26.1.2011 | 14:54
Ekki má viðhafa hér pólitísk réttarhöld!
Fyrirsögnin beinist að þeim allra íktustu viðbrögðum er ég hef orðið var á netinu, í umfjöllun um dóm Hæstaréttar í gær, þ.s. kosningar um Stjórnlagaþing voru dæmdar dauðar og ómerkar.
En, ummæli þau ég vísa til -nefni engin nöfn- eru ummæli þess efnis, að nú þurfi að hreinsa út úr Hæstarétti, skipta úr þeim sem kallaðir eru pólitískt ráðnir dómarar er dæmi skv. vilja þá íjað að pólitískri forskrift gefin út af Sjálfstæðisflokknum, - sjálfstæðismönnum.
Ég vara mjög eindregið við hugsun af þessu tagi, því ef svo mjög reyndar ólíklega yrði, að farin væri með mál í þennan farveg - sem væri stjórnarskrárbrot augljóslega- þá yrði Hæstiréttur raunverulega pólitískur í kjölfarið.
Þá, vegna þess að hann er í dag álitinn pólitískur, á altari þess að tryggja réttlæti; væri þá í reynd sjálfstæði dómstóla gegn ráðandi valdi afnumið. Hversu kaldhæðið sem það hljómar.
Í kjölfarið á slíku, væri hættan á að réttarhöld raunverulega yrðu sýndarréttarhöld, og því allir dæmdir pólitískir fangar - píslavottar.
En, öfl í þjóðfélaginu svíður að enn að þeir er báru ábyrgð á hruninu hafa ekki verið dæmdir - svo ef ofangreint gerist, væri hugsanlega byrjað á slíkum sem taldir eru sekir.
En, þaðan í frá er hætta á því sem kallað er á ensku "mission creep" en þ.e. er menn hafa klárað þá sem taldir eru sekastir, sé farið í næsta hóp er taldir eru hafa verið þeirra stuðningsmenn, síðan koll af kolli.
Sko, þ.e. raunveruleg ástæða fyrir því, að þ.e. sú regla að dómstólar séu sjálfstæðir viðhöfð, þannig að ekki sé hægt að reka dómara - sama hve óánægja með tiltekinn dóm er útbreidd.
Þetta á endanum, er einmitt til að vernda almenning gegn gerræðislegri beitingu dómsvalds, af því tagi sem átti sér stað í ráðstjórnarríkjunum á árum Stalínismams.
Íslendingar eru ekkert betri en þær þjóðir, og það væri mjög vel hægt með þeim hætti er ég lýsi að ofan, að leiða hluti inn á sambærilega þróun, í átt er getur lyktað með gerræðislegu stjórnarfari þ.s. enginn væri óhultur fyrir pólitískri beitingu dómsvalds.
Svona vegferð má aldrei fara. Við verðum að læra af reynslu annarra þjóða. Þó margir séu ósáttir við þennan dóm, má ekki grafa viljandi undan virðingu fyrir dómsvaldi - - og alls ekki má hvetja til pólitískrar beitingar á því. Aldrei!!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.1.2011 kl. 00:09 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt af stóru vandamálunum hér er þessi árátta að geta sjaldnast rætt málin af hreinni skynsemi. Menn fara alltaf hér í keppnisbúninginn hjá sínu liði og allt er réttlætt, jafnvel þó fólk sé svo í grunninn ekki sammála því sem það er að samþykkja. Það gerist aldrei að við verðum öll alveg sátt við alla dóma, svo einfalt er það en til þess eru lögin að fara eftir þeim og við verðum að treysta því, nema annað komi óyggjandi í ljós, að menn dæmi í öllum málum eftir lagabókstafnum - alveg sama um hvaða mál er að ræða. Ég var frambjóðandi til stjórnlagaþingsins, sá ekki ástæðu til að setja út á neitt af þessu, var bara fúll yfir kosningaþátttöku, og treysti þeim er voru forsvari til að vera að vinna að þessu af heilum hug og samkvæmt þeim annmörkum er lögin setja. Uni dómi Hæstaréttar alveg en yrði ekkert sár þó svo að þetta fólk sem flest atkvæðin fékk yrði látið halda áfram að vinna að verkinu. Ég er nefnilega eins og þú fygljandi stjórnlagaþings hugmyndinni.
Gísli Foster Hjartarson, 26.1.2011 kl. 22:19
Auðvitað er það einn möguleikinn. En, ég velti fyrir mér þá, af hverju ekki sérfræðinganefn þá frekar. En, þetta fólk er ekki lengur með gilt umboð. Þau þurftu hvort sem er að leita til sérfræðinga. Því þá ekki, einfaldlega að skipa sérfræðinganefnd beint? Þá, helst skipaða til helminga íslendingum og útlendingum.
Það geti verið áhugaver að fá Svisslending vegna reynslu þeirra af þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðan hafa þjóðverjar áhugaverða stjórnarskrá. Að auki, eru Svíar með fremur nýlega slíka og einnig gamla stjórnarskrárhefð. Okkar er á grunni dönsk, svo áhugavert getur verið að hafa dana með þekkingu á því, hvernig þeir hafa þróað sig frá þeirri gömlu sem hér er enn í gildi. Nokkur dæmi nefnd.
En nefnd skipuð bæði Íslendingum og útlendingum, kemst kannski framhjá því að vera álitin, og lituð af innanlands pólitík.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.1.2011 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning