill the new government he promised. For some Egyptians a transition had already started, with the armys role taking central stage."
Stærsta fréttin, er sennilega að forsetinn hefur sett af eigin ríkisstjórn. Spurning hver mun taka við. Möguleiki allt frá því að það verði herforingi yfir í að einhverskonar samkomulag verði milli forsetans og stjórnarandstöðu, um einhverskonar millistigs niðurstöðu - hver veit, að hann fái að klára kjörtímabilið sem dæmi. En það kvá klárast fyrir lok árs.
"Were approaching two choices, Amr Hamzawi, analyst with the Carnegie Middle East Centre, said from Cairo on Saturday. Either a package of significant reforms which Mubarak would have to announce today and include in it that he wont be running in September and would be holding new parliamentary elections, or the situation goes in another direction, Mubarak is removed and the army puts someone else in or takes control."
Vondandi að herinn hafi skynsemi til að velja, samningaleið við almenning - sem tryggir áframhaldandi virðingarsess hersins í augum fólksins.
Army remains crucial to survival of regime :"The distance that the army has traditionally maintained from politics means that Egyptians respect it and they still take pride in its performance in the 1973 war. Few Egyptians, however, know the names of the armys senior commanders or their views on political matters. It has long been a matter of conjecture whether the military would back a civilian as Egypts next president." - "In recent years, as Mr Mubarak appeared to be grooming his son Gamal to succeed him, one of the biggest questions analysts has grappled with is whether the army would accept him."
Það ku ekki síst vera ástæða orðróms undanfarið um deilur milli Mubaraks og hersins, tilraunir hans til þess að troða syni sínum inn og fá herinn til að lísa yfir stuðningi við hann sem arftaka hans. En, sá stuðningur virðist ekki hafa fengist. Mubarak hefur ekki heldur haft neinn varaforseta, þetta kjörtímabil. Og, hafa margir talið að hann hygðist setja son sinn varaforseta einhverntíma á þessu ári en þó vel áður en kosningar fara fram í september nk.
Nú hins vegar hefur staða forsetans veikst til muna, vegna atburðarásar vikunnar og líklega úr þessu er afskaplega ólíklegt að sonur Mubaraks taki við.
Israelis fear unwinding of political stability :"Israeli officials admit that it appears peculiar for them not to welcome the chance of a democratic opening in the Arab world." - "However, as one official with extensive knowledge of the region puts it: When tsarist Russia went through a revolution, there was a democratic moment, and we all know how that ended." - "In Tehran in 1979, there was a democratic moment, and we all know how that ended." - "The official added: A democratic opening is great but will it last? And will it ultimately not unleash non-democratic and violent forces? That is our concern." - "Eyal Zisser, senior research fellow at Tel Avivs Moshe Dayan Center for Middle Eastern and African Studies, points to a another historical analogy. This is not like eastern Europe in the late 1980s, he says. This is not a region where stable dictatorships can be replaced with stable democracies. Here the alternative means chaos, anarchy and radicalism." - "The worries underline the degree to which Israeli policymakers have become attached to the regional status quo."
Ég held að klárlega séu ísraelarnir tveir að mála skrattann á vegginn. Ég held að þeir geti alveg treyst að herinn í Egyptalandi, ef hann heimilar að lýðræðissinnuð öfl myndi bráðabygðastjórn að þá mun hann líkt og herinn í Tyrklandi hefur gert, halda áfram að hafa nokkurs konar föðurlega hönd á rás atburða.
En, Tyrkneski herinn hefur veitt mjög strangt aðhald, og sá flokkur íslamista er nú er við völd AK flokkurinn, var myndaður eftir að annar eldri slíkur flokkur var bannaður vegna þess að sá þótti of róttækur. AK flokkurinn, hefur passað sig á, að leggja áherslu á lýðræði og efnahagslegar umbætur.
Það merkilega er, að aldrei sennilega í sögunni hefur Tyrklandi verið betur stjórnað, en í tíð AK.
Hafa þarf einnig í huga, að í Egyptalandi hefur verið hagvöxtur allan umliðin áratug. Ekki endilega mikill á hverju ári, en jafn og stöðugur. Almenningur hefur það þrátt fyrir allt betur nú en fyrir áratug.
Vanalega, eru öfgamenn í miklum minnihluta, en tilteknar aðstæður geta skapað fylgi við öfgar - en það eru einna helst aðstæður þ.s. mikil og almenn fátækt ríkir og vonleysi.
Ég er sem sagt að meina, að Ísraelar sjálfir hafi skapað sigur Hamas um árið, einmitt með því að lama efnahag svæðisins árin á undan - skapa fátækt. Síðan, keyrði um þverbak eftir sigur Hamas, þegar ísraelar hertu mjög á þumalskrúfunum. Fátækt hefur stóraukist, sem ítir fólkinu enn meir að öfgaöflum.
Gott sögulegt dæmi eru þingkosningar í Þýskalandi 1928 er nasistar fengu 3% atkvæða sbr. aðrar kosningar 1932 er þeir fengu nálægt 30%. Þarna á milli, hafði skollið á heimskreppar og atvinnulausum hafði fjölgað um margar milljónir.
En einmitt vegna batnandi efnahags, séu líkur á að öfgamenn í Egyptalandi séu ekki þeir sem líklegastir eru til að fá mest fylgi. Að auki er Bræðralag Íslam ekki skæruhreyfing. Þá væri hún bönnuð.
Fólk veit alveg örugglega hvað gerðist í Alsír fyrir 15 árum eða þar um bil. En, það sýnir einmitt hvað það er nauðsynlegt, að mynda sátt innan samfélaga Araba um breitingar í lýðræðisátt, svo að ófrelsi og harðstjórn haldi ekki áfram að efla stuðning við öfgaöfl.
En, þeim stendur nú til boða, mun betra dæmi til eftiröpunar - velheppnuð stjórn AK flokksins hins Tyrkneska.
Það er alls ekki þannig, að það sé eitthvað öruggt hvaða stefnu mál munu taka.
En, það þíðir einnig, að lang - langt í frá sé það öruggt að mál taki slæma stefnu. Reyndar, er ég þess fullviss að Egypski herinn myndi aldrei heimila valdatöku róttækra íslamista.
En, hófsamir lýðræðissinnaðir íslamistar, eitthvað í líkingu við AK flokkinn. Það er aftur á móti allt önnur Ella.
Sagan segir að velmegun dragi úr róttækni, meðan að fátækt og ófrelsi magni hana upp!
Velmegun hefur aukist í Egyptalandi á umliðnum áratug.
Nú standa þeir ef til vill frammi fyrir þeim kosti, að velja einnig lýðræði.
Vonum að það verði niðurstaðan.
Niðurstaða
ElBaradei fyrrum yfirmaður Kjarnorkueftirlitsstofnunar SÞ verður ef til vill fyrsti lýðræðiskjörni forseti Egyptalands, ef samkomulag næst um það að forsetinn núverandi, Mubarak, fái að sytja þangað til, en verði ekki í framboði. Að á allra næstu dögum - jafnvel um helgina, verði skipuð bráðabyrgðastjórn lýðræðissinna, undir handleiðslu hersins - sem mun örugglega ekki gefa eftir að hafa hönd í bagga, fyrr en herinn sér að mál eru að taka örugga stefnu sem hægt er að lifa við.
Ps: Ný þróun. Mubarak var víst að skipa tvo herforingja - annan sem varaforseta og hinn sem nýjan forsætisráðherra.
Mubarak appoints ally as vice-president :"Hosni Mubarak has appointed the head of military intelligence, Omar Suleiman, as vice-president," - "Mr Mubarak also appointed Ahmed Shafiq, a former commander of the air force, as prime minister,"
Það er eins og að mál séu að stefna í átt að herforingjastjórn. Ef svo, getur verið að herinn láti til skarar skríða gegn almenningi á götum helstu borga.
Ps2: Mótmæli virðast halda áfram í dag, sunnudag. Mótmælendur virðast hafa látið boð um útivistarbann sem vind um eyru þjóta. Þessi áhugaverða mynd er nú á vef BBC.
Þessi er frá Al-Jazeera Net: Sú sýnir heldur meira, þ.e. mótmæli föstudags, bardagar milli lögreglu og mótmælenda, og síðan komu hersins á göturnar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.1.2011 kl. 14:16 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Milljónir mótmæla á götum úti" í Egyptalandi, segir þú, Einar Björn, en ég sé þess engin merki í textum þínum, og í nýjustu frétt á BBC segir (leturbr. mín): "In Cairo, thousands of demonstrators have ignored a curfew. The army is standing by and not intervening."
Í Túnis dugðu 5.000 manna mótmæli til að hrekja forsetann úr landi eða í felur, og eru Túnismenn þó um 9 milljónir. Mun fleiri voru við tunnumótmælin hér hjá okkur í haust, og erum við þó aðeins 318.000. Þetta sýnir í raun afl slíkra mótmæla, en ég er ekki viss um að þetta sýni endilega þjóðarvilja að baki mótmælum ÞÚSUNDA í Egyptalandi, þar sem þjóðin er um 85 milljónir. T.d. eru 17.000 manns þar einungis um 0,02% af egypzku þjóðinni, en 85.000 manns væru 1 pró mill af henni. Ef 1 pró mill af íslenzku þjóðinni ætluðu sér að reka stjórnvöld okkar frá völdum, þá væru það einungis 318 manns.
Þú verður líka að taka tillit til allra þeirra hreyfinga sem þarna sjá færi á að ná völdum (t.d. Íslamska bræðralagið) eða stunda rán og aðra glæpi. Ég myndi því fara mér hægt í sakirnar með að álykta um þjóðarvilja Egypa þessa dagana eða um réttmæti aðferða mótmælenda og markmið þeirra. Eitt er víst, að eitilharðir islamistar sjá lýðræði ekki sem sína lokalausn.
Jón Valur Jensson, 30.1.2011 kl. 05:07
Það var óskaplegur fj. að mótmæla á föstudag sl. - hafandi í huga að fjöldamótmæli vöru í öllu stærstu borgunum.
Eftir að herinn tók v. gæslu á götum úti í gær, virðist sem hlutir hafi róast mikið. Hið minnsta í bili. Hvað sem síðar gerist.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.1.2011 kl. 13:48
Ég man ekki betur, en að ég hafi einmitt fjallað um þær hreyfingar.
Þ.e. alltaf óvissa þegar harðstjórn fellur. En, við megum ekki fókusa einungis á hana, eða túlka óvissuna einungis neikvætt.
Þú getur treyst því að alveg eins og í Tyrklandi, mun herinn ekki umbera rótæka íslamista v. stj. En, það er ekki alveg útilokað, að hann myndi geta umborið stj. lýðræðissinnaðra hófsamra afla, þó þau kenndu sig að einhverju leiti við Íslam.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.1.2011 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning