5 meinbugir á framkvæmd kosninga til Stjórnlagaþings. Niðurstaða kosning ógild!

Því miður hefur farið af stað mjög lágkúruleg umræða í þjóðfélaginu, þar sem talað er um dómara á vegum Íhaldsins. Pólitískan dóm. Aðför að lýðræði. O.s.frv.

Einnig er íjað að því, að aðfinnslur þær hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu kosningar.

Dómur Hæstaréttar: Kosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 er ógild.

Ég hvet alla til að lesa dóminn og meta það sem þar kemur fram sjálfir!

Áður en lengra er haldið, er rétt að halda því til haga, að ég er hlynntur því að Stjórnlagaþing fari fram.

 

Málið er einfalt:

  • Hæstiréttur dæmir skv. lögum.
  • Hann komst að því, að framkvæmd kosninga til Stjórnlagaþings hafi ekki verið skv. lögum, í 5 atriðum. 
  • Það breytir engu, hvort meinbugir höfðu áhrif á niðurstöðu - enda réttlætist lögbrot ekki á þeim grundvelli, að tjón hafi ekki af hlotist. Þá væri réttlætanleg sem dæmi, að brjóta öll ákvæði umferðarlaga ef svo vill til að enginn skaði hlýst af.
  • Fordæma verður tal, um að dómur hafi verið pólitískur - einhvers konar íhaldssamsæri; en slíkt tal er ekki svaravert.
  • Skiptir engu máli þó rétt sé fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið andvígur Stjórnlagaþingi. Það kemur einfaldlega málinu ekki við.
  • Enda, eru slíkar fullyrðingar sem ég hef séð, ekki settar fram með þeim hætti að tilraun sé gerð til að hrekja niðurstöðu dómaranna með málefnalegum hætti, með því að taka á þeim efnisatriðum sem þeir tína til.
  • Einfaldlega fullyrt á þeim grunni einum saman, að þeir dómarar er voru skipaðir í tíð hægristjórnar séu einhvern veginn sjálfvirkt ómarktækir vegna þess, að þeir séu þá hægrimenn.
  • Slíkur málflutningur er auðvitað forkastanlegur.
  • En, slíkir sleggjudómar þ.s. leitast er við að hlaða undir óvinaímynd af tilteknum hópi innan samfélagsins, er dæmi um þ.s. réttilega kallast tilraun til að hvetja til æsinga.
  • En, með slíku er verið að hvetja einmitt til haturs á milli hópa.
  • Slíkt kemst mjög nærri því að flokkast undir haturs áróður!

Hérna fyrir neðan koma aðfinnslur Hæstaréttar, með texta sem tekinn er beint úr dómsorði orðréttur og án brenglana:

  1. "Þar sem upplýst hefur verið að kjörseðlarnir voru ekki aðeins strikamerktir heldur einnig merktir númerum sem voru í samfelldri hlaupandi töluröð var í reynd afar auðvelt að færa upplýsingar samhliða nöfnum kjósenda þannig að rekja mætti til númera seðla sem þeir höfðu fengið. Verður að telja að ákvörðun um að haga númeramerkingu seðlanna með þeim hætti sem hér hefur verið lýst hafi farið í bága við lokaákvæði 4. gr. laga nr. 90/2010 um leynilegar kosningar,"
  2. "Af hálfu landskjörstjórnar var upplýst við munnlegan málflutning að í sumum kjördeildum hefðu verið notaðir hefðbundnir kjörklefar. Í öðrum kjördeildum hefðu verið notuð pappaskilrúm sem ráðuneytið hefði látið hanna. Hafi á vegum ráðuneytisins verið gerð teikning af skilrúmum með hliðarstærðir „52 sm x 54 sm og 60 sm“ há sem setja mætti á skólaborð sem væri 64 sm x 64 sm sem kjósandi gæti setið við og fyllt út kjörseðilinn. Að mati Hæstaréttar uppfylla framangreind pappaskilrúm það ekki að geta talist kosningaklefi í skilningi laga nr. 24/2000 þar sem þau afmarka ekki það rými sem kjósanda er eftirlátið til að kjósa í með þeim hætti að kjósandi sé þar í einrúmi. Þá uppfyllti þessi umbúnaður heldur ekki það skilyrði að þar mætti greiða atkvæði án þess að aðrir gætu séð hvernig kjósandi kaus, þar sem unnt var að sjá á kosningaseðil væri staðið fyrir aftan kjósanda sem sat við pappaskilrúmin að fylla út kjörseðil...Þar sem unnt var  að sjá á kjörseðil kjósanda, sem nokkurn tíma hlaut að taka að fylla út ef allir valkostir voru notaðir, var það til þess fallið að takmarka rétt kjósanda til að nýta frjálsan kosningarétt sinn ef maður, sem hann var háður, fylgdist með honum eða kjósandi hafði raunhæfa ástæðu til ætla að svo gæti verið."
  3. "Bæði Þorgrímur S. Þorgrímsson og Óðinn Sigþórsson kæra að kjósendum hafi verið bannað að brjóta kjörseðilinn saman eftir að hann hafði verið útfylltur...Regla í 85. gr. laga nr. 24/2000 um að kjósandi skuli brjóta seðilinn saman áður en hann leggur seðilinn í kjörkassann hefur það markmið að tryggja rétt og skyldu kjósanda til leyndar um það hvernig hann ver atkvæði sínu. Ekki er í 10. gr. laga nr. 90/2010 vikið berum orðum frá þessari reglu svo einfalt sem það hefði verið ef vilji hefði staðið til þess við setningu laganna. Af þessum ástæðum og vegna tilvísunar 1. mgr. 11. gr. sömu laga um að framkvæmd atkvæðagreiðslu skuli fara samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis, verður talið að 85. gr. þeirra laga gildi við kosningar til stjórnlagaþings og þá að sínu leyti einnig 53. gr. vegna tilvísunar 85. gr. til efnis þeirrar greinar. Reglum þessara lagaákvæða var ekki fylgt við kosninguna..."
  4. "Þeir kjörkassar sem notaðir voru við kosningar til stjórnlagaþings uppfylltu ekki skilyrði 2. mgr. 69. gr. laga nr. 24/2000 um að unnt væri að læsa þeim. Þá voru kjörkassarnir þeirrar gerðar að unnt var án mikillar fyrirhafnar að taka þá í sundur og komast í kjörseðla. Þessi umbúnaður kjörkassanna var því til þess fallinn að draga úr öryggi og leynd kosninganna."
  5. "Um framkvæmd talningarinnar giltu því meðal annars ákvæði 2. mgr. 98. gr. laga nr. 24/2000 en þar segir: „Nú eru umboðsmenn lista eigi viðstaddir talningu og skal yfirkjörstjórn eða umdæmiskjörstjórn þá kveðja valinkunna menn úr sömu stjórnmálasamtökum, ef unnt er, til að gæta réttar af hendi listans.“...Lög nr. 24/2000 eru byggð á því meginviðhorfi að gagnsæi eigi að ríkja við talningu atkvæða. Skal í því sambandi áréttað að ekki er nóg að rétt sé talið ef ekki ríkir traust um að þannig hafi verið að verki staðið. Samkvæmt upplýsingum frá landskjörstjórn kom upp vafi við rafrænan lestur kjörseðla þannig að taka þurfti sérstaka ákvörðun um hvernig skilja bæri skrift kjósenda á tölustöfum 13 til 15% allra kjörseðla. Af þessum sökum var sérstök þörf á nærveru fulltrúa við talninguna, sem ætlað var að gæta réttar frambjóðenda. Samkvæmt framansögðu verður að telja það verulegan annmarka á framkvæmd við talningu atkvæða við kosningu til stjórnlagaþings að landskjörstjórn skyldi ekki skipa sérstaka fulltrúa frambjóðenda til að vera viðstadda talninguna svo sem skylt var samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 24/2000. Þessi annmarki er einnig verulegur í ljósi þess, eins og áður segir, að talning atkvæða fór heldur ekki fram fyrir opnum dyrum eins og lögskylt var. Það haggar í engu þessari niðurstöðu þótt fulltrúi innanríkisráðuneytisins, dr. James Gilmour, hafi fylgst sérstaklega með talningunni."

 

Niðurstaða

Því miður hefur framkvæmd kosninga til Stjórnlagaþings reynst vera í umtalsverðum atriðum -sbr. dómsorð- úr lagi færð miðað við hvernig á að vera lögum samkvæmt.

Ég fæ ekki séð annað en að Hæstiréttur hafi einungis miðað við þá niðurstöðu sem finna má stað í dómsorði getað komist að þeirri niðurstöðu, að ógilda kosninguna til Stjórnlagaþings.

Ég segi þetta með harm í hjarta!

Fordæmum síðan öll þessa haturs hvetjandi æsingaumræðu, sem af stað hefur farið!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Umræðan minnir svolítið á undanfara gölluðu kosninganna finnst mér.  Ekki sæmandi upplýstum meðlgreindum fullorðnum manneskjum.   Það er ekki upprunlegu stjórnarskráni að kenna að lesskilning hefur stórhrakað hér frá um 1950. Flestir sem ég þekkt og er farnir lásu þess skrá þegar hún var samþykkt og skildu hvert orð í henni í réttu samhengi. Enda staðlaðar setningar að mestu að dönskum fyrirmyndum.  

Júlíus Björnsson, 26.1.2011 kl. 04:40

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt Júlíus, og þjóðin skildi alltaf forsetaembættið með öðrum hætti en reynt var að segja henni af hagsmunaaðilum í stjórnkerfinu. En, sá skilningur hennar, að það væri öryggisventill af síðustu sort, var hinn rétti. Sá skilningur sem reynt var að koma að, var endurskoðunarismi sem spratt fram frá stjórnkerfinu, byggðist á þess hagsmunum, að víkja því valdi sem forseti hefur af síðustu sort svo það hafi sem mest einskorað val. Þessi tilraun sem núverandi forseti hefur ónýtt með eftirminnilegum hætti, snerist sem sagt um völd, að tryggja völd.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2011 kl. 11:39

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vil ekkert endilega mjög rótttækar breytingar. En, ég held að við getum bætt mál hér, með sterkara mótvægi við stjórnvaldið. Þá vísa ég til þjóðaratkvæðagreiðsla sem hægt yrði að standa fyrir með segjum 25þ. undirskriftum. Slík leið, myndi breita jafnvæginu milli stjórnvalds og þjóðar, stjórnvaldið yrði þá í staðinn að útskýra þær leiðir sem það vill fara - vinna þeim fylgis. Það væri mun hentugra, enda hefur ítrekað komið í ljós að þjóðin er ekkert endilega - eiginlega alls ekki, óskynsamari en elítan sem mannar stjórnvaldið. Að hafa þetta fyrirkomulag, getur komið í veg fyrir alvarleg mistök. Að auki, þá grunar mig að þetta geti minnkað spillingu stjórnvaldsins, þ.s. þá verði síður áhugavert að nýta peningavald til að koma í gegn óvinsælum hlutum er hygla tiltölulega fámennum en valdamiklum öflum innan samfélagsins, þ.s. ekki lengur verði unnt að tryggja að slíkt nái fram að ganga. Ég held, að með þessu skapist betra jafnvægi milli þjóðar og stjórnvalds. Umræðan, myndi batna að auki, þ.s. samræður yrðu að fara fram, vinna yrði málum brautargengi, með sannfæringarkraft að vopni - ekki ofbeldi og yfirgangi eins og nú er hægt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2011 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband